Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrirsagnalisti

28.10.2020 : Ísland verður miðstöð alþjóðlegra svefnrannsókna

Erna Sif Arnardóttir

Svefnbyltingin – þverfaglegt og alþjóðlegt rannsókna- og þróunarverkefni, sem leitt er af Ernu Sif Arnardóttur, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur fengið vilyrði fyrir tveggja og hálfs milljarða króna (15 milljón evra) styrk til fjögurra ára úr Horizon 2020 rammaáætlun ESB fyrir rannsóknir og nýsköpun. Að rannsóknunum koma vísindamenn við verkfræði-, tölvunarfræði-, sálfræði- og íþróttafræðideildir Háskólans í Reykjavík, íslensk fyrirtæki, hátt í 40 samstarfsaðilar í evrópskum háskólum, heilbrigðisstofnunum og fyrirtækjum ásamt áströlskum háskóla. 

26.10.2020 : Hringdu í alla nemendurna

Anna Sigríður Bragadóttir

Anna S. Bragadóttir tók við starfi forstöðumanns frumgreinadeildar Háskólans í Reykjavík við byrjun haustannar. Innan frumgreinadeildar er kenndur Háskólagrunnur HR sem er undirbúningsnám fyrir háskólanám. Hún segir nemendur bera sig vel á undarlegum tímum kófsins en hún hringdi í nokkra tugi þeirra fyrir stuttu – bara til að heyra í þeim hljóðið.

12.10.2020 : Framkvæmd EES-samningsins á Íslandi og stjórnskipuleg álitamál

prófessor heldur á bók

Bókin Framkvæmd EES-samningsins á Íslandi og stjórnskipuleg álitamál er nú komin út. Höfundur bókarinnar er dr. Margrét Einarsdóttir, prófessor við lagadeild, en bókin byggir að stórum hluta á doktorsritgerð hennar. 

 

 

8.10.2020 : Tveggja metra reglan tekin upp að nýju

Mynd af sprittstandi og leiðbeiningum í HR vegna Kovit 19

Vegna fjölda Covid smita í samfélaginu hafa yfirvöld gripið til hertra sóttvarna, sem meðal annars leiða til frekari takmörkunar á skólastarfi. 

28.9.2020 : Leggur til að lög séu samin á grunni tölulegra gagna um vilja fólks

Haukur Logi Karlsson nýdoktor við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

Út er komin bókin „Conceptualising Procedural Fairness in EU Competition Law“ eftir Hauk Loga Karlsson, nýdoktor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Titill bókarinnar gæti útlagst á íslensku sem „Greining hugmyndarinnar um sanngjarna málsmeðferð í evrópskum samkeppnisrétti“. Í bókinni fjallar höfundur um ólíkar hugmyndir um hvað felist í sanngjarni meðferð samkeppnismála hjá dómstólum Evrópusambandsins.Þar takast á sjónarmið þeirra sem telja núverandi kerfi fullnægjandi og þeirra sem finnst að meiri þurfa að gera til að tryggja sanngjarna málsmeðferð. Á grundvelli umfjöllunar um samkeppnisrétt leggur Haukur til nýstárlegar aðferðir við lagasetningu þar sem skoðanir og viðhorfs fólks væru metin með tölulegum gögnum.

23.9.2020 : Hannes Högni Vilhjálmsson prófessor við tölvunarfræðideild

Hannes Högni Vilhjálmsson prófessor við tölvunarfræðideild

Dr. Hannes Högni Vilhjálmsson hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík eftir mat alþjóðlegrar hæfisnefndar. Hannes Högni er virtur fræðimaður á sínu sviði og rannsóknir hans og ritstörf hafa vakið mikla athygli á alþjóðlegum vettvangi. Hann sinnir fjölbreyttri kennslu við tölvunarfræðideild og hefur meðal annars þróað ný námskeið á sviði leikjavélagerðar, máltækni og sýndarumhverfis.

17.9.2020 : Smit staðfest innan nemendahóps

Mynd af sprittstandi og leiðbeiningum í HR vegna Kovit 19

Staðfest hefur verið að Covid-smit hafi greinst í vikunni meðal nemenda Háskólans í Reykjavík. Ekki virðist vera um útbreitt smit að ræða því allir þeir nemendur sem hafa fengið staðfest smit, utan einn, tengjast og eru innan sama nemendahóps.

17.9.2020 : Árangur íslenska módelsins kannaður í Litháen

Frá því að þrjár stærstu borgir í Litháen tóku upp hið svokallaða íslenska módel árið 2006 hefur neysla ungmenna þar í 10. bekk á nikótíni, áfengi, kannabis og amfetamíni minnkað línulega. Á sama tímabili hafa mælingar á lykil forvarnarþáttum breyst til batnaðar þar sem ugmennin eru til dæmis líklegri nú en áður til að stunda íþróttir og segja foreldra sína vita frekar hvar og með hverjum þau eru á kvöldin.

 

14.9.2020 : „Námsframboðið þarf að vera í sífelldri þróun“

Vinnuumhverfi okkar og viðfangsefni starfanna er síbreytilegt enda á sér stað stafræn bylting vinnumarkaðarins, oft nefnd fjórða iðnbyltingin. Hvað mun breytast? Hvað verður alfarið stafrænt? Hverju verður gert hærra undir höfði? Hversu ofarlega á baugi verða umhverfismál? Ásdís Erla Jónsdóttir er forstöðumaður Opna háskólans í HR. Hún rýnir í framtíð starfa á hverjum degi og fylgist vel með enda er það hlutverk skólans, í samvinnu við akademískar deildir HR og atvinnulíf­ ið, að gera starfsfólk fyrirtækja og stofnana tilbúið að laga sína starf­ semi að þróuninni og um leið að auka samkeppnishæfni landsins.

2.9.2020 : HR efstur íslenskra háskóla á lista Times Higher Education

Meðal 350 bestu háskóla í heiminum og efstur á lista yfir áhrif rannsókna í fræðasamfélaginu

Á nýútkomnum lista Times Higher Education (THE) yfir bestu háskóla heims, sem birtur var í dag, er Háskólinn í Reykjavík í sæti 301-350 og efstur íslenskra háskóla. Enn fremur er HR áfram í efsta sæti listans á mælikvarða sem metur áhrif rannsókna í fræðasamfélaginu. Áhrifin eru metin út frá fjölda tilvitnana í vísindagreinar, það er, hversu oft aðrir vísindamenn vitna í niðurstöður fræðimanna háskólans í ritrýndum vísindagreinum.

1.9.2020 : Sveinn Viðar Guðmundsson nýr forseti viðskiptadeildar

Sveinn hefur frá árinu 2000 starfað við hinn virta Toulouse Business School (TBS) í Frakklandi, fyrst sem dósent og síðar sem prófessor í stefnumótun og forstöðumaður rannsóknamiðstöðvar fyrir hagrannsóknir og stjórnun í flug- og geimgeiranum. Þar stýrði hann einnig námi í stefnumótun, samstarfi fyrirtækja og stefnumótandi framsýni innan MBA-námsbrautarinnar.