Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrirsagnalisti

23.3.2023 : Magnavita námið // Fjárfesting í framtíðinni

Karlmaður í ljósri skyrtu, með grátt hár stendur við bláa rúðu.

Magnavita námið er eins árs nám sem er fjárfesting í framtíðinni. Í því setja nemendur sér stefnu og markmið fyrir þriðja æviskeiðið, til þess að skipuleggja innihaldsríkt líf og fjölga góðum, spennandi og heilbrigðum æviárum. Sigurður Grímsson segir námið áhugavert og að fyrirlesarar þess séu miklir sérfræðingar í sínu fagi.

21.3.2023 : Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Carrin F. Patman, heimsótti nýverið EMBA nemendur við HR

Aldís G. Sigurðardóttir EMBA Director with US Ambassador in Iceland, Carrin F. Patman

Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Carrin F. Patman, heimsótti nýverið EMBA nemendur við HR sem var mikill heiður fyrir nemendur og aðstandendur námsins. Patman er virtur leiðtogi á sínu sviði og hefur yfirgripsmikla þekkingu á viðskiptum, lögfræði og opinberri þjónustu. Í heimsókninni deildi hún sérfræðiþekkingu sinni með nemendum og veitti þeim dýpri skilning á mikilvægi ábyrgrar forystu í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi dagsins í dag.

16.3.2023 : MPM-nám í HR // Námið hefur reynst afar gagnlegt og nýst mjög vel á breiðum grundvelli

Kona í hvítum kjól stendur með krosslagðar hendur. Í bakgrunni eru stólar, borð og sófi, grænar plöntur í hillu.

Það kom Ylfu Rakel Ólafsdóttur á óvart hve mikil áhersla er lögð á að nemendur efli persónulega styrkleika sína, leiðtogahæfni og samskiptahæfileika í MPM-náminu í HR. MPM-nám hentar þeim sem vilja koma hlutum í verk og stýra flóknum verkefnum á ýmsum sviðum.  

15.3.2023 : Markmiðið að auka sýnileika rannsókna í háskólanum

Fjöldi fólks situr við borð í sal.

Rannsóknarráð Háskólans í Reykjavík hélt svokallaðan rannsóknarkokteil fyrir starfsfólk og doktorsnema í HR miðvikudaginn 15. mars. Markmið rannsóknarkokteilsins var að auka sýnileika rannsókna í skólanum.

14.3.2023 : MPM-nám í HR /// Er í draumastarfinu við að tæknivæða mannauðsmál á Íslandi

Kona í brúnni peysu og svörtum buxum stendur með hendur í vösum. Í bakgrunni gulur veggur með Advania lógói.

Lilja Sigrún Sigmarsdóttir segir MPM-námið í Háskólanum í Reykjavík vera mjög áhugavert og að nemendahópurinn sé öflugur. MPM-nám hentar þeim sem vilja koma hlutum í verk og stýra flóknum verkefnum á ýmsum sviðum.  

10.3.2023 : Metfjöldi þátttakenda í Forritunarkeppni framhaldsskólanna í ár

Forritunarkeppni framhaldsskólanna 2023

Forritunarkeppni framhaldsskólanna 2023 var haldin laugardaginn 11. mars síðastliðinn í Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri. Metfjöldi þátttakenda var í ár eða 173, þar af um 40 þátttakendur á Akureyri. Alls tók 71 lið þátt í keppninni, 9 lið í Alfa deild, 20 í Beta deild og 43 í Delta deild.

10.3.2023 : Múgur og margmenni á vel heppnuðum Háskóladegi á Akureyri

328248339_778878796491474_5558766416038349296_n

Háskóladagur fyrir framhaldsskólanema var haldinn fimmtudaginn 9. mars í Háskólanum á Akureyri þar sem fulltrúar allra háskóla landsins fengu kærkomið tækifæri til að kynna grunnnám sitt. Starfsfólk og nemendur frá öllum deildum HR fjölmenntu norður yfir heiðar þennan dag. Kynntar voru þær fjölbreyttu námsbrautir sem í boði eru í HR og öllum helstu spurningum svarað um námið, aðstöðuna og þjónustuna þar. 

9.3.2023 : Vel heppnuð ráðstefna í MIT

Fimm konur og einn karlmaður standa upp við pappaspjöld merktum MIT

Hópur starfsfólks frá Háskólanum í Reykjavík sótti ráðstefnuna Innovations in Management sem MIT-háskóli hélt 8. og 9. mars í Boston í Bandaríkjunum. Auk þess fundaði hópurinn með nokkrum af sérfræðingum MIT. Ráðstefnan þótti afar vel heppnuð og hafði starfsfólk HR bæði gagn og gaman af heimsókninni.

9.3.2023 : Tæknifræðinemarnir í HR eru frábærir

Jakkafataklæddur maður stendur á gangi

Davíð Örn Jónsson er raforkuverkfræðingur og stundakennari í tæknifræði við Háskólann í Reykjavík. Honum finnst tæknifræðinemarnir í HR frábærir og segir að hann væri ekki stundakennari ef það væri ekki skemmtilegt. 

7.3.2023 : Háskóladagurinn á Akureyri

Fjöldi fólks stendur inni í byggingu. Fólk í rauðum bolum í forgrunni.

Háskóladagur verður haldinn fimmtudaginn 9. mars kl. 11-14 í Háskólanum á Akureyri þar sem tækifæri gefst til að kynna sér grunnnám við alla háskóla landsins á einum vettvangi.

7.3.2023 : Tæknifræði í HR // Vinnur við áhugamálið sitt og miðlar þekkingu til annarra

Maður í blárri skyrtu stendur og horfir í myndavél. Í bakgrunni er stór stigi.

Aron Heiðar Steinsson, rafmagnstæknifræðingur vinnur hjá Nova við verkefnastýringu og er stundakennari í HR. Hann segir námið í tæknifræðinni hafa verið frábært og að skólinn sé vel búinn öllum búnaði fyrir verklega kennslu

6.3.2023 : Ferðalagið út fyrir endimörk alheimsins er hafið

Photo shows a man working on a computer

Matsnefnd erlendra sérfræðinga lagði mat á rannsóknastarfsemi Tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík fyrir skemmstu. Nefndin var skipuð þekktu vísindafólki í faginu, þeim Geraldine Fitzpatrick (TU Wien í Austurríki), Kim Guldstrand Larsen, (Álaborgarháskóla í Danmörku) og Michael Wooldridge (University of Oxford, Bretlandi).

6.3.2023 : Þúsundir gesta á árlegum Háskóladegi í HR

Hópur af fólki í HR tekið ofan frá

Hinn árlegi Háskóladagur var haldinn hátíðlegur í HR og öðrum háskólum á Suðvesturhorni landsins laugardaginn 4. mars. Nemendur, kennarar og starfsfólk HR tóku á móti þúsundum gesta, veltu vöngum yfir námsframboðinu, héldu opnar kennslustundir, ræddu þjónustuna í boði, sýndu aðstöðuna í háskólanum og opnuðu dyrnar inn í rannsóknarsetur og vinnustofur.

3.3.2023 : Mæla heilshugar með áfanganum

Image0

Þrír nemendur úr fjármálaverkfræði og einn úr viðskiptafræði tóku nýverið þátt í fjármálakeppninni Rotman International Trading Competition fyrir hönd Háskólans í Reykjavík. Það er Rotman School of Management við Háskólann í Toronto sem stendur fyrir keppninni sem haldin var á netinu í ár.

1.3.2023 : Skapaðu framtíðina í HR

Haskoladagur-Rut-Tryggva00_00_16_02Still004

Spurningin um hvað við ætlum að verða þegar við verðum stór er sjálf stór í eðli sínu. Á Háskóladaginn í HR 2023 gefst tækifæri fyrir framtíðar nemendur til að máta sig við það fjölbreytta nám sem í boði er við HR og skoða rannsóknarstofur skólans.

1.3.2023 : Spennt að bæta HR í hópinn

DSC03703

Íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík gerði nýverið samning við Tyme Wear en fyrirtækið snýr að tækni sem mælir þol út frá öndun. Í samstarfinu felst að bera saman gögnin úr Tyme Wear við þann búnað sem notast er við á rannsóknarstofu HR.

27.2.2023 : Níu starfsmenn HR hljóta styrki fyrir verkefni á sviði mannvirkjagerðar

Hopmynd-Askur-verdlaun

Níu starfsmenn Háskólans í Reykjavík voru meðal styrkþega þegar 39 nýsköpunar- eða rannsóknarverkefni fengu styrki samtals að fjárhæð 95 m.kr. úr Aski – mannvirkjarannsóknasjóði nýverið. Styrkirnir eru veittir til mannvirkja­rannsókna með áherslu á aukna þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta samfélagslegum áskorunum á sviði mannvirkjagerðar.

22.2.2023 : Opið er fyrir umsóknir um NeurotechEU nýdoktorsstyrki

ýmis tölvuteiknuð tákn, meðal annars skýr. Í bakgrunni eru fingur á lyklaborði tölvu.

NeurotechEU mun styrkja 15 framúrskarandi nýdoktora hjá samstarfsstofnunum NeurotechEU. Umsækjendurnir sem valdir eru fyrir þennan styrk verða tengdir European University Alliance for Brain and Technology eða Neurotech, sem Háskólinn í Reykjavík er aðili að.

21.2.2023 : Menntunin nýtist í allskyns krefjandi verkefni og stöður í framtíðinni

Maður með yfirvaraskegg, í blárri skyrtu situr við borð og horfir í myndavélina.

Úlfar Karl Arnórsson lauk námi í tæknifræði í HR sem hann segir að sé afar hagnýtt. Hann leiðir nokkur teymi bæði hér á landi og í Danmörku í starfi sínu hjá Marel í dag. Úlfar segir mikilvægt að tækninám sé uppfært reglulega þar sem tækninni fleygir hratt fram.

17.2.2023 : Matvælakeðjan fjarri því að vera sjálfbær

Thin-Lei-Win-06241

Thin Lei Win, margverðlaunaður margmiðlunarblaðamaður sem sérhæfir sig í matvæla- og loftslagsmálum fyrir ýmsa alþjóðlega fréttamiðla, hélt nýlega fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík. Í fyrirlestri hennar, Our food systems are broken, and if we don't fix them, us humans will be in trouble too. Very soon, benti Thin Lei á að matavælakeðja nútímans væri fjarri því nógu sjálfbær.

16.2.2023 : Framgangur akademískra starfsmanna við Háskólann í Reykjavík á síðasta ári

Háskólinn í Reykjavík

Átta konur og einn karl fengu framgang í akademískum stöðum á síðastliðnu ári við Háskólann í Reykjavík.

15.2.2023 : Nemendum veitt viðurkenning fyrir árangur í námi

Forsetalista-Athofn-2023-07627

Forsetalistaathöfn var haldin í Háskólanum í Reykjavík í gær, 15. febrúar, þar var nemendum veitt viðurkenning fyrir árangur í námi en þessir nemendur komast á forsetalista og fá niðurfelld skólagjöld næstu annar. Við sömu athöfn tóku nemendur Háskólagrunns HR við viðurkenningu fyrir árangur í námi.

13.2.2023 : Rannsóknasjóður HR úthlutar 12 doktorsnemastyrkjum

Háskólinn í Reykjavík

Rannsóknasjóður HR hefur úthlutað alls tólf nýjum doktorsnemastyrkjum að heildarupphæð 77.040.000 krónur. Alls bárust 22 nýjar umsóknir. 

10.2.2023 : Fjölmenni á Framadögum

Hátt í 60 fyrirtæki og stofnanir kynntu starfsemi sína.

7.2.2023 : Aukin áhersla á gervigreind í meistaranámi í tölvunarfræði

Sex karlmenn og tvær konur standa hlið við hlað og halda öll í  þráð .

Miðstöð stafrænnar nýsköpunar (e. European Digital Innovation Hub Iceland - EDHI-IS) tók til starfa í síðustu viku. Hlutverk HR í EDIH verkefninu snýst meðal annars um að HR stofni nýtt nám í Digital Transformation með áherslu á gervigreind.

6.2.2023 : Jafnréttisdagar í HR

MicrosoftTeams-image-48

Jafnréttisdagar hefjast í dag, mánudaginn 6. febrúar, með vöfflukaffi í Sólinni klukkan 12 á sama tíma verður opnunarviðburði Jafnréttisdaga, Bakslagið í jafnréttisbaráttunni, streymt beint. Jafnréttisdagar standa yfir til níunda febrúar og á þeim tíma eru í boði fjölmargir spennandi stað- og fjar viðburðir í öllum háskólum landsins um kyn, fötlun, stéttarstöðu, hinseginleika, uppruna og fleira. Þema jafnréttisdagana í ár er öráreiti og vald.

3.2.2023 : UTmessan í Hörpu

UtMessa_8

Háskólinn í Reykjavík tekur þátt í UTmessunni nú á laugardaginn 3. febrúar í Hörpu þar sem gestir og gangandi geta kynnt sér og prófað tæknilausnir sem þróaðar hafa verið í rannsóknarsetrum háskólans. Frá Háskólanum í Reykjavík útskrifast meirihluti tæknimenntaðra á Íslandi og er háskólinn með efstu háskólum á heimsvísu á listum yfir áhrif rannsókna.

3.2.2023 : Eru hvött til að tala sem mest í kennslustundum

Tveir karlmenn sitja hlið við hlið við borð. Á borðinu eru bækur og skriffæri.

33 erlendir námsmenn við HR stunda nám í íslensku í Háskólagrunni þessa dagana. Áhersla er lögð á að námið gagnist sem best og fer því mestur tími í það að nemendur spjalla saman.