Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrirsagnalisti

17.10.2017 : Sigurður Ingi Erlingsson nýr prófessor við tækni- og verkfræðideild

Sigurður Ingi Erlingsson

Dr. Sigurður Ingi Erlingsson hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hann heldur opinn framgangsfyrirlestur í HR á morgun, miðvikudaginn 18. október kl. 15:00 í stofu M103. Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku og ber titilinn: „How I learned to stop worrying and love quantum mechanics.“

12.10.2017 : Fjölmenni á Tæknidegi fjölskyldunnar í Neskaupstað

Ungir drengir sitja við borð og eru spenntir í spjaldtölvum

Tæknidagur fjölskyldunnar var haldinn í fimmta sinn laugardaginn 7. október 2017 í Verkmenntaskóla Austurlands. Háskólinn í Reykjavík tók að venju þátt í glæsilegri dagskrá en það voru /sys/tur og Skema í HR þetta árið, sem buðu gestum að prófa að forrita og nota hið stórskemmtilega Makey Makey.

11.10.2017 : Hljóta 50 milljóna króna styrk frá ESB til rannsókna í ákvörðunarfræðum

Hópur fólks stendur fyrir framan byggingu og horfir í myndavélina

Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík í gegnum CORDA, rannsóknasetur í ákvörðunar- og áhættufræðum, tekur nú þátt í Evrópuverkefninu D'Ahoy ásamt nokkrum öðrum evrópskum háskólum og menntastofnunum. Verkefnið hlaut 50 milljóna króna styrk (396.000 evrur) úr ERASMUS+ rannsóknaáætlun Evrópusambandsins.

9.10.2017 : Fjörugar umræður um stjórnarskrá Íslands

Fyrirlesarar sitja í röð við langt borð í stofu M103

Lagadeild Háskólans í Reykjavík stóð fyrir hátíðarmálþingi undir yfirskriftinni Stjórnarskráin í stormi samfélagsins í dag, föstudaginn 6. október. Málþingið var haldið í tengslum við útgáfu Bókaútgáfunnar Codex á afmælisriti til heiðurs Jóni Steinari Gunnlaugssyni, hæstaréttarlögmanni, sjötugum.

2.10.2017 : Afreksfólk framtíðarinnar í íslenskum handknattleik fjölmennti í HR

Stór hópur íþróttafólks stendur í tröppunum í Sólinni og horfir í myndavélina

Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) og Háskólinn í Reykjavík stóðu að málþingi í HR síðastliðinn laugardag sem bar titilinn „Afreksmenn framtíðarinnar“. Dagskráin samanstóð af fimm stuttum fyrirlestrum ætluðum yngri landsliðum HSÍ. Markmiðið var að upplýsa næstu kynslóð handknattleiksfólks um hvað bíður þeirra og hvað þurfi til að taka næsta skref.

2.10.2017 : Sýndu fram á hvernig má nýta gervigreind í heilbrigðiskerfinu

Hópur manna stendur með blómvendi á sviði

Fjölmargir háskólanemar tóku þátt í verkkeppni Viðskiptaráðs Íslands sem haldin var nýlega í tilefni af 100 ára afmæli samtakanna. Þemað í keppninni var „Hvernig verður Ísland tæknivæddasta land í heimi árið 2030?“ Lið sem skipað var nemendum Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík varð hlutskarpast og var hópnum veitt viðurkenning á hátíðarathöfn þann 21. september sl. 

27.9.2017 : Fyrsti nemendahópurinn í Haftengdri nýsköpun brautskráður

Haftengd_nyskopun_1506510333118

Fyrstu nemendurnir með diplóma í haftengdri nýsköpun voru brautskráðir síðastliðinn föstudag frá Háskólanum í Reykjavík. Haftengd nýsköpun er diplómanám sem þjálfar nemendur í að nýta þekkingu viðskipta- og sjávarútvegsfræða til að vinna að raunhæfum verkefnum.

26.9.2017 : Dr. Ólafur Eysteinn Sigurjónsson nýr prófessor við tækni- og verkfræðideild

Ólafur Eysteinn stendur inni í Blóðbankanum

Dr. Ólafur Eysteinn Sigurjónsson hefur fengið framgang í stöðu prófessors við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Ólafur hefur verið lektor í heilbrigðisverkfræði við deildina frá 2008 og dósent við sömu deild frá 2014. Hann hefur m.a. kennt sameinda- og frumulíffræði, vefjaverkfræði, lífaflfræði og lífefnisfræði. Hann hefur verið forstöðumaður rannsókna og nýsköpunar og stofnfrumuvinnslu Blóðbankans frá 2006.

23.9.2017 : HR meðal 500 bestu háskóla heims

Horft upp í loftið í sólinni

Háskólinn í Reykjavík er á nýútgefnum lista Times Higher Education yfir 500 bestu háskóla í heimi. Fyrir ungan og sérhæfðan háskóla er það mjög góður árangur, en þetta er í fyrsta sinn sem HR er á listanum.

22.9.2017 : Íþróttafræðisvið og Körfuknattleikssamband Íslands skrifa undir samstarfssamning

HR-og-KKI

Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ) og íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík gerðu nýlega með sér samstarfsamning. Íþróttasvið HR mun á næstu tveimur árum sjá um mælingar á líkamlegri getu leikmanna kvennalandsliða Íslands og veita ráðgjöf um líkamsþjálfun byggða á niðurstöðum mælinga.  

19.9.2017 : Nemendur tækni- og verkfræðideildar bregðast við eldgosi í Snæfellsjökli

21740391_2168625246704139_7414933852731187677_n

Frá fimmtudegi til föstudags í síðustu viku þurftu nemendur að leysa úr margvíslegum vandamálum sem upp geta komið ef Snæfellsjökull gýs. Hlutverk nemenda var að koma með áætlanir fyrir lok dags til ríkisstjórnarinnar um hvernig væri best að bregðast við alvarlegu ástandi í Ólafsvík, mögulegri flóðbylgju og öskufalli í Reykjavík.