Hugbúnaðar-verkfræði BSc/MSc

Um námið

Markmið náms í hugbúnaðarverkfræði er að kenna verkfræðilegar aðferðir og beitingu þeirra við hönnun og smíði hugbúnaðarkerfa. Mikil eftirspurn er eftir verkfræðimenntuðu fólki og sérstaklega á þeim sviðum er tengjast upplýsinga- og hátækniiðnaði. 

Vakin er athygli á að til að sækja réttindi til að kalla sig verkfræðing þarf að ljúka 5 ára M.Sc. námi. Þau sem ljúka B.Sc. námi í hugbúnaðarverkfræði, og vilja sækja um réttindi til að kalla sig verkfræðing, þurfa að bæta við sig þremur fögum sem tilheyra „undirstöðugreinum verkfræði“. Það geta t.d. verið Eðlisfræði 1, Aðgerðagreining og töluleg greining, eða öðrum fögum sem tilheyra undirstöðugreinum verkfræði í samráði við deildina. Þessi fög má taka sem valfög í B.Sc. námi eða í M.Sc. námi að loknu B.Sc. námi.

Grunnnám og meistaranám

Nemendur hefja nám í BSc-námi sem er grunnnám. Að því loknu geta þeir valið að halda áfram í meistaranámi (MSc). 

Alþjóðleg vottun

BSc-námið í hugbúnaðarverkfræði við HR hefur þá sérstöðu hér á landi að það hefur hlotið alþjóðlega gæðavottun (ASIIN).

Siegel-a-rgb-q

Lifandi nám

Með því að glíma við raunhæf verkefni og finna lausnir við vandamálum hljóta nemendur góðan undirbúning fyrir störf að námi loknu. Hér eru nokkur dæmi um það hvernig kennslan og námsefnið miðar að því að veita nemendum dýrmæta reynslu.

12+3 kerfið

Í náminu eru annir brotnar upp í tvo hluta. Fjögur námskeið eru kennd í 12 vikur og síðan er prófað úr þeim. Að prófum loknum taka við þriggja vikna námskeið þar sem námsefnið er sett í hagnýtt samhengi með verkefnavinnu, hópavinnu og/eða samstarfi við fyrirtæki.

Lokaverkefni með fyrirtækjum

Lokaverkefni nemenda í BSc-námi eru hópverkefni sem unnin eru í samstarfi við kennara og oftast í samvinnu við fyrirtæki. Undanfarin ár hafa nemendur unnið verkefni fyrir Icelandair, Advania, Minjastofnun, Marel, Tempo, Netorku, Össur, Valitor, Neyðarlínuna og Landspítalann. 

Skiptinám

Nemendur geta sótt um að fara í skiptinám við erlendan háskóla. Nemendur í BSc-námi þurfa að vera með 7 eða yfir í meðaleinkunn og búnir með 60 einingar þegar þeir fara í skiptinámið. Skrifstofa alþjóðaskipta veitir frekari upplýsingar um hvert hægt er að fara í skiptinám.

Spennandi starfsnám 

Starfsnám veitir nemendum einstakt tækifæri til að undirbúa sig fyrir þær áskoranir sem verkfræðingar mæta í atvinnulífinu. Nemendur í hugbúnaðarverkfræði geta sótt um starfsnám hjá virtri rannsóknarstofnun sem heitir Fraunhofer. Einnig geta nemendur sótt um að fara í starfsnám til tölvuleikjafyrirtækisins CCP Games. Frekari upplýsingar um starfsnámið veitir skrifstofa tölvunarfræðideildar: td@ru.is.

Fraunhofer eða CCP

Fraunhofer Center for Experimental Software Engineering

Nemendur geta sótt um að fara í starfsnám (e. paid internship) til hinnar virtu Fraunhofer-rannsóknarstofnunar, í Maryland í Bandaríkjunum. Við Fraunhofer eru stundaðar öflugar rannsóknir í nánu samstarfi við stofnanir á borð við NASA og FDA og fá nemendur að taka þátt í þeirri vinnu. Starfsnámið er metið til eininga. Nemendur fá greidd laun meðan á starfsnáminu stendur og algengast er að nemendur fari í sex mánuði í senn.

CCP Games

CCP Games og Háskólinn í Reykjavík eru með samstarfssamning um rannsóknir og kennslu í tölvunarfræði og þetta á við um hugbúnaðarverkfræði líka. Hluti af þessum samningi er starfsnám nemenda HR hjá fyrirtækinu.  Starfsnámið er metið til eininga.

Vísindamenn í fremstu röð

Hugbúnaðarverkfræði er samstarf verkfræðideildar og tölvunarfræðideildar. Vísindamenn við báðar deildir standa framarlega á sviði rannsókna í sínum fögum. Þannig hafa fræðimenn tölvunarfræðideildar til dæmis hlotið hin virtu Kurzweil-verðlaun tvisvar sinnum og CADIA player, sigursælasta leikjavél sem gerð hefur verið með gervigreind í almennri leikjaspilun, var þróuð innan deildarinnar einnig hafa nokkrir starfsmenn deildarinnar hlotið heiðurinn Fellows of the European Association for Theoretical Computer Science og eru meðlimir Academia Europaea (the Academy of Europe). Helstu rannsóknarsvið tölvunarfræðideildar eru gervigreind, fræðileg tölvunarfræði og hugbúnaðar- og tölvukerfi.

Nýsköpun þvert á deildir

Nemendur í meistaranámi í HR geta valið námskeið í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum, þvert á deildir háskólans. Námskeiðin auka þekkingu og færni nemenda á öllum helstu sviðum nýsköpunar: fræðilegri þekkingu, skapandi nálgun viðfangsefna, vöruþróun, áætlanagerð, stjórnun og fjármálum. Ljúki nemendur 30 einingum á þessu sviði geta þeir útskrifast með nýsköpunar- og frumkvöðlafræði sem sérsvið.

Að námi loknu

Hugbúnaðarverkfræðingar starfa á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins, t.d. við stjórnun, nýsköpun og hönnun og þróun kerfa.

Aðstaða

Þjónusta og góður aðbúnaður

Nemandi situr í sófa á göngum HR og heldur á fartölvu

Öll kennsla fer fram í háskólabyggingu HR í Nauthólsvík. Þar er einnig aðstaða til verklegrar kennslu, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur.

Kennslustofur og lesherbergi

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR.

Ráðgjöf og aðstoð

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu.

Verslanir og kaffihús

Í HR er jafnframt Háskólabúðin sem selur helstu nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.

Adstadan_bokasafnKennarar

Vísindamenn og sérfræðingar

Nemendur í hugbúnaðarverkfræði njóta leiðsagnar öflugra vísindamanna á fagsviðinu og gestafyrirlesara með sérfræðiþekkingu úr atvinnulífinu. Kennarar við HR eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur. 

Stundakennarar

Jafnframt kemur að kennslu fjöldi stundakennara.

Meðal kennara eru:

Bjorn_Thor_Jonsson

Björn Þór Jónsson

Dósent

Er einn stofnenda sprotafyrirtækisins Videntifier Technologies en innan þess hefur verið þróuð myndgreiningartækni sem INTERPOL valdi fyrir gagnagrunna sína. 

Marcel Kyas

Marcel Kyas

Lektor

Rannsakar tölvukerfi, sér í lagi ívafs- og dreifð kerfi. Meðal þeirra viðfangsefna sem Marcel fæst við er þróun og mat á tækni til að staðsetja hreyfanlega hluti með námkvæmni innanhúss. 

Marta Kristín Lárusdóttir

Marta Kristín Lárusdóttir

Lektor

Sérfræðingur á sviði notendamiðaðrar hugbúnaðargerðar og kennir meðal annars námskeið um samskipti manns og tölvu.

Skipulag: BSc

Kjarni og val

Grunnnámið í hugbúnaðarverkfræði til BSc-gráðu er þriggja ára, 180 ECTS nám. Það samanstendur af 156 ECTS í  kjarna og 24 ECTS í vali innan tölvunarfræðideildar og tækni- og verkfræðideildar. Nemendur geta líka tekið allt að 12 ECTS í vali utan þessara tveggja deilda.

Uppbygging náms

Til að ljúka BSc í hugbúnaðarverkfræði þarf að ljúka 180 ECTS, en þar af eru 156 ECTS skyldunámskeið. Hvert námskeið er 6 ECTS, nema lokaverkefni sem er 12 ECTS. Dæmi um hvernig nám í staðarnámi er skipulagt má sjá í meðfylgjandi töflu, en raða má námskeiðum á annan hátt ef undanfarareglum er fylgt.

Hægt er að leita aðstoðar hjá verkefnastjórum deildarinnar ef nemandi vil fá aðstoð við að setja upp öðruvísi námsskipulag. Athugið að þessi uppröðun er sett upp með fyrirvara um breytingar.

  1. önn 2. önn 
  • Forritun   
  • Strjál stærðfræði fyrir verkfræðinema                       
  • Stærðfræði I          
  • Upplifunarhönnun notendaviðmóta*
  • Verklegt námskeið 1 (3. vikna)                  
  • Gagnaskipan       
  • Línuleg algebra með tölvunarfræði
  • Stærðfræði II
  • Kerfisgreining og kerfishönnun           
  • Nýsköpun og stofnun fyrirtækja (3. vikna) 
 3. önn 4. önn 

  • Tölfræði                                                     
  • Reiknirit
  • Tölvuhögun
  • Hönnun og smíði hugbúnaðar
  • Hugbúnaðarferla og verkefnastjórnun (3. vikna)       

  • Vefforritun
  • Forritunarmál
  • Stýrikerfi
  • Gagnasafnsfræði 
  • Valnámskeið (3. vikna)                                
 5. önn 6. önn 
  • Cyber-Physical Systems                                           
  • Tölvusamskipti  
  • Valnámskeið
  • Valnámskeið**
  • 3. vikna valnámskeið** 
  • Samhliða og dreifð forritun                         
  • Viðhald hugbúnaðar
  • Hugbúnaðarfræði II - prófanir
  • Lokaverkefni (15 vikur)** 

* Upplifunarhönnun notendaviðmóta hét áður greining og hönnun notendaviðmóta
** Hægt er að taka Lokaverkefni á 5 önn (haustönn) og hafa þá tvö valnámskeið laus fyrir 6 önn. 

Námsskipulag í hugbúnaðarverkfræði fyrir þá sem innrituðust haustið 2018 og fyrr

Nemendur taka 24 ECTS  í vali. Nemendur geta valið valnámskeið innan deildar (þ.e. tölvunarfræðideildar og tæknigreina í tækni- og verkfræðideild) Lýsingar á námskeiðum má finna í kennsluskrá.

  • Ef um val utan deildar er að ræða geta nemendur tekið allt að 12 ECTS einingar utan deildar.
  • Athugið sérstaklega að námskeiðin Hagnýt stærðfræði 1 og Hagnýt tölfræði 1 (í viðskiptadeild) er ekki hægt að taka í vali vegna skörunar við skyldunámskeið í hugbúnaðarverkfræði. 
  • Ekki er hægt að fá metna bæði Gagnavinnslu og Gagnasafnsfræði vegna skörunar. 
  • Ekki er hægt að fá metin bæði Stýrikerfi og Grunnatriði stýrikerfa vegna skörunar.

Athugasemdir:

  • Nemendur sem innrituðust fyrir haustið 2014 þurfa ekki að taka námskeiðið Lokaverkefni.
  • Nemendur sem innrituðust fyrir haustið 2016 þurfa ekki að taka námskeiðið Nýsköpun og stofnun fyrirtækja.

Skipulag: MSc

Meistaranám í hugbúnaðarverkfræði er 120 ECTS og tvö ár í staðarnámi.

Nemendur geta valið um tvær leiðir: 

  • Rannsóknarmiðað nám þar sem lokaverkefnið er 60 ECTS einingar 
  • Námskeiðsmiðað nám þar sem lokaverkefni er 30 ECTS einingar  

Námskeiðsmiðað nám

SKYLDA Aðferðafræði rannsókna 8 ECTS
SKYLDA Stöðuvélar og reiknanleiki 6 ECTS
SKYLDA  Modeling and Verification 8 ECTS
SKYLDA  Software Project Management 8 ECTS
SKYLDA Lokaverkefni 30 ECTS
VAL 60 ECTS - Nemendur ákveða valáfanga í samráði við leiðbeinanda sinn og þeir þurfa að skila inn námsáætlun í byrjun hverrar annar.

Rannsóknamiðað nám

 SKYLDA  Aðferðafræði rannsókna 8 ECTS
 SKYLDA  Stöðuvélar og reiknanleiki 6 ECTS
 SKYLDA  Modeling and Verification 8 ECTS
 SKYLDA 

Software Project Management 8 ECTS

 SKYLDA  Lokaverkefni 60 ECTS

Valáfangar

Nemendum er heimilt að taka áfanga sem kenndir eru í BSc-náminu eða að taka áfanga utan tölvunarfræðideildar eða tækni- og verkfræðideildar að uppfylltum þessum skilyrðum:

  • BSc-námskeiðið þarf að vera framhaldsnámskeið sem skarast ekki á við áður tekin námskeið sem nemendur hafa tekið. Listi yfir samþykkt námskeið verður birtur fyrir upphaf hverrar annar.  
  • Fyrir námskeið utan tölvunarfræðideildar eða tækni- og verkfræðideildar þarf að vanda valið við námskeiðin og sýna þarf fram á að námskeið sé nauðsynlegt og/eða gagnlegt fyrir námsframvindu nemanda. Leiðbeinandi og framhaldsnámsráð þurfa að samþykkja námskeiðin.
Dæmi um valáfanga  
T-603-THYD Þýðendur  6 ECTS
T-622-ARTI Gervigreind  6 ECTS
T-631-SOE2 Hugbúnaðarfræði II  6 ECTS
T-723-VIEN Virtual Environments  8 ECTS
T-724-SETA Semantics: Theory and Application  8 ECTS
T-732-GAPL General Game playing  8 ECTS
T-749-INDP Sjálfstæð rannsókn  8 ECTS
T-810-OPTI Optimization Methods  8 ECTS
T-813-STOC Stochastic Methods  8 ECTS

Allir nemendur þurfa að taka áfangana:

  • T-701-REM4 Aðferðafræði rannsókna
  • T-707-MOVE Modeling and Verification
  • T-740-SPMM    Software Project Management

Nemendur sem ekki hafa tekið áfangann T-519-STOR Stöðuvélar og reiknanleiki, eða sambærilegan áfanga í BSc-námi sínu þurfa að taka áfangann T-719-STO4 Stöðuvélar og reiknanleiki.

 

Nordic Master í Intelligent Software Systems

Nemendur sem eru skráðir í MSc-nám í tölvunarfræði eða MSc-nám í hugbúnaðarverkfræði hafa núna tækifæri til að öðlast "Nordic Master í Intelligent Software Systems" en það er tvöföld gráða með Mälardalen University og Åbo Akademi University. Námið felur í sér að vera eina önn eða ár við gestaháskóla og innifalinn er fjárhagslegur styrkur til að búa erlendis, sjá nánari upplýsingar hér: https://www.nordicmaster-niss.org/ 

Umsóknarfrestur er til 1. apríl. Vinsamlega sækið um í gegnum: https://www.nordicmaster-niss.org/admissions

Sé frekari upplýsinga óskað, hafið samband við skrifstofu tölvunarfræðideildar.

Lokaverkefni

Inntökuskilyrði

Hugbúnaðarverkfræði BSc

Til að hefja nám í verkfræði þurfa umsækjendur að hafa lokið stúdentsprófi, frumgreinaprófi eða sambærilegu prófi. Námsefni og kennsla á fyrsta ári í verkfræði er miðuð við að nemendur hafi eftirfarandi undirbúning: 

  • Stærðfræði - 21 einingar eða 30 fein (þ.m.t. STÆ503 eða sambærilegt)

Vantar þig grunninn?

Eða meiri undirbúning í stærðfræði? Byrjaðu strax í HR

Þeir nemendur sem vilja hefja nám í hugbúnaðarverkfræði en vantar nauðsynlegan undirbúning geta hafið háskólanámið í Háskólagrunni HR. Einnig geta þeir sem hafa lokið stúdentsprófi bætt við sig einingum í til dæmis stærðfræði og raungreinum í viðbótarnámi við stúdentspróf.

Umsókn og fylgigögn

Allir umsækjendur verða að fylla út rafræna umsókn og fylgigögnum skal skila inn í umsóknarkerfið. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsóknum: 

  • Staðfest afrit prófskírteina 
  • Staðfest yfirlit yfir námsferil og námsárangur

Hugbúnaðarverkfræði MSc

Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsóknum (gögnin skulu vera á ensku): 

  • Ferilskrá 
  • Staðfest afrit prófskírteina (skönnuð skírteini eru ekki tekin gild) 
  • Staðfest yfirlit yfir námsferil og námsárangur
  • Greinagerð: hvers vegna sækir þú um námið og hvert er markmið þitt með náminu? (Allt að 300 orð)
  • Tvö meðmælabréf frá einstaklingum sem getur metið hæfni umsækjenda til að takast á við námið. Meðmælabréfin mega vera á ensku eða íslensku og eiga að berast beint frá viðkomandi meðmælanda á skrifstofu tölvunarfræðideildar á netfangið td@ru.is

Umsækjendur eru einungis boðaðir í viðtal ef þeir hafa skilað öllum nauðsynlegum fylgigögnum í tæka tíð.

Frekari upplýsingar

Vinsamlega sendið fyrirspurnir á netfangið: td@ru.is


Umsóknarvefur



Gott að vita:



Umsagnir tölvunarfræðinema

Bjarki Ágúst stendur í miðju rannsóknarrými og horfir beint í myndavélina

Bjarki Ágúst Guðmundsson: tölvunarstærðfræði

Mér finnst spennandi að leysa stærðfræðileg vandamál með tölvum. Í dag er ég því ótrúlega ánægður með að hafa valið tölvunarstærðfræði; það er mikil eftirspurn eftir tölvunarfræðingum og það hjálpar bara að vera líka stærðfræðimenntaður. Það er mikið úrval af góðum og fjölbreyttum námskeiðum í HR og kennararnir eru mjög færir og áhugasamir um sín fög. Það sem mér finnst best við kennsluna er þessi áhugi og nálægð kennaranna við okkur nemendurna, þeir eru alltaf tilbúnir að spjalla meira um efnið.





Þetta vefsvæði byggir á Eplica