Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrirsagnalisti

25.10.2021 : Hlúðu að andlegu hliðinni

Námsráðgjöf og sálfræðifræðiþjónusta HR hafa gefið út bæklinga sem geta gagnast nemendum í námi og leik

22.10.2021 : Frekari fréttir af tölvuárás

Sólin í Háskólanum í Reykjavík

Greiningarvinna eftir tölvuárás á póstþjón Háskólans í Reykjavík í síðustu viku hefur leitt í ljós að tölvuþrjótar gætu mögulega hafa komist yfir tölvupósta starfsmanna.

18.10.2021 : Tölvuárás á Háskólann í Reykjavík

Háskólinn í Reykjavík

Tölvuárás var gerð á póstþjón Háskólans í Reykjavík í síðustu viku og skrár dulkóðaðar. Svo virðist sem að um einangraða árás á einn póstþjón hafi verið að ræða, sem hafi valdið takmörkuðum skaða. 

4.10.2021 : HR og Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði í samstarf um kennslu, starfsþjálfun og rannsóknir

HR og Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði í samstarf um kennslu, starfsþjálfun og rannsóknir

Nemendur við Háskólann í Reykjavík munu njóta góðs af sérþekkingu starfsfólks Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands í námi, geta sótt þangað starfsþjálfun og stundað rannsóknir, samkvæmt nýjum samningi sem undirritaður var í dag af Ragnhildi Helgadóttur, rektor og Þóri Haraldssyni, forstjóra Heilsustofnunar NLFÍ.

29.9.2021 : Íþróttafræðideild og Körfuknattleikssambandið framlengja samning

Throttafraedi-KKI

Íþróttafræðideild HR og Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) hafa átt í farsælu samstarfi undanfarin fjögur ár. Nýverið undirrituðu Hafrún Kristjánsdóttir og Kristinn Geir Pálsson áframhaldandi samstarfsamning til tveggja ára vegna mælinga á landsliðsfólki Íslands í körfubolta.

22.9.2021 : HR lýkur vel heppnaðri endurfjármögnun á húsnæði

Horft yfir Háskólann í Reykjavík og Nauthólsvík

Grunnstoð, dótturfélag Háskólans í Reykjavík, hefur lokið endurfjármögnun á húsnæði háskólans við Menntaveg 1 með sölu á nýjum félagslegum skuldabréfum að fjárhæð 12 milljarða króna. Um er að ræða verðtryggð skuldabréf til 40 ára. Töluverð eftirspurn var eftir skuldabréfunum en meðal kaupenda eru íslenskir lífeyrissjóðir, verðbréfasjóðir og fagfjárfestar.

20.9.2021 : Cornell háskóli og HR stefna á samstarf á sviði sjálfbærni

ichal C. Moore gestaprófessor frá Cornell; Ragnhildur Helgadóttir rektor og Hlynur Stefánsson, dósent við verkfræðideild og forstöðumaður rannsóknarseturs HR um sjálfbæra þróun (SIF)

Fulltrúar Háskólans í Reykjavík og Cornell háskóla í Bandaríkjunum hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf í menntamálum og rannsóknum sem snúa að sjálfbærni, með áherslu á sjálfbæra orku. Yfirlýsingin byggir á rammasamningi Cornell við GRP Ísland um víðtækt samstarf á sviði sjálfbærni, orku, nýsköpunar og loftslagsmála sem starfað hefur verið eftir síðan 2016, og var endurnýjaður við sama tækifæri.

20.9.2021 : 64 nemendur á forsetalista hljóta niðurfellingu skólagjalda

64 nemendur á forsetalista HR hljóta niðurfellingu skólagjalda vegna góðs námsárangurs

Viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í námi á síðustu önn voru afhentar nýlega við hátíðlega athöfn Sólinni. Nemendur á svokölluðum forsetalista hverrar deildar fá skólagjöld annarinnar felld niður. Sviðsforsetar og deildarforsetar viðkomandi deilda afhentu styrkina. Arion banki er bakhjarl forsetalista HR.

15.9.2021 : Háskólagarðar HR við Öskjuhlíðina opnaðir formlega

Rúmlega 250 íbúðir og herbergi fyrir nemendur Háskólans í Reykjavík voru formlega tekin í notkun við Nauthólsveg í dag. Af því tilefni var íbúum boðið upp á kaffi og með því. Ragnhildur Helgadóttir, rektor; Selma Rún Friðjónsdóttir, varaforseti Stúdentafélags HR; Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra gróðursettu tré að viðstöddum íbúum, starfsfólki HR, stjórn HR og framkvæmdaráði, fulltrúum verktaka, arkitektum og fleirum.

 

10.9.2021 : Bryndís Björk nýr forseti samfélagssviðs HR

Dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin sviðsforseti samfélagssviðs Háskólans í Reykjavík. Undir samfélagssvið heyra sálfræðideild, viðskiptadeild, lagadeild og íþróttafræðideild. Hún tekur við stöðunni af dr. Ragnhildi Helgadóttur sem nýlega var skipuð rektor HR.

9.9.2021 : Hvílum bílinn í september

Hvílum bílinn í september

Háskólinn í Reykjavík tekur nú þátt í átaki til að hvetja starfsfólk og nemendur til að hvíla bílinn í septembermánuði og prófa aðra samgöngumáta. Á samfélagsmiðlum og annars staðar verður vakin athygli á kostum þess að hvíla bílinn, fyrir umhverfið, heilsuna og umferðina. Átakið er samstarf HR, HÍ, stúdentafélaga háskólanna, Landspítalans, Reykjavíkurborgar, Strætó, ÍSÍ, Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar.