Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrirsagnalisti

12.4.2021 : Fagráð skipuð við iðn- og tæknifræðideild HR

Bjarni Sævar - Nemandi í véla- og orkutæknifræði við Háskólann í Reykjavík

Iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík hefur skipað fagráð sem munu hafa aðkomu að þróun náms við deildina. Markmiðið er að tryggja enn betur að námið svari þörfum atvinnulífsins og að fyrirtæki fái til sín útskrifaða nemendur með þá þekkingu sem krafist er í nútíma starfsumhverfi. Fagráðin eru þrjú talsins og er hvert þeirra skipað þremur einstaklingum úr atvinnulífinu.

8.4.2021 : Bryndís Björk Ásgeirsdóttir verður prófessor við sálfræðideild

Dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir

Dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir hefur fengið framgang í stöðu prófessors við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Bryndís hefur starfað við HR síðan 2005 og er nú deildarforseti sálfræðideildar. Áður var hún forstöðumaður grunnnáms í sálfræði og íþróttafræði og leiddi uppbyggingu meistaranáms í klínískri sálfræði, hagnýtri atferlisgreiningu og doktorsnáms í sálfræði við háskólann.

31.3.2021 : Takmarkanir eftir páska - áhrif á kennslu og námsmat

Sólin í Háskólanum í Reykjavík

Í dag var birt ný reglugerð um takmarkanir á skólastarfi sem mun gilda frá 1. til 15. apríl. Þessi reglugerð heimilar staðnám að nýju og eykur svigrúm nokkuð frá núgildandi reglum. Meginatriðin eru tveggja metra fjarlægðatakmarkanir, hámark 50 nemendur í hóp og bann við blöndun milli hópa.

30.3.2021 : Lið Oxford-háskóla forritaði sig til sigurs í HR

Tveir menn standa við borð inni í kennslustofu

Alþjóðlega forritunarkeppninn NWERC fór fram í Háskólanum í Reykjavík um helgina. NWERC er svæðiskeppni Norður-Evrópu fyrir ACM-keppnina þar sem nemendur frá öllum heimshlutum keppa sín á milli í forritun.

24.3.2021 : Ekkert staðarnám til páska

Sóttvarnir og fyrirkomulag kennslu 2021

Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar fyrr í dag kom fram að staðarnám í háskólum verður óheimilt fram til 1. apríl. Enn fremur tekur gildi 10 manna samkomutakmörkun. Þetta hefur veruleg áhrif á kennslu og aðgengi að aðstöðu í HR næstu fimm virku daga, fram að páskafríi.

17.3.2021 : Rannsóknir hefjast á „skjálftariðu“

Rannsóknir hefjast á „skjálftariðu“ í HR

Vísindamenn við Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands, með stuðningi Landlæknis, Grindavíkurbæjar og fleiri aðila, eru að hefja rannsókn á hreyfiveiki í tengslum við yfirstandandi jarðskjálftahrinu á Reykjanesi, í nýju Hreyfiveikisetri í HR.

17.3.2021 : Hvatningarviðurkenningar Álklasans afhentar

Hvatningarviðurkenningar Álklasans voru afhentar fimm nemendaverkefnum sem öll tengjast áli á einn eða annan hátt.

Nýsköpunarmót Álklasans var haldið þriðjudaginn 16. mars í beinu streymi frá Háskólanum í Reykjavík. Hvatningarviðurkenningar Álklasans voru afhentar fimm nemendaverkefnum sem öll tengjast áli á einn eða annan hátt.

11.3.2021 : MR vann Stjórnunarkeppni framhaldsskólanna

Sigurliðið frá MR situr í tröppunum í Sólinni

Lið frá Menntaskólanum í Reykjavík vann Stjórnunarkeppni framhaldsskólanna, sem haldin er á vegum viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík, í ár. Í keppninni reyna lið framhaldsskólanema með sér í að stjórna fyrirtæki með sem bestum árangri. Í ár tóku hvorki meira né minna en 22 lið þátt skipuð 80 framhaldsskólanemum víðs vegar af landinu. Þetta var metþátttaka.

10.3.2021 : Heilar höfrunga og annarra hvala eru einstakir - vegna hitamyndunar, ekki gáfna

Í nýútkominni vísindagrein í Scientific Reports færir alþjóðlegur hópur vísindamanna fyrir því rök að stórir heilar hvala kunni að hafa þróast til að mynda hita. Hluti af gagnaöflun fyrir rannsóknina

Höfrungar og aðrir hvalir hafa allt að sex sinnum stærri heila en menn. Þeir geta vegið allt að 8 kg og engar skepnur á jörðinni hafa stærri heila. Þýðir þetta að hvalir og höfrungar hafi svipaða andlega getu og við mennirnir - eða jafnvel meiri?