Iðnaðartæknifræði samþættir tækniþekkingu við umbætur og rekstur flókinna kerfa þar sem fjármál, tækni og mannleg samskipti koma við sögu.
Auk tæknilegra greina er lögð áhersla á fjármál og kerfisbundnar aðferðir til að stjórna flóknum ferlum í rekstri fyrirtækja. Áhersla er lögð á nýsköpun, verkefnisstjórnun, framleiðslustjórnun, gæðastjórnun og vöruþróun.
Lokaverkefni eru tengd sérhæfingu í framleiðslutækni eða rekstri og eru unnin í samstarfi við fyrirtæki. Í lokaverkefnum er lögð sérstök áhersla á aðferðafræði við vöruþróun og að nemendur fái góða þjálfun í að kynna vinnu sína.
Námstími: 3 1/2 ár í fullu námi
Einingar: 210
Prófgráða: BSc
Starfsréttindi: Tæknifræðingur (lögverndað starfsheiti)
Skiptinám mögulegt: Já
Fjarnám: Nei