Rekstrariðnfræði

Hagnýtt diplómanám fyrir atvinnulífið

Rekstrariðnfræði er 30 ECTS eininga nám í rekstrargreinum til viðbótar diplómanámi í iðnfræði. Markmiðið er að auka færni þeirra sem vilja koma að rekstri og stjórnun.

Um námið

Nemendur læra inni í HR

Góður kostur fyrir iðnfræðinga

Nám í rekstrariðnfræði er gríðarlega góð viðbót fyrir marga iðnfræðinga og því tilvalið að skoða þennan valkost vel. 

Starfsheiti 

Þeir sem ljúka náminu hljóta starfsheitið rekstrariðnfræðingur. 

Umsögn nemanda

Kristjan-Thordur-Snaebj-Rekidnfr.

„Eftir að ég lauk námi rafiðnfræði fór ég í rekstrariðnfræði þar sem stjórnun og rekstur fyrirtækja er á mínu áhugasviði. Í rekstrariðnfræðinni er farið djúpt í fjármál fyrirtækja með það að markmiði að greina rekstur þeirra, hvernig lesa á ársreikninga fyrirtækja og greina stöðu þeirra út frá þeim.“

Kristján Þórður Snæbjarnason

Kennarar

Sigurjón Valdimarsson

Bókfærsla og reikningshald, Fjármál fyrirtækja og Fjármálastjórn

Bolli Héðinsson

Hagfræði

Hrefna Sigríður Briem

Nýsköpun og stofnun fyrirtækja

Karl Guðmundur Friðriksson

Stjórnun, rekstur og öryggi

Rúnar Steinn Ragnarsson

Rekstrargreining

Skipulag náms 

Námið tekur tvær annir og er kennt í fjarnámi.

1. önn - haust 2. önn - vor 
Hagfræði (6 ECTS) Fjármálastjórn (6 ECTS)
Fjármál fyrirtækja (6 ECTS) Rekstrargreining (6 ECTS)
  Nýsköpun og stofnun fyrirtækja (6 ECTS)

Staðarlotur

Staðarlotur eru tvisvar á önn, sú fyrri í upphafi annar og sú síðari þegar 7 vikur eru liðnar af önninni. 

Inntökuskilyrði

Einungis þeir sem lokið hafa diplómanámi í byggingar-, raf-, eða véliðnfræði geta hafið nám í rekstrariðnfræði. 

Opnað verður fyrir umsóknir í námið 16. mars 2020.

Getum við aðstoðað?

Vinsamlega hafið samband ef spurningar vakna. 

Vilborg Hrönn Jónudóttir

Verkefnastjóri hjá iðn- og tæknifræðideild

Netfang: vilborg@ru.is
Sími: 599 6255 

Jens Arnljótsson

Lektor og fagstjóri iðnfræðináms

Netfang: jensarn@ru.is

 

 


Fara á umsóknarvef

Gott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei