Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrirsagnalisti

18.5.2022 : Stelpur og tækni í HR

Fagkona-025A5353

Stelpur og tækni, einn stærsti viðburður Háskólans í Reykjavík fer fram á morgun, fimmtudaginn 19. maí. Þá munu nærri 750 stelpur úr 9. bekkjum 27 grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu heimsækja Háskólann í Reykjavík og fjölda fyrirtækja í tæknigeiranum.

17.5.2022 : Dagur verkefnastjórnunar haldinn hátíðlegur

Maður og kona standa fyrir framan töflu. Maðurinn útskýrir það sem stendur á töflunni.

Dagur verkefnastjórnunar og útskriftarráðstefna MPM-nema verður haldin næsta föstudag, 20. maí í Háskólanum í Reykjavík. 

16.5.2022 : Opið hús í Háskólanum í Reykjavík 17. maí

Haskoladagurinn-2020_00A0156-copy

HR býður útskriftarnemum framhaldsskólanna, foreldrum og öðrum áhugasömum á opið hús, þriðjudaginn 17. maí kl. 15 til 19. Opið er fyrir umsóknir í grunnnám í HR til og með 5. júní.

12.5.2022 : Úthlutað úr nýjum vísindasjóði Orkuveitu Reykjavíkur VON

VOR_landscape-an-texta

Í dag auglýsir Orkuveita Reykjavíkur eftir umsóknum um styrki úr nýstofnuðum Vísindasjóði OR, sem gengur undir nafninu VOR. Til ráðstöfunar eru um 100 milljónir króna á þessu fyrsta starfsári sjóðsins sem varið verður til verkefna sem tengjast með einhverjum hætti þeim Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem fyrirtækin í samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur hafa í forgangi í starfseminni.

10.5.2022 : Gott samstarf við Auðnu

Markmið Auðnu er að styðja íslenskt vísindasamfélag með ráðum og dáð þegar kemur að hugverkavernd, greiningu á markaðs- og hugverkalandslagi, tengja uppfinningar og vænleg nýsköpunarverkefni við fjárf

Aðalfundur Auðnu tæknitorgs fór fram 9. maí 2022. Háskólinn í Reykjavík er aðili að Auðnu, eins og Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst og Listaháskóli Íslands, og á í afar góðu samstarfi við Torgið. 

26.4.2022 : Eftirsótt sérhæfing í máltækni og gervigreind

MicrosoftTeams-image-9-_1650971418872

Tinna Sigurðardóttir starfar sem sérfræðingur í upplýsingaöryggi hjá Íslenskri erfðagreiningu. Hún útskrifaðist úr meistaranámi í máltækni og gervigreind frá HR árið 2021.

25.4.2022 : Fimm manneskjur og hundur

MicrosoftTeams-image-8-_1650640433943

David Erik Molberg útskrifaðist með meistaragráðu í máltækni vorið 2021. Sumarið eftir útskrift starfaði hann í mál- og raddtæknistofu HR við rannsóknir og hóf síðan störf hjá sprotafyrirtækinu Tiro er sérhæfir sig í máltækni

8.4.2022 : Allt tilkall til hafsvæða tapast sökkvi heilu ríkin í sæ og verði óbyggileg

IMG_6964

Dr. Snjólaug Árnadóttir, lektor við lögfræðideild, kynnti í dag nýútkomna bók sína Climate Change and Maritime Boundaries sem gefin er út af Cambridge University Press.

 

8.4.2022 : Meistaranám í gervigreind og máltækni

Gervigreind-og-malt

Meistaranám í gervigreind og máltækni við Háskólann í Reykjavík veitir nemendum eftirsótta sérhæfingu til að starfa á þessu sviði, hvort heldur á íslenskum eða alþjóðlegum vettvangi. Námið er þverfaglegt og lýtur annars vegar að sjálfstæðum rannsóknum og hins vegar að þróun hugbúnaðar og lausna sem geta unnið með og skilið náttúruleg tungumál. Umsóknarfrestur 2022 er til 30. apríl næstkomandi.

6.4.2022 : MBA nemendur í MIT í Boston

P1091658

MBA árgangurinn 2022 er nú staddur í Boston þar sem hópurinn tekur þátt í þriggja daga námsferð til MIT háskólans. Ferðin er hluti af lokaverkefni MBA nema.