Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrirsagnalisti

10.5.2021 : Ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi

Sóttvarnir og fyrirkomulag kennslu 2021

Ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi tók gildi í dag og gildir til 26. maí. Það verða ekki miklar breytingar á starfinu í HR með henni en það er engu að síður jákvætt að smám saman sé unnt að létta á takmörkunum og lífið sé að færast í eðlilegra horf.

5.5.2021 : Háskólagrunnur HR hefur starfsemi á Austurlandi

Frá undirritun samstarfssamningsins: Einar Már Sigurðarson formaður Austurbrúar, Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Mynd/Gunnar Gunnarsson

Frá og með næsta hausti mun Háskólinn í Reykjavík bjóða upp á undirbúningsnám fyrir háskólanám á Austurlandi, í samvinnu við Háskólann á Akureyri. Námið verður sveigjanlegt, blanda af hefðbundnu og stafrænu námi, með kennslu og aðstöðu í Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði.

3.5.2021 : Stærsta nýsköpunarnámskeið landsins

Nýsköpun og stofnun fyrirtækja er eitt af svokölluðum þriggja vikna námskeiðunum í Háskólanum í Reykjavík og það sem er hvað best þekkt. Námskeiðið hefur verið þróað yfir mörg ár innan viðskiptadeildar HR og hefur jafnvel verið fyrirmynd háskóla í Kanada að sambærilegu námskeiði. Í námskeiðinu í ár taka þátt yfir 620 nemendur í BA- og BSc-námi úr öllum deildum og mynda 125 teymi þvert á námsbrautir.

29.4.2021 : Skýrsla um akademískan styrk HR birt

HR-i-ljosaskiptunum

Ný skýrsla um akademískan styrk HR hefur verið gefin út. Skýrslan er yfirlit yfir birtingar akademískra starfsmanna HR sem eru með rannsóknarskyldu og taka þátt í rannsóknarmati skólans.

29.4.2021 : Námskeið í gervigreind fyrir alla

Við tökum þátt í gervigreindaráskoruninni

Stjórnvöld, í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands, hafa opnað 30 klukkustunda vefnámskeið um gervigreind sem er opið öllum almenningi. Markmið þess er að gera þekkingu á gervigreind aðgengilega fyrir alla svo fólk finni kraft og tækifæri í nýrri tækni og styrkja starfsmöguleika og starfshæfni Íslendinga. Ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, standa á bak við verkefnið ásamt háskólunum tveimur.

28.4.2021 : Háskólinn í Reykjavík tekur þátt í samstarfi um rannsóknir og þróun á bálkakeðjum

Reykjavik University to participate in Ripple’s University Blockchain Research Initiative (UBRI)

Háskólinn í Reykjavík hefur gerst meðlimur í rannsókna- og þróunarsamstarfi yfir þrjátíu og fimm háskóla um allan heim, sem leitt er af Ripple, leiðandi fyrirtæki á notkun bálkakeðja í fjártækni, rafmyntum og stafrænni greiðslumiðlun. Markmið samstarfsins er að nota bálkakeðjur til að þróa nýjar lausnir í fjártækni.

26.4.2021 : Liðið :) úr FB og MR vann Forritunarkeppni framhaldsskólanna

Sigurliðið í Alpha, efstu deild keppninnar, kom úr FB og MR og var skipað þeim Elvari Árni Bjarnasyni, Samúel Arnari Hafsteinssyni og Benedikt Vilja Magnússyni.

Forritunarkeppni framhaldsskólanna fór fram um liðna helgi þegar 58 lið skipuð alls 135 keppendum úr þrettán framhaldsskólum öttu kappi í forritun. Keppnin fór alfarið fram á netinu í ár sem kom ekki að sök þar sem þátttaka og áhugi nemenda var síst minni en fyrri ár.

26.4.2021 : Hagnýttu orku sem vanalega fer til spillis

Iðnhönnuðurinn Sigga Heimis leiðbeindi nemendum í hönnun í vél- og orkutæknifræði 

26.4.2021 : Vísindamenn finna örplast í Vatnajökli

Vatnajokull

Örplastagnir í náttúrunni geta mögulega flýtt fyrir bráðnun jökla og haft þannig áhrif á hækkandi sjávarstöðu. Fyrstu niðurstöður rannsóknar á dreifingu örplasts í Vatnajökli, stærsta jökli í Evrópu, voru birtar nýlega í vísindaritinu Sustainability. Þar fundu vísindamenn Háskólans í Reykjavík, Háskólans í Gautaborg og Veðurstofu Íslands örplast í ísnum sem tekinn var á fáförnu svæði á ísbreiðunni.

21.4.2021 : MBA nemendur vinna að stefnumótun íslenskra sprotafyrirtækja með sérfræðingum MIT DesignX

MBA MIT

„Þetta er verkefnið þar sem allt sem við höfum lært í MBA náminu kemur saman!“