Haftengd nýsköpun

Hæfni til að skapa nýjungar er afar mikilvæg fyrir komandi kynslóðir. Hafið í kringum landið er ein verðmætasta auðlind okkar Íslendinga og sjávarútvegur ein umfangsmesta atvinnugreinin. Sóknarfærin eru mörg og fjölbreytt. Í diplómanámi í haftengdri nýsköpun öðlast nemendur þekkingu á viðskiptafræði og sjávarútvegsfræði með áherslu á nýsköpun. Hægt er að velja um þrjár leiðir til að stunda námið: í dagskóla í Vestmannaeyjum, í staðarnámi í HR eða í fjarnámi.

Um námið

Um haftengda nýsköpun.

Frjótt umhverfi til nýsköpunar

Sjávarútvegur er ein af meginstoðum íslensks efnahagslífs og innan greinarinnar samtvinnast fjölbreytt fagsvið í alþjóðlegu umhverfi. Velgengni atvinnugreinarinnar byggist á öflugri virðiskeðju sem nær allt frá veiðum til markaðssetningar og sölu erlendis. Þessi fjölþætta virðiskeðja myndar síbreytilegt og frjótt umhverfi nýsköpunar í sjávarútvegi og tengdum greinum.

Diplómagráða sem nýtist áfram

Að námi loknu hlýtur nemandi diplómagráðu. Nemandi getur haldið út á vinnumarkaðinn eða fengið einingar metnar í áframhaldandi nám í viðskiptafræði, tölvunarfræði eða tækni- og verkfræði við Háskólann í Reykjavík eða viðskiptafræði eða sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri.

Mismunandi námsleiðir

Hægt er að velja um að stunda námið í dagskóla í Vestmannaeyjum, í staðarnámi í HR eða í fjarnámi. Staðarlotur fara fram í Vestmannaeyjum og Reykjavík.

Raunverkefni

Nemendur vinna styttri og lengri verkefni með fyrirtækjum í Vestmanneyjum eða í heimabyggð. Verkefnin eru fjölbreytt líkt og greinin sjálf eru t.d. á sviði vinnslutækni, vöruþróunar, markaðsfræði, nýsköpunar og í raun hvert sem áhugasvið nemenda leiðir þá.

Starfsnám

Á síðustu önn námsins geta nemendur sótt um að ljúka starfsnámi. Viðkomandi vinnur þá undir eftirliti umsjónarkennara frá HR og umsjónaraðilia frá fyrirtæki. Þar með auka nemendur þekkingu sína á því sviði sem þeir vilja starfa við í framtíðinni og öðlast enn betri reynslu  af því að vinna að úrlausn raunhæfra viðfangsefna á vettvangi. Með starfsnáminu fá nemendur jafnframt dýrmætt aðgengi að vinnumarkaði.

Þátttaka í tímum

Lögð er áhersla á að tengja fræði og fagþekkingu og taka því sérfræðingar og stjórnendur fyrirtækja  þátt í kennslustundum með því að deila reynslu sinni.

Áhersluþættir í námi í haftengdri nýsköpun

 • Sjávarútvegur
 • Sjálfbærni
 • Nýsköpun
 • Markaðsfræði
 • Rekstur – rekstrarstjórnun og rekstrargreining
 • Alþjóðaviðskipti og erlend markaðssetning
 • Straumlínustjórnun
 • Virðiskeðjan
 • Vöruþróun
 • Upplýsingatækni
 • Gæðastjórnun
 • Vinnslustýring og vinnslutækni
 • Styrkir og sjóðir
 • Veiðitækni
 • Umhverfi

Viðskiptafræði í Vestmannaeyjum

Háskólinn í Reykjavík býður einnig upp á eitt ár í BSc-námi í viðskiptafræði með áherslu á sjávarútveg, í staðarnámi í Vestmannaeyjum. Sótt er um nám í haftengda nýsköpun og sendur póstur á htn(hjá)ru.is þar sem tekið er fram að sú námsleið hafi verið valin.

Nám við öfluga viðskiptadeild

Í starfi viðskiptadeildar HR er lögð áhersla á gæði náms og kennslu, nýsköpun, alþjóðlega sýn og góða þjónustu. Grunnnám í viðskiptafræði miðar að því að efla frumkvæði nemenda og veita þeim sterka, fræðilega undirstöðu og áhersla er lögð á að nemendur myndi tengsl við atvinnulífið.

Alþjóðleg gæðavottun

BSc-námið í viðskiptafræði við HR sker sig úr frá sambærilegu námi hér á landi að því leyti að það hefur alþjóðlega vottun (EPAS) sem staðfestir gæði þess.

Samfélagsleg ábyrgð

Stjórnendur í dag, ekki síst í sjávarútvegi, þurfa að leggja áherslu á sjálfbærni í rekstri og samfélagsábyrgð. Viðskiptadeild HR hefur skrifað undir viljayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um menntun ábyrgra stjórnenda og hefur þar með skuldbundið sig til að mennta nemendur í samfélagslegri ábyrgð. HR er jafnframt samstarfsaðili Festu, miðstöðvar um samfélagslega ábyrgð.

Fara á síðu viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. 

Að námi loknu

Fjölbreytt tækifæri

Þegar námi í haftengdri nýsköpun er lokið eiga útskrifaðir nemendur að búa yfir grunnþekkingu og færni til að hrinda eigin viðskiptahugmyndum í framkvæmd eða ýta úr vör vaxtar- og rekstrarhvetjandi hugmyndum og verkefnum, innan núverandi eða nýs vinnustaðar.

Útskrifaðir nemendur hafa bæði skilað sér í áframhaldandi nám og beint út í atvinnulífið. Útskrifaðir nemendur starfa til dæmis hjá Sjávarklasanum, Vinnslustöðinni og Samskipum. Nemendur hafa jafnframt komið í framleiðslu nýjum afurðum á sjávarfangi.

Áframhaldandi nám

Nemendur geta sótt um mat á loknu námi inn í eftirtaldar námsbrautir:

 • Viðskiptafræði við HR
 • Viðskiptafræði við HA
 • Sjávarútvegsfræði við HA
 • Tölvunarfræði við HR
 • Tækni- og verkfræði við HR

Hver deild metur sérstaklega hversu margar einingar úr diplómanáminu eru gildar inn í áframhaldandi nám sem og hvernig fyrirkomulagi í áframhaldandi námi er háttað. Þannig getur í sumum tilfellum verið nauðsynlegt að ljúka fyrsta ári í áframhaldandi grunnnámi og í slíkum tilfellum fæst námið metið sem valgreinar á fyrsta, öðru eða þriðja ári. Sé frekari upplýsinga óskað um mat á námi er best að senda verkefnastjóra námslínunnar tölvupóst: htn@ru.is.

Útskrift frá HR

Nemandi sem lokið hefur þremur önnum í námi í haftengdri nýsköpun útskrifast frá Háskólanum í Reykjavík.

Aðstaða

Framúrskarandi aðstaða í Eyjum og í HR

Miðstöð náms í haftengdri nýsköpun er í nýju og glæsilegu Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Setrið er klasi fyrirtækja og stofnana eins og HR, Matís, Hafrannsóknastofnunar, Mannvits, KPMG, Umhverfisstofnunar, Visku og fleiri.

Kennsla og námsaðstaða

Kennsla í haftengdri nýsköpun er í nýjum kennslusölum Visku, fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar Vestmannaeyja, auk þess sem nemendur verða með aðstöðu til lærdóms þar. Þá hafa nemendur einnig aðgengi að rannsóknaraðstöðu Þekkingarseturs Vestmannaeyja. Nemendur hafa einnig fullt aðgengi að Háskólanum í Reykjavík og þeirri frábæru aðstöðu sem þar er. Staðarlotur fara fram bæði í Vestmannaeyjum og í HR.

Thekkingasetur

Kjörin staðsetning

Í Eyjum búa um 4.300 manns og byggir atvinnulífið að miklu leyti á sjávarútvegi og tengdum greinum og er því kjörinn staðsetning fyrir haftengda nýsköpun.

Húsnæði

Sunnuhóll

Hafi nemendur áhuga á að flytja til Vestmannaeyja leigir Hótel Vestmannaeyjar nemendum herbergi á Sunnuhóli sem er viðbygging við hótelið. Herbergin í Sunnuhóli eru sex talsins og misstór.

 • Verð fyrir einstaklingsherbergi: 40.000.- fyrir mánuð
 • Verð fyrir tveggja manna herbergi: 25.000.- á mann fyrir mánuð

Húsnæðið er á tveimur hæðum og með sér inngangi. Hægt er að sækja um húsaleigubætur fyrir herbergi.

Verð á herberbergjum er sett fram með fyrirvara um að það getur breyst. Nánari upplýsingar um húsnæði og verð gefur verkefnastjóri náms í haftengdri nýsköpun.

Almennur leigumarkaður

Leiguíbúðir á almennum markaði eru yfirleitt auglýstar í Eyjafréttum

Flutningur

Allar viðeigandi upplýsingar um framkvæmd og ferli varðandi flutning á lögheimili og jafnvel fjölskyldu til Vestmannaeyja er að finna á vef Vestmannaeyjabæjar. Þar er m.a. að finna leiðbeinandi upplýsingar um flutningstilkynningu, húsnæðiskaup, innritun barna í grunn- og leiksskóla, húsnæðismál, íþrótta- og tómstundastarf og heilbrigðisþjónustu.

Sjá einnig:  Hvernig er að búa í Vestmannaeyjum?

Kennarar

Sérfræðingar í fremstu röð

Nemendur í haftengdri nýsköpun njóta leiðsagnar öflugra vísindamanna og sérfræðinga á fagsviðinu, stundakennara og gestafyrirlesara með sérfræðiþekkingu úr atvinnulífinu. Kennarar við HR eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur.

Stundakennarar

Meðal þeirra sem koma að kennslu í haftengdri nýsköpun er fjöldi stundakennara sem færa atvinnulífið beint inn í skólastofurnar og miðla fræðslu um verklag og verkefni sem þau eru að fást við hverju sinni.

Skipulag náms

Lengd náms

Námið er þrjár annir.

Einingar

Diplómanám í haftengdri nýsköpun er 84 ECTS. Hvert námskeið er 6 ECTS.

Nemendur ljúka:

 • 30 einingum á haustönn
 • 30 einingum á vorönn
 • 24 einingum á sumarönn

Annirnar

Haustönn er ein lota, 12-15 vikur í kennslu og próf af þeim loknum.  

Vorönn skiptist í tvær lotur. Fyrri lotan er 12-13 vikur og eftir hana eru tekin lokapróf. Að þeim loknum hefst þriggja vikna lota og þá taka nemendur eitt námskeið. 

Sumarönn samanstendur af fjórum þriggja vikna námskeiðum og er eitt námskeið tekið fyrir í hverri námslotu.

Námsleiðir

Staðarnám í Vestmannaeyjum

Nemandi stundar nám í dagskóla í Vestmannaeyjum. Nemendur sitja kennslustundir sem eru fjarkenndar frá HR og HA og vinna saman í hóp. Nemandi sækir staðarlotur ásamt öðrum staðar- og fjarnemum. Staðarlotur fara fram í Vestmannaeyjum og Reykjavík.

Staðarnám í HR

Nemandi stundar nám í dagskóla í HR en fjarnám í HA-kúrsum. Nemandi sækir staðarlotur ásamt öðrum staðar- og fjarnemum. Staðarlotur fara fram í Vestmannaeyjum og Reykjavík.

Fjarnám 

Nemandi stundar fjarnám. Nemandi sækir staðarlotur ásamt öðrum staðar- og fjarnemum. Staðarlotur fara fram í Vestmannaeyjum og Reykjavík.

Uppbygging námsins

Haust

Vor

Sumar

 • Vöruþróun og nýsköpun í matvælaiðnaði (NÝTT námskeið í samvinnu við FabLab – nánari upplýsingar verða birta síðar)
 • Sérsniðnar tæknilausnir (NÝTT námskeið í samvinnu við Marel– nánari upplýsingar verða birta síðar)

Umsjónarmaður námsbrautar gefur nánari upplýsingar um sérhvert námskeið.

Reglur og lærdómsviðmið

Inntökuskilyrði

Umsóknarfrestur

Opið er fyrir umsóknir í námið frá 5. febrúar til 15. júlí 2019.

Menntun

Umsækjandi þarf að hafa lokið stúdentsprófi, prófi úr Háskólagrunni HR eða samsvarandi prófi. Ætli nemendur að nýta gráðuna í áframhaldandi nám þarf að uppfylla inntökuskilyrði þeirrar námsbrautar.

Gerð er krafa um að nemendur búi yfir hæfni samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla í íslensku, ensku og stærðfræði sem samsvarar 3. hæfniþrepi viðmiða mennta- og menningarmálaráðuneytis. 

Sé þess óskað, og ef nokkuð stór hópur næst, stendur nemendum til boða að sækja undirbúningsnámskeið í stærðfræði og eðlisfræði. Undirbúningsnámskeið eru kostuð af nemendunum sjálfum og er framkvæmd þeirra í höndum Visku, fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar Vestmannaeyja. 

Námsstjórn BSc-náms í viðskiptafræði við HR metur forkröfur og umsóknir í nám.

Umsókn og fylgigögn

Umsækjendur fylla út rafræna umsókn og fylgigögnum skal skila inn í umsóknarkerfið. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn:

 • Staðfest afrit af prófskírteini / námsferilsyfirlit.                                                                                          
 • Staðfestum einkunnum frá öðrum skólum ef áfangar hafa verið metnir.
 • Önnur gögn mega fylgja en eru ekki skilyrði.                                                                                                 
 • Til viðbótar við stúdentspróf er frekari menntun og starfsreynsla einnig talin til tekna. Ef umsækjandi telur ástæðu til getur hann skilað inn náms- og starfsferli og meðmælum með umsókninni.

Mat á fyrra námi

Ef umsækjandi hefur lokið námskeiðum á háskólastigi er hægt að sækja um mat á fyrra námi.

Háskólagrunnur HR

Þeir sem uppfylla ekki forkröfur geta stundað nám í Háskólagrunni HR. Lengd námsins er eitt ár og er námið lánshæft hjá LÍN. 

Hafðu samband

Frekari upplýsingar um námið veita:

Ásgeir Jónsson

Ásgeir Jónsson

Umsjónarmaður náms í haftengdri nýsköpun

Netfang: htn@ru.is
Sími: 691 8858
HrefnaB

Hrefna Sigríður Briem

Forstöðumaður BSc-náms í viðskipta- og hagfræði við HR

Netfang: hrefnab@ru.is
Sími: 599 6352 / GSM: 825 6352


Gott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei