Raforkuverkfræði

Áherslusvið í raforkuverkfræði

Raforkuverkfræði fjallar um uppbyggingu og rekstur raforkukerfa og framleiðslu raforku. Einnig fæst greinin við flutning orkunnar og hvernig hægt er að uppfylla kröfur um samfellda en breytilega raforkunotkun árið um kring. Háskólinn í Reykjavík býður upp á öflugt framhaldsnám á sviði raforkuverkfræði og þeir nemendur sem hafa áhuga á því sviði eru hvattir til að búa sig undir framhaldsnámið með eftirfarandi námskeiðum:

  • RT RAK 1003 Raforkukerfi 1
  • RT PWR 1003 Kraftrafeindatækni
  • RT RAK 2003 Raforkukerfi 2
  • RT RVE 1002 Rafmagnsvélar
  • RT HVR 2003/4003 Hagnýt Verkefni í Raforku
Gott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei