Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrirsagnalisti

31.7.2020 : Um nýjar takmarkanir á samkomum og upphaf skólaársins

Mynd af sprittstandi og leiðbeiningum í HR vegna Kovit 19

Samkvæmt nýjum takmörkunum á samkomum sem gilda til 13. ágúst: https://www.covid.is/undirflokkar/hvad-thydir-samkomubann hefur tveggja metra reglan aftur tekið gildi og samkomur mega ekki vera stærri en 100 manns.

31.7.2020 : Langar þig að taka þátt í nýrri rannsókn á hreyfiveiki í Hreyfivísindasetri HR?

Sjoveiki093_small

Langar þig að taka þátt í nýrri rannsókn á hreyfiveiki í Hreyfivísindasetri HR? Rannsóknin fer fram í gegnum sýndarveruleika á palli sem hreyfist og líkir eftir öldum sem þátttakendur sjá í sýndarveruleikagleraugum.

24.6.2020 : HR einn af 60 bestu ungu háskólum heims

THE Young University Rankings 2020

Háskólinn í Reykjavík (HR) er í 59. sæti á nýjum lista Times Higher Education yfir 100 bestu ungu háskóla í heimi (Young Universities Ranking). Á listanum eru háskólar 50 ára og yngri en HR á sér aðeins um rúmra 20 ára sögu. 

23.6.2020 : Tuttugu og fimm hljóta raungreinaverðlaun HR

nemandi tekur við verðlaunum á frumgreinaútskrift

Háskólinn í Reykjavík verðlaunar nýstúdenta fyrir árangur í raungreinum á stúdentsprófi.

20.6.2020 : 600 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík

Útskriftarnemendur að taka á móti brottfararskírteini

Háskólinn í Reykjavík brautskráði 600 nemendur við hátíðlegar athafnir í Hörpu í dag laugardaginn 20. júní. Vegna takmarkana á hópastærðum vegna COVID-19 var brautskráningunni skipt í tvær athafnir og voru nemendur tæknisviðs útskrifaðir fyrir hádegi og nemendur samfélagssviðs eftir hádegi. 437 nemendur brautskráðust úr grunnnámi, 160 úr meistaranámi og þrír úr doktorsnámi. Í útskriftarhópnum voru 269 konur og 331 karl.

18.6.2020 : Umsóknum fjölgar um nám við Háskólann í Reykjavík

Mynd af nemendum á gangi um HR

Alls hafa Háskólanum í Reykjavík borist tæplega 3.900 umsóknir um skólavist fyrir næsta skólaár. Það er um 13% fjölgun frá síðasta ári og aldrei hafa fleiri sótt um nám við háskólann. Síðustu ár hafa um 1500 nemendur hafið nám að hausti, en gert er ráð fyrir að þeir verði mun fleiri í ár. Enn er opið fyrir umsóknir um undirbúning fyrir háskólanám í Háskólagrunni HR.

15.6.2020 : 42 nemendur ljúka undirbúningsnámi fyrir háskóla í Háskólagrunni HR

Háskólinn í Reykjavík brautskráði á föstudaginn, 12. júní, 42 nemendur sem hafa lokið Háskólagrunni HR frá frumgreinadeild háskólans. Þrettán nemendur brautskráðust af tækni- og verkfræðigrunni deildarinnar, 21 af laga- og viðskiptagrunni og átta af tölvunarfræðigrunni. Til viðbótar hafa 23 nemendur lokið viðbótarnámi við stúdentspróf við deildina. 

2.6.2020 : Opið fyrir umsóknir í Háskólagarða HR

Frá og með deginum í dag. 29. maí, er hægt að sækja um íbúðir og herbergi í nýjum Háskólagörðum Háskólans í Reykjavík. Háskólagarðarnir standa við Nauthólsveg, við rætur Öskjuhlíðar, og er um að ræða fyrsta áfanga þeirra.

29.5.2020 : Fjölbreytt úrval sumarnámskeiða

Hefur þig alltaf langað að prófa forritun? Langar þig að læra grunnatriði í mannauðsstjórnun? Viltu auka færnina í Revit? Háskólinn í Reykjavík hefur skipulagt sumardagskrá með námskeiðum fyrir háskólanema og almenning. Í sumarnámskeiðunum, sem flest hefjast í júní, geta háskólanemar lokið námskeiðum til eininga og nemendur HR hlotið margvíslegan undirbúning fyrir námið í haust. 

26.5.2020 : 150 ný sumarstörf sem tengjast rannsóknum, nýsköpun og þekkingariðnaði

Meistaranam-tolvunarfraedi2

Frá og með deginum í dag, 26. maí, er opið fyrir umsóknir um ný sumarstörf hjá Háskólanum í Reykjavík. Hægt er að senda inn starfsumsóknir til og með 5. júní nk. Flest störf hefjast 10. júní og er starfstímabilið tveir mánuðir. Störfin eru fyrir alla þá sem eru 18 og eldri.

25.5.2020 : Umsóknum um meistaranám fjölgar í öllum deildum

Nemendur í meistaranámi útskýra verkefni á töflu

Metfjöldi umsókna um meistaranám barst Háskólanum í Reykjavík í vor. Vegna COVID-19 var umsóknarfrestur framlengdur og rann út í flestum deildum á miðvikudaginn var, 20. maí.