Þrívíddarlíkön af hauskúpum

Lokaverkefni Sigrúnar Bjarkar Sævarsdóttur í heilbrigðisverkfræði í HR hefur hlotið mikið lof innan læknastéttarinnar. Það fólst í því að smíða og samþætta þrívíddarlíkan við staðsetningarbúnað sem notaður er við heilaskurð.Hauskúpur
Líkanið hannar Sigrún eftir mjög nákvæmum þrívíddarmyndum, úr segulómun annarsvegar og sneið- myndum hinsvegar. Úr teikningunum vinnur hún þrívíddarlíkan í raunstærð af höfuðkúpu sjúklings, sem er svo prentað í þar til gerðum þrívíddarprentara. Skurðlæknirinn getur metið líkanið fyrir aðgerð og jafnvel sett upp sýndaraðgerð og þannig undirbúið sig enn betur fyrir skurðaðgerð.Gott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei