Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrirsagnalisti

20.3.2018 : Lið frá MH, MR og Tækniskólanum sigurvegarar Forritunarkeppni framhaldsskólanna 2018

Sigurvegarar---Beta-deild

Forritunarkeppni framhaldsskólanna var haldin um helgina í Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri. Keppnin hefur verið haldin á vegum tölvunarfræðideildar HR frá árinu 2009.

20.3.2018 : Framhaldsskólanemar stýrðu verksmiðju með glæsibrag

Níu unglingar standa í hóp

Lið frá Verzlunarskóla Íslands hreppti sigurlaunin í Stjórnunarkeppni framhaldsskólanna sem haldin var á vegum viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík í gær, miðvikudag.

16.3.2018 : „Við þurftum að vera fljót að hugsa“

Nokkrir nemendur stilla sér upp fyrir myndatöku

Þau Andrea Björnsdóttir, Guðmundur Oddur Eiríksson, Ástgeir Ólafsson, Kjartan Þórisson og Sigurður Davíð Stefánsson voru fulltrúar HR í Rotman viðskiptakeppninni (Rotman International Trading Competition) sem var haldin í lok  febrúar í Toronto í Kanada. Keppnin er haldin árlega og í henni etja kappi háskólanemar frá öllum heimshornum.

14.3.2018 : Fyrsti íslenski geimfarinn með fyrirlestur í HR

Bjarni Tryggvason geimfari hélt fyrirlestur í Háskóla Reykjavíkur

Bjarni V. Tryggvason, fyrsti og eini íslenski íslenski geimfarinn, hélt fyrirlesturinn „Ævintýri lífs míns: verkfræði og flug“ í Háskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 14. mars, í samstarfið við ISAVIA. Bjarni fór yfir ævistarf sitt í fyrirlestrinum og lýsti þeim ótal mörgu verkefnum sem hann hefur tekið þátt í.

9.3.2018 : Meistaranám við viðskiptadeild HR nú 14 mánuðir í stað tveggja ára

Nemendur sitja í skólastofu

Meistaranám við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík verður 14 mánuðir að lengd í stað tveggja ára áður, frá og með næsta hausti. Meistaranemar munu geta lokið náminu á rúmu ári með því að bæta við sumarönn en það er nýjung í fyrirkomulagi náms við deildina. Einnig hefur viðskiptadeild sett á stofn tvær nýjar námsbrautir í meistaranámi; stjórnun nýsköpunar og stjórnun í ferðaþjónustu.

7.3.2018 : Sköpunargleði og nýsköpun í alþjóðlegum sumarskóla í HR

Nemendur spjalla saman við veggspjald í Sólinni

Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, í samstarfi við Háskólann í Suður-Maine (USM) í Bandaríkjunum, heldur 10 daga sumarskóla um nýsköpun með áherslu á ferðaþjónustu, í lok júlí í HR. Háskólarnir tveir skrifuðu undir samning á síðasta ári um samstarf í kennslu og rannsóknum og er sumarskólinn liður í því samstarfi.

5.3.2018 : Fjölmenni í HR á Háskóladeginum 2018

Haskolad-HR-149

Hinn árlegi Háskóladagur var haldinn í Háskólanum í Reykjavík síðasta laugardag, þann 3. mars.

10.2.2018 : 217 brautskráðir við hátíðlega athöfn í Hörpu

IMG_10022018_164044

217 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag. 162 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 54 úr meistaranámi og einn nemandi úr doktorsnámi.

6.2.2018 : Sigruðu í hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema

Honnunarkeppni-HI-1-

Hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema við Háskóla Íslands fór fram síðastliðinn laugardag á UTmessunni í Hörpu. Keppnin er ávallt vel sótt auk þess sem þáttur um hana er sýndur á RÚV. Það lið sem hlaut fyrsta sætið í keppninni í ár er skipað nemendum við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, þeim Jóni Sölva Snorrasyni, nema í hátækniverkfræði, Þórarni Árna Pálssyni, nema í rafmagnstæknifræði og Erni Hrafnssyni, nema í vélaverkfræði.

5.2.2018 : Beittasta vopn snjallra verslana… innkaupakerra?

Malid

Grein Valdimars Sigurðssonar, prófessors við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, og samstarfsfólks hans er grein vikunnar á vef Alþjóðasamtaka atferlissálfræðinga í Bandaríkjunum. Greinin heitir The Use of Observational Technology to Study In-Store Behavior: Consumer Choice, Video Surveillance, and Retail Analytics.

1.2.2018 : Húsfyllir á málþingi um notkun snjalltækja og samfélagsmiðla

Fikn-eda-frelsi-3-

Notkun okkar og barnanna okkar á snjallsímum og viðvera á samfélagsmiðlum er augljóslega mörgum ofarlega í huga því það var afar þétt setinn bekkurinn á málþingi sem haldið var í gær um málefnið. Málþingið hafði yfirskriftina „Fíkn eða frelsi“ og var liður í Geðheilbrigðisviku í HR sem nú stendur yfir en það er náms- og starfsráðgjöf HR og sálfræðisvið háskólans sem standa að henni.