Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrirsagnalisti

10.12.2019 : Nemendur hvattir til að fylgjast vel með veðrinu

Nemendur eru hvattir til að fylgjast vel með veðrinu og veðurspá í dag og fara heim upp úr hádegi, sé þess kostur.

Nemendur eru hvattir til að fylgjast vel með veðrinu og veðurspá í dag og fara heim upp úr hádegi, sé þess kostur. Prófum verður ekki frestað í dag en nemendum sem búa utan höfuðborgarsvæðisins verður gefinn kostur á að taka próf í sinni heimabyggð.

4.12.2019 : Er eitthvað vit í repjuolíu?

Nemendur halda kynningu

Nemendur við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík unnu á dögunum verkefni með sjávarútvegsfyrirtækinu Brim sem miðaði að því að auka sjálfbærni fiskveiða enn frekar með notkun repjuolíu sem eldsneyti í stað olíu.

19.11.2019 : Þörf á að rannsaka svefn og svefnvandamál Íslendinga betur

Kona stendur við handrið í Sólinni

Erna Sif Arnardóttir, rannsóknasérfræðingur við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík fékk ásamt samstarfsaðilum nýlega styrk úr Innviðasjóði Rannís til uppbyggingar aðstöðu til svefnrannsókna. Hún segir ríkt tilefni til að rannsaka það betur hvernig við Íslendingar sofum. Niðurstöðurnar munu nýtast bæði á Íslandi og á heimsvísu.

19.11.2019 : MBA-nemar vinna lokaverkefni með sprotafyrirtækjum og MITdesignX

MBA-final-project-MIT-Boston

MBA-námið við Háskólann í Reykjavík hefur þróað námskeið í samstarfi við MITdesignX nýsköpunarmiðstöðina við MIT háskólann í Boston og Icelandic Startups sem er hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Í lokaverkefni sínu munu nemendur þróa vaxtarstefnu fyrir íslensk sprotafyrirtæki. Náminu lýkur á þriggja daga ferð til Boston þar sem nemendur kynna tillögur sínar og fá endurgjöf frá sérfræðingum MIT.

18.11.2019 : Starfsfólk og nemendur HR gáfu raddsýni og botnuðu vísur

Dagur-islenskrar-tungu2019

Starfsfólk Háskólans í Reykjavík og nemendur tóku þátt í dagskrá vegna Dags íslenskrar tungu síðastliðinn föstudag. Það var Háskólagrunnur HR sem stóð fyrir dagskránni en það er eina deild HR sem kennir íslensku.

18.11.2019 : HR afhendir Alþingi nýjan talgreini til eignar og afnota

Afhending-talgreinis-1-

Ræður alþingismanna á Alþingi Íslendinga eru nú skráðar sjálfkrafa af gervigreindum talgreini. Talgreinirinn skráir um tíu mínútur af ræðum á einungis þremur og hálfri mínútu, hann hefur allt að 90% rétt eftir og auðveldar til muna skráningu og birtingu á ræðum alþingismanna.

12.11.2019 : Icelandair og Háskólinn í Reykjavík halda áfram öflugu samstarfi

Samningur-HR-Icelandair2019

Háskólinn í Reykjavík og Icelandair munu halda áfram að vinna saman að rannsóknum og öflugu starfsnámi fyrir nemendur HR. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, og Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group skrifuðu undir samstarfssamning á dögunum þess efnis.

12.11.2019 : Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði vinsæl meðal útskriftarnema

Nemendur fylgjast með í skólastofu

Brautskráning fyrsta nemendahóps sem stundaði meistaranám samkvæmt nýju skipulagi fór fram í Háskólanum í Reykjavík á dögunnum. Meistaranám í viðskiptadeild HR er nú þrjár annir og tekur 14 mánuði að ljúka. Flestir nemendurnir sem útskrifuðust hófu nám haustið 2018.

11.11.2019 : Getur símanotkun þín ákveðið greiðslugetu vegna íbúðakaupa?

María Óskarsdóttir

Þegar fólk vill ráðast í kaup á fasteign og sækja um lán fyrir henni er venjulega leiðin til að meta greiðsluhæfni þess að sjá yfirlit yfir reikninga og laun. Það eru þó um tveir milljarðar manna í heiminum sem hafa ekki bankareikninga og hafa því ekki aðgang að fjármagni.

29.10.2019 : Nemendur HR sigursælir í Gullegginu 2019

Nemendur Háskólans í Reykjavík létu til sín taka í frumkvöðlakeppni Icelandic Startups, Gullegginu, í ár. Lokahóf keppninnar var haldið í Sólinni í HR síðasta föstudag. Í ár bárust 135 hugmyndir auk þess sem 20 einstaklingar skráðu sig til leiks án hugmyndar og áttu þess kost að taka þátt í verkefnum annarra.

28.10.2019 : Íþróttafræðinám við Háskólann í Reykjavík hefst í Vestmannaeyjum

Screenshot-2019-10-28-at-16.11.51

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Hafrún Kristjánsdóttir, deildarforseti íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, undirrituðu í dag samning um nám í íþróttafræði á háskólastigi við HR sem kennt verður í Vestmannaeyjum.