Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrirsagnalisti

12.11.2019 : Icelandair og Háskólinn í Reykjavík halda áfram öflugu samstarfi

Samningur-HR-Icelandair2019

Háskólinn í Reykjavík og Icelandair munu halda áfram að vinna saman að rannsóknum og öflugu starfsnámi fyrir nemendur HR. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, og Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group skrifuðu undir samstarfssamning á dögunum þess efnis.

12.11.2019 : Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði vinsæl meðal útskriftarnema

Nemendur fylgjast með í skólastofu

Brautskráning fyrsta nemendahóps sem stundaði meistaranám samkvæmt nýju skipulagi fór fram í Háskólanum í Reykjavík á dögunnum. Meistaranám í viðskiptadeild HR er nú þrjár annir og tekur 14 mánuði að ljúka. Flestir nemendurnir sem útskrifuðust hófu nám haustið 2018.

11.11.2019 : Getur símanotkun þín ákveðið greiðslugetu vegna íbúðakaupa?

María Óskarsdóttir

Þegar fólk vill ráðast í kaup á fasteign og sækja um lán fyrir henni er venjulega leiðin til að meta greiðsluhæfni þess að sjá yfirlit yfir reikninga og laun. Það eru þó um tveir milljarðar manna í heiminum sem hafa ekki bankareikninga og hafa því ekki aðgang að fjármagni.

29.10.2019 : Nemendur HR sigursælir í Gullegginu 2019

Nemendur Háskólans í Reykjavík létu til sín taka í frumkvöðlakeppni Icelandic Startups, Gullegginu, í ár. Lokahóf keppninnar var haldið í Sólinni í HR síðasta föstudag. Í ár bárust 135 hugmyndir auk þess sem 20 einstaklingar skráðu sig til leiks án hugmyndar og áttu þess kost að taka þátt í verkefnum annarra.

28.10.2019 : Íþróttafræðinám við Háskólann í Reykjavík hefst í Vestmannaeyjum

Screenshot-2019-10-28-at-16.11.51

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Hafrún Kristjánsdóttir, deildarforseti íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, undirrituðu í dag samning um nám í íþróttafræði á háskólastigi við HR sem kennt verður í Vestmannaeyjum.

28.10.2019 : Kennarar við HR hljóta styrki fyrir nýsköpun í kennslu

Post-it miðar á vegg

Kennarar við Háskólann í Reykjavík láta til sín taka í nýsköpun í kennslu en meðal þróunarverkefna þeirra eru raddstýrt kennsluefni, myndbönd um mikilvægi eðlisfræði, rafrænt námsefni í dönsku, gagnvirkt kennsluefni og notkun snjallsíma sem kennslutækis.

24.10.2019 : Mögulegt að ljúka undirbúningsnámi meðfram vinnu

Útskrifuðum nemanda óskað til hamingju

Búið er að opna fyrir umsóknir í nýtt þriggja anna nám í Háskólagrunni HR. Hingað til hefur verið hægt að sækja um í tvær mismunandi námsleiðir: Háskólagrunn sem er eitt ár að lengd og viðbótarnám við stúdentspróf. Nú verður hægt að ljúka Háskólagrunninum á annað hvort einu ári eða þremur önnum.

22.10.2019 : HR og Landsvirkjun horfa til áhrifa raforkuvinnslu á umhverfi og samfélag

Hópur fólks stendur hlið við hlið fyrir framan HR

Landsvirkjun og Háskólinn í Reykjavík hafa endurnýjað samstarfssamning um að efla menntun og rannsóknir á nýtingu endurnýjanlegrar raforku og áhrifum hennar á umhverfi og samfélag. Samningurinn felur m.a. í sér að Landsvirkjun verður meðal stofnaðila að nýju rannsóknasetri um sjálfbærni við háskólann, sem mun sinna sjálfstæðum rannsóknum á endurnýjanlegri orku og nýtingu hennar.

17.10.2019 : Samrómur kominn með um 1350 raddir

Fjórir einstaklingar sitja við borð á málþingi

Samrómur er heiti samvinnuverkefnis sem snýr að því að safna röddum til að búa til opið gagnasafn fyrir notkun á íslensku í upplýsingatækni. Verkefninu var hleypt af stokkunum í gær, þann 16. október, á málþinginu Er íslenskan góður „bissness“? Við það tækifæri lögðu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Halldór Benjamín fyrst allra sínar raddir til söfnunarinnar. Um miðjan dag þann 17. október, eða um sólarhring eftir að söfnunin hófst, er þegar búið að safna 1346 röddum.

15.10.2019 : Dr. Ragnhildur Helgadóttir sæmd heiðursdoktorsnafnbót við Háskólann í Bergen

Ragnhildur Helgadóttir var sæmd heiðursdoktorsnafnbót við Háskólann í Bergen.

Ragnhildur Helgadóttir var sæmd heiðursdoktorsnafnbót við Háskólann í Bergen 15. október. Af því tilefni hélt hún hátíðarfyrirlestur í háskólanum þar sem hún fjallaði um hlutverk dómstóla er þeir meta hvort lög samrýmist stjórnarskrá. Ragnhildur er sviðsforseti samfélagssviðs HR en innan þess starfa lagadeild, viðskiptadeild, sálfræðideild og íþróttafræðideild. Hún er formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs, hefur dæmt mál í Hæstarétti, héraðsdómi og í Mannréttindadómstól Evrópu og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum.

15.10.2019 : Bjó í 20 kílómetra fjarlægð frá sýrlensku landamærunum

Palmi2

Pálmi er nemi í tölvunarfræði með viðskiptafræði sem aukagrein. Hann langaði að takast á við áskorun og skráði sig í skiptinám í Jórdaníu, í Jordan University of Science and Technology. „Mig langaði í skiptinám á sterum ef svo má segja! Ég vissi að ég myndi seint geta dvalið á svona stað með alla þá aðstoð sem ég var með sem skiptinemi; styrki, úrræði og sjálfboðaliða frá staðnum til að hjálpa mér - þannig að ég vissi að þetta tækifæri var ómetanlegt. En ég viðurkenni fúslega að ég vissi lítið um þetta umhverfi sem ég var kominn í.“