Fréttir eftir deildum
Fréttir
Fyrirsagnalisti
Alþjóðleg hugmyndasamkeppni fyrir framhaldsskólanema

Háskólinn í Reykjavík í samstarfi við Kozminski-háskólann í Varsjá kynnir alþjóðlega hugmyndasamkeppni fyrir framhaldsskólanema með yfirskriftinni „Björgum jörðinni – sjálfbærni skiptir máli“ (Save the Earth – Sustainability Matters). Keppnin er haldin samtímis á Íslandi og í Póllandi og bæði þema og reglur eru sameiginleg þótt keppnirnar séu sjálfstæðar í hvoru landi fyrir sig. Glæsileg verðlaun eru í boði.
Jafn og góður stígandi í birtingum hjá HR

Rannsóknarþjónusta Háskólans í Reykjavík hefur tekið saman skýrsluna "Styrkur HR í rannsóknum", sem sýnir jafnan og góðan stíganda í þessum efnum hjá HR. Skýrslan er yfirlit birtinga akademísks starfsfólks HR árin 2012-2021. Eingöngu er um að ræða birtingar á ritrýndum vettvangi og birtingar í nafni skólans.
Meistaranám við HR kynnt - Fjölsótt opið hús

Miðvikudaginn 29. mars var opið hús í Háskólanum í Reykjavík þar sem að allt meistaranám við skólann var kynnt. Fulltrúar meistaranáms við háskólann voru á staðnum og svöruðu spurningum gesta og gangandi um hvaðeina. Einnig var hægt að rölta um HR og skoða aðstæður, ásamt því sem nokkrar opnar kennslustundir og kynningar voru í boði. Viðburðurinn var fjölsóttur og haldinn við frábærar aðstæður í Sólinni.
Magnavita námið // Áhugavert nám um það sem skiptir máli í lífinu og á þriðja æviskeiðinu

Magnavita námið er eins árs nám sem er fjárfesting í framtíðinni. Í því setja nemendur sér stefnu og markmið fyrir þriðja æviskeiðið, til þess að skipuleggja innihaldsríkt líf og fjölga góðum, spennandi og heilbrigðum æviárum. Sigurjón Gunnarsson segir námið áhugavert og hann hlakkar til að mæta í hvern tíma.
Orkusækinn iðnaður í brennidepli á nýsköpunarmóti Álklasans í HR

Fjölmenni var á nýsköpunarmóti Álklasans 2023 sem fram fór í Háskólanum í Reykjavík í gær, þriðjudaginn 28. mars. Dagskráin var fjölbreytt að vanda þar sem gefin var innsýn í spennandi þróunarverkefni hjá iðnaðinum, sprotafyrirtækjum og rannsóknarsamfélaginu.
Nýtt meistaranám við HR í stafrænni heilbrigðistækni

Haustið 2023 mun Háskólinn í Reykjavík bjóða upp á nýtt meistaranám (M.Sc.) í stafrænni heilbrigðistækni (digital health). Um er að ræða þverfaglegt brautryðjendanám, sem hefur verið hannað og þróað í samstarfi tölvunarfræðideildar og verkfræðideildar háskólans. Námið verður einnig í boði sem staðarnám á Akureyri.
Langar þig að verða meistari?

Miðvikudaginn 29. mars, frá klukkan 17:00 - 19:00, verður opið hús í Háskólanum í Reykjavík þar sem allt meistaranám við skólann verður kynnt.
MPM-nám í HR // Menntunin nýtist vel í starfinu

María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna útskrifaðist úr MPM-námi Háskólans í Reykjavík árið 2014. Hún segir námið hafa farið fram úr væntingum og hún hafi fengið meira út úr því en hún bjóst við. MPM-námið (Master of Project Management) er alþjóðlega vottað 90 ECTS eininga háskólanám á meistarastigi. Það er skipulagt sem nám samhliða vinnu og tekur tvö ár. Námið er stjórnunar- og leiðtoganám með sérstakri áherslu á stjórnun umfangsmikilla verkefna, verkefnaskráa og verkefnastofna.
Fólkið í HR // Hróðurinn berst víða

Guðlaugu Matthildi Jakobsdóttur þekkja flestir innan veggja Háskólans í Reykavík sem Gullý. Hún hefur starfað á alþjóðaskrifstofu skólans frá árinu 2011, fyrst sem verkefnastjóri, og nú sem forstöðukona frá árinu 2016.
Magnavita námið // Fjárfesting í framtíðinni

Magnavita námið er eins árs nám sem er fjárfesting í framtíðinni. Í því setja nemendur sér stefnu og markmið fyrir þriðja æviskeiðið, til þess að skipuleggja innihaldsríkt líf og fjölga góðum, spennandi og heilbrigðum æviárum. Sigurður Grímsson segir námið áhugavert og að fyrirlesarar þess séu miklir sérfræðingar í sínu fagi.
Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Carrin F. Patman, heimsótti nýverið EMBA nemendur við HR

Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Carrin F. Patman, heimsótti nýverið EMBA nemendur við HR sem var mikill heiður fyrir nemendur og aðstandendur námsins. Patman er virtur leiðtogi á sínu sviði og hefur yfirgripsmikla þekkingu á viðskiptum, lögfræði og opinberri þjónustu. Í heimsókninni deildi hún sérfræðiþekkingu sinni með nemendum og veitti þeim dýpri skilning á mikilvægi ábyrgrar forystu í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi dagsins í dag.
MPM-nám í HR // Námið hefur reynst afar gagnlegt og nýst mjög vel á breiðum grundvelli

Það kom Ylfu Rakel Ólafsdóttur á óvart hve mikil áhersla er lögð á að nemendur efli persónulega styrkleika sína, leiðtogahæfni og samskiptahæfileika í MPM-náminu í HR. MPM-nám hentar þeim sem vilja koma hlutum í verk og stýra flóknum verkefnum á ýmsum sviðum.
Markmiðið að auka sýnileika rannsókna í háskólanum

Rannsóknarráð Háskólans í Reykjavík hélt svokallaðan rannsóknarkokteil fyrir starfsfólk og doktorsnema í HR miðvikudaginn 15. mars. Markmið rannsóknarkokteilsins var að auka sýnileika rannsókna í skólanum.
MPM-nám í HR /// Er í draumastarfinu við að tæknivæða mannauðsmál á Íslandi

Lilja Sigrún Sigmarsdóttir segir MPM-námið í Háskólanum í Reykjavík vera mjög áhugavert og að nemendahópurinn sé öflugur. MPM-nám hentar þeim sem vilja koma hlutum í verk og stýra flóknum verkefnum á ýmsum sviðum.
EMBA í HR // Gissur Jónasson, Íslandsbanka: Hef lært að hugsa út fyrir boxið!

Í MBA-náminu hef ég vaxið sem manneskja því ég hef lært þar að hugsa út fyrir boxið þegar kemur að því að finna skapandi lausnir á viðfangsefnum í atvinnulífinu! Fyrir vikið er ég öruggari um hæfileika mína í dag og hef öðlast aukið sjálfstraust til að takast á við flóknar áskoranir og ná árangri sem leiðtogi hérna í starfseminni.
Metfjöldi þátttakenda í Forritunarkeppni framhaldsskólanna í ár

Forritunarkeppni framhaldsskólanna 2023 var haldin laugardaginn 11. mars síðastliðinn í Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri. Metfjöldi þátttakenda var í ár eða 173, þar af um 40 þátttakendur á Akureyri. Alls tók 71 lið þátt í keppninni, 9 lið í Alfa deild, 20 í Beta deild og 43 í Delta deild.
Múgur og margmenni á vel heppnuðum Háskóladegi á Akureyri

Háskóladagur fyrir framhaldsskólanema var haldinn fimmtudaginn 9. mars í Háskólanum á Akureyri þar sem fulltrúar allra háskóla landsins fengu kærkomið tækifæri til að kynna grunnnám sitt. Starfsfólk og nemendur frá öllum deildum HR fjölmenntu norður yfir heiðar þennan dag. Kynntar voru þær fjölbreyttu námsbrautir sem í boði eru í HR og öllum helstu spurningum svarað um námið, aðstöðuna og þjónustuna þar.
Vel heppnuð ráðstefna í MIT

Hópur starfsfólks frá Háskólanum í Reykjavík sótti ráðstefnuna Innovations in Management sem MIT-háskóli hélt 8. og 9. mars í Boston í Bandaríkjunum. Auk þess fundaði hópurinn með nokkrum af sérfræðingum MIT. Ráðstefnan þótti afar vel heppnuð og hafði starfsfólk HR bæði gagn og gaman af heimsókninni.
Tæknifræðinemarnir í HR eru frábærir

Davíð Örn Jónsson er raforkuverkfræðingur og stundakennari í tæknifræði við Háskólann í Reykjavík. Honum finnst tæknifræðinemarnir í HR frábærir og segir að hann væri ekki stundakennari ef það væri ekki skemmtilegt.
Háskóladagurinn á Akureyri

Háskóladagur verður haldinn fimmtudaginn 9. mars kl. 11-14 í Háskólanum á Akureyri þar sem tækifæri gefst til að kynna sér grunnnám við alla háskóla landsins á einum vettvangi.
Tæknifræði í HR // Vinnur við áhugamálið sitt og miðlar þekkingu til annarra

Aron Heiðar Steinsson, rafmagnstæknifræðingur vinnur hjá Nova við verkefnastýringu og er stundakennari í HR. Hann segir námið í tæknifræðinni hafa verið frábært og að skólinn sé vel búinn öllum búnaði fyrir verklega kennslu
Ferðalagið út fyrir endimörk alheimsins er hafið

Matsnefnd erlendra sérfræðinga lagði mat á rannsóknastarfsemi Tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík fyrir skemmstu. Nefndin var skipuð þekktu vísindafólki í faginu, þeim Geraldine Fitzpatrick (TU Wien í Austurríki), Kim Guldstrand Larsen, (Álaborgarháskóla í Danmörku) og Michael Wooldridge (University of Oxford, Bretlandi).
Þúsundir gesta á árlegum Háskóladegi í HR

Hinn árlegi Háskóladagur var haldinn hátíðlegur í HR og öðrum háskólum á Suðvesturhorni landsins laugardaginn 4. mars. Nemendur, kennarar og starfsfólk HR tóku á móti þúsundum gesta, veltu vöngum yfir námsframboðinu, héldu opnar kennslustundir, ræddu þjónustuna í boði, sýndu aðstöðuna í háskólanum og opnuðu dyrnar inn í rannsóknarsetur og vinnustofur.
Mæla heilshugar með áfanganum

Þrír nemendur úr fjármálaverkfræði og einn úr viðskiptafræði tóku nýverið þátt í fjármálakeppninni Rotman International Trading Competition fyrir hönd Háskólans í Reykjavík. Það er Rotman School of Management við Háskólann í Toronto sem stendur fyrir keppninni sem haldin var á netinu í ár.
Skapaðu framtíðina í HR

Spurningin um hvað við ætlum að verða þegar við verðum stór er sjálf stór í eðli sínu. Á Háskóladaginn í HR 2023 gefst tækifæri fyrir framtíðar nemendur til að máta sig við það fjölbreytta nám sem í boði er við HR og skoða rannsóknarstofur skólans.
Spennt að bæta HR í hópinn

Íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík gerði nýverið samning við Tyme Wear en fyrirtækið snýr að tækni sem mælir þol út frá öndun. Í samstarfinu felst að bera saman gögnin úr Tyme Wear við þann búnað sem notast er við á rannsóknarstofu HR.
Níu starfsmenn HR hljóta styrki fyrir verkefni á sviði mannvirkjagerðar

Níu starfsmenn Háskólans í Reykjavík voru meðal styrkþega þegar 39 nýsköpunar- eða rannsóknarverkefni fengu styrki samtals að fjárhæð 95 m.kr. úr Aski – mannvirkjarannsóknasjóði nýverið. Styrkirnir eru veittir til mannvirkjarannsókna með áherslu á aukna þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta samfélagslegum áskorunum á sviði mannvirkjagerðar.
Opið er fyrir umsóknir um NeurotechEU nýdoktorsstyrki

NeurotechEU mun styrkja 15 framúrskarandi nýdoktora hjá samstarfsstofnunum NeurotechEU. Umsækjendurnir sem valdir eru fyrir þennan styrk verða tengdir European University Alliance for Brain and Technology eða Neurotech, sem Háskólinn í Reykjavík er aðili að.
Menntunin nýtist í allskyns krefjandi verkefni og stöður í framtíðinni

Úlfar Karl Arnórsson lauk námi í tæknifræði í HR sem hann segir að sé afar hagnýtt. Hann leiðir nokkur teymi bæði hér á landi og í Danmörku í starfi sínu hjá Marel í dag. Úlfar segir mikilvægt að tækninám sé uppfært reglulega þar sem tækninni fleygir hratt fram.
Matvælakeðjan fjarri því að vera sjálfbær

Thin Lei Win, margverðlaunaður margmiðlunarblaðamaður sem sérhæfir sig í matvæla- og loftslagsmálum fyrir ýmsa alþjóðlega fréttamiðla, hélt nýlega fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík. Í fyrirlestri hennar, Our food systems are broken, and if we don't fix them, us humans will be in trouble too. Very soon, benti Thin Lei á að matavælakeðja nútímans væri fjarri því nógu sjálfbær.
- Framgangur akademískra starfsmanna við Háskólann í Reykjavík á síðasta ári
- Nemendum veitt viðurkenning fyrir árangur í námi
- Rannsóknasjóður HR úthlutar 12 doktorsnemastyrkjum
- Fjölmenni á Framadögum
- Aukin áhersla á gervigreind í meistaranámi í tölvunarfræði
- Jafnréttisdagar í HR
- UTmessan í Hörpu
- Eru hvött til að tala sem mest í kennslustundum
- Greindu markaðinn í þaula
- HR-ingar hljóta Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2023
- Þverfaglegt verkefni vísindafólks úr fjórum deildum HR hlaut Öndvegisstyrk
- Kynntu sér skiptinám og önnur alþjóðleg tækifæri
- Tímalína Háskólans í Reykjavík sett upp í Jörðinni
- Nærri 200 nemendur útskrifaðir við hátíðlega athöfn í Hörpu
- 25 ára afmæli HR // Stefnumót rektora
- Vel heppnuð ráðstefna um rakaskemmdir og myglu
- Opið fyrir umsóknir í Byggðarannsóknasjóð
- Hugur: Hópnámskeið fyrir nemendur á vorönn 2023
- MAR sigraði Vitann hugmyndasamkeppni sjávarútvegsins
- Samstarf nemenda þvert á deildir skapi skilvirka og áhrifaríka lausn
- TÆKNIFRÆÐI Í HR // Vinnur í óskaverkefninu á hverjum degi
- Hvetja háskólanema til að taka þátt í nýsköpun
- Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík stækkar og eflist
- Nám í iðnaðar- og orkutæknifræði á Norðurlandi
- Fyrirtækjasmiðju Ungra frumkvöðla 2023 ýtt úr vör
- Íslenskir háskólanemar líklegri en aðrir norrænir nemendur til að velja háskóla á Norðurlöndum í skiptinámi
- U-beygjan að skjalaskápnum og hið stafræna svarthol
- Háskólinn í Reykjavík er þátttakandi í 16 styrktum verkefnum í Samstarfi háskólanna
- SPROTASÓLIN - nýjasta þáttasyrpan innan HR hlaðvarpsins
- Bestaðu HR með sálfræðinemanum Míu
- Deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík
- Prófessor í íþróttafræði segir 50% líkur á að annað hvort Danir eða Svíar verði heimsmeistarar í handbolta
- Þróun nýrrar mælitækni í straumfræði
- Tekið á móti 75 erlendum skiptinemum
- Takturinn annar en alls staðar gott kaffi eins og heima í Kólumbíu
- HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK ANNÁLL 2022
- Annar þáttur Vísindavagnsins er kominn út
- Hrefna Pálsdóttir ráðin forstöðukona kennslusviðs HR
- MPM//Góð samskiptatækni og verklag sem virkar fyrir teymi
- Fólkið er framtíð bókasafna
- HR verðlaunin 2022 afhent
- Ný bók Háskólans á Bifröst og Háskólans í Reykjavík: Rekstrarfræði og samfélagið
- FÓLKIÐ Í HR // Erum farin að treysta á að tæknin sé óskeikulli en manneskjan
- Sendiherra ESB í heimsókn í HR
- MPM // Einstaka verkþættir leggja grunninn að bjartari framtíð
- Hvatti nemendur til að leita lausna varðandi endurvinnslu og orkuöflun
- Dósent við viðskiptadeild HR rannsakar áhrif metaverse á markaðsvirði fyrirtækja
- Hundastund í desember
- Mælingar og pælingar í þriggja vikna námskeiði í tæknifræði
- Stefnir á nám í tölvunarfræði
- Bóklegt nám gekk vonum framar
- Jón Haukur ráðinn framkvæmdastjóri rekstrar við HR
- Aukin gæði og endingartími blóðflöguþykknis rannsökuð
- Styrkur til að skrifa handbækur um stjórnun fyrir byggingariðnaðinn
- Lagalegt tómarúm og ósanngjarnar niðurstöður
- Langar þig að virkja leiðtogakraftinn?
- Rannsókn á stöðugleika og stjórnun Majorana núllhátta
- HR til liðs við Neurotech
- Lærði til þjóns, en sinnti svo upplýsingatækni í 20 ár í HR
- Ný tilraunalyf við ADHD í þróun
- Stökkpallur fyrir rannsóknir og meðferð við lækningu barna með periodic fever
- Doktorsnemar við Heilbrigðistæknisetur HR verðlaunaðir á ráðstefnu í Róm
- Alþjóðlega þýskuprófið TestDaF
- Samkomulag um skiptinám við Singapore University of Technology and Design
- „Að sjá nemendur blómstra er það besta sem ég veit“
- Nýtt fagráð Háskólagrunns HR
- Guðmundur Örn fann drifkraftinn
- Þróunarsetur Háskólans í Reykjavík fyrir þrívíddarprentun vígt
- Dr. Ingunn tekur við Opna háskólanum í HR
- Geysir gaus eins og til var ætlast
- Sendinefnd frá Slóveníu heimsækir Iceland School of Energy í HR
- Hákon lagði hnífinn á hilluna og stundar nú nám í hagfræði og fjármálum
- Mikilvægt að fylgjast með stöðu jafnréttismála
- Öflugt samstarf um samfélagsvaxtarrýmið Snjallræði
- Byggðastofnun - Styrkir til meistaranema
- HR er meðal bakhjarla Gulleggsins
- Turnitin Summit EMEA 2022
- Styrkir til rannsókna eða náms í bandarískum háskólum
- 82 nemendur brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík
- HR-ingar í heimsókn í MIT
- Næsingur fyrir nemendur í HR
- IMAR 2022 - VEL HEPPNUÐ RÁÐSTEFNA UM NÝSKÖPUN, RISAVERKEFNI OG ÁHÆTTU
- Ráðstefna um rakaskemmdir og myglu haldin fyrir fullu húsi í HR
- Sprotafyrirtækið ENVALYS þróar hönnunarstefnu fyrir sjálfbærni
- Vinna að geimvísindaverkefni með Arizona-háskóla
- Sprenging í aðsókn í einstakt nám
- Forstöðumaður Heilbrigðistækniseturs HR undirritar alþjóðlegan útgáfusamning
- Nýtt nám í HR fyrir fólk á þriðja æviskeiði
- Fegrunarviðurkenning Reykjavíkurborgar fyrir lóð Háskólagarða við Nauthólsveg
- Raunveruleg aukning á vanlíðan unglinga á tímum faraldursins
- HR hlaðvarpið hefur göngu sína
- Geimjeppi til sýnis í Háskólanum í Reykjavík
- Háskólinn í Reykjavík heldur sæti 301-350 á nýjum allsherjarlista THE
- Tvö verkefni í verkfræðideild hljóta samtals 17 milljóna króna styrki
- Forsetafrú Íslands heimsækir MBA nemendur
- Aftur á völlinn hálfu ári frá hásinarsliti
- Leiftur bar sigur úr bítum
- Menntakvika 2022
- Vel heppnuð vísindavaka að baki
- Ástand jarðarinnar metið með gervihnattamyndum
- Rektor HR fjallar um samspil vísinda og stjórnmála á Norrænum háskóladögum
- Tættu í sundur tölvu og spilaðu á vatnspíanó
- Hugmyndir að samstarfsverkefnum háskólanna
- Byggðaþróun - styrkir til meistaranema
- Hnattrænar áskoranir framtíðarinnar
- Nýr langtímasamningur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis við Háskólann í Reykjavík
- Auka verður jafnrétti fólks af erlendu bergi brotnu hérlendis
- Keppt í ísboðhlaupi og skutlukeppni
- Ný stjórn HR semur við rektor til fjögurra ára
- Námsleikir til að bylta stærðfræðinámi barna
- Minecraft, vatnspíanó og vélmenni
- Fallegir garðar og bar í skipi
- Nýir meðlimir í háskólaráði HR og nýr formaður
- Metnaðarfullur hasarævintýraleikur
- Löngu búinn að missa tölu á öllum matarboðunum
- Rík íþróttamenning í Köln heillaði
- Virkni og vellíðan í Kórnum
- Málþing lagadeildar í tilefni 20 ára afmælis
- Fátt sem hefur kennt meira en vinnan hjá Læknum án landamæra