Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrirsagnalisti

25.7.2017 : Team Sleipnir í 15. sæti af 75

Liðið Team Sleipnir stillir sér upp við kappaksturbíl

Team Sleipnir tók þátt í aksturskeppni Formula Student keppninnar um helgina og náði framúrskarandi árangri, eða 15. sæti af 75.

23.7.2017 : Team Sleipnir keppir á Silverstone kappakstursbrautinni

Eins og í fyrra keppir Háskólinn í Reykjavík í Formula Student-keppninni, alþjóðlegri kappaksturskeppni háskólanema. Í dag, þann 23. júlí, fer fram aksturskeppnin sjálf á hinni sögufrægu Silverstone kappakstursbraut þar sem jafnframt er keppt í Formúlu 1. Lið Háskólans í Reykjavík, sem heitir Team Sleipnir, fór í gegnum allar prófanir í liðinni viku og má því taka þátt í aðalkeppninni.

23.6.2017 : Ný námslína fyrir stjórnendur félagasamtaka og sjálfseignarstofnana

Opni háskólinn í HR og Almannaheill hafa þróað nýja námslínu fyrir stjórnendur félagasamtaka og sjálfseignastofnana. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á nám hér á landi sem er sérstaklega ætlað þriðja geiranum, það er, samtökum og stofnunum sem starfa í almannaþágu, sem teljast hvorki til opinbera geirans né einkageirans. Almannaheill eru samtök þriðja geirans og vinna að sameiginlegum hagsmunamálum samtaka og stofnana sem til hans heyra. 

21.6.2017 : Aukin aðsókn að öllum deildum

Tveir nemendur velta fyrir sér einhverju í tölvunni hjá öðrum þeirra

Um 2900 umsóknir bárust um nám við Háskólann í Reykjavík í vor og eru þær um 10% fleiri en í fyrra.

20.6.2017 : 70 nemendur brautskráðir frá frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík

Nemendur sitja í röð og hlýða á ræðu

Háskólinn í Reykjavík brautskráði í gær 70 nemendur með frumgreinapróf frá frumgreinadeild háskólans. 70% þeirra sem útskrifuðust í gær hafa sótt um áframhaldandi nám við HR.


19.6.2017 : 648 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík

Nemandi tekur við útskrifarskírteini á sviðinu Hörpu

648 nemendur brautskráðust frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Hörpu í gær, þjóðhátíðardaginn 17. júní. 417 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 229 úr meistaranámi og tveir nemendur útskrifuðust með doktorsgráðu.

12.6.2017 : Sumarháskóli Skema hafinn

Nokkrir ungir drengir ganga eftir Jörðinni í HR í appelsínugulum bolum merktum Skema

Fjögurra til sextán ára krakkar geta sótt fjölbreytt og skapandi tækninámskeið í sumar í SumarHáskóla Skema í HR. Námskeiðin byggja á aðferðafræði Skema þar sem sálfræði, kennslufræði og tækni er blandað saman.

8.6.2017 : Dósent í heilbrigðisverkfræði á bak við Sprota ársins 2017

Tveir stofnendur Platome standa við handrið í HR og horfa í myndavélina

Fyrirtækið Platome líftækni hlaut nýlega verðlaunin Sproti ársins hjá Viðskiptablaðinu árið 2017.  Platome líftækni framleiðir lausnir úr blóðflögum sem notaðar eru til að rækta stofnfrumur og er markmið fyrirtækisins m.a. að þróa nýjar leiðir í ræktun frumna sem nota má í frumumeðferðir og til grunnrannsókna. 

7.6.2017 : Starfsnám erlendis veitir nemendum HR forskot

Portland borg í Maine fylki

Rektorar Háskólans í Reykjavík og University of Southern Maine (USM) í Bandaríkjunum hafa skrifað undir samning um stúdentaskipti milli háskólanna tveggja sem innifelur starfsnám erlendis.

2.6.2017 : HR og HA í samstarf um BSc-nám í tölvunarfræði á Akureyri

Tveir nemendur í tölvunarfræði sitja og læra

Háskólinn í Reykjavík mun bjóða upp á BSc-nám í tölvunarfræði á Akureyri frá og með næsta vetri, í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Háskólarnir hafa verið í samstarfi um tveggja ára diplómanám í tölvunarfræði undanfarin tvö ár og munu fyrstu nemendurnir sem stundað hafa diplómanámið í tölvunarfræði á Akureyri, í samstarfi HR og HA, útskrifast í vor.

30.5.2017 : Tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík hlýtur alþjóðlega gæðavottun

Þrír nemendur í tölvunarfræði sitja í skólastofu og tala sín á milli

Námsbrautir í grunn- og meistaranámi við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík hafa hlotið evrópsku gæðavottunina EQANIE eða European Quality Assurance Network for Informatics Education, til fimm ára. Háskólinn í Reykjavík er fyrsti og eini háskólinn hér á landi til að hljóta þessa gæðavottun.