Kerfisstjórnun

Kerfisstjórnun er tveggja ára nám og er 120 einingar. Vinsamlega athugið að ekki var tekið inn haustið 2018.


Um námið

Nemendur sérhæfa sig í rekstri tölvu- og upplýsingakerfa ásamt því að læra forritun og grunnatriði í tölvunarfræði. 

Með auknum umsvifum upplýsingatæknifyrirtækja og tilkomu gagnavera er mikil þörf fyrir starfsfólk með sérþekkingu á þessu sviði. Námið er skilgreint í náinni samvinnu við atvinnulífið.

Að námi loknu útskrifast nemendur með diplómagráðu í kerfisstjórnun. Mögulegt er að bæta við sig 60 ECTS einingum og útskrifast með BSc- gráðu í tölvunarfræði.


Inntökuskilyrði

Grunnnám

Til að hefja nám í kerfisstjórnun þurfa umsækjendur að hafa lokið stúdentsprófi, frumgreinaprófi eða sambærilegu prófi. Æskilegt er að nemendur hafi haldgóða þekkingu á stærðfræði, sér í lagi ef rannsóknarmiðaða námsleiðin er valin.

Við mat á umsóknum er tekið tillit til einkunna á stúdentsprófi, frekari menntunar, starfsreynslu ofl. Umsækjendur eru því hvattir til að gera grein fyrir öllu því sem þeir telja geta orðið umsókn sinni til framdráttar.

Vantar þig grunninn? Byrjaðu strax í HR

Þeim nemendum sem vilja hefja nám í kerfisstjórnun en vantar nauðsynlegan undirbúning, til dæmis í stærðfræði er bent á frumgreinanám HR sem er undirbúningsnám fyrir háskóla. Nám til frumgreinaprófs tekur eitt ár.

Hvað þarf að fylgja með umsókn?

Allir umsækjendur verða að fylla út rafræna umsókn og fylgigögnum skal skila inn í umsóknarkerfið. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • Staðfest (stimplað) afrit af stúdentsprófi sem skila þarf rafrænt í umsóknarkerfi HR. Skjáskot af námsferli eða óstaðfest ljósrit af gögnum eru ekki tekin gild.
  • Meðmælabréf (kostur en ekki skylda).
  • Ferilskrá eða viðeigandi upplýsingar um starfsreynslu (kostur en ekki skylda).

Ef umsækjandi hefur lokið námskeiðum á háskólastigi er hægt að sækja um mat á fyrra námi. 


Skipulag náms

Kerfisstjórnun er skipulagt sem fullt nám í tvö ár eða fjórar annir


Til að ljúka diplóma í kerfisstjórnun þarf að ljúka 120 ECTS einingum, en þar af eru 84 ECTS einingar skyldunámskeið. Hvert námskeið er 6 ECTS einingar, nema lokaverkefni sem er 12 ECTS einingar. Dæmi um hvernig nám í staðarnámi er skipulagt má sjá í meðfylgjandi töflu, en raða má námskeiðum á annan hátt ef undanfarareglum er fylgt.

1. ár - Haustönn   1. ár - Vorönn 
Forritun   Gagnaskipan
Tölvuhögun   Vefforritun
Strjál stærðfræði I   Greining og hönnun hugbúnaðar 
Verkefnalausnir    Kerfisstjórnun I
Verklegt námskeið 1 (3. vikna)   Uppsetning vélbúnaðar (3. vikna)
2. ár - Haustönn    2. ár - Vorönn 
Tölvusamskipti                        
  Stýrikerfi                                      
Gagnasafnsfræði   Valnámskeið
Valnámskeið                     Tölvuöryggi eða valnámskeið
Valnámskeið   Valnámskeið
Valnámskeið (3. vikna)   Hagnýt netkerfi (3. vikna)             
* ATH brautin er í mótun og því er skipulag birt með fyrirvara um breytingar 

Nemendur taka 36 ECTS einingar í vali. Nemendur geta valið valnámskeið innan deildar (þ.e. tölvunarfræðideildar og tækni- og verkfræðideildar). Ef um val utan deildar er að ræða gildir eftirfarandi:

  • Nemendur geta tekið allt að 12 ECTS einingar utan deildar.
  • Ekki er hægt að fá metna bæði Gagnavinnslu og Gagnasafnsfræði vegna skörunar. 
  • Ekki er hægt að fá metin bæði Stýrikerfi og Grunnatriði stýrikerfa vegna skörunar.
Gott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei