Sumarskóli: Leiðtogahæfni og nýsköpun

Vornámskeið á BSc-stigi sem veitir 6 ECTS einingar

Maður skrifar á blað sem er búið að festa upp í glugga í SólinniViðskiptadeild HR, í samstarfi við University of Southern Maine (USM), býður upp á vornámskeið 19. til 29. maí næstkomandi. Námskeiðið kallast „Leading Creativity and Innovation in Entrepreneurial Organizations“ og miðlar aðferðum og leiðum til að fást við flóknar áskoranir, finna nýskapandi lausnir og hæfni til að leiða slíka vinnu.

Af hverju?

Færni í stjórnun nýsköpunar innan fyrirtækja er afar eftirsóknarverð en stjórnendur og sérfræðingar framtíðarinnar þurfa ekki aðeins að geta brugðist við breytingum, heldur vera hreyfiafl nýjunga. Þeir þurfa að hafa færni til að nálgast áskoranir á skapandi hátt til að framkalla þessar nýjungar. Með aukinni sjálfvirkni í rekstri og gagnaúrvinnslu gæti slíkt frumkvæði orðið helsta hlutverk framtíðarstjórnenda.

Hvenær?

19. - 29. maí 2019

Fyrir hverja?

Sumarskólinn er opinn öllum nemendum HR í grunnnámi sem hafa nægt frjálst val námskeiða í sínu námi.

Kennsla

Kennsla í sumarskólanum verður með blönduðu sniði. Nemendur munu kljást við raunveruleg verkefni og áskoranir, ekki síst tengdum ferðaþjónustu. Hópur nemenda og tveir kennarar frá USM koma til landsins til að taka þátt í námskeiðinu.

Kennt er á ensku.

Hér má finna frekari upplýsingar um námið


Fara á umsóknarvefGott að vita:Var efnið hjálplegt? Nei

Umsagnir nema í viðskiptadeild

Guðmundur Oddur stendur í dyrum hópavinnuherbergis

Guðmundur Oddur Eiríksson: viðskiptafræði

Á fyrstu önninni var stærsta þrekraunin sú að glíma við hópverkefni í Þjóðhagfræði. Það verkefni var mjög áhugavert þar sem við þurftum að rýna í skýrslur frá því fyrir hrun, gögn frá Hagstofunni og aðrar hagtölur. Ég hafði mjög gaman af því verkefni þar sem við þurftum að tengja námsefnið við raunheiminn og var það hagnýt og góð reynsla. Fyrst og fremst líður mér vel í skólanum, aðstaðan er til fyrirmyndar og það er alltaf hægt að finna sér stað til þess að setjast niður og læra. Kennararnir eru alltaf tilbúnir að hjálpa og sama má segja um samnemendur. Það getur orsakast af því að vera í hálfgerðu bekkjarkerfi að nemendur ná mjög vel saman og mér finnst ótrúlegt hvað ég hef náð að kynnast mikið af góðu fólki á svona stuttum tíma, fólki sem ég þekkti jafnvel ekkert áður en ég hóf nám við HR.