Hugbúnaðarverkfræði 2018 og eldra
Uppbygging náms
Til að ljúka BSc í hugbúnaðarverkfræði þarf að ljúka 180 ECTS, en þar af eru 156 ECTS skyldunámskeið. Hvert námskeið er 6 ECTS, nema lokaverkefni sem er 12 ECTS. Dæmi um hvernig nám í staðarnámi er skipulagt má sjá í meðfylgjandi töflu, en raða má námskeiðum á annan hátt ef undanfarareglum er fylgt.
Hægt er að leita aðstoðar hjá verkefnastjórum deildarinnar ef nemandi vil fá aðstoð við að setja upp öðruvísi námsskipulag. Athugið að þessi uppröðun er sett upp með fyrirvara um breytingar.
1. önn | 2. önn |
---|---|
Forritun Strjál stærðfræði fyrir verkfræðinema Stærðfræði I Greining og hönnun hugbúnaðar | Gagnaskipan Línuleg algebra Stærðfræði II Gagnasafnsfræði |
3. önn | 4. önn |
---|---|
Reiknirit Tölvuhögun Hugbúnaðarfræði Eðlisfræði I Valnámskeið (3. vikna) | Vefforritun Forritunarmál Stýrikerfi Hugbúnaðarfræði II Verklegt námskeið 2 (3. vikna) |
5. önn | 6. önn |
---|---|
Stöðuvélar og reiknanleiki eða Þýðendur Tölvusamskipti Tölfræði Valnámskeið Valnámskeið (3. vikna) | Aðgerðagreining Töluleg greining Valnámskeið Lokaverkefni (15 vikur) |