Fréttir eftir árum


Fréttir

109 nemendur brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík

1.11.2021

Á laugardaginn, 30. október, brautskráði Háskólinn í Reykjavík 109 nemendur við hátíðlega athöfn í Norðurljósum í Hörpu. Tíu nemendur brautskráðust úr grunnnámi, 96 úr meistaranámi og þrír brautskráðust með doktorsgráðu.

Stærsti hluti hópsins, eða 82 nemendur, var að ljúka þriggja anna meistaranámi við viðskiptadeild.

Shu Yang og Þóra Björg Sigmarsdóttir brautskráðust með doktorsgráðu í verk- og tæknivísindum frá verkfræðideild og Sigrún Ólafsdóttir Flóvenz með doktorsgráðu í sálfræði frá sálfræðideild.

 Við óskum hópnum hjartanlega til hamingju!

 Útskriftarhópurinn í tölum:

 • Viðskiptadeild 84
 • Grunnnám 2 , meistaranám 82. Konur 52 , karlar 32.
 • Verkfræðideild 8
 • Meistaranám 6, doktorsnám 2. Konur 3, karlar 5.
 • Tölvunarfræðideild 7
 • Grunnnám 3 , meistaranám 4. Karlar 7.
 • Sálfræðideild 4
 • Grunnnám 1, meistaranám 2, doktorsnám 1. Konur 3, karlar 1.
 • Lagadeild 3
 • Grunnnám 1, meistaranám 2. Konur 2, karlar 1.
 • Iðn- og tæknifræðideild 3
 • Grunnnám 3. Karlar 3.