Fréttir eftir deildum
Fréttir: 2017
Fyrirsagnalisti
Hannaði burðarvirki brúar í starfsnámi

Fyrir stuttu var reist brú á Hvammstanga, á milli grunnskóla bæjarins og leikskólans. Aron Sölvi Ingason á heiðurinn af hönnun stærða límtrésbita, stífingu fyrir brúna og stálfestinga. Hann er nemi í byggingartæknifræði og brúarhönnunin var verkefni hans í starfsnámi hjá Límtré Vírnet en viðamikið starfsnám er skyldufag í BSc-námi í byggingartæknifræði við Háskólann í Reykjavík.
HR innleiðir markmið Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð í allar deildir
Háskólinn í Reykjavík hefur gert það að markmiði sínu að draga úr áhrifum starfseminnar á umhverfið og leggja sitt af mörkum til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga. Auk þess vill starfsfólks háskólans vera virkir þátttakendur í að mennta framtíðarleiðtoga sem leggja áherslu á samfélagslega ábyrgð.
Nýtt diplómanám í verslunarstjórnun í samstarfi tveggja viðskiptadeilda

Áhugasamt verslunarfólk getur nú skráð sig í nýtt nám í verslunarstjórnun. Námið er samstarf viðskiptadeilda Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Bifröst en námið er jafnframt þróað í samvinnu við Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks, Starfsmenntasjóð verslunarinnar, VR og Samtök verslunar og þjónustu.
Fyrsti samningur HR við háskóla í Miðausturlöndum undirritaður
Fyrir stuttu undirritaði Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, samning við Jordan University of Science and Technology (JUST). Þetta er í fyrsta sinn sem HR gerir samstarfssamning við háskóla í Miðausturlöndum, en skólinn er staðsettur í Irbid í norðurhluta Jórdaníu.
Stelpur vilja bara forrita

Í síðustu viku var haldin vinnustofa í Háskólanum í Reykjavík þar sem stelpur prófuðu sig áfram í forritun undir leiðsögn kennara og nemenda HR. Þessi vinnustofa var liður í verkefni sem Háskólinn í Reykjavík tekur þátt í sem miðar að því að auka aðsókn ungra kvenna í framhaldsskólum í upplýsingatækninám.
MH vann Boxið – framkvæmdakeppni framhaldsskólanna 2017

Lið Menntaskólans við Hamrahlíð vann Boxið – framkvæmdakeppni framhaldsskólanna í ár, eftir æsispennandi keppni. Átta lið frá jafnmörgum framhaldsskólum kepptu til úrslita í dag í Háskólanum í Reykjavík. Lið Menntaskólans Í Reykjavík varð í öðru sæti og lið Fjölbrautarskóla Suðurlands í því þriðja.
Kynntu sér tæknigreinar í Hringekjunni

Um 40 ungmenni úr 9. og 10. bekk Breiðsholtsskóla brugðu út af vananum í dag og settust á skólabekk í Háskólanum í Reykjavík. Þar fræddust þau um tölvunarfræði, forritun, verkfræði og önnur vísindi.
Skrifuðu um verkefnastjórnun og ákvörðunarlíkön

Þeir dr. Jónas Þór Snæbjörnsson, prófessor og dr. Þórður Víkingur Friðgeirsson, lektor, hafa fyrir hönd tækni- og verkfræðideildar HR, tekið þátt í ERASMUS+ verkefni sem hafði það að markmiði að semja sex handbækur um stjórnun við mannvirkjagerð.
Þrívíddarprentuð líffæri, sýndarverur sem semja djass og endalok hins frjálsa vilja

Tímarit Háskólans í Reykjavík er komið út í níunda sinn og inniheldur að vanda fjölbreyttar greinar og viðtöl um rannsóknir og önnur viðfangefni nemenda og kennara við HR, í lífi og starfi.
LS Retail og HR vinna saman að rannsóknum í markaðsfræði og neytendasálfræði

LS Retail og Háskólinn í Reykjavík munu vinna saman að rannsóknum á smásöluverslun innan rannsóknarseturs HR í markaðsfræði og neytendasálfræði, samkvæmt nýjum samstarfssamningi. Rannsóknirnar miða að því að greina hvernig hefðbundin smásala geti brugðist við nýrri tækni og sífellt auknum kröfum neytenda. Sem dæmi um breytt verslunarumhverfi nútímans má nefna nýlegar verslanir þar sem viðskiptavinir taka vörur úr hillum án þess að borga fyrir þær á staðnum.
Icelandair styður meistara- og doktorsnema við HR og HÍ

Icelandair hefur gert samstarfssamning við Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands um stuðning félagsins við nemendur skólanna, einkum meistara- og doktorsnema. Samstarfið felst í því að Icelandair leggur fjármuni til sérstakra sjóða sem eru í vörslu og umsjón skólanna. Skólarnir ráðstafa fé úr sjóðunum til verkefna sem tengjast flugi og flugtengdri starfsemi og ákveða skólarnir upphæð einstakra styrkja.
Vel sóttur fundur frambjóðenda - upptaka

Lögrétta, félag laganema við Háskólann í Reykjavík, stóð fyrir fundi í hádeginu með formönnum átta stærstu flokkanna sem eru í framboði fyrir Alþingiskosningar. Kosið verður næstkomandi laugardag og því var þetta kjörið tækifæri fyrir starfsfólk og nemendur HR að kynna sér stefnu flokkanna átta.
Sigurður Ingi Erlingsson nýr prófessor við tækni- og verkfræðideild

Dr. Sigurður Ingi Erlingsson hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hann heldur opinn framgangsfyrirlestur í HR á morgun, miðvikudaginn 18. október kl. 15:00 í stofu M103. Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku og ber titilinn: „How I learned to stop worrying and love quantum mechanics.“
Fjölmenni á Tæknidegi fjölskyldunnar í Neskaupstað

Tæknidagur fjölskyldunnar var haldinn í fimmta sinn laugardaginn 7. október 2017 í Verkmenntaskóla Austurlands. Háskólinn í Reykjavík tók að venju þátt í glæsilegri dagskrá en það voru /sys/tur og Skema í HR þetta árið, sem buðu gestum að prófa að forrita og nota hið stórskemmtilega Makey Makey.
Hljóta 50 milljóna króna styrk frá ESB til rannsókna í ákvörðunarfræðum

Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík í gegnum CORDA, rannsóknasetur í ákvörðunar- og áhættufræðum, tekur nú þátt í Evrópuverkefninu D'Ahoy ásamt nokkrum öðrum evrópskum háskólum og menntastofnunum. Verkefnið hlaut 50 milljóna króna styrk (396.000 evrur) úr ERASMUS+ rannsóknaáætlun Evrópusambandsins.
Fjörugar umræður um stjórnarskrá Íslands

Lagadeild Háskólans í Reykjavík stóð fyrir hátíðarmálþingi undir yfirskriftinni Stjórnarskráin í stormi samfélagsins í dag, föstudaginn 6. október. Málþingið var haldið í tengslum við útgáfu Bókaútgáfunnar Codex á afmælisriti til heiðurs Jóni Steinari Gunnlaugssyni, hæstaréttarlögmanni, sjötugum.
Afreksfólk framtíðarinnar í íslenskum handknattleik fjölmennti í HR

Handknattleikssamband Íslands (HSÍ) og Háskólinn í Reykjavík stóðu að málþingi í HR síðastliðinn laugardag sem bar titilinn „Afreksmenn framtíðarinnar“. Dagskráin samanstóð af fimm stuttum fyrirlestrum ætluðum yngri landsliðum HSÍ. Markmiðið var að upplýsa næstu kynslóð handknattleiksfólks um hvað bíður þeirra og hvað þurfi til að taka næsta skref.
Sýndu fram á hvernig má nýta gervigreind í heilbrigðiskerfinu

Fjölmargir háskólanemar tóku þátt í verkkeppni Viðskiptaráðs Íslands sem haldin var nýlega í tilefni af 100 ára afmæli samtakanna. Þemað í keppninni var „Hvernig verður Ísland tæknivæddasta land í heimi árið 2030?“ Lið sem skipað var nemendum Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík varð hlutskarpast og var hópnum veitt viðurkenning á hátíðarathöfn þann 21. september sl.
Fyrsti nemendahópurinn í Haftengdri nýsköpun brautskráður

Fyrstu nemendurnir með diplóma í haftengdri nýsköpun voru brautskráðir síðastliðinn föstudag frá Háskólanum í Reykjavík. Haftengd nýsköpun er diplómanám sem þjálfar nemendur í að nýta þekkingu viðskipta- og sjávarútvegsfræða til að vinna að raunhæfum verkefnum.
Dr. Ólafur Eysteinn Sigurjónsson nýr prófessor við tækni- og verkfræðideild

Dr. Ólafur Eysteinn Sigurjónsson hefur fengið framgang í stöðu prófessors við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Ólafur hefur verið lektor í heilbrigðisverkfræði við deildina frá 2008 og dósent við sömu deild frá 2014. Hann hefur m.a. kennt sameinda- og frumulíffræði, vefjaverkfræði, lífaflfræði og lífefnisfræði. Hann hefur verið forstöðumaður rannsókna og nýsköpunar og stofnfrumuvinnslu Blóðbankans frá 2006.
HR meðal 500 bestu háskóla heims

Háskólinn í Reykjavík er á nýútgefnum lista Times Higher Education yfir 500 bestu háskóla í heimi. Fyrir ungan og sérhæfðan háskóla er það mjög góður árangur, en þetta er í fyrsta sinn sem HR er á listanum.
Íþróttafræðisvið og Körfuknattleikssamband Íslands skrifa undir samstarfssamning

Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ) og íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík gerðu nýlega með sér samstarfsamning. Íþróttasvið HR mun á næstu tveimur árum sjá um mælingar á líkamlegri getu leikmanna kvennalandsliða Íslands og veita ráðgjöf um líkamsþjálfun byggða á niðurstöðum mælinga.
Nemendur tækni- og verkfræðideildar bregðast við eldgosi í Snæfellsjökli

Frá fimmtudegi til föstudags í síðustu viku þurftu nemendur að leysa úr margvíslegum vandamálum sem upp geta komið ef Snæfellsjökull gýs. Hlutverk nemenda var að koma með áætlanir fyrir lok dags til ríkisstjórnarinnar um hvernig væri best að bregðast við alvarlegu ástandi í Ólafsvík, mögulegri flóðbylgju og öskufalli í Reykjavík.
Nemendur hljóta viðurkenningar fyrir góðan námsárangur

Þeim nemendum sem komust á forsetalista fyrir námsárangur á vorönn 2017 voru afhentar viðurkenningar í gær, miðvikudaginn 13. september. Nemendur sem bestum árangri ná á hverri önn eiga kost á að komast á forsetalista og fá skólagjöld næstu annar niðurfelld.
Zipcar býður upp á áskrift að bíl í HR

Nemendum og starfsfólki Háskólans í Reykjavík mun frá og með 18. september næstkomandi gefast kostur á gerast áskrifendur að deilibílaþjónustu Zipcar. Markmið með samstarfi HR og Zipcar er að auðvelda nemendum og starfsmönnum HR að nota umhverfisvænan ferðamáta, taka strætó, hjóla eða ganga til og frá HR.
Dr. Valdimar Sigurðsson nýr prófessor við viðskiptadeild

Dr. Valdimar Sigurðsson hefur fengið framgang í stöðu prófessors við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Valdimar hefur kennt og stundað rannsóknir við viðskiptadeild HR frá árinu 2007, stýrt faglegri skipulagningu á kennslu markaðsmála og rannsókna við deildina og kennt á öllum stigum náms, frá grunnnámi til doktorsnáms, sem og leiðbeint stjórnendum fyrirtækja. Hann var nýlega skipaður forstöðumaður Rannsóknarseturs HR í markaðsfræði og neytendasálfræði.
Munu þróa nýjar leiðir í afþreyingu og snjöll heimili í samstarfi við Símann

Síminn og Háskólinn í Reykjavík hafa gert samstarfssamning sem gefur nemendum HR tækifæri til að þróa nýjustu þjónustu og tækni á sviðum sjónvarps, upplýsingatækni og fjarskiptaþjónustu í samstarfi við Símann. Samningurinn er til fimm ára.
Nemendur HR fá aðgang að HigherEd
Nemendur Háskólans í Reykjavík geta nú sótt um starfsnám, störf og starfsþjálfun hvar sem er í heiminum í gegnum HigherEd-gáttina. Þar með er komið úrræði, til viðbótar við þau sem fyrir eru, fyrir nemendur HR að öðlast alþjóðlega reynslu og nýta námstímann sem best. Í HigherEd má finna starfsnám, starfsþjálfun, lærlingsstöður og námsstöður út um allan heim.
Starfsfólk og nemendur tóku á móti nýnemum
Um 1500 nýir nemendur, þar af um 140 erlendir nemendur, hófu nám við Háskólann í Reykjavík í dag, þann 16. júní. Skólinn var settur í gær og þá var jafnframt haldinn árlegur nýnemadagur. Á nýnemadegi er tekið á nýjum nemendum og ýmis atriði kynnt varðandi námið og þjónustu sem þeim stendur til boða.
Gísli Hjálmtýsson er nýr forseti tölvunarfræðideildar

Dr. Gísli Hjálmtýsson hefur verið ráðinn forseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík frá og með 16. ágúst. Hann tekur við stöðunni af dr. Yngva Björnssyni sem hefur verið forseti deildarinnar frá 2014.
Glæsilegur árangur hjá fyrsta íslenska keppandanum á Ólympíuleikum í forritun

308 keppendur frá 84 löndum tóku þátt á alþjóðlegu Ólympíuleikunum í forritun sem voru haldnir í 29. skipti í Íran fyrir stuttu. Ísland sendi sinn fyrsta keppanda í ár á leikana, Bernhard Linn Hilmarsson, sem mun hefja nám í tölvunarstærðfræði við HR í haust. Þjálfari Bernhards er Bjarki Ágúst Guðmundsson sem hefur náð góðum árangri í forritunarkeppnum fyrir hönd HR undanfarin ár.
Viðskiptadeild hlýtur viðurkenningu PRME
PRME, samráðsvettvangur háskóla sem var stofnaður af Sameinuðu þjóðunum, hefur veitt viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík viðurkenningu fyrir framúrskarandi framgangsskýrslu. Í skýrslunni sýnir deildin fram á árangur sinn í að ná þeim sex markmiðum sem sett eru fram af samtökunum PRME (Principles for Responsible Management Education) og tengjast sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Team Sleipnir í 15. sæti af 75

Team Sleipnir tók þátt í aksturskeppni Formula Student keppninnar um helgina og náði framúrskarandi árangri, eða 15. sæti af 75. Þetta var í annað sinn sem liðið keppti fyrir hönd Háskólans í Reykjavík í keppninni.
Team Sleipnir keppir á Silverstone kappakstursbrautinni

Eins og í fyrra keppir Háskólinn í Reykjavík í Formula Student-keppninni, alþjóðlegri kappaksturskeppni háskólanema. Í dag, þann 23. júlí, fer fram aksturskeppnin sjálf á hinni sögufrægu Silverstone kappakstursbraut þar sem jafnframt er keppt í Formúlu 1. Lið Háskólans í Reykjavík, sem heitir Team Sleipnir, fór í gegnum allar prófanir í liðinni viku og má því taka þátt í aðalkeppninni.
Ný námslína fyrir stjórnendur félagasamtaka og sjálfseignarstofnana

Opni háskólinn í HR og Almannaheill hafa þróað nýja námslínu fyrir stjórnendur félagasamtaka og sjálfseignastofnana. Þetta er í fyrsta sinn sem boðið er upp á nám hér á landi sem er sérstaklega ætlað þriðja geiranum, það er, samtökum og stofnunum sem starfa í almannaþágu, sem teljast hvorki til opinbera geirans né einkageirans. Almannaheill eru samtök þriðja geirans og vinna að sameiginlegum hagsmunamálum samtaka og stofnana sem til hans heyra.
Aukin aðsókn að öllum deildum

Um 2900 umsóknir bárust um nám við Háskólann í Reykjavík í vor og eru þær um 10% fleiri en í fyrra.
70 nemendur brautskráðir frá frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík

Háskólinn í Reykjavík brautskráði í gær 70 nemendur með frumgreinapróf frá frumgreinadeild háskólans. 70% þeirra sem útskrifuðust í gær hafa sótt um áframhaldandi nám við HR.
648 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík

648 nemendur brautskráðust frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Hörpu í gær, þjóðhátíðardaginn 17. júní. 417 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 229 úr meistaranámi og tveir nemendur útskrifuðust með doktorsgráðu.
Sumarháskóli Skema hafinn

Fjögurra til sextán ára krakkar geta sótt fjölbreytt og skapandi tækninámskeið í sumar í SumarHáskóla Skema í HR. Námskeiðin byggja á aðferðafræði Skema þar sem sálfræði, kennslufræði og tækni er blandað saman.
Dósent í heilbrigðisverkfræði á bak við Sprota ársins 2017

Fyrirtækið Platome líftækni hlaut nýlega verðlaunin Sproti ársins hjá Viðskiptablaðinu árið 2017. Platome líftækni framleiðir lausnir úr blóðflögum sem notaðar eru til að rækta stofnfrumur og er markmið fyrirtækisins m.a. að þróa nýjar leiðir í ræktun frumna sem nota má í frumumeðferðir og til grunnrannsókna.
Starfsnám erlendis veitir nemendum HR forskot

Rektorar Háskólans í Reykjavík og University of Southern Maine (USM) í Bandaríkjunum hafa skrifað undir samning um stúdentaskipti milli háskólanna tveggja sem innifelur starfsnám erlendis.
HR og HA í samstarf um BSc-nám í tölvunarfræði á Akureyri

Háskólinn í Reykjavík mun bjóða upp á BSc-nám í tölvunarfræði á Akureyri frá og með næsta vetri, í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Háskólarnir hafa verið í samstarfi um tveggja ára diplómanám í tölvunarfræði undanfarin tvö ár og munu fyrstu nemendurnir sem stundað hafa diplómanámið í tölvunarfræði á Akureyri, í samstarfi HR og HA, útskrifast í vor.
Tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík hlýtur alþjóðlega gæðavottun

Námsbrautir í grunn- og meistaranámi við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík hafa hlotið evrópsku gæðavottunina EQANIE eða European Quality Assurance Network for Informatics Education, til fimm ára. Háskólinn í Reykjavík er fyrsti og eini háskólinn hér á landi til að hljóta þessa gæðavottun.
Nýsköpunarhugmyndir grunnskólanemenda verðlaunaðar í Sólinni

Klemmusnagi, hitaskynjari fyrir krana og einföld markatöng voru þær þrjár hugmyndir sem þóttu hvað bestar í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna í ár. Yfir 1100 hugmyndir frá 34 skólum víðs vegar af landinu bárust í keppnina. Lokahóf Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2017 var haldið í HR síðastliðinn laugardag.
Afreksíþróttafólk fær styrki til náms

Íþróttasvið tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík mun frá og með næsta hausti velja nemendur í afrekshóp. Nemendur sem veljast í hópinn geta stillt námshraða sinn eftir álagi í íþróttum og þrír nemendur úr hópnum munu hljóta styrki til BSc-náms.
112 nýjar stúdentaíbúðir í fyrsta áfanga Háskólagarða HR

Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist við byggingu 112 stúdentaíbúða í fyrsta áfanga Háskólagarða Háskólans í Reykjavík í haust og að íbúðirnar verði tilbúnar sumarið 2019, samkvæmt samkomulagi sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, skrifuðu undir í dag.
Kepptu við Harvard í samningatækni í Suður-Ameríku

Samningatækni er eitt þeirra viðfangsefna sem kennarar í MBA-námi og öðru meistaranámi við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík sérhæfa sig í. Árlega sendir deildin lið nemenda í keppnina Negotiation Challenge og keppnina var haldin í HR fyrir örfáum árum. Í þetta sinn var keppnin haldin í Bogotá í Kolumbíu.
Keilusnakkið varð hlutskarpast

Á hverju vori að loknum prófum er nemendum á fyrsta ári í grunnnámi úr öllum deildum HR skipað í 3-4 manna hópa af handahófi. Hóparnir fá það verkefni að leggja fram viðskiptaáætlun og frumgerð fyrir nýja viðskiptahugmynd á aðeins þremur vikum.
Viðurkenningar veittar og nýr kappakstursbíll sýndur á Tæknideginum

Nemendur sýndu verkefni sín á göngum HR og í skólastofum. Þar mátti sjá meðal annars nýjan kappakstursbíl sem keppa mun í Formula Student-keppninni í sumar. Nemendur tækni- og verkfræðideildar sjá um hönnun og gerð bílsins.
Golfsambandið og HR í samstarf um rannsóknir á afrekskylfingum

Golfsamband Íslands (GSÍ) og íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík munu kosta meistaraverkefni í íþróttavísindum og þjálfun við HR þar sem fylgst verður með líkamlegri getu, hreyfifærni og sálfræðilegum þáttum afrekskylfinga næstu tvö árin. Forsvarsmenn Golfsambandsins (GSÍ) og íþróttafræðisviðs HR skrifuðu nýlega undir samning þar að lútandi.
Stofnaði samtök sem nýta þekkingu verkfræðinema í Úganda

Kyle Edmunds er doktorsnemi og stundakennari í heilbrigðisverkfræði við tækni- og verkfræðideild HR. Á síðasta ári stofnaði hann samtökin EGD, eða Engineers for Global Development. Hann segir EGD vera frjáls félagasamtök sem ætli að nýta krafta og þekkingu nemenda í verkefni sem efla fátæk samfélög um allan heim, til dæmis með því að aðstoða þau við að tryggja aðgang að hreinu vatni.
Grunnskólastelpur kynntust fyrirmyndum í tæknigeiranum á Stelpum og tækni

Um 400 stelpur úr grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu komu í heimsókn í HR í gær til að kynna sér fjölbreytt tæknileg viðfangsefni og starfsmöguleika í tæknifyrirtækjum. Markmiðið er að vekja áhuga stelpna á fjölbreyttum möguleikum í tækninámi og störfum, kynna þær fyrir fyrirmyndum í tæknigeiranum og brjóta niður staðalímyndir.
Nemendur geti skapað störf framtíðarinnar

Frá og með næsta hausti býðst öllum nemendum í meistaranámi við Háskólann í Reykjavík að leggja sérstaka áherslu á nýsköpunar- og frumkvöðlafræði í námi sínu. Komið hefur verið á fót nýrri áherslulínu í nýsköpun og frumkvöðlafræðum sem er ætlað að veita nemendum færni til að skapa ný tækifæri í síbreytilegu viðskiptaumhverfi nútímans.
Nemendur HR forrita tímamótaleik fyrir EVE Online

Nemendur við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík taka þessa dagana þátt í rannsóknarverkefni sem vakið hefur verðskuldaða athygli undanfarið. Verkefnið heitir Project Discovery og er unnið í samstarfi við CCP.
HR verðlaunar starfsmenn fyrir kennslu, rannsóknir og þjónustu

Verðlaun Háskólans í Reykjavík fyrir framúrskarandi kennslu, þjónustu og rannsóknir voru afhent í gær. Verðlaunin eru veitt á hverju ári og er markmiðið með þeim að hvetja kennara og starfsfólk háskólans til nýsköpunar, þróunarstarfs, rannsókna og framúrskarandi kennslu og þjónustu. Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráðherra afhenti verðlaunin.
Laganemar tókust á í Hæstarétti

Málfutningskeppni Lögréttu, félags laganema við HR, var haldin þann 18. mars síðastliðinn í Hæstarétti. Þar kepptu tvö lið nemenda, skipuð þremur laganemum hvort, og fluttu mál fyrir rétti. Málflutningskeppnin er opin nemendum sem eru komnir á þriðja ár í námi eða lengra.
Ritrýndar birtingar fjórfaldast yfir níu ára tímabil

Háskólinn í Reykjavík gefur út skýrslu einu sinni á ári um styrk háskólans í rannsóknum. Nýlega kom út nýjasta útgáfa af skýrslunni þar sem tekin er saman tölfræði um birtingar á ritrýndum vettvangi og úthlutuðu fjármagni úr rannsóknarsjóðum á árunum 2007 - 2016.
Lið Flensborgar og Tækniskólans sigursæl í Forritunarkeppni framhaldsskólanna
Forritunarkeppni framhaldsskólanna var haldin síðustu helgi í Háskólanum í Reykjavík. Þetta árið var keppnin haldin samtímis á Akureyri. Keppnin hefur verið haldin á vegum tölvunarfræðideildar HR frá árinu 2009.
Framhaldsskólanemar fengu það verkefni að reka súkkulaðiverksmiðju

Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík stóð fyrir keppni í stjórnun milli framhaldsskólanema laugardaginn 11. mars síðastliðinn. Þetta er í fyrsta sinn sem keppnin er haldin. Í henni er hermt eftir samkeppnisumhverfi og keppendur þurfa að finna lausnir á margvíslegum vandamálum og hugsa út fyrir boxið til að ná árangri.
Nýtt íslenskt fræðirit um sjórétt komið út

Guðmundur Sigurðsson, prófessor við lagadeild HR, er einn höfunda ritsins Sjóréttur en það er bókatúgafan Codex sem gefur bókina út. Ekkert íslenskt rit er til um sama efni. Bókinni er ætlað það hlutverk að gefa heildstæða mynd af íslenskum sjórétti þó megináherslan sé lögð á þau svið réttarins sem skipta hvað mestu máli í daglegri framkvæmd hér á landi.
Forseti Íslands veltir fyrir sér ákvæði um synjunarvald í nýju Tímariti Lögréttu

Í nýútkomnu Tímariti Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík, mælir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, með nýju stjórnarskrárákvæði um vald forseta til að synja lögum frá Alþingi staðfestingar. Þetta gerir hann í viðtali við tímaritið en þar segir hann jafnframt að ekki dugi að forseti fari eftir „heimatilbúnum reglum eða viðmiðum“ sem taki sífelldum breytingum.
Fjöldi gesta sótti HR heim á Háskóladaginn

Hinn árlegi Háskóladagur var haldinn síðasta laugardag hér í Reykjavík í húsnæði Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands. Fjöldi gesta sótti HR heim á Háskóladaginn og kynnti sér námsframboð og skoðaði ýmis verkefni nemenda. Nýjung í dagskrá Háskólans í Reykjavík þetta árið voru opnir tímar í grunnnámi, þar sem áhugasamir gátu prófað að sitja í kennslustund í því fagi sem mestan áhuga vekur.
Hljóta styrk frá ESB til að auka frumkvöðlastarfsemi í Suður Afríku, Filippseyjum og Indónesíu

Rannsóknarmiðstöð Háskólans í Reykjavík í nýsköpun og frumkvöðlafræðum hefur fengið styrk frá Evrópusambandinu vegna tveggja samstarfsverkefna sem ganga út á að auka frumkvöðlafærni, útbreiðslu og sýnileika frumkvöðlastarfsemi í þremur nýiðnvæddum löndum: Suður Afríku, Filippseyjum og Indónesíu.
Nemendum veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur

Forsetalistaathöfn HR var haldin í gær, fimmtudag. Við athöfnina, sem haldin er tvisvar á ári, eru nemendur verðlaunaðir fyrir framúrskarandi árangur í námi og hljóta þar með styrki sem nema niðurfellingu skólagjalda næstu annar.
Segir of mikla áherslu á notkun lyfja í baráttunni við hjarta- og æðasjúkdóma

Í nýjasta tölublaði læknablaðsins Lancet, birtist bréf eftir Jack James, prófessor við sálfræðisvið HR, þar sem hann gagnrýnir vísindagrein sem þar birtist nýlega og fjallar um nýjar lyfjafræðilegar aðferðir til að fást við háþrýsting. Hann bendir á að allt of mikil áhersla sé lögð á notkun lyfja við hjarta- og æðasjúkdómum, þegar það sé margsýnt að tiltölulega einfaldar lífstílsbreytingar hafi miklu meiri áhrif en lyf í þessu sambandi.
HR tekur við verkefnum Skema
Háskólinn í Reykjavík stefnir á að efla fræðslustarf meðal leik-, grunn- og framhaldsskólanema og hefur tekið við verkefnum fyrirtækisins Skema, sem felast í skapandi tækninámskeiðum fyrir börn og unglinga.
Starfsmöguleikarnir kannaðir á Framadögum háskólanna

Hinir árlegu Framadagar AISEC á Íslandi voru haldnir í Sólinni í HR í gær, þann 9. febrúar. 84 fyrirtæki tóku þátt að þessu sinni og viðburðinn sóttu þúsundir gesta. Á Framadögum gefst háskólanemum færi á að spjalla við fulltrúa fjölmargra fyrirtækja og stofnana og þar með fá innsýn í störf sem gætu biðið þeirra að námi loknu.
Allir háskólar landsins koma að stofnun Auðnu

Íslenskir háskólar, ásamt opinberum rannsóknastofnunum og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, stóðu þann 27. janúar sl. að stofnun Auðnu, sem er undirbúningsfélag um stofnun sameiginlegrar tækniyfirfærsluskrifstofu – eða tækniveitu – fyrir Ísland. Stefnt er að stofnun tækniveitunnar í byrjun árs 2018.
Sýndarveruleiki, forritun, þrívíddarprentuð líffæri og kappakstursbíll á UTmessunni

Sýning UTmessunnar var haldin í sjöunda skiptið í Hörpu laugardaginn 4. febrúar. Háskólinn í Reykjavík tók að venju þátt og gátu gestir prófað, skoðað og upplifað ýmis tækniundur nemenda og kennara. Markmið með sýningu UTmessunnar er að sjá marktæka fjölgun nemenda sem velja tæknigreinar í háskólum og að vekja áhuga almennings á upplýsingatækni og mikilvægi hennar á öllum sviðum daglegs lífs.
220 brautskráðir í dag
220 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag. 163 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi og 56 úr meistaranámi.
PRME skýrsla viðskiptadeildar komin út

Viðskiptadeild HR hefur skrifað undir viljayfirlýsingu PRME (Principles of Responsible Management Education) varðandi menntun ábyrgra stjórnenda. Deildin hefur þar með skuldbundið sig til að mennta nemendur í samfélagslegri ábyrgð. Í því felst að leggja áherslu á ábyrga stjórnun og hvetja til þess að atvinnulífið stundi ábyrga viðskiptahætti.
„Wild Icelandic Cod“ vinnur Hnakkaþonið 2017

Vísir í Grindavík mun nota nýjar, umhverfisvænar neytendapakkningar fyrir íslenskan fisk á Bandaríkjamarkaði, nái vinnigstillögur í Hnakkaþoni HR og SFS, útflutningskeppni sjávarútvegsins, fram að ganga. Úrslit keppninnar voru tilkynnt í gær. Sigurliðið skipa nemendur í fjármálaverkfræði og viðskiptafræði; þeir Bjarki Þór Friðelifsson, Fannar Örn Arnarsson, Jóhannes Hilmarsson, Ómar Sindri Jóhansson og Sigurður Guðmundsson. Hópurinn mun heimsækja Seafood Expo North America, stærstu sjávarútvegssýningu í N-Ameríku í Boston í mars, í boði Icelandair Group og sendiráðs Bandaríkjanna í Íslandi.
Tilkynning frá rektorum háskólanna

Rektorar íslenskra háskóla fagna þeirri ákvörðun Alþingis að hækka fjárframlög til háskólanna við afgreiðslu frumvarps til fjárlaga 2017 og koma þannig til móts við áskorun rektora til þingmanna um að bæta úr undirfjármögnun íslensks háskólakerfis.
Rafmagnsverkfræðingar geta nú útskrifast frá HR og Aalto

Meistaranemum í rafmagnsverkfræði við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík býðst nú að ljúka tvíþættri meistaragráðu frá Aalto University í Finnlandi og HR. Nemendur munu útskrifast frá báðum háskólunum. Rafmagnsverkfræði fjallar um uppbyggingu og rekstur raforkukerfa og framleiðslu raforku.
Vísindamenn Háskólans í Reykjavík hljóta styrki frá Rannís

Vísindamenn Háskólans í Reykjavík fengu úthlutað verkefnisstyrkjum, rannsóknastöðu og doktorsnemastyrkjum við úthlutun úr Rannsóknasjóði Rannís fyrir styrkárið 2017.
Nemendur HR tilnefndir til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands

Tvö verkefni nemenda Háskólans í Reykjavík hafa verið tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Verðlaunin eru veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt voru af Nýsköpunarsjóði námsmanna síðasta sumar.
Stofna félag doktorsnema við HR

Doktorsnemar innan Háskólans í Reykjavík hafa stofnað félag með það að markmiði að gera störf sín sýnilegri innan háskólans og utan. Doktorsnemar við HR eru um 40 talsins og stunda rannsóknir við allar fjórar akademískar deildir háskólans.