Haftengd nýsköpun

Diplómanám (84 ECTS) sem þjálfar nemendur í að nýta þekkingu viðskipta- og sjávarútvegsfræða til að vinna að raunhæfum verkefnum. Miðstöð námsins er í Vestmannaeyjum og er áhersla lögð á tengsl við atvinnulífið. Boðið er upp á bæði staðar- og fjarnám en haftengd nýsköpun er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri. Námskeið eru fjarkennd en staðar- og verklotur fara fram í Vestmannaeyjum. 

Um námið

Kynningarmyndband um námið

Mikillar fagþekkingar og kunnáttu er krafist í íslenskum sjávarútvegi. Velgengni atvinnugreinarinnar byggist á öflugri virðiskeðju sem nær allt frá veiðum til markaðssetningar og sölu erlendis. Þessi fjölþætta virðiskeðja myndar síbreytilegt og frjótt umhverfi nýsköpunar í sjávarútvegi og tengdum greinum.

Að námi loknu hlýtur nemandi diplómagráðu og getur jafnframt fengið einingar metnar í áframhaldandi nám við HR eða HA.

Raunverkefni

Nemendur vinna styttri og lengri verkefni með fyrirtækjum í Vestmanneyjum eða í heimabyggð. Verkefnin eru fjölbreytt líkt og greinin sjálf eru t.d. á sviði vinnslutækni, vöruþróunar, markaðsfræði og nýsköpunar.

Þátttaka í tímum

Lögð er áhersla á að tengja fræði og fagþekkingu og taka því sérfræðingar og stjórnendur fyrirtækja  þátt í kennslustundum með því að deila reynslu sinni.

Samvinna í verkefnum

Nemendur vinna verkefni í samstarfi við fyrirtæki. Fyrirtækin eru jafnframt tilbúin til að veita nemendum starfsaðstöðu og ýmsa aðra aðstoð, aðgang að framleiðslutækjum og upplýsingum eftir samkomulagi.

Áhersluþættir

 • Áhersluþættir
 • Sjávarútvegur
 • Sjálfbærni
 • Nýsköpun
 • Markaðsfræði
 • Rekstur – rekstrarstjórnun og rekstrargreining
 • Alþjóðaviðskipti og erlend markaðssetning
 • Straumlínustjórnun
 • Virðiskeðjan
 • Vöruþróun
 • Upplýsingatækni
 • Gæðastjórnun
 • Vinnslustýring og vinnslutækni
 • Styrkir og sjóðir
 • Veiðitækni
 • Umhverfi

Viðskiptafræði með áherslu á sjávarútveg

HR býður nú einnig upp á 1 ár í viðskiptafræði, með áherslu á sjávarútveg, í staðarnámi í Vestmannaeyjum. Sótt er nám í haftengda nýsköpun og sendur póstur á htn(hjá)ru.is þar sem tekið er fram að sú námsleið hafi verið valin. Nánari upplýsingar um námið og valmöguleika að því loknu málesa hér. 

Reglur og lærdómsviðmið

Að námi loknu

Nemandi sem lokið hefur þremur önnum í námi í haftengdri nýsköpun útskrifast frá Háskólanum í Reykjavík. 

Útskrifaðir nemendur eiga að búa yfir grunnþekkingu og færni til að hrinda eigin viðskiptahugmyndum í framkvæmd eða ýta úr vör vaxtar- og rekstrarhvetjandi hugmyndum og verkefnum, innan núverandi eða nýs vinnustaðar.

Að námi loknu geta útskrifaðir nemendur sótt um mat á loknu námi inn í eftirtaldar námsbrautir:

 • Viðskiptafræði við HR
 • Viðskiptafræði við HA
 • Sjávarútvegsfræði við HA
 • Tölvunarfræði við HR
 • Tækni- og verkfræði við HR

Hver deild metur sérstaklega hversu margar einingar úr diplómanáminu eru gildar inn í áframhaldandi nám sem og hvernig fyrirkomulagi í áframhaldandi námi er háttað. Þannig getur í sumum tilfellum verið nauðsynlegt að ljúka fyrsta ári í áframhaldandi grunnnámi og í slíkum tilfellum fæst námið metið sem valgreinar á fyrsta, öðru eða þriðja ári. 

Sé frekari upplýsinga óskað um mat á námi er best að senda verkefnastjóra námslínunnar tölvupóst: haftengdnyskopun@ru.is.

Aðstaða

Íbúar í Vestmanneyjum eru í kringum 4.300 talsins. Atvinnulífið þar byggir að miklu leyti á sjávarútvegi og framleiðslu og þjónustu tengdri þessari öflugu og fjölbreyttu atvinnugrein.

IMG_9788

Námsaðstaða

Kennt er í nýjum kennslusal Visku, fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar Vestmannaeyja, við Strandveg 50 auk þess sem nemendur verða með aðstöðu til lærdóms þar.

Námið er bæði kennt í staðarnámi í Vestmannaeyjum og í fjarnámi. Öll námskeið eru fjarkennd frá HR og HA og staðarlotur fara fram í Vestmannaeyjum. Staðarnemar mæta saman og hlíða á fyrirlestra og fjarfundi og hafa aðgengi að umsjónarmanni námsbrautarinnar sem sinnir stoðkennslu og þjónustu við nemendur.

Húsnæði

Sunnuhóll

Hótel Vestmannaeyjar leigir nemendum herbergi á Sunnuhóli sem er viðbygging við hótelið. Herbergin í Sunnuhóli eru sex talsins og misstór.

Verð fyrir einstaklingsherbergi: 40.000.- fyrir mánuð

Verð fyrir tveggja manna herbergi: 25.000.- á mann fyrir mánuð

Húsnæðið er á tveimur hæðum og með sér inngangi.

Nemendur geta sótt um aðgang að fundarherbergi á neðri hæð á fyrirfram ákveðnum og umsömdum tímum.  Þar geta nemendur lært að kvöldi eða verið með hópavinnu. Í fundarherbergi eru stólar og aðstaða fyrir allt að 12 manns. Á Sunnuhóli er aðgangur að þvottavél og þvottarými.

Verð á herberbergjum er sett fram með fyrirvara um að það getur breyst. Nánari upplýsingar um húsnæði og verð gefur verkefnastjóri náms í haftengdri nýsköpun.

Leiguíbúðir á almennum markaði eru yfirleitt auglýstar í  Eyjafréttum

Flutningur

Allar viðeigandi upplýsingar um framkvæmd og ferli varðandi flutning á lögheimili og jafnvel fjölskyldu til Vestmannaeyja er að finna á vef Vestmannaeyjabæjar. Þar er m.a. að finna leiðbeinandi upplýsingar um flutningstilkynningu, húsnæðiskaup, innritun barna í grunn- og leiksskóla, húsnæðismál, íþrótta- og tómstundastarf og heilbrigðisþjónustu.

Sjá einnig:  Hvernig er að búa í Vestmannaeyjum

Kennarar

Kennarar eru frá Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri auk þess sem margir stundakennarar úr atvinnulífinu koma að kennslu. 

Kennarar koma til Vestmannaeyja í staðarlotur en umsjónarmaður námsbrautarinnar er með aðsetur á staðnum.

Skipulag náms

 • Námið er þrjár annir og er samtals 84 ECTS.
 • Fimm námskeið eru kennd á fyrstu og annarri önn og fjögur námskeið á þeirri þriðju.  
 • Hvert námskeið er  6 ECTS einingar – 30 einingar á haustönn, 30 einingar á vorönn og 24 einingar á sumarönn.
 • Haustönn er ein lota, 12-15 vikur í kennslu og próf af þeim loknum.  
 • Vorönn skiptist í tvær lotur. Fyrri lotan er 12-13 vikur og eftir hana eru tekin lokapróf. Að þeim loknum hefst þriggja vikna lota og þá taka nemendur eitt námskeið. Sumarönn samanstendur af fjórum þriggja vikna námskeiðum og er eitt námskeið tekið fyrir í hverri námslotu.

Önn 1 - haust

Önn 2 - vor

Önn 3 - sumar

 • Vöruþróun og nýsköpun í matvælaiðnaði (NÝTT námskeið í samvinnu við FabLab – nánari upplýsingar verða birta síðar)
 • Sérsniðnar tæknilausnir (NÝTT námskeið í samvinnu við Marel– nánari upplýsingar verða birta síðar)

Umsjónarmaður námsbrautar gefur nánari upplýsingar um sérhvert námskeið.

Inntökuskilyrði

Opið er fyrir umsóknir í námið frá 5. febrúar til 1. ágúst 2017.

Menntun

Umsækjandi þarf að hafa lokið stúdentsprófi, frumgreinaprófi HR eða samsvarandi prófi. Ætli nemendur að nýta gráðuna í áframhaldandi nám þarf að uppfylla inntökuskilyrði þeirrar námsbrautar.

Gerð er krafa um að nemendur búi yfir hæfni samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla í íslensku, ensku og stærðfræði sem samsvarar 3. hæfniþrepi viðmiða mennta- og menningarmálaráðuneytis. 

Sé þess óskað og ef nokkuð stór hópur næst þá stendur nemendum til boða að sækja undirbúningsnámskeið í stærðfræði og eðlisfræði. Undirbúningsnámskeið eru kostuð af nemendunum sjálfum og er framkvæmd þeirra í höndum Visku, fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar Vestmannaeyja. 

Námsstjórn BSc-náms í viðskiptafræði við HR metur forkröfur og umsóknir í nám.

Umsókn og fylgigögn

Umsækjendur fylla út rafræna umsókn og fylgigögnum skal skila inn í umsóknarkerfið. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn:

 • Staðfest afrit af prófskírteini / námsferilsyfirlit.                                                                                          
 • Staðfestum einkunnum frá öðrum skólum ef áfangar hafa verið metnir.
 • Önnur gögn mega fylgja en eru ekki skilyrði.                                                                                                 
 • Til viðbótar við stúdentspróf er frekari menntun og starfsreynsla einnig talin til tekna. Ef umsækjandi telur ástæðu til getur hann skilað inn náms- og starfsferli og meðmælum með umsókninni.

Mat á fyrra námi

Ef umsækjandi hefur lokið námskeiðum á háskólastigi er hægt að sækja um mat á fyrra námi. Sjá reglur og eyðublað vegna mats á fyrra námi.

Frumgreinanám

Þeir sem uppfylla ekki forkröfur geta stundað frumgreinanám við til að mynda Háskólann í Reykjavík. Lengd námsins er eitt ár og er námið lánshæft hjá LÍN. 

Hafðu samband

Frekari upplýsingar um námið veita:

Ásgeir Jónsson

Ásgeir Jónsson

Umsjónarmaður náms í haftengdri nýsköpun

Guðný Arna Einarsdóttir

Guðný Arna Einarsdóttir

Verkefnastjóri BSc-náms í viðskiptafræði við HR

Netfang: bsnamvd@ru.is
Sími: 599 6338
HrefnaB

Hrefna Sigríður Briem

Forstöðumaður BSc-náms í viðskipta- og hagfræði við HR

Netfang: hrefnab@ru.is
Sími: 599 6352 / GSM: 825 6352

Fara á umsóknarvefGott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei

Fara á umsóknarvef