Verkfræði
Yfirlit yfir grunnnám
- fjármálaverkfræði BSc
- hátækniverkfræði BSc
- heilbrigðisverkfræði BSc
- orkuverkfræði BSc
- raforkuverkfræði BSc
- rekstrarverkfræði BSc
- vélaverkfræði BSc
- verkfræði - með eigin vali
- verkfræði og tölvunarfræði BSc + MSc
Viltu vita meira?
Lengd náms
Lengd náms er fimm ár. Eftir þriggja ára nám til BSc-gráðu bæta nemendur við sig tveggja ára námi til MSc-gráðu til að öðlast starfsréttindi sem verkfræðingar.
Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Í verkfræðinámi læra nemendur að greina flókin og fjölbreytt viðfangsefni og þróa lausnir sem byggja á stærðfræði- og raunvísindaþekkingu. Námið miðar að því að efla frumkvæði nemenda og sjálfstæð vinnubrögð.
Nauðsynlegur undirbúningur
Til að hefja nám í verkfræði þurfa umsækjendur að hafa lokið stúdentsprófi, prófi frá Háskólagrunni HR eða sambærilegu prófi. Námsefni og kennsla á fyrsta ári í verkfræði er miðuð við að nemendur hafi eftirfarandi undirbúning. Hægt er að lesa meira um hæfniþrep á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis.
Stærðfræði
30 einingar, þar af 15 einingar á 3. hæfniþrepi. Miðað er við námskeið af náttúrufræði- eða náttúruvísindabraut.
Í eldra kerfi samsvarar þetta 18 einingum, þ.m.t. STÆ503.
Eðlisfræði
10 einingar á 2. eða 3. hæfniþrepi. Nemandi þarf að þekkja hreyfi- og aflfræði og rafmagnsfræði (rásir, rafsvið og segulfræði). Æskilegt er að hann þekki einnig varmafræði, vökva og þrýsting, bylgjur og ljós.
Í eldra kerfi samsvarar þetta 6 einingum, þ.m.t. EÐL203 eða sambærilegt.
Efnafræði
5 einingar á 2. hæfniþrepi.
Í eldra kerfi samsvarar þetta 3 einingum, EFN103.
Tækniháskóli í fremstu röð
Verkfræðideild og iðn- og tæknifræðideild eru aðilar að samstarfsneti um að þróa og bæta kennslu í verkfræði og tæknifræði, CDIO (Conceive, Design, Implement, Operate). Í dag eru um 100 háskólar frá öllum heimshornum þátttakendur og vinna þeir kerfisbundið að því að þróa námsbrautir í verkfræði og tæknifræði með áherslu á þarfir atvinnulífsins.