Rannsóknarteymið

Bryndís Björk Ásgeirsdóttir

Dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir er dósent og sviðsstjóri sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. 

Dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir er dósent og sviðsstjóri sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík

Hún lauk doktorsnámi í sálfræði við King´s College London, Institute of Psychiatry, Psychology and Neuroscience.

Bryndís Björk hefur birt fjölda vísindagreina í alþjóðlegum tímaritum um geðheilsu og áhrif streituvaldandi atburða og reynslu á líðan og hegðun ungmenna. Þá hefur hún rannsakað verndandi þætti í lífi ungs fólks sem hefur verið beitt kynferðislegu ofbeldi eða heimilisofbeldi og hvernig bæta má lífsánægju og vellíðan.

Linkur á ferilskrá á heimasíðu HR 

Netfang: bryndis@ru.is

Rannveig S. Sigurvinsdóttir


Dr. Rannveig Sigurvinsdóttir er lektor við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík. 

Dr. Rannveig Sigurvinsdóttir er lektor við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík.

Hún lauk doktorsprófi árið 2016 frá University of Illinois at Chicago í sálfræði.

Rannsóknir hennar hafa birst í alþjóðlegum tímaritum og fjalla um áhrif áfalla og ofbeldis á heilsu og líðan. Rannveig hefur einnig rannsakað hvað gerist þegar þolendur segja frá kynferðisofbeldi og hvernig viðbrögð annarra geta haft áhrif á líðan. Þar að auki hefur Rannveig áhuga á áföllum og geðheilsu hinsegin fólks og samfélagslegum inngripum gegn ofbeldi.

Linkur á ferilskrá á heimasíðu HR  

Netfang: rannveigs@ru.is


Þóra Sigfríður Einarsdóttir


Þóra Sigfríður Einarsdóttir, doktorsnemi við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík starfar einnig sem sálfræðingur hjá Domus Mentis Geðheilsustöð.Þóra Sigfríður Einarsdóttir, doktorsnemi við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík starfar einnig sem sálfræðingur hjá Domus Mentis Geðheilsustöð þar sem hún sinnir einkum fólki sem hefur orðið fyrir áföllum, s.s. slysi, ofbeldi eða missi. 

Þóra Sigfríður lauk embættisprófi í sálarfræði frá Árósarháskóla árið 2003, með áherslu á áfallasálfræði. Hún hefur starfað bæði í Danmörku og á Íslandi og bætt við sig þekkingu um áföll, hugræna atferlismeðferð og handleiðslu. Einnig hefur hún athugað samspili áfalla, geðheilsu og verndandi þátta eins og félagslegs stuðnings og birt grein um það í Psykolog Nyt (danska sálfræðiritinu). 

Netfang: thorae18@ru.is


Sarah E. Ullman


Sarah-E-UllmanDr. Sarah Ullman er prófessor í afbrotafræði og sálfræði við University of Illinois at Chicago. Rannsóknir hennar beinast að kynferðisofbeldi, heilsuáhrifum þess og ofbeldisforvörnum.

Hún hefur birt fjölda fræðigreina um áhrif ofbeldis gegn konum og hvernig viðbrögð annarra geta haft sterk áhrif þegar þolendur segja frá ofbeldi. Hún hefur framkvæmt stórar langtímarannsóknir í Bandaríkjunum um áhættu- og vernandi þætti fyrir heilsu þolenda kynferðisofbeldis. 

Rannsóknir hennar núna beinast að því að meta inngrip fyrir þolendur kynferðisofbeldis og heimilisofbeldis sem miðar að því að bæta heilsu með því að bæta félagslegan stuðning þeirra. 

Hún hefur birt bók um brautryðjendastarf sitt og rannsóknir í bókinni Talking About Sexual Assault: Society's Response to Survivors sem er gefin út af American Psychological Association.

Aðstoðarrannsakendur

Fimm meistaranemar í klínískri sálfræði við HR eru aðstoðarrannsakendur í verkefninu. Þetta eru þær Daðey Albertsdóttir, Eva Bryndís Pálsdóttir, Helga Maren Hauksdóttir, Thelma Lind Smáradóttir og Valdís Ósk Jónsdóttir.

Fara á stuðningsúrræðiVar efnið hjálplegt? Nei