Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrirsagnalisti

22.6.2019 : 627 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík

Utskriftarhopur-HR-vor-2019

Háskólinn í Reykjavík brautskráði 627 nemendur við hátíðlega athöfn í Hörpu í gær, laugardaginn 22. júní.

19.6.2019 : „Þurftum að taka ákvarðanir strax“

Nemendum Háskólans í Reykjavík gafst færi á að ferðast ókeypis til Frakklands í febrúar og mars til að læra ákvörðunarfræði á nýjan og spennandi hátt í alþjóðlegu umhverfi hafnarbæjarins Brest í Bretagnehéraðinu. Auk nemenda frá HR tóku franskir og skoskir nemendur þátt.

18.6.2019 : Stafrænt vinnuumhverfi bætt með rannsóknum

Marta Kristín Lárusdóttir stendur við handrið í Sólinni

Marta Kristín Lárusdóttir, dósent við tölvunarfræðideild, mun næstu þrjú árin vinna að rannsókn sem miðar að því að bæta stafrænt vinnuumhverfi. Hún vinnur að rannsókninni ásamt Åsa Cajander sem er prófessor við Háskólann í Uppsala í Svíþjóð. Þær eru báðar meðlimir rannsóknarhópsins Health,Technology and Organisation, við Uppsala háskóla.

14.6.2019 : Umsóknum í HR fjölgar um 10%

Fjolgun-umsokna-i-HR

Ríflega 3.300 umsóknir hafa borist um nám við Háskólann í Reykjavík fyrir haustönn 2019. Það er um 10% fjölgun á umsóknum milli ára. Reiknað er með að um 1500 nemendur hefji nám við háskólann í haust. Enn er opið fyrir umsóknir um nám í Háskólagrunni HR, iðn- og tæknifræðideild og einstakar brautir í meistaranámi.

13.6.2019 : Keppa í Hollandi í sumar

RURacing-2019-1-

Nýr kappakstursbíll, RU19, sem smíðaður var af nemendum í Háskólanum í Reykjavík var sýndur í HR í gær, miðvikudag. Hópur nemenda Háskólans í Reykjavík mun keppa á bílnum í Hollandi í sumar.

12.6.2019 : Tvö ný svið og sjö akademískar deildir

Gestur á Háskóladegi snýr lukkuhjóli

Skipulagi Háskólans í Reykjavík var breytt á vordögum. Nú eru tvö ný svið við háskólann en undir þeim sex akademískar deildir í stað fjögurra áður. Sviðin heita samfélagssvið og tæknisvið, undir því fyrra eru lagadeild, viðskiptadeild, íþróttafræðideild og sálfræðideild en undir því síðara tölvunarfræðideild, verkfræðideild og iðn- og tæknifræðideild.

11.6.2019 : 82 nemendur luku undirbúningsnámi í Háskólagrunni HR

Útskrifuðum nemanda óskað til hamingju

62 nemendur brautskráðust á föstudaginn síðastliðinn, 7. júní, úr Háskólagrunni HR frá frumgreinadeild háskólans. 18 nemendur brautskráðust af tækni- og verkfræðigrunni deildarinnar, 32 af laga- og viðskiptagrunni og 12 af tölvunarfræðigrunni. Til viðbótar luku 20 nemendur viðbótarprófi við stúdentspróf.

6.6.2019 : Hlaut heiðursviðurkenningu alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga

Helgi-Thor-vidurkenning

Þann 17. maí síðastliðinn hlaut dr. Helgi Þór Ingason, prófessor við verkfræðideild og forstöðumaður MPM-námsins, heiðursviðurkenningu frá IPMA - Alþjóðasamtökum verkefnastjórnunarfélaga.

4.6.2019 : Vilja fjölga tækifærum til nýsköpunar í orkumálum og sjálfbærni

Screenshot-2019-06-04-at-16.05.02

Háskólinn í Reykjavík hefur umsjón með stjórn nýs samstarfsverkefnis á sviði nýsköpunar, orku, sjálfbærni og loftslagsmála en HR, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Orkuklasinn og GRP ehf. skrifuðu á dögunum undir samstarfssamning um ofangreint. Samstarfsverkefnið er vistað hjá Orkuklasanum.

4.6.2019 : „Það er svo fallegt hérna“

Hópur fólks situr í tröppunum í Sólinni

16 nemendur luku nýlega fyrsta sumarskóla Háskólans í Reykjavík og University of Southern Maine (USM) en hann var haldinn í HR dagana 19. - 29. maí. Sumarskólinn er hluti af samstarfi háskólanna tveggja í kennslu og rannsóknum en viðfangsefni hans eru leiðtogafærni og stjórnun nýsköpunar. Í ár var áherslan á sjálfbæra ferðamennsku á Íslandi. Hópurinn samanstóð af íslenskum og bandarískum nemendum.

3.6.2019 : Dr. Bjarni Már Magnússon nýr prófessor við lagadeild HR

Maður stendur við sjóinn

Dr. Bjarni Már Magnússon hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Bjarni lauk doktorsprófi frá lagadeild Edinborgarháskóla árið 2013, LL.M.-gráðu í haf- og strandarétti frá lagadeild Miami-háskóla árið 2007 og öðlaðist lögmannsréttindi árið 2008. Hann lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og M.A.-gráðu í alþjóðasamskiptum frá sama skóla árið 2007.