- PDF bæklingur: Íþróttafræði
Íþróttafræði kemur við sögu á flestum sviðum samfélagsins. Í BSc-námi í íþróttafræði kynnast nemendur undirstöðuatriðum í þjálfun og kennslu og ljúka einingum í verknámi. Þeir kynnast því jafnframt hvernig nota má niðurstöður rannsókna og nýjustu tækni til að efla þjálfun, afreksíþróttir og heilsu almennings.
Arna Sigríður Albertsdóttir, nemi í íþróttafræði BSc
„Besta leiðin til að takast á við stöðuna var að finna leiðir til þess að skora á sjálfa mig. Halda áfram að hjóla, halda áfram að skíða, halda áfram að vera ég sjálf og vera stelpan sem lætur ekkert stoppa sig.“
BSc-nám í íþróttafræði er þriggja ára, 180 ECTS nám. Kennslan samanstendur af fyrirlestrum, vinnustofum, verkefnavinnu, rannsóknarstofuvinnu ásamt reynslu og þjálfun á vettvangi.
Nemendur stunda verknám og auka þannig þekkingu sína á því sviði sem þeir stunda nám á. Nemendur fá jafnframt góðan undirbúning fyrir störf að námi loknu.
Dæmi um verknámsstaði síðustu ára
• ISI • Íþróttafélög • Mörkin • Grensásdeild LSH • IBR • Grunnskólar • KKI • Reykjalundur • FSI • Heilsuborg • KSI • Framhaldsskólar • Líkamsræktarstöðvar • HSI • Leikskólar • Geðsvið LSH
Íþróttafræðisvið er í alþjóðlegu samstarfi við erlenda háskóla sem standa framarlega á sviði íþróttafræði í heiminum, svo sem Íþróttaháskólann í Köln og Háskólann í Sevilla ásamt öðrum háskólum innan og utan Evrópu.
Íþróttafræðideild HR er með samninga við fjölmörg íþróttasambönd hérlendis eins og KSÍ, HSÍ, KKÍ og FSÍ. Samkvæmt samningunum sér íþróttasvið um mælingar á líkamlegri getu leikmanna landsliða og afreksíþróttafólks. Í framhaldinu veita vísindamenn íþróttafræðideildar ráðgjöf um líkamsþjálfun byggða á niðurstöðum mælinganna. Nemendur í BSc-námi hafa tekið þátt í þessum mælingum við hlið kennara.
Frá viðburði íþróttafræðisviðs HR og HSÍ um afreksfólk framtíðarinnar. Þar hlýddi næsta kynslóð handknattleiksfólks á fyrirlestra um hvað bíður þeirra og hvað þurfi til að taka næstu skref. Allur hópurinn var mældur daginn fyrir viðburðinn en HR er með samstarfssamning við HSÍ um mælingar á landsliðum Íslands í handknattleik.
Íþróttafræðideild heldur ótal málþing og opna fyrirlestra á hverri önn. Oft eru viðburðirnir í samráði við íþróttasambönd, íþróttafélög eða önnur svið innan HR, eins og til dæmis sálfræðisvið. Nemendur njóta því fjölmargra tækifæra til að hlýða á færustu sérfræðingana og þjálfarana hverju sinni og oft komast færri að en vilja.
BSc-nám í íþróttafræði við HR undirbýr nemendur fyrir störf á sviðum íþrótta, lýðheilsu og líkams- og heilsuræktar. Fjölbreytt atvinnutækifæri bíða íþróttafræðinga að námi loknu til dæmis hjá skólum, æskulýðsfélögum, íþróttafélögum, fyrirtækjum, stofnunum, sveitarfélögum og heilsuræktarstöðvum.
Til að öðlast kennsluréttindi í skólum þarf að ljúka grunnnámi (BSc) í íþróttafræði og meistaranámi (MEd) í heilsuþjálfun og kennslu samkvæmt lögum og reglugerðum. Hægt er að stunda MEd-námið við íþróttafræðisvið HR.
Að loknu BSc-námi í íþróttafræði getur nemandi öðlast frekari sérhæfingu með MSc-gráðu frá íþróttafræðisviði HR:
Nemendur í íþróttafræði ljúka verknámi í grunnnámi. Markmið með verknáminu er að auka þekkingu nemenda á því sviði sem þeir stunda nám á og búa þá undir störf að námi loknu.
Kennsla fer fram í háskólabyggingu HR og í íþróttamannvirkjum í Laugardal og á Hlíðarenda.
Í HR er áhersla lögð á verkkunnáttu og þjálfun ásamt fræðilegri undirstöðu. Því er aðstaða til verklegrar kennslu til fyrirmyndar. Nemendur í íþróttafræði fara jafnframt á ótal marga staði í tímum eins og til dæmis Laugaból, Bása og Egilshöll.
Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR.
Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.
Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.
Íþróttafræðisvið kemur til móts við afreksíþróttafólk með ýmsum hætti. Þeir nemendur sem valdir eru í afrekshóp geta stillt námshraða sinn eftir álagi í íþróttum og allt að þremur afreksíþróttamönnum er veittur styrkur fyrir skólagjöldum á hverri önn.
Þeir nemendur sem eru í afrekshópi geta stillt námshraða sinn eftir álagi í íþróttum hverju sinni. Þeir geta þannig valið fjölda eininga sem þeir ljúka á ári með meiri sveigjanleika en aðrir nemendur.
Meðlimir í afreksíþróttahópi geta fengið aðlögun á kennsluáætlun í öllum fögum, sem byggir á æfinga- og keppnisáætlun (sjá betur hér fyrir neðan í kafla um skilyrði).
Einstaklingum í afrekshópi bjóðast nákvæmar grunnmælingar á líkamlegu og sálrænu ástandi sínu tvisvar sinnum á skólaárinu í samvinnu við þjálfara, og ráðleggingar um æfingaáætlun.
Íþróttamaðurinn þarf:
Íþróttafólk sem stundar íþróttir innan vébanda ÍSÍ sem og íþróttir utan ÍSÍ eins og til dæmis MMA, Crossfit og aflraunir er gjaldgengt í afrekshóp íþróttanema HR.
Allt að þremur afreksíþróttamönnum er veittur styrkur fyrir skólagjöldum á hverri önn.
Skila þarf inn umsóknum viku áður en önn hefst. Það sem þarf að koma fram í umsókn er að minnsta kosti eftirfarandi:
Þriggja manna valnefnd fer yfir allar umsóknir og ákvarðar hvort umsækjandi uppfylli viðmið fyrir afrekshóp. Allir þeir sem uppfylla viðmið afrekshópsins komast í hann. Nefndin velur svo allt að þrjá einstaklinga úr hópi þeirra sem komast í afrekshópinn sem fá skólagjöldin niðurfelld. Við val inn í hópinn og mögulegar styrkveitingar hefur nefndin eftirfarandi viðmiðið í huga.
Gæði umsóknar
Vinsamlega sendið umsóknir og fyrirspurnir til: asagudny@ru.is
Nemendur í íþróttafræði njóta leiðsagnar öflugra vísindamanna á fagsviðinu og gestafyrirlesara með sérfræðiþekkingu úr atvinnulífinu. Kennarar við HR eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur.
Nemendum er heimilt, að fengnu samþykki íþróttafræðisviðs, að velja námsgreinar úr öðrum deildum HR.
Haust | Vor | ||
---|---|---|---|
Námskeið | ECTS | Námskeið | ECTS |
E-100- ATVD Atvinnulífsdagar |
1 | E-201-PHYS Lífeðlisfræði |
6 |
E-101-INNG Heimur íþrótta | 6 | E-204-SFRE Sund, skyndihjálp og björgun |
6 |
E-102-RANN Vinnulag í háskólanámi | 6 | E-213-KINE Hreyfingafræði | 6 |
E-103-ANAT Líffærafræði | 6 | E-206 HOKE Hópíþróttir og kennslufræði I | 6 |
E-106-VGKE Verkleg kennslufræði | 6 | E-525-OUTR Útivist í leik og starfi* | 6 |
E-107-VGKE Verkleg kennslufræði fyrir einstaklinga með sérþarfir* |
6 |
Haust | Vor | ||
---|---|---|---|
Námskeið | ECTS | Námskeið | ECTS |
E-402-NAER Næring og heilsa |
6 | E-305-SPEV Frjálsar íþróttir og viðburðastjórnun (Val) | 6 |
E-614-IFEN Íþróttameiðsl, forvarnir, endurh. |
6 | E-202-MOPS Hreyfiþróun og nám |
6 |
E-313-MEST Aðferðarfræði og tölfræði I |
6 | E-511-SEPS Íþróttasálfræði | 6 |
E-207-HOKE Hópíþróttir og kennslufræði II |
6 | E-503-MEST Aðferðarfræði og tölfræði II | 6 |
E-519-STIT Stjórnun í íþróttum* |
6 | E-410-VERK Verknám I* | 6 |
* Námskeið kennt á þriggja vikna tímabilinu.
Haust | Vor | |||
Námskeið | ECTS | Námskeið | ECTS | |
Valnámskeið | 6 | E-607-ELAT Afreksþjálfun |
6 | |
E-512-PEME Afkastamælingar | 6 | E-604-SWIM Sund II | 6 | |
Valnámskeið | 6 | E-699-THES Lokaverkefni | 12 | |
Valnámskeið |
6 | E-314-LYDH Lýðheilsufræði |
6 | |
E-302-THET Þjálffræði* |
6 |
*Námskeið kennt á þriggja vikna tímabilinu.
Möguleg valfög haust | Möguleg valfög vor |
E-105-ECSC Effective coaching in strength and conditioning | E-206-DESA Developing speed and agility |
E-107-DVSP Developing strength and power | E-207-ENDU Þol- og úthaldsþjálfun |
E-107-STES Styrkþjálfun fyrir einstaklinga með sérþarfir | E-209-ORGT The organisation of Training |
E-109-MIME Miðlun og meðhöndlun gagna* | E-305-SPEV Frjálsar íþróttir og viðburðastjórnun |
E-510-VERK Verknám II* | E-604-SWIM Sund II |
E-519-STIT Stjórnun í íþróttum* | E-607-ELAT Afreksþjálfun |
E-519-SIHT Sérhæfð íþrótta- og heilsuþjálfun | E-413-FLDA Fimleikar, leikfimi og dans |
E-205-SSEL Íþróttir: Valdar greinar | X-204-STOF Nýskköpun og stofnun fyrirtækja* |
E-525-OUTR Útivist í leik og starfi* |
*Námskeið kennt á þriggja vikna tímabilinu.
Tekið er við umsóknum fyrir haustönn 5. febrúar - 5. júní. Aðeins er tekið inn í nám í íþróttafræði á haustin.
Við mat á umsóknum er tekið tillit til einkunna á stúdentsprófi eða lokaprófi úr Háskólagrunni HR, frekari menntunar, starfsreynslu og þátttöku í félagsstörfum. Umsækjendur eru því hvattir til að gera grein fyrir öllu því sem þeir telja geta orðið umsókn sinni til framdráttar.
Umsækjendur fylla út rafræna umsókn og fylgigögnum er skilað inn í sama umsóknarkerfið. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn:
Ef umsækjandi hefur ekki lokið stúdentsprófi eða öðrum nauðsynlegum undirbúningi er hægt að ljúka eins árs undirbúningsnámi fyrir háskóla í Háskólagrunni HR. Umsækjendur velja sérstakan grunn sem býr þá vel undir það nám sem þeir stefna í. Nemendur sem ætla í íþróttafræði skrá sig í viðskiptafræðigrunn.