Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrirsagnalisti

30.9.2022 : Rektor HR fjallar um samspil vísinda og stjórnmála á Norrænum háskóladögum

Þrjár konur og einn karlmaður sitja fyrir svörum á ráðstefnu fyrir framan áhorfendur. Karlmaður heldur á hljóðnema.

Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, sótti Norræna háskóladaga 26. og 27. september 2022 í Brussel. Á ráðstefnunni komu saman yfir sextíu rektorar norrænna háskóla ásamt fulltrúum frá framkvæmdastjórn ESB, Evrópska rannsóknarráðinu, Evrópuþinginu, fastafulltrúum og sendinefndum ESB. Ragnhildur sat fyrir svörum á fundi Evrópuþingmanna og ræddi þar fyrst og fremst samspil vísinda og stjórnmála, ásamt því að svara spurningum um norræna háskóla.

29.9.2022 : Tættu í sundur tölvu og spilaðu á vatnspíanó

Visindavaka-frett-2022

Á Vísindavöku nú um helgina gefst gestum og gangandi tækifæri á að skoða, prófa og uppgötva brot af þeim metnaðarfullu rannsóknum sem stundaðar eru innan Háskólans í Reykjavík. Vísindavaka er ætluð öllum aldurshópum en markmiðið með henni er að færa vísindin nær almenningi, kynna manneskjurnar á bak við vísindin og vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi.

27.9.2022 : Hugmyndir að samstarfsverkefnum háskólanna

Horft yfir Háskólann í Reykjavík og Nauthólsvík

Starfsfólk Háskólans í Reykjavík er hvatt til að kynna sér Samstarfssjóð háskóla sem háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur sett á laggirnar. Kallað er eftir hugmyndum frá starfsfólki um möguleg samstarfsverkefni HR við aðra háskóla fyrir lok þessarar viku. 

26.9.2022 : Byggðaþróun - styrkir til meistaranema

Sveitabær

Byggðastofnun auglýsir styrki til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðaþróunar. Kostur er ef verkefnin hafa skírskotun til byggðaáætlunar. Til úthlutunar er allt að 1.000.000 kr. og stefnt er að því að veita fjóra styrki.

23.9.2022 : Hnattrænar áskoranir framtíðarinnar

Radstefna-Barcelona

Dagana 13.-16. september tóku fulltrúar frá alþjóðaskrifstofu HR þátt í ráðstefnu European Association for International Education (EAIE) í Barcelona þar sem um 6300 þátttakendur frá 90 löndum voru samankomnir. Þetta var í 32. skipti sem ráðstefnan er haldin og urðu mikilir fagnaðarfundir kollega eftir tveggja ára rafræn samskipti.

22.9.2022 : Nýr langtímasamningur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis við Háskólann í Reykjavík

Tvær konur standa við borð og skrifa undir samning

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, og rektor Háskólans í Reykjavík, Ragnhildur Helgadóttir, hafa undirritað nýjan þjónustusamning til næstu fimm ára (2023-2027) um kennslu og rannsóknir við skólann. Með þessum nýja langtímasamningi við HR styður ráðuneytið við stöðugleika og fyrirsjáanleika í starfsemi háskólans og eykur möguleika hans til langtímafjármögnunar og verkefna til lengri tíma.

22.9.2022 : Auka verður jafnrétti fólks af erlendu bergi brotnu hérlendis

Paola-Cardenas

Paola Car­den­as, klínískur sál­fræðing­ur, fjöl­skyldu­fræðing­ur og doktorsnemi í sál­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík, er nýr formaður inn­flytj­endaráðs. Hún er skipuð af Guðmundi Inga Guðbrands­syni, fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra. Paola hefur á undanförnum þremur árum rannsakað félagslegar aðstæður og líðan flóttabarna- og ungmenna á Íslandi.

19.9.2022 : Keppt í ísboðhlaupi og skutlukeppni

P1122604

Stúdentafélagið í HR stóð fyrir árlegum Ólympíuleikum SFHR í síðustu viku. Þar koma nemendur úr öllum deildum innan skólans saman og keppa í nokkuð nýstárlegum og skemmtilegum greinum m.a. ísboðhlaupi og skutlukeppni svo og hefðbundnari íþróttagreinum. Að vanda endaði Ólympíuvikan með risa alvöru Ólympíupartýi þar sem nokkur hundruð nemendur mættu og skemmtu sér saman.

19.9.2022 : Ný stjórn HR semur við rektor til fjögurra ára

Fjórar konur og tveir karlar uppstillt og horfa í myndavélina, standandi í fyrir framan líkan af byggingu Háskólans í Reykjavík. Í bakgrunni er merki Háskólans í Reykjavík

Ný stjórn Háskólans í Reykjavík hefur framlengt ráðningarsamning dr. Ragnhildar Helgadóttur rektors til ársins 2026. Hún tók við stöðunni af dr. Ara Kristni Jónssyni árið 2021 en hann hafði verið rektor í ellefu ár. Ragnhildur gerði upphaflega samning til eins árs, sem hefur nú verið framlengdur.

19.9.2022 : Námsleikir til að bylta stærðfræðinámi barna

P1110709

Fyrirtækið varð til við þverfaglegar rannsóknir í sálfræði og tölvunarfræði í hugbúnaðarkerfinu Aperio við Háskólann í Reykjavík. Þriggja ára rannsóknir á áhrifum styrkingarhátta í tölvuleikjum leiddu til þróunar námsleiks sem nýtir blöndu styrkingarhátta til að hámarka áhuga og árangur barna í stærðfræði. Rannsóknin sýndi að börn lærðu að meðaltali fjórfalt hraðar í námsleiknum og börn með undirliggjandi námsörðugleika lærðu allt að tólffalt hraðar.

16.9.2022 : Minecraft, vatnspíanó og vélmenni

Skema_Alm-myndataka-i-Solinni_00A1278-copy


Laugardaginn 17. september mun Skema bjóða upp á sannkallað tækniævintýri í Smáralindinni milli 11:00 og 17:00. Gestir og gangandi geta kynnt sér og prófað ýmislegt sem Skema í HR nýtir á námskeiðum sínum m.a. vatnspíanó, Minecraft, tölvuleikjaforritun, vélmenni og forritunarleikir fyrir yngri kynslóðina.

15.9.2022 : Fallegir garðar og bar í skipi

P1108835

Ágúst Örn Eiðsson, tölvunarfræðinemi við Háskólann í Reykjavík, stundar nú skiptinám við TUM eða Technical University of Munich í Þýskalandi. Ágúst ákvað að fara í tölvunarfræði þar sem hann hefur alltaf haft mikinn áhuga á tölvum og hefur gaman af því að leysa ýmis vandamál og reyna að finna nýjar lausnir.

15.9.2022 : Nýir meðlimir í háskólaráði HR og nýr formaður

Sjö manns, fjórar konur og þrír karlar standa í hóp í stiga í HR

Fyrsti fundur háskólaráðs Háskólans í Reykjavík undir stjórn nýs formanns, Guðbjargar Eddu Eggertsdóttur, fór fram 14. september síðastliðinn. Á fundinum var tímabilið framundan undirbúið.

14.9.2022 : Metnaðarfullur hasarævintýraleikur

P1109992_1663145693581

Myrkur Games var stofnað árið 2016 af þremur nemendum úr Háskólanum í Reykjavík, þeim Halldóri Snæ Kristjánssyni, Daníel Arnari Sigurðssyni og Friðriki Aðalsteini Friðrikssyni. Fyrirtækið spratt upp úr samstarfi þeirra í þriggja vikna áfanga í leikjagerð og síðar lokaverkefni í sýndarveruleika.

13.9.2022 : Löngu búinn að missa tölu á öllum matarboðunum

290912229_432913272031663_2250804953852034109_n-1-

Sigurgeir Sveinsson nemur byggingafræði við Háskólann í Reykjavík. Hann segir fagið heillandi en á síðustu vorönn lét hann ævintýraþrána ráða ferðinni og hélt í skiptinám alla leið til Jórdaníu. Sigurgeir segir mikilvægt að halda í skiptinám með opnum huga og nýta sér öll þau tækifæri sem bjóðast á meðan því stendur.

12.9.2022 : Rík íþróttamenning í Köln heillaði

Skiptinam-Olof-maria-6

Fimleikaþjálfarinn og verðandi íþróttafræðingurinn Ólöf María Ásmarsdóttir lifir og hrærist í heimi íþróttanna. Hún stundar BS nám í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík en dvelur um þessar mundir í Þýskalandi, nánar tiltekið í Köln, þar sem hún stundar skiptinám við German Sport University. Hún lýsir skólanum sem draumaskóla allra íþróttafræðinga og íþróttafólks þar sem fjölbreytt nám er í boði og nemendur frá ólíkum heimshornum kynnast og sameinast í sönnum íþróttaanda.

12.9.2022 : Virkni og vellíðan í Kórnum

P1111481

Verkefni íþróttafræðinema við Háskólann í Reykjavík eru af ýmsum toga og nú í vikunni sá hópur nemenda um að framkvæma mælingar á eldri borgurum sem taka þátt í heilsueflingunni Virkni og Vellíðan.

9.9.2022 : Málþing lagadeildar í tilefni 20 ára afmælis

Göngustígur fyrir utan Háskólann í Reykjavík

Málþingið verður haldið í stofu M101 í Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 29.september kl.14:00 – 16:00.

9.9.2022 : Fátt sem hefur kennt meira en vinnan hjá Læknum án landamæra

Kona í svörtum bol, merktum Medecins sans Frontieres. Í bakgrunni eru tré, tjöld og jeppar.

Lára Jónasdóttir, verkefnastjóri Svefnseturs við Háskólann í Reykjavík starfaði í mörg ár í fjölmörgum löndum hjá Læknum án landamæra. Hún segir frá reynslu sinni á upplýsingafundi samtakanna 15. september næstkomandi. 

8.9.2022 : Kallað eftir ungu fólki til þátttöku í Svefnbyltingunni

Svefn_shutterstock_1451195096

Svefn er ein af grunnstoðum heilbrigðs lífs og hefur áhrif á allt okkar líf. Ungt fólk hefur nú tækifæri á að leggja sitt af mörkum til svefnrannsókna en leitað er að þátttakendum á aldrinum 18-40 ára í lífstílsrannsókn hjá Svefnbyltingunni.

7.9.2022 : Ómetanlegt að heyra reynslusögur kennara úr faginu

Thelma-Theodors-Hotel-og-veitinga_00A7751-copy

Við Opna Háskólann í HR er í boði námslína í samstarfi við Cézar Ritz Colleges í Sviss sem sérhæfir sig í því að undirbúa nemendur fyrir alþjóðlegar stjórnunarstöður í hótel- og veitingahúsageiranum.

6.9.2022 : Hvetja konur til náms í tæknigreinum

Fjórar konur og einn karlmaður standa hlið við hlið í HR. Stigi í bakgrunni.

Síminn og Háskólinn í Reykjavík hafa undirritað fimm ára samstarfssamning um stuðning Símans við konur með framúrskarandi námsárangur til náms í tæknigreinum í HR. Markmiðið er að fjölga konum sem útskrifast úr tæknigreinum.

5.9.2022 : Samkomulag um aukið samstarf HR og Columbia háskóla

Kona í appelsínugulum kjól og maður í jakkafötum standa við borð með pappírum á. Stigi í bakgrunni.

Aukin tækifæri fyrir nemendur og starfsfólk felast í samstarfi Háskólans í Reykjavík og Teachers College (TC), Columbia Háskóla í New York. Samstarf skólanna hefur verið til staðar allt frá árinu 2005 og verið öflugt. 

5.9.2022 : Mikilvæg tengsl við atvinnulífið

290985148_8013623428649479_1624959952350060961_n

Sívaxandi kröfur eru gerðar til stjórnenda samtímans. Með því að ljúka PMD stjórnendanámi HR hafa stjórnendur eflt til muna faglega þekkingu sína og aukið færni sína, frumkvæði og sjálfstraust.

5.9.2022 : Nýr prófessor við íþróttafræðideild HR

Maður stendur við stigahandrið og horfir brosandi í myndavélina, á ganginum í Háskólanum í Reykjavík.

Peter O‘Donoghue er nýráðinn prófessor við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík. Hann er þekktur víða fyrir vinnu sína, rannsóknir og kennslu á sviði frammistöðugreininga í íþróttum (e. sport performance analysis) og er afkastamikill fræðimaður. 

2.9.2022 : Forsetalistaathöfn Háskólans í Reykjavík

HRforsetalisti2022-60

Forsetalistahöfn var haldin miðvikudaginn 31. ágúst, þar sem nemendum var veitt viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur í námi á vorönn 2022. Þessir nemendur komast á forsetalista og fá niðurfelld skólagjöld komandi annar.

31.8.2022 : Vistkerfi nýsköpunar og hlutverk háskóla

Horft yfir Háskólann í Reykjavík og Nauthólsvík

Dr. Phil Budden frá MIT Sloan School of Management heldur fyrirlestur í HR þriðjudaginn 6. september 2022. 

31.8.2022 : Fengu styrk úr Námssjóði Sameinaðra verktaka

Svarthvítar myndir af sex einstaklingum, fjórum konum og tveir menn.

Sex nemendur Háskólans í Reykjavík fengu á dögunum styrk úr Námssjóði Sameinaðra verktaka en nemendur í tæknifræði, verkfræði og tölvunarfræði við HR geta sótt um styrkinn.

31.8.2022 : Vilja mynda einingu meðal allra nemenda

Hópur fólks inni í skólastofu. Fimm konur og tveir menn, sum standa og sum sitja.

Jón Goði Ingvarsson tók nýlega við sem forseti Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík (SFHR) sem er hagsmunafélag stúdenta við HR. Formaður félagsins er kosinn árlega og situr fundi framkvæmdarstjórnar HR ásamt því að sitja í stjórn fulltrúaráðs Landssamtaka íslenskra stúdenta.

29.8.2022 : Námsstyrkir til nemenda í verkfræði og raunvísindum

Velaverkfraedi_SaraAmandaBjarmi_00A0437-copy

Stjórn Minningarsjóðs Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar auglýsir hér með eftir styrkumsóknum vegna náms á skólaárinu 2022-2023. Styrkirnir eru ætlaðir nemendum í verkfræði- og raunvísindagreinum og hafa þeir einkum verið veittir nemendum í framhaldsnámi.

25.8.2022 : Kauphallardagur 2022 á vegum lagadeildar HR og Nasdaq Iceland

Kauphallaradagu-event-mynd

Lagadeild Háskólans í Reykjavík og Nasdaq Iceland standa fyrir Kauphallardegi föstudaginn 2. september næstkomandi. Á dagskrá verða erindi þar sem fjallað verður um ýmis praktísk lögfræðileg viðgangsefni á sviði verðbréfamarkaðsréttar.