Fréttir eftir árum


Fréttir: 2014

Fyrirsagnalisti

10.12.2014 : Nýtt háskólaráð Háskólans í Reykjavík

Háskólaráð HR

Í háskólaráði HR sitja 10 fulltrúar eigenda skólans, fulltrúar atvinnulífs, akademíu og stjórnsýslu. Háskólaráð er vettvangur umræðna um stefnumótun háskólans um nám, kennslu og rannsóknir, sem og um tengsl háskólans og atvinnulífsins. Háskólaráð HR markar meginstefnu skólans í samráði við stjórn HR.

9.12.2014 : Rými fyrir alla

Íþróttaskóli Latabæjar var tilnefndur til Hvatningarverðlauna Öryrkjabandalags Íslands árið 2014. Nemendur við íþróttafræðisvið HR sjá um kennslu í skólanum í samstarfi við íþróttafélagið Fjörð í Hafnarfirði.

2.12.2014 : Góð þátttaka í rannsókn á sviði laga um kynjakvóta

Góð þáttaka í rannsókn

Stjórnarmenn þeirra fyrirtækja sem falla undir lög um kynjakvóta tóku nýlega þátt í viðamikilli rannsókn þar sem viðhorf þeirra til laganna var kannað. Samfara þátttöku var happadrætti þar sem í vinning voru tveir flugmiðar til Evrópu með Icelandair. 

1.12.2014 : HR gerir samning við Tækniháskólann í Tókýó

HR gerir samning við Tækniháskólann í Tokyo

Háskólinn í Reykjavík skrifaði undir samstarfssamning við Tækniháskólann í Tókýó (Tokyo Institute of Technology) í nóvember sl. Samningurinn snýr að rannsóknum í tölvunarfræði og nær annars vegar til nemenda- og kennaraskipta, sem nýtist bæði til kennslu og rannsókna, og hins vegar til beins rannsóknasamstarfs m.a. í formi sameiginlegra rannsóknarverkefna. 

27.11.2014 : Verkefni um endurnýtingu blóðflögueininga hlýtur verðlaun

Ólafur Eysteinn Sigurjónsson

Ólafur Eysteinn Sigurjónsson er dósent við tækni- og verkfræðideild HR ásamt því að vera klínískur lektor við Háskóla Íslands. Þann 20. nóvember sl. voru honum, ásamt samstarfsfólki sínu, veitt Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands árið 2014. Verkefnið, sem heitir „Þróun og notkun á blóðflögulýsötum og frostþurrkuðum blóðflögulýsötum úr útrunnum örveruóvirkjuðum blóðflögum til ræktunar á miðlagsstofnfrumum“ hlaut þriðju verðlaun.

26.11.2014 : Skiptinám eykur starfsmöguleika

Skiptinám skiptir máli!

Ný, viðamikil rannsókn sýnir að skipti- eða starfsnám erlendis getur verið dýrmæt reynsla þegar út á vinnumarkaðinn er komið. Samkvæmt rannsókninni horfa vinnuveitendur eftir því hvort umsækjendur um störf hafi aflað sér alþjóðlegrar færni á sínum ferli.

19.11.2014 : Prófessor við HR gefur út bók um fjármálastærðfræði

Sverrir Ólafsson

Dr. Sverrir Ólafsson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, er einn þriggja höfunda nýrrar bókar um fjármálastærðfræði.

19.11.2014 : Dagur íslenskrar tungu í HR

Hrafn Loftsson

Frumgreinadeild HR bauð almenningi að njóta sérstakrar dagskrá í tilefni afmælis og Dags íslenskrar tungu þann 14. nóvember sl. Til umræðu var meðal annars framtíð tungumálsins í stafrænum heimi.

14.11.2014 : Meira um mansal en áður var talið

Heiða Björk Vignisdóttir lögfræðingur segir margt benda til að vændi sé algengara hér á landi en margir gera sér grein fyrir og í mörgum tilvikum tengist það mansali og jafnvel skipulagðri brotastarfsemi. Þetta kemur fram í viðtali Heiðu við Fréttatímann.

10.11.2014 : MR sigraði í Boxinu

MR sigraði í Boxinu

Það var Menntaskólinn í Reykjavík sem bar sigur úr býtum í Boxinu- framkvæmdakeppni framhaldsskólanna sem fór fram um helgina. Í öðru sæti var Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum og Menntaskólinn við Sund í því þriðja.  Lið frá átta framhaldsskólum leystu þrautir í úrslitakeppninni, sem fór fram í Háskólanum í Reykjavík.

5.11.2014 : Frábær uppfinning eða endalok mannkyns?

Gervigreindarhátíð

Eðlisfræðingurinn frægi, dr. Stephen Hawking, sagði eitt sinn að greindar vélar gætu orðið frábærasta uppfinning allra tíma — en hugsanlega líka þýtt endalok mannkyns. Á Gervigreindarhátíðinni 2014 var leitast við að svara því hvað sé framundan á þessu ört vaxandi sviði.

4.11.2014 : Orkumál á norðurslóðum rædd

Orkumálin rædd í HR

Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, stofnaði formlega The Future Arctic Energy network (FAE) við HR síðastliðinn fimmtudag. FAE er tengslanet ungs háskólafólks og fagfólks sem lætur sig orkumál á norðurslóðum varða. Stofnendur tengslanetsins eru fjórir meistaranemar við Iceland School of Energy í HR.

3.11.2014 : Metþátt­taka stelpna í Box­inu

Boxið - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna

Fjöldi fram­halds­skóla­nema mun leggja leið sína í Há­skól­ann í Reykja­vík næsta laug­ar­dag, 8. nóv­em­ber, til að taka þátt í úr­slit­um í Box­inu - fram­kvæmda­keppni fram­halds­skól­anna. Tutt­ugu og sex lið tóku þátt í for­keppni og af þeim komust átta í úr­slita­keppn­ina. Í ár taka 16 stelp­ur þátt í úr­slita­keppn­inni (37,4% þátt­tak­enda) en voru 6 í fyrra (17%).

28.10.2014 : Tengslanet ungs fólks um orkumál stofnað

Future Arctic Energy Network

Stefnumótendur og fræðimenn sem tjá sig um loftslagsbreytingar eru oft á tíðum fólk á miðjum aldri eða eldra. Sjaldnar heyrast raddir ungs fólks sem mun þurfa að vera í fremstu víglínu í baráttunni við afleiðingar loftslagsbreytinga af mannavöldum.

27.10.2014 : Með heildarmyndina á hreinu

Guðmundur Ingi Þorvaldsson

Guðmundur Ingi Þorvaldsson hefur verið tilnefndur sem MBA-nemi ársins 2014. Hann útskrifaðist með MBA-gráðu síðastliðið vor frá Háskólanum í Reykjavík.

24.10.2014 : Hreyfing er gott meðferðarúrræði

Hafrún Kristinsdóttir

„Hreyfing sem úrræði við vægum þunglyndis- og kvíðaeinkennum er ekki síðri en sálfræðimeðferð,“ segir Hafrún Kristinsdóttir, sviðsstjóri íþróttafræðisviðs HR í viðtali við fréttastofu RÚV.

20.10.2014 : Íslenskt lið hlaut flest stig

Háskólinn í Reykjavík
Íslenska liðið viRUs endaði í fyrsta sæti í alþjóðlegri for­rit­un­ar­keppni á veg­um IEEE á Íslandi sem er und­ir­fé­lag alþjóðlega fé­lags­ins IEEE, upp­haf­lega fé­lag raf­magns­verk­fræðinga en er nú fag­fé­lag allra þeirra sem starfa á fagsviðum þess.

13.10.2014 : Skráning hafin í Boxið

Boxið - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna

Boxið er framkvæmdakeppni framhaldsskólanna og verður hún nú haldin í fjórða skiptið.

6.10.2014 : Nemendur verðlaunaðir fyrir góðan árangur

Hópur nemenda Háskólans í Reykjavík hlutu þann 25. september sl. viðurkenningar fyrir góðan námsárangur á vorönn 2014 og nýnemastyrki fyrir góðan árangur á stúdentsprófi.

3.10.2014 : HR fagnaði tækninámi í 50 ár

50 ára afmæli

Núverandi nemendur, útskrifaðir nemendur og starfsmenn Háskólans í Reykjavík fögnuðu því að 2. október voru 50 ár liðin frá því að Tækniskóli Íslands, síðar Tækniháskóli Íslands, var fyrst settur en hann var sameinaður Háskólanum í Reykjavík árið 2005.

29.9.2014 : Ráðstefna um kísilhreinsun og sólarorkuvæðingu

Ráðstefna um kísil og sólarorku

Ráðstefna á vegum tækni- og verkfræðideildar HR var haldin þann 26. september sl. undir yfirskriftinni Kísilhreinsun og sólarorkuvæðing: Er Ísland að komast á kortið?

26.9.2014 : Alþjóðlegt kennsludæmi um íslenskan banka

Fyrirlestur Dr. Murray Bryant

Dr. Murray Bryant er kennari við MBA-nám HR og jafnframt prófessor við Ivey Business School sem er elsti viðskiptaháskóli Kanada. Hann hélt fyrirlestur í HR þann 24. september sl. þar sem hann kynnti raundæmi sem hann hefur skrifað um Landsbankann frá árinu 2008 til ársins 2010 og ber heitið Iceland´s Landsbanki Islands HF: Where to from here?

24.9.2014 : ADHD og afbrotahegðun

ADHD

Á málstofu í Háskólanum í Reykjavík mánudaginn 22. september voru kynntar nýlegar rannsóknir á ADHD og afbrotahegðun. Fjallað var sérstaklega um rannsóknir á ADHD meðal íslenskra ungmenna og tengsl ADHD við lyfjamisnotkun, afbrot og falskar játningar við yfirheyrslu.

17.9.2014 : Brú er ekki bara brú

Hamfaradagar í HR stóðu yfir frá miðvikudegi til föstudags í þessari viku. Í stað þess að sitja námskeið vinna tæplega 270 nemendur  á fyrsta ári í tækni- og verkfræðideild verkefni þar sem þeim er kennt að þróa hugmyndir með hópvinnu og forgangsraða til að finna „bestu“ hugmyndina.

12.9.2014 : Íslensk þekking á jarðvarmanýtingu berist til Kína

Tianjin University og HR skrifuðu í gær undir samstarfssamning á sviði orkumála. Tianjin háskóli er einn fremsti verkfræðiháskóli Kína og sá fremsti á sviði jarðhitanýtingar.

5.9.2014 : Taugabrautir afhjúpaðar með þrívíddarprentun

Markmið rannsóknar Írisar Drafnar Árnadóttur, meistaranema í heilbrigðisverkfræði, var að sýna fram á aðferð til að prenta taugabrautir í heila út í þrívídd. Í viðtali við mbl.is segir Íris frá verkefninu en hug­mynd­in að því kviknaði í sam­starfi lektor við tækni- og verkfræðideild og heilatauga­sk­urðlækni á Land­spít­al­an­um.

4.9.2014 : Íslendingar slakir í að innleiða Evrópulöggjöfina tímanlega

Dr. Gunnar Þór Pétursson, dósent við lagadeild og sérfræðingur í Evrópurétti, segir Íslendinga mögulega vera í þeirri stöðu að vera brotlegir gagnvart EES-samningnum þar sem Evrópulöggjöf um raforku hefur ekki verið innleidd að fullu hér á landi.

2.9.2014 : Sýndarvélmenni tekur sjónvarpsviðtal

Sýndarverur taka viðtal

Dr. Kristinn R. Þórisson, dósent við tölvunarfræðideild HR, og samstarfsmenn hlutu á dögunum verðlaun fyrir ritgerð sína á alþjóðlegri vísindaráðstefnu. Í ritgerðinni er lýst tímamótarannsóknum á sviði gervigreindar.

1.9.2014 : Rannsóknir nemenda í lögfræði afar mikilvægar

Ragnhildur Helgadóttir, nýráðin forseti lagadeildar HR, segir í viðtali við Viðskiptablaðið að háskólar þurfi að laga sig að breytingum á sviði lögfræðinnar

28.8.2014 : Heilalínurit og nýjungar í rannsóknum á flogaveiki

Heili

Háskólinn í Reykjavík fagnar því í ár að 50 ár eru liðin frá stofnun Tækniháskóla Íslands sem sameinaður var HR árið 2005. Hluti af hátíðarhöldunum er opin fyrirlestraröð í HR þar sem fræðimenn fjalla um rannsóknir á kjarnasviðum háskólans: tækni, viðskiptum og lögum.

20.8.2014 : Nýr forseti lagadeildar

Dr. Ragnhildur Helgadóttir hefur tekið við stöðu forseta lagadeildar Háskólans í Reykjavík.

15.8.2014 : Stærsti hópur nýnema í sögu skólans

Aldrei hefur jafn stór hópur nýnema hafið nám við Háskólann í Reykjavík og núna í haust. Alls eru nýnemar 1418 talsins en í fyrra var fjöldi þeirra um 1300.

11.8.2014 : Laus störf hjá HR

Við auglýsum nokkur störf laus til umsóknar.

Um er að ræða starf verkefnastjóra við tölvunarfræðideild og þrjú störf við kennslu og rannsóknir í hagfræði, fjármálum og endurskoðun.

6.8.2014 : Komust í úrslit með Ægi

Keppendur í RoboSub

Nemendur við Háskólann í Reykjavík komust í úrslit alþjóðlegu kafbátakeppninnar RoboSub í San Diego í Bandaríkjunum nýlega. Liðið keppti með kafbátinn Ægi í úrslitum á sunnudag og náði 6. sæti.

31.7.2014 : Hafa breytingar orðið á viðhorfum til kynferðisbrota?

Hafa breytingar orðið á viðhorfum til kynferðisbrota og dómar í þeim málum þyngst? Spegillinn ræddi nýverið við Svölu Ísfeld Ólafsdóttur, dósent við lagadeild HR, um þróunina.

20.7.2014 : Íslensk bók um gæðastjórnun

Helgi Þór Ingason

Helgi Þór Ingason, dósent við tækni- og verkfræðideild, hefur undirritað útgáfusamning við Forlagið um útgáfu nýrrar bókar sem bera mun heitið “Gæðastjórnun - samræmi, samhljómur og skipulag.”

14.6.2014 : Brautskráning frá Háskólanum í Reykjavík

Í dag, 14. júní, voru 507 nemendur brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík. 327 nemandi lauk grunnnámi, 179 meistaranámi og einn doktorsnámi. Á liðnu skólaári stunduðu um 3200 nemendur nám við HR og hafa 709 nemendur verið brautskráðir það sem af er þessu ári.

10.6.2014 : Brautskráning frumgreinanemenda

Útskrift frumgreina

Háskólinn í Reykjavík brautskráði laugardaginn 7. júní 39 nemendur með frumgreinapróf. Brautskráningin fór fram í Sólinni í húsakynnum Háskólans í Reykjavík í Nauthólsvík.

6.6.2014 : Metið slegið í umsóknafjölda

Metfjöldi umsókna

Metfjöldi umsókna barst Háskólanum í Reykjavík í ár, en ríflega 2.500 umsóknir bárust um skólavist fyrir haustið 2014. Þetta er 11,3% aukning frá því á árinu 2013, sem einnig var metár hvað varðar fjölda umsókna.

4.6.2014 : Vilja auka rannsóknir og nýsköpun í sjávarútvegi

LÍÚ og HR semja

HR og Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) hafa gert með sér samstarfssamning um að efla menntun og nýsköpun í sjávarútvegi. Samkvæmt samningnum munu HR og LÍÚ meðal annars koma á samstarfi nemenda við fyrirtæki í atvinnugreininni, með það fyrir augum að auka rannsóknir og nýsköpun í sjávarútvegi. 

3.6.2014 : Kynjamunur á knattspyrnuumfjöllun fjölmiðla

Kynjamunur á knattspyrnuumfjöllun

Heildarhlutfall umfjöllunar um konur í knattspyrnu er 9,1 prósent í samanburði við 89,5 prósent umfjöllunar á körlum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Þórhildar Ólafsdóttur, nema í íþróttafræði við tækni- og verkfræðideild HR. Þórhildur er fyrirliði meistaraflokks ÍBV og segir sárlega vanta fyrirmyndir fyrir stúlkur sem æfa fótbolta.

2.6.2014 : Hver verða mannauðsvandamál framtíðarinnar?

Arney Einarsdóttir

Arney Einarsdóttir er lektor við viðskiptadeild og forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar í mannauðsstjórnun við HR. Í nýlegu viðtali við Morgunblaðið ræðir Arney um þær áskoranir sem mannauðsstjórar koma til með að standa frammi fyrir í náinni framtíð. Þar má nefna nýtt vinnufyrirkomulag; fjarvinnu og sveigjanlegan vinnutíma.

28.5.2014 : Hugmyndaríkir grunnskólanemendur fá viðurkenningar

Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda 2014

Í nýafstaðinni vinnusmiðju Nýsköpunarkeppni grunnskólanna beittu 39 hugmyndasmiðir sköpunargáfu sinni við að útfæra hugmyndir sínar. Verðlaun í keppninni voru svo veitt við hátíðlega athöfn í Sólinni í HR.

26.5.2014 : Nýsköpunartorg haldið í HR

Nýsköpunartorg í HR

Um 80 nýsköpunarfyrirtæki og stofnanir kynntu vörur sínar og þjónustu auk þess sem boðið var upp á skemmtun fyrir alla fjölskylduna á Nýsköpunartorgi í HR þann 23. og 24. maí sl.

23.5.2014 : HR eignast allar fasteignir að Menntavegi 1

Samningur HR og Íslandsbanka undirritaður

Háskólinn í Reykjavík og Íslandsbanki hafa samið um kaup HR á fasteigninni að Menntavegi 1 í Nauthólsvík, sem hýst hefur starfsemi HR frá árinu 2010. Kaupin marka um leið aukna uppbyggingu Háskólans í Reykjavík á háskólasvæðinu við Öskjuhlíð.

23.5.2014 : Ný stefna og aðgerðaáætlun um nýsköpun samþykkt

Ný áætlun um nýsköpun

Stjórnvöld hafa samþykkt áætlun sem segir til um stórauknar fjárveitingar til vísinda og nýsköpunar. Aðgerðunum er sömuleiðis ætlað að laða fram aukna fjárfestingu fyrirtækja í vísindum og nýsköpun.

22.5.2014 : Viljayfirlýsing um stofnun rannsóknarseturs undirrituð

Viljayfirlýsing um stofnun rannsóknarseturs í áli og efnisvísindum

Undirbúningur er hafinn að stofnun og rekstri rannsóknarseturs í áli og efnisvísindum. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra ásamt fulltrúum Samtaka álframleiðenda, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, HR og HÍ skrifuðu undir viljayfirlýsingu þess efnis nýlega.

20.5.2014 : 400 háskólanemar og 66 hugmyndir

Nýsköpun og stofnun fyrirtækja

Á fyrsta ári stunda nemendur í grunnnámi í lagadeild, tækni- og verkfræðideild og viðskiptadeild námskeið þar sem þeir finna viðskiptahugmynd og gera viðskiptaáætlun á þverfaglegum grunni. Þannig kynnast nemendur nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi, vinnu í hópum og gerð viðskipta-áætlunar.

19.5.2014 : Öruggt eftirlitskerfi fyrir foreldra

Gísli og Ragnar

Gísli Þór Ólafsson og Ragnar Þór Ásgeirsson eru nemar í rafmagnstæknifræði við tækni- og verkfræðideild HR. Þeir hafa undanfarnar vikur þróað eftirlitskerfi fyrir ungabörn. „Hugmyndin kom til vegna minnar eigin reynslu, mér datt þetta í hug þar sem eignaðist barn fyrir ekki svo löngu,“ segir Ragnar Þór.

15.5.2014 : Íslensk eldflaug á loft

Eldflaugin Mjölnir

Nemendur við tækni- og verkfræðideild skutu á loft eldflauginni Mjölni í morgun. Verkefnið er fyrsta skref í langtímaáætlun um að nota háskerpumyndavélar til að taka myndir af norðurljósum í samstarf við erlenda listamenn. Jafnframt er Mjölnir mikilvægur áfangi í rannsóknum á eldflaugum innan tækni- og verkfræðideildar HR.

6.5.2014 : Góð þátttaka 1. árs nema í  rannsókn

Vinningshafinn

Nemendur HR í námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja tóku nýlega þátt í viðamikilli rannsókn þar sem viðhorf þeirra til samfélagsábyrgðar var kannað. 

5.5.2014 : Varði doktorsritgerð í lögum frá Háskólanum í Lundi

Gunnar Þór Pétursson

Gunnar Þór Pétursson, dósent við lagadeild HR, varði doktorsritgerð sína þann 28. apríl sl. Hann hefur meðal annars stundað rannsóknir á sviði mannréttindareglna og stjórnskipunarréttar í Evrópu.

30.4.2014 : Stelpur kynnast upplýsingatækni

Stelpur og tækni

Hátt í hundrað stelpur úr 8. bekk fimm grunnskóla var boðið í Háskólann í Reykjavík og í fjögur tæknifyrirtæki á fyrsta „Stelpu og tækni“ deginum sem haldinn er hér á landi. Markmiðið með honum er að kynna fyrir stelpunum ýmsa möguleika í upplýsingatækni.

25.4.2014 : Meiri krafa um framhaldsmenntun

Þóranna Jónsdóttir

„Við erum með rýnihópa og erum í samtali við stjórnendur í atvinnulífinu. Það hefur komið mjög skýrt fram hjá þeim að það er nánast orðin krafa að ef þú vilt fá ábyrgðarstöðu í viðskiptalífinu þá verður þú að vera með meistarapróf,“ segir dr. Þóranna Jónsdóttir, forseti viðskiptadeildar, í nýlegu viðtali.

14.4.2014 : Kepptu til úrslita með samningum um Prins Póló

The Negotiation Challenge í Reykjavík

Ein virtasta keppnin í samningatækni á heimsvísu, The Negotiation Challenge (TNC), var haldin í Reykjavík dagana 11.-12. apríl. HR hélt keppnina en lið háskólans sigraði í keppninni á síðasta ári. Í ár var það viðskiptaháskólinn í Varsjá sem bar sigur úr býtum.

11.4.2014 : Forseti lagadeildar og tæknimaður á upplýsingatæknisviði

Háskólinn í Reykjavík

Háskólinn í Reykjavík auglýsir tvö störf laus til umsóknar. Um er að ræða starf forseta lagadeildar og starf tæknimanns upplýsingatæknisviðs.

10.4.2014 : Háskólinn í Reykjavík og Hjallastefnan í samstarf

Háskólinn í Reykjavík og Hjallaskólinn semja

HR og Hjallastefnan hafa gert með sér samstarfssamning um eflingu rannsókna í uppeldis- og menntamálum. Skólarnir vilja með samstilltu átaki efla rannsóknir og þekkingu á menntun og uppeldismálum.

8.4.2014 : Undanþágur frá sjávarútvegsstefnu styrkja málstað Íslands

Bjarni Már Magnússon

Bjarni Már Magnússon, lektor við lagadeild HR, er einn höfunda skýrslu sem unnin var á vegum Alþjóðamálastofnunar HÍ um aðildaviðræður Íslands við Evrópusambandið.

7.4.2014 : Nemi í vélaverkfræði hlýtur styrk úr frumkvöðlasjóði

Nemi í vélaverkfræði hlýtur styrk úr frumkvöðlasjóði

Bogi Kárason er meistaranemi í vélaverkfræði við HR. Hann vinnur nú að lokaverkefni sínu í samstarfi við Friðfinn K. Daníelsson, verkfræðing og eiganda Alvars ehf. Verkefnið gengur út á að hanna búnað til borana í hörðu bergi. Þeir fengu nýlega styrk úr frumkvöðlasjóði Íslandsbanka.

2.4.2014 : Fyrirlestramaraþon HR 2014

Gestir á Fyrirlestramaraþoni HR hlusta á erindi

Brothætt bein, samfélagsábyrgð, Evrópuréttur og nanóvírar. Nú er hægt að sjá erindin sem voru haldin á Fyrirlestramaraþoni HR á vefnum. Alls voru haldnir 28 örfyrirlestrar um rannsóknir sem verið er að stunda innan HR.

31.3.2014 : Ný stjórn SFHR

Ný stjórn SFHR

Ný stjórn Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík var kosin á dögunum. Stúdentafélagið er hagsmunafélag stúdenta við Háskólann í Reykjavík og eru allir nemendur við skólann meðlimir í félaginu.

31.3.2014 : Forseti afhenti verðlaun HR

HR verðlaunin

Verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í rannsóknum, þjónustu og kennslu voru afhent á föstudag. Verðlaunin eru veitt á hverju ári og er markmið með þeim að hvetja kennara og starfsfólk  til nýsköpunar, þróunarstarfs, rannsókna og framúrskarandi þjónustu. Það var forseti Íslands sem afhenti verðlaunin.

27.3.2014 : Hringekjan sló í gegn eins og fyrri ár

Hringekjan

Markmiðið með Hringekjunni er að gefa krökkum nýja sýn á heim tækninnar og vekja forvitni þeirra og áhuga á tækni- og raungreinum. Lögð er áhersla á að sýna þeim leiðir til að nýta tæknina til að skapa, leysa verkefni og öðlast frekari skilning á ólíkum viðfangsefninu. Það var 10. bekkur Seljaskóla sem tók þátt þetta árið.

24.3.2014 : Tækniskólinn og MR sigursælastir

Forritunarkeppni framhaldsskólanna

Forritunarkeppni framhaldsskólanna í HR fór fram um helgina. Lið frá Tækniskólanum hlutu sjö af tíu verðlaunasætum sem voru í boði og höfnuðu lið frá MR í hinum þremur sætunum.

20.3.2014 : Skráning í Forritunarkeppni framhaldsskólanna í HR

Forritunarkeppni framhaldsskólanna í HR

Aldrei hafa jafn mörg lið verið skráð í Forritunarkeppni framhaldsskólanna í HR en þetta árið. Keppnin fer fram næstu helgi en í henni geta tekið þátt allir nemendur í framhaldsskólum sem hafa áhuga á hönnun, forritun og tölvum.

17.3.2014 : Unglingar læra fjármálalæsi með Óskalistanum

Leikur um fjármálalæsi

Hópur nemenda sem stundar meistaranám í verkefnastjórnun (MPM) við HR hefur þróað leik sem á að auka fjármálalæsi nemenda í efstu bekkjum grunnskóla. Leikurinn er skipulagður þannig að unglingar sjái hvernig ákvarðanir um fjármál hafa áhrif á markmið þeirra. 

17.3.2014 : Unglingar læra fjármálalæsi með Óskalistanum

Leikur um fjármálalæsi

Hópur nemenda sem stundar meistaranám í verkefnastjórnun (MPM) við HR hefur þróað leik sem á að auka fjármálalæsi nemenda í efstu bekkjum grunnskóla. Leikurinn er skipulagður þannig að unglingar sjái hvernig ákvarðanir um fjármál hafa áhrif á markmið þeirra. 

12.3.2014 : Eimar olíu úr gömlum bíldekkjum

Meistaranemi í vélaverkfræði við tækni- og verkfræðideild HR hefur hannað hitasundrunartæki sem eimar olíu úr bíldekkjum. Hann segir uppfinninguna vera græju sem sé sérstakleg hönnuð til að endurvinna efni sem erfitt sé að endurvinna.

12.3.2014 : Eimar olíu úr gömlum bíldekkjum

Jóhannes Einar Valberg

Meistaranemi í vélaverkfræði við tækni- og verkfræðideild HR hefur hannað hitasundrunartæki sem eimar olíu úr bíldekkjum. Hann segir uppfinninguna vera græju sem sé sérstakleg hönnuð til að endurvinna efni sem erfitt sé að endurvinna.

10.3.2014 : Frumkvöðlar úr HR verðlaunaðir

Gulleggið 2014

Verðlaun í Gullegginu, frumkvöðlakeppni á vegum Klak Innovit, voru afhent í HR laugardaginn 8. mars sl. Þær hugmyndir sem höfnuðu í þremur efstu sætunum eiga það sameiginlegt að á bak við þær standa nemendur úr tölvunarfræðideild HR.

10.3.2014 : Frumkvöðlar úr HR verðlaunaðir

Gulleggið 2014

Verðlaun í Gullegginu, frumkvöðlakeppni á vegum Klak Innovit, voru afhent í HR laugardaginn 8. mars sl. Þær hugmyndir sem höfnuðu í þremur efstu sætunum eiga það sameiginlegt að á bak við þær standa nemendur úr tölvunarfræðideild HR.

10.3.2014 : Safna fyrir alþjóðlegri málflutningskeppni

Laganemar HR

Sex manna lið laganema úr HR æfir stíft þessa dagana fyrir alþjóðlega málflutningskeppni sem fram fer í Vínarborg í byrjun apríl.

10.3.2014 : Safna fyrir alþjóðlegri málflutningskeppni

Laganemar HR

Sex manna lið laganema úr HR æfir stíft þessa dagana fyrir alþjóðlega málflutningskeppni sem fram fer í Vínarborg í byrjun apríl.

4.3.2014 : Verkefnastjóri á skrifstofu tölvunarfræðideildar

Háskólinn í Reykjavík

Tölvunarfræðideild HR leitar að kraftmiklum einstaklingi í fjölbreytt og krefjandi starf verkefnastjóra í tölvunarfræði. Starfið felst fyrst og fremst í samskiptum og þjónustu við nemendur og kennara deildarinnar.

3.3.2014 : Fjölmenni í HR á Háskóladeginum

Háskóladagurinn 2014

Mikill fjöldi gesta lagði leið sína í HR á laugardaginn 1. mars til að kynna sér námsframboð háskólans á Háskóladeginum sem var haldinn 10. árið í röð. Nemendur og kennarar spjölluðu við gesti og svöruðu spurningum um námið við HR og nemendur sýndu verkefni sín.

3.3.2014 : Fjölmenni í HR á Háskóladeginum

Háskóladagurinn 2014

Mikill fjöldi gesta lagði leið sína í HR á laugardaginn 1. mars til að kynna sér námsframboð háskólans á Háskóladeginum sem var haldinn 10. árið í röð. Nemendur og kennarar spjölluðu við gesti og svöruðu spurningum um námið við HR og nemendur sýndu verkefni sín.

26.2.2014 : Ætlar að sigra heiminn

Helga Guðmundsdóttir
Helga Guðmundsdóttir dúxaði í tölvunarfræði við HR en lokaverkefni hennar voru rannsóknir fyrir NASA. Henni finnst konur í faginu ekki nægjanlega sýnilegar og stofnaði félag kvenna í tölvunarfræði. Atvinnutilboðum rignir yfir Helgu en hún vinnur nú að meistaraverkefni sínu í samstarfi við Facebook.

26.2.2014 : Ætlar að sigra heiminn

Helga Guðmundsdóttir
Helga Guðmundsdóttir dúxaði í tölvunarfræði við HR en lokaverkefni hennar voru rannsóknir fyrir NASA. Henni finnst konur í faginu ekki nægjanlega sýnilegar og stofnaði félag kvenna í tölvunarfræði. Atvinnutilboðum rignir yfir Helgu en hún vinnur nú að meistaraverkefni sínu í samstarfi við Facebook.

23.2.2014 : Þróa námsgögn framtíðarinnar

Þróa námsgögn framtíðar

Haukur Steinn Logason og Vignir Örn Guðmundsson eru nemar við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. Þeir leiða ungt sprotafyrirtæki, undir nafninu Radiant Games, sem er á fyrstu skrefunum í þróun á það sem þeir kalla námsgögn framtíðarinnar.

19.2.2014 : MSc-nám í klínískri sálfræði hefst í HR í haust

Sálfræði við HR

Námið hefur öðlast viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðuneytisins og uppfyllir kröfur íslenskra laga um starfsemi sálfræðinga. Dr. Jón Friðrik Sigurðsson er nýráðinn forstöðumaður námsins.

17.2.2014 : Málþing um framtíð Vatnsmýrarinnar - upptökur

Háskólinn í Reykjavík hélt nýverið málþing í samstarfi við Reykjavíkurborg um framtíð Vatnsmýrarinnar undir yfirskriftinni „Tækifærin í Vatnsmýri“. 

Hér er að finna upptökur frá málþinginu.

14.2.2014 : Rannsóknir tækni- og verkfræðideildar styrktar af Orkurannsóknasjóði

Styrkhafar Orkurannsóknasjóðs

Þrjú rannsóknarverkefni á byggingasviði tækni- og verkfræðideildar HR hlutu nýlega styrk úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar. Í verkefnunum er meðal annars unnið að öruggari og áreiðanlegri mannvirkjum og vöktun virkjanalóna.

14.2.2014 : Rannsóknir tækni- og verkfræðideildar styrktar af Orkurannsóknasjóði

Styrkhafar Orkurannsóknasjóðs

Þrjú rannsóknarverkefni á byggingasviði tækni- og verkfræðideildar HR hlutu nýlega styrk úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar. Í verkefnunum er meðal annars unnið að öruggari og áreiðanlegri mannvirkjum og vöktun virkjanalóna.

7.2.2014 : Nemendur á forsetalista fá viðurkenningar

Forsetalistaathöfn

Þeim nemendum sem komust á forsetalista fyrir haustönn 2013 voru afhentar viðurkenningar í gær, fimmtudag. Nemendur sem bestum árangri ná á hverri önn eiga kost á að komast á forsetalista og fá skólagjöld næstu annar niðurfelld.

6.2.2014 : Vel sóttir Framadagar

Framadagar

Á Framadögum geta háskólastúdentar rætt við forsvarsmenn fyrirtækja um atvinnumöguleika og samstarf um gerð lokaverkefna. Í gær lagði fjöldinn allur af áhugasömum háskólanemum og öðrum gestum leið sína í Sólina í HR til að kynna sér málin.

4.2.2014 : Krúttmundur sigrar hjörtu landsmanna

Krúttmundur

"Við bjuggum til vélmennið okkar, hann Krúttmund, úr legókubbum og við forritum hreyfingar hans í tölvu, í gegnum Mindstorms-hugbúnaðinn sem Lego hannaði," segir Ingibjörg Ósk Jónsdóttir, nemi í hugbúnaðarverkfræði við Háskólann í Reykjavík.

30.1.2014 : Lítið atvinnuleysi meðal útskrifaðra lögfræðinga frá HR

Atvinnustaða laganema

Töluverð umræða hefur átt sér stað undanfarið ár um atvinnuleysi meðal lögfræðinga. lagadeild HR lét gera símakönnun í lok árs 2013 á atvinnustöðu útskrifaðra lögfræðinga sem lokið hafa fullnaðarprófi í lögfræði frá HR eftir fimm ára nám.

27.1.2014 : Tvær lausar stöður við HR

Reykjavík University

Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík auglýsir eftir akademískum starfsmanni á sviði íþróttafræði og akademískum starfsmanni á sviði umhverfis- og byggingarverkfræði.

26.1.2014 : HR brautskráir 202 kandídata

Útskrift HR

Háskólinn í Reykjavík brautskráði í gær, laugardag, 202 kandídata við hátíðlega athöfn í Eldborgarsal Hörpu. Útskriftarnemendur sem luku grunnprófi eru 141 talsins. 58 luku meistaranámi og þrír doktorsnámi.

20.1.2014 : Vatnsmýrin verði öflugt þekkingarsvæði

Reykjavíkurborg, Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Landspítalinn hafa ákveðið að efna til samstarfs um uppbyggingu á þekkingarsvæði í Vatnsmýri.

20.1.2014 : Brautskráning nemenda frumgreinadeildar

Útskrift frumgreina 2014

Háskólinn í Reykjavík brautskráði á laugardag 31 nemanda með frumgreinapróf. Brautskráningin fór fram í Sólinni í húsakynnum Háskólans í Reykjavík í Nauthólsvík.

18.1.2014 : Keppni fyrir leikjahönnuði framtíðarinnar

IGI, hagsmunasamtök íslenskra leikjaframleiðenda, og Háskólinn í Reykjavík efna til keppni í tölvuleikjagerð. Keppnin Game Creator er opin öllum þeim sem hefur langað að skapa eigin tölvuleik, hafa hugmynd að leik eða vilja vita meira um tölvuleikjagerð. Meðal þess sem keppendum býðst eru opnar vinnustofur um tölvuleikjagerð og ýmis ráðgjöf.

13.1.2014 : Fljúga hátt á Vatnaflygli

„Vatnaflygillinn hefur vakið mikla athygli hvar sem við höfum frá honum sagt eða hann sýnt og það verður spennandi að sjá hvert sá áhugi leiðir þegar betur viðrar,“ segir Jón Trausti Guðmundsson sem ásamt Baldri Arnari Halldórssyni hannaði og smíðaði svonefndan Vatnaflygil sem lokaverkefni í vél- og orkutæknifræði við Háskólann í Reykjavík.

13.1.2014 : Eykur skilning á áhrifum vinds á mannvirki

Jónas Þór Snæbjörnsson er prófessor á byggingasviði tækni- og verkfræðideildar HR. Hann vinnur þessa dagana að rannsókn sem miðar að því að bæta skilning okkar á áhrifum vinds á mannvirki.

7.1.2014 : Auglýst eftir verkefnastjóra BSc-náms í viðskiptafræði

library

Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík leitar að kraftmiklum einstaklingi í fjölbreytt og krefjandi starf verkefnastjóra BSc-náms í viðskiptafræði. Starfið felst fyrst og fremst í samskiptum og þjónustu við nemendur og kennara námsbrautarinnar.