Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrirsagnalisti

25.5.2020 : Umsóknum um meistaranám fjölgar í öllum deildum

Nemendur í meistaranámi útskýra verkefni á töflu

Metfjöldi umsókna um meistaranám barst Háskólanum í Reykjavík í vor. Vegna COVID-19 var umsóknarfrestur framlengdur og rann út í flestum deildum á miðvikudaginn var, 20. maí.

 

22.5.2020 : 50 grunnskólar um allt land tóku þátt í Stelpur og tækni í ár

Stelpur og tækni dagurinn var haldinn í grunnskólum út um allt land síðasta miðvikudag. Í ár tóku stelpur úr um 50 skólum þátt og sökum sérstakra aðstæðna var dagskráinni streymt á netinu. 

20.5.2020 : Sigruðu í lestrarkeppni Almannaróms og Mál- og raddtæknistofu HR

Hraunvallaskóli bar sigur úr býtum og Salaskóli varð í öðru sæti í flokki skóla með yfir 450 nemendur í Lestrarkeppni grunnskólanna sem Almannarómur og Mál- og raddtæknistofa Háskólans í Reykjavík stóðu fyrir nýverið. Í flokki skóla með færri en 450 nemendur varð Smáraskóli í fyrsta sæti og Grunnskólinn á Þórshöfn í öðru sæti.

19.5.2020 : Framkvæmdir við HR ganga vel

Háskólagarðar HR eru að rísa við HR.

Framkvæmdir Jáverks við Háskólagarða fyrir nemendur HR ganga vel og samkvæmt áætlunum. Opnað verður fyrir umsóknir fyrir lok mánaðarins og þeir verða formlega opnaðir í haust.

18.5.2020 : Háskólinn í Reykjavík býður landsmönnum að læra nýsköpun á netinu

Háskólinn í Reykjavík býður landsmönnum að læra nýsköpun á netinu

Allt námsefni í námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja er komið út á vef Háskólans í Reykjavík, hr.is. Þar með geta allir landsmenn færst skrefi nær því að vera frumkvöðlar.

14.5.2020 : „Planið var óbreytt en svo sá maður það að myndi ekki standast“

Maður situr við skrifborð

Guðmundur Hafsteinsson, frumkvöðull og stjórnandi, kennir námskeiðið Nýsköpun og stofnun fyrirtækja í ár ásamt Hrefnu Briem, forstöðumanni grunnnáms við viðskiptadeild. Þar þróa nemendur á fyrsta ári eigin nýsköpunarhugmynd ásamt því að gera markaðsáætlun og frumgerð. Námskeiðið er eitt af svokölluðum þriggja vikna námskeiðum sem nemendur ljúka síðast á námsárinu.

 

6.5.2020 : Háskólinn í Reykjavík og Reykjavíkurborg skrifa undir samning um Borgarlínu

Rektor HR og borgarstjóri standa hlið við hlið fyrir framan HR

Starfsfólk og nemendur Háskólans í Reykjavík munu geta farið í og úr Borgarlínu i yfirbyggðri stoppistöð í HR þegar fyrsti áfangi hennar verður að veruleika árið 2023. 

5.5.2020 : Ný stjórn SFHR tekin við

Hópur nemenda stendur við handrið í Sólinni

Arna Rut Arnarsdóttir var nýlega kjörin í embætti formanns Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík (SFHR). Ný stjórn tók formlega við á aðalfundi félagsins í dag, 5. maí.

4.5.2020 : Slakað á samkomubanni stjórnvalda og lokun háskóla

Kona sést ganga upp tröppurnar í Sólinni

Í dag, mánudaginn 4. maí, var slakað á samkomubanni stjórnvalda og lokun háskóla. Það er mikið ánægjuefni að þessi árangur hafi náðst og tilhlökkunarefni að koma starfi háskólans smám saman í eðlilegra horf.

1.5.2020 : Boðið upp á diplómanám í rekstrarfræði við iðn- og tæknifræðideild HR

Háskólinn í Reykjavík mun bjóða upp á nýjar námsbrautir og fleiri tækifæri fyrir umsækjendur í iðn- og tæknifræðideild í haust. 

23.4.2020 : Grunnskólanemar keppa í lestri til að kenna tækjum íslensku

Screenshot-2020-04-23-at-13.27.38

Framtíð íslenskrar tungu stendur og fellur með því að börn og unglingar noti tungumálið. Til að svo verði áfram þarf að tryggja að tæknin skilji raddir barna og unglinga, sem nú tala við flest sín tæki á ensku. Því hefur Lestrarkeppni grunnskólanna nú verið hleypt af stokkunum á samromur.is þar sem keppt er um fjölda setninga sem nemendur lesa inni á síðunni.