Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrirsagnalisti

20.9.2021 : Cornell háskóli og HR stefna á samstarf á sviði sjálfbærni

ichal C. Moore gestaprófessor frá Cornell; Ragnhildur Helgadóttir rektor og Hlynur Stefánsson, dósent við verkfræðideild og forstöðumaður rannsóknarseturs HR um sjálfbæra þróun (SIF)

Fulltrúar Háskólans í Reykjavík og Cornell háskóla í Bandaríkjunum hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf í menntamálum og rannsóknum sem snúa að sjálfbærni, með áherslu á sjálfbæra orku. Yfirlýsingin byggir á rammasamningi Cornell við GRP Ísland um víðtækt samstarf á sviði sjálfbærni, orku, nýsköpunar og loftslagsmála sem starfað hefur verið eftir síðan 2016, og var endurnýjaður við sama tækifæri.

20.9.2021 : 64 nemendur á forsetalista HR hljóta niðurfellingu skólagjalda fyrir góðan námsárangur

64 nemendur á forsetalista HR hljóta niðurfellingu skólagjalda vegna góðs námsárangurs

Viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í námi á síðustu önn voru afhentar nýlega við hátíðlega athöfn Sólinni. Nemendur á svokölluðum forsetalista hverrar deildar fá skólagjöld annarinnar felld niður. Sviðsforsetar og deildarforsetar viðkomandi deilda afhentu styrkina. Arion banki er bakhjarl forsetalista HR.

15.9.2021 : Háskólagarðar HR við Öskjuhlíðina opnaðir formlega

Rúmlega 250 íbúðir og herbergi fyrir nemendur Háskólans í Reykjavík voru formlega tekin í notkun við Nauthólsveg í dag. Af því tilefni var íbúum boðið upp á kaffi og með því. Ragnhildur Helgadóttir, rektor; Selma Rún Friðjónsdóttir, varaforseti Stúdentafélags HR; Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra gróðursettu tré að viðstöddum íbúum, starfsfólki HR, stjórn HR og framkvæmdaráði, fulltrúum verktaka, arkitektum og fleirum.

 

10.9.2021 : Bryndís Björk nýr forseti samfélagssviðs HR

Dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin sviðsforseti samfélagssviðs Háskólans í Reykjavík. Undir samfélagssvið heyra sálfræðideild, viðskiptadeild, lagadeild og íþróttafræðideild. Hún tekur við stöðunni af dr. Ragnhildi Helgadóttur sem nýlega var skipuð rektor HR.

9.9.2021 : Hvílum bílinn í september

Hvílum bílinn í september

Háskólinn í Reykjavík tekur nú þátt í átaki til að hvetja starfsfólk og nemendur til að hvíla bílinn í septembermánuði og prófa aðra samgöngumáta. Á samfélagsmiðlum og annars staðar verður vakin athygli á kostum þess að hvíla bílinn, fyrir umhverfið, heilsuna og umferðina. Átakið er samstarf HR, HÍ, stúdentafélaga háskólanna, Landspítalans, Reykjavíkurborgar, Strætó, ÍSÍ, Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar.

9.9.2021 : Erna Sif og Martin Ingi hljóta Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs

Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs 2021 voru afhent við hátíðlega athöfn á Rannsóknaþingi Rannís í dag. Dr. Erna Sif Arnardóttir, lektor við verkfræði- og tölvunarfræðideildir Háskólans í Reykjavík og Dr. Martin Ingi Sigurðsson, prófessor í svæfinga- og gjörgæslulækningum við Háskóla Íslands og yfirlæknir á sama sviði við Landspítala hlutu viðurkenninguna að þessu sinni. 

7.9.2021 : Ninja Ýr nýr forstöðumaður fjármála

Ninja Ýr Gísladóttir fjármálastjóri Háskólans í Reykjavík

Ninja Ýr Gísladóttir hefur við ráðin fjármálastjóri Háskólans í Reykjavík og hefur hafið störf. Hún hefur starfað sem sérfræðingur á fjármálasviði Arion banka undanfarin 15 ár og m.a. haldið utan um viðskiptaáætlun bankans, arðsemisgreiningar, innleiðingu á beyond budgeting ásamt margs konar greininga- og umbótavinnu.

3.9.2021 : Rannsóknir vísindamanna Háskólans í Reykjavík áhrifamestar á heimsvísu

Háskólinn í Reykjavík í efsta sæti í mati á hlutfallslegum áhrifum rannsókna, þriðja árið í röð

Á nýjum lista Times Higher Education (THE) yfir bestu háskóla heims fyrir árið 2022, sem birtur var í gær, er Háskólinn í Reykjavík í efsta sæti í mati á hlutfallslegum áhrifum rannsókna, þriðja árið í röð. Áhrif rannsókna eru metin út frá fjölda tilvitnana í vísindagreinar, það er, hversu oft aðrir vísindamenn vitna í niðurstöður fræðimanna háskólans í ritrýndum vísindagreinum. Þá er HR áfram efstur íslenskra háskóla á lista yfir bestu háskóla heims og heldur stöðu sinni í sæti 301-350.

1.9.2021 : Ragnhildur Helgadóttir nýr rektor Háskólans í Reykjavík

Ragnhildur Helgadóttir Rektor Háskólans í Reykjavík

Stjórn Háskólans í Reykjavík hefur skipað dr. Ragnhildi Helgadóttur, sviðsforseta samfélagssviðs og prófessor við lagadeild, nýjan rektor Háskólans í Reykjavík. Ragnhildur tekur við stöðunni af dr. Ara Kristni Jónssyni, sem gegnt hefur stöðunni undanfarin ellefu ár.

25.8.2021 : Erlendir nemendur boðnir velkomnir í blíðviðri

Hópur nemenda situr úti og borðar

HR tók á móti 192 skiptinemum og 59 erlendum nemendum í fullt nám um miðjan ágúst. Áður en skólaárið hófst bauðst þeim að fara í gegnum fræðslu á netinu frá alþjóðaskrifstofu HR. 

24.8.2021 : Netgreiningar á vöðvum og samskipti við vélmenni

Rannsóknir hefjast á „skjálftariðu“ í HR

23 milljónum hefur verið úthlutað úr nýjum Innviðasjóði Háskólans í Reykjavík. Sjóðurinn var settur á fót fyrir um ári síðan og er markmið hans að styrkja aðstöðu og búnað til kennslu og rannsókna.