Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrirsagnalisti

29.6.2022 : Ferðaðist heimshorna á milli fyrir nýtt starf

Ralph-Rudd

Ralph Rudd hefur verið lektor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík frá því 2021 en áður vann hann við háskólann í Cape Town. Hann gat því varla ferðast lengra norður til að taka við nýju starfi en Ralph er fæddur og uppalinn í Suður Afríku.

27.6.2022 : Nám í tölvunarfræðideild fær alþjóðlega vottun

Maður situr fyrir framan tölvuskjá og hvílir höfuð í höndum sér.

Sex námsbrautir tölvunarfræðideildar fengu alþjóðlega vottun, ASIIN-EQANIE, þann 5. apríl síðastliðinn. Allar brautirnar sem sótt var um vottun fyrir fengu hana. 

23.6.2022 : Viltu taka þátt í Svefnbyltingunni?

Svefnsetur Háskólans í Reykjavík leitar að einstaklingum til að taka þátt í vísindarannsókn á sviði svefnrannsókna.

21.6.2022 : 3Z lýkur 265 milljóna króna hlutafjáraukningu

Maður með alskegg, klæddur svartri peysu, stendur við steyptan vegg.

Íslenska lyfjaþróunarfyrirtækið 3Z hefur tryggt sér fjármögnun uppá 265 milljónir króna. Fyrirtækið sprettur úr grunnrannsóknum við Háskólann í Reykjavík.

20.6.2022 : Framtíðarsýn um verkfræðikennslu

Lena-1

Verkfræðideild Háskólans í Reykjavík tekur þátt í verkefni er kallast STEM skills and competences for the new generation of Nordic engineers. Grunngreinar í verkfræði eru svokallaðar STEM greinar sem stendur fyrir Science, Technology, Engineering og Mathematics. Verkefnið hlaut þriggja ára styrk frá Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins árið 2018. 

20.6.2022 : Kraftmiklar ræður á brauskráningarathöfn

Fjöldi útskriftarnemenda situr í Hörpunni og horfir upp á svið.

Hildur Davíðsdóttir og Sandra Sif Gunnarsdóttir fluttu ræður fyrir hönd nemenda við hátíðlega athöfn laugardaginn 18. júní þegar metfjöldi nemenda var brautskráður frá HR.

16.6.2022 : Fjölgun umsókna um nám við Háskólann í Reykjavík

Háskólinn í Reykjavík

Tæplega fjögur þúsund umsóknir um nám bárust Háskólanum í Reykjavík sem er fjölgun frá fyrra ári. Umsóknir um meistaranám hafa ekki verið fleiri og voru um 1.800.   

16.6.2022 : Hafrún Kristjánsdóttir nýr prófessor

Kona hallar sér upp að steinvegg

Dr. Hafrún Kristjánsdóttir hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík eftir mat alþjóðlegrar hæfisnefndar.