Fréttir eftir deildum
Fréttir: 2015
Fyrirsagnalisti
Flytur þekkingu frá Íslandi til Malaví

Tímamót urðu þann 17. desember síðastliðinn þegar Tufwane Mwagomba varð fyrsti fyrrum nemandi í Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna til að verja meistaraverkefni sitt við Iceland School of Energy (ISE) við HR.
Nemendur HR og LHÍ sýndu samstarfsverkefni

Nemendur í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og nemendur í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands sýndu í gær, miðvikudag, afrakstur samvinnu undanfarinna þriggja vikna. Nemendurnir hafa þróað ýmis verkefni í gagnvirkum upplifunum og viðmótum.
Frjáls sala áfengis eykur álag á heilbrigðiskerfið

Í nýrri bók sinni The Health of Populations: Beyond Medicine, fjallar dr. Jack James, prófessor við sálfræðisvið, um áherslur í heilbrigðisþjónustu. „Heilbrigðisþjónusta okkar í dag er að mestu leyti byggð á þeirri hugmynd að bæta megi heilsu fólks og koma í veg fyrir sjúkdóma með framförum í læknavísindum. Við hugsum minna út í ávinninginn af því að beita löggjafarvaldi og félagslegu inngripi í lífi fólks,“ segir hann.
Brot sem kærð eru strax rata frekar fyrir dóm
Málþing um meðferð nauðgunarmála og viðhorf til brotanna var haldið í HR í gær, fimmtudag, á vegum Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Bifröst. Við setningu málþingsins sagði Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild HR, að vonir sínar stæðu til að málþingið myndi vera vettvangur uppbyggilegrar og hreinskilinnar umræðu um kynferðisbrot. Jafnframt væri mikilvægt fyrir samfélagið að reyna að koma í veg fyrir að þolendur upplifi skömm í kjölfar brotanna.
MPM-nám við HR hlýtur vottun Breska verkefnastjórnunarfélagsins

MPM-nám í verkefnastjórnun við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík hlaut nýverið formlega vottun frá Breska verkefnastjórnunarfélaginu. Vottunin er mikil viðurkenning fyrir MPM-námið sem er þar með komið í flokk um 30 námsbrauta við háskóla sem hafa hlotið slíka vottun fyrir nám á sviði verkefnastjórnunar.
Ný hraðferðarbraut í frumgreinadeild

Nemendur sem lokið hafa stúdentsprófi en vantar frekari undirbúning í stærðfræði og eðlisfræði geta frá næstu áramótum skráð sig í hraðferð við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík til að undirbúa sig fyrir háskólanám næsta haust.
Tölvuleikur nýttur í þágu læknavísindanna

Ungir tölvunarfræðinemar við Háskólann í Reykjavík taka þessa dagana þátt í stóru rannsóknarverkefni sem nær til þriggja Evrópulanda. Verkefnið er jafnframt hið fyrsta sinnar tegundar í heiminum og gengur út á að virkja hinn mikla fjölda leikjaspilara í tölvuleiknum Eve Online í þágu læknavísindanna.
Staða mannauðsstjórans enn sterk

Síðastliðinn föstudag kom út skýrsla sem greinir frá niðurstöðum könnunar sem gerð var í vor og er hluti alþjóðlega CRANET rannsóknarverkefnisins. Skýrslan var kynnt á fjölsóttum fundi í HR. Framkvæmd verkefnisins er í höndum Rannsóknarmiðstöðvar í mannauðsstjórnun við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.
MA vann Boxið

Lið Menntaskólans á Akureyri vann Boxið – framkvæmdakeppni framhaldsskólanna í ár. Átta lið frá jafnmörgum framhaldsskólum kepptu til úrslita á laugardaginn í Háskólanum í Reykjavík. Lið Menntaskólans við Hamrahlíð varð í öðru sæti og lið Menntaskólans í Reykjavík í því þriðja.
Kosinn í stjórn Evrópusamtaka um fræðilega tölvunarfræði

Magnús Már Halldórsson, prófessor við tölvunarfræðideild HR, hefur verið kjörinn í stjórn Evrópusamtaka um fræðilega tölvunarfræði (European Association for Theoretical Computer Science)
Nemandi í HR í vinningsliði á nýsköpunarhátíð LS Retail

Meira en hundrað manns tóku þátt í hugarflugi og verkefnum um smásöluverslun framtíðarinnar á fyrstu nýsköpunarhátíð LS Retail sem haldin var síðustu helgi. Allir starfsmenn LS Retail hér á landi, auk nemenda frá Háskólanum í Reykjavík, tóku þátt í hátíðinni.
Tímarit HR komið út

Nýtt Tímarit Háskólans í Reykjavík er komið út en blaðið kemur út einu sinni á ári. Tímarit Háskólans í Reykjavík gefur lesendum innsýn í fjölbreytt viðfangsefni nemenda og kennara við HR, í lífi og starfi.
Fullt hús á ráðstefnum í HR um norðurslóðir og orkuöryggi
Háskólinn í Reykjavík hélt tvær ráðstefnur í gær, fimmtudag, sem fjölluðu um málefni norðurslóða og orku- og umhverfismál í alþjóðlegu samhengi. Fyrirlesarar voru innlendir og erlendir sérfræðingar í þessum málaflokkum. Báðir viðburðirnir voru opnir almenningi og voru afar vel sóttar.
Ný rannsóknarstofnun í kennslufræði við HR
Ný kennslufræðistofnun HR er fyrsta rannsóknarsetur sinnar tegundar hér á landi og mun leggja áherslu á þverfaglegar rannsóknir á taugavísindum, námsgetu, líðan ungmenna og menntun
Nemendur stofna jafnréttisfélag
Jafnréttisfélag Háskólans í Reykjavík var í dag stofnað af Stúdentafélagi Háskólans í Reykjavík. Félagið er stofnað í upphafi Jafnréttisdaga sem haldnir eru í vikunni í háskólum landsins.
Fyrsti árgangurinn í tölvunarfræði við HR á Akureyri

Nú í ágúst hófu 22 nemendur diplómanám í tölvunarfræði við Háskólann á Akureyri. Námið er í samstarfsverkefni HA og Háskólans í Reykjavík.
Iceland School of Fisheries: samstarf Opna háskólans í HR og Matís
Skrifað undir samstarfssamning um nám fyrir erlenda stjórnendur í alþjóðlegum sjávarútvegi í HR
Hugleiðing um konur í æðstu stöðum dómskerfisins, í tilefni af 19. júní 2015

Grein Ragnhildar Helgadóttur, forseta lagadeildar, sem kemur út í Tímariti HR í október.
Nemendum veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur
Nemendum sem náð hafa framúrskarandi námsárangri voru veittar viðurkenningar í gær, miðvikudag, í Sólinni. Þessir nemendur komast á forsetalista og fá skólagjöld næstu annar niðurfelld.
Birna og Þröstur hljóta styrki úr Rannsóknarsjóði VÍ
Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, og Birna Dröfn Birgisdóttir, doktorsnemi við deildina, hlutu á dögunum styrki frá Viðskiptaráði Íslands. Um er að ræða fyrstu úthlutun úr Rannsóknasjóði VÍ. Styrkjunum er ætlað að efla rannsóknir og nýsköpun sem nýtast íslensku menntakerfi og atvinnulífi.
Íslenska taugalífeðlisfræðisetrið opnað í HR

Nýr heilariti til rannsókna á starfsemi heilans og taugakerfisins var tekinn í notkun við opnun Íslenska taugalífeðlisfræðisetursins í Háskólanum í Reykjavík í gær. Heilaritinn var keyptur með styrk úr Innviðasjóði Rannís en að stofnun setursins standa vísindamenn við Háskólann í Reykjavík, Landspítala – háskólasjúkrahús, Össur, Íslenska erfðagreiningu, Háskóla Íslands og Hjartavernd.
Nemar við HR hanna nýjan þjóðarleikvang

Víkingaskip eða Herðubreið gætu orðið fyrirmyndir að nýjum þjóðarleikvangi Íslendinga, nái hugmyndir nemenda Háskólans í Reykjavík fram að ganga. Nemendur á fyrsta ári við tækni- og verkfræðideild HR fara nú hamförum.
Framandi réttir, fræðsla og fjör í Sólinni
Alþjóðadagur var haldinn í HR í dag, fimmtudag. Viðburðurinn er haldinn reglulega til að sýna alþjóðastarf háskólans og koma á framfæri þeim tækifærum sem nemendum standa til boða til að öðlast alþjóðlega reynslu.
Kvíði hjá íþróttafólki algengari en hjá sambærilegum hópum
Íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík, Knattspyrnusamband Íslands og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands efndu til málþings um andlega líðan íþróttamanna í gær í Háskólanum í Reykjavík.
Rannsakaði starfshætti endurskoðenda og banka eftir hrun
Markús Ingólfur Eiríksson varði þann 1. september sl. doktorsritgerð sína við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Ritgerð Markúsar heitir Auditing and Corporate Governance Under Conditions of Financial Stress.
Metfjöldi nemenda við Íslenska orkuháskólann í HR

50 nemendur stunda nú meistaranám í sjálfbærum orkuvísindum og orkuverkfræði við Íslenska orkuháskólann í Háskólanum í Reykjavík og hafa þeir aldrei verið fleiri. Enn fremur hafa 240 nemendur sótt styttri námskeið um endurnýjanlega orku við háskólann í sumar.
Nýnemar við HR boðnir velkomnir

Síðastliðinn föstudag, 14. ágúst, voru nýir nemendur boðnir velkomnir við skólasetningu Háskólans í Reykjavík.
Tækifærin næg til nýsköpunar

Nýsköpunarráðstefnan „How Innovation and Talent attract capital“ var haldin í Háskólanum í Reykjavík í gær, miðvikudag.
Þar kynntu stjórnendur, frumkvöðlar og fjárfestar frá Bandaríkjum frumkvöðlastarf og uppbyggingu þekkingarsamfélagsins í Kísildalnum. Fjöldi gesta mætti og hlýddi á góð ráð frá þátttakendum í pallborðsumræðum sem voru meðal annarra frá fyrirtækjunum Yahoo, Silicon Valley Bank, Uber og The Geek Squad.
Átakalínur okkar tíma til umfjöllunar í nýrri bók

Jón Ormur Halldórsson, dósent við viðskiptadeild gaf fyrir skemmstu út bókina “Breyttur heimur”.
Fulltrúar HR á fundi um sjálfbærni á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna

Fulltrúar Háskólans í Reykjavík sátu sérstakan afmælisfund Global Compact sáttmálans í sal Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna þann 25. júní síðastliðinn. Fundurinn var haldinn í tilefni 15 ára afmælis Global Compact sáttmála Sameinuðu Þjóðanna um samfélagsábyrgð fyrirtækja en viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík er þátttakandi í PRME (Principles for Responsible Management Education) verkefni Sameinuðu Þjóðanna sem er hluti af Global Compact.
Nýútskrifaðir lögfræðingar frá HR eftirsóttur starfskraftur

Um 85% þeirra sem útskrifuðust sem lögfræðingar á Íslandi árið 2014 hafa fengið starf og meðallaun nýútskrifaðra lögfræðinga eru á milli 500 og 600 þúsund á mánuði. 64% þeirra sem útskrifuðust frá Háskólanum í Reykjavík árið 2014 starfa við lögfræðistörf og meðallaun nýútskrifaðra lögfræðinga frá HR eru yfir meðallaunum nýútskrifaðra lögfræðinga á Íslandi. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar Lögfræðingafélag Íslands meðal þeirra sem luku meistaragráðu í lögfræði á Íslandi, og birt var á vef félagsins í síðustu viku.
Viðskiptadeild hlýtur viðurkenningu frá Sameinuðu þjóðunum

Viðskiptadeild HR hlaut viðurkenningu fyrir sína fyrstu framgangsskýrslu í tengslum við PRME-verkefni sem Sameinuðu þjóðirnar standa að og varðar menntun ábyrgra stjórnenda. Viðurkenningin var veitt á ráðstefnu PRME samtakanna sem haldin var í New York dagana 23. til 25. júní en alls fengu sjö háskólar viðurkenningu fyrir framúrskarandi skýrslugerð. Aðilar að samtökunum eru alls 600 háskólar frá 80 löndum.
553 nemendur brautskráðir í Hörpu
.jpg)
553 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag. Aldrei hafa fleiri nemendur útskrifast frá háskólanum. 368 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 184 úr meistaranámi og einn nemandi útskrifaðist með doktorsgráðu. Um 3500 nemendur stunduðu nám við skólann á síðasta skólaári.
HR fagnar 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna

Í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna verður HR lokaður í dag, 19. júní 2015, frá kl. 13. Til hamingju með daginn!
32 nemendur brautskráðir úr frumgreinadeild HR

Í ár var kynjahlutfall brautskráðra nemenda frá frumgreinadeildinni í fyrsta skipti jafnt. Flestir eru með starfsreynslu úr verslunar- og þjónustugeiranum, margir hafa lokið sveinsprófi í iðngrein og enn aðrir hafa sinnt verkamannastörfum, en þátttaka á vinnumarkaði er eitt skilyrða þess að komast í námið. Stærstur hluti brautskráðra nemenda hyggst halda áfram námi við akademískar deildir HR í haust. Elsti nemandinn sem útskrifaðist í ár er 43 ára en sá yngsti 21 árs.
Ný bók um hafrétt komin út

Eitt stærsta útgáfufyrirtæki lagabóka í heimi, Brill/Nijhoff, hefur gefið út bók dr. Bjarna Más Magnússonar, lektors við lagadeild Háskólans í Reykjavík
Nemendur hugsi um heildina

Viðskiptadeild HR hlýtur viðurkenningu hjá Sameinuðu þjóðunum í lok mánaðarins fyrir fyrstu skýrslu sína um framgang PRME-verkefnisins um menntun ábyrgra stjórnenda. Viðurkenningin verður veitt við athöfn í höfuðstöðvum samtakanna í New York.
350 íbúðir og einstaklingsherbergi í Háskólagörðum HR

Háskólinn í Reykjavík áformar að byggja 350 nýjar íbúðir og einstaklingsherbergi, auk leikskóla og þjónustuhúsnæðis, í nýjum Háskólagörðum vestan Öskjuhlíðar. Borgarráð samþykkti í síðustu viku að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir svæðið. Unnið er að hönnun og fjármögnun bygginga á svæðinu og vonast er til að framkvæmdir geti hafist á næsta ári.
Plastþjappari, kartöfluplokkari, töfrabók og tölvuleikir

Í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda leggja 5., 6. og 7. bekkingar fram hugmyndir sínar, vinna með þær í sérstakri vinnusmiðju og leggja þær svo fyrir dómnefnd. Í ár bárust 1975 hugmyndir frá yfir 3000 hugmyndasmiðum um land allt. 54 hugmyndir voru valdar úr þeim mikla fjölda og mættu höfundar þeirra í Háskólann í Reykjavík í tvo daga til að þróa þær áfram í sérstakri vinnusmiðju.
1000 sjúklingar þyrftu skönnun en aðeins 100 sendir út
Heilbrigðistæknidagurinn var haldinn í fimmta sinn í Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 21. maí sl. Í ár var yfirskrift dagsins „Jáeindaskanni (PET), tækni, rekstur og klínísk not“. Að dagskránni stóðu tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, Heilbrigðistæknifélag Íslands og Landspítali – háskólasjúkrahús.
Eiga björgunarsveitir að hlaupa á eftir trampólínum?
Haukur Ingi Jónasson, lektor við tækni- og verkfræðideild HR og formaður stjórnar MPM-náms, meistaranáms í verkefnastjórnun var falið að vinna að stefnumótun fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörgu. Hann var gestur í Kastljósi RÚV í vikunni til að ræða þetta viðamikla verkefni.
Námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja formlega lokið

Námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja lauk formlega síðastliðinn föstudag. Þá hlutu fjórir hópar viðrukenningu fyrir hugmyndir sínar, en alls unnu nemendur að yfir 60 hugmyndum í námskeiðinu sem margar hverjar hafa hlotið mikla athygli í fjölmiðlum undanfarið. Má þar nefna gæludýrapössun í gegnum netið, sjálfsala sem blandar boost, vatnsrennibraut í miðbæinn og leigumiðlun á netinu fyrir stúdenta, auk þeirra hugmynda sem fengu viðurkenningar og lesa má um hér fyrir neðan.
Viðurkenningar fyrir lokaverkefni í tæknifræði
Á hverju ári stendur tækni- og verkfræðideild HR fyrir Tæknideginum, en þar er sýndur afrakstur nemanda eftir þriggja vikna verkleg námskeið, viðurkenningar veittar fyrir framúrskarandi lokaverkefni í tæknifræði og móttaka haldin fyrir afmælisárganga í tæknifræði.
Málþing um heimilisofbeldi haldið í HR

Málþing um heimilisofbeldi og veruleikann á Íslandi var haldið síðastliðinn föstudag í HR.
Nýr sjóður stofnaður fyrir rannsóknir í upplýsingatækni og viðskiptafræði

Háskólinn í Reykjavík og LSRetail hafa gert með sér samstarfssamning um rannsóknir og menntun á sviði upplýsingatækni og viðskipta.
Hagsmunamálin breytast lítið

Elísabet Erlendsdóttir tók nýlega við embætti formanns Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík (SFHR). Elísabet er á öðru ári í BSc-námi í heilbrigðisverkfræði við tækni- og verkfræðideild HR.
Árangur Íslendinga í forvörnum gegn vímuefnum eftirtektarverður
Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, dósent á sálfræðisviði HR, var annar viðmælenda í þættinum Hringborðið á RÚV þann 4. maí sl. Bryndís er í starfshópi sem settur var á laggirnar í kjölfar samþykktar þingslályktunartillögu um lög um vímuefni og mögulegar breytingar á þeim.
Stelpur og tækni í HR
Um hundrað stelpum úr 9. bekk nokkurra grunnskóla var boðið í Háskólann í Reykjavík og í fjögur tæknifyrirtæki í tilefni „Girls in ICT Day“. Markmiðið er að kynna fyrir stelpunum og vekja áhuga þeirra á ýmsum möguleikum í tækninámi og störfum.
Leiðir nám í verkefnastjórnun við Jarðhitaskóla SÞ

Helgi Þór Ingason er dósent við tækni- og verkfræðideild HR og forstöðumaður meistaranáms í verkefnastjórnun, MPM. Hann var nýlega fenginn til þess að koma á fót nýrri námsbraut við Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna.
Vel sóttur fundur um fangelsismál

Lagadeild Háskólans í Reykjavík stóð fyrir fundi um fullnustu refsinga miðvikudaginn 22. apríl sl. undir yfirskriftinni „Eru fangelsismál í klessu á Íslandi?“
Verðlaun HR afhent

Verðlaun Háskólans í Reykjavík fyrir framúrskarandi árangur í rannsóknum, þjónustu og kennslu voru afhent í gær, þriðjudag.
Þrívíddarlíkön Heilbrigðistækniseturs sýnd á Degi verkfræðinnar
Þrívíddarlíkön sem þróuð hafa verið innan tækni- og verkfræðideildar HR og nýtast við undirbúning skurðaðgerða fengu verðskuldaða athygli á Degi verkfræðinnar þann 10 .apríl sl.
50% leikmanna í knattspyrnu hafa hlotið heilahristing
Höfuðhögg í íþróttum hér á landi eru algengari en fólk gerir sér grein fyrir og íþróttamenn eru almennt ekki nógu meðvitaðir um hættur sem höfuðhögg geta skapað. Þetta segir Hafrún Kristjánsdóttir, aðjúnkt og sviðsstjóri íþróttafræðisviðs Háskólans í Reykjavík.
HR kynnir nýtt app til atvinnuleitar

Nemendur Háskólans í Reykjavík geta nú náð sér í glænýtt app, HRingur, og fengið tilkynningar um atvinnutækifæri beint í snjallsímann sinn.
Stafræn merki staðfesta MBA-gráðu
Öllum útskriftarnemum úr MBA-námi HR verður á næstu dögum gefinn kostur á að sækja sér stafrænt prófskírteini sem meðal annars er hægt að nota á samfélagsmiðlum svo sem LinkedIn.
Til hvers eru lögin?

„Það væri svo ofboðslega leiðinlegt í umferðinni ef við keyrðum bæði hægra megin og vinstra megin,“ sagði Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeildar, í þættinum Víðsjá á RÚV þann 6. mars sl. Ragnhildur var einn gesta þáttarins sem tileinkaður var almennri umræðu um lög og lögfræði.
HR og HÍ skrifa undir samstarfssamning um rannsóknir í taugavísindum
.jpg)
Í gær undirrituðu rektorar Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík samning milli tækni- og verkfræðideildar HR og Lífvísindaseturs HÍ um aukið rannsóknasamstarf háskólanna í lífvísindum þar sem sebrafiskar eru notaðir sem tilraunadýr.
10. bekkingar kynnast tæknifögum í Hringekjunni
Hringekjan er árlegur viðburður Háskólans í Reykjavík þar sem markmiðið er að kynna möguleika tækni- og raungreina fyrir nemendum í grunnskólum landsins. Í gær var síðasta vinnustofan í Hringekjunni í ár. Nemendurnir sóttu síðustu vinnustofuna af þremur voru að lokum leystir út með viðurkenningum fyrir þátttöku.
Liðin frá MK, MR og Tækniskólanum sigruðu

Lið Menntaskólans í Kópavogi, Menntaskólans í Reykjavík og Tækniskólans sigruðu í þremur deildum Forritunarkeppni framhaldsskólanema sem fram fór í HR um helgina.
HR og HA í samstarf um nám í tölvunarfræði á Akureyri

Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Akureyri undirrituðu þann 12. mars sl. samstarfssamning um nám í tölvunarfræði sem hægt er að sækja við HA frá hausti 2015.
Sigurvegarar Hnakkaþons heimsækja Samherja
Sigurlið fyrstu Hnakkaþon keppni HR og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi heimsótti á dögunum höfuðstöðvar Samherja á Dalvík. Þar gafst þeim tækifæri til að kynnast frá fyrstu hendi fjölbreyttri starfsemi fyrirtækisins; frá frystihúsgólfinu og upp til yfirstjórnarinnar.
Verðandi háskólanemar fylltu Sólina

Háskóladagurinn 2015 var haldinn í Háskólanum í Reykjavík, og LHÍ og HÍ, laugardaginn 28. febrúar Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, setti Háskóladaginn í HR.
Nemendasamtök um samfélagsábyrgð stofnuð í HR

Nemendur stofnuðu í gær samtök um samfélagsábyrgð og sjálfbærni. Formaður samtakanna segir hlutverk þeirra að efla vitund nemenda varðandi málefni sem tengjast ábyrgð þeirra gagnvart samfélaginu.
Fékk 300 milljóna króna rannsóknarstyrk
Nemendur á forsetalista fá viðurkenningar

Þeim nemendum sem komust á forsetalista fyrir haustönn 2014 voru afhentar viðurkenningar í gær, þriðjudaginn 17. febrúar. Nemendur sem bestum árangri ná á hverri önn eiga kost á að komast á forsetalista og fá skólagjöld næstu annar niðurfelld
Hugmynd Íslendinga um samfélag er verðmæt
Dr. Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við sálfræðisvið viðskiptadeildar HR og Columbia háskóla í New York sat fyrir svörum í þættinum Íslandi í dag nýlega. Í viðtalinu koma fram vangaveltur Ingu Dóru um íslenskt samfélag og hugarfar, menntakerfi og þjóðfélagsumræðu.
Mansal í vændi á Íslandi er algengt

„Það er miklu meira vændi hér en meðaljóninn gerir sér grein fyrir. Erlendar konur eru sendar hingað í þeim eina tilgangi að stunda vændi. Það er líka meiri eftirspurn eftir vændi heldur en framboð,“ segir Heiða Björk Vignisdóttir sem rannsakaði mansal á Íslandi við lagadeild HR.
Gervigreind, útprentað hjarta, tölvutætingur og tölvuleikjagerð

UTmessan var haldin á föstudag og laugardag og var samkvæmt venju vel sótt. Á UTmessunni, sem haldin var í Hörpu, bauðst gestum að sjá og prófa það helsta sem er að gerast í tölvu- og tæknigeiranum.
Bók eftir vísindamenn við tækni- og verkfræðideild komin út

Nýlega var gefin út bók eftir þá Leif Leifsson and Slawomir Koziel, fræðimenn við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, og heitir hún Simulation-Driven Aerodynamic Design Using Variable-Fidelity Models.
184 kandídatar brautskráðir
.jpg)
Háskólinn í Reykjavík brautskráði 184 kandídata í gær, laugardaginn 31. janúar og fór athöfnin fram í Hörpu.
Gulleggið hófst í HR
.jpg)
Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, opnaði formlega frumkvöðlakeppnina Gulleggið 2015 á fimmtudaginn í síðustu viku. Um 150 þátttakendur og gestir sóttu opnunarhátíðina sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík.
Sigruðu í fyrsta Hnakkaþoninu
.jpg)
Nemendur Háskólans í Reykjavík tóku um helgina þátt í fyrstu útflutningskeppni sjávarútvegsins.
Rannsakar sköpunargleðina

Margt bendir til þess að árangur í rekstri megi að einhverju leyti rekja til þeirrar sköpunargleði sem tekst að vekja innan veggja fyrirtækja. Sköpunargleði er rannsóknarefni Birnu Drafnar Birgisdóttur, doktorsnema við viðskiptadeild HR en að hennar sögn eru rannsóknir á því hvernig jákvæð mannauðsstjórnun og sköpunargleði tengjast tiltölulega skammt á veg komnar en jafnframt ótrúlega spennandi.
Vísindamenn HR fá styrki frá Rannsóknarsjóði
Hópur vísindamanna við Háskólann í Reykjavík fær úthlutað styrkjum til rannsóknarverkefna fyrir árið 2015 en það er stjórn Rannsóknasjóðs sem úthlutar rannsóknarfé.
Hello, human

Ofurtölvan HAL 9000 úr þeirri þekktu kvikmynd „2001: A Space Odyssey“ var ákölluð í HR um helgina. Fyrirtækið OZ stóð fyrir forritunarkeppni fyrir flygildi og voru því drónar á flugi um háskólabygginguna.
Nýnemar kynnast lífinu í HR

Nýir nemendur HR voru boðnir velkomnir á nýnemadegi síðastliðinn föstudag. Sérstök dagskrá var í boði fyrir nema í grunnnámi, meistara- og doktorsnámi og frumgreinanámi sem hefja nám á vorönn.
Fyrsta doktorsvörnin við lagadeild

Milosz Hodun varði í dag doktorsritgerð sína við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Hann er fyrsti neminn sem lýkur doktorsnámi við deildina en doktorsnám í lögfræði hófst árið 2009.
36 brautskráðir með frumgreinapróf
Háskólinn í Reykjavík brautskráði síðastliðinn föstudag, þann 16. janúar, 36 nemendur með frumgreinapróf.
Við athöfnina voru flutt ávörp. Af hálfu eldri nemenda talaði Eyþór Rafn Þórhallsson, verkfræðingur og dósent við tækni- og verkfræðideild HR. Af hálfu útskriftarnema talaði Védís Erna Eyjólfsdóttir. Tónlistaratriðið var að þessu sinni í höndum Gunnars Hilmarssonar og Matthíasar Stefánssonar.