Hafa samband

Almennar fyrirspurnir

Þjónustuborð í Sólinni svarar almennum fyrirspurnum og reynir að greiða úr þeim erindum sem þar eiga heima. Ef fyrirspurnin á heima annars staðar, er erindið sent til réttra aðila. 

Staðfestingar, kvittanir og vottorð

Nemendur geta sótt vottorð, skjöl og greiðslukvittanir í gegnum Portal í Canvas.  

Skólagjöld

Upplýsingar um skólagjöld eru á vef HR. Sé frekari aðstoðar óskað varðandi greiðslu skólagjalda vinsamlega hafið samband við innheimtudeild með tölvupósti á netfangið innheimta@ru.is.

Ráðgjöf

Náms- og starfsráðgjafar veita upplýsingar um námið við HR og aðstoða einstaklinga við að ná árangri í námi, átta sig á áhuga sínum og styrkleikum.

  • Hægt er að bóka tíma hjá náms- og starfsráðgjöfum HR alla virka daga.
  • BÓKAÐU TÍMA - Í bókunarkerfinu má finna tíma sem hentar.
  • Ef þið finnið ekki tíma sem hentar ykkur þá vinsamlegast hafið samband við okkur með því að senda tölvupóst.

Náms- og starfsráðgjöf HR er við afgreiðsluna á 1. hæð í Sólinni.

Sálfræðiþjónusta

Nemendur sem hafa áhuga á að nýta sér sálfræðiþjónustu geta sent tölvupóst til: salfraedithjonusta@ru.is eða leitað til náms- og starfsráðgjafar HR sem mun vísa þeim sem taldir eru þurfa eða vilja fá sálfræðiþjónustu í viðtal hjá sálfræðingi.

Tilkynningagátt um ósæmilega hegðun

Hverskonar einelti, kynbundin eða kynferðisleg áreitni er ekki liðin við Háskólann í Reykjavík (sjá siðareglur HR ) og við slíkum tilfellum er brugðist samkvæmt viðbragðsáætlun þar sem m.a. er tilgreint að nemendur sem telja sig hafa orðið fyrir eða orðið vitni að ósæmilegri hegðun á borð við einelti, kynbundna eða kynferðislega áreitni geti tilkynnt það til deildaforseta, forstöðumanns eða rektors. 

Tilkynna ósæmilega hegðun

Styrkir

Upplýsingar um styrki.  

Umsóknir

Upplýsingar um umsóknafrest eru á vef HR. Skrifstofur deilda svara spurningum um stöðu einstakra umsókna. Sótt er um á sérstökum umsóknarvef

Upplýsingar um námið

Hægt er að lesa ítarlegar upplýsingar um námsbrautir sem eru í boði á vef HR. Ef þú finnur ekki upplýsingarnar sem þú leitar að getur þú haft samband við skrifstofustjóra deildarinnar sem þú hefur áhuga á að stunda nám við.

Deildir ofl.

Hafðu samband við: 

Húsnæði

Í byggingu eru íbúðir og herbergi fyrir nemendur Háskólans í Reykjavík. Byggingarnar eru við Nauthólsveg við rætur Öskjuhlíðar, skammt frá háskólanum. Hér má finna frekari upplýsingar um Háskólagarða HR. Byggingafélag námsmanna mun halda utan um leigu íbúða og herbergja til nemenda HR.
Sótt er um Háskólagarða á vefsíðu þeirra: bn.is 

Háskólinn sér ekki um að útvega nemendum húsnæði en bendir nemendum á Vísi, MblBland og hinar ýmsu leigu-grúppur á Facebook.  

Prentkvóti og aðgangskort

Prentkvóti er seldur á þjónustuborði í Sólinni og þar er einnig hægt nálgast aðgangskort.

Sala á fjölritum frá kennurum

Þjónustuborðið í Sólinni selur fjölrit. 

Tæknileg aðstoð: vefpóstur, myschool ofl.

Hjálparvefur upplýsingatæknisviðs hefur að geyma mikið af hjálplegum tæknileiðbeiningum. Einnig er hægt að senda tölvupóst á help@ru.is

Vefur HR

Ef þú sérð ekki það sem þú ert að leita að, vinsamlega sendu vefstjóra fyrirspurn: vefstjori@ru.is

Einnig er hægt að smella á "Var efnið hjálplegt" neðst á öllum síðum. Gott er að skrifa nokkur orð um erindið.


Var efnið hjálplegt? Nei