Um námið

Iðnaðartæknifræði samþættir tækniþekkingu við umbætur og rekstur flókinna kerfa þar sem fjármál, tækni og mannleg samskipti koma við sögu.

Auk tæknilegra greina er lögð áhersla á fjármál og kerfisbundnar aðferðir til að stjórna flóknum ferlum í rekstri fyrirtækja.  Áhersla er lögð á nýsköpun, verkefnisstjórnun, framleiðslustjórnun, gæðastjórnun og vöruþróun. 

Lokaverkefni eru tengd sérhæfingu í framleiðslutækni eða rekstri og eru unnin í samstarfi við fyrirtæki. Í lokaverkefnum er lögð sérstök áhersla á aðferðafræði við vöruþróun og að nemendur fái góða þjálfun í að kynna vinnu sína.

Námstími: 3 1/2 ár í fullu námi 
Einingar: 210
Prófgráða: BSc
Starfsréttindi: Tæknifræðingur (lögverndað starfsheiti)
Skiptinám mögulegt: Já
Fjarnám: NeiIðnaðartæknifræði

Ekki er tekið við umsóknum í iðnaðartæknifræði sem stendur.

Inntökuskilyrði

Til að hefja nám á háskólastigi þarf stúdentspróf, frumgreinapróf eða sambærilegt, og 18 einingar eða 30 FEIN í stærðfræði (þ.m.t. STÆ503 eða sambærilegt) og 6 einingar eða 10 FEIN í eðlisfræði (þ.m.t. EÐL203 eða sambærilegt).

Þeir sem ekki hafa tilskilinn undirbúning úr framhaldsskóla hefja tæknifræðinám sitt í Frumgreinadeild.

Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband og þiggja einstaklingsráðgjöf. Hver nemandi er metinn sérstaklega.Skipulag náms

1. önn

Stærðfræði I

Eðlisfræði I

Tölvustudd teikning
Tölvustudd hönnun

Fjárhagsbókhald

Hagnýt forritun

Aðferðir í

verkefnavinnu

2. önn

Stærðfræði II

Efnisfræði og vinnsla I

Rekstur og stjórnun
Stöðu- og burðarþolsfræði
Verkefnastjórnun

 

3. önn

Stærðfræði III

Forritun í C++

Framleiðslu- og birgðastjórnun

Markaðsfræði

Fjármál fyrirtækja

4. önn

Vélhlutafræði

Varmafræði
Rekstrarhagfræði
Aðferðafræði

Hagnýtt verkefni í hönnun
Vinnustofa í vöruþróun

5.önn
Gagnasafnsfræði

Rafmagnsfræði

Rekstrarstjórnun

Reglunarfræði

Markaðsrannsóknir

Lokaverkefni - 1. hluti

6.önn - valfög í sérhæfingu

Aðgerðagreining - bestun

Hagnýt rekstrarstjórnun
Valfög á sérsviði
Lokaverkefni - 2. hluti

7.önn

Valfög á sérsviði
Lokaverkefni - 3. hluti

Á 5. og 6. önn taka nemendur valfög og gefst þeim þá kostur á nokkurri sérhæfingu. Sérhæfingarsviðin eru tvö, tækni og sjálfvirkni eða rekstur og markaður. Lokaverkefnið, sem skal tengjast sérhæfingarsviðinu, skiptist niður á þrjár annir.

Einnig geta nemendur valið námskeið úr verkfræði, viðskiptafræði eða tölvunarfræði.Gott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei

Fara á umsóknarvef