Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrirsagnalisti

17.11.2017 : Stelpur vilja bara forrita

Þrjár stelpur sitja í skólastofu í HR fyrir framan tölvu

Í síðustu viku var haldin vinnustofa í Háskólanum í Reykjavík þar sem stelpur prófuðu sig áfram í forritun undir leiðsögn kennara og nemenda HR. Þessi vinnustofa var liður í verkefni sem Háskólinn í Reykjavík tekur þátt í sem miðar að því að auka aðsókn ungra kvenna í framhaldsskólum í upplýsingatækninám.

12.11.2017 : MH vann Boxið – framkvæmdakeppni framhaldsskólanna 2017

Ungur maður stendur upp og fagnar

Lið Menntaskólans við Hamrahlíð vann Boxið – framkvæmdakeppni framhaldsskólanna í ár, eftir æsispennandi keppni. Átta lið frá jafnmörgum framhaldsskólum kepptu til úrslita í dag í Háskólanum í Reykjavík. Lið Menntaskólans Í Reykjavík varð í öðru sæti og lið Fjölbrautarskóla Suðurlands í því þriðja.

9.11.2017 : Kynntu sér tæknigreinar í Hringekjunni

Um 40 ungmenni úr 9. og 10. bekk Breiðsholtsskóla brugðu út af vananum í dag og settust á skólabekk í Háskólanum í Reykjavík. Þar fræddust þau um tölvunarfræði, forritun, verkfræði og önnur vísindi.

6.11.2017 : Skrifuðu um verkefnastjórnun og ákvörðunarlíkön

Nokkrar bækur standa á borði

Þeir dr. Jónas Þór Snæbjörnsson, prófessor og dr. Þórður Víkingur Friðgeirsson, lektor, hafa fyrir hönd tækni- og verkfræðideildar HR, tekið þátt í ERASMUS+ verkefni sem hafði það að markmiði að semja sex handbækur um stjórnun við mannvirkjagerð.

6.11.2017 : Þrívíddarprentuð líffæri, sýndarverur sem semja djass og endalok hins frjálsa vilja

Svartklæddar konur standa upp við skápa í HR og horfa í myndavélina

Tímarit Háskólans í Reykjavík er komið út í níunda sinn og inniheldur að vanda fjölbreyttar greinar og viðtöl um rannsóknir og önnur viðfangefni nemenda og kennara við HR, í lífi og starfi.

1.11.2017 : LS Retail og HR vinna saman að rannsóknum í markaðsfræði og neytendasálfræði

Viðskiptavinir Málsins í HR velja sér mat

LS Retail og Háskólinn í Reykjavík munu vinna saman að rannsóknum á smásöluverslun innan rannsóknarseturs HR í markaðsfræði og neytendasálfræði, samkvæmt nýjum samstarfssamningi. Rannsóknirnar miða að því að greina hvernig hefðbundin smásala geti brugðist við nýrri tækni og sífellt auknum kröfum neytenda. Sem dæmi um breytt verslunarumhverfi nútímans má nefna nýlegar verslanir þar sem viðskiptavinir taka vörur úr hillum án þess að borga fyrir þær á staðnum. 

1.11.2017 : Icelandair styður meistara- og doktorsnema við HR og HÍ

Þrír menn standa upp við vegg og takast í hendur

Icelandair hefur gert samstarfssamning við Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands  um stuðning félagsins við nemendur skólanna, einkum meistara- og doktorsnema. Samstarfið felst í því að Icelandair leggur fjármuni til sérstakra sjóða sem eru í vörslu og umsjón skólanna. Skólarnir ráðstafa fé úr sjóðunum til verkefna sem tengjast flugi og flugtengdri starfsemi og ákveða skólarnir upphæð einstakra styrkja.

23.10.2017 : Vel sóttur fundur frambjóðenda - upptaka

20171023_120827_resized

Lögrétta, félag laganema við Háskólann í Reykjavík, stóð fyrir fundi í hádeginu með formönnum átta stærstu flokkanna sem eru í framboði fyrir Alþingiskosningar. Kosið verður næstkomandi laugardag og því var þetta kjörið tækifæri fyrir starfsfólk og nemendur HR að kynna sér stefnu flokkanna átta.

17.10.2017 : Sigurður Ingi Erlingsson nýr prófessor við tækni- og verkfræðideild

Sigurður Ingi Erlingsson

Dr. Sigurður Ingi Erlingsson hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hann heldur opinn framgangsfyrirlestur í HR á morgun, miðvikudaginn 18. október kl. 15:00 í stofu M103. Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku og ber titilinn: „How I learned to stop worrying and love quantum mechanics.“

12.10.2017 : Fjölmenni á Tæknidegi fjölskyldunnar í Neskaupstað

Ungir drengir sitja við borð og eru spenntir í spjaldtölvum

Tæknidagur fjölskyldunnar var haldinn í fimmta sinn laugardaginn 7. október 2017 í Verkmenntaskóla Austurlands. Háskólinn í Reykjavík tók að venju þátt í glæsilegri dagskrá en það voru /sys/tur og Skema í HR þetta árið, sem buðu gestum að prófa að forrita og nota hið stórskemmtilega Makey Makey.

11.10.2017 : Hljóta 50 milljóna króna styrk frá ESB til rannsókna í ákvörðunarfræðum

Hópur fólks stendur fyrir framan byggingu og horfir í myndavélina

Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík í gegnum CORDA, rannsóknasetur í ákvörðunar- og áhættufræðum, tekur nú þátt í Evrópuverkefninu D'Ahoy ásamt nokkrum öðrum evrópskum háskólum og menntastofnunum. Verkefnið hlaut 50 milljóna króna styrk (396.000 evrur) úr ERASMUS+ rannsóknaáætlun Evrópusambandsins.