Viðskiptafræði

Yfirlit yfir grunnnám


Grunnnám í viðskiptafræði

Grunnnám í viðskiptafræði miðar að því að efla frumkvæði nemenda og veita þeim sterka, fræðilega undirstöðu fyrir störf að námi loknu eða meistaranám. BSc-námið í viðskiptafræði hefur hlotið alþjóðlega vottun frá EPAS.

Sérstaða viðskiptafræðináms við HR er hversu vel það er tengt atvinnulífinu. Nemendur fá meðal annars tækifæri til að verja einni önn við starfsnám. 


Umsóknarvefur



Gott að vita:



Var efnið hjálplegt? Nei

Umsagnir nema í viðskiptadeild

Sigrún Vala stendur upp við handrið og horfir í myndavélina

Sigrún Vala Hauksdóttir: hagfræði og fjármál

Nám í hagfræði býður upp á tengingu við aðrar námsgreinar og góða atvinnumöguleika að námi loknu. Ég vissi í rauninni ekki hvað ég var að fara út í en hafði heyrt frábæra hluti um HR og var með nokkuð miklar væntingar en samt hefði ég ekki getað gert mér í hugarlund hvað maður er að fá mikið fyrir skólagjöldin. Kennararnir eru góðir og áhugasamir um velgengni nemenda og allt utanumhald er gríðarlega gott. Deildirnar eru flestar ekki mjög stórar og því er auðvelt að kynnast fólki auk þess sem frábært félagslíf hjálpar til. Ég hlakka alltaf til að mæta í skólann.