Sumarskóli: Leiðtogahæfni og nýsköpun

Vornámskeið á BSc-stigi sem veitir 6 ECTS einingar

Maður skrifar á blað sem er búið að festa upp í glugga í SólinniHugsaðu út fyrir boxið

Viðskiptadeild HR, í samstarfi við University of Southern Maine (USM), býður upp á vornámskeið sem kallast „Leading Creativity and Innovation in Entrepreneurial Organizations“ og miðlar aðferðum og leiðum til að fást við flóknar áskoranir, finna nýskapandi lausnir og hæfni til að leiða slíka vinnu.

Af hverju?

Færni í stjórnun nýsköpunar innan fyrirtækja er afar eftirsóknarverð en stjórnendur og sérfræðingar framtíðarinnar þurfa ekki aðeins að geta brugðist við breytingum, heldur vera hreyfiafl nýjunga. Þeir þurfa að hafa færni til að nálgast áskoranir á skapandi hátt til að framkalla þessar nýjungar. Með aukinni sjálfvirkni í rekstri og gagnaúrvinnslu gæti slíkt frumkvæði orðið helsta hlutverk framtíðarstjórnenda.

Mér fannst gríðarlega gaman að fá að vinna með erlendum nemendum, það er eitthvað sem ég hef ekki fengið að kynnast í mínu námi áður og gaf mér dýrmæta reynslu af alþjóðlegu samstarfi.

- Sverrir Ólafur Torfason, nemandi í sumarskóla HR og USM vorið 2019.

Hópur fólks stendur með bjór fyrir utan Bryggju brugghúsiSverrir Ólafur, lengst til vinstri, ásamt nemendum frá USM sem voru með honum í hóp í sumarskólanum 2019.

Hvenær?

Dagsetningar námskeiðsins árið 2020 verða settar hér inn á síðuna þegar þær liggja fyrir.

Fyrir hverja?

Sumarskólinn er opinn öllum nemendum HR í grunnnámi sem hafa nægt frjálst val námskeiða í sínu námi.

Kennslan var mjög persónuleg og hvetjandi, frábrugðin öðrum námskeiðum sem ég hef tekið þátt í. Ég lærði að stíga út fyrir þægindarammann og að allir geti lært að vera skapandi. Myndi hiklaust mæla með þessu námskeiði fyrir þá sem hafa áhuga á nýsköpun og stofnun fyrirtækja.

Berglind Jónsdóttir, nemandi í sumarskólanum 2019.

Kennsla

Kennsla í sumarskólanum er með blönduðu sniði. Nemendur kljást við raunveruleg verkefni og áskoranir, ekki síst tengdum ferðaþjónustu. Hópur nemenda og kennarar frá USM koma til landsins til að taka þátt í námskeiðinu. Kennt er á ensku. 

Hópur fólks fyrir framan stjórnarráðið

„Frábær áfangi með áherslu á frumkvöðlafræði, sjálfbærni og samfélagsábyrgð. Áfanginn bauð upp á fjölbreyttar kennsluaðferðir með tveimur kennurum frá HR og þremur kennurum frá USM. Allir kennarar komu inn með mismunandi áherslur og gerðu áfangan þeim mun áhugaverðari. Tekist var á við mörg mismunandi verkefni með mikla áherslu á hópvinnu.“

Halldór Atlason, með sínum hóp í sumarskólanum 2019.

Hér má finna frekari upplýsingar um námið á ensku. Gott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei

Umsagnir nema í viðskiptadeild

Sigrún Vala stendur upp við handrið og horfir í myndavélina

Sigrún Vala Hauksdóttir: hagfræði og fjármál

Nám í hagfræði býður upp á tengingu við aðrar námsgreinar og góða atvinnumöguleika að námi loknu. Ég vissi í rauninni ekki hvað ég var að fara út í en hafði heyrt frábæra hluti um HR og var með nokkuð miklar væntingar en samt hefði ég ekki getað gert mér í hugarlund hvað maður er að fá mikið fyrir skólagjöldin. Kennararnir eru góðir og áhugasamir um velgengni nemenda og allt utanumhald er gríðarlega gott. Deildirnar eru flestar ekki mjög stórar og því er auðvelt að kynnast fólki auk þess sem frábært félagslíf hjálpar til. Ég hlakka alltaf til að mæta í skólann.


Fara á umsóknarvef