Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrirsagnalisti

17.9.2020 : Smit staðfest innan nemendahóps

Mynd af sprittstandi og leiðbeiningum í HR vegna Kovit 19

Staðfest hefur verið að Covid-smit hafi greinst í vikunni meðal nemenda Háskólans í Reykjavík. Ekki virðist vera um útbreitt smit að ræða því allir þeir nemendur sem hafa fengið staðfest smit, utan einn, tengjast og eru innan sama nemendahóps.

17.9.2020 : Árangur íslenska módelsins kannaður í Litháen

Frá því að þrjár stærstu borgir í Litháen tóku upp hið svokallaða íslenska módel árið 2006 hefur neysla ungmenna þar í 10. bekk á nikótíni, áfengi, kannabis og amfetamíni minnkað línulega. Á sama tímabili hafa mælingar á lykil forvarnarþáttum breyst til batnaðar þar sem ugmennin eru til dæmis líklegri nú en áður til að stunda íþróttir og segja foreldra sína vita frekar hvar og með hverjum þau eru á kvöldin.

 

14.9.2020 : „Við þurfum að fóstra nýsköpun“

Vinnuumhverfi okkar og viðfangsefni starfanna er síbreytilegt enda á sér stað stafræn bylting vinnumarkaðarins, oft nefnd fjórða iðnbyltingin. Hvað mun breytast? Hvað verður alfarið stafrænt? Hverju verður gert hærra undir höfði? Hversu ofarlega á baugi verða umhverfismál? Ásdís Erla Jónsdóttir er forstöðumaður Opna háskólans í HR. Hún rýnir í framtíð starfa á hverjum degi og fylgist vel með enda er það hlutverk skólans, í samvinnu við akademískar deildir HR og atvinnulíf­ ið, að gera starfsfólk fyrirtækja og stofnana tilbúið að laga sína starf­ semi að þróuninni og um leið að auka samkeppnishæfni landsins.

2.9.2020 : HR efstur íslenskra háskóla á lista Times Higher Education

Meðal 350 bestu háskóla í heiminum og efstur á lista yfir áhrif rannsókna í fræðasamfélaginu

Á nýútkomnum lista Times Higher Education (THE) yfir bestu háskóla heims, sem birtur var í dag, er Háskólinn í Reykjavík í sæti 301-350 og efstur íslenskra háskóla. Enn fremur er HR áfram í efsta sæti listans á mælikvarða sem metur áhrif rannsókna í fræðasamfélaginu. Áhrifin eru metin út frá fjölda tilvitnana í vísindagreinar, það er, hversu oft aðrir vísindamenn vitna í niðurstöður fræðimanna háskólans í ritrýndum vísindagreinum.

1.9.2020 : Sveinn Viðar Guðmundsson nýr forseti viðskiptadeildar

Sveinn hefur frá árinu 2000 starfað við hinn virta Toulouse Business School (TBS) í Frakklandi, fyrst sem dósent og síðar sem prófessor í stefnumótun og forstöðumaður rannsóknamiðstöðvar fyrir hagrannsóknir og stjórnun í flug- og geimgeiranum. Þar stýrði hann einnig námi í stefnumótun, samstarfi fyrirtækja og stefnumótandi framsýni innan MBA-námsbrautarinnar.

28.8.2020 : HR hlýtur gullmerki jafnlaunaúttektar PwC

Í launagreiningu í Háskólanum í Reykjavík í vor kom fram að að launamunur kynjanna mælist vart. Grunnlaun karla reyndust 1,09% hærri en grunnlaun kvenna og munur á heildarlaunum var 1,59%, körlum í hag. Í óháðri úttekt PwC voru karlar með 0,74% hærri grunnlaun en konur og munur á heildarlaunum mældist 0,7% körlum í vil. Þessi munur er ekki marktækur.

27.8.2020 : Átakinu „Íslenska er allskonar“ hrundið af stað

Í gær, miðvikudag, hófst átak á vegum Háskólans í Reykjavík og Almannaróms þar sem einstaklingar sem hafa íslensku sem annað mál eru hvattir til að lesa setningar inn í gagnasafnið samrómur.is, sem notað verður til að þróa máltækni sem kennir tölvum og tækjum að skilja íslensku.

16.8.2020 : Kort og yfirlit vegna sóttvarnarhólfa

Byggingu HR hefur verið skipt niður í yfir 30 afmörkuð sóttvarnarhólf sem hvert er með sér inngang. Merkingar eru við alla innganga sem sýna fyrir hvaða skólastofur þeir eru ætlaðir. Allar skólastofur á fyrstu hæðinni sem eru með neyðarútganga út úr húsinu eru sjálfstæð sóttvarnarhólf og er gengið inn og út um neyðarútganga. Fyrir aðrar stofur þarf að nota aðra innganga, neyðarinnganga eða almenna innganga í samræmi við merkingar. 

13.8.2020 : Aldrei fleiri nýnemar hafið nám

Í haust hefja um 1700 nýnemar nám við Háskólann í Reykjavík, í grunnnámi, meistaranámi og doktorsnámi. Nemendum í HR hefur farið fjölgandi ár frá ári en aldrei hafa fleiri nýnemar hafið nám í háskólanum og eru þeir tæplega 20% fleiri en í fyrra.

13.8.2020 : Skipulag kennslu í haust

Nemendur standa við tússtöflu

Það er skýr stefna HR að áhrif yfirstandandi Covid faraldurs verði sem allra minnst á nám og kennslu og að nemendur geti notið þjónustu í HR á sem eðlilegastan hátt. Háskólinn mun þó fara í einu og öllu eftir fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda um sóttvarnir.

31.7.2020 : Um nýjar takmarkanir á samkomum og upphaf skólaársins

Mynd af sprittstandi og leiðbeiningum í HR vegna Kovit 19

Samkvæmt nýjum takmörkunum á samkomum sem gilda til 13. ágúst: https://www.covid.is/undirflokkar/hvad-thydir-samkomubann hefur tveggja metra reglan aftur tekið gildi og samkomur mega ekki vera stærri en 100 manns.