Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrirsagnalisti

15.1.2021 : Níu nemendur HR tilnefndir til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands

HR_Uti_Gunnar-Sverris_2020_A3A2511

Af þeim sex öndvegisverkefnum sem tilnefnd eru í ár eru þrjú verkefni unnin af nemendum HR og eitt að hluta. Verkefni nemendanna eru afar fjölbreytt en þau miða að því að minnka fordóma gegn geðrænum vandamálum, nota hljóð til heilaörvunar í Alzheimers sjúklingum, efla sálfræðilega þjálfun íslenskra knattspyrnuiðkenda og bæta samskipti við sjúklinga sem bíða innlagnar og meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi.

14.1.2021 : Innlit í þriggja vikna áfanga

Nemendur HR taka þriggja vikna námskeið í lok hverrar annar þar sem þeir vinna í hópum að fjölbreyttum verkefnum og nýta námið á raunveruleg viðfangsefni

6.1.2021 : Sóttvarnir og fyrirkomulag kennslu í upphafi nýs árs

Sóttvarnir og fyrirkomulag kennslu 2021

Ný reglugerð um takmarkanir á skólastarfi tók gildi 1. janúar. Þar er kveðið á um tveggja metra reglu, að fimmtíu nemendur megi vera í hverju sóttvarnarhólfi og að hópar skuli ekki blandast í kennslu.

21.12.2020 : Yfir 300.000 íslenskum raddsýnum verið safnað á vefsíðunni samromur.is

Samromur

Söfnun á raddsýnum af íslensku sem verða notuð til að kenna tækjum að tala og skilja íslensku, hefur gengið afar vel og hafa nú um 12.000 einstaklingar lesið rúmlega 309 þúsund setningar. Almannarómur og Háskólinn í Reykjavík standa að söfnuninni í gegnum vefsíðuna samromur.is.

18.12.2020 : Þróun á nýrri aðferðafræði í íþróttum fær stóran styrk

Sýnum karakter veggspjald

Íþróttahreyfingin, Háskólinn í Reykjavík og breskur háskóli munu í tvö og hálft ár rannsaka fimm þætti í sálrænni og félagslegri færni barna og unglinga í íþróttum.

17.12.2020 : Opnunartímar HR yfir hátíðarnar

Að venju verður húsnæði HR lokað um jólin og áramótin eins og hér segir:

Frá kl. 16:00 á Þorláksmessu, 23.desember, til kl. 10:00 sunnudaginn 27. desember.
Frá kl. 16:00, 30. desember, til kl. 10:00, laugardaginn 2. janúar

Annars verður húsnæði HR opið frá kl. 8-22 frá 19. desember til og með 3. janúar. Frá kl. 17 þarf að nota kort og pin númer.

16.12.2020 : Dómar viðskiptavina mikilvægir en innkaupakörfurnar á undanhaldi

Verslun_shutterstock_290122892

Valdimar Sigurðsson, prófessor við viðskiptadeild HR, hefur um árabil stundað rannsóknir á kauphegðun út frá ýmsum mælikvörðum. Meðal þess sem nýjustu rannsóknir hans leiða í ljós er að helmingur viðskiptavina stórmarkaða notar hvorki kerrur né körfur og hægt væri að auka fiskneyslu verulega með því að sýna umsagnir, dóma og hegðun ánægðra neytenda. Niðurstöður rannsóknanna hafa birst í Journal of Business Research nýlega. 

6.12.2020 : Starfsmenn HR hljóta verðlaun fyrir rannsóknir, kennslu og þjónustu

Jack-James

Verðlaun Háskólans í Reykjavík voru afhent í gær, laugardag. Þau eru veitt árlega, starfsmönnum háskólans sem þykja hafa skarað fram úr í rannsóknum, kennslu og þjónustu. Verðlaunin í ár hlutu Dr. Jack James, prófessor við sálfræðideild; Steinunn Gróa Sigurðardóttir, háskólakennari við tölvunarfræðideild og Stefanía Guðný Rafnsdóttir, starfsmaður fjármála.

30.11.2020 : Hvað viltu vita um fjárfestingar?

Alþjóða- og evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík (AES)

Nasdaq og Háskólinn í Reykjavík, í samstarfi við Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankann, héldu þann 19. nóvember gagnvirkan fræðslufjarfund um fjárfestingar í hlutabréfum þar sem gestir voru fundarstjórar 

30.11.2020 : Hjólaskýli við HR tekið í notkun

hljólaskýli

Nú hefur hjólaskýlið við aðalinngang HR verið tekið í notkun. Pláss er fyrir 80 hjól í skýlinu sem er aðgangsstýrt og einnig eru öryggismyndavélar sem tryggja en frekar öryggi hjólanna. 

26.11.2020 : Arion banki fjárhagslegur bakhjarl forsetalista HR

Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka og Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, við undirritun samstarfssamnings vegna Forsetalista HR.

Forsetalisti Háskólans í Reykjavík verður kostaður af Arion banka næstu þrjú árin samkvæmt samstarfssamningi sem Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, og Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, undirrituðu í HR í dag. Á forsetalista HR komast þeir nemendur sem ná bestum námsárangri á hverri önn.