Haftengd nýsköpun

Hæfni til að skapa nýjungar er afar mikilvæg fyrir komandi kynslóðir. Í diplómanámi í haftengdri nýsköpun öðlast nemendur þekkingu á viðskiptafræði og sjávarútvegsfræði með áherslu á nýsköpun. Sjávarútvegur og tengdar greinar er einn blómlegasti vettvangur nýsköpunar á Íslandi. Nemendur fá í náminu einstaka innsýn í greinina og tengda nýsköpun. Námsbrautin er samstarf HR og Háskólans á Akureyri og er í boði í sveigjanlegu námi, fjarnámi og staðarnámi.

Um námið

Frjótt umhverfi til nýsköpunar

Sjávarútvegur er ein af meginstoðum íslensks efnahagslífs og innan greinarinnar samtvinnast fjölbreytt fagsvið í alþjóðlegu umhverfi. Velgengni atvinnugreinarinnar byggist á öflugri virðiskeðju sem nær allt frá veiðum til markaðssetningar og sölu erlendis. Þessi fjölþætta virðiskeðja myndar síbreytilegt og frjótt umhverfi nýsköpunar í sjávarútvegi og tengdum greinum.

Diplómagráða sem nýtist áfram

Að námi loknu hlýtur nemandi diplómagráðu. Nemandi getur haldið út á vinnumarkaðinn eða fengið einingar metnar í áframhaldandi nám í viðskiptafræði, tölvunarfræði eða tækni- og verkfræði við Háskólann í Reykjavík eða viðskiptafræði eða sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri.

Sveigjanlegt nám

Haftengd nýsköpun er í eðli sínu fjarnámsbraut með miklum sveigjanleika. Nemendur geta valið um fullt fjárnám eða að stunda brautina í staðarnámi að hluta. Nemendum stendur til boða að sækja áfanga í dagskóla bæði í HR og HA. Í Vestmannaeyjum þarf þrjá eða fleiri nemendur sem ætla að stunda námið í dagskóla og er þá sett upp sérstök stundartafla sem miðar að því.

Raunverkefni

Nemendur vinna styttri og lengri verkefni með fyrirtækjum. Verkefnin eru fjölbreytt líkt og greinin sjálf eru t.d. á sviði vinnslutækni, vöruþróunar, markaðsfræði, nýsköpunar og í raun hvert sem áhugasvið nemenda leiðir þá.

Starfsnám

Á síðustu önn námsins stunda nemendur starfsnám þar sem markmiðið er að auka þekkingu og reynslu á þeirra áhugasviði. Starfsnámið gefur nemendum eftirsótt tækifæri til að auka innsýn í atvinnulífið og efla tengslanet.

Þátttaka í tímum

Lögð er áhersla á að tengja fræði og fagþekkingu og taka því sérfræðingar og stjórnendur fyrirtækja þátt í kennslustundum með því að deila reynslu sinni.

Áhersluþættir í námi í haftengdri nýsköpun

 • Sjávarútvegur
 • Nýsköpun
 • Markaðsfræði
 • Rekstur – rekstrarstjórnun og rekstrargreining
 • Alþjóðaviðskipti
 • Virðiskeðjan
 • Vöruþróun
 • Upplýsingatækni
 • Gæðastjórnun
 • Vinnslustýring og vinnslutækni
 • Styrkir og sjóðir
 • Veiðitækni
 • Umhverfi
 • Sjálfbærni

Nám við öfluga viðskiptadeild

Í starfi viðskiptadeildar HR er lögð áhersla á gæði náms og kennslu, nýsköpun, alþjóðlega sýn og góða þjónustu. Grunnnám í viðskiptafræði miðar að því að efla frumkvæði nemenda og veita þeim sterka, fræðilega undirstöðu og áhersla er lögð á að nemendur myndi tengsl við atvinnulífið.

Alþjóðleg gæðavottun

BSc-námið í viðskiptafræði við HR sker sig úr frá sambærilegu námi hér á landi að því leyti að það hefur alþjóðlega vottun (EPAS) sem staðfestir gæði þess.

Samfélagsleg ábyrgð

Stjórnendur í dag, ekki síst í sjávarútvegi, þurfa að leggja áherslu á sjálfbærni í rekstri og samfélagsábyrgð. Viðskiptadeild HR hefur skrifað undir viljayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um menntun ábyrgra stjórnenda og hefur þar með skuldbundið sig til að mennta nemendur í samfélagslegri ábyrgð. HR er jafnframt samstarfsaðili Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð.

Fara á síðu viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík.  

Að námi loknu

Fjölbreytt tækifæri

Þegar námi í haftengdri nýsköpun er lokið eiga útskrifaðir nemendur að búa yfir grunnþekkingu og færni til að hrinda eigin viðskiptahugmyndum í framkvæmd eða ýta úr vör vaxtar- og rekstrarhvetjandi hugmyndum og verkefnum, innan núverandi eða nýs vinnustaðar. Einnig að hafa yfirsýn yfir helstu sviði viðskipta- og sjávarútvegsfræði sem eflir sýn og einfaldar ákvörðun um frekara nám.

Útskrifaðir nemendur hafa bæði skilað sér í áframhaldandi nám og beint út í atvinnulífið. Útskrifaðir nemendur starfa til dæmis hjá Sjávarklasanum, Iðunn Seafood, Grími kokk, Vinnslustöðinni, Samskipum og víðar. Nemendur hafa jafnframt komið í framleiðslu nýjum afurðum á sjávarfangi.

Áframhaldandi nám

Nemendur geta sótt um mat á loknu námi inn í eftirtaldar námsbrautir:

 • Viðskiptafræði við HR
 • Viðskiptafræði við HA
 • Sjávarútvegsfræði við HA
 • Tölvunarfræði við HR
 • Tækni- og verkfræði við HR

Hver deild metur sérstaklega hversu margar einingar úr diplómanáminu eru metnar í áframhaldandi nám sem og hvernig fyrirkomulagi í áframhaldandi námi er háttað. Þannig getur í sumum tilfellum verið nauðsynlegt að ljúka fyrsta ári í áframhaldandi grunnnámi og í slíkum tilfellum fæst námið metið sem valgreinar á fyrsta, öðru eða þriðja ári. 

Frekari  upplýsingar um mat á námi veitir umsjónarmaður námsins Ásgeir Jónsson.

Útskrift frá HR

Nemandi sem lokið hefur þremur önnum í námi í haftengdri nýsköpun útskrifast frá Háskólanum í Reykjavík.

Aðstaða

Framúrskarandi aðstaða í Eyjum og í HR 

Miðstöð náms í haftengdri nýsköpun er í Háskólanum í Reykjavík og í nýju og glæsilegu Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Setrið er klasi fyrirtækja og stofnana svo sem HR, Matís, Hafrannsóknastofnunar, Mannvits, KPMG, Umhverfisstofnunar, Visku og fleiri.

Kennsla og námsaðstaða

Kennsla í haftengdri nýsköpun fer fram í Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri. Staðarlotur fara fram í Vestamanneyjum, í Reykjavík og á Akureyri. Á öllum þremur stöðum er framúrskarandi aðstaða og þjónusta fyrir nemendur. 

Thekkingasetur

Kennarar

Sérfræðingar í fremstu röð

Nemendur í haftengdri nýsköpun njóta leiðsagnar öflugra vísindamanna og sérfræðinga á fagsviðinu, stundakennara og gestafyrirlesara með sérfræðiþekkingu úr atvinnulífinu. Í Vestamannaeyjum er svo dæmatímakennari á staðnum.

Stundakennarar

Meðal þeirra sem koma að kennslu í haftengdri nýsköpun er fjöldi stundakennara sem færa atvinnulífið beint inn í skólastofurnar og miðla fræðslu um verklag og verkefni sem þau eru að fást við hverju sinni. 

Skipulag náms

Lengd náms

Námið er þrjár annir.

Einingar

Diplómanám í haftengdri nýsköpun er 84 ECTS. Hvert námskeið er 6 ECTS.

Nemendur ljúka:

 • 30 einingum á haustönn
 • 30 einingum á vorönn
 • 24 einingum á sumarönn

Annirnar

Haustönn er ein lota, 15 vikur í kennslu og próf af þeim loknum. Á haustönn eru tvær staðarlotur í Vestmannaeyjum. Önnin hefst í  ágúst í lýkur í desember.

Vorönn skiptist í tvær lotur. Fyrri lotan stendur frá byrjun janúar til loka apríl og eru þá kenndir fjórir áfangar í 12-13 vikur. Að þeim loknum hefst þriggja vikna lota og þá taka nemendur eitt námskeið, nýsköpun og stofnun fyrirtækja. Þrjár staðarlotur eru á vorönn, á Akureyri, í Reykjavík og í Vestmannaeyjum.

Sumarönn samanstendur af fjórum námskeiðum sem kennd eru frá mánaðarmótunum maí/júní til loka júlí. Tvær staðarlotur eru á sumarönn og er staðsetning þeirra breytileg eftir búsetu nemenda.

Námsleiðir

Sveigjanlegt nám

Haftengd nýsköpun er fjarnámsbraut en nemendur hafa möguleika á að stunda hluta hennar í staðarnámi. Nemendur sem eru búsettir í Reykjavík eða á Akureyri geta sótt áfanga þar í dagskóla. Í Vestmannaeyjum, eða á öðrum stöðum úti á landi, þarf að lágmarki 3 nemendur sem vilja stunda námið í dagskóla og er þá sett upp sérstök stundartafla í samráðu við forstöðumann námsbrautarinnar þar sem nemendur vinna verkefni og horfa á upptökur og streymi saman. 

Uppbygging námsins

Haust

Vor

Sumar

Reglur og lærdómsviðmið

 

Inntökuskilyrði

Umsóknarfrestur

Opið er fyrir umsóknir í námið frá 5. febrúar til 15. júlí 2020.

Menntun

Umsækjandi þarf að hafa lokið stúdentsprófi, prófi úr Háskólagrunni HR eða samsvarandi prófi. Ætli nemendur að nýta gráðuna í áframhaldandi nám þarf að uppfylla inntökuskilyrði þeirrar námsbrautar.

Gerð er krafa um að nemendur búi yfir hæfni samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla í íslensku, ensku og stærðfræði sem samsvarar 3. hæfniþrepi viðmiða mennta- og menningarmálaráðuneytis. 

Sé þess óskað, og ef nokkuð stór hópur næst, stendur nemendum til boða að sækja undirbúningsnámskeið í stærðfræði og eðlisfræði. Undirbúningsnámskeið eru kostuð af nemendunum sjálfum og er framkvæmd þeirra í höndum Visku, fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar Vestmannaeyja. 

Námsstjórn BSc-náms í viðskiptafræði við HR metur forkröfur og umsóknir í nám.

Umsókn og fylgigögn

Umsækjendur fylla út rafræna umsókn og fylgigögnum skal skila inn í umsóknarkerfið. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn:

 • Staðfest afrit af prófskírteini / námsferilsyfirlit.                                                                                          
 • Staðfestum einkunnum frá öðrum skólum ef áfangar hafa verið metnir.
 • Önnur gögn mega fylgja en eru ekki skilyrði.                                                                                                 
 • Til viðbótar við stúdentspróf er frekari menntun og starfsreynsla einnig talin til tekna. Ef umsækjandi telur ástæðu til getur hann skilað inn náms- og starfsferli og meðmælum með umsókninni.

Mat á fyrra námi

Ef umsækjandi hefur lokið námskeiðum á háskólastigi er hægt að sækja um mat á fyrra námi.

Háskólagrunnur HR

Þeir sem uppfylla ekki forkröfur geta stundað nám í Háskólagrunni HR. Lengd námsins er eitt ár og er námið lánshæft hjá LÍN. 

Hafðu samband

Frekari upplýsingar um námið veita:

Ásgeir Jónsson

Ásgeir Jónsson

Umsjónarmaður náms í haftengdri nýsköpun

Netfang: asgeirjo@ru.is
Sími: 691 8858
HrefnaB

Hrefna Sigríður Briem

Forstöðumaður BSc-náms í viðskipta- og hagfræði við HR

Netfang: hrefnab@ru.is
Sími: 599 6352 / GSM: 825 6352

UmsóknarvefurGott að vita:


Þetta vefsvæði byggir á Eplica