Fréttir eftir árum


Fréttir: 2019

Fyrirsagnalisti

20.12.2019 : „Það eru allir að reyna að bæta heiminn“

Ólafur Andri Ragnarsson

Ólafur Andri Ragnarsson, aðjúnkt við tölvunarfræðideild, er vanur því að viðmælendur hans séu uggandi yfir tali um fjórðu iðnbyltinguna enda segja sérfræðingar að við munum upplifa meiri breytingar næstu áratugi en við höfum síðastliðnar aldir.

18.12.2019 : Rafstöð á Grænlandi, tölvuleikir og skyndihjálparnámskeið

Thriggja-vikna-Andri-Snaer

Nýafstaðinni önn lauk á þriggja vikna námskeiðum eins og venjulega en við HR eru annirnar brotnar upp í tvo hluta. Í þriggja vikna námskeiðunum er námsefnið er sett í hagnýtt samhengi með verkefnavinnu, hópavinnu, gestafyrirlesurum eða samstarfi við fyrirtæki.

10.12.2019 : Nemendur hvattir til að fylgjast vel með veðrinu

Nemendur eru hvattir til að fylgjast vel með veðrinu og veðurspá í dag og fara heim upp úr hádegi, sé þess kostur.

Nemendur eru hvattir til að fylgjast vel með veðrinu og veðurspá í dag og fara heim upp úr hádegi, sé þess kostur. Prófum verður ekki frestað í dag en nemendum sem búa utan höfuðborgarsvæðisins verður gefinn kostur á að taka próf í sinni heimabyggð.

4.12.2019 : Er eitthvað vit í repjuolíu?

Nemendur halda kynningu

Nemendur við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík unnu á dögunum verkefni með sjávarútvegsfyrirtækinu Brim sem miðaði að því að auka sjálfbærni fiskveiða enn frekar með notkun repjuolíu sem eldsneyti í stað olíu.

19.11.2019 : Þörf á að rannsaka svefn og svefnvandamál Íslendinga betur

Kona stendur við handrið í Sólinni

Erna Sif Arnardóttir, rannsóknasérfræðingur við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík fékk ásamt samstarfsaðilum nýlega styrk úr Innviðasjóði Rannís til uppbyggingar aðstöðu til svefnrannsókna. Hún segir ríkt tilefni til að rannsaka það betur hvernig við Íslendingar sofum. Niðurstöðurnar munu nýtast bæði á Íslandi og á heimsvísu.

19.11.2019 : MBA-nemar vinna lokaverkefni með sprotafyrirtækjum og MITdesignX

MBA-final-project-MIT-Boston

MBA-námið við Háskólann í Reykjavík hefur þróað námskeið í samstarfi við MITdesignX nýsköpunarmiðstöðina við MIT háskólann í Boston og Icelandic Startups sem er hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Í lokaverkefni sínu munu nemendur þróa vaxtarstefnu fyrir íslensk sprotafyrirtæki. Náminu lýkur á þriggja daga ferð til Boston þar sem nemendur kynna tillögur sínar og fá endurgjöf frá sérfræðingum MIT.

18.11.2019 : Starfsfólk og nemendur HR gáfu raddsýni og botnuðu vísur

Dagur-islenskrar-tungu2019

Starfsfólk Háskólans í Reykjavík og nemendur tóku þátt í dagskrá vegna Dags íslenskrar tungu síðastliðinn föstudag. Það var Háskólagrunnur HR sem stóð fyrir dagskránni en það er eina deild HR sem kennir íslensku.

18.11.2019 : HR afhendir Alþingi nýjan talgreini til eignar og afnota

Afhending-talgreinis-1-

Ræður alþingismanna á Alþingi Íslendinga eru nú skráðar sjálfkrafa af gervigreindum talgreini. Talgreinirinn skráir um tíu mínútur af ræðum á einungis þremur og hálfri mínútu, hann hefur allt að 90% rétt eftir og auðveldar til muna skráningu og birtingu á ræðum alþingismanna.

12.11.2019 : Icelandair og Háskólinn í Reykjavík halda áfram öflugu samstarfi

Samningur-HR-Icelandair2019

Háskólinn í Reykjavík og Icelandair munu halda áfram að vinna saman að rannsóknum og öflugu starfsnámi fyrir nemendur HR. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, og Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group skrifuðu undir samstarfssamning á dögunum þess efnis.

12.11.2019 : Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði vinsæl meðal útskriftarnema

Nemendur fylgjast með í skólastofu

Brautskráning fyrsta nemendahóps sem stundaði meistaranám samkvæmt nýju skipulagi fór fram í Háskólanum í Reykjavík á dögunnum. Meistaranám í viðskiptadeild HR er nú þrjár annir og tekur 14 mánuði að ljúka. Flestir nemendurnir sem útskrifuðust hófu nám haustið 2018.

11.11.2019 : Getur símanotkun þín ákveðið greiðslugetu vegna íbúðakaupa?

María Óskarsdóttir

Þegar fólk vill ráðast í kaup á fasteign og sækja um lán fyrir henni er venjulega leiðin til að meta greiðsluhæfni þess að sjá yfirlit yfir reikninga og laun. Það eru þó um tveir milljarðar manna í heiminum sem hafa ekki bankareikninga og hafa því ekki aðgang að fjármagni.

29.10.2019 : Nemendur HR sigursælir í Gullegginu 2019

Nemendur Háskólans í Reykjavík létu til sín taka í frumkvöðlakeppni Icelandic Startups, Gullegginu, í ár. Lokahóf keppninnar var haldið í Sólinni í HR síðasta föstudag. Í ár bárust 135 hugmyndir auk þess sem 20 einstaklingar skráðu sig til leiks án hugmyndar og áttu þess kost að taka þátt í verkefnum annarra.

28.10.2019 : Íþróttafræðinám við Háskólann í Reykjavík hefst í Vestmannaeyjum

Screenshot-2019-10-28-at-16.11.51

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Hafrún Kristjánsdóttir, deildarforseti íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, undirrituðu í dag samning um nám í íþróttafræði á háskólastigi við HR sem kennt verður í Vestmannaeyjum.

28.10.2019 : Kennarar við HR hljóta styrki fyrir nýsköpun í kennslu

Post-it miðar á vegg

Kennarar við Háskólann í Reykjavík láta til sín taka í nýsköpun í kennslu en meðal þróunarverkefna þeirra eru raddstýrt kennsluefni, myndbönd um mikilvægi eðlisfræði, rafrænt námsefni í dönsku, gagnvirkt kennsluefni og notkun snjallsíma sem kennslutækis.

24.10.2019 : Mögulegt að ljúka undirbúningsnámi meðfram vinnu

Útskrifuðum nemanda óskað til hamingju

Búið er að opna fyrir umsóknir í nýtt þriggja anna nám í Háskólagrunni HR. Hingað til hefur verið hægt að sækja um í tvær mismunandi námsleiðir: Háskólagrunn sem er eitt ár að lengd og viðbótarnám við stúdentspróf. Nú verður hægt að ljúka Háskólagrunninum á annað hvort einu ári eða þremur önnum.

22.10.2019 : HR og Landsvirkjun horfa til áhrifa raforkuvinnslu á umhverfi og samfélag

Hópur fólks stendur hlið við hlið fyrir framan HR

Landsvirkjun og Háskólinn í Reykjavík hafa endurnýjað samstarfssamning um að efla menntun og rannsóknir á nýtingu endurnýjanlegrar raforku og áhrifum hennar á umhverfi og samfélag. Samningurinn felur m.a. í sér að Landsvirkjun verður meðal stofnaðila að nýju rannsóknasetri um sjálfbærni við háskólann, sem mun sinna sjálfstæðum rannsóknum á endurnýjanlegri orku og nýtingu hennar.

17.10.2019 : Samrómur kominn með um 1350 raddir

Fjórir einstaklingar sitja við borð á málþingi

Samrómur er heiti samvinnuverkefnis sem snýr að því að safna röddum til að búa til opið gagnasafn fyrir notkun á íslensku í upplýsingatækni. Verkefninu var hleypt af stokkunum í gær, þann 16. október, á málþinginu Er íslenskan góður „bissness“? Við það tækifæri lögðu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Halldór Benjamín fyrst allra sínar raddir til söfnunarinnar. Um miðjan dag þann 17. október, eða um sólarhring eftir að söfnunin hófst, er þegar búið að safna 1346 röddum.

15.10.2019 : Dr. Ragnhildur Helgadóttir sæmd heiðursdoktorsnafnbót við Háskólann í Bergen

Ragnhildur Helgadóttir var sæmd heiðursdoktorsnafnbót við Háskólann í Bergen.

Ragnhildur Helgadóttir var sæmd heiðursdoktorsnafnbót við Háskólann í Bergen 15. október. Af því tilefni hélt hún hátíðarfyrirlestur í háskólanum þar sem hún fjallaði um hlutverk dómstóla er þeir meta hvort lög samrýmist stjórnarskrá. Ragnhildur er sviðsforseti samfélagssviðs HR en innan þess starfa lagadeild, viðskiptadeild, sálfræðideild og íþróttafræðideild. Hún er formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs, hefur dæmt mál í Hæstarétti, héraðsdómi og í Mannréttindadómstól Evrópu og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum.

15.10.2019 : Bjó í 20 kílómetra fjarlægð frá sýrlensku landamærunum

Palmi2

Pálmi er nemi í tölvunarfræði með viðskiptafræði sem aukagrein. Hann langaði að takast á við áskorun og skráði sig í skiptinám í Jórdaníu, í Jordan University of Science and Technology. „Mig langaði í skiptinám á sterum ef svo má segja! Ég vissi að ég myndi seint geta dvalið á svona stað með alla þá aðstoð sem ég var með sem skiptinemi; styrki, úrræði og sjálfboðaliða frá staðnum til að hjálpa mér - þannig að ég vissi að þetta tækifæri var ómetanlegt. En ég viðurkenni fúslega að ég vissi lítið um þetta umhverfi sem ég var kominn í.“

8.10.2019 : Háskólinn í Reykjavík fær góða dóma í gæðaúttekt

Reykjavík University Campus

Gæðaráð íslenskra háskóla birti nýverið niðurstöður gæðaúttektar á Háskólanum í Reykjavík. Helstu niðurstöður eru þær að háskólinn vinni samkvæmt skýrri stefnu sem taki mið af þörfum íslensks samfélags til framtíðar, bjóði upp á námsframboð sem henti nemendum og íslensku atvinnulífi og góður og hvetjandi starfsandi sé ríkjandi meðal nemenda og starfsfólks.

4.10.2019 : Þrívíddarprentun af hjarta bjargaði lífi mannsins

Þrívíddarprentuð líffæri

Þrívíddarprentað líkan af hjarta manns sem hlotið hafði alvarlegan hjartaskaða, bjargaði lífi hans. Háskólinn í Reykjavík og Landspítalinn hafa um árabil unnið náið saman við þróun á þrívíddarprentun líffæra sem notuð eru við undirbúning skurðaðgerða.

1.10.2019 : Fjártækni og áhrifin á fjármálaumhverfið

Fjártækni

Fjármálaheimurinn er að breytast ört ekki síst vegna fjártæknilausna (FinTech) sem brjóta upp hefðbundið fjármálaumhverfi. Fjártækni miðar m.a. að því að veita notendum betri þjónustu, einfalda greiðslukerfi og auka gagnsæi.

1.10.2019 : Nýr rekstraraðili í Bragganum

Frumkvöðlasetur HR

NH100 ehf. hefur tekið við veitingarekstri í Bragganum, en fyrri rekstraraðili, Víkin veitingar ehf., sagði upp samningi um rekstur Braggans í vor. Nýir rekstraraðilar hyggjast leggja aukna áherslu á að Bragginn verði félagsaðstaða fyrir nemendur HR og munu eiga náið samstarf við Stúdentafélag HR og bjóða upp á fjölbreytta viðburði í samstarfi við nemendur.

27.9.2019 : „Þetta snýst um fá viðurkenningu fyrir að hafa lagt alla þessa vinnu á sig“

Nemendur sem náðu framúrskarandi árangri í námi á síðustu önn voru afhentar viðurkenningar í gær, fimmtudaginn 26. september. Athöfnin var haldin í Sólinni í HR venju samkvæmt og var vel sótt af nemendum og aðstandendum þeirra.

19.9.2019 : Fyrsta árs nemendum hent út í djúpu laugina

Hamfaradagar2019-1

„Nemendurnir stóðu sig afar vel og lögðu mikla alúð í hópstarfið og vangaveltur. Þau fengu þetta stóra og óljósa verkefni í fangið og var í rauninni hent út í djúpu laugina. Þau tóku ákvarðanir um hvaða þætti þau vilduð leysa og útfærðu lausnir. Það var gaman að hlusta á kynningarnar, enda oft frábærar hugmyndir og útpældar útfærslur, og augljóslega heilmikil vinna sem lá að baki.“

17.9.2019 : „Við viljum snjallt raforkukerfi sem lagar sig sjálft“

Mohamed Abdel-Fattah

„Snjallt raforkukerfi er hannað þannig að það getur lagað sig sjálft. Kerfið er stutt af háþróuðu varnarkerfi með gagnvirkri stýringu. Þetta gerir aðlögun kerfisins að öðrum endurnýjanlegum orkugjöfum einnig auðveldari. Þessi nýju kerfi uppgötva sjálf bilanir mun fyrr, eða mögulegar bilanir, og geta endurstillt sig án þess að mannshöndin þurfi að koma þar nærri. Að því leyti er kerfið „snjallt““.

12.9.2019 : Meira vitnað í rannsóknir HR en nokkurs annars háskóla

Á nýjum lista Times Higher Education (THE) yfir bestu háskóla heims, sem birtur var í gær, kemur fram að á mælikvarða sem metur áhrif rannsókna, skorar Háskólinn í Reykjavík hæst, ásamt sex öðrum háskólum. Áhrifin eru metin út frá hlutfallslegum fjölda tilvitnana í vísindagreinar, það er, hversu oft aðrir vísindamenn vitna í niðurstöður fræðimanna háskólans í ritrýndum vísindagreinum.

11.9.2019 : Eiríkur Elís Þorláksson nýr forseti lagadeildar

Eirikur-Elis-lagadeild2019

Eiríkur Elís Þorláksson hefur verið ráðinn forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík.

9.9.2019 : HR verðlaunin afhent

Á mynd frá hægri Einar Magnússon, starfsmaður í yfirsetu prófa, Olivier Matthieu S. Moschetta, lektor við verkfrdeild, Ólafur E. Sigurjónsson, prófessor við verkfrdeild og Dr. Ari K. Jónsson Rektor HR

Verðlaun Háskólans í Reykjavík voru afhent í gær, föstudag. Verðlaunin hljóta þeir starfsmenn háskólans sem þykja hafa skarað fram úr í rannsóknum, kennslu og þjónustu. Verðlaunin á ár hlutu Ólafur Eysteinn Sigurjónsson, prófessor við verkfræðideild; Olivier Matthieu S. Moschetta, lektor við verkfræðideild og Einar Magnússon, starfsmaður í yfirsetu prófa.

5.9.2019 : Háskólagarðar HR á áætlun

DSCF1895

Bygging Háskólagarða Háskólans í Reykjavík við Nauthólsveg gengur mjög vel og samkvæmt áætlunum, samkvæmt Hákoni Erni Arnþórssyni, verkefnastjóra Háskólagarða HR.

4.9.2019 : Samningur um fyrsta áfanga máltækniáætlunar

Maltaekni-sept-2019

Í dag undirrituðu Almannarómur – Miðstöð um máltækni og rannsóknarhópurinn SÍM (Samstarf um íslenska máltækni) samning um smíði innviða í máltækni fyrir íslensku og fór undirritun fram í Vigdísarstofu í Veröld, húsi Vigdísar. Í SÍM eru níu fyrirtæki og stofnanir með sérþekkingu á sviði málvísinda og máltækni.

26.8.2019 : Íslensk fyrirtæki ekki tilbúin fyrir stafræna framtíð

Íslensk fyrirtæki þurfa að byrja að hugsa hlutina upp á nýtt, en á hinum Norðurlöndunum standa fyrirtæki framar í nýsköpun og stafrænum umskiptum. Þetta var meðal þess sem kom fram á hádegisfundi viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík og Félags viðskipta- og hagfræðinga, sem bar heitið Leadership and Digitalization, síðastliðinn fimmtudag.

13.8.2019 : Nýnemar boðnir velkomnir í HR

Nýnemadagur HR 2019

Í dag var fyrsti skóladagurinn fyrir nýnema við Háskólann í Reykjavík. Glæsilegur hópur ungmenna mætti á nýnemadaginn til að hitta kennara sína og samnemendur, þiggja léttar veitingar og fá kynningu á aðstöðunni og þjónustunni í HR, félagslífinu og ýmsu því sem skiptir máli varðandi það að hefja nám í háskóla.

13.8.2019 : Stærsta LAN-mót landsins var haldið í HR um síðustu helgi

HR-ingurinn, stærsta LAN-mót landsins var haldið í HR um síðustu helgi

HR-ingurinn, stærsta LAN-mót landsins var haldið í HR um síðustu helgi. Það er nemendafélag tölvunarfræðideildar, Tvíund, sem stendur fyrir keppninni

6.8.2019 : Gáfu ekkert eftir og skemmtu sér konunglega

Nemendur standa í kringum kappakstursbíl

RU Racing tók þátt í fjórða sinn í alþjóðlegu Formula Student keppninni í júlí sl. Liðið var stofnað í HR árið 2015 og samanstendur af nemendum úr öllum deildum Háskólans í Reykjavík. Meðlimir þess hanna og smíða Formúlubíl á hverju ári innan veggja háskólans með það að markmiði að gera bílinn léttari, kraftmeiri og áreiðanlegri en þann sem gerður var árinu á undan.

17.7.2019 : Mars-jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020

Jeppi og könnunarfar sjást úti í íslenskri náttúru

Þessar vikurnar standa yfir í nágrenni Langjökuls prófanir í tengslum við svonefnt SAND-E verkefni sem kostað er af Bandarísku flug- og geimvísindastofnuninni, NASA. Megintilgangur verkefnisins er að prófa vél- og hugbúnað fyrir Mars-jeppa, sem nota á í leiðangri NASA til Mars árið 2020, við aðstæður sem líkjast aðstæðum á Mars.

1.7.2019 : HR 52. besti ungi háskóli heims

Young Universities Ranking - RU 52nd place

Háskólinn í Reykjavík (HR) er í 52. sæti á nýjum lista Times Higher Education yfir 100 bestu ungu háskóla í heimi (Young Universities Ranking).

26.6.2019 : 24 nemendur hlutu raungreinaverðlaun HR vorið 2019

kennari skrifar stærðfræði jöfnu á töflu

Raungreinaverðlaun Háskólans í Reykjavík voru veitt 24 nýstúdentum um allt land á liðnu vori. Verðlaunin hljóta þeir stúdentar sem sýna framúrskarandi árangur í raungreinum á stúdentsprófi. 

22.6.2019 : 627 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík

Utskriftarhopur-HR-vor-2019

Háskólinn í Reykjavík brautskráði 627 nemendur við hátíðlega athöfn í Hörpu í gær, laugardaginn 22. júní.

19.6.2019 : „Þurftum að taka ákvarðanir strax“

Nemendum Háskólans í Reykjavík gafst færi á að ferðast ókeypis til Frakklands í febrúar og mars til að læra ákvörðunarfræði á nýjan og spennandi hátt í alþjóðlegu umhverfi hafnarbæjarins Brest í Bretagnehéraðinu. Auk nemenda frá HR tóku franskir og skoskir nemendur þátt.

18.6.2019 : Stafrænt vinnuumhverfi bætt með rannsóknum

Marta Kristín Lárusdóttir stendur við handrið í Sólinni

Marta Kristín Lárusdóttir, dósent við tölvunarfræðideild, mun næstu þrjú árin vinna að rannsókn sem miðar að því að bæta stafrænt vinnuumhverfi. Hún vinnur að rannsókninni ásamt Åsa Cajander sem er prófessor við Háskólann í Uppsala í Svíþjóð. Þær eru báðar meðlimir rannsóknarhópsins Health,Technology and Organisation, við Uppsala háskóla.

14.6.2019 : Umsóknum í HR fjölgar um 10%

Fjolgun-umsokna-i-HR

Ríflega 3.300 umsóknir hafa borist um nám við Háskólann í Reykjavík fyrir haustönn 2019. Það er um 10% fjölgun á umsóknum milli ára. Reiknað er með að um 1500 nemendur hefji nám við háskólann í haust. Enn er opið fyrir umsóknir um nám í Háskólagrunni HR, iðn- og tæknifræðideild og einstakar brautir í meistaranámi.

13.6.2019 : Keppa í Hollandi í sumar

RURacing-2019-1-

Nýr kappakstursbíll, RU19, sem smíðaður var af nemendum í Háskólanum í Reykjavík var sýndur í HR í gær, miðvikudag. Hópur nemenda Háskólans í Reykjavík mun keppa á bílnum í Hollandi í sumar.

12.6.2019 : Tvö ný svið og sjö akademískar deildir

Gestur á Háskóladegi snýr lukkuhjóli

Skipulagi Háskólans í Reykjavík var breytt á vordögum. Nú eru tvö ný svið við háskólann en undir þeim sex akademískar deildir í stað fjögurra áður. Sviðin heita samfélagssvið og tæknisvið, undir því fyrra eru lagadeild, viðskiptadeild, íþróttafræðideild og sálfræðideild en undir því síðara tölvunarfræðideild, verkfræðideild og iðn- og tæknifræðideild.

11.6.2019 : 82 nemendur luku undirbúningsnámi í Háskólagrunni HR

Útskrifuðum nemanda óskað til hamingju

62 nemendur brautskráðust á föstudaginn síðastliðinn, 7. júní, úr Háskólagrunni HR frá frumgreinadeild háskólans. 18 nemendur brautskráðust af tækni- og verkfræðigrunni deildarinnar, 32 af laga- og viðskiptagrunni og 12 af tölvunarfræðigrunni. Til viðbótar luku 20 nemendur viðbótarprófi við stúdentspróf.

6.6.2019 : Hlaut heiðursviðurkenningu alþjóðasamtaka verkefnastjórnunarfélaga

Helgi-Thor-vidurkenning

Þann 17. maí síðastliðinn hlaut dr. Helgi Þór Ingason, prófessor við verkfræðideild og forstöðumaður MPM-námsins, heiðursviðurkenningu frá IPMA - Alþjóðasamtökum verkefnastjórnunarfélaga.

4.6.2019 : Vilja fjölga tækifærum til nýsköpunar í orkumálum og sjálfbærni

Screenshot-2019-06-04-at-16.05.02

Háskólinn í Reykjavík hefur umsjón með stjórn nýs samstarfsverkefnis á sviði nýsköpunar, orku, sjálfbærni og loftslagsmála en HR, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Orkuklasinn og GRP ehf. skrifuðu á dögunum undir samstarfssamning um ofangreint. Samstarfsverkefnið er vistað hjá Orkuklasanum.

4.6.2019 : „Það er svo fallegt hérna“

Hópur fólks situr í tröppunum í Sólinni

16 nemendur luku nýlega fyrsta sumarskóla Háskólans í Reykjavík og University of Southern Maine (USM) en hann var haldinn í HR dagana 19. - 29. maí. Sumarskólinn er hluti af samstarfi háskólanna tveggja í kennslu og rannsóknum en viðfangsefni hans eru leiðtogafærni og stjórnun nýsköpunar. Í ár var áherslan á sjálfbæra ferðamennsku á Íslandi. Hópurinn samanstóð af íslenskum og bandarískum nemendum.

3.6.2019 : Dr. Bjarni Már Magnússon nýr prófessor við lagadeild HR

Maður stendur við sjóinn

Dr. Bjarni Már Magnússon hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Bjarni lauk doktorsprófi frá lagadeild Edinborgarháskóla árið 2013, LL.M.-gráðu í haf- og strandarétti frá lagadeild Miami-háskóla árið 2007 og öðlaðist lögmannsréttindi árið 2008. Hann lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og M.A.-gráðu í alþjóðasamskiptum frá sama skóla árið 2007.

29.5.2019 : Settu saman tölvur, hönnuðu vefsíður og forrituðu með Sonic Pi

Dagurinn Stelpur og tækni var haldinn í Háskólanum í Reykjavík þann 22. maí síðastliðinn. Þar er Stelpum úr 9. bekk grunnskóla boðið í HR, þar sem þær taka þátt í fjölbreyttum vinnustofum, og tæknifyrirtæki. Hjá fyrirtækjunum taka konur sem þar starfa á móti hópunum og gefa innsýn í starfsemina og þau tækifæri sem stelpum bjóðast á vinnumarkaði að loknu tækninámi.

27.5.2019 : Iðnnám og starfsmenntun góður grunnur fyrir háskólanám

Undirskrift-HR

Fulltrúar Háskólans í Reykjavík, Samtaka iðnaðarins, Tækniskólans, Iðunnar fræðsluseturs og Rafmenntar skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um samstarf um að kortleggja, efla og kynna tækifæri á háskólanámi með atvinnutengd lokamarkmið, eftir iðnnám og aðra starfsmenntun.

24.5.2019 : Hafragrautaruppáhellarinn og snagi sem má hækka og lækka meðal hugmynda

Nyskopunarkeppni-grunnskolanna2019-1-

Vinnusmiðja í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2019 var haldin í Háskólanum í Reykjavík í vikunni. Nýsköpunarkeppni grunnskólanna (NKG) er keppni í nýsköpun fyrir 5. – 7. bekk grunnskólanna og hefst á hverju hausti. Í vinnusmiðjuna að vori eru valdir þátttakendur til að útfæra sínar hugmyndir með aðstoð leiðbeinenda. Þessir nemendur komast í gegnum strangt matsferli þar sem uppfinningar þeirra eru metnar með tilliti til hagnýti, nýnæmi og markaðshæfi.

22.5.2019 : Þurfti að tala fyrir meiri plastnotkun í ræðutíma

Haskolagrunnur2019-Haflidi

Hafliði Stefánsson er nemandi í Háskólagrunni HR. Hann stefnir á tölvunarfræðinám við HR að loknu námi í Háskólagrunni. Hann segir námið gefa góðan undirbúning fyrir háskólanám enda hefur hann þurft að stíga út fyrir þægindarammann.

21.5.2019 : Ekki lengur bið við kassann

Hópur nemenda stendur í tröppunum í Sólinni

Námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja lauk á föstudaginn með lokahófi þar sem vinningslið hlutu verðlaun og nemendurnir fengu tækifæri til að gleðjast saman yfir afrakstri síðustu þriggja vikna.

20.5.2019 : Nemendur HR undirbúa ferð NASA til Mars

Nemendur virða fyrir sér dróna

Vísindamenn eru væntanlegir til landsins í sumar til að prófa sjálfkeyrslubúnað fyrir næstu ferð NASA til Mars. Þeir njóta liðsinnis háskólanema við Háskólann í Reykjavík við undirbúning prófana á búnaðinum. Þær verða gerðar í Lambahrauni, norðan við Hlöðufell, en þar svipar jarðvegi og landslagi til þess sem fyrirfinnst á Mars.

16.5.2019 : Kaffitár opnar nýtt kaffihús í HR í haust

Myndin sýnir espressovél á kaffihúsi

Með haustinu geta nemendur, starfsfólk og gestir Háskólans í Reykjavík yljað sér á ilmandi kaffibolla og gætt sér á sérvöldu meðlæti í nýju kaffihúsi Kaffitárs sem mun opna í Sólinni í háskólanum í ágúst.

13.5.2019 : „Ekki vera hrædd við að mistakast“

Hópur nemenda stendur í tröppunum í Sólinni

Innan HR hefur alltaf verið lögð áhersla á að nemendur kunni að fylgja hugmyndum sínum eftir og stofna fyrirtæki. Meðal annars með þessu námskeiði sem nú stendur yfir sem heitir Nýsköpun og stofnun fyrirtækja, og er þriggja vikna verklegt námskeið og skylda fyrir flesta grunnnema. Þar að auki geta meistaranemar við HR valið að útskrifast með áherslu á nýsköpun og frumkvöðlafræði, þvert á deildir.

9.5.2019 : Móttaka flóttamanna, einkenni vændismansals, ljósmyndasýning og gæðastjórnunarkerfi

Áheyrendur sitja í stofu í HR

Þetta eru meðal umfjöllunarefna nemenda í MPM-námi, meistaranámi í verkefnastjórnun við HR, í námskeiðinu Verkefni í þágu samfélags.

9.5.2019 : Engin lúxusmeðferð fyrir leikara Game of Thrones

Tjald í snjó og fjöll í kring

Brynhildur Birgisdóttir, framleiðandi hjá Pegasus, hélt fróðlegt erindi á vegum MPM-námsins, meistaranáms í verkefnastjórnun, síðasta föstudag í HR. Pegasus hefur séð um tökur á þáttunum Game of Thrones hér á landi og Brynhildur hafði frá mörgu um þetta stóra verkefni að segja, enda um margt einstakt.

7.5.2019 : HR hlýtur jafnlaunavottun fyrstur íslenskra háskóla

Hópur fólks stendur með skjal

Háskólinn í Reykjavík varð í dag fyrsti háskóli landsins til að hljóta jafnlaunavottun. Jafnlaunavottunin er staðfesting á því að unnið sé markvisst gegn kynbundnum launamun innan háskólans, að ákvarðanir í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun og að jafnlaunakerfi háskólans standist kröfur jafnlaunastaðals.

3.5.2019 : MBA-nemendur kynntu lokaverkefni sín fyrir sérfræðingum

Tveir MBA nemendur standa á gangi í HR og tala saman

Á lokaári sínu í námi vinna MBA-nemar lokaverkefni þar sem þeir þurfa að nýta þá þekkingu sem þeir hafa öðlast í gegnum allt námið, sem er samtals tvö ár. Nemendur þurfa að líta til allra atriða í rekstri og er lokaverkefnið unnið í samstarfi við fyrirtæki eða stofnun. Flest þeirra varða stefnumótun með nokkuð háu flækjustigi eins og þátttöku á nýjum markaði.

5.4.2019 : HR fær góða einkunn fyrir samfélagsábyrgð á nýjum lista Times Higher Education

Times Higher Education hefur í fyrsta skipti birt lista yfir hvaða háskólar í heiminum hafa mest jákvæð áhrif á samfélagið, út frá sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Háskólinn í Reykjavík er í sæti 101-200 á listanum.

HR fær sérstaklega góða einkunn fyrir fimmta sjálfbærnimarkmiðið, Jafnrétti kynjanna sem snýr að því að tryggja jafnrétti kynjanna og styrkja stöðu kvenna og stúlkna. Þar er HR í 59. sæti.

1.4.2019 : „Fyrstu geimfararnir til Mars munu taka með sér heklunálar“

Maður heldur fyrirlestur

Hvernig hús ætlum við að byggja á Mars? Hvernig fötum verða fyrstu áhafnirnar sem ferðast þangað? Það er bráðnauðsynlegt að fá hönnuði að borðinu þegar reynt er að leysa slík verkefni. Hönnuðir nálgast vandamálin á annan hátt en vísindamenn og finnst það kostur að vita sem minnst um viðfangsefnið þegar hafist er handa, þannig sé hægt að vera opinn fyrir því að hugsa málin upp á nýtt og finna bestu lausnina.

29.3.2019 : Blandað lið MR og MS vann Stjórnunarkeppni framhaldsskólanna

Nokkur ungmenni ræða saman

Í Stjórnunarkeppni framhaldsskólanna keppa þriggja til fjögurra manna lið í að stýra fyrirtæki í ákveðinn tíma með sem bestum árangri. Mikilvægur hluti af starfi stjórnenda er að taka ákvarðanir, bæði um atriði í starfsemi frá degi til dags og stærri ákvarðanir sem hafa áhrif á starfsemina, og samfélagið allt, til frambúðar

29.3.2019 : Nýtt meistaranám í hagnýtri atferlisgreiningu

Kona situr í fyrirlestrasal og hlustar

Næsta haust mun fyrsti árgangur í nýju MSc-námi í hagnýtri atferlisgreiningu setjast á skólabekk við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Námið er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Boðið er upp á nýtt meistaranám í hlutanámi sem gefur þeim nemendum sem það kjósa tækifæri til að sameina nám og hlutastarf á vettvangi. 

26.3.2019 : Mátti ekki taka myndir í höfuðstöðvum Toyota

Ung kona stendur fyrir framan fallegan gróður

Eyrún Engilbertsdóttir útskrifaðist í febrúar síðastliðnum með BSc-gráðu í hátækniverkfræði frá HR. Fyrir áramót sá hún auglýsingu um áhugaverða ferð í kennslukerfi háskólans. „Það var einfaldlega tilkynnt um að hægt væri að sækja um styrk til Japansferðar.“ Hún ákvað að sækja um.

25.3.2019 : Gamithra og Bjarni Thor unnu Forritunarkeppnina 2019

Forritunarkeppni framhaldsskólanna var haldin síðastliðin laugardag í Háskólanum í Reykjavík en það er tölvunarfræðideild sem stendur fyrir henni. Fjöldi ungmenna hvaðanæva að á landinu mættu til keppni og létu hvassviðrið ekki aftra sér. Liðin sem taka þátt geta verið skipuð 1-3 framhaldsskólanemum.

21.3.2019 : HR á réttri leið

Háskólinn í Reykjavík vinnur markvisst að því að minnka kynjahalla í ákveðnum námsgreinum og starfsemi háskólans er orðin umhverfisvænni. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu HR sem tengist þátttöku hans í PRME, verkefni Sameinuðu þjóðanna menntun ábyrgra leiðtoga.

21.3.2019 : Hlutu viðurkenningar fyrir verkefni um nýtingu rafstraums og sjálfvirknivæðingu

Tveir nemendur við Háskólann í Reykjavík hlutu hvatningarviðurkenningar á Nýsköpunarmóti Álklasans sem haldið var nýlega í hátíðarsal Háskóla Íslands. Caroline Mary Medion hlaut viðurkenningu fyrir rannsókn sína  Improving Current Efficiency in L-T Aluminum Electrolysis with Vertical Inert Electrodes. Eymar Andri Birgisson hlaut viðurkenningu fyrir verkefni sitt Sjálfvirknivæðing á kerviðgerðum með tölvusjón.

12.3.2019 : Er hægt að koma í veg fyrir hugsanleg mistök vegna álags?

Eydís Huld Magnúsdóttir

Eydís Huld Magnúsdóttir varði fyrir stuttu doktorsverkefni sitt frá tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Markmið rannsóknar hennar var að fylgjast með huglægu vinnuálagi hjá einstaklingum sem starfa í ábyrgðarmiklum störfum, s.s. flugumferðar- og flugstjórn, með það að markmiði að hafa jákvæð áhrif á jafnt árangur, líðan þeirra og síðast en ekki síst öryggi þeirra og öryggi almennings. 

8.3.2019 : Háskólanemar við HR opna frumkvöðlasetrið Seres

Frumkvodlasetur-opnun.w

Nemendur við Háskólann í Reykjavík (HR) opnuðu í dag nýtt frumkvöðlasetur HR í Nauthólsvík sem hlotið hefur nafnið Seres. Í Seres - frumkvöðlasetri HR er sérhönnuð aðstaða fyrir núverandi og útskrifaða HR-inga til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd.

6.3.2019 : Fjöldi gesta heimsótti HR á Háskóladaginn

Áhugasamir framtíðarnemendur fylltu stofur í opnum tímnum í grunnnámi við Háskólann í Reykjavík á Háskóladaginn sem var haldinn í HR, og fleiri háskólum, síðastliðinn laugardag. Á Háskóladaginn kynna allir háskólar landsins námsframboð sitt í húsakynnum HR, HÍ og LHÍ.

5.3.2019 : Hlutu verðlaun fyrir góðan námsárangur í eðlisfræði

Hópur fólks stendur saman og stillir sér upp fyrir myndatöku

Verðlaun Eðlisfræðifélags Íslands voru veitt á aðalfundi félagsins síðastliðinn föstudag. Félagið hefur undanfarin ár veitt hvatningarverðlaun fyrir bestan árangur í eðlisfræðinámskeiðum á fyrsta ári, bæði fyrir nemendur í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík.

28.2.2019 : Rannsóknastarf HR hefur stóreflst á áratug

Mynd frá vísindavöku 2018

Gögn frá Rannsóknarþjónustu Háskólans í Reykjavík sýna að rannsóknastarf innan háskólans er mun öflugra nú en fyrir rúmlega áratug. Meðal annars hefur heildarstyrkupphæð til HR úr innlendum samkeppnissjóðum fimmfaldast. Rannsóknastyrkur háskólans var staðfestur á lista Times Higher Education árið 2018.

27.2.2019 : Nemendur verðlaunaðir fyrir framúrskarandi árangur

DSCF8504

Forsetalistaathöfn HR var haldin í gær, þriðjudag. Við athöfnina eru nemendur verðlaunaðir fyrir framúrskarandi árangur í námi og hljóta þar með styrki sem nema niðurfellingu skólagjalda næstu annar. 

26.2.2019 : Næst hæstir af þátttökuskólum frá Norðurlöndunum

Rotman

Sérvalið teymi frá viðskiptadeild HR tók þátt í Rotman International Trading Competition sem haldin var í Toronto, Kanada í síðustu viku og stóð sig með prýði.

26.2.2019 : Keppa fyrir Íslands hönd

Lagateymid

Lið frá lagadeild HR bar sigur úr býtum í landsútsláttarkeppni í Lissabon og er á leið út til Washington að keppa fyrir Íslands hönd í hinni alþjóðlegu Phillip C Jessup málflutningskeppni

20.2.2019 : Tólf hleðslustæði fyrir rafmagnsbíla tekin í notkun

Nemendur og starfsfólk Háskólans í Reykjavík geta nú hlaðið rafmagnsbíla sína í tólf hleðslustæðum sem búið er að koma upp við háskólann í samstarfi við Hlaða ehf.

6.2.2019 : Hlutu Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir algrím sem nýtist í svefnrannsóknum

Hópur fólks stendur með viðurkenningarskjöl ásamt forseta Íslands

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, miðvikudag. Verðlaunin í ár hlutu þau Hanna Ragnarsdóttir, nemi við tölvunarfræðideild HR, Eysteinn Gunnlaugsson, meistaranemi í tölvunarfræði við KTH í Svíþjóð og Heiðar Már Þráinsson og Róbert Ingi Huldarsson, nemar á verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ.

6.2.2019 : HR og Landsnet í samstarf um nýtt rannsóknarsetur á sviði sjálfbærni

Hópur fólks stendur saman í hóp

Háskólinn í Reykjavík og Landsnet hafa skrifað undir samstarfssamning til fimm ára um menntun og rannsóknir á sviði flutnings og vinnslu endurnýjanlegrar raforku. Landsnet verður, samkvæmt samningnum, stofnaðili að nýju Rannsóknarsetri HR um sjálfbærni (RU Research Center on Sustainability).

6.2.2019 : Hefja viðamikla rannsókn á geðheilsu Íslendinga

Vísindamenn við sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík hófu nýlega viðamikla langtíma rannsókn á geðheilsu karla og kvenna á Íslandi. Það eru dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, dósent og sviðsstjóri sálfræðisviðs HR, dr. Rannveig S. Sigurvinsdóttir, lektor við sálfræðisvið, Þóra Sigfríður Einarsdóttir, doktorsnemi við sviðið, ásamt Söruh E. Ullman, prófessor í afbrotafræði og sálfræði við Háskólann í Illinois, sem standa að rannsókninni. Verndari hennar er Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.

4.2.2019 : 258 brautskráðir frá HR

Hópur útskriftarnema situr á sviðinu í Eldborg

258 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Hörpu á laugardaginn, 2. febrúar. 182 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 72 úr meistaranámi og fjórir úr doktorsnámi.

28.1.2019 : Lögðu til notkun gervigreindar í markaðssetningu á fiski

Hnakkathon2019-1

Úrslit Hnakkaþonsins 2019 voru kynnt í Háskólanum í Reykjavík síðasta laugardag. Hnakkaþon er útflutningskeppni sjávarútvegsins og er haldin árlega í samstarfi Háskólans í Reykjavík og Samtaka fyrirækja í sjávarútvegi. Í ár var það liðið Coot – What a catch! sem sigraði í keppninni.

16.1.2019 : Átta vísindamenn Háskólans í Reykjavík hljóta styrki úr Rannsóknarsjóði

almennt-dæmi á töflu

Á dögunum var tilkynnt um úthlutun Rannís úr Rannsóknasjóði til nýrra rannsókna­verkefna fyrir árið 2019 en á meðal styrkþega eru fjölmargir vísindamenn frá Háskólanum í Reykjavík.

9.1.2019 : Þróa tækni til að rækta brjósk fyrir hnéliði með 5,5 milljón evra styrk

Paolo Gargiulo heldur á þrívíddarprentuðu hjarta

 „Einstaklingsmiðuð læknismeðferð er það sem koma skal,“ segir Dr. Paolo Gargiulo, dósent við tækni- og verkfræðideild og forstöðumaður Taugalífeðlisfræðistofnunar Háskólans í Reykjavík. Hann er verkefnastjóri íslenska hluta rannsóknaverkefnisins RESTORE  sem hlaut nú um áramótin 5,5 milljón evra styrk, jafngildi um 750 milljóna íslenskra króna, úr Horizon 2020-áætlun Evrópusambandsins.