Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrirsagnalisti

3.4.2020 : Spurningar og svör fyrir nemendur vegna COVID-19

Spurningar og svör

Nokkrum algengum spurningum svarað.

3.4.2020 : HR framlengir umsóknarfresti um nám

Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfresti um nám við Háskólann í Reykjavík fyrir haustönn 2020. Nýr umsóknarfrestur fyrir grunnnám er 15. júní, í stað 5. júní og nýr umsóknarfrestur fyrir framhaldsnám er 20. maí, í stað 30. apríl.

1.4.2020 : Kennsla á netinu gengur vel en nemendum gengur misjafnlega að læra heima

Nemandi að skrifa niður glósur í tíma á netinu í HR

Nemendur Háskólans í Reykjavík eru almennt á því að vel hafi tekist til við að færa kennslu á netið í kjölfar lokunar háskólans vegna COVID-19 og starfsmönnum HR hefur gengið vel að vinna heiman að frá sér. 

1.4.2020 : Magnús Már einn af heiðursmeðlimum Evrópusamtaka um fræðilega tölvunarfræði

Magnús Már Halldórsson

Dr. Magnús M. Halldórsson, tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík, hefur verið valinn heiðursmeðlimur Evrópusamtaka um fræðilega tölvunarfræði (EATCS Fellows), einn af þremur sem voru valdir árið 2020.

 

27.3.2020 : Kynningarfundir um meistaranám gengu vel á netinu

Meistaranema í HR

Kynningar á meistaranámi við HR fóru fram í vikunni gegnum netið.  

24.3.2020 : Framhaldsskólanemar háðu keppni í forritun að heiman

Tölva og aukaskjár

Hátt í 100 keppendur í 36 liðum tóku þátt í Forritunarkeppni framhaldsskólanna sem var haldin í tuttugasta skiptið núna um helgina. Keppnin var háð á netinu sökum óviðráðanlegra ástæðna, eins og gefur að skilja. Keppnin tókst afar vel þrátt fyrir öðruvísi fyrirkomulag og að sögn þeirra sem skipulögðu keppnina voru allir keppendur tilbúnir til að láta þetta ganga upp. 

23.3.2020 : Val um „staðið/fallið“ í stað einkunna í námskeiðum á vorönn 2020

Til að koma til móts við flóknar og erfiðar aðstæður nemenda vegna COVID-19 faraldursins hefur Háskólinn í Reykjavík ákveðið að að nemendum standi til boða að velja „staðið/fallið” í stað einkunna í námskeiðum á vorönn 2020.

19.3.2020 : Heillaráð á óvissutímum frá námsráðgjöf HR

Á svona fordæmalausum tímum, þar sem Corona veiran breiðir sig yfir alheiminn, er mikilvægt fyrir okkur að hlúa að andlegu hliðinni. Dr. Alice Boyes gefur nokkur góð ráð út frá bók sinni The Healthy Mind Toolkit sem er fáanleg á Amazon á Kindleformi. Hér fyrir neðan eru heillaráð á óvissutímum.

17.3.2020 : Lokun HR vegna Covid: Hvert leita ég?

Þar sem Háskólinn í Reykjavík er lokaður vegna Covid faraldursins og kennsla öll á rafrænu formi er gott að minna á að nemendur njóta þjónustu starfsfólks HR jafnt nú sem fyrr. 

13.3.2020 : Öll kennsla HR færð á stafrænt form vegna samkomubanns

Sólin í Háskólanum í Reykjavík

Vegna samkomubanns, sem ríkisstjórn Íslands greindi frá í dag, sem lið í aðgerðum til að stemma stigu við COVID-19 faraldrinum, mun öll kennsla við Háskólann í Reykjavík færast á stafrænt form frá og með miðnætti, aðfaranótt mánudagsins 16. mars. Það er skýrt markmið háskólans að tryggja að ekki verði töf á framvindu náms, að námskeið annarinnar klárist á réttum tíma og að nemendur útskrifist á réttum tíma í júní.