Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrirsagnalisti

4.12.2018 : Nemendum HR gefst tækifæri til að læra ákvörðunarfræði í Frakklandi

Phare du Petit Minou Plouzané sem er að finna rétt fyrir utan Brest

Átta nemendum Háskólans í Reykjavík gefst færi á að ferðast til Frakklands og dvelja þar í fimm daga í febrúar eða mars. Þar munu nemendurnir læra ákvörðunarfræði á nýjan og spennandi hátt í alþjóðlegu umhverfi hafnarbæjarins Brest í Bretagnehéraðinu. Nemendur fá ferðakostnað og uppihald greitt. 

28.11.2018 : Nemendur og starfsfólk leystu vísnagátur á Degi íslenskrar tungu

Hópur fólks stendur saman fyrir framan jólatré

Í tilefni af degi íslenskrar tungu, 16. nóvember síðastliðinn, efndi frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík til leiks þar sem nemendum og starfsfólki háskólans gafst tækifæri til að leysa nokkrar vísnagátur og finna góð íslensk orð yfir mikið notuð ensk orð.

26.11.2018 : Máltækni, ljósameðferðir, sýndarveruleiki og margt fleira í nýju Tímariti HR

Arnar og Birna synda í sjónum

Tímarit Háskólans í Reykjavík er komið út. Í blaðinu er sagt frá rannsóknum kennara og nemenda við háskólann og áhugaverðum verkefnum sem unnin eru í samstarfi við atvinnulífið.

22.11.2018 : Fyrsti íslenski geimfarinn kennir við HR

Bjarni-Tryggvason-vid-flugvel

Bjarni Tryggvason, fyrsti og eini íslenski geimfarinn, mun kenna nýtt námskeið í Háskólanum í Reykjavík í desember. Námskeiðið, Space Systems Design, er svokallað þriggja vikna námskeið en þau eru haldin að loknum prófum á hverri önn.

20.11.2018 : Tæknismiðjur fyrir 400 nemendur í 15 skólum

Taeknismidjur-Skema

Nemendur í 5. bekk í 15 skólum á höfuðborgarsvæðinu sækja í vikunni tæknismiðjur í boði Skema við HR og Tækniskólans. Alls munu um 400 nemendur fá tækifæri til að taka þátt.

2.11.2018 : Áhrif rafbílavæðingar eru jákvæð en duga ekki til að ná markmiðum um losun

Yfirlitsmynd af Reykjavík

Áhrif rafbílavæðingar fyrir íslenskt samfélag eru jákvæð en breytingarnar taka þó of langan tíma til að ná  markmiðum ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Sá frestur sem landsmenn hafa, þar til bann við kaupum á bifreiðum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti tekur gildi, er of langur og aðgerðin því of seinvirk.

19.10.2018 : HR úthlutar rúmlega 40 milljónum til doktorsrannsókna

Maður gengur framhjá skápum á gangi í HR

Átta rannsóknarverkefni hlutu nýverið styrk úr nýjum Rannsóknasjóði Háskólans í Reykjavík. Markmið með sjóðnum er að styrkja öflugt rannsóknarstarf við skólann.

12.10.2018 : Yfirlýsing rektors Háskólans í Reykjavík

Nemendur læra í Sólinni

Vegna fjölmiðlaumfjöllunar um starfslok lektors við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík skal ítrekað að stjórnendur háskólans tjá sig ekki um málefni eða starfslok einstakra starfsmanna.

9.10.2018 : Skýrar aðgerðir í nýrri Jafnréttisáætlun HR

Katrín Ólafsdóttir

Ný jafnréttisstefna Háskólans í Reykjavík var samþykkt af framkvæmdastjórn háskólans fyrir stuttu og gefin út í Jafnréttisviku 2018. Í stefnunni er lýst markmiði og starfsemi nefndarinnar en helstu efnisatriði hennar snúa að launum og kjörum, ráðningum, framgangi, samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs og skilgreiningum og reglum vegna kynbundins ofbeldis og kynferðislegrar áreitni.

27.9.2018 : HR í þriðja sæti háskóla í heiminum þegar horft er til tilvitnana í vísindagreinar eftir starfsmenn

Á nýjum lista Times Higher Education (THE) yfir bestu háskóla heims, er Háskólinn í Reykjavík í þriðja til sjötta sæti hvað varðar áhrif rannsókna, ásamt Stanford, MIT og Brandeis háskólunum. Áhrif rannsókna eru metin út frá meðalfjölda tilvitnana í vísindagreinar, það er, hversu oft aðrir vísindamenn vitna í niðurstöður fræðimanna háskólans í ritrýndum vísindagreinum.