Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrirsagnalisti

1.12.2021 : Slawomir Koziel kjörfélagi hjá IEEE

Slawomir-II

Dr. Slawomir Koziel, prófessor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, hefur verið valinn kjörfélagi í verkfræðisamtökunum IEEE (Institute of Electrical and Electronics Engineers) fyrir framlag sitt til líkanagerðar og bestunar á örbylgjutækjum. Þetta er mikil viðurkenning á rannsóknum Slawomir og áhrifum þeirra, enda eru innan við 0,1% félagsmanna valdir kjörfélagar á hverju ári.

30.11.2021 : Kamilla Rún Jóhannsdóttir ráðin forseti sálfræðideildar HR

Dr. Kamilla Rún Jóhannsdóttir, deildarforseti sálfræðideildar Háskólans í Reykjavík

Dr. Kamilla Rún Jóhannsdóttir hefur verið ráðin deildarforseti sálfræðideildar Háskólans í Reykjavík.

Kamilla Rún lauk doktorsnámi í sálfræði í þverfaglegum hugvísindum frá Carleton University í Kanada árið 2004 og BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1996. Hún hefur verið forstöðumaður grunnnáms í sálfræði við HR síðan 2014 og gegnt stöðu deildarforseta sálfræðideildar í afleysingum frá 1. október á þessu ári. Þá hefur Kamilla setið í siðanefnd HR frá 2011 og verið formaður námsráðs sálfræðideildar.

24.11.2021 : Háðu harða baráttu í forritun

Alþjóðlega háskólakeppnin NWERC í forritun

Alþjóðlega háskólakeppnin NWERC í forritun fór fram um helgina. Keppnin átti að fara fram í Háskólanum í Reykjavík í ár en vegna aðstæðna út af Covid-19 fór hún fram á netinu. NWERC er svæðiskeppni Norður-Evrópu fyrir ICPC heimskeppnina þar sem nemendur frá öllum heimshlutum keppa sín á milli í forritun.

24.11.2021 : Frjór jarðvegur fyrir nýsköpun, tækni og hugvit í mýrlendi Reykjavíkur

Loftmynd af Reykjavík

Hugvit, nýsköpun og tækni verða burðarásar í verðmætasköpun Íslendinga. Þetta er markmið starfsins í Vísindaþorpinu í Vatnsmýri eða Reykjavik Science City sem kynnt verður formlega í nýju húsnæði Íslandsstofu í Grósku kl. 11 á morgun.

16.11.2021 : Yfir 360.000 þúsund raddsýni söfnuðust í Reddum málinu!

Verðlaunahafar í Reddum málinu á Bessastöðum

Reddum málinu! vinnustaðakeppni þar sem fyrirtæki og stofnanir kepptu sín á milli í söfnun raddsýna á íslensku er nú lokið. Raddsýnin fara nú í gagnagrunn Samsróms sem verður opinn og aðgengilegur öllum sem vilja nýta hann í máltæknilausnir.

16.11.2021 : Jón Þór Sturluson nýr forseti viðskiptadeildar HR

Jón Þór Sturluson forseti viðskiptadeildar HR

Dr. Jón Þór Sturluson hefur verið ráðinn deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Jón Þór útskrifaðist með doktorsgráðu í hagfræði frá Stockholm School of Economics árið 2003 með áherslu á atvinnuvega- og orkuhagfræði. Áður lauk hann B.Sc. og M.Sc. prófi frá Háskóla Íslands.

15.11.2021 : Svefn er grunnur góðrar heilsu

Svefn er grunnur góðrar heilsu

Dr. Erna Sif Arnardóttir leiðir Svefnbyltinguna sem er þverfaglegt og alþjóðlegt rannsókna- og þróunarverkefni þar sem leiðum til þess að mæla og skrá svefn og svefnraskanir er umbylt.

10.11.2021 : Kvenleiðtogar hitta nemendur

Kvenleiðtogar hitta nemendur HR

Susana Malcorra og Maria Fernanda Espinosa, meðlimir samtaka kvenleiðtoga GWL Voices (Global Women Leaders Voices for Change and Inclusion), sem nú taka þátt í heimsþinginu Reykjavik Global Forum – Women Leaders (WPL), sóttu HR heim í gær.

8.11.2021 : Hvernig skara ég framúr?

Námskeiðið „Hvernig skara ég fram úr“ var kennt í fyrsta skipti í HR í haust. Nemendur á öðru ári í viðskiptadeild sátu námskeiðið en markmið þess var að styrkja þá lykileiginleika sem einkenna þau sem ná árangri í atvinnulífinu. Kennari námskeiðisins var Elmar Hallgríms Hallgrímsson.

4.11.2021 : Reddum málinu!

Reddum málinu - Eliza Reid

Reddum málinu er vinnustaðakeppni þar sem fyrirtæki og stofnanir keppast við að lesa texta í gegnum tölvu eða snjalltæki. Um er að ræða stuttar setningar á íslensku sem fara í gagnagrunn Samróms sem hægt er að nota til að kenna tækjum og tölvum að skilja íslensku. Keppnin er samstarfsverkefni Almannaróms, Háskólans í Reykjavík og Símans og fer fram á vefnum reddummalinu.is.

1.11.2021 : 109 nemendur brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík

Ragnhildur Helgadottir rektor HR heldur ræðu við úrskrift í Hörpu

Á laugardaginn, 30. október brautskráði Háskólinn í Reykjavík 109 nemendur við hátíðlega athöfn í Norðurljósum í Hörpu. Tíu nemendur brautskráðust úr grunnnámi, 96 úr meistaranámi og þrír brautskráðust með doktorsgráðu.