Hugbúnaðarverkfræði 2018 og eldra

Uppbygging náms

Til að ljúka BSc í hugbúnaðarverkfræði þarf að ljúka 180 ECTS, en þar af eru 156 ECTS skyldunámskeið. Hvert námskeið er 6 ECTS, nema lokaverkefni sem er 12 ECTS. Dæmi um hvernig nám í staðarnámi er skipulagt má sjá í meðfylgjandi töflu, en raða má námskeiðum á annan hátt ef undanfarareglum er fylgt.

Hægt er að leita aðstoðar hjá verkefnastjórum deildarinnar ef nemandi vil fá aðstoð við að setja upp öðruvísi námsskipulag. Athugið að þessi uppröðun er sett upp með fyrirvara um breytingar.

1. önn2. önn
Forritun
Strjál stærðfræði fyrir verkfræðinema     
Stærðfræði I

Greining og hönnun hugbúnaðar
Verklegt námskeið 1 (3. vikna)

Gagnaskipan
Línuleg algebra
Stærðfræði II

Gagnasafnsfræði           
Nýsköpun og stofnun fyrirtækja (3. vikna)*

3. önn4. önn
Reiknirit                                                   
Tölvuhögun
Hugbúnaðarfræði
Eðlisfræði I

Valnámskeið (3. vikna)

Vefforritun
Forritunarmál
Stýrikerfi
Hugbúnaðarfræði II
Verklegt námskeið 2 (3. vikna)                  
5. önn6. önn
Stöðuvélar og reiknanleiki eða Þýðendur
Tölvusamskipti
Tölfræði
Valnámskeið

Valnámskeið (3. vikna)

Aðgerðagreining                                       
Töluleg greining
Valnámskeið
Lokaverkefni (15 vikur)         


Gott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei

Umsagnir tölvunarfræðinema

Bjarki Ágúst stendur í miðju rannsóknarrými og horfir beint í myndavélina

Bjarki Ágúst Guðmundsson: tölvunarstærðfræði

Mér finnst spennandi að leysa stærðfræðileg vandamál með tölvum. Í dag er ég því ótrúlega ánægður með að hafa valið tölvunarstærðfræði; það er mikil eftirspurn eftir tölvunarfræðingum og það hjálpar bara að vera líka stærðfræðimenntaður. Það er mikið úrval af góðum og fjölbreyttum námskeiðum í HR og kennararnir eru mjög færir og áhugasamir um sín fög. Það sem mér finnst best við kennsluna er þessi áhugi og nálægð kennaranna við okkur nemendurna, þeir eru alltaf tilbúnir að spjalla meira um efnið.