- PDF bæklingur - Sálfræði
Nám í sálfræði er fyrir þá sem vilja skilja hugsun, hegðun og tilfinningar fólks. Það hentar þeim sem hafa áhuga á því hvernig má hafa áhrif á hegðun einstaklinga og hópa, langar að bæta velferð og heilsu fólks og vilja stunda sálfræðilegar tilraunir og rannsóknir. BSc-nám í sálfræði við HR er sérstaklega hannað til að koma til móts við ströngustu alþjóðlegar kröfur.
Helga Kristín Ingólfsdóttir dansari og sálfræðinemi í HRÞrátt fyrir drauma um frama í dansinum hafði ég alla tíð metnað fyrir því að standa mig í námi. Ég vissi að einn daginn gæti ég vaknað upp af dansdraumnum og þá yrði ég að hafa góða menntun sem gæti opnað mér nýjar dyr að öðrum draumum
Í náminu er lögð áhersla á að kenna öll grunnsvið sálfræðinnar, þar á meðal lífeðlislega sálfræði, hugræna sálfræði, þroskasálfræði, félagssálfræði og rannsóknaraðferðir. Til viðbótar taka nemendur valnámskeið, til dæmis á sviði klínískrar barnasálfræði, vinnusálfræði og gervigreindar. Nám til BSc-prófs í sálfræði er 180 ECTS einingar og er þriggja ára nám.
Námið samanstendur af fyrirlestrum, verkefnavinnu, rannsóknarstofuvinnu og vettvangsnámi. Rík áhersla er á faglega kennslu í smærri hópum og einstaklingsmiðaða leiðsögn. Kennslan fer að nokkru leyti fram á ensku.
Nemendur eiga kost á að stunda vettvangsnám sem fer fram á fjölbreyttum sviðum innan fyrirtækja og stofnana, til dæmis á heilbrigðisstofnunum og meðferðarheimilum, hjá ráðgjafarfyrirtækjum, auglýsingastofum, rannsóknarfyrirtækjum, grunnskólum og leikskólum.
Nemendur í sálfræði eru hvattir til að nýta sér þau alþjóðlegu tækifæri sem bjóðast á meðan þeir eru í námi. Reynsla af skiptinámi erlendis eykur virði háskólagráðunnar og hefur jákvæð áhrif á atvinnuhorfur að námi loknu. Nánari upplýsingar má nálgast hjá verkefnastjóra námsins eða skrifstofu alþjóðaskipta.
BSc-gráðan veitir góða grunnþekkingu og innsýn í vísindi og starfsemi sálfræðinga. Markmiðið er að námið veiti nemendum besta mögulega grunn til framhaldsnáms eða starfa á Íslandi sem erlendis.
Starfsheitið sálfræðingur er lögverndað starfsheiti. Lágmarksmenntunarkröfur eru gerðar til þeirra sem starfa til að mynda sem klínískir sálfræðingar, ráðgjafarsálfræðingar, menntasálfræðingar eða vinnusálfræðingar. Í þessum tilvikum þarf að minnsta kosti tveggja ára sérnám á meistarastigi (MSc) til viðbótar við grunnnám (BSc). Hægt er að ljúka MSc-námi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík.
BSc-gráða í sálfræði veitir ýmsa möguleika á framhaldsnámi á Íslandi og erlendis þó að nemandi kjósi að fara ekki í klínískt meistaranám í sálfræði. Þar á meðal meistaranám í hagnýtri atferlisgreiningu, mannauðsstjórnun og vinnusálfræði og meistaranám í markaðsfræði sem kennt er við viðskiptadeild HR.
Ef nemandi velur að fara ekki í meistaranám er BSc-gráðan vel metin í margvíslegum störfum, þar á meðal í kennslu, hagnýtum rannsóknum, heilsueflingu, forvörnum, markaðssetningu, iðnaði og viðskiptum, upplýsingatækni og opinberum störfum.
Öll kennsla fer fram í háskólabyggingu HR. Þar eru jafnframt hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.
Nemendur í sálfræði hafa meðal annars aðgang að fullbúinni rannsóknarstofu sem býður upp á ýmsa möguleika þegar kemur að framkvæmd sálfræðilegra tilrauna og rannsókna. Einnig eiga nemendur kost á að nota rannsóknarbíl sálfræðinnar.
Bíllinn er hreyfanleg rannsóknarstofa sem sálfræðisvið HR lét útbúa og er einn sinnar tegundar hér á landi. Rannsóknarbíllinn er sérútbúinn með tölvum og ýmiss konar rannsóknarútbúnaði eins og til dæmis „Finometer Pro“ sem mælir meðal annars blóðþrýsting, blóðflæði og hjartslátt.
Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR.
Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.
Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.
Nemendur í sálfræði njóta leiðsagnar öflugra vísindamanna og sérfræðinga á fagsviðinu, stundakennara og gestafyrirlesara með sérfræðiþekkingu úr atvinnulífinu. Lögð er áhersla á góð samskipti nemenda og kennara, faglega kennslu í smærri hópum og einstaklingsmiðaða leiðsögn.
Meðal þeirra sem koma að kennslu í sálfræði er fjöldi stundakennara sem færa atvinnulífið beint inn í skólastofurnar og miðla fræðslu um verklag og verkefni sem þau eru að fást við hverju sinni. Lista yfir stundakennara í sálfræði má sjá neðar á þessari síðu.
Auk ofangreindra kennara kemur að kennslu fjöldi stundakennara.
Ailsa Russell
Anna Ingeborg Pétursdóttir, PhD
Anna Kristín Newton
Ása Rún
Ingimarsdóttir
Baldur Heiðar Sigurðsson
Bára Kolbrún
Gylfadóttir
Berglind Brynjólfsdóttir
Cathy Randle-Phillips
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir
Einar Þór Ingvarsson
Einar Trausti Einarsson
Emilía Guðmundsdóttir
Guðmundur Skarphéðinsson
Hólmfríður
Arnalds
Kristján Guðmundsson
Magnús Blöndahl Sighvatsson
Ólafía Sigurjónsdóttir
Pétur Tyrfingsson
Sigurður Viðar
Sigurrós Jóhannsdóttir
Steinunn
Hafsteinsdóttir
Sævar Már Gústavsson
Nám til BSc-prófs í sálfræði er 180 ECTS einingar. Þar af eru skyldunámskeið 132 ECTS, BSc-rannsóknarverkefni 18 ECTS og valnámskeið 30 ECTS.
Annirnar skiptast í tvær lotur. Fyrri lotan er 12 vikur og taka nemendur þá fjögur námskeið. Eftir fyrri lotu eru lokapróf og að þeim loknum hefst þriggja vikna lota og þá taka nemendur eitt námskeið. Aðeins er leyfilegt að skrá sig í eitt námskeið á hverri þriggja vikna lotu.
BSc-rannsóknarverkefni er samtals 18 ECTS og skiptist á tvær annir, 6 ECTS á haustönn og 12 ECTS á vorönn þriðja námsárs.
Skipulag náms fyrir nemendur sem hófu nám haustið 2016 eða fyrr (pdf).
Haust
Vor
Haust
Vor
Haust
Vor
Athugið að námskeiðin eru ekki kennd á hverri önn, nánari upplýsingar má finna í kennsluskrá.
Einnig geta nemendur valið námskeið í öðrum deildum eða námsbrautum.
Í vettvangsnámi fá nemendur tækifæri til að stunda nám úti í samfélaginu á sviðum sem tengjast einu eða fleiri námskeiðum í BSc-námi í sálfræði. Vettvangsnámið er hugsað sem kennsluaðferð sem felur í sér að nemendur taki þátt í störfum úti í samfélaginu með það fyrir augum að öðlast aukna samfélagslega ábyrgð og kunnáttu, samtímis því sem samfélagið fær að njóta starfskrafta nemenda við ýmis þörf verkefni. Nemendur njóta leiðsagnar bæði fagfólks á vettvangi sem og kennara námskeiðsins.
Vettvangsnámið fer fram á fjölbreyttum sviðum innan fyrirtækja
og stofnana, til dæmis á heilbrigðisstofnunum og meðferðarheimilum, hjá ráðgjafarfyrirtækjum, auglýsingastofum, rannsóknarfyrirtækjum, grunnskólum og leikskólum.
„Mínu vettvangsnámi varði ég hjá Heilsuborg, fyrirtæki sem býður upp á fjölþætta þjónustu innan heilbrigðisviðsins. Þjónustu þar sem margir fagaðilar vinna markvisst saman að því að bæta heilsu og líðan þeirra einstaklinga sem til þeirra leita. Verkefni mín hjá Heilsuborg voru fjölbreytt og sinnti ég ýmsum störfum með sálfræðingum, og öðrum fagaðilum sem starfa hjá Heilsuborg. Það sem stendur helst upp úr var að fá tækifæri til að fylgjast með og upplifa fagfólk að störfum úti í atvinnulífinu sem miðlar upplýsingum sem maður hefur verið að læra í náminu. Það sem að kom mér mest á óvart og það sem ég er hvað mest þakklát fyrir er velviljinn og traustið sem starfsmenn Heilsuborgar sýndu mér. Það skemmir heldur ekki fyrir að mér bauðst tækifæri til að starfa áfram hjá þeim að loknu verknámi sem svo sannarlega hefur verið viðbót í reynslubankann.“
Íris Björg Birgisdóttir
BSc í
sálfræði frá HR 2017
„Ég var svo heppin að fá úthlutað verkefni á Landspítalanum í vettvangsnámi mínu. Mitt hlutverk var að aðstoða doktorsnema í sálfræði, en verkefnið snérist um innleiðingu nýrrar meðferðar hjá einstaklingum með byrjandi geðrofssjúkdóma. Reynslan sem ég öðlaðist í þessu verkefni er algjörlega ómetanleg. Ég lærði og fékk innsýn inn í vitrænan vanda geðsjúkdóma og fékk að vinna með einstaklingum sem eiga við geðrænan vanda að stríða. Einnig fékk ég innsýn inn í starf sálfræðinga og starfsemi þeirra innan veggja Landspítalans. Þessi reynsla veitti mér mikinn innblástur og vakti enn fremur áhuga minn á að starfa sem klínískur sálfræðingur í framtíðinni. Það að blanda saman vettvangsnámi við bóklegt nám tel ég því nauðsynlegt fyrir alla sálfræðinema og ég mæli 100% með því.“
Thelma Smáradóttir
BSc í sálfræði frá HR 2017
„Í vettvangsnámi mínu á geðsviði Landspítala fékk ég afar góða innsýn í starf klínískra sálfræðinga og það hjálpaði mér að finna mitt áhugasvið innan sálfræðinnar. Að fá tækifæri til þess að starfa á þeim starfsvettvangi sem maður hefur áhuga á að starfa á í framtíðinni er eitt og sér alveg frábært. Ég fékk þarna góða starfsreynslu sem er að nýtast mér mjög vel núna en í kjölfar útskriftar bauðst mér staða á geðsviði Landspítala sem felur í sér svipuð verkefni og ég var að fást við í vettvangsnáminu. Það sem kom mér aðallega á óvart var hversu mikið ég hafði lært á þessum stutta tíma og hversu góð reynsla þetta raunverulega var. Þarna erum við að fá tækifæri til þess að láta reyna á þá þekkingu sem við höfum fengið í bóknáminu.”
Anna Margrét Hrólfsdóttir
BSc í
sálfræði frá HR 2016
„Ég nýtti mér vettvangsnámið og fór til Hagvangs þar sem ég sinnti verkefnum á sviði stjórnenda- og mannauðsráðgjafar. Í starfsnáminu lærði ég um hæfnimódel og útbjó slíkt fyrir Hagvang en hæfnimódel má nýta sem grunn fyrir ráðningar, starfsþróun, frammistöðustjórnun og margt fleira í mannauðsmálunum. Einnig tók ég virkan þátt í þróun á kerfi sem heldur utan um mannauðsmælikvarða og veitir samanburð við önnur fyrirtæki. Hagvangur var reyndar ekki á lista skólans yfir möguleg fyrirtæki en ég óskaði eftir að fara þangað þar sem ég hafði þá þegar sett stefnuna á mannauðsmál. Í framhaldinu af starfsnáminu hjá Hagvangi fékk ég þar hlutastarf með skóla og svo fullt starf um vorið. Í dag starfa ég sem mannauðssérfræðingur hjá Advania.”
Sigrún Ósk Jakobsdóttir
BSc í
sálfræði frá HR 2015
Tekið er við umsóknum 5. febrúar - 5. júní ár hvert.
Umsækjendur þurfa
að hafa lokið stúdentsprófi, prófi úr Háskólagrunni HR eða öðru sambærilegu prófi. Gerð er krafa um að nemendur hafi hæfni samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla í íslensku og ensku sem samsvarar 3. hæfniþrepi viðmiða mennta- og menningarmálaráðuneytis. Fjöldi nemenda sem tekinn er inn í BSc-nám í sálfræði við HR er takmarkaður. Við mat á umsóknum er tekið tillit til einkunna á stúdentsprófi eða sambærilegu prófi, frekari menntunar, starfsreynslu, þátttöku í félagsstörfum og áhugamála. Umsækjendur eru því hvattir til
að gera grein fyrir öllu því sem þeir telja að geta orðið umsókn sinni til framdráttar.
Þeir nemendur sem vilja hefja nám í sálfræði en vantar nauðsynlegan undirbúning geta hafið háskólanámið í Háskólagrunni HR. Þeir einstaklingar sem hyggjast hefja nám í sálfræði skrá sig í viðskiptafræðigrunn.
Umsækjendur fylla út rafræna umsókn og fylgigögnum skal skila inn í sama umsóknarkerfi. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn:
Ef umsækjandi hefur lokið námskeiðum á háskólastigi er hægt að sækja um mat á fyrra námi.
Almennt er ekki er opið fyrir umsóknir í sálfræðideild um áramót. Undantekning er mögulega gerð ef nemandi í HR óskar eftir að skipta um námsbraut og uppfyllir inntökuskilyrði í sálfræði.