Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrirsagnalisti

23.5.2017 : Nýsköpunarhugmyndir grunnskólanemenda verðlaunaðar í Sólinni

Stúlka stendur með tölvukupp í höndunum í miðri Sólinni

Klemmusnagi, hitaskynjari fyrir krana og einföld markatöng voru þær þrjár hugmyndir sem þóttu hvað bestar í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna í ár. Yfir 1100 hugmyndir frá 34 skólum víðs vegar af landinu bárust í keppnina. Lokahóf Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2017 var haldið í HR síðastliðinn laugardag.

22.5.2017 : Afreksíþróttafólk fær styrki til náms

Knattspyrnukonur berjast um boltann í leik

Íþróttasvið tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík mun frá og með næsta hausti velja nemendur í afrekshóp. Nemendur sem veljast í hópinn geta stillt námshraða sinn eftir álagi í íþróttum og þrír nemendur úr hópnum munu hljóta styrki til BSc-náms.

18.5.2017 : 112 nýjar stúdentaíbúðir í fyrsta áfanga Háskólagarða HR

Ari Kristinn rektor og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, takast í hendur

Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist við byggingu 112 stúdentaíbúða í fyrsta áfanga Háskólagarða Háskólans í Reykjavík í haust og að íbúðirnar verði tilbúnar sumarið 2019, samkvæmt samkomulagi sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, skrifuðu undir í dag.

17.5.2017 : Kepptu við Harvard í samningatækni í Suður-Ameríku

Negotiation_Challenge2017

Samningatækni er eitt þeirra viðfangsefna sem kennarar í MBA-námi og öðru meistaranámi við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík sérhæfa sig í. Árlega sendir deildin lið nemenda í keppnina Negotiation Challenge og keppnina var haldin í HR fyrir örfáum árum. Í þetta sinn var keppnin haldin í Bogotá í Kolumbíu.

16.5.2017 : Keilusnakkið varð hlutskarpast

Volcano_Seafood

Á hverju vori að loknum prófum er nemendum á fyrsta ári í grunnnámi úr öllum deildum HR skipað í 3-4 manna hópa af handahófi. Hóparnir fá það verkefni að leggja fram viðskiptaáætlun og frumgerð fyrir nýja viðskiptahugmynd á aðeins þremur vikum.

15.5.2017 : Viðurkenningar veittar og nýr kappakstursbíll sýndur á Tæknideginum

Team Sleipnir fagnar við hliðina á litlum bíl

Nemendur sýndu verkefni sín á göngum HR og í skólastofum. Þar mátti sjá meðal annars nýjan kappakstursbíl sem keppa mun í Formula Student-keppninni í sumar. Nemendur tækni- og verkfræðideildar sjá um hönnun og gerð bílsins.

9.5.2017 : Golfsambandið og HR í samstarf um rannsóknir á afrekskylfingum

Myndin sýnir framkvæmdastjóra Golfsambandsins og sviðsstjóra íþróttafræðisviðs HR takast í hendur

Golfsamband Íslands (GSÍ) og íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík munu kosta meistaraverkefni í íþróttavísindum og þjálfun við HR þar sem fylgst verður með líkamlegri getu, hreyfifærni og sálfræðilegum þáttum afrekskylfinga næstu tvö árin. Forsvarsmenn Golfsambandsins (GSÍ) og íþróttafræðisviðs HR skrifuðu nýlega undir samning þar að lútandi.

3.5.2017 : Stofnaði samtök sem nýta þekkingu verkfræðinema í Úganda

Fólk situr í kringum borð í Úganda og talar saman

Kyle Edmunds er doktorsnemi og stundakennari í heilbrigðisverkfræði við tækni- og verkfræðideild HR. Á síðasta ári stofnaði hann samtökin EGD, eða Engineers for Global Development. Hann segir EGD vera frjáls félagasamtök sem ætli að nýta krafta og þekkingu nemenda í verkefni sem efla fátæk samfélög um allan heim, til dæmis með því að aðstoða þau við að tryggja aðgang að hreinu vatni.  

28.4.2017 : Grunnskólastelpur kynntust fyrirmyndum í tæknigeiranum á Stelpum og tækni

Stelpur og tækni í HR 2017. Hópmynd tekin í tröppunum í Sólinni.

Um 400 stelpur úr grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu komu í heimsókn í HR í gær til að kynna sér fjölbreytt tæknileg viðfangsefni og starfsmöguleika í tæknifyrirtækjum. Markmiðið er að vekja áhuga stelpna á fjölbreyttum möguleikum í tækninámi og störfum, kynna þær fyrir fyrirmyndum í tæknigeiranum og brjóta niður staðalímyndir.

25.4.2017 : Nemendur geti skapað störf framtíðarinnar

Hópur af nemendum situr í hópavinnuherbergi og hlæja

Frá og með næsta hausti býðst öllum nemendum í meistaranámi við Háskólann í Reykjavík að leggja sérstaka áherslu á nýsköpunar- og frumkvöðlafræði í námi sínu. Komið hefur verið á fót nýrri áherslulínu í nýsköpun og frumkvöðlafræðum sem er ætlað að veita nemendum færni til að skapa ný tækifæri í síbreytilegu viðskiptaumhverfi nútímans.

18.4.2017 : Nemendur HR forrita tímamótaleik fyrir EVE Online

Skjáskot úr leiknum EVE Online sýnir geimskip

Nemendur við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík taka þessa dagana þátt í rannsóknarverkefni sem vakið hefur verðskuldaða athygli undanfarið. Verkefnið heitir Project Discovery og er unnið í samstarfi við CCP.