Tæknifræði

 

Í tæknifræði er lögð áhersla á að byggja upp verkvit, fræðilega fagþekkingu og tengsl við atvinnulífið. Námið er  tilvalið fyrir þá sem vilja geta hafið starfsferil sinn strax að loknu BSc–námi. Þeir sem útskrifast með lokapróf í tæknifræði hljóta lögverndaða starfsheitið tæknifræðingur.  

Tæknifræði er kennd á þremur brautum:  

Nemendur og kennarar segja frá námi í tæknifræði við HR.

Lengd náms

Námstími er þrjú og hálft ár. 

Tæknifræði hefst alltaf á haustönn, ekki er tekið inn um áramót.

Nauðsynlegur undirbúningur

Til að hefja nám í tæknifræði þurfa umsækjendur að hafa lokið stúdentsprófi, frumgreinaprófi, 4. stigs vélstjórnarprófi eða sambærilegu prófi. Námsefni og kennsla á fyrsta ári í tæknifræði er miðuð við að nemendur hafi eftirfarandi undirbúning. Hægt er að lesa meira um hæfniþrep á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis. 

Stærðfræði

20 einingar, þar af 15 einingar á 3. hæfniþrepi. Miðað er við námskeið af náttúrufræði- eða náttúruvísindabraut.

Í eldra kerfi samsvarar þetta 15 einingum, þ.m.t. STÆ503.

Eðlisfræði

10 einingar á 2. eða 3. hæfniþrepi. Nemandi þarf að þekkja hreyfi- og aflfræði og rafmagnsfræði (rásir, rafsvið og segulfræði). Æskilegt er að hann þekki einnig varmafræði, vökva og þrýsting, bylgjur og ljós

Í eldra kerfi samsvarar þetta 6 einingum, þ.m.t. EÐL203 eða sambærilegt.

Íslenska

20 einingar

Enska

15 einingar


Iðn- og tæknifræði - Kynningarfundur

Stöðupróf í stærðfræði og eðlisfræði

Til að koma til móts við umsækjendur sem uppfylla ekki inntökuskilyrði í tæknifræði er boðið upp á stöðupróf í stærðfræði og eðlisfræði. 

Stöðuprófin eru ætluð fyrir:

  • Þau sem telja sig hafa nægilegan grunn án þess að hafa lokið tilskyldum framhaldsskólaeiningum
  • Þau sem uppfylla inngönguviðmið en vilja rifja upp námsefnið og sjá hvar þau standa áður en nám hefst

Prófin fara fram um miðjan júní og í byrjun ágúst í húsnæði HR við Nauthólsvík. Ekki verður að svo stöddu boðið upp á fjarpróf. 

Athugið að ef sótt er um inntöku með stöðuprófi í stærðfræði og eðlisfræði, þarf samt sem áður að uppfylla kröfur um einingafjölda í íslensku og ensku.

Próf í stærðfræði:

Umsækjendur þreyta tvö stöðupróf, I og II. Hið fyrra fer fram í byrjun júní og í því er kannaður grunnur í algebru. Aðeins þeir nemendur sem standast stöðupróf I geta tekið seinna stöðupróf II sem fram fer í ágúst.

Framkvæmd:

1. Umsækjendur skrá sig með því að senda póst á Hjördísi Láru, verkefnastjóri í tæknifræði; hjordislh@ru.is

2. Skráning er staðfest og umsækjendur fá aðgang að undirbúningsefni.

3. Upplýsingar um prófstað og -tíma eru sendar áður en prófið fer fram í júní.

4. Þau sem standast stöðupróf I geta mætt í stöðupróf II í ágúst.

5. Þau sem standast stöðupróf II með einkunn að lágmarki 6 teljast uppfylla inntökuviðmið og geta hafið nám í tæknifræði.

6. Þau sem ná ekki stöðuprófi I geta hafið nám við HR í Háskólagrunni sem hefst í byrjun ágúst og geta svo hafið nám í tæknifræði ári síðar.

7. Þau sem ná stöðuprófi I en ná ekki stöðuprófi II geta einnig hafið nám í stærðfræði í Háskólagrunni HR en byrja þá í september.

Próf í eðlisfræði:

Umsækjendur fá sendan aðgang að undirbúningsefni við skráningu. Stöðupróf í eðlisfræði mun fara fram í ágúst.

Framkvæmd:

1. Umsækjendur skrá sig með því að senda póst á Hjördísi Láru, verkefnastjóri í tæknifræði; hjordislh@ru.is

2. Skráning er staðfest og umsækjendur fá aðgang að undirbúningsefni

3. Upplýsingar um prófstað og -tíma eru sendar áður en prófið fer fram í júní.

Þau sem ná prófum í stærðfræði og eðlisfræði með einkunn að lágmarki 6 er velkomið að hefja nám í tæknifræði en þau sem ná ekki geta hafið nám í Háskólagrunni til frekari undirbúnings, og innritað sig í tæknifræði síðar.

Til þess að fá nánari upplýsingar og/eða skrá sig í stöðupróf sendið póst á hjordislh@ru.is

Við HR er hægt að ljúka viðbótarnámi við stúdentspróf ef einstaklinga vantar undirbúning í raungreinum, og Háskólagrunni HR ef frekari undirbúning vantar. 

Iðnfræðin metin 

Útskrifaðir iðnfræðingar geta fengið hluta af námi sínu metið inn í tæknifræðinám iðn- og tæknifræðideildar. Til að hefja nám í tæknifræði þarf iðnfræðingur eftir atvikum að bæta við sig einni önn í Háskólagrunni. Uppfylli viðkomandi lágmarkseinkunn fær hann eftirfarandi metið: 

  • Rafmagnsiðnfræðingar fá að lágmarki 29 ECTS einingar metnar inn í rafmagnstæknifræði
  • Véliðnfræðingar fá að lágmarki 35 ECTS einingar metnar inn í vél- og orkutæknifræði
  • Byggingariðnfræðingar fá að lágmarki 41 ECTS einingu metna inn í byggingartæknifræði

Tækniháskóli í fremstu röð

Iðn- og tæknifræðideild er aðili að samstarfsneti um að þróa og bæta kennslu í verkfræði og tæknifræði, CDIO (Conceive, Design, Implement, Operate). Í dag eru um 100 háskólar frá öllum heimshornum þátttakendur og vinna þeir kerfisbundið að því að þróa námsbrautir í tæknifræði með áherslu á þarfir atvinnulífsins.

Hera Grímsdóttir deildarforseti iðn- og tæknifræðideildarGott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei