Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrirsagnalisti

26.2.2021 : Fjölbreytt dagskrá Útvarps 101 frá stafræna Háskóladeginum í HR 2021

Stafræni háskóladagurinn 2021

Þáttastjórnendur Útvarps 101 ræða við nemendur og starfsfólk Háskólans í Reykjavík um það fjölbreytta nám og aðstöðu sem HR hefur upp á á bjóða.

25.2.2021 : Mál- og raddtæknistofa hlýtur fimm styrki

Mál- og raddtæknistofa Háskólans í Reykjavík, sem er hluti af Gervigreindarsetri HR, hlaut nýlega fimm styrki til tveggja ára til að vinna að rannsóknar- og þróunarverkefnum á sviði gervigreindar, máltækni og samskiptum manns og tölvu.

24.2.2021 : Stóðu sig með glæsibrag í alþjóðlegum fjármála- og fjárfestingakeppnum

Meðlimir keppnisliða HR

Nemendur Háskólans í Reykjavík luku nýlega þátttöku í tveimur mikilvægum alþjóðlegum keppnum, Rotman fjármálakeppninni í Kanada og BI raundæmakeppninni í Osló. Nemendurnir sem tóku þátt í hinni risastóru Rotman-keppni lentu í 21. sæti af 45. HR tók nú þátt í keppninni í þriðja sinn og hefur þurft að etja kappi við stærstu viðskiptaháskóla heims, eins og Harvard sem hefur tekið þátt í fjölda ára. Liðsmenn voru nemendur viðskiptadeildar og verkfræðideildar. 

22.2.2021 : Efnahagslegt vægi verkefnastjórnunar skilgreint í fyrsta sinn

Screenshot-2021-02-22-at-07.53.29

Verkfræðingafélag Íslands gaf nýlega út þrjár fræðigreinar um sögu verkefnastjórnunar hér á landi og framtíð hennar. Útgáfan markar tímamót því þar er í fyrsta sinn birt aðferð til að mæla efnahagslegt vægi verkefna á Íslandi. Það síðastnefnda var jafnframt efni erindis sem flutt var í síðustu viku á vef HR og Vísis. 

17.2.2021 : „Verð hvorki bílveik né sjóveik sjálf!“

Hreyfiveiki-nemendur-2-

Nemendahópur á lokaári sínu í BSc-námi í heilbrigðisverkfræði náði þeim fágæta árangri að fá vísindagrein um rannsókn sína birta í rannsóknartímaritinu Frontiers in Bioengineering and Biotechnology. Það er afar sjaldgæft að nemendur í grunnnámi nái slíkum árangri.

15.2.2021 : Forsetalisti haustannar 2020 birtur

Kona sést ganga upp tröppurnar í Sólinni

Forsetalisti haustannar 2020 hefur verið birtur á vef HR og öllum nemendum verið tilkynnt um sinn góða námsárangur. Venjulega er haldin forsetalistaathöfn tvisvar á ári en eins og gefur að skilja var ekki hægt að halda hefbundna athöfn í þetta sinn. 

10.2.2021 : Raunveruleikinn meira spennandi en vísindaskáldsögurnar

Screenshot-2021-02-12-at-13.22.58

Ari Kristinn Jónsson, rektor, starfaði um árabil hjá Bandarísku geimferðastofnuninni NASA og lagði hönd á plóg við að koma könnunarjeppa á yfirborð Mars árið 2004. Í tilefni þess að 18. febrúar lendir nýjasti könnuður NASA á Mars reið Ari á vaðið með fyrsta þriðjudagsfyrirlestur ársins. Fyrirlestrarnir hófu göngu sína fyrir tæpu ári og verða nú aftur á dagskrá næstu vikurnar í samstarfi HR og Vísis. 

4.2.2021 : Rannsóknasjóður HR úthlutar 10 doktorsnemastyrkjum

kennari skrifar stærðfræði jöfnu á töflu

Rannsóknasjóður HR hefur úthlutað alls 10 nýjum doktorsnemastyrkjum að heildarupphæð 57.480.000 kr. 

3.2.2021 : Taka þátt í alþjóðlegum keppnum í fjárfestingu og viðskiptum

Meðlimir keppnisliða HR

Nemendur HR munu taka þátt í tveimur stórum keppnum á sviði viðskipta í febrúar. Annars vegar er það hin viðamikla Rotman fjárfestingakeppni í Kanada og hins vegar International Case Competition við BI, hinn virta viðskiptaháskóla í Noregi, en HR tekur nú þátt í þeirri keppni í fyrsta sinn.

30.1.2021 : 204 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík í tíu athöfnum

Gabríela Jóna Ólafsdóttir, BSc í tölvunarfræði, flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnemenda.

204 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlegar athafnir í Hörpu í dag, laugardaginn, 30. janúar. Vegna samkomutakmarkana var hátíðinni skipt upp í tíu minni athafnir þar sem hámark tuttugu nemendur voru brautskráðir í hverri athöfn. 158 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 44 úr meistaranámi og tveir úr doktorsnámi.

27.1.2021 : Sigurvegarar í Lestrarkeppni grunnskólanna 2021

Verðlaunaafhending fór fram í dag kl.14:00 á Bessastöðum þegar forseti og forsetafrú Íslands veittu þremur skólum skólum verðlaun, en keppt var í ólíkum flokkum eftir fjölda nemenda í 4.-10. bekk.

Þátttaka í Lestrarkeppni grunnskólanna árið 2021 fór langt fram úr væntingum. Í heildina tóku um sex þúsund einstaklingar þátt fyrir 136 skóla og lásu 776 þúsund setningar á vefnum samromur.is. Fyrir keppnina voru um 320 þúsund setningar komnar í gagnasafnið og er því um rúmlega þreföldun í gagnamagni að ræða. Samanlagt hafa safnast 1,1 milljón setningar frá því verkefnið hófst.