Rekstrariðnfræði

Rekstrariðnfræði er 30 ECTS eininga nám í rekstrargreinum til viðbótar diplómanámi í iðnfræði. Markmiðið er að auka færni þeirra sem vilja koma að rekstri og stjórnun framleiðslufyrirtækja.  

Um námið

Nemendur skoða tölvu

Góður kostur fyrir iðnfræðinga

Nám í rekstrariðnfræði er gríðarlega góð viðbót fyrir marga iðnfræðinga og því tilvalið að skoða þennan valkost vel. 

Starfsheiti 

Þeir sem ljúka náminu hljóta starfsheitið rekstrariðnfræðingur. 

Umsögn nemanda

Kristjan-Thordur-Snaebj-Rekidnfr.

„Eftir að ég lauk námi rafiðnfræði fór ég í rekstrariðnfræði þar sem stjórnun og rekstur fyrirtækja er á mínu áhugasviði. Í rekstrariðnfræðinni er farið djúpt í fjármál fyrirtækja með það að markmiði að greina rekstur þeirra, hvernig lesa á ársreikninga fyrirtækja og greina stöðu þeirra út frá þeim.“

Kristján Þórður Snæbjarnason

Skipulag náms 

Námið tekur tvær annir og er kennt í fjarnámi.

1. önn - haust 2. önn - vor 
Hagfræði (6 ECTS) Fjármálastjórn (6 ECTS)
Fjármál fyrirtækja (6 ECTS) Rekstrargreining (6 ECTS)
  Nýsköpun og stofnun fyrirtækja (6 ECTS)

Staðarlotur

Staðarlotur eru tvisvar á önn, sú fyrri í upphafi annar og sú síðari þegar 7 vikur eru liðnar af önninni. 

Inntökuskilyrði

Einungis þeir sem lokið hafa diplómanámi í byggingar-, raf-, eða véliðnfræði geta hafið nám í rekstrariðnfræði. 

Getum við aðstoðað?

Vinsamlega hafið samband ef spurningar vakna. 

Vilborg Hrönn Jónudóttir

Verkefnastjóri hjá iðn- og tæknifræðideild

Netfang: vilborg@ru.is
Sími: 599 6255 

Jens Arnljótsson

Lektor og fagstjóri iðnfræðináms

Netfang: jensarn@ru.is

 

 


Fara á umsóknarvef

Gott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei