Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrirsagnalisti

10.2.2018 : 217 brautskráðir við hátíðlega athöfn í Hörpu

IMG_10022018_164044

217 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag. 162 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 54 úr meistaranámi og einn nemandi úr doktorsnámi.

6.2.2018 : Sigruðu í hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema

Honnunarkeppni-HI-1-

Hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema við Háskóla Íslands fór fram síðastliðinn laugardag á UTmessunni í Hörpu. Keppnin er ávallt vel sótt auk þess sem þáttur um hana er sýndur á RÚV. Það lið sem hlaut fyrsta sætið í keppninni í ár er skipað nemendum við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, þeim Jóni Sölva Snorrasyni, nema í hátækniverkfræði, Þórarni Árna Pálssyni, nema í rafmagnstæknifræði og Erni Hrafnssyni, nema í vélaverkfræði.

5.2.2018 : Beittasta vopn snjallra verslana… innkaupakerra?

Malid

Grein Valdimars Sigurðssonar, prófessors við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, og samstarfsfólks hans er grein vikunnar á vef Alþjóðasamtaka atferlissálfræðinga í Bandaríkjunum. Greinin heitir The Use of Observational Technology to Study In-Store Behavior: Consumer Choice, Video Surveillance, and Retail Analytics.

1.2.2018 : Húsfyllir á málþingi um notkun snjalltækja og samfélagsmiðla

Fikn-eda-frelsi-3-

Notkun okkar og barnanna okkar á snjallsímum og viðvera á samfélagsmiðlum er augljóslega mörgum ofarlega í huga því það var afar þétt setinn bekkurinn á málþingi sem haldið var í gær um málefnið. Málþingið hafði yfirskriftina „Fíkn eða frelsi“ og var liður í Geðheilbrigðisviku í HR sem nú stendur yfir en það er náms- og starfsráðgjöf HR og sálfræðisvið háskólans sem standa að henni.

30.1.2018 : Nemendur í heilbrigðisverkfræði tilnefndir til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands

Myndin sýnir tölvuteikningu af mjaðmarlið og útreikninga

Verkefni þeirra Gunnars Hákons Karlssonar og Halldórs Ásgeirs Risten Svanssonar, nema í heilbrigðisverkfræði við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, er tilnefnt til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhendir verðlaunin fimmtudaginn 1. febrúar á Bessastöðum.

29.1.2018 : HR býður nemendum sálfræðiþjónustu

Nemendur læra í Sólinni

Frá og með deginum í dag geta nemendur Háskólans í Reykjavík sótt sér sálfræðiþjónustu innan háskólans. Í þessari nýju þjónustu felst sálfræðiviðtal og sex vikna hópmeðferð við þunglyndi og kvíða fyrir þá nemendur sem þess óska. Þjónustan er veitt af sálfræðisviði HR í samstarfi við náms- og starfsráðgjöf háskólans.

26.1.2018 : Hlýtur öndvegisstyrk Rannsóknasjóðs til rannsókna á áhrifum ljósmeðferðar á þreytu

Heiðdís Valdimarsdóttir

Háskólinn í Reykjavík fær úthlutað sex styrkjum úr Rannsóknasjóði árið 2018. Heiðdís B. Valdimarsdóttir, prófessor við sálfræðisvið viðskiptadeildar HR, hlýtur öndvegisstyrk vegna rannsóknar sinnar á áhrifum hvítaljóssmeðferðar á krabbameinstengda þreytu hjá konum með brjóstakrabbamein. Af 25 umsóknum um öndvegisstyrki hlutu fjórar styrk.

25.1.2018 : Hægt að byrja strax í frumgreinanámi

Nemendur í skólastofu horfa á tölvuskjái á ferðatölvunum sínum

Frumgeinadeild býður nú upp á þann möguleika í fyrsta sinn að hefja undirbúning fyrir háskólanám í febrúar með því að ljúka fyrsta stærðfræðiáfanganum. Þessi möguleiki gæti hentað þeim sem stefna á að hefja undirbúningsnám fyrir háskóla í frumgreinadeild í haust.

24.1.2018 : Nýr þrívíddarprentari opnar nýja möguleika á prentun líffæra

Á myndinni sést þrívíddarprentari í notkun

Nýir möguleikar opnast á notkun þrívíddarprentaðra líffæra við undirbúning skurðaðgerða og við fjölbreyttar rannsóknir og prófanir, með tilkomu nýs og fullkomins þrívíddarprentara sem tekinn var í notkun á heilbrigðistæknisetri Háskólans í Reykjavík og Landspítala Háskólasjúkrahúss í dag.

23.1.2018 : Kanadíska kvennalandsliðið í handknattleik fær ráðgjöf hjá PAPESH rannsóknasetri

Nemandi framkvæmir mælingu á meðan kona í íþróttafötum stendur fyrir framan hann

PAPESH-rannsóknarsetur innan íþróttafræðisviðs HR hefur undanfarna mánuði veitt landsliðum Íslands í handknattleik ráðgjöf í framhaldi af mælingum á liðsfólki bæði A-liðs og yngri landsliða. Nú hefur kanadíska kvennalandsliðið í handknattleik bæst í hóp liða sem nýta sér sérfræðiþekkingu setursins en liðið er í æfingabúðum á Íslandi þessa dagana í samstarfi við HK.

22.1.2018 : „Say Iceland“ vinnur Hnakkaþonið 2018

Hnakkathon-2018-2-

Samkvæmt vinningstillögu Hnakkaþons 2018 mun Brim hf. byggja upp eigið vörumerki undir nafninu „Say Iceland“ og selja fullunninn ufsa á nýja markaði á austurströnd Bandaríkjanna. Hnakkaþon er útflutningskeppni sjávarútvegsins og er haldið á vegum HR og SFS. Keppnin fór fram frá fimmtudegi til laugardags þegar úrslit voru kynnt og verðlaun afhent.