Tölvur og rekstur

Nemendur sem velja „Tölvur og rekstur“ í leiðbeindu vali öðlast góða þekkingu á  tölvunarfræði, forritun, hugbúnaðarverkfræði og notkun stærðfræðilíkana. Slík þekking, ásamt þekkingu á rekstri fyrirtækja er sérstaklega mikilvæg m.a. í smáum fyrirtækjum sem byggja á hugbúnaðarlausnum, og gerir viðkomandi kleift að vera leiðandi aðili frá viðskiptahugmynd, yfir í viðskiptaáætlun og alla leið að fullmótaðri hugbúnaðarlausn.

Námskeið:

  • Gagnaskipan
  • Reiknirit
  • Gervigreind
  • Leikjafræði


Aðrir möguleikar:

  • Verkfræðilegar bestunaraðferðir
  • Hönnun X
  • Iðntölvur og vélmenni


Gott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei