Hátækni og rekstur

Nemendur í rekstrarverkfræði sem vilja efla þekkingu sína á sviði hátækni geta beint vali sínu á þessa braut. Viðfangsefni hátækni geta verið af ýmsum toga, en námið er tvinnað saman úr véla- og hátækniverkfræði og tölvunarfræði. Þannig er nemandi sem hefur bakgrunn úr rekstrarverkfræði vel í stakk búinn til að beita rekstrarverkfræðilegum aðferðum á viðfangsefni hátækninnar í atvinnulífinu.

Til að uppfylla kröfur um undanfara þá þurfa nemendur sem velja þessa leið að velja námskeiðið Greiningu rása á þriðja misseri. Til að skapa svigrúm á þriðja misseri má t.d. taka skyldunámskeiðið Fjármál fyrirtækja á fimmta misseri.

Námskeið:

  • Greining rása
  • Rafeindatækni
  • Mechatronics
  • Iðntölvur og vélmenni
  • Hönnun X


Aðrir möguleikar:

  • Mechatronics II
  • Vélhlutafræði
  • Merki og kerfi
  • Reglunarfræði


Gott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei