Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrirsagnalisti

16.1.2019 : Átta vísindamenn Háskólans í Reykjavík hljóta styrki úr Rannsóknarsjóði

almennt-dæmi á töflu

Á dögunum var tilkynnt um úthlutun Rannís úr Rannsóknasjóði til nýrra rannsókna­verkefna fyrir árið 2019 en á meðal styrkþega eru fjölmargir vísindamenn frá Háskólanum í Reykjavík.

9.1.2019 : Þróa tækni til að rækta brjósk fyrir hnéliði með 5,5 milljón evra styrk

Paolo Gargiulo heldur á þrívíddarprentuðu hjarta

 „Einstaklingsmiðuð læknismeðferð er það sem koma skal,“ segir Dr. Paolo Gargiulo, dósent við tækni- og verkfræðideild og forstöðumaður Taugalífeðlisfræðistofnunar Háskólans í Reykjavík. Hann er verkefnastjóri íslenska hluta rannsóknaverkefnisins RESTORE  sem hlaut nú um áramótin 5,5 milljón evra styrk, jafngildi um 750 milljóna íslenskra króna, úr Horizon 2020-áætlun Evrópusambandsins.

14.12.2018 : Nemendur á fyrsta ári takast á við loftslagsbreytingar

Hópur nemenda stendur fyrir framan plakat í Sólinni

Vissir þú að útblástur koltvísýrings 15 stærstu skemmtiferðaskipa heims í dag er meiri en alls bílaflota heimsins? Þessa ótrúlegu staðreynd, ásamt mörgum öðrum, lærðu fyrsta árs nemar í tæknifræði og verkfræði nýlega, um leið og þeir fengu það verkefni að útfæra ýmis atriði í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Útfærslurnar þróuðu þau í hópum á þremur vikum, í námskeiði sem heitir Inngangur að tæknifræði og Inngangur að verkfræði.

12.12.2018 : Nýtt fjártæknisetur - gott umhverfi fyrir tilraunastarfsemi

Þrír einstaklingar standa í tröppunum í Sólinni

Háskólinn í Reykjavík hefur stofnað nýtt rannsóknarsetur á sviði fjártækni, eða FinTech á ensku, en tækni- og starfsumhverfi fjármálaþjónustu er að gerbreytast. Setrið er innan tölvunarfræðideildar en starfsemi þess mun verða þverfagleg milli deilda HR og mun jafnframt vera í góðum tengslum og samstarfi við atvinnulífið.

10.12.2018 : Auðna-Tæknitorg stofnað í samstarfi háskóla, rannsóknastofnana og ráðuneyta

Hópur fólks stendur með borða

Til að hagnýta rannsóknir er nauðsynlegt að hafa vísindastarf aðgengilegt og sýnilegt fjárfestum og atvinnulífi hér á landi og erlendis, annars er hætt við því að tækifæri til verðmæta- og nýsköpunar fari forgörðum. Erlendar sem innlendar úttektir hafa bent á skort á faglegri tækniyfirfærslu hér á landi.

4.12.2018 : Nemendum HR gefst tækifæri til að læra ákvörðunarfræði í Frakklandi

Phare du Petit Minou Plouzané sem er að finna rétt fyrir utan Brest

Átta nemendum Háskólans í Reykjavík gefst færi á að ferðast til Frakklands og dvelja þar í fimm daga í febrúar eða mars. Þar munu nemendurnir læra ákvörðunarfræði á nýjan og spennandi hátt í alþjóðlegu umhverfi hafnarbæjarins Brest í Bretagnehéraðinu. Nemendur fá ferðakostnað og uppihald greitt. 

28.11.2018 : Nemendur og starfsfólk leystu vísnagátur á Degi íslenskrar tungu

Hópur fólks stendur saman fyrir framan jólatré

Í tilefni af degi íslenskrar tungu, 16. nóvember síðastliðinn, efndi frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík til leiks þar sem nemendum og starfsfólki háskólans gafst tækifæri til að leysa nokkrar vísnagátur og finna góð íslensk orð yfir mikið notuð ensk orð.

26.11.2018 : Máltækni, ljósameðferðir, sýndarveruleiki og margt fleira í nýju Tímariti HR

Arnar og Birna synda í sjónum

Tímarit Háskólans í Reykjavík er komið út. Í blaðinu er sagt frá rannsóknum kennara og nemenda við háskólann og áhugaverðum verkefnum sem unnin eru í samstarfi við atvinnulífið.

22.11.2018 : Fyrsti íslenski geimfarinn kennir við HR

Bjarni-Tryggvason-vid-flugvel

Bjarni Tryggvason, fyrsti og eini íslenski geimfarinn, mun kenna nýtt námskeið í Háskólanum í Reykjavík í desember. Námskeiðið, Space Systems Design, er svokallað þriggja vikna námskeið en þau eru haldin að loknum prófum á hverri önn.

20.11.2018 : Tæknismiðjur fyrir 400 nemendur í 15 skólum

Taeknismidjur-Skema

Nemendur í 5. bekk í 15 skólum á höfuðborgarsvæðinu sækja í vikunni tæknismiðjur í boði Skema við HR og Tækniskólans. Alls munu um 400 nemendur fá tækifæri til að taka þátt.

2.11.2018 : Áhrif rafbílavæðingar eru jákvæð en duga ekki til að ná markmiðum um losun

Yfirlitsmynd af Reykjavík

Áhrif rafbílavæðingar fyrir íslenskt samfélag eru jákvæð en breytingarnar taka þó of langan tíma til að ná  markmiðum ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Sá frestur sem landsmenn hafa, þar til bann við kaupum á bifreiðum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti tekur gildi, er of langur og aðgerðin því of seinvirk.