Fréttir eftir árum


Forsíðufréttir

Klara Kristín Arndal, Háskólagrunnur

Háskólagrunnur // Klara Kristín: Dásamlegt að sjá fólk blómstra í háskólagrunninum - 1.6.2023

Klara Kristín Arndal kennir ensku og aðrar greinar í háskólagrunni Háskólans í Reykjavík. Háskólagrunnur er undirbúningsnám fyrir þá sem eru ekki með stúdentspróf en stefna á háskólanám.

Lesa meira
Sigurjón Breki, Háskólagrunnur

Háskólagrunnur // Sigurjón Breki: Æðisleg tilfinning þegar maður fær forrit til að virka - 31.5.2023

Sigurjón Breki Gunnlaugsson er 24 ára nemi í tölvunarfræðigrunni Háskólans í Reykjavík. Sigurjón segist alltaf hafa verið heillaður af forritun og stefnir á að verða forritari í framtíðinni.

Lesa meira
Þórir Hergeirsson þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta.

Íþróttafræði // Úr húsasmíði á HM í handbolta - 30.5.2023

Að sögn Þóris Hergeirssonar, þjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta skiptir máli að þjálfa upp þol hjá liðinu gagnvart afgerandi gæðaleikmönnum, sem hann kallar prímadonnur. Þórir deildi fróðleiksmolum frá mögnuðum ferli á hátíðarfyrirlestri í HR.

Lesa meira
Greda_02-1-of-1-002-_1685455397238

Lyfta lokinu af þögninni og skömminni - 30.5.2023

Háskólinn í Reykjavík býður til ráðstefnu um kynferðisbrot gegn drengjum fimmtudaginn 1. júní í samstarfi við Háskólann á Akureyri, Lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, Fangelsismálastofnun ríkisins og Barna- og fjölskyldustofu. Sérfræðingar á ýmsu sviðum í sálfræði, hjúkunarfræði, afbrotafræði, lögfræði og sérfræðingur frá Stígamótum munu halda erindi á ráðstefnunni.

Lesa meira
Margret-Anna-Einarsdottir

Meðal áhrifamestu kvenfrumkvöðla í stjórnmálum og viðskiptum á heimsvísu - 30.5.2023

Margrét Anna Einarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Justikal, lauk bæði grunn- og meistaranámi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún komst nýverið, ásamt Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á lista NBC yfir 23 áhrifa­mestu kven­frum­kvöðlana í stjórn­mál­um og viðskipt­um á heimsvísu.

Lesa meira
Saga Dögg Þrastardóttir, Háskólagrunnur

Háskólagrunnur // Saga fann sjálfstraustið eftir að hún byrjaði í náminu - 30.5.2023

Saga Dögg Þrastardóttir er nemandi í tækni- og verkfræðigrunni Háskólans í Reykjavík. Hún segist hafa brennandi áhuga á öllu tæknitengdu og stefnir á að fara í verkfræðinám að háskólagrunninum loknum.

Lesa meira
Samstarf_haskola_a-13

Rektor HR undirritar samning um Samstarf háskóla - 26.5.2023

Síðastliðinn mánudag undirritaði rektor Háskólans í Reykjavík samning um samstarfsverkefni sem hlutu styrk frá Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu úr verkefninu Samstarf háskóla í byrjun árs. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, undirritaði samningana ásamt rektorum og/eða fulltrúum allra háskóla landsins.

Lesa meira
_DSF7704-Kristin-Jonsdottir-Njardvik-nem-i-Magnavita

Magnavita námið // Opnar fleiri möguleika til að lifa lífinu til fulls - 26.5.2023

Kristín Jónsdóttir Njarðvík er framkvæmdastjóri Starfsþróunarseturs háskólamanna. Hún segist hæstánægð með Magnavita námið sem hafi hjálpað sér að huga markvisst að síðustu þrjátíu. Það þyki henni ekki síður mikilvægt en langskólanámið sem hún stundaði til að undirbúa ríflega þrjátíu ára starfsferil.

Lesa meira
RH-verdlaun2

Rektor Háskólans í Reykjavík veitir verðlaun á Nordic Startup Awards - 26.5.2023

Rektor Háskólans í Reykjavík, Dr. Ragnhildur Helgadóttir veitti verðlaun á Nordic Startup Awards í Hörpu nú á miðvikudaginn. Var viðburðurinn lokahnykkurinn á Icelandic Innovation Week sem nú er haldin í fjórða sinn.

Lesa meira
Netöryggiskeppni

Nemendur HR lentu í 7. sæti alþjóðlegrar netöryggiskeppni - 25.5.2023

Liðið pwnagaukar sem skipað er nemendum Háskólans í Reykjavík lenti í 7. sæti í netöryggiskeppninni Hackday sem fór fram 12. maí í verkfræðiskólanum ESIEE í París. Meðlimir pwnagaukar eru þeir Axel Marinho Guðmundsson, Dagur Benjamínsson, Elvar Árni Bjarnason, Samúel Arnar Hafsteinsson og Kristinn Vikar Jónsson en þeir stunda allir BSc nám í tölvunarstærðfræði og tölvunarfræði í HR.

Lesa meira