Viðskiptafræði

Yfirlit yfir grunnnám

Grunnnám í viðskiptafræði miðar að því að efla frumkvæði nemenda og veita þeim sterka, fræðilega undirstöðu fyrir störf að námi loknu eða meistaranám. BSc-námið í viðskiptafræði hefur hlotið alþjóðlega vottun frá EPAS.

Viðskiptadeild HR hefur skrifað undir viljayfirlýsingu PRME varðandi menntun ábyrgra stjórnenda sem var upphaflega sett fram af Sameinuðu þjóðunum. Í dag eru um 450 viðskiptaháskólar frá yfir 80 löndum hluti af verkefninu. 

Kynntu þér námið með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan:

Sérstaða viðskiptafræðináms við HR er hversu vel það er tengt atvinnulífinu. Nemendur fá meðal annars tækifæri til að verja einni önn við starfsnám. Gott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei

Umsagnir nema í viðskiptadeild

Ásta Björg er á skrifstofu fyrirtækis

Ásta Björg Magnúsdóttir: meistaranám í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði

Ein af aðalástæðum þess að ég valdi meistaranám í mannauðsstjórnun við Háskólann í Reykjavík var sterk tenging háskólans við atvinnulífið. Í náminu fékk ég tækifæri til þess að fara í starfsnám á mannauðssvið WOW Air. Mér var tekið ákaflega vel og leið eins og hverjum öðrum starfsmanni en fékk þó þann stuðning og kennslu sem ég þurfti sem nemandi. Verkefnin sem ég vann voru fjölbreytt og krefjandi; þátttaka í ráðningum, umsjón með skipulagi og mótttöku nýrra starfsmanna ásamt því að hanna kynningar fyrir hinar ýmsu deildir. Að starfsnáminu loknu var mér boðin fastráðning sem ég glöð þáði!