Fréttir eftir árum


Fréttir

Fyrirsagnalisti

24.5.2019 : Hafragrautaruppáhellarinn og snagi sem má hækka og lækka meðal hugmynda

Nyskopunarkeppni-grunnskolanna2019-1-

Vinnusmiðja í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2019 var haldin í Háskólanum í Reykjavík í vikunni. Nýsköpunarkeppni grunnskólanna (NKG) er keppni í nýsköpun fyrir 5. – 7. bekk grunnskólanna og hefst á hverju hausti. Í vinnusmiðjuna að vori eru valdir þátttakendur til að útfæra sínar hugmyndir með aðstoð leiðbeinenda. Þessir nemendur komast í gegnum strangt matsferli þar sem uppfinningar þeirra eru metnar með tilliti til hagnýti, nýnæmi og markaðshæfi.

22.5.2019 : Þurfti að tala fyrir meiri plastnotkun í ræðutíma

Haskolagrunnur2019-Haflidi

Hafliði Stefánsson er nemandi í Háskólagrunni HR. Hann stefnir á tölvunarfræðinám við HR að loknu námi í Háskólagrunni. Hann segir námið gefa góðan undirbúning fyrir háskólanám enda hefur hann þurft að stíga út fyrir þægindarammann.

21.5.2019 : Ekki lengur bið við kassann

Hópur nemenda stendur í tröppunum í Sólinni

Námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja lauk á föstudaginn með lokahófi þar sem vinningslið hlutu verðlaun og nemendurnir fengu tækifæri til að gleðjast saman yfir afrakstri síðustu þriggja vikna.

20.5.2019 : Nemendur HR undirbúa ferð NASA til Mars

Nemendur virða fyrir sér dróna

Vísindamenn eru væntanlegir til landsins í sumar til að prófa sjálfkeyrslubúnað fyrir næstu ferð NASA til Mars. Þeir njóta liðsinnis háskólanema við Háskólann í Reykjavík við undirbúning prófana á búnaðinum. Þær verða gerðar í Lambahrauni, norðan við Hlöðufell, en þar svipar jarðvegi og landslagi til þess sem fyrirfinnst á Mars.

16.5.2019 : Kaffitár opnar nýtt kaffihús í HR í haust

Myndin sýnir espressovél á kaffihúsi

Með haustinu geta nemendur, starfsfólk og gestir Háskólans í Reykjavík yljað sér á ilmandi kaffibolla og gætt sér á sérvöldu meðlæti í nýju kaffihúsi Kaffitárs sem mun opna í Sólinni í háskólanum í ágúst.

13.5.2019 : „Ekki vera hrædd við að mistakast“

Hópur nemenda stendur í tröppunum í Sólinni

Innan HR hefur alltaf verið lögð áhersla á að nemendur kunni að fylgja hugmyndum sínum eftir og stofna fyrirtæki. Meðal annars með þessu námskeiði sem nú stendur yfir sem heitir Nýsköpun og stofnun fyrirtækja, og er þriggja vikna verklegt námskeið og skylda fyrir flesta grunnnema. Þar að auki geta meistaranemar við HR valið að útskrifast með áherslu á nýsköpun og frumkvöðlafræði, þvert á deildir.

9.5.2019 : Móttaka flóttamanna, einkenni vændismansals, ljósmyndasýning og gæðastjórnunarkerfi

Áheyrendur sitja í stofu í HR

Þetta eru meðal umfjöllunarefna nemenda í MPM-námi, meistaranámi í verkefnastjórnun við HR, í námskeiðinu Verkefni í þágu samfélags.

9.5.2019 : Engin lúxusmeðferð fyrir leikara Game of Thrones

Tjald í snjó og fjöll í kring

Brynhildur Birgisdóttir, framleiðandi hjá Pegasus, hélt fróðlegt erindi á vegum MPM-námsins, meistaranáms í verkefnastjórnun, síðasta föstudag í HR. Pegasus hefur séð um tökur á þáttunum Game of Thrones hér á landi og Brynhildur hafði frá mörgu um þetta stóra verkefni að segja, enda um margt einstakt.

7.5.2019 : HR hlýtur jafnlaunavottun fyrstur íslenskra háskóla

Hópur fólks stendur með skjal

Háskólinn í Reykjavík varð í dag fyrsti háskóli landsins til að hljóta jafnlaunavottun. Jafnlaunavottunin er staðfesting á því að unnið sé markvisst gegn kynbundnum launamun innan háskólans, að ákvarðanir í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun og að jafnlaunakerfi háskólans standist kröfur jafnlaunastaðals.

3.5.2019 : MBA-nemendur kynntu lokaverkefni sín fyrir sérfræðingum

Tveir MBA nemendur standa á gangi í HR og tala saman

Á lokaári sínu í námi vinna MBA-nemar lokaverkefni þar sem þeir þurfa að nýta þá þekkingu sem þeir hafa öðlast í gegnum allt námið, sem er samtals tvö ár. Nemendur þurfa að líta til allra atriða í rekstri og er lokaverkefnið unnið í samstarfi við fyrirtæki eða stofnun. Flest þeirra varða stefnumótun með nokkuð háu flækjustigi eins og þátttöku á nýjum markaði.

5.4.2019 : HR fær góða einkunn fyrir samfélagsábyrgð á nýjum lista Times Higher Education

Times Higher Education hefur í fyrsta skipti birt lista yfir hvaða háskólar í heiminum hafa mest jákvæð áhrif á samfélagið, út frá sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Háskólinn í Reykjavík er í sæti 101-200 á listanum.

HR fær sérstaklega góða einkunn fyrir fimmta sjálfbærnimarkmiðið, Jafnrétti kynjanna sem snýr að því að tryggja jafnrétti kynjanna og styrkja stöðu kvenna og stúlkna. Þar er HR í 59. sæti.