Heilbrigði og rekstur

Heilbrigðisverkfræði er ein af hinum nýju greinum verkfræðinnar og aðeins kennd við HR hér á landi. Aðferðum verkfræðinnar er beitt til að bæta lífsgæði og öryggi okkar allra. Oft er byggt á því að vinna í teymum ólíkra sérfræðinga við þróun aðferða, búnaðar eða notkunar þeirra á vettvangi fyrirtækja eða heilbrigðisþjónustunnar. Það er ótvírætt þörf fyrir rekstrarverkfræðinga á heilbrigðissviðinu þar sem þeir beita rekstrarverkfræðilegum aðferðum á margvísleg vandamál, og þá er mikilvægt að hafa innsýn í heilbrigðisverkfræði.

Námskeið:

  • Klínísk verkfræði
  • Merki og kerfi
  • Lífeðlisfræði


Aðrir möguleikar:

  • Stöðu- og burðarþolsfræði
  • Læknisfræðileg myndgerð
  • Rafeindatækni


Gott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei