Sjálfbærni og rekstur

Sjálfbærni er lykilhugtak í störfum tæknimanna og skilningur á þessu hugtaki og þýðingu þess er grundvallarforsenda fyrir þróun samfélaga og byggðar  á komandi áratugum. Nemendur sem velja "Sjálfbærni og rekstur" í leiðbeindu vali í BSc námi í rekstrarverkfræði styrkja fræðilegan grunn sinn á þessu sviði og eru því betur í stakk búnir að beita rekstrarverkfræðilegum aðferðum á margvísleg vandamál sem tengjast umhverfi, framkvæmdum og sjálfbærum rekstri.

Námskeið:

  • Sjálfbær verkfræði og umhverfið
  • Mat á umhverfisáhrifum
  • Gæðastjórnun


Aðrir möguleikar:

  • Ákvarðanatökuaðferðir
  • Sjálfbærni í heimi fjöldaframleiðslu


Gott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei