Fréttir eftir árum


Fréttir: 2018

Fyrirsagnalisti

14.12.2018 : Nemendur á fyrsta ári takast á við loftslagsbreytingar

Hópur nemenda stendur fyrir framan plakat í Sólinni

Vissir þú að útblástur koltvísýrings 15 stærstu skemmtiferðaskipa heims í dag er meiri en alls bílaflota heimsins? Þessa ótrúlegu staðreynd, ásamt mörgum öðrum, lærðu fyrsta árs nemar í tæknifræði og verkfræði nýlega, um leið og þeir fengu það verkefni að útfæra ýmis atriði í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Útfærslurnar þróuðu þau í hópum á þremur vikum, í námskeiði sem heitir Inngangur að tæknifræði og Inngangur að verkfræði.

12.12.2018 : Nýtt fjártæknisetur - gott umhverfi fyrir tilraunastarfsemi

Þrír einstaklingar standa í tröppunum í Sólinni

Háskólinn í Reykjavík hefur stofnað nýtt rannsóknarsetur á sviði fjártækni, eða FinTech á ensku, en tækni- og starfsumhverfi fjármálaþjónustu er að gerbreytast. Setrið er innan tölvunarfræðideildar en starfsemi þess mun verða þverfagleg milli deilda HR og mun jafnframt vera í góðum tengslum og samstarfi við atvinnulífið.

10.12.2018 : Auðna-Tæknitorg stofnað í samstarfi háskóla, rannsóknastofnana og ráðuneyta

Hópur fólks stendur með borða

Til að hagnýta rannsóknir er nauðsynlegt að hafa vísindastarf aðgengilegt og sýnilegt fjárfestum og atvinnulífi hér á landi og erlendis, annars er hætt við því að tækifæri til verðmæta- og nýsköpunar fari forgörðum. Erlendar sem innlendar úttektir hafa bent á skort á faglegri tækniyfirfærslu hér á landi.

4.12.2018 : Nemendum HR gefst tækifæri til að læra ákvörðunarfræði í Frakklandi

Phare du Petit Minou Plouzané sem er að finna rétt fyrir utan Brest

Átta nemendum Háskólans í Reykjavík gefst færi á að ferðast til Frakklands og dvelja þar í fimm daga í febrúar eða mars. Þar munu nemendurnir læra ákvörðunarfræði á nýjan og spennandi hátt í alþjóðlegu umhverfi hafnarbæjarins Brest í Bretagnehéraðinu. Nemendur fá ferðakostnað og uppihald greitt. 

28.11.2018 : Nemendur og starfsfólk leystu vísnagátur á Degi íslenskrar tungu

Hópur fólks stendur saman fyrir framan jólatré

Í tilefni af degi íslenskrar tungu, 16. nóvember síðastliðinn, efndi frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík til leiks þar sem nemendum og starfsfólki háskólans gafst tækifæri til að leysa nokkrar vísnagátur og finna góð íslensk orð yfir mikið notuð ensk orð.

26.11.2018 : Máltækni, ljósameðferðir, sýndarveruleiki og margt fleira í nýju Tímariti HR

Arnar og Birna synda í sjónum

Tímarit Háskólans í Reykjavík er komið út. Í blaðinu er sagt frá rannsóknum kennara og nemenda við háskólann og áhugaverðum verkefnum sem unnin eru í samstarfi við atvinnulífið.

22.11.2018 : Fyrsti íslenski geimfarinn kennir við HR

Bjarni-Tryggvason-vid-flugvel

Bjarni Tryggvason, fyrsti og eini íslenski geimfarinn, mun kenna nýtt námskeið í Háskólanum í Reykjavík í desember. Námskeiðið, Space Systems Design, er svokallað þriggja vikna námskeið en þau eru haldin að loknum prófum á hverri önn.

20.11.2018 : Tæknismiðjur fyrir 400 nemendur í 15 skólum

Taeknismidjur-Skema

Nemendur í 5. bekk í 15 skólum á höfuðborgarsvæðinu sækja í vikunni tæknismiðjur í boði Skema við HR og Tækniskólans. Alls munu um 400 nemendur fá tækifæri til að taka þátt.

2.11.2018 : Áhrif rafbílavæðingar eru jákvæð en duga ekki til að ná markmiðum um losun

Yfirlitsmynd af Reykjavík

Áhrif rafbílavæðingar fyrir íslenskt samfélag eru jákvæð en breytingarnar taka þó of langan tíma til að ná  markmiðum ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Sá frestur sem landsmenn hafa, þar til bann við kaupum á bifreiðum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti tekur gildi, er of langur og aðgerðin því of seinvirk.

19.10.2018 : HR úthlutar rúmlega 40 milljónum til doktorsrannsókna

Maður gengur framhjá skápum á gangi í HR

Átta rannsóknarverkefni hlutu nýverið styrk úr nýjum Rannsóknasjóði Háskólans í Reykjavík. Markmið með sjóðnum er að styrkja öflugt rannsóknarstarf við skólann.

12.10.2018 : Yfirlýsing rektors Háskólans í Reykjavík

Nemendur læra í Sólinni

Vegna fjölmiðlaumfjöllunar um starfslok lektors við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík skal ítrekað að stjórnendur háskólans tjá sig ekki um málefni eða starfslok einstakra starfsmanna.

9.10.2018 : Skýrar aðgerðir í nýrri Jafnréttisáætlun HR

Katrín Ólafsdóttir

Ný jafnréttisstefna Háskólans í Reykjavík var samþykkt af framkvæmdastjórn háskólans fyrir stuttu og gefin út í Jafnréttisviku 2018. Í stefnunni er lýst markmiði og starfsemi nefndarinnar en helstu efnisatriði hennar snúa að launum og kjörum, ráðningum, framgangi, samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs og skilgreiningum og reglum vegna kynbundins ofbeldis og kynferðislegrar áreitni.

27.9.2018 : HR í þriðja sæti háskóla í heiminum þegar horft er til tilvitnana í vísindagreinar eftir starfsmenn

Á nýjum lista Times Higher Education (THE) yfir bestu háskóla heims, er Háskólinn í Reykjavík í þriðja til sjötta sæti hvað varðar áhrif rannsókna, ásamt Stanford, MIT og Brandeis háskólunum. Áhrif rannsókna eru metin út frá meðalfjölda tilvitnana í vísindagreinar, það er, hversu oft aðrir vísindamenn vitna í niðurstöður fræðimanna háskólans í ritrýndum vísindagreinum.

24.9.2018 : Alþingi og tækni- og verkfræðideild skrifuðu undir samning um talgreini

Merki Alþingis

Fulltrúar tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík og Alþingis skrifuðu nýlega undir samning um framhald þróunar og innleiðingu á talgreini sem verður notaður við útgáfu þingræðna. Vinna við talgreini sem byggir á gervigreind er vel á veg komin og tilraunir til að nota talgreininn til að skrá niður niður ræður á Alþingi hafa gengið ágætlega.

21.9.2018 : Viðurkenningar veittar fyrir framúrskarandi árangur

Hópur fólks stendur með viðurkenningarskjöl við hliðina á deildarforseta

Nemendur sem sýnt hafa framúrskarandi árangur í námi hlutu viðurkenningar í gær, fimmtudaginn 20. september. Nemendurnir komast á forsetalista og fá skólagjöld annarinnar niðurfelld. Að auki fengu  nýnemar sem náðu góðum árangri í framhaldsskóla styrk og fá sömuleiðis skólagjöld niðurfelld.

20.9.2018 : Fyrsta skóflustungan tekin að Háskólagörðum HR í Öskjuhlíðinni

Fjórir einstaklingar halda á skóflum og horfa í myndavélina

Nýir Háskólagarðar Háskólans í Reykjavík munu brátt rísa við Öskjuhlíðina, í næsta nágrenni við háskólann. Eygló M. Björnsdóttir, formaður Stúdentafélags HR, Ari Kristinn Jónsson, rektor HR,  Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík og Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra tóku fyrstu skóflustunguna að fyrsta áfanga Háskólagarðanna í gær, miðvikudaginn 19. september. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist á næstu vikum.

17.9.2018 : Áhrif heimavallarins mest í jöfnum leikjum

Jose situr á þrekhjóli og brosir framan í myndavélina

Nýjasta tölublað af fræðitímaritinu Journal of Human Kinetics er helgað rannsóknum á handbolta. Dr. Jose M.  Saavedra, prófessor við íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður PAPESH rannsóknasetursins sér um útgáfuna sem gestaritstjóri, enda hefur hann rannsakað ýmsa þætti íþróttarinnar og þjálfunar handknattleikfólks í fjölda ára. Þetta er í fyrsta sinn sem virt, ritrýnt vísindarit tileinkar handbolta sérstakt tölublað.

13.9.2018 : Nemendur bregðast við eldgosi á Hengilssvæðinu

Hamfaradagar

Nemendur á fyrsta ári í öllum námsbrautum tækni- og verkfræðideildar leysa nú í hópum aðkallandi vandamál sem fylgja eldgosi í Henglinum, í um 20 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík. Sem betur fer eru aðstæðurnar þó einungis fræðilegar en á hverju ári stendur hópur nýnema í deildinni frammi fyrir gríðarstóru vandamáli sem þarf að leysa.

29.8.2018 : Hegðun samningamanna í samningaviðræðum milli fyrirtækja

Aldis-gudny-sigurdardottir_1535558504718

Aldís Guðný Sigurðardóttir varði doktorsritgerð sína við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík í dag, miðvikudaginn 29. ágúst. Aldís rannsakaði hegðun samningamanna og þær aðferðir (e. tactics) sem notaðar eru í samningaviðræðum milli fyrirtækja. Niðurstöður hennar gefa meðal annars til kynna að notaðar eru mismunandi aðferðir milli atvinnugreina, til dæmis setja samningamenn í skapandi greinum það í forgang að búa til skilyrði til að skapa, og hafa því tilhneigingu til að nota aðferðir sem flýta fyrir samningum frekar en að tryggja fjárhagslega afkomu.

28.8.2018 : Salsa og vöfflur í Sólinni

Nemendur gæða sér á mat í Sólinni

Háskólinn í Reykjavík hélt Alþjóðadag í hádeginu í dag, þriðjudaginn 28. ágúst. Á Alþjóðadeginum er áhersla lögð á að kynna skiptinám, starfsnám, styrki og önnur alþjóðleg tækifæri fyrir nemendum.

23.8.2018 : Metnaðarfull fræðsludagskrá fyrir nýja nemendur HR

_abh0545

Nýnemar við HR hafa undanfarnar tvær vikur fengið margvíslega fræðslu um námið og lífið í HR. Nýnemadagur var haldinn þann 14. ágúst og í kjölfarið gátu nýir nemendur, og þeir sem þegar eru í námi, sótt stutta fyrirlestra sem haldnir voru af kennurum og starfsfólki HR í hádeginu hvern dag.

23.8.2018 : Halldór Guðfinnur Svavarsson verður prófessor við tækni- og verkfræðideild

Halldór Svavarsson

Dr. Halldór Guðfinnur Svavarsson hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hann heldur opinn framgangsfyrirlestur í HR á morgun, föstudaginn 24. ágúst kl. 15:00 í stofu M103. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og ber titilinn: „About small things“. Í honum mun Halldór greina á almennum nótum frá viðfangsefnum rannsókna sinna undanfarin ár.

15.8.2018 : Ágúst Valfells nýr forseti tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík

Ágúst Valfells forseti tækni-  og verkfræðideildar

Dr. Ágúst Valfells hefur verið ráðinn forseti tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík frá og með 1. ágúst. Hann tekur við stöðunni af Dr. Guðrúnu Sævarsdóttur sem hefur verið forseti deildarinnar frá 2011.

25.6.2018 : 56 nemendur brautskráðust frá frumgreinadeild

Hópur fólks stendur og situr í tröppunum í Sólinni

Háskólinn í Reykjavík brautskráði í gær 56 nemendur með frumgreinapróf frá frumgreinadeild háskólans. 14 nemendur brautskráðust af tækni- og verkfræðigrunni deildarinnar, 32 af laga- og viðskiptagrunni og 10 af tölvunarfræðigrunni. Til viðbótar hafa 22 nemendur lokið viðbótarnámi við stúdentspróf en æ stærri hópur nemenda með stúdentspróf sækir í að bæta við sig þekkingu í stærðfræði og raungreinum í frumgreinadeild HR.

22.6.2018 : Nýstúdentar hljóta raungreinaverðlaun HR

Reykjavík University Campus

Framúrskarandi nemendur verðlaunaðir fyrir árangur í raungreinum

21.6.2018 : Við styðjum strák­ana okk­ar og lok­um kl. 14:30 föstu­dag­inn 22. júní

Við styðjum strákana okkar og lokum kl. 14:30 föstudaginn 22. júní

Afgreiðsla og skrifstofur Háskólans í Reykjavík loka kl. 14:30 föstudaginn 22.júní.

20.6.2018 : MITx meistaranámskeið (micromasters) metin til eininga í meistaranámi við HR

Myndin sýnir MIT háskólann

Nemendur í meistaranámi við Háskólann í Reykjavík geta nú tekið námskeið á meistarastigi í fjarnámi í MITx og fengið þau metin til eininga við HR. Nemendur í meistaranámi við Háskólann í Reykjavík geta nú tekið námskeið á meistarastigi í fjarnámi í MITx og fengið þau metin til eininga við HR. Öll námskeið eru kennd af sérfræðingum MIT og eru sambærileg við námskeið sem kennd eru í staðarnámi við MIT tækniháskólann í Boston. 

17.6.2018 : 591 brautskráður frá Háskólanum í Reykjavík

Hópur fólks stendur í miðjum hátíðarsal

Háskólinn í Reykjavík brautskráði 591 nemanda við hátíðlega athöfn í Hörpu í gær, laugardaginn 16. júní. 390 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 199 úr meistaranámi og tveir nemendur útskrifuðust með doktorsgráðu. Í útskriftarhópnum voru 271 konur og 320 karlar.

15.6.2018 : Íþróttafræðisvið HR hitar upp fyrir leiki Íslands með glænýjum lagalista

Myndin sýnir fjögur mismunandi plötuumslög

Það styttist í að karlalandslið Íslands í knattspyrnu hefji leikinn á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi en á morgun, laugardag, verður leikur liðsins og Argentínu. Það má búast við því að flestir landsmenn horfi á leikinn og mun biðin eftir honum væntanlega reynast mörgum erfið.

14.6.2018 : Fyrsta brautskráning kandídata úr tölvunarfræði HR við HA

Nemendur sitja við fartölvur

Síðastliðinn þriðjudag (?) voru tíu kandídatar brautskráðir úr tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík við Háskólann á Akureyri. Þetta er í fyrsta sinn sem nemendur ljúka þriggja ára bakkalárgráðu í samstarfi HR og HA um nám í tölvunarfræði.

12.6.2018 : Meistaranemar sýndu niðurstöður rannsókna sinna

Tvær konur skoða veggspjald

Á hverju vori heldur tækni- og verkfræðideild uppskeruhátíð sem nefnist Verkin tala. Þar sýna meistaranemar við deildina veggspjöld með niðurstöðum rannsókna sinna. Verðlaun fyrir bestu veggspjaldið eru afhent og gestir og gangandi geta lesið sér til um nýjustu þekkinguna í verkfræði og íþróttafræði.

11.6.2018 : Íslensku björgunarsveitirnar fyrirmynd í ákvörðunar- og áhættufræðum

Picture-198

Ákvörðunar- og áhættufræði voru í brennidepli á alþjóðlegri vinnustofu í HR dagana 5. júní til 8. júní. Tækni- og verkfræðideild HR, í gegnum CORDA rannsóknasetur í ákvörðunar- og áhættufræðum, tekur þátt í Dahoy-verkefninu sem er Erasmus+ Evrópuverkefni ásamt nokkrum öðrum evrópskum háskólum og menntastofnunum.

7.6.2018 : HR einn af hundrað bestu ungu háskólum heims

Myndin sýnir lógó THE

Háskólinn í Reykjavík er einn af hundrað bestu ungu háskólum í heiminum í dag, samkvæmt  lista Times Higher Education sem birtur var í dag. Á listanum eru háskólar 50 ára og yngri og er Háskólinn í Reykjavík í 89. sæti á listanum.

30.5.2018 : Yfirmenn hjá IKEA hlýddu á hugmyndir nemenda

Nemendur kynna verkefni í skólastofu

Nemendur Háskólans í Reykjavík gátu lokið þriggja vikna vinnustofu á vorönn á vegum tækni- og verkfræðideildar með einum fremsta vöruhönnuði Íslands, Siggu Heimis. Vinnustofan hét Sjálfbærni í heimi fjöldaframleiðslu. Henni lauk fyrir stuttu með opnum kynningum á fimm verkefnum. Nemendur úr öllum deildum gátu skráð sig, og eina skilyrðið til að taka þátt hafi verið brennandi áhugi á sjálfbærni og vöruþróun.

29.5.2018 : Sigruðu í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna með flugvéladekkjaskeið

Nkg2018-2

Yfir 1200 hugmyndir frá 38 skólum víðs vegar af landinu bárust að þessu sinni í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna sem fór fram í Háskólanum í Reykjavík dagana 24. og 25. maí. 40 nemendur úr 5. - 7. bekkjum  komust í gegnum strangt matsferli þar sem uppfinningar þeirra voru metnar með tilliti til hagnýti, nýnæmi og markaðshæfi. Þessir nemendur tóku svo þátt í vinnusmiðjunni í HR um helgina.

28.5.2018 : Nemendur fá tækifæri til að þróa bankakerfi framtíðarinnar

Hr-islandsbanki

„Gervigreind, stórtæk gagnavinnsla, Blockchain og önnur upplýsingatækni, munu á næstu árum hafa gríðarleg áhrif á bankastarfsemi, líkt og fjölmarga aðra geira. Við erum mjög ánægð með þennan samning við Íslandsbanka sem gerir okkur enn betur í stakk búin til að taka virkan þátt í í þessum breytingum með því að þróa tækni og færni nemenda á sviði fjártækni.“

23.5.2018 : Ísland hentar vel til undirbúnings rannsókna á Mars

Nasa-fyrirlestur-1

„Það er engin furða að við séum á Íslandi!“ sagði vísindamaðurinn dr. Jennifer Heldmann í fyrirlestri sínum í morgun hér í HR. Hún starfar hjá Bandarísku geimferðarstofnuninni NASA við vettvangsrannsóknir þar sem líkt er eftir aðstæðum á Mars og tunglinu. Heldmann er stödd hér á landi ásamt samstarfsfélaga sínum, dr. Darlene Lim. Hún segir Ísland vera tilvalinn stað fyrir slíkar rannsóknir þar sem jarðfræði landsins sé á margan hátt ótrúlega lík þeirri sem fyrirfinnst á Mars.

18.5.2018 : Fyrirtæki kynntu hugmyndir að rannsóknum fyrir meistaranema HR

Kona stendur í púlti og talar

Háskólinn í Reykjavík hefur gert samstarfssamninga um rannsóknir við nokkur af framsæknustu fyrirtækjum landsins sem gefa meistaranemum HR tækifæri til að stunda rannsóknir í samstarfi við atvinnulífið. Fyrirtækin eru Eimskip, Isavia, Marel, Síminn, Icelandair og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Leiðbeinendur allra deilda skólans geta sent inn umsóknir um verkefni. Nemendur sem eru áhugasamir um að sækja um styrk gera það í samstarfi við leiðbeinanda sinn. 

17.5.2018 : Viðbótarveruleiki fyrir ferðamenn var vinningshugmyndin í ár

Það var hugmyndin að „GoARGuide“ sem hlaut fyrstu verðlaun, eða Guðfinnuverðlaunin, í námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja þetta árið. Hópurinn fær 500.000 kr. í verðlaun og tekur þátt í frumkvöðlakeppninni Venture Cup í Kaupmannahöfn í haust.

16.5.2018 : 230 stelpur af öllu Norðurlandi kynntu sér tækninám og tæknistörf

Stúlka stendur með sýndarveruleikagleraugu

230 stelpur úr 9. bekkjum tuttugu grunnskóla á Norðurlandi, allt frá Hvammstanga austur á Húsavík, sóttu vinnustofur í HA og heimsóttu tæknifyrirtæki á Akureyri í gær. Viðburðurinn Stelpur og tækni var haldinn í annað sinn á Akureyri af Háskólanum í Reykjavík í samstarfi við Háskólann á Akureyri, Samtök iðnaðarins, SKÝ og LS Retail.

15.5.2018 : „Metnaðurinn skilaði okkur lengra en milljónastyrkir“

Hópur fólks stendur í hóp í tröppum og horfir í myndavélina

Willem C. Vis, alþjóðlega málflutningskeppnin, er stærsta keppni sinnar tegundar og er haldin á ári hverju í Vín í Austurríki. Lagadeild HR sendir lið annað hvert ár en árangurinn var einkar glæsilegur núna þar sem lið HR komst í útsláttarkeppni, í annað sinn frá því háskólinn hóf keppni.

14.5.2018 : Tölvunarfræðinemar við HR og Travelade þróa gervigreind fyrir ferðamannageirann

Tveir menn standa hlið við hlið í Sólinni í HR

Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík og sprotafyrirtækið Travelade hafa skrifað undir samstarfssamning sem meðal annars felur í sér að nemendur í tölvunarfræði við HR muni vinna meistaraverkefni í samvinnu við fyrirtækið.

11.5.2018 : Nýr kappakstursbíll afhjúpaður á Tæknideginum í HR

Cu5i2180

Öflug vélahljóð heyrðust á göngum HR í dag þegar nýr formúlubíll liðsins Team Sleipnir var afhjúpaður og settur í gang á Tæknidegi tækni- og verkfræðideildar HR. Framundan er spennandi sumar hjá þeim nemendum í tæknifræði og verkfræði við Háskólann í Reykjavík sem skipa liðið en hluti þeirra mun taka þátt í Formula Student keppninni í þriðja sinn á hinni sögufrægu Silverstone-braut í Bretlandi í júlí.

3.5.2018 : 750 stelpur kynntu sér tækninám og tæknistörf

Tvær stelpur vinna í opinni tölvu

Um 750 stelpur úr 9. bekk grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu heimsóttu Háskólann í Reykjavík og fjölmörg tæknifyrirtæki í dag, fimmtudaginn 3. maí. Viðburðurinn Stelpur og tækni var nú haldinn í fimmta sinn. Hann hefur farið stækkandi ár frá ári og var nú fjölmennari en nokkru sinni fyrr.

30.4.2018 : Marel og HR í samstarf

HR-og-Marel

Nemendur og sérfræðingar Háskólans í Reykjavík (HR) munu í samstarfi við  Marel vinna að rannsóknum og þróun á nýjum tæknibúnaði, hugbúnaði og fjölbreyttum lausnum fyrir matvælaiðnað, samkvæmt nýjum samstarfssamningi.

30.4.2018 : MBA-nemar kynntu lausnir sínar fyrir stjórnendum

Hópur fólks stendur í röð fyrir framan merki MBA námsins

Níu hópar í útskriftarárgangi MBA-nema við viðskiptadeild HR vörðu ritgerðir sínar fyrir dómnefnd sem skipuð var stjórnarmönnum og stjórnendum íslenskra fyrirtækja síðastliðinn föstudag. Ritgerðirnar voru afrakstur hópavinnu sem unnin var í samstarfi við fyrirtæki en hóparnir áttu að finna lausnir við ýmsum áskorunum í rekstri fyrirtækjanna.

27.4.2018 : Talað við tölvur á íslensku með nýjum talgreini

Talgreinir2

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, var fyrsti notandi nýrrar vefgáttar fyrir talgreini á íslensku en sú tækni snýr talmáli yfir í ritmál. Kynningarfundur um máltækni og opnun vefgáttarinnar var haldinn í Háskólanum í Reykjavík í dag en að fundinum stóðu Háskólinn í Reykjavík, Almannarómur - félag um máltækni og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.

25.4.2018 : Alþjóðleg heimsóknarvika í HR

Hópur fólks situr í tröppunum í Sólinni

Dagana 11. – 13. apríl stóð alþjóðaskrifstofa HR fyrir alþjóðlegri heimsóknarviku þar sem 35 þátttakendur komu í heimsókn frá 12 löndum í Evrópu.

20.4.2018 : Hvað einkennir fjöldamorðingja?

Kona stendur í púlti og talar

Húsfyllir var á tveimur fyrirlestrum dr. Ann Burgess og dr. Allen G. Burgess, fyrr í vikunni hér í HR. Burgess fjallaði um rannsóknarverkefni sem hún vann innan Atferlisdeildar FBI, alríkislögreglu Bandaríkjanna, á árum áður, um raðmorðingja.

18.4.2018 : Háskólagrunnur HR – nýtt nafn á traustum grunni

Útskrift frumgreina

Undirbúningsnám fyrir háskóla við Háskólann í Reykjavík heitir núna Háskólagrunnur HR, í stað frumgreinanáms áður.  Frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík mun bera sama nafn og áður en heiti námsbrautanna eru Háskólagrunnur HR og Háskólagrunnnur HR – viðbótarnám við stúdentspróf. Innihald námsins helst óbreytt.

13.4.2018 : Ekki elta peninginn, heldur áhugann

Maður stendur fyrir framan steypuvegg í HR

Nemendur Háskólans í Reykjavík fá oft hugmyndir að nýjum fyrirtækjum á meðan þeir eru í námi. Svo fyrirfinnast líka nemendur sem eru þegar komnir með hugmynd að nýju fyrirtæki áður en þeir byrja í námi. Grétar Már Margrétarson útskrifaðist með BSc-gráðu í viðskiptafræði með tölvunarfræði sem aukagrein í júní 2017. Samhliða náminu byggði hann upp fyrirtækið sitt, Iðnlausn.

11.4.2018 : HR, HÍ og LHÍ í samstarf við ráðstefnuborgina Reykjavík

Hópur fólks stendur við höfnina í Reykjavík

Rektorar Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands skrifuðu undir samstarfssamkomulag við Ráðstefnuborgina Reykjavík (Meet in Reykjavík). Markmiðið með samkomulaginu er að fjölga alþjóðlegum akademískum fundum og ráðstefnum á vegum háskólanna hér á landi.

7.4.2018 : Verðlaun Háskólans í Reykjavík afhent

Hópur fólks stendur með blómvendi

Verðlaun Háskólans í Reykjavík voru afhent í dag, föstudag. Verðlaunin hafa verið veitt árlega síðan árið 2010 þeim starfsmönnum háskólans sem þykja hafa skarað fram úr í rannsóknum, kennslu og þjónustu. Að þessu sinni hlaut Heiðdís B. Valdimarsdóttir rannsóknarverðlaun HR, Axel Hall kennsluverðlaun og Ragna Björk þjónustuverðlaun.

6.4.2018 : Tölvunarfræðideildir HR og HÍ hljóta Upplýsingatækniverðlaun SKÝ 2018

Verðlaunahafar Upplýsingatækniverðlauna Skýrslutæknifélags Íslands, SKÝ, árið 2018 eru tölvunarfræðideildir Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands.

Verðlaunahafar Upplýsingatækniverðlauna Skýrslutæknifélags Íslands, SKÝ, árið 2018 eru tölvunarfræðideildir Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands. Verðlaunin hljóta háskólarnir fyrir framlag sitt til menntunar í upplýsingatækni hér á landi. Tölvunarfræði hefur verið kennd við Háskólann í Reykjavík frá stofnun háskólans árið 1998, og frá árinu 1976 við Háskóla Íslands.

28.3.2018 : Háskólinn í Reykjavík og Háskóli Íslands skrifa undir samstarfssamning um nám í máltækni

Háskólinn í Reykjavík og Háskóli Íslands hafa gert með sér samstarfssamning um meistaranám í máltækni.

Háskólinn í Reykjavík og Háskóli Íslands hafa gert með sér samstarfssamning um meistaranám í máltækni. Nemendur geta innritast í hvorn skólann sem er en tekið hluta af námi sínu við hinn skólann eða erlendan samstarfsskóla.

20.3.2018 : Lið frá MH, MR og Tækniskólanum sigurvegarar Forritunarkeppni framhaldsskólanna 2018

Sigurvegarar---Beta-deild

Forritunarkeppni framhaldsskólanna var haldin um helgina í Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri. Keppnin hefur verið haldin á vegum tölvunarfræðideildar HR frá árinu 2009.

20.3.2018 : Framhaldsskólanemar stýrðu verksmiðju með glæsibrag

Níu unglingar standa í hóp

Lið frá Verzlunarskóla Íslands hreppti sigurlaunin í Stjórnunarkeppni framhaldsskólanna sem haldin var á vegum viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík í gær, miðvikudag.

16.3.2018 : „Við þurftum að vera fljót að hugsa“

Nokkrir nemendur stilla sér upp fyrir myndatöku

Þau Andrea Björnsdóttir, Guðmundur Oddur Eiríksson, Ástgeir Ólafsson, Kjartan Þórisson og Sigurður Davíð Stefánsson voru fulltrúar HR í Rotman viðskiptakeppninni (Rotman International Trading Competition) sem var haldin í lok  febrúar í Toronto í Kanada. Keppnin er haldin árlega og í henni etja kappi háskólanemar frá öllum heimshornum.

14.3.2018 : Fyrsti íslenski geimfarinn með fyrirlestur í HR

Bjarni Tryggvason geimfari hélt fyrirlestur í Háskóla Reykjavíkur

Bjarni V. Tryggvason, fyrsti og eini íslenski íslenski geimfarinn, hélt fyrirlesturinn „Ævintýri lífs míns: verkfræði og flug“ í Háskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 14. mars, í samstarfið við ISAVIA. Bjarni fór yfir ævistarf sitt í fyrirlestrinum og lýsti þeim ótal mörgu verkefnum sem hann hefur tekið þátt í.

9.3.2018 : Meistaranám við viðskiptadeild HR nú 14 mánuðir í stað tveggja ára

Nemendur sitja í skólastofu

Meistaranám við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík verður 14 mánuðir að lengd í stað tveggja ára áður, frá og með næsta hausti. Meistaranemar munu geta lokið náminu á rúmu ári með því að bæta við sumarönn en það er nýjung í fyrirkomulagi náms við deildina. Einnig hefur viðskiptadeild sett á stofn tvær nýjar námsbrautir í meistaranámi; stjórnun nýsköpunar og stjórnun í ferðaþjónustu.

7.3.2018 : Sköpunargleði og nýsköpun í alþjóðlegum sumarskóla í HR

Nemendur spjalla saman við veggspjald í Sólinni

Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, í samstarfi við Háskólann í Suður-Maine (USM) í Bandaríkjunum, heldur 10 daga sumarskóla um nýsköpun með áherslu á ferðaþjónustu, í lok júlí í HR. Háskólarnir tveir skrifuðu undir samning á síðasta ári um samstarf í kennslu og rannsóknum og er sumarskólinn liður í því samstarfi.

5.3.2018 : Fjölmenni í HR á Háskóladeginum 2018

Haskolad-HR-149

Hinn árlegi Háskóladagur var haldinn í Háskólanum í Reykjavík síðasta laugardag, þann 3. mars.

10.2.2018 : 217 brautskráðir við hátíðlega athöfn í Hörpu

IMG_10022018_164044

217 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag. 162 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 54 úr meistaranámi og einn nemandi úr doktorsnámi.

6.2.2018 : Sigruðu í hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema

Honnunarkeppni-HI-1-

Hönnunarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema við Háskóla Íslands fór fram síðastliðinn laugardag á UTmessunni í Hörpu. Keppnin er ávallt vel sótt auk þess sem þáttur um hana er sýndur á RÚV. Það lið sem hlaut fyrsta sætið í keppninni í ár er skipað nemendum við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, þeim Jóni Sölva Snorrasyni, nema í hátækniverkfræði, Þórarni Árna Pálssyni, nema í rafmagnstæknifræði og Erni Hrafnssyni, nema í vélaverkfræði.

5.2.2018 : Beittasta vopn snjallra verslana… innkaupakerra?

Malid

Grein Valdimars Sigurðssonar, prófessors við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, og samstarfsfólks hans er grein vikunnar á vef Alþjóðasamtaka atferlissálfræðinga í Bandaríkjunum. Greinin heitir The Use of Observational Technology to Study In-Store Behavior: Consumer Choice, Video Surveillance, and Retail Analytics.

1.2.2018 : Húsfyllir á málþingi um notkun snjalltækja og samfélagsmiðla

Fikn-eda-frelsi-3-

Notkun okkar og barnanna okkar á snjallsímum og viðvera á samfélagsmiðlum er augljóslega mörgum ofarlega í huga því það var afar þétt setinn bekkurinn á málþingi sem haldið var í gær um málefnið. Málþingið hafði yfirskriftina „Fíkn eða frelsi“ og var liður í Geðheilbrigðisviku í HR sem nú stendur yfir en það er náms- og starfsráðgjöf HR og sálfræðisvið háskólans sem standa að henni.

30.1.2018 : Nemendur í heilbrigðisverkfræði tilnefndir til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands

Myndin sýnir tölvuteikningu af mjaðmarlið og útreikninga

Verkefni þeirra Gunnars Hákons Karlssonar og Halldórs Ásgeirs Risten Svanssonar, nema í heilbrigðisverkfræði við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, er tilnefnt til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhendir verðlaunin fimmtudaginn 1. febrúar á Bessastöðum.

29.1.2018 : HR býður nemendum sálfræðiþjónustu

Nemendur læra í Sólinni

Frá og með deginum í dag geta nemendur Háskólans í Reykjavík sótt sér sálfræðiþjónustu innan háskólans. Í þessari nýju þjónustu felst sálfræðiviðtal og sex vikna hópmeðferð við þunglyndi og kvíða fyrir þá nemendur sem þess óska. Þjónustan er veitt af sálfræðisviði HR í samstarfi við náms- og starfsráðgjöf háskólans.

26.1.2018 : Hlýtur öndvegisstyrk Rannsóknasjóðs til rannsókna á áhrifum ljósmeðferðar á þreytu

Heiðdís Valdimarsdóttir

Háskólinn í Reykjavík fær úthlutað sex styrkjum úr Rannsóknasjóði árið 2018. Heiðdís B. Valdimarsdóttir, prófessor við sálfræðisvið viðskiptadeildar HR, hlýtur öndvegisstyrk vegna rannsóknar sinnar á áhrifum hvítaljóssmeðferðar á krabbameinstengda þreytu hjá konum með brjóstakrabbamein. Af 25 umsóknum um öndvegisstyrki hlutu fjórar styrk.

25.1.2018 : Hægt að byrja strax í frumgreinanámi

Nemendur í skólastofu horfa á tölvuskjái á ferðatölvunum sínum

Frumgeinadeild býður nú upp á þann möguleika í fyrsta sinn að hefja undirbúning fyrir háskólanám í febrúar með því að ljúka fyrsta stærðfræðiáfanganum. Þessi möguleiki gæti hentað þeim sem stefna á að hefja undirbúningsnám fyrir háskóla í frumgreinadeild í haust.

24.1.2018 : Nýr þrívíddarprentari opnar nýja möguleika á prentun líffæra

Á myndinni sést þrívíddarprentari í notkun

Nýir möguleikar opnast á notkun þrívíddarprentaðra líffæra við undirbúning skurðaðgerða og við fjölbreyttar rannsóknir og prófanir, með tilkomu nýs og fullkomins þrívíddarprentara sem tekinn var í notkun á heilbrigðistæknisetri Háskólans í Reykjavík og Landspítala Háskólasjúkrahúss í dag.

23.1.2018 : Kanadíska kvennalandsliðið í handknattleik fær ráðgjöf hjá PAPESH rannsóknasetri

Nemandi framkvæmir mælingu á meðan kona í íþróttafötum stendur fyrir framan hann

PAPESH-rannsóknarsetur innan íþróttafræðisviðs HR hefur undanfarna mánuði veitt landsliðum Íslands í handknattleik ráðgjöf í framhaldi af mælingum á liðsfólki bæði A-liðs og yngri landsliða. Nú hefur kanadíska kvennalandsliðið í handknattleik bæst í hóp liða sem nýta sér sérfræðiþekkingu setursins en liðið er í æfingabúðum á Íslandi þessa dagana í samstarfi við HK.

22.1.2018 : „Say Iceland“ vinnur Hnakkaþonið 2018

Hnakkathon-2018-2-

Samkvæmt vinningstillögu Hnakkaþons 2018 mun Brim hf. byggja upp eigið vörumerki undir nafninu „Say Iceland“ og selja fullunninn ufsa á nýja markaði á austurströnd Bandaríkjanna. Hnakkaþon er útflutningskeppni sjávarútvegsins og er haldið á vegum HR og SFS. Keppnin fór fram frá fimmtudegi til laugardags þegar úrslit voru kynnt og verðlaun afhent.

19.1.2018 : Nemendur HR markaðssetja sjófrystan ufsa á Bandaríkjamarkað

Nemendur Háskólans í Reykjavík leita nú leiða til að auka útflutning á sjófrystum ufsa til Bandaríkjanna, en Hnakkaþon 2018, útflutningskeppni HR og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hófst í dag. Áskorun Hnakkaþonsins í ár felst í að finna leiðir til að auka sölu á sjófrystum ufsa til hótela og veitingahúsakeðja í Bandaríkjunum.

17.1.2018 : Fjallaði um rannsóknir sínar í opinberri heimsókn forseta Íslands til Svíþjóðar

Inga Dóra Sigfúsdóttir, prófessor við sálfræðisvið HR, var annar tveggja íslenskra fræðimanna sem tók þátt í viðburði á vegum Nóbelþingsins (Nobel Assembly) í dag í Stokkhólmi. Viðburðurinn var liður í opinberri heimsókn forsetahjónanna Guðna Th. Jóhannessonar og Elizu Reid til Svíþjóðar. Sænsku konungshjónin voru jafnframt viðstödd.

16.1.2018 : Ný vefsíða um háskólanám eftir iðnmenntun

Ung kona situr í fyrirlestrasal og hlustar á kynningu

Háskólinn í Reykjavík hefur opnað nýja vefsíðu um háskólanám fyrir iðnmenntaða. Tilgangurinn með síðunni er að kynna fjölbreytta möguleika þeirra sem lokið hafa iðn- og tækninámi, til háskólanáms við HR.

9.1.2018 : Dr. Marina Candi nýr prófessor við viðskiptadeild

Marina_1515503445071

Dr. Marina Candi hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Marina er forstöðumaður rannsóknarmiðstöðvar HR í nýsköpun og frumkvöðlafræðum sem m.a. stendur fyrir langtímarannsókn á vexti og viðgangi nýrra íslenskra tæknifyrirtækja.

8.1.2018 : Mikilvægt að þolendur nauðgana segi frá

Myndin sýnir ráðstefnugesti sitja í sætum sínum

Ráðstefnan Þögnin, skömmin og kerfið var haldin í Háskólanum í Reykjavík síðasta föstudag. Umfjöllunarefnið nauðgun var skoðað frá ýmsum hliðum; réttarfarslegum, félagslegum, sálfræðilegum og lagalegum. Ráðstefnunni var streymt á netinu og gerð góð skil í fjölmiðlum, og var þétt setinn bekkurinn í HR.

5.1.2018 : Skrifað um nýtt millidómsstig, lýðskrum og íslenskt yfirráðasvæði

Myndin sýnir nýtt tímarit Lögréttu

Tímarit Lögréttu er komið út. Í því er leitast við að taka á lögfræðilegum álitaefnum sem eru til umfjöllunar í samfélaginu hverju sinni. Meginumfjöllunarefni tímaritsins að þessu sinni eru dómstólarnir og þá sérstaklega sú nýskipan á sviði dómstólaskipunar og réttarfars sem gengur í gildi í ársbyrjun 2018.