Íþróttafræði BSc

Íþróttafræði kemur við sögu á flestum sviðum samfélagsins. Í BSc-námi í íþróttafræði kynnast nemendur undirstöðuatriðum í þjálfun og kennslu og ljúka einingum í verknámi. Þeir kynnast því jafnframt hvernig nota má niðurstöður rannsókna og nýjustu tækni til að efla þjálfun, afreksíþróttir og heilsu almennings.

Námið

Nemendur og kennarar segja frá náminu í íþróttafræði við HR

Fræðilegt og verklegt nám

BSc-nám í íþróttafræði er þriggja ára, 180 ECTS nám. Kennslan samanstendur af fyrirlestrum, vinnustofum, verkefnavinnu, rannsóknarstofuvinnu ásamt reynslu og þjálfun af vettvangi.

Sérhæfing á þriðja ári

Á þriðja námsári velja nemendur íþróttaþjálfunarbraut, íþróttakennarabraut eða lýðheilsubraut.

Verknám

Nemendur sækja  verknám og auka þannig þekkingu sína á því sviði sem þeir stunda nám á og búa sig undir störf að námi loknu. Dæmi um verknámsstaði síðustu ára: 

• ISI • Íþróttafélög • Mörkin • Grensásdeild LSH • IBR • Grunnskólar • KKI • Reykjalundur • FSI • Heilsuborg • KSI • Framhaldsskólar • Líkamsræktarstöðvar • HSI • Leikskólar • Geðsvið LSH 

Skiptinám 

Íþróttafræðisvið er í alþjóðlegu samstarfi við erlenda háskóla sem standa framarlega á sviði íþróttafræði í heiminum, svo sem Íþróttaháskólann í Köln og Háskólann í Sevilla ásamt öðrum háskólum innan og utan Evrópu. 

Að námi loknu

Ótal möguleikar

BSc-nám í íþróttafræði við HR undirbýr nemendur fyrir störf á sviðum íþrótta, lýðheilsu og líkams- og heilsuræktar. Fjölbreytt atvinnutækifæri bíða íþróttafræðinga að námi loknu til dæmis hjá skólum, æskulýðsfélögum, íþróttafélögum, fyrirtækjum, stofnunum, sveitarfélögum og heilsuræktarstöðvum.

Kennsluréttindi að loknu meistaranámi

Til að öðlast kennsluréttindi í skólum þarf að ljúka grunnnámi (BSc) í íþróttafræði og meistaranámi (MEd) í heilsuþjálfun og kennslu samkvæmt lögum og reglugerðum.

Sérhæfing í þjálfun

Að loknu BSc-námi í íþróttafræði getur nemandi öðlast frekari sérhæfingu með MSc-gráðu í íþróttavísindum og þjálfun. 

Verknám veitir forskot

Nemendur í íþróttafræði ljúka verknámi í grunnnámi. Markmið með verknáminu er að auka þekkingu nemenda á því sviði sem þeir stunda nám á og búa þá undir störf að námi loknu.

Aðstaðan

Þjónusta og góður aðbúnaður

Kennsla fer fram í háskólabyggingu HR og í íþróttamannvirkjum í Laugardal og á Hlíðarenda.

Verkleg kennsla á margvíslegum vettvangi

Í HR er áhersla lögð á verkkunnáttu og þjálfun ásamt fræðilegri undirstöðu. Því er aðstaða til verklegrar kennslu til fyrirmyndar. Nemendur í íþróttafræði fara jafnframt á ótal marga staði í tímum eins og til dæmis Laugaból, Bása og Egilshöll. 

Nemendur sitja á gólfi íþróttasals, tveir kennarar standa

Kennslustofur og lesherbergi

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR. 

Hlæjandi nemendur sitja í rauðum stólum í kennslustofu

Góð þjónusta

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.

Verslanir og kaffihús

Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, Te og kaffi, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.

Afrekshópur

Styrkir og sveigjanlegra nám

Íþróttafræðisvið kemur til móts við afreksíþróttafólk með ýmsum hætti. Þeir nemendur sem valdir eru í afrekshóp geta stillt námshraða sinn eftir álagi í íþróttum og allt að þremur afreksíþróttamönnum er veittur styrkur fyrir skólagjöldum.

Aðlögun á kennsluáætlun

Þeir nemendur sem eru í afrekshópi geta stillt námshraða sinn eftir álagi í íþróttum hverju sinni. Þeir geta þannig valið fjölda eininga sem þeir ljúka á ári með meiri sveigjanleika en aðrir nemendur. Meðlimir í afreksíþróttahópi geta fengið aðlögun á kennsluáætlun í öllum fögum, sem byggir á æfinga- og keppnisáætlun (sjá betur hér fyrir neðan í kafla um skilyrði). Einstaklingum í afrekshópi bjóðast nákvæmar grunnmælingar á líkamlegu og sálrænu ástandi sínu tvisvar sinnum á skólaárinu í samvinnu við þjálfara, og ráðleggingar um æfingaáætlun.

Skilyrði

Íþróttamaðurinn þarf:

 • að æfa og keppa reglulega á efsta stigi í sinni íþróttagrein
 • að geta lagt fram æfinga- og keppnisáætlun, fjórum vikum fyrir byrjun hverrar annar, sem nær yfir alla önnina. Áætlunin skal vera staðfest af þjálfara eða sérsambandi.
 • að fylgja einstaklingsmiðaðri námsframvindu samkvæmt fyrirfram ákveðinni áætlun
 • að fara í einu og öllu eftir lyfjareglum ÍSÍ. Ef styrkþegi gerist brotlegur við þær reglur missir hann styrk sinn umsvifalaust og þarf að greiða endurgreiða þann styrk sem hann hefur áður fengið frá HR.
 • að vera tilbúin að taka þátt í kynningarstarfi á vegum íþróttafræðisviðsins.
 • fylgja náms- og prófareglum HR í einu og öllu.

Gjaldgengar greinar

Íþróttafólk sem stundar íþróttir innan vébanda ÍSÍ sem og íþróttir utan ÍSÍ eins og til dæmis MMA, Crossfit og aflraunir er gjaldgengt í afrekshóp íþróttanema HR.

Styrkir

Allt að þremur afreksíþróttamönnum er veittur styrkur fyrir skólagjöldum í allt að sex annir að hámarki. Allir í afrekshópi geta líka sótt um styrk til HR til að keppa á heimsleikum stúdenta. 

Valferlið

Þriggja manna valnefnd fer yfir allar umsóknir og ákvarðar hvort umsækjandi uppfylli viðmið fyrir afrekshóp. Allir þeir sem uppfylla viðmið afrekshópsins komast í hann. Nefndin velur svo allt að þrjá einstaklinga úr hópi þeirra sem komast í afrekshópinn sem fá skólagjöldin niðurfelld. Við val inn í hópinn og mögulegar styrkveitingar hefur nefndin eftirfarandi viðmiðið í huga.

 • Staða á heimslistum
 • Fjöldi alþjóðlegra verkefna
 • Landsliðssæti
 • Staða á afrekslistum innanlands
 • Námsárangur
 • Fyrirmynd/ímynd

Áhugasöm senda fyrirspurnir á tvd@ru.is

Kennarar

Vísindamenn og sérfræðingar

Nemendur í íþróttafræði njóta leiðsagnar öflugra vísindamanna á fagsviðinu og gestafyrirlesara með sérfræðiþekkingu úr atvinnulífinu. Kennarar við HR eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur. Íþróttafræði heyrir undir íþróttafræðisvið. Íþróttafræðisvið tilheyrir tækni- og verkfræðideild.

Hafrún

Hafrún Kristjánsdóttir

Lektor
Sviðsstjóri íþróttafræðisviðs

Ásrún

Ásrún Matthíasdóttir

Lektor

Henning

Henning Budde

Aðjúnkt

Hermundur

Hermundur Sigmundsson

Prófessor


Ingi Þór

Ingi Þór Einarsson

Aðjúnkt

Jose Miguel

Jose Miguel Saavedra Garcia

Prófessor

Kristján

Kristján Halldórsson

Aðjúnkt

Margrét Lilja

Margrét Lilja Guðmundsdóttir

Aðjúnkt

Milan

Milan Chang Guðjónsson

Lektor

Sveinn

Sveinn Þorgeirsson

Aðjúnkt


Skipulag náms

Íþróttafræði og íþróttakennslufræði

Námið í íþróttafræði er byggt þannig upp að nemendur læra grunnþætti í íþróttafræði og íþróttagreinum, 60 ECTS í íþróttafræðum og 60 ECTS í íþróttakennslufræðum, sem gerir nemendum kleift að sérhæfa sig að loknu öðru námsári.

Val á þriðja ári

Á þriðja námsári velja nemendur sér eina af eftirtöldum námsbrautum:

 • Íþróttaþjálfunarbraut
 • Íþróttakennarabraut
 • Lýðheilsubraut

Námsgreinar úr öðrum deildum

Nemendum er heimilt, að fengnu samþykki íþróttafræðisviðs, að velja námsgreinar úr öðrum deildum HR.

Skipulag náms – áætluð námskeið

Fyrsta ár

Haust  Vor 

T-100-HUGM Hugmyndavinna (1 ECTS)  

E-201-PHYS Lífeðlisfræði (6 ECTS)

E-101-INNG Heimur íþrótta (6 ECTS)

E-204-SFRE Sund, skyndihjálp og björgun (6 ECTS)

E-102-RANN Vinnulag í háskólanámi (6 ECTS) E-213-KINE Hreyfingafræði (6 ECTS)
E-103-ANAT Líffærafræði (6 ECTS) E-302-THET Þjálffræði (6 ECTS)
E-106-HALK Hagnýt leiðtoga- og kennslufræði* (6 ECTS) E-511-SEPS Íþróttasálfræði* (6 ECTS)

E-114-HAKN Handknattleikur/Knattspyrna (6 ECTS)

 

Annað ár

Haust  Vor 

E-314-LYDH  Lýðheilsufræði (6 ECTS) 

 
E-305-SPEV  Frjálsar íþróttir og viðburðastjórnun (6 ECTS)
E-205-STTH  Styrktarþjálfun *(6 ECTS)

E-202-MOPS  Hreyfiþróun og nám (6 ECTS)

E-313-MEST  Aðferðarfræði og tölfræði I (6 ECTS)

E-406-SEKE  Sérkennsla (6 ECTS)
E-402-NAER  Næring og heilsa (6 ECTS)

E-410-PRAC  Verknám: samfélag* (6 ECTS)

E-416-BAVO  Körfuknattleikur / blak (6 ECTS)

E-503-MEST  Aðferðarfræði og tölfræði II (6 ECTS)

* Námskeið kennt á þriggja vikna tímabilinu.

Þriðja ár

Íþróttakennarabraut

Haust Vor
Námskeið ECTS Námskeið ECTS
E-510-PRPS  Verknám grunnskólar*  6 E-205-SSEL  Íþróttir: Valdar greinar 6
E-512-PEME   Afkastamælingar 6 E-604-SWIM Sund II 6
E-413-FLDA  Fimleikar, leikfimi og dans 6 E-699-THES  Lokaverkefni  12
E-614-IFEN  Íþróttameiðsl, forvarnir, endurh. 6 Valnámskeið 6
 Valnámskeið  6  

*Námskeið kennt á þriggja vikna tímabilinu. 

Íþróttaþjálfunarbraut

Haust Vor
Námskeið ECTS Námskeið ECTS
E-614-IFEN  Íþróttameiðsl, forvarnir, endurh. 6 E-519-SIHT Sérhæfð íþrótta- og heilsuþjálfun 6
E-512-PEME   Afkastamælingar 6 E-519-STIT Stjórnun í íþróttum 6
 Valnámskeið 6 Valnámskeið 6
 Valnámskeið 6 E-699-THES  Lokaverkefni  12
E-607-ELAT Afreksþjálfun* 6    

*Námskeið kennt á þriggja vikna tímabilinu. 

Lýðheilsubraut

Haust    Vor   
Námskeið ECTS Námskeið ECTS
E-512-PEME  Afkastamælingar 6 E-519-SITH  Sérhæfð íþrótta- og heilsuþjálfun 6
Valnámskeið 6 E-519-STIT  Stjórnun í íþróttum 6
E-609-EIHE  Einka- og heilsuþjálfun*  6 E-699-THES  Lokaverkefni 12
E-614-IFEN  Íþróttameiðsl, forvarnir, endurh. 6 Valnámskeið 6
Valnámskeið  6    

*Námskeið kennt á þriggja vikna tímabilinu. 

 

Inntökuskilyrði

Umsóknarfrestur

Tekið er við umsóknum fyrir haustönn 5. febrúar - 5. júní. Aðeins er tekið inn í nám í íþróttafræði á haustin.

Inntökupróf

Allir sem sækja um nám í íþróttafræði eru boðaðir og skráðir í inntökupróf. Prófið er haldið í byrjun júní og samanstendur af sundi, boltagreinum, styrkæfingum, fimiæfingum, þolprófi og viðtali.

Mat á umsóknum

Við mat á umsóknum er tekið tillit til einkunna á stúdentsprófi, frumgreinaprófi HR, frekari menntunar, starfsreynslu og þátttöku í félagsstörfum. Umsækjendur eru því hvattir til að gera grein fyrir öllu því sem þeir telja geta orðið umsókn sinni til framdráttar.

Fylgigögn með umsókn

Umsækjendur fylla út rafræna umsókn og fylgigögnum er skilað inn í sama umsóknarkerfið. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn:

 • Staðfest afrit af stúdentsprófskírteini
 • Staðfestar einkunnir frá öðrum skólum ef áfangar eru metnir
 • Upplýsingar um aðra menntun
 • Ef umsækjandi hefur ekki lokið stúdentsprófi en telur sig vera með sambærilegt nám að baki er nauðsynlegt að skila inn yfirliti af námsárangri frá viðkomandi skóla
 • Staðfesting frá vinnuveitanda á þjálfun og kennslu (ef við á)
 • Staðfesting á íþrótta- og æskulýðsþátttöku frá þjálfara (ef við á)

Vantar þig grunninn? Byrjaðu strax í HR

Þeir nemendur sem vilja hefja nám í íþróttafræði en vantar nauðsynlegan undirbúning geta hafið háskólanámið í frumgreinadeild HR. Þar er boðið upp á eins árs undirbúningsnám. Nemendur velja sér þann grunn sem hæfir því námi sem þeir stefna í við HR. Nemendur sem ætla í íþróttafræði fara í viðskiptafræðigrunn.

Ertu með spurningar um námið? 

Asa-Gudny-Asgeirsdottir

Ása Guðný Ásgeirsdóttir

VerkefnastjóriGott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei