Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrirsagnalisti

21.9.2018 : Viðurkenningar veittar fyrir framúrskarandi árangur

Hópur fólks stendur með viðurkenningarskjöl við hliðina á deildarforseta

Nemendur sem sýnt hafa framúrskarandi árangur í námi hlutu viðurkenningar í gær, fimmtudaginn 20. september. Nemendurnir komast á forsetalista og fá skólagjöld annarinnar niðurfelld. Að auki fengu  nýnemar sem náðu góðum árangri í framhaldsskóla styrk og fá sömuleiðis skólagjöld niðurfelld.

20.9.2018 : Fyrsta skóflustungan tekin að Háskólagörðum HR í Öskjuhlíðinni

Fjórir einstaklingar halda á skóflum og horfa í myndavélina

Nýir Háskólagarðar Háskólans í Reykjavík munu brátt rísa við Öskjuhlíðina, í næsta nágrenni við háskólann. Eygló M. Björnsdóttir, formaður Stúdentafélags HR, Ari Kristinn Jónsson, rektor HR,  Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra tóku fyrstu skóflustunguna að fyrsta áfanga Háskólagarðanna í gær, miðvikudaginn 19. september. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist á næstu vikum.

17.9.2018 : Áhrif heimavallarins mest í jöfnum leikjum

Jose situr á þrekhjóli og brosir framan í myndavélina

Nýjasta tölublað af fræðitímaritinu Journal of Human Kinetics er helgað rannsóknum á handbolta. Dr. Jose M.  Saavedra, prófessor við íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður PAPESH rannsóknasetursins sér um útgáfuna sem gestaritstjóri, enda hefur hann rannsakað ýmsa þætti íþróttarinnar og þjálfunar handknattleikfólks í fjölda ára. Þetta er í fyrsta sinn sem virt, ritrýnt vísindarit tileinkar handbolta sérstakt tölublað.

13.9.2018 : Nemendur bregðast við eldgosi á Hengilssvæðinu

Hamfaradagar

Nemendur á fyrsta ári í öllum námsbrautum tækni- og verkfræðideildar leysa nú í hópum aðkallandi vandamál sem fylgja eldgosi í Henglinum, í um 20 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík. Sem betur fer eru aðstæðurnar þó einungis fræðilegar en á hverju ári stendur hópur nýnema í deildinni frammi fyrir gríðarstóru vandamáli sem þarf að leysa.

29.8.2018 : Hegðun samningamanna í samningaviðræðum milli fyrirtækja

Aldis-gudny-sigurdardottir_1535558504718

Aldís Guðný Sigurðardóttir varði doktorsritgerð sína við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 29. ágúst. Aldís rannsakaði hegðun samningamanna og þær aðferðir (e. tactics) sem notaðar eru í samningaviðræðum milli fyrirtækja. Niðurstöður hennar gefa meðal annars til kynna að notaðar eru mismunandi aðferðir milli atvinnugreina, til dæmis setja samningamenn í skapandi greinum það í forgang að búa til skilyrði til að skapa, og hafa því tilhneigingu til að nota aðferðir sem flýta fyrir samningum frekar en að tryggja fjárhagslega afkomu.

28.8.2018 : Salsa og vöfflur í Sólinni

Nemendur gæða sér á mat í Sólinni

Háskólinn í Reykjavík hélt Alþjóðadag í hádeginu í dag, þriðjudaginn 28. ágúst. Á Alþjóðadeginum er áhersla lögð á að kynna skiptinám, starfsnám, styrki og önnur alþjóðleg tækifæri fyrir nemendum.

23.8.2018 : Metnaðarfull fræðsludagskrá fyrir nýja nemendur HR

_abh0545

Nýnemar við HR hafa undanfarnar tvær vikur fengið margvíslega fræðslu um námið og lífið í HR. Nýnemadagur var haldinn þann 14. ágúst og í kjölfarið gátu nýir nemendur, og þeir sem þegar eru í námi, sótt stutta fyrirlestra sem haldnir voru af kennurum og starfsfólki HR í hádeginu hvern dag.

23.8.2018 : Halldór Guðfinnur Svavarsson verður prófessor við tækni- og verkfræðideild

Halldór Svavarsson

Dr. Halldór Guðfinnur Svavarsson hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hann heldur opinn framgangsfyrirlestur í HR á morgun, föstudaginn 24. ágúst kl. 15:00 í stofu M103. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og ber titilinn: „About small things“. Í honum mun Halldór greina á almennum nótum frá viðfangsefnum rannsókna sinna undanfarin ár.

15.8.2018 : Ágúst Valfells nýr forseti tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík

Ágúst Valfells forseti tækni-  og verkfræðideildar

Dr. Ágúst Valfells hefur verið ráðinn forseti tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík frá og með 1. ágúst. Hann tekur við stöðunni af Dr. Guðrúnu Sævarsdóttur sem hefur verið forseti deildarinnar frá 2011.

25.6.2018 : 56 nemendur brautskráðust frá frumgreinadeild

Hópur fólks stendur og situr í tröppunum í Sólinni

Háskólinn í Reykjavík brautskráði í gær 56 nemendur með frumgreinapróf frá frumgreinadeild háskólans. 14 nemendur brautskráðust af tækni- og verkfræðigrunni deildarinnar, 32 af laga- og viðskiptagrunni og 10 af tölvunarfræðigrunni. Til viðbótar hafa 22 nemendur lokið viðbótarnámi við stúdentspróf en æ stærri hópur nemenda með stúdentspróf sækir í að bæta við sig þekkingu í stærðfræði og raungreinum í frumgreinadeild HR.

22.6.2018 : Nýstúdentar hljóta raungreinaverðlaun HR

Reykjavík University Campus

Framúrskarandi nemendur verðlaunaðir fyrir árangur í raungreinum