Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrirsagnalisti

1.12.2022 : Bóklegt nám gekk vonum framar

HRfrumgreinar_jun2021-77_1669906392834

Þrjár námsleiðir eru í boði við Háskólagrunn HR á Austurlandi og ein þeirra er brú úr iðnfræði í tæknifræði. Iðnfræðingar sem fara þessa leið taka allar námsgreinar vorannar í tækni- og verkfræðigrunni, megináherslan í þeim grunni er á stærðfræði og raungreinar auk námskeiða í íslensku og öðrum tungumálum

1.12.2022 : Jón Haukur ráðinn framkvæmdastjóri rekstrar við HR

Svarthvít mynd af karlmanni í hvítri skyrtu og dökkum jakka og með gleraugu.

Jón Haukur Arnarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrar við Háskólann í Reykjavík. Hann hefur störf í upphafi árs 2023.

30.11.2022 : Aukin gæði og endingartími blóðflöguþykknis rannsökuð

Utskrift_Okt2022_Nordurljos_DSC00365

Níels Árni Árnason lauk doktorsnámi frá verkfræðideild Háskólans í Reykjavík nú í haust. Níels Árni starfar hjá Blóðbankanum þar sem rannsóknarhugmyndin fæddist. Í rannsókn sinni skoðaði Níels Árni aðferð sem minnkar áhættu á bakteríusmiti í blóðflöguþykkni og eykur geymslutíma þess sem tryggir betra framboð fyrir sjúklinga sem þurfa á slíku að halda og dregur úr álagi á blóðbanka.

29.11.2022 : Styrkur til að skrifa handbækur um stjórnun fyrir byggingariðnaðinn

Þrír karlmenn í svarthvítu

Verkfræðideild HR ásamt fleiri háskólum hlaut nýlega Erasmus+ Evrópustyrk til að skrifa handbækur um stjórnun fyrir byggingariðnaðinn.

29.11.2022 : Lagalegt tómarúm og ósanngjarnar niðurstöður

IMG_6964

Dr. Snjólaug Árnadóttir skrifaði nýverið blogg fyrir World Lawyers’ Pledge on Climate Action um kolefnisförgun á Íslandi og stofnun nýs rannsóknarseturs; Sjálfbærni- og loftslagsréttarstofnunar HR. Setrið var meðal annars stofnað til að heiðra lögmannaheitið, sem Snjólaug tók þátt í að gera, og miðar að því að hraða loftslagsaðgerðum. Bloggið fjallar um lagalegt tómarúm og ósanngjarnar niðurstöður gildandi laga sem stafa af loftslagsbreytingum og hvernig lögfræðingar geta tekist á við þessar áskoranir til að stuðla að þýðingarmiklum loftslagsaðgerðum.

28.11.2022 : Langar þig að virkja leiðtogakraftinn?

Aiesec_shutterstock_761153062

Ef þú vilt öðlast hagnýta reynslu og þróa leiðtogahæfileika þína í síbreytilegu og fjölmenningarlegu umhverfi þar sem áhersla er lögð á frumkvöðlahugsun þá er AIESEC rétta leiðin fyrir þig.

25.11.2022 : Rannsókn á stöðugleika og stjórnun Majorana núllhátta

Utskrift_Okt2022_Nordurljos_DSC00369-

Kristján Óttar Klausen lauk nýverið doktorsnámi við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík í verk- og tæknivísindum, eðlisfræði nánar tiltekið, undir leiðsögn Andrei Manolescu og Sigurðar I. Erlingssonar. Verkefni hans fólst í því að kanna stöðugleika og stjórnun margra Majorana núllhátta (e. zero modes) í rörlaga nanóvírum, sem nýlega hefur tekist að framleiða.

25.11.2022 : HR til liðs við Neurotech

Fjórar konur uppstilltar fyrir framan skilti sem á stendur Neurotech

Háskólinn í Reykjavík er nú formlega orðinn fullgildur þátttakandi í NeurotechEU - University of Brain and Technology, sem er samstarfsverkefni (European University Initiative) nokkurra fremstu rannsóknaháskóla Evrópu á sviði taugatækni (neuro-technology). Háskólar innan NeurotechEU - njóta fjölbreytts ávinnings af því. Þannig munu nemendur í háskólum innan samstarfsins geta sótt nám í öllum háskólum og öðlast með því alþjóðlega reynslu og notið góðs af sérþekkingu hvers háskóla á sviðinu.

25.11.2022 : Lærði til þjóns, en sinnti svo upplýsingatækni í 20 ár í HR

Arnar Egilsson - Þjónustustjóri upplýsingatæknisvið hjá HR

Þjónustustjórinn Arnar Egilsson er kunnur flestum ef ekki öllum HRingum sem numið hafa eða starfað við skólann síðastliðin 20 ár. Arnar var starfsmaður skólans númer 86 og stendur nú á tímamótum eftir 20 ára starfsferil hjá Háskólanum í Reykjavík því að hann hefur nú haldið til nýrra starfa. Við fórum yfir farinn veg með Arnari skömmu fyrir kveðjudaginn, ræddum jólahlaðborð í Sólinni áður en HR var vígður, tölvuáhugann og fjallgöngurnar og sjósundið þar sem hann hleður batteríin.

24.11.2022 : Ný tilraunalyf við ADHD í þróun

Maður með alskegg, klæddur svartri peysu, stendur við steyptan vegg.

Grein eftir vísindamenn við Háskólann í Reykjavík og 3Z, sem starfa á sviði lyfjauppgötvana, birtist í Nature tímaritinu Neuropsychopharmacology á dögunum. Í greininni er nýjum lyfjum við ADHD sem eru í þróun lýst.

24.11.2022 : Stökkpallur fyrir rannsóknir og meðferð við lækningu barna með periodic fever

HA-Tolvunarfraedingar-3

Árni Steinar Þorsteinsson og Þorsteinn I. Stefánsson Rafnar eru tilnefndir til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands fyrir verkefni sitt í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri. Verkefnið snýr að gerð smáforrits (e. app) og gagnagrunns fyrir foreldra og lækna barna er kljást við perodic fever, klínísku ástandi sem veldur reglulegum hitaköstum hjá börnum sem ekki er hægt að rekja til veiru eða bakteríusýkingar. Um er að ræða áhrifaríka nýjung sem þeir vonast til að geti stuðlað að verulegum úrbótum í meðferð og rannsókn sjúkdómsins.

22.11.2022 : Doktorsnemar við Heilbrigðistæknisetur HR verðlaunaðir á ráðstefnu í Róm

Roma-verdlaun-3

Fjórir doktorsnemar við Heilbrigðistæknisetur Háskólans í Reykjavík (RU Institute of Biomedical and Neural Engineering) sóttu nýlega IEEE MetroXRAINE-ráðstefnuna í Róm, en hún fjallar einkum um mælifræði fyrir gervigreind, sýndarveruleika og taugaverkfræði. Tvö úr hópnum, þau Marco Recenti og Deborah Jacob, hlutu einstaklingsverðlaun fyrir rannsóknir sem kynntar voru á ráðstefnunni. Marco fyrir besta doktorsframlagið og Deborah fyrir besta framlagið í flokki vísindakvenna.

22.11.2022 : Alþjóðlega þýskuprófið TestDaF

Loftið í Sólinni

Alþjóðlega þýskuprófið TestDaF verður haldið í Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands 14. febrúar 2022 kl. 9:15. Prófið er bæði skriflegt og munnlegt og er ætlað þeim, sem ætla að fara í háskólanám í Þýskalandi. Prófið er nú alfarið rafrænt og verður því haldið í tölvuveri Tungumálamiðstöðvar á 2. hæð í Veröld – húsi Vigdísar.

18.11.2022 : Samkomulag um skiptinám við Singapore University of Technology and Design

Samkomulag um skiptinám við Singapore University of Technology and Design

Ágúst Valfells, deildarforseti verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík var þátttakandi í sendinefnd sem ráðherra leiddi til Singapúr. Áhersla var lögð á að þau kynntu sér háskóla- og nýsköpunarumhverfið þar í landi en Singapúr hefur náð eftirtektarverðum árangri á sviði nýsköpunar. 

17.11.2022 : „Að sjá nemendur blómstra er það besta sem ég veit“

Dr. Anna Sigríður Islind - Tölvunarfræðingur og dósent við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík

Tölvunarfræðingurinn Anna Sigríður Islind var lengi að máta sig við fagið. Á tímabili íhugaði hún að segja skilið við það og gerast frekar læknir eða bara skartgripahönnuður. Ekkert varð þó af því og segir hún síbreytileika tölvunarfræðinnar hafa verið það sem togaði hana sífellt aftur til baka. Hún lauk doktorsprófi í tölvunarfræði og í dag starfar hún sem dósent við tövlunarfræðideild Háskólans í Reykjavík.

14.11.2022 : Nýtt fagráð Háskólagrunns HR

Þrjár manneskjur, einn karlmaður og tvær konur, standa uppstillt. Í bakgrunni er merki Háskólans í Reykjavík.

Nýtt og breytt fagráð Háskólagrunns hefur verið skipað. Fagráðinu er ætlað að vera stefnumótandi við skipulag náms og stuðla að því meginmarkmiði Háskólagrunns að undirbúa nemendur fyrir áframhaldandi nám á háskólastigi.

14.11.2022 : Guðmundur Örn fann drifkraftinn

HR_Gudmundur5105_2

Guðmundur Örn Guðjónsson er uppalinn í Vesturbænum og stundaði íþróttir með KR. Fyrir rúmum áratug hóf hann nám við Kvennaskólann í Reykjavík en náði ekki að ljúka stúdentsprófi og hélt út á vinnumarkaðinn.

11.11.2022 : Þróunarsetur Háskólans í Reykjavík fyrir þrívíddarprentun vígt

Paolo-3-DSC01162

Þróunarsetur Háskólans í Reykjavík fyrir þrívíddarprentun var vígt með opnunarathöfn síðastliðinn föstudag. Í þróunarsetrinu verður hægt að gera rannsóknir og stuðla að vöruþróun með þrívíddarlíkönum, svo sem á sviði hátækni, efnavísinda, heilbrigðisvísinda, verkfræði, læknisfræði, matvælaframleiðslu, byggingariðnaðar, kvikmynda, myndlistar og orkugeiranum. Í setrinu verður hægt að hanna ferla sem notaðir verða við skipulagningu háþróaðra skurðlækninga, hanna flókin gervilíffæri og gera rannsóknir sem eru grundvöllur hátækniþróunar og hátækniiðnaðar.

11.11.2022 : Dr. Ingunn tekur við Opna háskólanum í HR

Dr. Ingunn S. Unnsteinsdóttir Kristensen, forstöðukona Opna háskólans í HR

Dr. Ingunn S. Unnsteinsdóttir Kristensen hefur verið ráðin forstöðukona Opna háskólans í HR. Henni er meðal annars ætlað að leiða sókn Opna háskólans á sviði nýsköpunar og þróunar og marka honum afgerandi sess á mörkum atvinnulífs, háskóla og vísinda.

10.11.2022 : Geysir gaus eins og til var ætlast

Sex karlmenn standa í hóp við tæki sem lætur vatn gjósa

Nemendur í orku- og véltæknifræði í Háskólanum í Reykjavík unnu að skemmtilegu verkefni í námskeiðinu Hagnýtt verkefni III þar sem þeir smíðuðu líkan af hver. Líkanið býr til strók, rétt eins og Geysir, og gaus hann fyrir utan HR í síðustu viku. 

10.11.2022 : Sendinefnd frá Slóveníu heimsækir Iceland School of Energy í HR

ISE Slóveníu heimsókn

Nýverið sótti nokkuð fjölmennur hópur vísindafólks og embættismanna frá Slóveníu vinnustofur og vettvangsferðir hér á landi í samstarfi við Iceland School of Energy (ISE) við Háskólann í Reykjavík. Heimsóknin er hluti af svokölluðu INFO-Geothermal-verkefni, sem styrkt er af EES um ríflega 1 milljón Evra samkvæmt Climate Change Mitigation and Adaptation-áætlun EES, sem miðar að aðgerðum gegn loftslagsvánni. Verkefninu er stýrt af Jarðfræðistofnun Slóveníu ásamt ráðuneytum og samtökum sveitarfélaga í Slóveníu.

8.11.2022 : Hákon lagði hnífinn á hilluna og stundar nú nám í hagfræði og fjármálum

HR_Hakon5134_2

Hákon Hafsteinsson útskrifaðist sem kokkur fyrir tæpum tíu árum og starfaði sem slíkur þar til hann langaði að skipta um starfsumhverfi. Hákon var hins vegar ekki viss um hvað hann vildi gera næst og samkeppnin við háskólamenntaða um áhugaverð störf reyndist erfið.

8.11.2022 : Mikilvægt að fylgjast með stöðu jafnréttismála

Tíu manns sitja við fundarborð, sex karlmenn og fjórar konur.

Í Háskólanum í Reykjavík eru starfandi virk jafnréttisfélög, annars vegar jafnréttisfélag SFHR (Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík) og hins vegar jafnréttisnefnd HR . Félögin hittust á fundi á dögunum.

7.11.2022 : Öflugt samstarf um samfélagsvaxtarrýmið Snjallræði

Kona bendir á tölvuskjá hjá konu sem situr við borð fyrir framan tölvuskjá. Í bakgrunni er fleira fólk sem situr við borð í kennslustofu.

Skrifað var undir samning um aukið samstarf Háskólans í Reykjavík við Höfða friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands um samfélagsvaxtarrýmið Snjallræði. Snjallræði er ætlað að draga fram og efla nýjar lausnir sem styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og leysa aðkallandi áskoranir samtímans.

7.11.2022 : Byggðastofnun - Styrkir til meistaranema

Mynd af eyðibýli á Ísland

Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest vegna styrkja Byggðastofnunar til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðaþróunar, en frestur rann út þann 1. nóv. s.l.

2.11.2022 : HR er meðal bakhjarla Gulleggsins

Fjöldi nemenda á kynningu Gulleggsins

Fulltrúar Háskólans í Reykjavík tóku þátt í fjölmennri vísindaferð Gulleggsins í síðustu viku. Þar voru háskólanemar hvattir til að taka þátt í og kynntir fyrir nýsköpun en HR er meðal bakhjarla Gulleggsins.

1.11.2022 : Turnitin Summit EMEA 2022

Háskólinn í Reykjavík

Háskólinn í Reykjavík skrifaði á dögunum undir stofnanaleyfi fyrir Gradescope hugbúnaðinn, sem er kerfi til að fara yfir ýmsar tegundir nemendaverkefna. Miðvikudaginn 2. nóvember og fimmtudaginn 3. nóvember stendur móðurfélag Gradescope, Turnitin LLC, fyrir stórri, rafrænni ráðstefnu sem fjallar um Gradescope, Turnitin (sem HR notar í gegnum landsleyfi), sem og önnur verkfæri í nemenda- og lærdómsumsjá.

31.10.2022 : Styrkir til rannsókna eða náms í bandarískum háskólum

Leifur-Eiriksson

Nemendum Háskólans í Reykjavík býðst að sækja um styrki til rannsókna eða náms í bandarískum háskólum fyrir skólaárið 2023-2024 hjá Stofnun Leifs Eiríkssonar (Leifur Eiriksson Foundation). Stofnunin veitir allt að 25.000 dollara styrki árlega, jafnvirði um 3,5 milljóna króna, en þetta eru með hæstu styrkjum sem íslenskum nemendum bjóðast til framhaldsnáms í Bandaríkjunum.

31.10.2022 : 82 nemendur brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík

Utskrift_Okt2022_Nordurljos_DSC00334_edit_web

Alls voru 82 nemendur útskrifaðir frá Háskólanum í Reykjavík laugardaginn, 29. október við hátíðlega athöfn í Norðurljósum í Hörpu. Einn nemandi brautskráðist úr grunnnámi, 79 úr meistaranámi og tveir brautskráðust með doktorsgráðu.

28.10.2022 : HR-ingar í heimsókn í MIT

Níu manns standa úti við, tré og bygging í bakgrunni

Hópur stjórnenda HR heimsótti MIT (Massachusetts Institute of Technology) í Boston í Bandaríkjunum. Tilgangur ferðarinnar var að hitta samstarfsaðila, læra af þeim og miðla þekkingu auk þess að hefja vinnu við stefnumótun HR til ársins 2030.

27.10.2022 : Næsingur fyrir nemendur í HR

MicrosoftTeams-image-25-

Næsingur í HR er yfirskrift vellíðunardags í Háskólanum í Reykjavík sem haldinn verður þann 2. nóvember. Þar býðst nemendum nærandi þjónusta fyrir líkama og sál í aðdraganda námsmatstímabils. Ýmis félagasamtök er snúa að heilbrigði verða með kynningu á þjónustu sinni, Hundastund verður haldin í glerrýminu, herðanudd á spott prís í boði og nokkrir heppnir fá gjafabréf frá Joe and The Juice.