Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrirsagnalisti

17.5.2018 : Viðbótarveruleiki fyrir ferðamenn var vinningshugmyndin í ár

Það var hugmyndin að „GoARGuide“ sem hlaut fyrstu verðlaun, eða Guðfinnuverðlaunin, í námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja þetta árið. Hópurinn fær 500.000 kr. í verðlaun og tekur þátt í frumkvöðlakeppninni Venture Cup í Kaupmannahöfn í haust.

16.5.2018 : 230 stelpur af öllu Norðurlandi kynntu sér tækninám og tæknistörf

Stúlka stendur með sýndarveruleikagleraugu

230 stelpur úr 9. bekkjum tuttugu grunnskóla á Norðurlandi, allt frá Hvammstanga austur á Húsavík, sóttu vinnustofur í HA og heimsóttu tæknifyrirtæki á Akureyri í gær. Viðburðurinn Stelpur og tækni var haldinn í annað sinn á Akureyri af Háskólanum í Reykjavík í samstarfi við Háskólann á Akureyri, Samtök iðnaðarins, SKÝ og LS Retail.

15.5.2018 : „Metnaðurinn skilaði okkur lengra en milljónastyrkir“

Hópur fólks stendur í hóp í tröppum og horfir í myndavélina

Willem C. Vis, alþjóðlega málflutningskeppnin, er stærsta keppni sinnar tegundar og er haldin á ári hverju í Vín í Austurríki. Lagadeild HR sendir lið annað hvert ár en árangurinn var einkar glæsilegur núna þar sem lið HR komst í útsláttarkeppni, í annað sinn frá því háskólinn hóf keppni.

14.5.2018 : Tölvunarfræðinemar við HR og Travelade þróa gervigreind fyrir ferðamannageirann

Tveir menn standa hlið við hlið í Sólinni í HR

Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík og sprotafyrirtækið Travelade hafa skrifað undir samstarfssamning sem meðal annars felur í sér að nemendur í tölvunarfræði við HR muni vinna meistaraverkefni í samvinnu við fyrirtækið.

11.5.2018 : Nýr kappakstursbíll afhjúpaður á Tæknideginum í HR

Cu5i2180

Öflug vélahljóð heyrðust á göngum HR í dag þegar nýr formúlubíll liðsins Team Sleipnir var afhjúpaður og settur í gang á Tæknidegi tækni- og verkfræðideildar HR. Framundan er spennandi sumar hjá þeim nemendum í tæknifræði og verkfræði við Háskólann í Reykjavík sem skipa liðið en hluti þeirra mun taka þátt í Formula Student keppninni í þriðja sinn á hinni sögufrægu Silverstone-braut í Bretlandi í júlí.

3.5.2018 : 750 stelpur kynntu sér tækninám og tæknistörf

Tvær stelpur vinna í opinni tölvu

Um 750 stelpur úr 9. bekk grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu heimsóttu Háskólann í Reykjavík og fjölmörg tæknifyrirtæki í dag, fimmtudaginn 3. maí. Viðburðurinn Stelpur og tækni var nú haldinn í fimmta sinn. Hann hefur farið stækkandi ár frá ári og var nú fjölmennari en nokkru sinni fyrr.

30.4.2018 : Marel og HR í samstarf

HR-og-Marel

Nemendur og sérfræðingar Háskólans í Reykjavík (HR) munu í samstarfi við  Marel vinna að rannsóknum og þróun á nýjum tæknibúnaði, hugbúnaði og fjölbreyttum lausnum fyrir matvælaiðnað, samkvæmt nýjum samstarfssamningi.

30.4.2018 : MBA-nemar kynntu lausnir sínar fyrir stjórnendum

Hópur fólks stendur í röð fyrir framan merki MBA námsins

Níu hópar í útskriftarárgangi MBA-nema við viðskiptadeild HR vörðu ritgerðir sínar fyrir dómnefnd sem skipuð var stjórnarmönnum og stjórnendum íslenskra fyrirtækja síðastliðinn föstudag. Ritgerðirnar voru afrakstur hópavinnu sem unnin var í samstarfi við fyrirtæki en hóparnir áttu að finna lausnir við ýmsum áskorunum í rekstri fyrirtækjanna.

27.4.2018 : Talað við tölvur á íslensku með nýjum talgreini

Talgreinir2

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, var fyrsti notandi nýrrar vefgáttar fyrir talgreini á íslensku en sú tækni snýr talmáli yfir í ritmál. Kynningarfundur um máltækni og opnun vefgáttarinnar var haldinn í Háskólanum í Reykjavík í dag en að fundinum stóðu Háskólinn í Reykjavík, Almannarómur - félag um máltækni og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

25.4.2018 : Alþjóðleg heimsóknarvika í HR

Hópur fólks situr í tröppunum í Sólinni

Dagana 11. – 13. apríl stóð alþjóðaskrifstofa HR fyrir alþjóðlegri heimsóknarviku þar sem 35 þátttakendur komu í heimsókn frá 12 löndum í Evrópu.

20.4.2018 : Hvað einkennir fjöldamorðingja?

Kona stendur í púlti og talar

Húsfyllir var á tveimur fyrirlestrum dr. Ann Burgess og dr. Allen G. Burgess, fyrr í vikunni hér í HR. Burgess fjallaði um rannsóknarverkefni sem hún vann innan Atferlisdeildar FBI, alríkislögreglu Bandaríkjanna, á árum áður, um raðmorðingja.