Tölvunarfræði með viðskiptafræði sem aukagrein

Þessi námsbraut samtvinnar þekkingu í tölvunarfræði og viðskiptafræði með það að markmiði að nemendur öðlist þekkingu á stjórnun og rekstri fyrirtækja auk tæknilegrar kunnáttu. Atvinnulífið hefur kallað eftir starfsfólki með menntun í bæði tölvunarfræði og viðskiptafræði.

Um námið


 

Fjölbreytt og lifandi atvinnugrein

Nám í tölvunarfræði hentar þeim sem hafa áhuga á að hanna hugbúnað og vefsíður, þróa tölvuleiki, glíma við stærðfræði, læra forritun og margt, margt fleira. Tölvunarfræði, rétt eins og viðskiptafræði, er fjölbreytt og lifandi grein sem skarast við ýmis önnur fræðasvið eins og stærðfræði, sálfræði, verkfræði og lífupplýsingafræði. Möguleikarnir sem þessi námsbraut býður upp á eru því ótal margir. Nám til BSc-prófs í tölvunarfræði með viðskiptafræði sem aukagrein er 180 ECTS nám og tekur þrjú ár. 

Alþjóðleg vottun 

BSc-námið í tölvunarfræði með viðskiptafræði sem aukagrein við HR hefur þá sérstöðu hér á landi að það hefur hlotið alþjóðlega gæðavottun (ASIIN).

Siegel-a-rgb-q_1681481647354

Lokaverkefni með atvinnulífinu

Lokaverkefni nemenda í BSc-námi eru hópverkefni sem unnin eru í samstarfi við kennara og oftast í samvinnu við fyrirtæki. Undanfarin ár hafa nemendur unnið verkefni fyrir Icelandair, Advania, Minjastofnun, Marel, Tempo, Netorku, Össur, Valitor, Neyðarlínuna og Landspítalann.

Nýsköpun og stofnun fyrirtækja

Nemendur í grunnnámi ljúka þriggja vikna námskeiði sem heitir Nýsköpun og stofnun fyrirtækja. Þar eiga þeir að finna viðskiptahugmynd og gera viðskiptaáætlun. Nemendur kynnast því nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi, gerð viðskiptaáætlunar og þverfaglegri samvinnu strax í upphafi námsins. Þeir kynna verkefnið reglulega með svokölluðum lyftukynningum þar sem ein mínúta gefst til að þess að „selja“ hugmyndina hugsanlegum fjárfestum.  

Starfsnám

Nemendur geta sótt um að fara í starfsnám til hinnar virtu Fraunhofer-rannsóknarstofnunar, í Maryland í Bandaríkjunum. Starfsnámið er metið til eininga. Við Fraunhofer eru stundaðar öflugar rannsóknir í nánu samstarfi við ýmsar stofnanir og fá nemendur að taka þátt í þeirri vinnu. Nemendur fá greidd laun meðan á starfsnáminu stendur sem yfirleitt tekur sex mánuði.

CCP Games og Háskólinn í Reykjavík eru með samstarfssamning um rannsóknir og kennslu í tölvunarfræði. Hluti af þessum samningi er starfsnám nemenda HR hjá fyrirtækinu. Frekari upplýsingar um starfsnámið veitir skrifstofa tölvunarfræðideildar: td@ru.is

Vísindamenn í fremstu röð

Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík er sú stærsta sinnar tegundar á landinu og við hana starfa vísindamenn og kennarar sem eru í fremstu röð í sínu fagi. Þannig hafa fræðimenn tölvunarfræðideildar til dæmis hlotið hin virtu Kurzweil-verðlaun tvisvar sinnum og CADIA player, sigursælasta leikjavél sem gerð hefur verið með gervigreind í almennri leikjaspilun, var þróuð innan deildarinnar einnig hafa nokkrir starfsmenn deildarinnar hlotið heiðurinn Fellows of the European Association for Theoretical Computer Science og eru meðlimir Academia Europaea (the Academy of Europe). Helstu rannsóknarsvið tölvunarfræðideildar eru gervigreind, fræðileg tölvunarfræði og hugbúnaðar- og tölvukerfi.

Stærsta tölvunarfræðideild landsins

Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík er sú stærsta sinnar tegundar á landinu. 

Frekari upplýsingar

Að námi loknu

Lögverndað starfsheiti

Nemendur öðlast réttindi til að nota lögverndaða starfsheitið tölvunarfræðingur að loknu námi. 

Fjölbreytt störf

Útskrifaðir nemendur starfa meðal annars við greiningu og hönnun kerfa, vef- og viðmótshönnun, forritun, gæðaprófanir og fleira. Í BSc-námi við tölvunarfræðideild er lögð áhersla á raunhæf verkefni sem eru góð þjálfun fyrir slík störf að námi loknu.

Meistaranám

Með því að ljúka meistaranámi (MSc) í framhaldi af grunnnámi (BSc) geta nemendur náð enn betra forskoti á vinnumarkaði, sérstaklega ef viðkomandi vill sinna stjórnunarstöðu. 

Aðstaða

Tveir nemendur sitja við borð í Sólinni.

 

Þjónusta og góður aðbúnaður

Í háskólabyggingu HR er aðstaða til verklegrar kennslu, rannsókna, hópavinnuherbergi, mötuneyti, náms- og starfsráðgjöf og önnur þjónusta við nemendur. 

Kennslustofur og lesherbergi

Húsnæði Háskólans í Reykjavík býður upp á afar góða aðstöðu til kennslu, lesturs og samvinnu nemenda. Kennslustofur eru vel búnar og nemendur geta nýtt sér hópavinnuherbergi. Almenn aðstaða er opin nemendum allan sólarhringinn. Nemendur í tölvunarfræði læra oft saman á ákveðnu svæði í Sólinni. Sjá fleiri myndir af aðstöðunni í HR.  

Ný þekking verður til

Aðstaða til rannsókna innan tölvunarfræði í HR er afar góð en þær fara að verulegu leyti fram innan sérstakra rannsóknarsetra. Setrin vinna jafnframt að rannsóknum í samstarfi við innlenda og erlenda háskóla, fyrirtæki og stofnanir.

Gervigreindarsetur - CADIA

HR stendur framarlega á heimsvísu í rannsóknum í gervigreind. Þeir nemendur sem gera verkefni og stunda rannsóknir með vísindamönnum Gervigreindarseturs HR, CADIA, hafa afnot af aðstöðu setursins fyrir tilraunir og sérstaka þróun í margmiðlunartilraunaherbergi sem kallað er Svartholið. Þar eru margskonar tæki sem nýta má í samskiptum fólks og tölva, eins og sýndarveruleikabúnaður (Oculus Rift og HTC Vive), risaskjár (3m x 2m), tölvusjón (Kinect), stefnuvirkir hljóðnemar, tölvustýrð LED-lýsing, hátalarakerfi og hljóðblandari svo að fátt eitt sé nefnt. Hægt er að bóka herbergið vegna verkefnavinnu eða tilrauna.

Þar er líka aðstaða fyrir hópavinnu nemenda og starfsmanna á öllum námsstigum. Þar eru borð (flestum úthlutað á hverri önn, en líka borð sem nemendur geta notað hluta vikunnar), geymsluaðstaða (skúffur, hillur, kassar), grunn tækjabúnaður (skjáir, snúrur osfr.) og svo tússtöflur og afþreyingaraðstaða (sófi og leikjavélar).

Þjónusta 

Í háskólabyggingunni er greiður aðgangur að náms- og starfsráðgjöf, alþjóðaskrifstofu og tækniaðstoð. Á bókasafninu er góð og fjölbreytt vinnuaðstaða. Safnið býður aðgang að bókum og fræðigreinum og upplýsingafræðingar eru með opna tíma þar sem nemendur geta litið við og fengið ráðleggingar og aðstoð vegna heimildavinnu. 

Verslanir og kaffihús

Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, kaffihús, æfingasalur World Class og Málið veitingasala.

Kennarar

Vísindamenn og sérfræðingar

Nemendur í tölvunarstærðfræði njóta leiðsagnar öflugra vísindamanna og sérfræðinga á fagsviðinu, stundakennara og gestafyrirlesara með sérfræðiþekkingu úr atvinnulífinu. Kennarar við HR eru að jafnaði í miklum samskiptum við nemendur.

Stundakennarar

Meðal þeirra sem koma að kennslu er fjöldi stundakennara sem færa atvinnulífið beint inn í skólastofurnar og miðla fræðslu um verklag og verkefni sem þau eru að fást við hverju sinni.  

Meðal kennara eru:

 

Hallgrímur Arnalds

Hallgrímur Arnalds


Forstöðumaður grunnnáms í tölvunarfræði og hefur séð um samstarf deildarinnar við fyrirtæki og lokaverkefni.
Kári Halldórsson

Kári Halldórsson


Kári hefur um árabil kennt tölvugrafík, fengist við tölvuleikjagerð og stundað rannsóknir í gervigreind. Einnig hefur hann leiðbeint hópum í verklegum námskeiðum og lokaverkefnum, bæði almennum og rannsóknartengdum.
Marta Kristín

Marta Kristín Lárusdóttir


Sérfræðingur á sviði notendamiðaðrar hugbúnaðargerðar og kennir meðal annars námskeið um samskipti manns og tölvu.

Skipulag náms

Skipulag anna

Til að ljúka BSc - gráðu í tölvunarfræði með viðskiptafræði sem aukagrein þarf að ljúka 180 ECTS einingum. Hvert námskeið er 6 ECTS einingar, nema lokaverkefni sem er 12 ECTS einingar. Dæmi um hvernig nám í staðarnámi er skipulagt má sjá í meðfylgjandi töflu, en raða má námskeiðum á annan hátt ef undanfarareglum er fylgt.

1.ár Haust Vor
 
  • Forritun
  • Strjál stærðfræði I
  • Greining og hönnun hugbúnaðar
  • Tölvuhögun
  • Verklegt námskeið 1 (3. vikna)                 
  • Strjál stærðfræði II
  • Gagnaskipan
  • Vefforritun
  • Gagnasafnsfræði                
  • Verklegt námskeið 2 (3. vikna)                                          
2.ár Haust Vor
 
  • Stærðfræðigreining fyrir tölvunarfræði
  • Reiknirit
  • Hugbúnaðarfræði
  • Reikningshald
  • Valnámskeið (3. vikna)                           
  • Rekstrargreining
  • Forritunarmál
  • Rekstrarhagfræði
  • Stýrikerfi 
  • Nýsköpun og stofnun fyrirtækja (3. vikna)                       
3. ár Haust Vor                                                                                        
 
  • Gerð og greining ársreikninga         
  • Hagnýt viðskiptakerfi (ERP)
  • Fjármál fyrirtækja
  • Tölvusamskipti
  • Valnámskeið (3. vikna)                         
  • Rekstrarstjórnun                                       
  • Viðskiptagreind                                            
  • Hagnýt tölfræði 1   
  • Lokaverkefni         

  • Fyrir þá sem innrituðust fyrir haustið 2018
1. önn - haustönn 2. önn - vorönn
 T-111-PROG - Forritun
T-114-VERK - Verkefnalausnir
T-107-TOLH - Tölvuhögun
T-117-STR1 - Strjál stærðfræði I
T-113-VLN1 – Verklegt námskeið 1 (þriggja vikna)
 

T-201-GSKI - Gagnaskipan
T-419-STR2 - Strjál stærðfræði II
T-213-VEFF - Vefforritun
T-216-GHOH - Greining og hönnun hugbúnaðar T-220-VLN2 - Verklegt námskeið 2 (þriggja vikna)

3. önn - haustönn 4. önn - vorönn
 

T-317-CAST - Stærðfræðigreining og tölfræði T-301-REIR - Reiknirit
T-303-HUGB – Hugbúnaðarfræði V-108-REHA - Reikningshald

T-316-GAVI - Gagnavinnsla (3. vikna)

 

V-202-REGR - Rekstrargreining T-501-FMAL - Forritunarmál V-201-RHAG - Rekstrarhagfræði T-444-USTY - Grunnatriði stýrikerfa eða T-215-STY1 - Stýrikerfi

X-204-STOF – Nýsköpun og stofnun fyrirtækja (3. vikna)
5. önn - haustönn 6. önn - vorönn
 

V-307-GARS – Gerð og greining ársreikninga I-406-IERP – Hagnýt viðskiptakerfi V-107-FJAR – Fjármál fyrirtækja T-409-TSAM - Tölvusamskipti

T-168-ITST Stefnumótun í upplýsingatækni (3. vikna)

 

V-311-OPMA - Rekstrarstjórnun I-707-VGBI - Viðskiptagreind Valnámskeið
T-404-LOKA – Lokaverkefni (15. vikur)

Undanfarar

Nemendur sem uppfylla ekki undanfara námskeiða mega eiga von á því að vera skráðir úr því án frekari viðvörunar enda er það á ábyrgð nemenda að undanfarar séu uppfylltir. 

Lokaverkefni

Raunveruleg hugbúnaðarverkefni 

Lokaverkefni nemenda í tölvunarfræðideild eru tvenns konar, hefðbundin lokaverkefni og lokaverkefni með rannsóknaráherslu. Í hefðbundnum lokaverkefnum fá nemendur tækifæri til að vinna að raunverulegum hugbúnaðarverkefnum í nánum tengslum við atvinnulífið. Nemendur vinna í 2-4 manna hópum, undir leiðsögn verkefniskennara og fá aðstöðu hjá tilteknu fyrirtæki.

Frumkvæði að verkefnum hefur á undanförnum árum bæði komið frá fyrirtækjum og nemendum. Nemendur verða að hafa lokið a.m.k. 78 ECTS einingum og verklegu námskeiði, Greiningu og hönnun hugbúnaðar og Hugbúnaðarfræði. Mælt er með að nemendur taki lokaverkefni á 6. önn.

Nemendur skrifa greinargóða verkefnisskýrslu sem þeir leggja fram með hugbúnaðinum. Lokaverkefni er metið af verkefniskennara og tveimur prófdómurum frá HR. Verkefnisvinnunni lýkur formlega með opinni kynningu í skólanum.  

Dæmi um lokaverkefni nemenda

  • Ground tester app
    Samstarfsaðili: Icelandair
  • A Computer Game for Patient Education
    Samstarfsaðili: Landspítalinn
  • Minjakort
    Samstarfsaðili: Minjastofnun Íslands
  • Cloud Analytics
    Samstarfsaðili: Marel - Innova
  • Quizup - Single Player Web App
    Samstarfsaðili: Plain Vanilla
  • Dynamics AX og Internet of Things
    Samstarfsaðili: Advania
  • Tempo Chrome Extension
    Samstarfsaðili: Tempo ehf.
  • Raforkumarkaður á vefnum
    Samstarfsaðili: Netorka

Inntökuskilyrði

Nauðsynlegur undirbúningur

Til að hefja nám í tölvunarfræði með viðskiptafræði sem aukagrein þurfa umsækjendur að hafa lokið stúdentsprófi, frumgreinaprófi eða sambærilegu prófi. Æskilegt er að nemendur hafi haldgóða þekkingu á stærðfræði. Við mat á umsóknum er tekið tillit til einkunna á stúdentsprófi, frekari menntunar, starfsreynslu ofl. Umsækjendur eru því hvattir til að gera grein fyrir öllu því sem þeir telja geta orðið umsókn sinni til framdráttar.

Fylgigögn með umsókn

Allir umsækjendur verða að fylla út rafræna umsókn og fylgigögnum skal skila inn í umsóknarkerfið. Eftirfarandi gögn þurfa að fylgja umsókn:

  • Staðfest (stimplað) afrit af stúdentsprófi sem skila þarf rafrænt í umsóknarkerfi HR. Skjáskot af námsferli eða óstaðfest ljósrit af gögnum eru ekki tekin gild.
  • Meðmælabréf (kostur en ekki skylda).
  • Ferilskrá eða viðeigandi upplýsingar um starfsreynslu (kostur en ekki skylda).

Vantar þig grunninn? 

Þeim nemendum sem vilja hefja nám í tölvunarfræði en vantar nauðsynlegan undirbúning, til dæmis í stærðfræði er bent á frumgreinanám HR sem er undirbúningsnám fyrir háskóla. Þar er hægt að velja strax áherslulínu fyrir tölvunarfræði. 

Mat á fyrra námi

Ef umsækjandi hefur lokið námskeiðum á háskólastigi er hægt að sækja um mat á fyrra námi.  

Skipt um braut

Nemendur geta sótt um að skipta um námsbraut innan tölvunarfræðideildar. Fyllið út eyðublað og sendið á td@ru.is . Umsóknin er svo lögð fyrir Námsmatsnefnd. 

Getum við aðstoðað?

Björgvin Ívarsson Schram, verkefnastjóri grunnnáms við tölvunarfræðideild HR

Björgvin Í. Schram

Verkefnastjóri

Rakel-Gunnarsdottir

Rakel Gunnarsdóttir

Verkefnastjóri

 

Frekari upplýsingar

 


Umsóknarvefur



Gott að vita:



Umsagnir tölvunarfræðinema

Þrír nemendur í Harry Potter gervi á árshátíð benda á myndavélina

Jóhanna María Svövudóttir: formaður Tvíundar

Við erum með vísindaferðir, sem eru skoðunarferðir um fyrirtæki í upplýsingatækni, og aðra viðburði á föstudögum. Svo má nefna Nýnemadjammið sem var haldið í byrjun skólaárs en þar var ísinn brotinn og við skemmtum okkur saman. Við höldum árshátíð þar sem við fórum í betri fötin og fögnum lífinu saman en þemað í ár var Harry Potter. Svo verður að minnast á keppni milli Tvíundar og Nörds, nemendafélags tölvunarfræðideildar HÍ um hinn stórglæsilega titil Ofurnörd síðasta vor.





Þetta vefsvæði byggir á Eplica