Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrirsagnalisti

21.6.2017 : Aukin aðsókn að öllum deildum

Tveir nemendur velta fyrir sér einhverju í tölvunni hjá öðrum þeirra

Um 2900 umsóknir bárust um nám við Háskólann í Reykjavík í vor og eru þær um 10% fleiri en í fyrra.

20.6.2017 : 70 nemendur brautskráðir frá frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík

Nemendur sitja í röð og hlýða á ræðu

Háskólinn í Reykjavík brautskráði í gær 70 nemendur með frumgreinapróf frá frumgreinadeild háskólans. 70% þeirra sem útskrifuðust í gær hafa sótt um áframhaldandi nám við HR.


19.6.2017 : 648 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík

Nemandi tekur við útskrifarskírteini á sviðinu Hörpu

648 nemendur brautskráðust frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Hörpu í gær, þjóðhátíðardaginn 17. júní. 417 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 229 úr meistaranámi og tveir nemendur útskrifuðust með doktorsgráðu.

12.6.2017 : Sumarháskóli Skema hafinn

Nokkrir ungir drengir ganga eftir Jörðinni í HR í appelsínugulum bolum merktum Skema

Fjögurra til sextán ára krakkar geta sótt fjölbreytt og skapandi tækninámskeið í sumar í SumarHáskóla Skema í HR. Námskeiðin byggja á aðferðafræði Skema þar sem sálfræði, kennslufræði og tækni er blandað saman.

8.6.2017 : Dósent í heilbrigðisverkfræði á bak við Sprota ársins 2017

Tveir stofnendur Platome standa við handrið í HR og horfa í myndavélina

Fyrirtækið Platome líftækni hlaut nýlega verðlaunin Sproti ársins hjá Viðskiptablaðinu árið 2017.  Platome líftækni framleiðir lausnir úr blóðflögum sem notaðar eru til að rækta stofnfrumur og er markmið fyrirtækisins m.a. að þróa nýjar leiðir í ræktun frumna sem nota má í frumumeðferðir og til grunnrannsókna. 

7.6.2017 : Starfsnám erlendis veitir nemendum HR forskot

Portland borg í Maine fylki

Rektorar Háskólans í Reykjavík og University of Southern Maine (USM) í Bandaríkjunum hafa skrifað undir samning um stúdentaskipti milli háskólanna tveggja sem innifelur starfsnám erlendis.

2.6.2017 : HR og HA í samstarf um BSc-nám í tölvunarfræði á Akureyri

Tveir nemendur í tölvunarfræði sitja og læra

Háskólinn í Reykjavík mun bjóða upp á BSc-nám í tölvunarfræði á Akureyri frá og með næsta vetri, í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Háskólarnir hafa verið í samstarfi um tveggja ára diplómanám í tölvunarfræði undanfarin tvö ár og munu fyrstu nemendurnir sem stundað hafa diplómanámið í tölvunarfræði á Akureyri, í samstarfi HR og HA, útskrifast í vor.

30.5.2017 : Tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík hlýtur alþjóðlega gæðavottun

Þrír nemendur í tölvunarfræði sitja í skólastofu og tala sín á milli

Námsbrautir í grunn- og meistaranámi við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík hafa hlotið evrópsku gæðavottunina EQANIE eða European Quality Assurance Network for Informatics Education, til fimm ára. Háskólinn í Reykjavík er fyrsti og eini háskólinn hér á landi til að hljóta þessa gæðavottun.

23.5.2017 : Nýsköpunarhugmyndir grunnskólanemenda verðlaunaðar í Sólinni

Stúlka stendur með tölvukupp í höndunum í miðri Sólinni

Klemmusnagi, hitaskynjari fyrir krana og einföld markatöng voru þær þrjár hugmyndir sem þóttu hvað bestar í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna í ár. Yfir 1100 hugmyndir frá 34 skólum víðs vegar af landinu bárust í keppnina. Lokahóf Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2017 var haldið í HR síðastliðinn laugardag.

22.5.2017 : Afreksíþróttafólk fær styrki til náms

Knattspyrnukonur berjast um boltann í leik

Íþróttasvið tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík mun frá og með næsta hausti velja nemendur í afrekshóp. Nemendur sem veljast í hópinn geta stillt námshraða sinn eftir álagi í íþróttum og þrír nemendur úr hópnum munu hljóta styrki til BSc-náms.

18.5.2017 : 112 nýjar stúdentaíbúðir í fyrsta áfanga Háskólagarða HR

Ari Kristinn rektor og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, takast í hendur

Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist við byggingu 112 stúdentaíbúða í fyrsta áfanga Háskólagarða Háskólans í Reykjavík í haust og að íbúðirnar verði tilbúnar sumarið 2019, samkvæmt samkomulagi sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, skrifuðu undir í dag.