Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrirsagnalisti

19.9.2017 : Nemendur tækni- og verkfræðideildar bregðast við eldgosi í Snæfellsjökli

21740391_2168625246704139_7414933852731187677_n

Frá fimmtudegi til föstudags í síðustu viku þurftu nemendur að leysa úr margvíslegum vandamálum sem upp geta komið ef Snæfellsjökull gýs. Hlutverk nemenda var að koma með áætlanir fyrir lok dags til ríkisstjórnarinnar um hvernig væri best að bregðast við alvarlegu ástandi í Ólafsvík, mögulegri flóðbylgju og öskufalli í Reykjavík.

14.9.2017 : Nemendur hljóta viðurkenningar fyrir góðan námsárangur

Nemendur sem hlutu nýnemastyrk standa í röð í tröppunum í Sólinni

Þeim nemendum sem komust á forsetalista fyrir námsárangur á vorönn 2017 voru afhentar viðurkenningar í gær, miðvikudaginn 13. september. Nemendur sem bestum árangri ná á hverri önn eiga kost á að komast á forsetalista og fá skólagjöld næstu annar niðurfelld.

13.9.2017 : Zipcar býður upp á áskrift að bíl í HR

Zip-car

Nemendum og starfsfólki Háskólans í Reykjavík mun frá og með 18. september næstkomandi gefast kostur á gerast áskrifendur að deilibílaþjónustu Zipcar. Markmið með samstarfi HR og Zipcar er að auðvelda nemendum og starfsmönnum HR að nota umhverfisvænan ferðamáta, taka strætó, hjóla eða ganga til og frá HR.

12.9.2017 : Dr. Valdimar Sigurðsson nýr prófessor við viðskiptadeild

Valdimar stendur upp við vegg í HR með krosslagða handleggi

Dr. Valdimar Sigurðsson hefur fengið framgang í stöðu prófessors við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Valdimar hefur kennt og stundað rannsóknir við viðskiptadeild HR frá árinu 2007, stýrt faglegri skipulagningu á kennslu markaðsmála og rannsókna við deildina og kennt á öllum stigum náms, frá grunnnámi til doktorsnáms, sem og leiðbeint stjórnendum fyrirtækja. Hann var nýlega skipaður forstöðumaður Rannsóknarseturs HR í markaðsfræði og neytendasálfræði.

5.9.2017 : Munu þróa nýjar leiðir í afþreyingu og snjöll heimili í samstarfi við Símann

Ari Kristinn Jónsson rektor og Orri Hauksson forstjóri Símans takast í hendur í HR

Síminn og Háskólinn í Reykjavík hafa gert samstarfssamning sem gefur nemendum HR tækifæri til að þróa nýjustu þjónustu og tækni á sviðum sjónvarps, upplýsingatækni og fjarskiptaþjónustu í samstarfi við Símann. Samningurinn er til fimm ára.

5.9.2017 : Nemendur HR fá aðgang að HigherEd

Nemendur ganga um HR

Nemendur Háskólans í Reykjavík geta nú sótt um starfsnám, störf og starfsþjálfun hvar sem er í heiminum í gegnum HigherEd-gáttina. Þar með er komið úrræði, til viðbótar við þau sem fyrir eru, fyrir nemendur HR að öðlast alþjóðlega reynslu og nýta námstímann sem best. Í HigherEd má finna starfsnám, starfsþjálfun, lærlingsstöður og námsstöður út um allan heim.

16.8.2017 : Starfsfólk og nemendur tóku á móti nýnemum

Nemendur í stúdentafélaginu leiða hóp af nýjum nemendum um ganga skólans

Um 1500 nýir nemendur, þar af um 140 erlendir nemendur, hófu nám við Háskólann í Reykjavík í dag, þann 16. júní. Skólinn var settur í gær og þá var jafnframt haldinn árlegur nýnemadagur. Á nýnemadegi er tekið á nýjum nemendum og ýmis atriði kynnt varðandi námið og þjónustu sem þeim stendur til boða.

15.8.2017 : Gísli Hjálmtýsson er nýr forseti tölvunarfræðideildar

Gísli Hjálmtýsson

Dr. Gísli Hjálmtýsson hefur verið ráðinn forseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík frá og með 16. ágúst. Hann tekur við stöðunni af dr. Yngva Björnssyni sem hefur verið forseti deildarinnar frá 2014.

14.8.2017 : Glæsilegur árangur hjá fyrsta íslenska keppandanum á Ólympíuleikum í forritun

Ungur maður stendur fyrir framan vegg þar sem eru upplýsingar um Ólympíuleikana í forritun

308 keppendur frá 84 löndum tóku þátt á alþjóðlegu Ólympíuleikunum í forritun sem voru haldnir í 29. skipti í Íran fyrir stuttu. Ísland sendi sinn fyrsta keppanda í ár á leikana, Bernhard Linn Hilmarsson, sem mun hefja nám í tölvunarstærðfræði við HR í haust. Þjálfari Bernhards er Bjarki Ágúst Guðmundsson sem hefur náð góðum árangri í forritunarkeppnum fyrir hönd HR undanfarin ár.

11.8.2017 : Viðskiptadeild hlýtur viðurkenningu PRME

Forseti viðskiptadeildar brautskráir nemanda í Hörpu

PRME, samráðsvettvangur háskóla sem var stofnaður af Sameinuðu þjóðunum, hefur veitt viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík viðurkenningu fyrir framúrskarandi framgangsskýrslu. Í skýrslunni sýnir deildin fram á árangur sinn í að ná þeim sex markmiðum sem sett eru fram af samtökunum PRME (Principles for Responsible Management Education) og tengjast sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

25.7.2017 : Team Sleipnir í 15. sæti af 75

Liðið Team Sleipnir stillir sér upp við kappaksturbíl

Team Sleipnir tók þátt í aksturskeppni Formula Student keppninnar um helgina og náði framúrskarandi árangri, eða 15. sæti af 75. Þetta var í annað sinn sem liðið keppti fyrir hönd Háskólans í Reykjavík í keppninni.