Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrirsagnalisti

20.1.2020 : Hugmyndasamkeppni sjávarútvegsins fær nýtt nafn

Vitinn - Hugmyndasamkeppni fyrir háskólanemendur HR

Hugmyndasamkeppni Háskólans í Reykjavík og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, verður haldin helgina 23. - 25. janúar næstkomandi. Keppnin fer fram undir nýju nafni þetta árið og heitir nú Vitinn.

13.1.2020 : Yfirbyggð stoppistöð Borgarlínu ráðgerð í HR

Mynd sem sýnir leið Borgarlínu um HR

Drög að samningi HR og borgarinnar um Borgarlínu og yfirbyggða stoppistöð í Háskólanum í Reykjavík voru samþykkt í borgarráði síðastliðinn fimmtudag. Á næstunni hefst einnig hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvoginn. Hvorutveggja er liður í fyrsta áfanga uppbyggingar vegna Borgarlínu milli Hamraborgar og Hlemms.

3.1.2020 : Notar tauganet til að bæta myndgreiningu í fiskiðnaði

Maður stendur í vélasal

Elías Ingi Elíasson útskrifaðist síðastliðið vor frá Háskólanum í Reykjavík úr hugbúnaðarverkfræði. Hann vann lokaverkefnið sitt í samstarfi við Marel og hefur í framhaldi af því nú verið ráðinn til starfa í einn af hugbúnaðarhópum fyrirtækisins. Við kíktum í heimsókn til Elíasar þar sem hann útskýrði starfsemina fyrir okkur.

20.12.2019 : „Það eru allir að reyna að bæta heiminn“

Ólafur Andri Ragnarsson

Ólafur Andri Ragnarsson, aðjúnkt við tölvunarfræðideild, er vanur því að viðmælendur hans séu uggandi yfir tali um fjórðu iðnbyltinguna enda segja sérfræðingar að við munum upplifa meiri breytingar næstu áratugi en við höfum síðastliðnar aldir.

18.12.2019 : Rafstöð á Grænlandi, tölvuleikir og skyndihjálparnámskeið

Thriggja-vikna-Andri-Snaer

Nýafstaðinni önn lauk á þriggja vikna námskeiðum eins og venjulega en við HR eru annirnar brotnar upp í tvo hluta. Í þriggja vikna námskeiðunum er námsefnið er sett í hagnýtt samhengi með verkefnavinnu, hópavinnu, gestafyrirlesurum eða samstarfi við fyrirtæki.

10.12.2019 : Nemendur hvattir til að fylgjast vel með veðrinu

Nemendur eru hvattir til að fylgjast vel með veðrinu og veðurspá í dag og fara heim upp úr hádegi, sé þess kostur.

Nemendur eru hvattir til að fylgjast vel með veðrinu og veðurspá í dag og fara heim upp úr hádegi, sé þess kostur. Prófum verður ekki frestað í dag en nemendum sem búa utan höfuðborgarsvæðisins verður gefinn kostur á að taka próf í sinni heimabyggð.

4.12.2019 : Er eitthvað vit í repjuolíu?

Nemendur halda kynningu

Nemendur við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík unnu á dögunum verkefni með sjávarútvegsfyrirtækinu Brim sem miðaði að því að auka sjálfbærni fiskveiða enn frekar með notkun repjuolíu sem eldsneyti í stað olíu.

19.11.2019 : Þörf á að rannsaka svefn og svefnvandamál Íslendinga betur

Kona stendur við handrið í Sólinni

Erna Sif Arnardóttir, rannsóknasérfræðingur við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík fékk ásamt samstarfsaðilum nýlega styrk úr Innviðasjóði Rannís til uppbyggingar aðstöðu til svefnrannsókna. Hún segir ríkt tilefni til að rannsaka það betur hvernig við Íslendingar sofum. Niðurstöðurnar munu nýtast bæði á Íslandi og á heimsvísu.

19.11.2019 : MBA-nemar vinna lokaverkefni með sprotafyrirtækjum og MITdesignX

MBA-final-project-MIT-Boston

MBA-námið við Háskólann í Reykjavík hefur þróað námskeið í samstarfi við MITdesignX nýsköpunarmiðstöðina við MIT háskólann í Boston og Icelandic Startups sem er hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Í lokaverkefni sínu munu nemendur þróa vaxtarstefnu fyrir íslensk sprotafyrirtæki. Náminu lýkur á þriggja daga ferð til Boston þar sem nemendur kynna tillögur sínar og fá endurgjöf frá sérfræðingum MIT.

18.11.2019 : Starfsfólk og nemendur HR gáfu raddsýni og botnuðu vísur

Dagur-islenskrar-tungu2019

Starfsfólk Háskólans í Reykjavík og nemendur tóku þátt í dagskrá vegna Dags íslenskrar tungu síðastliðinn föstudag. Það var Háskólagrunnur HR sem stóð fyrir dagskránni en það er eina deild HR sem kennir íslensku.

18.11.2019 : HR afhendir Alþingi nýjan talgreini til eignar og afnota

Afhending-talgreinis-1-

Ræður alþingismanna á Alþingi Íslendinga eru nú skráðar sjálfkrafa af gervigreindum talgreini. Talgreinirinn skráir um tíu mínútur af ræðum á einungis þremur og hálfri mínútu, hann hefur allt að 90% rétt eftir og auðveldar til muna skráningu og birtingu á ræðum alþingismanna.