Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrirsagnalisti

15.8.2018 : Ágúst Valfells nýr forseti tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík

Ágúst Valfells forseti tækni-  og verkfræðideildar

Dr. Ágúst Valfells hefur verið ráðinn forseti tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík frá og með 1. ágúst. Hann tekur við stöðunni af Dr. Guðrúnu Sævarsdóttur sem hefur verið forseti deildarinnar frá 2011.

25.6.2018 : 56 nemendur brautskráðust frá frumgreinadeild

Hópur fólks stendur og situr í tröppunum í Sólinni

Háskólinn í Reykjavík brautskráði í gær 56 nemendur með frumgreinapróf frá frumgreinadeild háskólans. 14 nemendur brautskráðust af tækni- og verkfræðigrunni deildarinnar, 32 af laga- og viðskiptagrunni og 10 af tölvunarfræðigrunni. Til viðbótar hafa 22 nemendur lokið viðbótarnámi við stúdentspróf en æ stærri hópur nemenda með stúdentspróf sækir í að bæta við sig þekkingu í stærðfræði og raungreinum í frumgreinadeild HR.

22.6.2018 : Nýstúdentar hljóta raungreinaverðlaun HR

Reykjavík University Campus

Framúrskarandi nemendur verðlaunaðir fyrir árangur í raungreinum

21.6.2018 : Við styðjum strák­ana okk­ar og lok­um kl. 14:30 föstu­dag­inn 22. júní

Við styðjum strákana okkar og lokum kl. 14:30 föstudaginn 22. júní

Afgreiðsla og skrifstofur Háskólans í Reykjavík loka kl. 14:30 föstudaginn 22.júní.

20.6.2018 : MITx meistaranámskeið (micromasters) metin til eininga í meistaranámi við HR

Myndin sýnir MIT háskólann

Nemendur í meistaranámi við Háskólann í Reykjavík geta nú tekið námskeið á meistarastigi í fjarnámi í MITx og fengið þau metin til eininga við HR. Nemendur í meistaranámi við Háskólann í Reykjavík geta nú tekið námskeið á meistarastigi í fjarnámi í MITx og fengið þau metin til eininga við HR. Öll námskeið eru kennd af sérfræðingum MIT og eru sambærileg við námskeið sem kennd eru í staðarnámi við MIT tækniháskólann í Boston. 

17.6.2018 : 591 brautskráður frá Háskólanum í Reykjavík

Hópur fólks stendur í miðjum hátíðarsal

Háskólinn í Reykjavík brautskráði 591 nemanda við hátíðlega athöfn í Hörpu í gær, laugardaginn 16. júní. 390 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 199 úr meistaranámi og tveir nemendur útskrifuðust með doktorsgráðu. Í útskriftarhópnum voru 271 konur og 320 karlar.

15.6.2018 : Íþróttafræðisvið HR hitar upp fyrir leiki Íslands með glænýjum lagalista

Myndin sýnir fjögur mismunandi plötuumslög

Það styttist í að karlalandslið Íslands í knattspyrnu hefji leikinn á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi en á morgun, laugardag, verður leikur liðsins og Argentínu. Það má búast við því að flestir landsmenn horfi á leikinn og mun biðin eftir honum væntanlega reynast mörgum erfið.

14.6.2018 : Fyrsta brautskráning kandídata úr tölvunarfræði HR við HA

Nemendur sitja við fartölvur

Síðastliðinn þriðjudag (?) voru tíu kandídatar brautskráðir úr tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík við Háskólann á Akureyri. Þetta er í fyrsta sinn sem nemendur ljúka þriggja ára bakkalárgráðu í samstarfi HR og HA um nám í tölvunarfræði.

12.6.2018 : Meistaranemar sýndu niðurstöður rannsókna sinna

Tvær konur skoða veggspjald

Á hverju vori heldur tækni- og verkfræðideild uppskeruhátíð sem nefnist Verkin tala. Þar sýna meistaranemar við deildina veggspjöld með niðurstöðum rannsókna sinna. Verðlaun fyrir bestu veggspjaldið eru afhent og gestir og gangandi geta lesið sér til um nýjustu þekkinguna í verkfræði og íþróttafræði.

11.6.2018 : Íslensku björgunarsveitirnar fyrirmynd í ákvörðunar- og áhættufræðum

Picture-198

Ákvörðunar- og áhættufræði voru í brennidepli á alþjóðlegri vinnustofu í HR dagana 5. júní til 8. júní. Tækni- og verkfræðideild HR, í gegnum CORDA rannsóknasetur í ákvörðunar- og áhættufræðum, tekur þátt í Dahoy-verkefninu sem er Erasmus+ Evrópuverkefni ásamt nokkrum öðrum evrópskum háskólum og menntastofnunum.

7.6.2018 : HR einn af hundrað bestu ungu háskólum heims

Myndin sýnir lógó THE

Háskólinn í Reykjavík er einn af hundrað bestu ungu háskólum í heiminum í dag, samkvæmt  lista Times Higher Education sem birtur var í dag. Á listanum eru háskólar 50 ára og yngri og er Háskólinn í Reykjavík í 89. sæti á listanum.