Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrirsagnalisti

16.8.2017 : Starfsfólk og nemendur tóku á móti nýnemum

Nemendur í stúdentafélaginu leiða hóp af nýjum nemendum um ganga skólans

Um 1500 nýir nemendur, þar af um 140 erlendir nemendur, hófu nám við Háskólann í Reykjavík í dag, þann 16. júní. Skólinn var settur í gær og þá var jafnframt haldinn árlegur nýnemadagur. Á nýnemadegi er tekið á nýjum nemendum og ýmis atriði kynnt varðandi námið og þjónustu sem þeim stendur til boða.

15.8.2017 : Gísli Hjálmtýsson er nýr forseti tölvunarfræðideildar

Gísli Hjálmtýsson

Dr. Gísli Hjálmtýsson hefur verið ráðinn forseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík frá og með 16. ágúst. Hann tekur við stöðunni af dr. Yngva Björnssyni sem hefur verið forseti deildarinnar frá 2014.

14.8.2017 : Glæsilegur árangur hjá fyrsta íslenska keppandanum á Ólympíuleikum í forritun

Ungur maður stendur fyrir framan vegg þar sem eru upplýsingar um Ólympíuleikana í forritun

308 keppendur frá 84 löndum tóku þátt á alþjóðlegu Ólympíuleikunum í forritun sem voru haldnir í 29. skipti í Íran fyrir stuttu. Ísland sendi sinn fyrsta keppanda í ár á leikana, Bernhard Linn Hilmarsson, sem mun hefja nám í tölvunarstærðfræði við HR í haust. Þjálfari Bernhards er Bjarki Ágúst Guðmundsson sem hefur náð góðum árangri í forritunarkeppnum fyrir hönd HR undanfarin ár.

11.8.2017 : Viðskiptadeild hlýtur viðurkenningu PRME

Forseti viðskiptadeildar brautskráir nemanda í Hörpu

PRME, samráðsvettvangur háskóla sem var stofnaður af Sameinuðu þjóðunum, hefur veitt viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík viðurkenningu fyrir framúrskarandi framgangsskýrslu. Í skýrslunni sýnir deildin fram á árangur sinn í að ná þeim sex markmiðum sem sett eru fram af samtökunum PRME (Principles for Responsible Management Education) og tengjast sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

25.7.2017 : Team Sleipnir í 15. sæti af 75

Liðið Team Sleipnir stillir sér upp við kappaksturbíl

Team Sleipnir tók þátt í aksturskeppni Formula Student keppninnar um helgina og náði framúrskarandi árangri, eða 15. sæti af 75. Þetta var í annað sinn sem liðið keppti fyrir hönd Háskólans í Reykjavík í keppninni. 

23.7.2017 : Team Sleipnir keppir á Silverstone kappakstursbrautinni

Eins og í fyrra keppir Háskólinn í Reykjavík í Formula Student-keppninni, alþjóðlegri kappaksturskeppni háskólanema. Í dag, þann 23. júlí, fer fram aksturskeppnin sjálf á hinni sögufrægu Silverstone kappakstursbraut þar sem jafnframt er keppt í Formúlu 1. Lið Háskólans í Reykjavík, sem heitir Team Sleipnir, fór í gegnum allar prófanir í liðinni viku og má því taka þátt í aðalkeppninni.

23.6.2017 : Ný námslína fyrir stjórnendur félagasamtaka og sjálfseignarstofnana

Opni háskólinn í HR og Almannaheill hafa þróað nýja námslínu fyrir stjórnendur félagasamtaka og sjálfseignastofnana. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á nám hér á landi sem er sérstaklega ætlað þriðja geiranum, það er, samtökum og stofnunum sem starfa í almannaþágu, sem teljast hvorki til opinbera geirans né einkageirans. Almannaheill eru samtök þriðja geirans og vinna að sameiginlegum hagsmunamálum samtaka og stofnana sem til hans heyra. 

21.6.2017 : Aukin aðsókn að öllum deildum

Tveir nemendur velta fyrir sér einhverju í tölvunni hjá öðrum þeirra

Um 2900 umsóknir bárust um nám við Háskólann í Reykjavík í vor og eru þær um 10% fleiri en í fyrra.

20.6.2017 : 70 nemendur brautskráðir frá frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík

Nemendur sitja í röð og hlýða á ræðu

Háskólinn í Reykjavík brautskráði í gær 70 nemendur með frumgreinapróf frá frumgreinadeild háskólans. 70% þeirra sem útskrifuðust í gær hafa sótt um áframhaldandi nám við HR.


19.6.2017 : 648 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík

Nemandi tekur við útskrifarskírteini á sviðinu Hörpu

648 nemendur brautskráðust frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Hörpu í gær, þjóðhátíðardaginn 17. júní. 417 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 229 úr meistaranámi og tveir nemendur útskrifuðust með doktorsgráðu.

12.6.2017 : Sumarháskóli Skema hafinn

Nokkrir ungir drengir ganga eftir Jörðinni í HR í appelsínugulum bolum merktum Skema

Fjögurra til sextán ára krakkar geta sótt fjölbreytt og skapandi tækninámskeið í sumar í SumarHáskóla Skema í HR. Námskeiðin byggja á aðferðafræði Skema þar sem sálfræði, kennslufræði og tækni er blandað saman.