Diplómanám í styrk- og þrekþjálfun
Námið
Störfum og verkefnum tengdum styrk- og þrekþjálfun hefur fjölgað mikið að undanförnu samhliða aukinni vitundarvakningu hjá íþróttafélögum sem og almenningi um mikilvægi hennar. Námið er hagnýtt fyrir öll þau sem vilja læra að meta líkamlegt ástand fólks, gera viðeigandi áætlun og fylgja eftir með viðurkenndum þjálfunaraðferðum. Má þar nefna sjúkraþjálfara, íþróttafræðinga, íþróttakennara og þau sem hafa reynslu af þjálfun.

Námið veitir sérhæfingu á sviði styrk- og þrekþjálfunar og er bæði bóklegt og verklegt í bland. Meginviðfangsefni námsins er þjálfun styrks og þreks hjá íþróttafólki þvert á íþróttagreinar sem og almenningi.
Nemendur öðlast víðtæka þekkingu og fá tækifæri til að sníða verkefni að sínu áhugasviði. Þeir fá að vinna mörg verkefni út frá eigin bakgrunni og þannig auka sérhæfingu sína.
Styrk- og þrekþjálfun hefur þegar náð miklum vexti á Íslandi og með þessu námi verður til samfélag þjálfara í hæsta gæðaflokki. Fagfólk á þessu sviði þarf að kunna að miðla þekkingu sinni á skilvirkan hátt og hafa ástríðu fyrir því að hjálpa hverjum íþróttamanni til að ná hámarks árangri. Til að ná þessu fram meðal nemenda vinn ég út frá persónulegum áhuga hvers og eins á starfinu og styð við hann í gegnum bóklegt og verklegt nám.
Rick Howard er einn af okkar frábæru kennurum í náminu en hann hefur starfað við styrk- og þrekþjálfun síðastliðinn aldarfjórðung og hefur nýlokið doktorsprófi í faginu.
Fræðilegt og verklegt nám
Diplómanámið er eins árs, 60 ECTS eininga nám (54 ECTS einingar metnar til BSc). Kennslan samanstendur af fyrirlestrum, vinnustofum, verkefnavinnu, rannsóknarstofuvinnu ásamt verklegri kennslu. Með fjölbreyttum kennsluaðferðum fá nemendur jafnframt góðan undirbúning fyrir störf að námi loknu.
Lifandi umræður
Íþróttafræðideild heldur ótal málþing og opna fyrirlestra á hverri önn. Oft eru viðburðirnir í samráði við íþróttasambönd, íþróttafélög eða önnur svið innan HR eins og til dæmis sálfræðisvið. Nemendur njóta því fjölmargra tækifæra til að hlýða á færustu sérfræðinga og þjálfara hverju sinni.
Að námi loknu
Ótal möguleikar
Nemendur eiga að námi loknu að vera færir um að geta tekið að sér styrk- og þrekþjálfun ólíkra hópa í þjóðfélaginu á faglegan, öruggan og árangursríkan hátt.
Áframhaldandi nám
Nemendur sem ljúka diplómanámi í styrk- og þrekþjálfun geta sótt um í íþróttafræði í HR og fengið 54 af 60 ECTS einingum metnar inn í námið.
Skipulag náms
Kennslufyrirkomulag og mat
Þau námskeið sem eru hluti af BSc námi eru kennd á staðnum en einnig verður í boði fyrir nemendur í diplómanámi að fylgjast með í gegnum streymi eða horfa á upptökur frá kennslustundum.
Önnur námskeið verða fjarnámskeið þar sem nemendur fá upptökur frá kennara. Einnig verða staðarlotur þar sem verður farið yfir verklega þætti. Námið er kennt á 12 + 3 vikna tímabilum í tvær annir, haust og vor.
Staðlota haustið 2023 verður í vikunni 02.-06. október. Gera má ráð fyrir viðveru alla daga þessa viku. Ekki verður staðlota í þriggja vikna námskeiði.
HAUST | VOR | ||
---|---|---|---|
Námskeið | ECTS | Námskeið | ECTS |
E-105-ANAT Líffærafræði * | 6 | E-201-PHYS Lífeðlisfræði * | 6 |
Effective coaching in strength and conditioning (Árangursrík styrk- og þrekþjálfun) *** | 6 | E-213-KINE Hreyfingafræði * | 6 |
Developing strength and power (Styrk- og aflþjálfun) *** | 6 | Developing speed and agility (Hraða- og snerpuþjálfun) *** | 6 |
Styrk- og þrekþjálfun fyrir sértæka hópa | 6 | Þol- og úthaldsþjálfun | 6 |
Miðlun og meðhöndlun gagna (3 vikna) | 6 | Organisation of training (Skipulag þjálfunar) ** / *** (3 vikna) | 6 |
*BSc námskeið (íþróttafræðingar og sjúkraþjálfarar geta fengið þessi námskeið metin)
**Fæst ekki metið til BSc náms
*** Kennt á ensku
Lærdómsviðmið diplómanáms í styrkþjálfun:
Þekking
Lærdómsviðmið fyrir diplómanám í styrkþjálfun tilgreina að handhafar prófgráðunnar geti beitt aðferðum og verklagi þekkingar innan fræðasviðsins eins og hér greinir:
- Þekki og geti gert grein fyrir grundvallar hugtökum styrkþjálfunar.
- Geti metið og sannreynt nýja þekkingu sem mun koma fram innan fagsviðsins.
- Þekki og geti gert grein vinnukröfur mismunandi íþrótta og hreyfinga.
- Skilji og þekki mikilvægi styrkþjálfunar fyrir víðan hóp einstaklinga og liða
- Þekki og geti gert grein öryggis viðmið varðandi styrk- og þrekþjálfun og hvaða hættur geta leynst við þjálfun hjá ólíkum iðkendum.
Leikni
Lærdómsviðmið fyrir diplómanám í styrkþjálfun tilgreina að handhafar prófgráðunnar geti beitt aðferðum og verklagi styrkþjálfunar eins og hér greinir:
- Geti undirbúið, skipulagt og leiðbeint víðum hópi einstaklinga og liða í styrkþjálfun
- Geti metið líkamlegt ástand einstaklinga með tilliti til æfinga og þjálfunar.
- Hafi fengið þjálfun í að setja upp áætlanir sem tengja saman núverandi ástand og markmið einstaklingana sem eru að æfa hjá þeim.
- Hafi fengið fræðslu og þjálfun í kennslufræði sem leiðir til hæfni til að stýra styrktar- og þrekæfingum á jákvæðan og árangursríkan hátt.
Hæfni
Lærdómsviðmið fyrir diplómanám í upplýsingatækni í mannvirkjagerð tilgreina að handhafar prófgráðunnar geti beitt þekkingu sinni og leikni á hagnýtan hátt eins og hér greinir:
- Geti bætt við sig þekkingu með þróun innan fræðigreinarinnar.
- Geti kynnt og birt fræðilegt efni fyrir jafningjum.
- Vera færir um að geta tekið af sér styrk- og þrekþjálfun ólíkra hópa í þjóðfélaginu á faglegan, öruggan og árangursríkan hátt.
- Hafi öðlast hæfni til að skipuleggja, stýra og kenna styrktaræfingar fyrir breiðan hóp einstaklinga og íþróttamanna, upp á eigin spýtur eða í stærri hópi þjálfara með markmið einstaklinganna í huga.
- Geti unnið að markmiðum einstaklinga sem vilja ná framförum í styrktarþjálfun á skipulegan hátt.
- Geti aðlagað æfingar í samræmi við niðurstöður og breyttar forsendur.
Aðstaðan
Þjónusta og góður aðbúnaður
Kennsla fer fram á netinu, í háskólabyggingu HR og á líkamsræktarstöð.
Verkleg kennsla
Í HR er áhersla lögð á verkkunnáttu og þjálfun ásamt fræðilegri undirstöðu. Því er aðstaða til verklegrar kennslu til fyrirmyndar.
Kennslustofur og lesherbergi
Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR.
Góð þjónusta
Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.
Verslanir og kaffihús
Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.
Kennarar
Vísindamenn og sérfræðingar
Nemendur í íþróttafræði njóta leiðsagnar öflugra vísindamanna á fagsviðinu og gestafyrirlesara með sérfræðiþekkingu úr atvinnulífinu. Kennarar við HR eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur.
Athugið að fleiri kennarar verða kynntir fljótlega.


Inntökuskilyrði
Umsóknarfrestur
Tekið er við umsóknum fyrir haustönn 5. febrúar - 5. júní. Aðeins er tekið inn í diplómanám í styrktar- og þrekþjálfun á haustin.
Íþróttafræðingar, sjúkraþjálfarar og umsækjendur með reynslu af þjálfun ganga fyrir við inntöku. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og uppfylla eitthvað af eftirtöldu:
- háskólapróf
- stúdentspróf
- lágmark 100 framhaldskólaeiningar auk reynslu af þjálfun
Lengd náms
- 60 ECTS – 2 annir
Hægt er að nýta þær einingar sem diplómanámið samanstendur af í fullt grunnnám í íþróttafræði. Þar eru 54 ECTS einingar diplómanámsins metnar. Metið er hvort umsækjendur þurfi að taka námskeiðið vinnulag í háskólanámi.
Mat á umsóknum
Við mat á umsóknum er tekið tillit til einkunna á stúdentsprófi eða lokaprófi úr Háskólagrunni HR, frekari menntunar, starfsreynslu og þátttöku í félagsstörfum. Umsækjendur eru því hvattir til að gera grein fyrir öllu því sem þeir telja geta orðið umsókn sinni til framdráttar.
Fylgigögn með umsókn
Umsækjendur fylla út rafræna umsókn og fylgigögnum er skilað inn í sama umsóknarkerfið. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn:
- Staðfest afrit af stúdentsprófskírteini
- Staðfestar einkunnir frá öðrum skólum ef áfangar eru metnir
- Upplýsingar um aðra menntun
- Ef umsækjandi hefur ekki lokið stúdentsprófi en telur sig vera með sambærilegt nám að baki er nauðsynlegt að skila inn yfirliti af námsárangri frá viðkomandi skóla
- Staðfesting frá vinnuveitanda á þjálfun og kennslu (ef við á)
- Staðfesting á íþrótta- og æskulýðsþátttöku frá þjálfara (ef við á)
Ertu með spurningar um námið?
