Fjármál og rekstur

Fjármálaverkfræði er spennandi grein sem hefur vaxið ört innan verkfræðinnar í samræmi við stóraukið flækjustig fjármálamarkaða og fjármálaafurða. Fjármálaverkfræðingar beita verkfræðilegum aðferðum og reiknilíkönum til að leysa ýmis vandamál og taka ákvarðanir sem snúa að fjármálum og taka þátt í þróun á nýjum fjármálaafurðum og þjónustu. Nemendur sem velja "Fjármál og rekstur" í leiðbeindu vali í BS námi í rekstrarverkfræði styrkja fræðilegan grunn sinn á þessu sviði og eru því betur í stakk búnir að beita rekstrarverkfræðilegum aðferðum á vandamál og viðfangsefni í fjármálageiranum.

Námskeið:

  • Verðbréf
  • Afleiður
  • Áhættustýring
  • Eignastýring

Aðrir möguleikar:

  • Leikjafræði
  • Energy Financial Assessment


Gott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei