Fréttir eftir árum


Fréttir

10. bekkingar kynnast tæknifögum í Hringekjunni

18.3.2015

Hringekjan er árlegur viðburður Háskólans í Reykjavík þar sem markmiðið er að kynna möguleika tækni- og raungreina fyrir nemendum í grunnskólum landsins. Í gær var síðasta vinnustofan í Hringekjunni í ár. Nemendurnir sóttu síðustu vinnustofuna af þremur voru að lokum leystir út með viðurkenningum fyrir þátttöku.

HringekjanÁ hverju ári skipuleggja tölvunarfræðideild og tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík námskeið í samstarfi við grunnskóla þar sem heimur tækninnar er kynntur fyrir nemendum. Lögð er áhersla á að sýna þeim leiðir til að nýta tæknina til að skapa, leysa verkefni og öðlast frekari skilning á ólíkum viðfangsefninu. Meðal þess sem fjallað var um í ár var heilbrigðisverkfræði og viðmót tölvukerfa.

HringekjanÞetta árið tók 10. bekkur Laugalækjarskóla þátt í Hringekjunni, alls 66 nemendur sem var skipt í þrjá hópa. Hóparnir fóru á milli vinnustofa og var ein í hverri viku.

Í lokahófi Hringekjunnar, sem haldið var í hádeginu í gær í Sólinni, fengu nemendur léttar veitingar og viðurkenningarskjöl fyrir þátttökuna. Nemendurnir sögðust ánægðir með námsefnið og jafnframt að þeir hefðu kynnst spennandi hlutum sem snúa að tæknigreinum og kynnst námsbrautum sem þeir vissu ekki að væru til fyrr en nú.