Stafræni Háskóladagurinn

Kynntu þér fjölbreytt námsframboð við HR

Horfðu á upptöku frá Stafræna háskóladeginum í HR

Bein útsending var frá Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 26. febrúar frá kl. 12 - 14. Nemendur úr stúdentafélaginu tóku viðtöl við nemendur og kennara um námið og lífið í HR. Einnig voru nemendur úr nemendafélögum í brennidepli og sýndu þeir aðstöðuna í HR og kynntu þjónustuna sem þar er í boði.

Áhugasömum gafst einnig tækifæri til þess að spjalla við nemendur, kennara og starfsfólk í Zoom. 

Brot af dagskrá Háskóladagsins 

Náms- starfsráðgjöf og sálfræðiþjónusta HR - Sálfræði - Verkfræði - Alþjóðasvið - Viðskiptafræði - Tæknifræði - Byggingafræði - Íþróttafræði - Lögfræði - Tölvunarfræði

Kynntu þér námið og sendu okkur tölvupóst ef þú ert með spurningar. 

Iðn- og tæknifræðideild

Íþróttafræðideild

Lagadeild

Sálfræðideild 

Tölvunarfræðideild

Verkfræðideild

Viðskiptadeild

Náms- og starfsráðgjöf

Þjónusta við nemendur

Námið í Háskólanum í Reykjavík er krefjandi en að sama skapi er leitast við að veita nemendum þjónustu sem auðveldar eðlilega framvindu náms.

Lesaðstaða á þriðju hæð í SólinniÖll kennsla fer fram í háskólabyggingu HR sem nemendur hafa aðgang að allan sólarhringinn. Þar er að finna afar góða aðstöðu til lesturs, hópavinnu og verklegra æfinga. Í HR er Háskólabúðin sem selur nauðsynjavörur, Kaffitár, World Class í kjallara og veitingasalan Málið. 

Náms- og starfsráðgjöf

Þrír náms- og starfsráðgjafar starfa við skólann ásamt einum sálfræðingi. Sálfræðiþjónusta Háskólans í Reykjavík er gjaldfrjáls fyrir alla nemendur skólans. Þjónustan heyrir undir Náms- og starfsráðgjafa Háskólans í Reykjavík og þar starfar sálfræðingur auk framhaldsnema í klínískri sálfræði, undir faglegri handleiðslu. Boðið er upp á einstaklingsviðtöl, sálfræðiþjónustu, hópráðgjöf og fjölbreytt þverfagleg námskeið.

Bókasafn HR 

Upplýsingafræðingar aðstoða við heimildaleit og skráningu með tímakennslu, bókanlegum einstaklings- og hópaviðtölum auk opinna tíma virka daga. Bókasafnið er að mestu rafrænt og þróast í samræmi við fræðasvið skólans. 

Nemendaskrá

Hjá nemendaskrá geta nemendur fengið upplýsingar sem tengjast náminu s.s. afrit af námsferli, skráningar í og úr námskeiðum og ýmis vottorð og staðfestingar.

Tölvuþjónusta

Upplýsingatæknisvið sér um rekstur og viðhald á öllum tölvum og tölvutengdum búnaði skólans ásamt því að veita nemendum og kennurum ráðgjöf og aðstoða þá við tölvutengd vandamál.

Alþjóðaskrifstofa - Skiptinám

Starfsmenn á alþjóðaskrifstofu aðstoða nemendur við að sækja um skiptinám við samstarfsskóla. Þeir veita einnig upplýsingar um styrki, framhaldsnám og allt annað sem lýtur að möguleikum á námi erlendis.

Háskólagarðar HR

Háskólagarðar HR bjóða til leigu samtals 252 íbúðir í tveimur íbúðarkjörnum við Nauthólsveg 83-85. Íbúðirnar eru allar með sér inngangi og stigagöngum úti. Í kjallara eru þvottahús, geymslur, vagna- og hjólageymslur. Í íbúðargarðinum eru hjólaskýli, aðstaða til íþróttaiðkunar (teygjubekkir), kolagrill, setbekkir og opin svæði. 

Gagnlegir tenglar

Skapaðu framtíðina í HR

Hvað gera og segja nemendur?

 

 

 


Var efnið hjálplegt? Nei