Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrirsagnalisti

13.6.2021 : 60 nemendur brautskráðir með lokapróf úr Háskólagrunni HR

60 nemendur brautskráðir með lokapróf úr Háskólagrunni HR

Háskólinn í Reykjavík brautskráði í gær, föstudaginn, 11. júní, 60 nemendur með lokapróf úr Háskólagrunni HR. Við brautskráninguna hlaut Una Mattý Jensdóttir viðurkenningu Samtaka iðnaðarins fyrir bestan námsárangur.

11.6.2021 : Tuttugu og tvö hljóta raungreinaverðlaun HR

Sólin í Háskólanum í Reykjavík

Háskólinn í Reykjavík verðlaunar nýstúdenta fyrir árangur í raungreinum á stúdentsprófi.

8.6.2021 : Aldrei fleiri umsóknir borist um meistaranám

MBA MIT

Háskólanum í Reykjavík hafa borist um 3.800 umsóknir um nám skólaárið 2021-2022 en umsóknarfrestur um grunnnám rann út 5. júní. Það er svipaður heildarfjöldi umsókna og síðasta haust. Umsóknum um meistaranám fjölgar um 5% milli ára og hafa þær aldrei verið fleiri.

7.6.2021 : Andleg líðan ungmenna hefur versnað í COVID

Andleg líðan ungmenna hefur versnað í COVID

Rannsóknir íslenskra og bandarískra atferlis- og félagsvísindamanna meðal 59.000 íslenskra unglinga sýna COVID-19 hefur haft slæm áhrif á andlega heilsu unglinga, sérstaklega stúlkna. Niðurstöður rannsóknanna birtust nýverið í grein hinu virta vísindatímariti The Lancet Psychiatry og ber titilinn: Depressive symptoms, mental wellbeing, and substance use among adolescents before and during the COVID-19 pandemic in Iceland: a longitudinal, population-based study.

3.6.2021 : Austfirsk fyrirtæki setja á fót hvatningarstyrk fyrir nemendur Háskólagrunns HR á Austurlandi

Frá vinstri, Jóna Árný Þórðardóttir framkvæmdarstjóri Austurbrúar, Dagmar Ýr Stefánsdóttir yfirmaður samskipta og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaáli, Sigurður Ólafsson verkefnastjóri hjá Síldarvinnslun

Samkomulag um Gletting, nýjan hvatningarstyrk atvinnulífsins fyrir nemendur í Háskólagrunni HR á Austurlandi, var undirritað í dag af rektorum Háskólans í Reykjavík, Háskólans á Akureyri, ásamt framkvæmdarstjóra Austurbrúar og fulltrúum atvinnulífs á Austurlandi. Nýverið var greint frá því að HR muni í samstarfi við HA bjóða upp á undirbúningsnám fyrir háskólanám á svæðinu með sérstakri áherslu á tæknigreinar.

28.5.2021 : Opið hús í Háskólanum í Reykjavík 1. júní

HR býður útskriftarnemum framhaldsskólanna, foreldrum og öðrum áhugasömum á opið hús.

HR býður útskriftarnemum framhaldsskólanna, foreldrum og öðrum áhugasömum á opið hús, þriðjudaginn 1. júní kl. 15 til 19. Opið er fyrir umsóknir í grunnnám í HR til og með 5. júní.

26.5.2021 : Bólusetningar nægja ekki til að stöðva núverandi bylgju Covid í Bandaríkjunum

Anna Sigríður Islind og María Óskarsdóttir eru lektorar við tölvunarfræðideild HR og sáu um þann hluta rannsóknarinnar sem laut að notkun og greiningu á flugumferðargögnunum.

Yfirstandandi bólusetningar munu ekki nægja til að stöðva yfirstandandi bylgju Covid faraldurins í Bandaríkjunum, samkvæmt niðurstöðum rannsókna vísindamanna við Háskólann í Reykjavík, Háskólann í Lyon, Háskóla Suður Danmerkur og Federico II Háskólann í Napolí, sem birt var í hinu virta vísindatímariti Nature Science Reports í dag. Nauðsynlegt er að viðhalda áfram ströngum reglum um fjarlægð milli einstaklinga og öðrum sóttvarnarráðstöfunum til að stöðva faraldurinn og koma í veg fyrir nýja bylgju.

20.5.2021 : Stelpur um allt land kynntu sér forritun og tækni

Kona kennir í gegnum fjarfundabúnað

Stelpur og tækni fór fram í Háskólanum í Reykjavík 19. maí. Um 800 stelpur í 9. bekk úr 40 skólum víðsvegar um landið tóku þátt. Markmiðið með deginum, sem var nú haldinn í 8. skipti, er að hvetja stelpur til náms í tæknigreinum. 

20.5.2021 : Fengu að spreyta sig hjá framsæknustu fyrirtækjum landsins

Verkfræðinemi stendur við skreytt skilrúm í Sólinni

Nemendur í starfsnámi verkfræðideildar kynntu verkefni sín í gær, miðvikudag. Alls eru það 29 nemar sem eru að klára þriðja ár í BSc-námi eða fyrsta ár í meistaranámi. Starfsnámið fór fram núna á vorönn.

19.5.2021 : Greiningarbúnaður fyrir höfuðhögg íþróttafólks hlýtur Guðfinnuverðlaunin 2021

Guðfinnuverðlaunin 2021 fær teymið Seifer. Það skipa Bjarki Fannar Snorrason, Bríet Eva Gísladóttir, Davíð Andersson og Guðrún Inga Marinósdóttir.

Undanfarnar þrjár vikur hafa nemendur Háskólans í Reykjavík spreytt sig á fjölbreyttum nýsköpunarverkefnum í námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja. Um er að ræða fjölmennasta nýsköpunarátak landsins, en námskeiðið sækja nær allir nemendur HR í lok fyrsta árs. 

18.5.2021 : Fjölbreytt sumarnámskeið í boði

Háskólinn í Reykjavík býður upp á fjölbreytt sumarnámskeið fyrir háskólanema og almenning. Námskeiðin eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að bregðast við Covid faraldrinum.