Rannsókn á geðheilsu karla og kvenna á Íslandi

Rannsókn við sálfræðisvið HR

Heildstæð mynd af geðheilsu Íslendinga

Vísindamenn við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík hófu nýlega viðamikla langtíma rannsókn á geðheilsu karla og kvenna á Íslandi. Sjónum verður sérstaklega beint að samspili geðheilsu, lífsánægju, félagslegs stuðnings, streitu og áfalla. 

Á undanförnum árum hefur orðið vitundarvakning á Íslandi um mikilvægi geðheilsu. Markmið rannsóknarinnar er að fá heildstæða mynd af geðheilsu Íslendinga og skoða hvernig félagslegur stuðningur getur gagnast sem best við streituvaldandi aðstæður og áföll. Þetta hefur aldrei verið kannað með þessum hætti áður hér á landi. Rannsóknin byggir á stóru tilviljunarúrtaki 18-80 ára einstaklinga úr Þjóðskrá. Þátttakan felst í að svara símakönnun. Hringt verður frá Háskólanum í Reykjavík og viðkomandi beðinn að svara spurningum. Svör þátttakenda eru ekki persónugreinanleg. 

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er verndari rannsóknarinnar.

Aðstandendur verkefnisins Geðheilsa ásamt Forseta Íslands Guðna TH. Jóhannessyni  sem er verndari verkefnisins.Á mynd frá vinstri: Þóra Sigfríður Einarsdóttir sálfræðingur og doktorsnemi við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík, Dr. Rannveig Sigurvinsdóttir og lektor við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík, Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands og Dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, dósent við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík. 

Umfjöllun í Kastljósi 
Bryndís Björk Ásgeirsdóttir mætti í Kastljósið í gær með Guðna Th. Jóhannessyni forseta til að ræða nýja rannsókn á geðheilsu Íslendinga. 
Horfa á Kastljósþáttinn

Hlekkir á undirsíður



Var efnið hjálplegt? Nei