Fréttir eftir árum


Forsíðufréttir

Nteu_heimsokn2

Karolinska Institutet og Université de Lille í heimsókn í HR - 22.9.2023

Tæpt ár er nú liðið síðan Háskólinn í Reykjavík fór í samstarf við átta aðra evrópska háskóla í verkefninu NeurotechEU. NeurotechEU er samstarfsverkefni skólanna á sviði taugatækni (e. neuro-technology) og hlaut í sumar 2,2 milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu til næstu fjögurra ára.

Lesa meira
Kristen-Dams-O_Connor-fyrirlestur

Leiðir til að bæta lífsgæði fólks sem verður fyrir heilaáverkum - 20.9.2023

Fyrirlestur á vegum sálfræðideildar í tilefni 25 ára afmælis HR var haldinn í síðustu viku. Fyrirlesari var Kristen Dams-O'Connor, forstöðukona rannsóknarseturs um heilaáverka við Mount Sinai-sjúkrahúsið í New York og fjallaði hún um áhrif heilaáverka og leiðir til að bæta lífsgæði þeirra sem verða fyrir alvarlegum heilaáverkum. Fyrirlesturinn var vel sóttur af nemendum og starfsfólki háskólans og fagfólki á sviðinu.

 

Lesa meira
Sport_1

Íþróttafræðinemar taka þátt í heilsueflingu eldri borgara í Kópavogi - 18.9.2023

3. árs nemar í íþróttafræði við HR mættu síðastliðinn miðvikudag í Kórinn í Kópavogi til að framkvæma mælingar á eldri borgurum sem eru þátttakendur í verkefninu Virkni og vellíðan í bænum.

Lesa meira
Rsz_benedikta_haraldsdottir_esa

Tækifæri til að vinna við Evrópuréttinn frá öðru sjónarhorni en heima - 15.9.2023

Benedikta Haraldsdóttir útskrifaðist með BA í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2019 og meistaragráðu (LL.M. ) frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2021. Hún er nú nýflutt til Brussel þar sem hún er í starfsnámi hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og vinnur í innri markaðsmálum.

Lesa meira
Rsz_06122023_-_marta_kristin_larusdottir_-_tolvunvarfraedi_professor-03571

Hlýtur brautryðjendaverðlaun IFIP alheimssamtaka í upplýsingatækni - 13.9.2023

Dr. Marta K. Lárusdóttir, prófessor við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík, hlaut nýverið brautryðjendaverðlaun á sviði samskipta manns og tölvu frá tækninefnd 13 í IFIP, sem eru alheimssamtök í upplýsingatækni.

Lesa meira
Althjodadagur-i-Solinni-Kynningar-september2023-09158

Vel heppnaður Alþjóðadagur í HR - 12.9.2023

Alþjóðadagur HR var haldinn föstudaginn 8. september. Viðburðurinn er haldinn á hverri önn til þess að kynna alþjóðleg tækifæri fyrir nemendur HR. Þar má nefna skiptinám, styrki og framhaldsnám erlendis. Íslenskir nemendur sem farið hafa í skiptinám og mentorar HR voru til viðtals ásamt fulltrúum alþjóðaskrifstofunnar. Erlendir skiptinemar við HR buðu gestum upp á mat frá heimalöndum sínum og gáfu upplýsingar um þá skóla sem þeir koma. 

Lesa meira
MicrosoftTeams-image

Há áfallastreitueinkenni vegna Covid hjá viðbragðsaðilum í neyðarþjónustu - 12.9.2023

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem gerð var við Háskólann í Reykjavík um áhrif Covid-faraldursins á líðan viðbragðsaðila í neyðarþjónustu voru kynntar á málþingi í skólanum síðastliðinn föstudag.

Lesa meira
Brussel-hopmynd-2

Alþjóðleg tækifæri fyrir lögfræðinga - 8.9.2023

Námsferð lagadeildar HR til Brussel fer fram dagana 6.-8. september. Þeir Gunnar Þór Pétursson og Ómar Berg Rúnarsson eru meðal kennara í ferðinni. Þeir hafa báðir búið og starfað í borginni og þekkja vel til þeirra tækifæra sem þar bjóðast bæði í starfsnámi og starfi fyrir lögfræðimenntað fólk.

Lesa meira
Oli_1693908102328

Rannsóknir og nýsköpun í Blóðbankanum í 70 ár - 5.9.2023

Síðastliðinn föstudag fór fram 70 ára afmælisráðstefna Blóðbankans í Háskólanum í Reykjavík undir yfirskriftinni „Rannsóknir og nýsköpun“.

Lesa meira
Isisamningur

ÍSÍ styrkir meistaranema við HR - 4.9.2023

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík undirrituðu á dögunum samstarfssamning þar sem ÍSÍ skuldbindur sig til þess að veita meistaranema í íþróttavísindum og þjálfun námsstyrk til eins árs, skólaárið 2023-2024.

Lesa meira