Viðskiptafræði
Yfirlit yfir grunnnám
- Viðskiptafræði BSc
- Viðskiptafræði BSc með lögfræði sem aukagrein
- Viðskiptafræði BSc með tölvunarfræði sem aukagrein
- Viðskiptafræði og verslunarstjórnun, diplóma (í samstarfi við Háskólann á Bifröst)
Grunnnám í viðskiptafræði
Grunnnám í viðskiptafræði miðar að því að efla frumkvæði nemenda og veita þeim sterka, fræðilega undirstöðu fyrir störf að námi loknu eða meistaranám. BSc-námið í viðskiptafræði hefur hlotið alþjóðlega vottun frá EPAS.
Sérstaða viðskiptafræðináms við HR er hversu vel það er tengt atvinnulífinu. Nemendur fá meðal annars tækifæri til að verja einni önn við starfsnám.