Fréttir eftir árum


Fréttir: 2016

Fyrirsagnalisti

22.12.2016 : Íbúðir fyrir nemendur og þjónustukjarni við rætur Öskjuhlíðar

Haskolagardar_3

Undirbúningur byggingu Háskólagarða HR hefur verið í gangi undanfarin misseri og frumhönnun á lóð HR liggur fyrir. Háskólagarðarnir, sem verða einkum fyrir nemendur HR, eru við rætur Öskjuhlíðar og liggja niður að bílastæðum HR. 

21.12.2016 : Dexta gaf HR búnað fyrir rannsóknir í varma- og straumfræði

Framkvæmdastjóri Dexta ehf., Gauti Hallsson, afhenti Háskólanum í Reykjavík fyrir stuttu ýmsan búnað að gjöf fyrir tilraunir og mælingar í varmafræði og orkutækni. Gauti er fyrrverandi nemandi tækni- og verkfræðideildar HR og var í fyrsta útskriftarhópnum í vél- og orkutæknifræði.
 

19.12.2016 : Helgi Þór er nýr rannsóknarstjóri IPMA

Helgi Þór Ingason

Helgi Þór Ingason, prófessor við tækni- og verkfræðideild HR og forstöðumaður meistaranáms í verkefnastjórnun, MPM, var nýlega kosinn rannsóknarstjóri IPMA, alþjóðlegu verkefnastjórnunarsamtakannna. IPMA eru regnhlífasamtök 60 landssamtaka úr öllum heimshornum á sviði verkefnastjórnunar og meðal meðlima eru íslensku samtökin um verkefnastjórnun, VSF.

15.12.2016 : Áskorun rektora íslenskra háskóla til þingmanna

Nemendur í lagadeild leysa málflutningsverkefni

Ljóst er að þær fjárhæðir sem háskólum landsins eru ætlaðar skv. fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi standa ekki undir því mikilvæga starfi sem skólarnir sinna. Háskólar í nágrannaríkjum okkar fá tvöfalt hærri framlög á hvern nemanda og endurspeglar það raunverulegan kostnað háskólastarfs.

14.12.2016 : Reikna einangrun, hanna lagnir og burðarvirki og velja veggþykktir

Tveir leiðbeinendur og nemandi standa fyrir framan töflu með teikningum á

Nemendur í byggingariðnfræði við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík vörðu lokaverkefni sín fyrir stuttu. Að baki lokaverkefninu er heilmikil vinna en þar er gerð grein fyrir heildarhönnun húss: útliti byggingar, skipulagi, burðaþoli og lögnum.

9.12.2016 : Dr. Juliet Newson nýr forstöðumaður Íslenska orkuháskólans við HR

Juliet Newson stendur á gangi í HR og horfir í myndavélina

Dr. Juliet Newson hefur verið ráðin forstöðumaður Íslenska orkuháskólans (Iceland School of Energy) við Háskólann í Reykjavík. Juliet er verkfræðingur að mennt og kemur frá Nýja-Sjálandi þar sem hún hefur starfað við líkanasmíði á forða jarðhitakerfa við Contact Energy Ltd, í nánu samstarfi við vísindamenn við University of Aucklan

7.12.2016 : Íslenskir neytendur þurfa að vakna

Fyrirlesarar sitja í panel

Málstofa á vegum lagadeildar og viðskiptadeildar var haldin í gær, þriðjudag. Umræðuefnið var neytendamál, samfélagsábyrgð, bótarétt, dýravelferð og upplýsingaskyldu stjórnvalda. Tilefnið var hið svokallaða Brúneggjamál.

6.12.2016 : Starfsnám orðið skyldufag í byggingartæknifræði

Sviðsstjóri og nemendur í byggingartæknifræði stilla sér upp í hóp fyrir ljósmyndara

Þriðja árs nemar í byggingartæknifræði sýndu nýlega afrakstur starfsnáms síns hjá 11 fyrirtækjum en þetta var í fyrsta sinn sem nemendur luku starfsnáminu sem skyldufagi í byggignartæknifræði. Sviðsstjóri byggingasviðs tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík segir starfsnám sem skyldufag vera það sem koma skuli í byggingartæknifræðinni.

29.11.2016 : Samgöngumáti starfsmanna HR hefur tekið miklum breytingum

Mynd sem sýnir ylströndina við Nauthólsvík

Starfsmenn Háskólans í Reykjavík hafa breytt fararvenjum sínum svo um munar eftir að háskólinn hóf að bjóða starfsmönnum að skrifa undir svokallaðan samgöngusamning. 86 fastráðnir starfsmenn HR hafa skrifað undir slíkan samning. Í vinnustaðagreiningu HR sem framkvæmd er annað hvert ár og var lögð fyrir á haustmánuðum kemur fram að helmingi fleiri ferðast núna með strætisvögnum eða gangandi og hjólandi í vinnuna en fyrir þremur árum.

24.11.2016 : Í flokki með liðum frá KTH og Oxford

NWERC1

Þeir Arnar Bjarni Arnarson, Bjarki Ágúst Guðmundsson og Unnar Freyr Erlendsson náðu gríðarlega góðum árangri í alþjóðlegri forritunarkeppni háskóla um allan heim nýlega en þeir höfnuðu í fimmta sæti af 114. Þetta er besti árangur liðs frá HR hingað til í þessari keppni, en NWERC er svæðiskeppni Norður-Evrópu fyrir ACM-keppnina sem er aðalkeppnin.

24.11.2016 : HR og Eimskip í samstarf um frumkvöðla- og nýsköpunarstarf, rannsóknir og menntun

Nemendum við Háskólann í Reykjavík gefst kostur á að vinna að fjölbreyttum verkefnum sem tengjast starfsemi Eimskips hér á landi og erlendis, samkvæmt samstarfssamningi sem undirritaður var í vikunni.

16.11.2016 : Efnahagsstefna Trumps popúlismi frekar en hefðbundin stefna repúblikana

Donald Trump var til umræðu í hádeginu í Háskólanum í Reykjavík í dag. Viðskiptadeild HR efnir til málstofu undir heitinu „Donald Trump - af hverju og hvað svo?" Þar voru ræddar efnahagslegar og samfélagslegar ástæður og afleiðingar af kjöri Donalds Trumps sem forseta Bandaríkjanna. Fræðimenn tókust á við spurningar eins og: Brugðust skoðanakannanir? Hvernig er sálarlíf kjósenda Trumps og hvað eru „Trumponomics"?

13.11.2016 : MH vann Boxið 2016

Mynd af liði MH í Boxinu sem sigraði

Það var lið Menntaskólans við Hamrahlíð sem vann Boxið – framkvæmdakeppni framhaldsskólanna í ár, eftir harða keppni. Átta lið frá jafnmörgum framhaldsskólum kepptu til úrslita í gær, laugardag, í Háskólanum í Reykjavík.

10.11.2016 : Nýtt Tímarit HR komið út

Tímarit Háskólans í Reykjavík er komið út í áttunda sinn og inniheldur að vanda fjölbreyttar greinar og viðtöl um rannsóknir og önnur viðfangefni nemenda og kennara við HR, í lífi og starfi.

8.11.2016 : Sameiginleg yfirlýsing rektora allra háskóla á Íslandi

Allir háskólarektorar á Íslandi standa saman í hóp

Við undirrituð, rektorar allra háskóla á Íslandi, óskum verðandi ríkisstjórn heilla í þeim störfum sem bíða hennar á nýju kjörtímabili. Fjárfesting í innviðum íslensks samfélags er meðal mikilvægustu verkefna sem bíða. Málefni háskólanna, rannsóknir og nýsköpun eru þar á meðal.  

7.11.2016 : Laganemar spreyttu sig í Hæstarétti

Úrslitin í EES-málflutningskeppninni voru haldin síðasta sunnudag í Hæstarétti Íslands en keppnin er samvinnuverkefni lagadeilda HR, HÍ og HA og Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Sjö lið voru skráð til keppni skipuð nemendum úr lagadeildum ofangreindra háskóla. Til úrslita kepptu lið frá HR og HÍ. Keppnin var á ensku og byggði á málavöxtum sem reyndu á ólíka þætti EES-réttarins.

21.10.2016 : Dósent í heilbrigðisverkfræði er nýr forseti Skandinavísku lífstoðefnissamtakanna

Ólafur Eysteinn Sigurjónsson

Dr. Ólafur E. Sigurjónsson, dósent við Háskólann í Reykjavík, var nýverið kjörinn forseti Skandinavísku lífstoðefnissamtakanna (Scandinavian Society for Biomaterials). Ólafur stundar kennslu og rannsóknir í heilbrigðisverkfræði við tækni- og verkfræðideild HR.

18.10.2016 : Oftast leitað til lögfræðiþjónustu Lögréttu vegna erfðamála og réttinda leigjenda

Logfraedithjonusta_Logrettu

Við lagadeild Háskólans í Reykjavík er starfrækt lögfræðiþjónusta Lögréttu, Lögfróður, sem býður upp á lögfræðiráðgjöf almenningi að kostnaðarlausu. Hjá Lögfróði starfa þriðja, fjórða og fimmta árs laganemar.

12.10.2016 : HR tekur þátt fyrir Íslands hönd í nýju verkefni Evrópusambandsins

Nemandi heldur á ljósaperu

Háskólinn í Reykjavík er samstarfsaðili fyrir Íslands hönd í verkefni á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem nefnist State of European University-Business Cooperation.


7.10.2016 : Háskólar landsins skora á stjórnvöld að hækka framlög

Horft ofan á nemendur við kynningarbás í Sólinni

Allir rektorar háskólanna á Íslandi hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu til stjórnvalda. Þar er skorað á þau að veita meira fjármagni til starfsemi efsta skólastigsins.

3.10.2016 : Hvaðan koma lögin? Ný bók um lögfræði í víðu samhengi

Arnar Þór Jónsson

Fyrir stuttu kom út bókin Lög og samfélag eftir Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Í bókinni fjallar höfundur um lög í víðu samhengi.
 

29.9.2016 : MBA-nám HR hlýtur alþjóðlega gæðavottun í annað sinn

MBA-vottun

MBA-námið við Háskólann í Reykjavík hefur á ný hlotið gæðavottun AMBA samtakanna til næstu fimm ára. Markmið AMBA (Association of MBAs) er að auka gæði menntunar á sviði stjórnunar og reksturs á heimsvísu.

23.9.2016 : Nemendum veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur

Þeim nemendum sem komust á forsetalista fyrir vorönn 2016 voru afhentar viðurkenningar í gær, fimmtudaginn 22. september. Nemendur sem bestum árangri ná á hverri önn eiga kost á að komast á forsetalista og fá skólagjöld næstu annar niðurfelld. Einnig voru afhentir nýnemastyrkir en það eru styrkir sem veittir eru nemendum á fyrstu önn þeirra við háskólann.

20.9.2016 : Nemendur skyggndust inn í framtíðina á Hamfaradögum

Nemandi setur upp plakat í Sólinni

Hamfaradagar stóðu yfir í Háskólanum í Reykjavík frá miðvikudegi til föstudags í síðustu viku. Í stað þess að sitja námskeið unnu nemendur á fyrsta ári í tækni- og verkfræðideild verkefni þar sem þeim var kennt að þróa hugmyndir með hópavinnu. Hluti af því var að nemendur sem eru á fyrstu önn í TVD kynnist, skilji mikilvægi hópvinnu og formlegri hugmyndavinnu.

 

13.9.2016 : HR og Borgarholtsskóli í samstarf um íþróttafræðinám

Ithrottafraedi---Borgo

Nemendur og kennarar í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík munu koma að verknámi og annarri kennslu á afreksíþróttasviði Borgarholtsskóla samkvæmt samstarfsamningi til fimm ára sem nýlega var undirritaður á milli skólanna. 

7.9.2016 : Vísindamenn HR smíða talgreini fyrir Alþingi

Fulltrúar HR og Alþingis standa í Alþingisgarðinum

Innan tveggja ára er stefnt að því að til verði talgreinir sem byggir á gervigreind, sem skrái niður ræður á Alþingi Íslendinga. Fulltrúar Alþingis og tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík hafa skrifað undir samning um þróun og innleiðingu á opnum hugbúnaði sem nýttur verður við ræðuritun.

1.9.2016 : Nemendur HR kynntu sér tækifæri til náms á erlendri grundu

Nemendur spila á hljóðfæri

Erlendir nemendur við Háskólann í Reykjavík buðu upp á mat frá sínu heimalandi á Alþjóðadegi HR í Sólinni í dag. Á Alþjóðadegi gefst nemendum HR tækifæri til að kynnast erlendum nemum og fræðast um nám í þeirra heimalandi.

31.8.2016 : Fyrirtæki í upplýsingatækni koma að kennslu í viðskiptafræði 

Fulltrúar Háskólans í Reykjavík og fyrirtækja standa við há borð í Sólinni

Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, Advania, Microsoft Ísland og Selika ehf. gerðu nýlega með sér samstarfssamning um kennslu í upplýsingatækni.

29.8.2016 : Nemendur skipulögðu eina stærstu hakkarakeppni sem haldin hefur verið hér á landi

Hin árlega IceCTF hakkarakeppni Háskólans í Reykjavík og Syndis var haldin 12. - 26. ágúst. Markmið keppninnar er að efla öryggisvitund á Íslandi og víðar á skemmtilegan hátt.

24.8.2016 : Rannsaka kynjajafnrétti í íþróttum

Nemendur gera teygjuæfingar í íþróttasal

Hafrún Kristjánsdóttir, sviðsstjóri íþróttafræðisviðs tækni- og verkfræðideildar, Bjarni Már Magnússon, dósent við lagadeild, og Margrét Lilja Guðmundsdóttir, aðjúnkt við íþróttafræðisvið, munu á næstu misserum rannsaka jafnrétti kynjanna í íþróttum hér á landi. 

17.8.2016 : Haustönnin hafin með metfjölda erlendra nemenda

Nýir nemendur í HR skoða upplýsingablað

Í dag hefja um 1500 nýnemar nám við Háskólann í Reykjavík. Vikan hófst með nýnemadegi fyrir erlenda nemendur og í gær, þriðjudag, bættust íslenskir nemendur í hópinn. Þjónustan, húsnæðið, reglur um nám og fyrirkomulag var kynnt fyrir nýnemum og þeir fóru meðal annars í ratleik um háskólabygginguna. 

10.8.2016 : Páll M. Ríkharðsson verður forseti viðskiptadeildar

Páll Melsteð Ríkharðsson

Dr. Páll M. Ríkharðsson hefur verið ráðinn forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík frá og með 15. ágúst næstkomandi. Hann tekur við stöðunni af Dr. Þórönnu Jónsdóttur sem hefur verið forseti deildarinnar frá 2013. 

15.7.2016 : Sleipnir á Silverstone – lið HR í Formula Student í fyrsta skipti

Kappasksturbíll Team Sleipnis frá HR

Lið Háskólans í Reykjavík, Team Sleipnir, er nú mætt á Silverstone í Englandi til að taka þátt í Formula Student keppninni. Þetta er í fyrsta sinn sem lið frá HR tekur þátt í keppninni, en 14 strákar og stelpur úr verkfræði og tæknifræði eru mætt á svæðið með kappakstursbíl. 

21.6.2016 : Jafnréttissjóður Íslands styrkir fjögur verkefni Háskólans í Reykjavík

Unglingar virða fyrir sér ýmis rannsóknarverkefni í stofu í HR

Fjögur verkefni sem unnið er að innan Háskólans í Reykjavík hlutu alls 8,5 milljónir króna úr Jafnréttissjóði Íslands síðastliðinn sunnudag. Sjóðurinn var stofnaður í fyrra og var þetta fyrsta úthlutun úr honum. 

19.6.2016 : Stærsta brautskráning HR frá stofnun

641 nemandi brautskráðist frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Hörpu í gær, laugardag. 443 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 196 úr meistaranámi og tveir nemendur útskrifuðust með doktorsgráðu. Um 3750 nemendur stunduðu nám við skólann á síðasta skólaári.

16.6.2016 : 86 nemendur brautskráðir frá frumgreinadeild HR

13411782_10153483471085672_2673436796870237178_o

Háskólinn í Reykjavík brautskráði í dag 86 nemendur með frumgreinapróf. Frumgreinanám við HR veitir fólki með iðnmenntun eða aðra menntun en stúdentspróf og reynslu úr atvinnulífinu, undirbúning fyrir háskólanám.

15.6.2016 : Mikil aðsókn í nám við Háskólann í Reykjavík

Nemandi tekur við viðurkenningu á útskrift frá HR

Alls bárust 2590 umsóknir um nám við Háskólann í Reykjavík á næsta skólaári, en umsóknarfrestur rann út um síðustu helgi.

10.6.2016 : Fjórar konur skipaðar við Hæstarétt frá upphafi

Fjórar konur sitja í Hæstarétti

Tímarit Lögréttu er gefið út í samstarfi laganema og kennara við lagadeild HR og kemur út tvisvar á ári. Það byggist á þemaumfjöllun hverju sinni auk vandaðra greina um lögfræðileg málefni. Nýlega kom út fyrsta tölublað 12. árgangs Tímarits Lögréttu og er blaðið að þessu sinni helgað konum í Hæstarétti. 

6.6.2016 : Munu koma að uppbyggingu stúdentabragga og háskólagarða

Kosið hefur verið í nýja stjórn Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík (SFHR). Rebekka Rún Jóhannesdóttir var kjörinn formaður, Skúli Þór Árnason var kosinn varaformaður, Kristinn Guðmundsson gjaldkeri, Erna Sigurðardóttir, hagsmunafulltrúi og Íris Björk Snorradóttir upplýsingafulltrúi.

3.6.2016 : Nemendur fá þjálfun í þriggja vikna námskeiðum

Tveir nemendur fást við tilraun

Eitt af áhersluátriðum í kennslu við Háskólann í Reykjavík er að þjálfa nemendur í að beita þeirri fræðilegu þekkingu sem þau öðlast í náminu. Þetta er gert meðal annars með sérstöku námsskipulagi sem brýtur annirnar upp í tvo hluta.

2.6.2016 : Meistaranemar við lagadeild HR skrifa um misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum á Litla-Hrauni

Mynd af Verndarblaðinu

Nemendur á meistarastigi í lagadeild Háskólans í Reykjavík hafa fengið tvær greinar birtar eftir sig í Verndarblaðinu, tímariti Verndar, samtaka um fangahjálp, sem fjalla um stórfelldan vanda í fangelsinu á Litla-Hrauni af völdum lyfseðilsskyldra lyfja, ekki síst Suboxone sem SÁÁ notar í meðferð sinni á ópíumfíklum.

31.5.2016 : Samstarf við MIT um að skapa ný störf og efla hagvöxt með nýsköpun

Myndin sýnir MIT háskólann

Háskólinn í Reykjavík og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið munu næstu tvö árin taka þátt í alþjóðlegu samstarfsverkefni með MIT-háskólanum í Bandaríkjunum sem miðar að því að skapa ný störf og efla hagvöxt á Íslandi með nýsköpun. 

30.5.2016 : Fyrirlestramaraþon HR 2016 nú aðgengilegt á vefnum

Jo Foley

Fyrirlestramaraþon HR er haldið árlega en þar flytja fræðimenn innan háskólans örfyrirlestra um allt milli himins og jarðar, og í ár var engin undantekning þar sem fræðimenn héldu fyrirlestra um millidómstig, greiningu á þoli sköflungsbeina og áhrif uppsagna á starfsfólk og margt fleira. 

26.5.2016 : Fjölmennur fundur með forsetaframbjóðendum

Fundur_med_forsetaframbjodendum

Lögrétta, félag laganema við Háskólann í Reykjavík, hélt í hádeginu í dag fund með frambjóðendum til embættis forseta Íslands. Efni fundarins var stjórnarskráin. Frambjóðendurnir fengu spurningar tengdar stjórnarskránni sendar fyrirfram og höfðu nokkrar mínútur hver til að kynna sig og svara þeim. 

25.5.2016 : Andlega fatlaðir einstaklingar verða frekar fyrir kynferðisofbeldi en líkamlega fatlaðir

Á málþingi sem haldið var á vegum lagadeildar HR í gær komu fram niðurstöður rannsóknar á dómum héraðsdóma og Hæstaréttar vegna kynferðisbrota í tilvikum þar sem þolendur voru fatlaðir. 

24.5.2016 : Háskólinn í Reykjavík úthlutar 24 milljónum til rannsókna í samstarfi við atvinnulífið

Háskólinn í Reykjavík

Samstarfsaðilar Háskólans í Reykjavík: Icelandair Group, Isavia, LS Retail og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi veita samtals 24 milljónir króna til rannsókna á meistara- og doktorsstigi við háskólann skólaárið 2016-2017.

24.5.2016 : Ígræðlingar og nám í heilbrigðisverkfræði til umræðu á árlegum heilbrigðistæknidegi í HR

Sjötti árlegi heilbrigðistæknidagurinn var haldinn föstudaginn 20. maí sl. Yfirskrift dagsins í ár var „Ígræðlingar: sjúkdómsgreining og meðferð“. Það eru Heilbrigðistæknifélag Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Landspítali – háskólasjúkrahús sem standa að Heilbrigðistæknideginum. 

19.5.2016 : Vilja auka aðgengi almennings að sálfræðiþjónustu

Þau Sævar Már Gústavsson, Birta Brynjarsdóttir, Óttar Guðbjörn Birgisson og Thelma Sif Sævarsdóttir eru öll meistaranemar í klínískri sálfræði við HR ásamt því að vera stofnendur sprotafyrirtækisins Góð líðan ehf. Fyrirtækið mun bjóða upp á sálfræðiþjónustu í gegnum vefsíðuna gagnleghugsun.is. Þannig vilja þau auka aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi.

17.5.2016 : Drónar, öpp og öryggisbúnaður sem skynjar bílveltu

Námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja lauk síðastliðinn föstudag. Við athöfn í Sólinni var fjórum hópum veittar viðurkenningar fyrir hugmyndir sínar en þær eru afrakstur námskeiðsins sem stendur yfir í þrjár vikur. Þar þróa nemendur á fyrsta ári í námi í öllum fjórum akademískum deildum HR eigin viðskiptahugmynd og gera viðskiptaáætlun. 

14.5.2016 : Nemendaverkefni til sýnis á Tæknidegi

Nemandi klemmir víra með töng

Tæknidagurinn er haldinn ár hvert í HR og var þetta árið haldinn í gær, 13. maí. Á Tæknideginum sýna nemendur í tæknifræði og verkfræði fjölbreytt verkefni sem þeir hafa unnið í verklegum námskeiðum yfir skólaárið og í þriggja vikna námskeiðum í lok annar. Jafnframt eru veitt verðlaun Tæknifræðingafélags Íslands fyrir framúrskarandi lokaverkefni í tæknifræði. 

 

11.5.2016 : Samvinna háskólanema frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum

Háskólinn í Reykjavík er í samstarfi við háskóla á hinum Norðurlöndunum, auk Eystrasaltslandanna, um námskeið í viðskiptafræði sem heitir Business Strategies for Sustainable Development. Markmið þess er að kynna norrænt viðhorf til sjálfbærrar þróunar og í leiðinni gefa nemendum færi á að vinna í alþjóðlegu umhverfi að raunverkefnum. Verkefnið er styrkt af NordPlus-áætluninni og einungis þrír til fjórir nemendur eru valdir í hvert skipti.

4.5.2016 : Íslenskt rannsóknarstarf kynnt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna

Dr. Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við sálfræðisvið HR og Columbia-háskóla í New York og yfirmaður rannsókna hjá Rannsóknum og greiningu kynnti árangur Íslendinga í baráttu gegn vímuefnaneyslu unglinga fyrir allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir stuttu. Neysla áfengis meðal íslenskra unglinga á Íslandi var sú mesta í Evrópu árið 1998, en árið 2015 sú minnsta.

29.4.2016 : 400 stelpur kynntust tæknifögum í HR

Stór hópur stelpna situr í stiganum í Sólinni í HR

Háskólinn í Reykjavík, ásamt Ský og Samtökum iðnaðarins stóðu fyrir viðburðinum Stelpur og tækni í gær. Þá heimsóttu um fjögur hundruð stelpur úr grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og Austurlandi háskólann og nærri 20 tæknifyrirtæki. Markmiðið með viðburðinum er að vekja áhuga stelpna á fjölbreyttum möguleikum í tækninámi og störfum, kynna þær fyrir fyrirmyndum í tæknigeiranum, brjóta niður staðalímyndir og sýna þeim fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn.

29.4.2016 : Sló í gegn á stærstu ráðstefnu á sviði heilbrigðisverkfræði í Evrópu

Kyle Edmunds stendur við handrið í Sólinni í HR

Kyle Edmunds, doktorsnemi í heilbrigðisverkfræði við Háskólann í Reykjavík, vann nýlega til verðlauna á stærstu ráðstefnu á sviði heilbrigðisverkfræði í Evrópu fyrir bestu vísindagreinina. Hún fjallar um rannsóknir á nýju matskerfi fyrir mjaðmaskipti. Tæplega 260 greinar voru lagðar fram fyrir ráðstefnuna.

22.4.2016 : Valdimar aðstoðar nemendur í prófum

Spotify

Tónlistarmaðurinn Valdimar hefur sett saman lagalista fyrir nemendur HR. Lagalistinn á að auðvelda þeim próflesturinn. 

15.4.2016 : Einföld ljósmeðferð getur nýst í baráttunni gegn einkennum þunglyndis hjá krabbameinssjúklingum

Rannsókn sem dr. Heiðdísar Valdimarsdóttir, prófessor við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík, vinnur að við Mount Sinai-sjúkrahúsið í New York hefur hlotið athygli undanfarið vestan hafs. Rannsóknir gengur út á að sýna fram á að einföld ljósmeðferð geti dregið úr þreytu og þunglyndi sem margir krabbameinssjúklingar finna fyrir á meðan meðferð stendur. 

8.4.2016 : HR hlýtur styrk til uppbyggingar náms í efnisfræði og málmfræði

Á málstofu sem haldin var í HR í gær, fimmtudag, afhenti Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls Háskólanum í Reykjavík styrk til áframhaldandi eflingar rannsókna og kennslu í efnisfræði og málmfræði á háskólastigi. Umfjöllunarefni málstofunnar var efnisfræði, sem er ein grein verkfræði, í sjálfbærri álframleiðslu. Hún var önnur í röð fjögurra málstofa í HR sem fjalla um lífstoðefni, ál, efni sem notuð eru við orkuskipti og áskoranir á sviði jarðhita.

6.4.2016 : Verðlaun HR afhent í Sólinni

Verðlaunin eru veitt í þremur flokkum: kennsluverðlaun, þjónustuverðlaun og rannsóknaverðlaun og eru veitt þeim starfsmönnum sem þykja hafa skarað fram úr í þróunarstarfi, rannsóknum, kennslu og þjónustu.

 

30.3.2016 : Vísindamenn við HR hljóta styrki frá Rannís

Vísindamenn Háskólans í Reykjavík hlutu nýverið verkefnisstyrki úr Rannsóknasjóði Rannís fyrir styrkárið 2016. 190 umsóknir um verkefnisstyrki bárust sjóðnum að þessu sinni og hlaut tæplega fjórðungur styrk eða 44 verkefni.

29.3.2016 : Fóru á stærstu sjávarútvegssýningu í N-Ameríku

„Það var gaman að sjá hversu íslenskur sjávarútvegur stendur framarlega í nýsköpun og sjálfbærni og hvað við erum í raun góð fyrirmynd í greininni,“ segir Hjálmar Óskarsson sem er meðlimur sigurliðsins í Hnakkaþoni HR og SFS árið 2016. Liðið fór fyrir stuttu til Bandaríkjanna og var ferðin var hluti verðlauna sem liðið fékk fyrir að hreppa sigursætið.

23.3.2016 : Starfsnám lögfræðinema til umræðu á málþingi Lögréttu

Starfsnám lögfræðinema til umræðu á málþingi Lögréttu

Lögrétta, félag laganema við HR og Bandalag háskólamanna, stóðu í gær fyrir málþingi um starfsnám laganema. Fram kom að starfsnám væri mikilvægur og jákvæður hluti náms í lögfræði líkt og í öðrum námsgreinum. Nauðsynlegt væri að vel væri haldið utan um það af hálfu háskóla  og skýrt þyrfti að vera að um nám væri að ræða en ekki möguleika fyrir fyrirtæki til að fá ókeypis eða ódýrt sérfræðivinnuafl. Á fundinum kom m.a. fram við lagadeild HR eru mjög skýrar reglur um starfsnám sem miða að því að það nýtist nemendum sem best í sínu námi.

21.3.2016 : Lið frá MA og MR sigruðu Forritunarkeppni framhaldsskólanna 2016

Framhaldsskólanemar við fartölvur sínar í forritunarkeppni framhaldsskólanna

Það voru lið frá Menntaskólanum á Akureyri og Menntaskólanum í Reykjavík sem sigruðu í Forritunarkeppni framhaldsskólanna 2016 sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík um helgina. Keppnin var nú haldin í 14. sinn og hafa aldrei fleiri tekið þátt, eða um 130 nemendur úr níu framhaldsskólum. Keppnin var nú í fyrsta skipti einnig haldin á Akureyri.

18.3.2016 : Fjölbreytt fræðsla um heilahreysti og afleiðingar höfuðhögga í Heilaviku

Nemendur við Háskólann í Reykjavík

Sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík, í samstarfi við námsbraut í heilbrigðisverkfræði og íþróttafræðisvið, stóð að kynningum og fyrirlestrum um heilann dagana 14. - 18. mars undir yfirskrifitinni Heilavika í HR. Markmiðið var að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi heilarannsókna og fræða almenning um heilann og heilahreysti.

17.3.2016 : Prófessor við sálfræðisvið HR valin kona ársins

IngaDora2

Inga Dóra Sigfúsdóttir hlaut viðurkenninguna kona ársins á 100. þingi samtakanna Bandalag kvenna í Reykjavík þann 12. mars. Viðurkenninguna hlýtur hún fyrir brautryðjandi starf á sviði rannsókna á líðan barna og unglinga í nútímasamfélagi.

14.3.2016 : Kynningar­fundir um meistara­verkefni í samstarfi við atvinnulífið

Háskólinn í Reykjavík óskar eftir umsóknum um styrkt meistaraverkefni sem unnin verða skólaárið 2016-2017. Verkefnin verða unnin í samstarfi við Icelandair Group, LS Retail og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Umsóknarfrestur er til 6. apríl 2016. 

14.3.2016 : HR býður upp á háskólanám í haftengdri nýsköpun í Vestmannaeyjum

Skipið Vestmanney í höfn í Vestmanneyjum

Háskólinn í Reykjavík hefur opnað fyrir umsóknir í háskólanám í haftengdri nýsköpun sem hefst næsta haust. Námsbrautin er staðsett í Vestmannaeyjum og námið er skipulagt í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Námið er þrjár annir og veitir diplómagráðu í haftengdri nýsköpun en útskrifaðir nemendur munu einnig geta nýtt einingar í áframhaldandi nám við Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri.

9.3.2016 : Grunnskólanemar bjuggu til rafmótor og mældu stökkkraft

Háskólinn í Reykjavík heldur á hverju voru námskeið fyrir nemendur í efstu bekkjum grunnskóla undir heitinu Hringekjan. Lögð er áhersla á að sýna þátttakendum leiðir til að nýta tæknina til að skapa, leysa verkefni og öðlast skilning á ólíkum viðfangsefnum. 

2.3.2016 : Nýtt nám Tækniskólans sniðið að aðgangskröfum HR

Taekniogverkf019

Tækniskólinn mun frá og með næsta hausti bjóða nemendum sem útskrifast úr grunnskóla upp á nýja tækni- og vísindabraut til stúdentsprófs. Hún hefur hlotið nafnið K2. Námið er skipulagt í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, ásamt tæknifyrirtækjum, og er sniðið að aðgangskröfum HR í tækni- og verkfræðideild og tölvunarfræðideild. Markmiðið með stofnun brautarinnar er að efla tækni- og vísindanám á Íslandi með nánu samstarfi framhaldsskóla, háskóla og atvinnulífs.

29.2.2016 : Komust að niðurstöðu um einkunnaverðbólgu

IMG_8608--1--copy

Halla Berglind Jónsdóttir og Bjarki Benediktsson eru nemar á þriðja og síðasta ári í grunnnámi í rekstrarverkfræði við tækni- og verkfræðideild HR. Í námskeiði í hagfræði sem Bolli Héðinsson, hagfræðingur kennir, ákváðu þau að skoða svokallaða „einkunnaverðbólgu“ en umræða um hana kemur reglulega upp á vorin þegar nemendur í 10. bekk sækja um í framhaldsskóla.

26.2.2016 : Fengu viðurkenningar fyrir góðan námsárangur

Forsetalistaathöfn HR var haldin í gær, fimmtudag. Þar eru nemendur verðlaunaðir fyrir framúrskarandi árangur í námi. Nemendur fá styrki sem nema niðurfellingu skólagjalda næstu annar.

23.2.2016 : Laganemar tókust á í dómsal

Kapparnir „July Thor“ og Bjössi „Buffet“ Bæringsson komu við sögu í árlegri málflutningskeppni Lögréttu, félags laganema við HR, sem haldin var síðasta föstudag. Þar kepptu nemendur í lögfræði sín á milli í málflutningi og dómarar voru þaulreyndir héraðs– og Hæstaréttardómarar. Þetta var í fimmta sinn sem keppnin var haldin, en hún fer fram í dómsal HR. Sá hluti keppninnar sem fram fór á föstudag var aðalmeðferð í málflutningskeppni félagsins en dómsuppsaga verður þann 25. febrúar nk. 

22.2.2016 : Ný námsbraut í hagfræði frá og með næsta hausti

Nemendur við Háskólann í Reykjavík

Frá og með næsta hausti mun Háskólinn í Reykjavík hefja kennslu á nýrri námsbraut í hagfræði. Námið er viðbót við námsframboð í viðskiptafræði og sálfræði við viðskiptadeild HR. Ný námsbraut samræmist stefnu háskólans um að styrkja samkeppnishæfni og lífsgæði á Íslandi og skapa nemendum tækifæri.

11.2.2016 : Samstarfsverkefni íslensku lagadeildanna staðfest

 Lagadeildir háskólanna á Íslandi og Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) undirrituðu í gær samstarfssamning um EES- málflutningskeppnina. Keppnin verður haldin næsta haust og munu lokaúrslit hennar fara fram í dómsal Hæstaréttar Íslands í nóvember.

8.2.2016 : Nemendur og kennarar HR sýndu nýjustu tækni á UTmessunni

UT12

Háskólinn í Reykjavík var með fjölbreytta og  skemmtilega dagskrá fyrir alla fjölskylduna á UTmessunni að venju síðastliðinn laugardag. UTmessan er árleg ráðstefna og sýning þar sem almenningur getur kynnt sér það helsta sem er að gerast í tölvu- og tæknigeiranum hér á landi. 

30.1.2016 : 204 brautskráðir í dag frá Háskólanum í Reykjavík

Hopmynd-af-utskriftarhopi

204 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag. 147 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 52 úr meistaranámi og fimm nemendur útskrifuðust með doktorsgráðu.

26.1.2016 : Ósanngjarnt að neita fólki um meðferð sem virkar

Fyrirlestur Clarks hét Implementing evidence-based Psychological Therapy Services: the IAPT experience. Hann greindi frá umfangsmiklu og árangursríku verkefni sem snýr að því að auka vægi sálfræðimeðferðar í almennri heilsugæslu í Bretlandi

25.1.2016 : Sigurlið Hnakkaþonsins 2016 fer til Boston í mars

Sigurliðið lagði fram áætlun um hvernig Þorbjörn hf. í Grindavík geti aukið notkun rafmagns á línubátum félagsins. Liðið skipa þau Guðjón Smári Guðmundsson, Ingi Svavarsson, Hjálmar Óskarsson, Margrét Lilja Hjaltadóttir og Hrönn Vilhjálmsdóttir, nemendur í véla- og orkutæknifræði, viðskiptafræði og lögfræði við HR. Þau eru á leið á stærstu sjávarútvegssýningu N-Ameríku, í Boston, í mars í boði Icelandair Group og sendiráðs Bandaríkjanna á Íslandi.

21.1.2016 : Þróar nýja tækni í svefnrannsóknum

Marta Serwatko varði í síðastliðinni viku meistararitgerð sína í heilbrigðisverkfræði við tækni- og verkfræðideild HR en rannsókn hennar fjallar um nýja mæliaðferð til að meta öndunarerfiði í svefni.

18.1.2016 : Brautskráning frumgreinadeildar

Brautskraning_frumgreina_jan20165

HR brautskráði síðastliðinn föstudag 32 nemendur með frumgreinapróf frá frumgreinadeild háskólans. Athöfnin var haldin í Sólinni í húsakynnum Háskólans í Reykjavík. 

15.1.2016 : Löggjöf er varðar mannréttindi og skaðabótaskyldu á Norðurslóðum rædd í HR

Radstefna_LD_jan20164

Lög og reglur sem til staðar eru og varða nýtingu olíu og gass á Norðurskautinu voru ræddar á málstofu í Háskólanum í Reykjavík í gær, fimmtudag. Á svæðinu er talið að finnist mikið magn gass og stórar, ónýttar olíulindir. Málstofan var skipulögð af lagadeildum HR og HA með stuðningi frá sendiráði Kanada.

14.1.2016 : Vilja vekja áhuga á innri endurskoðun sem fagi

HR_OR

Háskólinn í Reykjavík og Orkuveita Reykjavíkur (OR) hafa skrifað undir samstarfssamning um starfsnám grunnnema og meistaranema á sviði innri endurskoðunar. Markmið samstarfsins er að efla innri endurskoðun sem faggrein með því að bjóða áhugasömum nemendum upp á ný tækifæri á því sviði.

8.1.2016 : Nemendur HR fái tækifæri til að kynnast Asíu betur

Rektor Háskólans í Reykjavík, Ari Kristinn Jónsson, var nýlega hluti sendinefndar í heimsókn forseta Íslands til Víetnam og Suður-Kóreu. Í ferðinni fékk rektor tækifæri til að hitta fulltrúa stjórnvalda, háskóla og atvinnulífs í löndunum tveimur.