Fréttir eftir árum


Fréttir: 2020

Fyrirsagnalisti

28.2.2020 : Upplýsingalíkön eru framtíðin í mannvirkjagerð

Kennsla mun hefjast á nýrri námsbraut við iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík í haust. Um er að ræða eins árs hagnýtt diplómanám sem ætlað er að veita nemendum hagnýta þekkingu á sviði upplýsingatækni í mannvirkjagerð (BIM – Building Information Modeling).

27.2.2020 : Mæla áhrif æfinga á háls og höfuð íþróttafólks í rauntíma

Kona og karl standa við hátt borð í Sólinni og skrifa undir samning

Með samstarfi íþróttafræðideildar og sprotafyrirtækisins NeckCare verður hægt að gera raun­tíma­mæl­ing­ar á íþrótta­mönn­um við æf­ing­ar og í keppni. Með niðurstöðum slíkra mælinga verður hægt að leggja hlut­lægt mat á áhrif þjálf­un­ar á af­reksíþrótta­fólk og al­menn­ing og um leið bregðast við með inn­gripi fagaðila og/eða þjálf­ara. 

 

26.2.2020 : 57 nemendur HR á forsetalista

Kristófer Ingi Maack, nemandi á forsetalista iðn- og tæknifræðideildar, flutti ávarp fyrir hönd nemenda.

57 nemendur Háskólans í Reykjavík sem sýndu framúrskarandi námsárangri á síðustu önn fengu afhentar viðurkenningar við hátíðlega athöfn í Sólinn í HR í gær, þriðjudaginn 25. febrúar. Nemendurnir eru á svokölluðum forsetalista háskólans og fá skólagjöld annarinnar niðurfelld.

25.2.2020 : Fyrsta bygging Háskólagarða HR senn tilbúin

Stefnt er að því að opna fyrir leigu á nýjum stúdentaíbúðum Háskólans í Reykjavík í byrjun ágúst á þessu ári. Í fyrsta áfanga verða 122 leigueiningar í boði fyrir námsmenn og 3 íbúðir fyrir kennara.

 

21.2.2020 : Auðtré sigraði í Reboot Hack 2020

Hugmyndin Auðtré, sem snýst um að hvetja fólk til að spara fé og um leið leggja sitt af mörkum til umhverfismála með gróðursetningu trjáa, varð hlutskörpust í nýsköpunarkeppninni Reboot Hack sem fram fór í Háskóla Íslands 14.-16. febrúar. 24 teymi unnu að lausnum sínum og kynntu fyrir dómnefnd. 

18.2.2020 : Almar, Númi og Ívar hlutu styrki til náms við iðn- og tæknifræðideild

Wimfr-nysveinar_080220_jsx1335

Iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík veitti þrjá styrki til náms við deildina á árlegri nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur (IMFR) sem haldin var í byrjun febrúar. Nýsveinarnir sem hlutu viðurkenningu iðn- og tæknifræðideildar eru Almar Daði Björnsson, rafeindavirki, Ívar Orri Guðmundsson, sveinn í múriðn og Númi Kárason, sveinn í húsasmíði.

13.2.2020 : Kennsla fellur niður í HR föstudaginn 14. febrúar

Mynd af manni að labba í snjóstormi

Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir morgundaginn, föstudaginn 14. febrúar, auk þess sem Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi. Því hefur verið ákveðið að öll kennsla falli niður á morgun. 

11.2.2020 : Háskólar sameinast gegn sjóveiki

Sjoveiki093_small

Nýr og fullkominn hátæknibúnaður til rannsókna á sjóveiki og annarri hreyfiveiki var tekinn formlega í notkun í dag, þriðjudaginn 11. febrúar, í Háskólanum í Reykjavík. Uppbygging á aðstöðunni er samstarfsverkefni Heilbrigðistækniseturs HR, Lífvísindaseturs Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri. Í aðstöðunni er sýndarveruleiki tengdur við hreyfanlegt undirlag og hægt að líkja eftir aðstæðum á sjó, við akstur, flug og fleira.

3.2.2020 : Hvað eiga veganútgáfan af Omega 3 fitusýrum og hugbúnaður fyrir tónlistarfólk sameiginlegt?

Nyskopunarverdlaun-forseta-Islands-2020-allir

Tvö verkefni sem unnin voru í samstarfi nemenda Háskólans í Reykjavík og ungra íslenskra nýsköpunarfyrirtækja voru tilnefnd til Nýksöpunarverðlauna forseta Íslands árið 2020.

2.2.2020 : 208 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík

208 nemendur brautskráning frá Háskólanum í Reykjavík 2020

208 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Hörpu í gær, laugardaginn, 1. febrúar. 153 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 54 úr meistaranámi og einn úr doktorsnámi.

30.1.2020 : Íslensk þekking nýtt til forvarna í Kanada

Unglingsstrákur stendur úti á götu

Rannsóknir og greining hefur starfrækt rannsóknamiðstöð við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík frá árinu 2005 og þróað aðferðafræði sem hefur verið notuð til að draga úr vímuefnaneyslu ungmenna víða um heim á undanförnum árum.

27.1.2020 : Vilja koma íslenskum þorski á innkaupalista Bandaríkjamanna

Anton Björn Sigmarsson, Brynja Dagmar Jakobsdóttir, Kristín Sóley K. Ingvarsdóttir, Zoë Vala Sands nemendur úr verkfræðideild og MPM námi Háskólans í Reykjavík

Sigurvegarar í Vitanum – hugmyndasamkeppni sjávarútvegsins komu úr verkfræðideild og MPM námi Háskólans í Reykjavík

20.1.2020 : Hugmyndasamkeppni sjávarútvegsins fær nýtt nafn

Vitinn - Hugmyndasamkeppni fyrir háskólanemendur HR

Hugmyndasamkeppni Háskólans í Reykjavík og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, verður haldin helgina 23. - 25. janúar næstkomandi. Keppnin fer fram undir nýju nafni þetta árið og heitir nú Vitinn.

13.1.2020 : Yfirbyggð stoppistöð Borgarlínu ráðgerð í HR

Mynd sem sýnir leið Borgarlínu um HR

Drög að samningi HR og borgarinnar um Borgarlínu og yfirbyggða stoppistöð í Háskólanum í Reykjavík voru samþykkt í borgarráði síðastliðinn fimmtudag. Á næstunni hefst einnig hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvoginn. Hvorutveggja er liður í fyrsta áfanga uppbyggingar vegna Borgarlínu milli Hamraborgar og Hlemms.

3.1.2020 : Notar tauganet til að bæta myndgreiningu í fiskiðnaði

Maður stendur í vélasal

Elías Ingi Elíasson útskrifaðist síðastliðið vor frá Háskólanum í Reykjavík úr hugbúnaðarverkfræði. Hann vann lokaverkefnið sitt í samstarfi við Marel og hefur í framhaldi af því nú verið ráðinn til starfa í einn af hugbúnaðarhópum fyrirtækisins. Við kíktum í heimsókn til Elíasar þar sem hann útskýrði starfsemina fyrir okkur.