Þriggja vikna námskeið
Hvað er 12+3 kerfið?
Annirnar í HR eru brotnar upp í tvo hluta. Fjögur námskeið eru kennd í 12 vikur og þeim lýkur með námsmati. Að því loknu taka við þriggja vikna námskeið þar sem námsefnið er sett í hagnýtt samhengi með verkefnavinnu, hópavinnu, gestafyrirlesurum eða samstarfi við fyrirtæki.
Á þriggja vikna námskeiðum fá nemendur þjálfun í aðferðum hugmyndavinnu og verkefnastjórnunar, samskiptum og kynningum. Með því að vinna í hópum leysa nemendur ýmis vandamál og nýta þá þekkingu sem þeir hafa viðað að sér á vikunum á undan.
Við litum inn í tíma þar sem við fengum að fylgjast með Sigríði Sigurðardóttur, svefnmælifræðingi hjá svefnsetri HR, þar sem hún var að undirbúa Emil Þór Emilsson fyrir örlítinn blund.
Nýsköpun og stofnun fyrirtækja
Stærsta þriggja vikna námskeiðið er nýsköpunarnámskeið sem nemendur úr flestum deildum ljúka á annarri önn við HR. Þar vinna þeir í hópum undir handleiðslu gestakennara og sérfræðinga HR að viðskiptahugmynd á þremur vikum og kynnast frumkvöðlastarfsemi.
Árið 2020 fór hópurinn td í gegnum hönnunarsprett (e. Design Sprint) . Það var fjölmennasti hönnunarsprettur sem nokkru sinni hefur verið tekinn.
Guðmundur Hafsteinsson „Vann með ótrúlegasta fólki.“
Lausnir í umhverfismálum
Nemendur í tæknifræði og verkfræði hafa glímt við verkefni tengd loftslagsmálum. Þau hafa til dæmis útfært aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum.
Gera nýjan tölvuleik á þremur vikum
Á hverju ári þróa nemendur tölvunarfræðideilar nýja og spennandi tölvuleiki í námskeiðinu „Advanced Game Design & Development". Að námskeiðinu loknu er haldin opin kynning á leikjunum þar sem gestir geta komið og prófað að spila. Jafnframt eru nemendur duglegir að kynna tölvuleikina á viðburðum eins og Vísindavöku Rannís og UTmessunni.
Mótshaldarar og keppendur
Í námskeiðinu Frjálsar íþróttir og viðburðarstjórnun fá nemendur í íþróttafræði tækifæri til þess að halda og taka þátt í frjálsíþróttamóti. Nemendur skipta með sér verkefnum í undirbúningi fyrir mótið en meðal annars er mikilvægt að hafa góðan tímaseðil, að keppnisstaður sé tilbúinn áður en mótið hefst með tilheyrandi áhöldum, að það sé góður dómari í hverri grein, góður ræsir fyrir hlaupagreinarnar, skemmtilegur þulur til að halda uppi fjörinu og ábyrgir aðstoðarmenn við hverja keppnisgrein.
Þjálffræði
Þriggja vikna námskeiðið þjálffræði undir stjórn Sveins Þorgeirssonar gefur nemendum innsýn í það hvernig þjálfarar hámarka árangur íþróttafólks með skilvirkri þjálfun sem byggð er á vísindalegum rannsóknum.
Verkefnatengt laganám
Laganemar á öðru ári ljúka málflutningsnámskeiði sem miðar að því að þjálfa nemendur í ræðumennsku. Nemendur fá einnig æfingu í málflutningi með sviðsetningu raunverulegra viðfangsefna og eru vel undirbúnir fyrir lögmannsstörf að námi loknu.
Reynslusögur úr þriggja vikna áföngum
Nemendur taka mikið með sér út úr þessum stuttu en hnitmiðuðu áföngum. Hér fara reynslusögur nokkurra kraftmikilla nemenda sem tóku ólík námskeið í lok síðustu annar og unnu þar fjölbreytt og spennandi verkefni.
Gabríela Jóna Ólafsdóttir, tölvunarfræði: Inngangur að upplifunarhönnun
https://www.youtube.com/watch?v=079ziViBb88
Birgir Ólafur Helgason, lögfræði: Hugverkaréttur
https://www.youtube.com/watch?v=xIQ9DlEoFzY
Elín Helga Lárusdóttir, viðskiptafræði: Mannauðsstjórnun
https://www.youtube.com/watch?v=mJhcVfISCDI
Bjarni Sævar Sveinsson, vél- og orkutæknifræði: Hagnýt verkefni
https://www.youtube.com/watch?v=BrvSX-MHOM4
Valgeir, Alexander og Ragnar, rafmagnstæknifræði: Hagnýt verkefni
https://www.youtube.com/watch?v=RbglhYUG_sY
Júlíanna, Snorri og Daði, rafmagnsfræði: Hagnýt verkefni
https://www.youtube.com/watch?v=YJMyLUQrV8g