Fréttir eftir árum


Fréttir: 2020

Fyrirsagnalisti

21.12.2020 : Yfir 300.000 íslenskum raddsýnum verið safnað á vefsíðunni samromur.is

Samromur

Söfnun á raddsýnum af íslensku sem verða notuð til að kenna tækjum að tala og skilja íslensku, hefur gengið afar vel og hafa nú um 12.000 einstaklingar lesið rúmlega 309 þúsund setningar. Almannarómur og Háskólinn í Reykjavík standa að söfnuninni í gegnum vefsíðuna samromur.is.

18.12.2020 : Þróun á nýrri aðferðafræði í íþróttum fær stóran styrk

Sýnum karakter veggspjald

Íþróttahreyfingin, Háskólinn í Reykjavík og breskur háskóli munu í tvö og hálft ár rannsaka fimm þætti í sálrænni og félagslegri færni barna og unglinga í íþróttum.

17.12.2020 : Opnunartímar HR yfir hátíðarnar

Að venju verður húsnæði HR lokað um jólin og áramótin eins og hér segir:

Frá kl. 16:00 á Þorláksmessu, 23.desember, til kl. 10:00 sunnudaginn 27. desember.
Frá kl. 16:00, 30. desember, til kl. 10:00, laugardaginn 2. janúar

Annars verður húsnæði HR opið frá kl. 8-22 frá 19. desember til og með 3. janúar. Frá kl. 17 þarf að nota kort og pin númer.

16.12.2020 : Dómar viðskiptavina mikilvægir en innkaupakörfurnar á undanhaldi

Verslun_shutterstock_290122892

Valdimar Sigurðsson, prófessor við viðskiptadeild HR, hefur um árabil stundað rannsóknir á kauphegðun út frá ýmsum mælikvörðum. Meðal þess sem nýjustu rannsóknir hans leiða í ljós er að helmingur viðskiptavina stórmarkaða notar hvorki kerrur né körfur og hægt væri að auka fiskneyslu verulega með því að sýna umsagnir, dóma og hegðun ánægðra neytenda. Niðurstöður rannsóknanna hafa birst í Journal of Business Research nýlega. 

6.12.2020 : Starfsmenn HR hljóta verðlaun fyrir rannsóknir, kennslu og þjónustu

Jack-James

Verðlaun Háskólans í Reykjavík voru afhent í gær, laugardag. Þau eru veitt árlega, starfsmönnum háskólans sem þykja hafa skarað fram úr í rannsóknum, kennslu og þjónustu. Verðlaunin í ár hlutu Dr. Jack James, prófessor við sálfræðideild; Steinunn Gróa Sigurðardóttir, háskólakennari við tölvunarfræðideild og Stefanía Guðný Rafnsdóttir, starfsmaður fjármála.

30.11.2020 : Hvað viltu vita um fjárfestingar?

Alþjóða- og evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík (AES)

Nasdaq og Háskólinn í Reykjavík, í samstarfi við Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankann, héldu þann 19. nóvember gagnvirkan fræðslufjarfund um fjárfestingar í hlutabréfum þar sem gestir voru fundarstjórar 

30.11.2020 : Hjólaskýli við HR tekið í notkun

hljólaskýli

Nú hefur hjólaskýlið við aðalinngang HR verið tekið í notkun. Pláss er fyrir 80 hjól í skýlinu sem er aðgangsstýrt og einnig eru öryggismyndavélar sem tryggja en frekar öryggi hjólanna. 

26.11.2020 : Arion banki fjárhagslegur bakhjarl forsetalista HR

Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka og Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, við undirritun samstarfssamnings vegna Forsetalista HR.

Forsetalisti Háskólans í Reykjavík verður kostaður af Arion banka næstu þrjú árin samkvæmt samstarfssamningi sem Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, og Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, undirrituðu í HR í dag. Á forsetalista HR komast þeir nemendur sem ná bestum námsárangri á hverri önn.

23.11.2020 : Háskólagarðar HR teknir í notkun

Fyrsti áfangi nýrra Háskólagarða HR hefur verið tekinn í notkun. Fyrstu íbúarnir fluttu inn í ágúst síðastliðnum. Í þessum fyrsta áfanga eru alls 122 leigueiningar, fullbúin einstaklingsherbergi, einstaklingsíbúðir, paraíbúðir og fjölskylduíbúðir.

19.11.2020 : Einföld leið til að auka hæfni og þekkingu

Opni háskólinn í Háskólanum í Reykjavík vinnur nú að stafrænu þróunarverkefni

Opni háskólinn í Háskólanum í Reykjavík vinnur nú að stafrænu þróunarverkefni með það að markmiði að starfsfólk fyrirtækja geti sótt sér fræðslu og aukið hæfni sína á einfaldan hátt.

11.11.2020 : Nám við iðn- og tæknifræðideild mun vinsælla en áður

Maður gengur framhjá skápum á gangi í HR

„Við erum ekki að leggja áherslu á að allir þurfi að mennta sig meira, heldur að leiðin sé alltaf opin,“ sagði Lilja Björk Hauksdóttir, verkefnastjóri verkefnisins Háskólamenntun eftir iðnnám innan iðn- og tæknifræðideildar Háskólans í Reykjavík í hádegisfyrirlestri í dag. Þar sagði Lilja frá framgangi þessa samstarfsverkefnis og þróun náms við deildina. 

6.11.2020 : Nemendur með bestan námsárangur fá niðurfelld skólagjöld annarinnar

Nýsköpun og stofnun fyrirtækja

Nemendur við Háskólann í Reykjavík sem náðu bestum námsárangri á vorönn á þessu ári fá skólagjöld haustannarinnar niðurfelld í viðurkenningarskyni. 

3.11.2020 : Fjölgun prófatímabila

Kona sést ganga upp tröppurnar í Sólinni

Í ljósi þess mikla álags sem skapast hefur vegna áhrifa Covid á skólastarf og daglegt líf, hefur verið ákveðið að létta undir með nemendum með auknu svigrúmi í prófatöku fyrir haustönn 2020. 

2.11.2020 : Telja áhrifin á námið meiri og langvinnari en áður

Síðan í upphafi Covid faraldursins hefur Háskólinn í Reykjavík reglulega gert kannanir meðal nemenda til að fylgjast með líðan þeirra, hvernig heimanám gangi og fleiri atriðum. Niðurstöður slíkra kannana hafa meðal annars verið nýttar við skipulagningu á viðbrögðum háskólans við faraldrinum og því álagi sem hann hefur skapað nemendum.

28.10.2020 : Ísland verður miðstöð alþjóðlegra svefnrannsókna

Erna Sif Arnardóttir

Svefnbyltingin – þverfaglegt og alþjóðlegt rannsókna- og þróunarverkefni, sem leitt er af Ernu Sif Arnardóttur, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur fengið vilyrði fyrir tveggja og hálfs milljarða króna (15 milljón evra) styrk til fjögurra ára úr Horizon 2020 rammaáætlun ESB fyrir rannsóknir og nýsköpun. Að rannsóknunum koma vísindamenn við verkfræði-, tölvunarfræði-, sálfræði- og íþróttafræðideildir Háskólans í Reykjavík, íslensk fyrirtæki, hátt í 40 samstarfsaðilar í evrópskum háskólum, heilbrigðisstofnunum og fyrirtækjum ásamt áströlskum háskóla. 

26.10.2020 : Hringdu í alla nemendurna

Anna Sigríður Bragadóttir

Anna S. Bragadóttir tók við starfi forstöðumanns frumgreinadeildar Háskólans í Reykjavík við byrjun haustannar. Innan frumgreinadeildar er kenndur Háskólagrunnur HR sem er undirbúningsnám fyrir háskólanám. Hún segir nemendur bera sig vel á undarlegum tímum kófsins en hún hringdi í nokkra tugi þeirra fyrir stuttu – bara til að heyra í þeim hljóðið.

12.10.2020 : Framkvæmd EES-samningsins á Íslandi og stjórnskipuleg álitamál

prófessor heldur á bók

Bókin Framkvæmd EES-samningsins á Íslandi og stjórnskipuleg álitamál er nú komin út. Höfundur bókarinnar er dr. Margrét Einarsdóttir, prófessor við lagadeild, en bókin byggir að stórum hluta á doktorsritgerð hennar. 

 

 

8.10.2020 : Tveggja metra reglan tekin upp að nýju

Mynd af sprittstandi og leiðbeiningum í HR vegna Kovit 19

Vegna fjölda Covid smita í samfélaginu hafa yfirvöld gripið til hertra sóttvarna, sem meðal annars leiða til frekari takmörkunar á skólastarfi. 

28.9.2020 : Leggur til að lög séu samin á grunni tölulegra gagna um vilja fólks

Haukur Logi Karlsson nýdoktor við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

Út er komin bókin „Conceptualising Procedural Fairness in EU Competition Law“ eftir Hauk Loga Karlsson, nýdoktor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Titill bókarinnar gæti útlagst á íslensku sem „Greining hugmyndarinnar um sanngjarna málsmeðferð í evrópskum samkeppnisrétti“. Í bókinni fjallar höfundur um ólíkar hugmyndir um hvað felist í sanngjarni meðferð samkeppnismála hjá dómstólum Evrópusambandsins.Þar takast á sjónarmið þeirra sem telja núverandi kerfi fullnægjandi og þeirra sem finnst að meiri þurfa að gera til að tryggja sanngjarna málsmeðferð. Á grundvelli umfjöllunar um samkeppnisrétt leggur Haukur til nýstárlegar aðferðir við lagasetningu þar sem skoðanir og viðhorfs fólks væru metin með tölulegum gögnum.

23.9.2020 : Hannes Högni Vilhjálmsson prófessor við tölvunarfræðideild

Hannes Högni Vilhjálmsson prófessor við tölvunarfræðideild

Dr. Hannes Högni Vilhjálmsson hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík eftir mat alþjóðlegrar hæfisnefndar. Hannes Högni er virtur fræðimaður á sínu sviði og rannsóknir hans og ritstörf hafa vakið mikla athygli á alþjóðlegum vettvangi. Hann sinnir fjölbreyttri kennslu við tölvunarfræðideild og hefur meðal annars þróað ný námskeið á sviði leikjavélagerðar, máltækni og sýndarumhverfis.

17.9.2020 : Smit staðfest innan nemendahóps

Mynd af sprittstandi og leiðbeiningum í HR vegna Kovit 19

Staðfest hefur verið að Covid-smit hafi greinst í vikunni meðal nemenda Háskólans í Reykjavík. Ekki virðist vera um útbreitt smit að ræða því allir þeir nemendur sem hafa fengið staðfest smit, utan einn, tengjast og eru innan sama nemendahóps.

17.9.2020 : Árangur íslenska módelsins kannaður í Litháen

Frá því að þrjár stærstu borgir í Litháen tóku upp hið svokallaða íslenska módel árið 2006 hefur neysla ungmenna þar í 10. bekk á nikótíni, áfengi, kannabis og amfetamíni minnkað línulega. Á sama tímabili hafa mælingar á lykil forvarnarþáttum breyst til batnaðar þar sem ugmennin eru til dæmis líklegri nú en áður til að stunda íþróttir og segja foreldra sína vita frekar hvar og með hverjum þau eru á kvöldin.

 

14.9.2020 : „Námsframboðið þarf að vera í sífelldri þróun“

Vinnuumhverfi okkar og viðfangsefni starfanna er síbreytilegt enda á sér stað stafræn bylting vinnumarkaðarins, oft nefnd fjórða iðnbyltingin. Hvað mun breytast? Hvað verður alfarið stafrænt? Hverju verður gert hærra undir höfði? Hversu ofarlega á baugi verða umhverfismál? Ásdís Erla Jónsdóttir er forstöðumaður Opna háskólans í HR. Hún rýnir í framtíð starfa á hverjum degi og fylgist vel með enda er það hlutverk skólans, í samvinnu við akademískar deildir HR og atvinnulíf­ ið, að gera starfsfólk fyrirtækja og stofnana tilbúið að laga sína starf­ semi að þróuninni og um leið að auka samkeppnishæfni landsins.

2.9.2020 : HR efstur íslenskra háskóla á lista Times Higher Education

Meðal 350 bestu háskóla í heiminum og efstur á lista yfir áhrif rannsókna í fræðasamfélaginu

Á nýútkomnum lista Times Higher Education (THE) yfir bestu háskóla heims, sem birtur var í dag, er Háskólinn í Reykjavík í sæti 301-350 og efstur íslenskra háskóla. Enn fremur er HR áfram í efsta sæti listans á mælikvarða sem metur áhrif rannsókna í fræðasamfélaginu. Áhrifin eru metin út frá fjölda tilvitnana í vísindagreinar, það er, hversu oft aðrir vísindamenn vitna í niðurstöður fræðimanna háskólans í ritrýndum vísindagreinum.

1.9.2020 : Sveinn Viðar Guðmundsson nýr forseti viðskiptadeildar

Sveinn hefur frá árinu 2000 starfað við hinn virta Toulouse Business School (TBS) í Frakklandi, fyrst sem dósent og síðar sem prófessor í stefnumótun og forstöðumaður rannsóknamiðstöðvar fyrir hagrannsóknir og stjórnun í flug- og geimgeiranum. Þar stýrði hann einnig námi í stefnumótun, samstarfi fyrirtækja og stefnumótandi framsýni innan MBA-námsbrautarinnar.

28.8.2020 : HR hlýtur gullmerki jafnlaunaúttektar PwC

Í launagreiningu í Háskólanum í Reykjavík í vor kom fram að að launamunur kynjanna mælist vart. Grunnlaun karla reyndust 1,09% hærri en grunnlaun kvenna og munur á heildarlaunum var 1,59%, körlum í hag. Í óháðri úttekt PwC voru karlar með 0,74% hærri grunnlaun en konur og munur á heildarlaunum mældist 0,7% körlum í vil. Þessi munur er ekki marktækur.

27.8.2020 : Átakinu „Íslenska er allskonar“ hrundið af stað

Í gær, miðvikudag, hófst átak á vegum Háskólans í Reykjavík og Almannaróms þar sem einstaklingar sem hafa íslensku sem annað mál eru hvattir til að lesa setningar inn í gagnasafnið samrómur.is, sem notað verður til að þróa máltækni sem kennir tölvum og tækjum að skilja íslensku.

16.8.2020 : Kort og yfirlit vegna sóttvarnarhólfa

Byggingu HR hefur verið skipt niður í yfir 30 afmörkuð sóttvarnarhólf sem hvert er með sér inngang. Merkingar eru við alla innganga sem sýna fyrir hvaða skólastofur þeir eru ætlaðir. Allar skólastofur á fyrstu hæðinni sem eru með neyðarútganga út úr húsinu eru sjálfstæð sóttvarnarhólf og er gengið inn og út um neyðarútganga. Fyrir aðrar stofur þarf að nota aðra innganga, neyðarinnganga eða almenna innganga í samræmi við merkingar. 

13.8.2020 : Aldrei fleiri nýnemar hafið nám

Í haust hefja um 1700 nýnemar nám við Háskólann í Reykjavík, í grunnnámi, meistaranámi og doktorsnámi. Nemendum í HR hefur farið fjölgandi ár frá ári en aldrei hafa fleiri nýnemar hafið nám í háskólanum og eru þeir tæplega 20% fleiri en í fyrra.

13.8.2020 : Skipulag kennslu í haust

Nemendur standa við tússtöflu

Það er skýr stefna HR að áhrif yfirstandandi Covid faraldurs verði sem allra minnst á nám og kennslu og að nemendur geti notið þjónustu í HR á sem eðlilegastan hátt. Háskólinn mun þó fara í einu og öllu eftir fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda um sóttvarnir.

31.7.2020 : Um nýjar takmarkanir á samkomum og upphaf skólaársins

Mynd af sprittstandi og leiðbeiningum í HR vegna Kovit 19

Samkvæmt nýjum takmörkunum á samkomum sem gilda til 13. ágúst: https://www.covid.is/flokkar/gildandi-takmarkanir-i-samkomubanni hefur tveggja metra reglan aftur tekið gildi og samkomur mega ekki vera stærri en 100 manns.

31.7.2020 : Langar þig að taka þátt í nýrri rannsókn á hreyfiveiki í Hreyfivísindasetri HR?

Sjoveiki093_small

Langar þig að taka þátt í nýrri rannsókn á hreyfiveiki í Hreyfivísindasetri HR? Rannsóknin fer fram í gegnum sýndarveruleika á palli sem hreyfist og líkir eftir öldum sem þátttakendur sjá í sýndarveruleikagleraugum.

24.6.2020 : HR einn af 60 bestu ungu háskólum heims

THE Young University Rankings 2020

Háskólinn í Reykjavík (HR) er í 59. sæti á nýjum lista Times Higher Education yfir 100 bestu ungu háskóla í heimi (Young Universities Ranking). Á listanum eru háskólar 50 ára og yngri en HR á sér aðeins um rúmra 20 ára sögu. 

23.6.2020 : Tuttugu og fimm hljóta raungreinaverðlaun HR

nemandi tekur við verðlaunum á frumgreinaútskrift

Háskólinn í Reykjavík verðlaunar nýstúdenta fyrir árangur í raungreinum á stúdentsprófi.

20.6.2020 : 600 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík

Útskriftarnemendur að taka á móti brottfararskírteini

Háskólinn í Reykjavík brautskráði 600 nemendur við hátíðlegar athafnir í Hörpu í dag laugardaginn 20. júní. Vegna takmarkana á hópastærðum vegna COVID-19 var brautskráningunni skipt í tvær athafnir og voru nemendur tæknisviðs útskrifaðir fyrir hádegi og nemendur samfélagssviðs eftir hádegi. 437 nemendur brautskráðust úr grunnnámi, 160 úr meistaranámi og þrír úr doktorsnámi. Í útskriftarhópnum voru 269 konur og 331 karl.

18.6.2020 : Umsóknum fjölgar um nám við Háskólann í Reykjavík

Mynd af nemendum á gangi um HR

Alls hafa Háskólanum í Reykjavík borist tæplega 3.900 umsóknir um skólavist fyrir næsta skólaár. Það er um 13% fjölgun frá síðasta ári og aldrei hafa fleiri sótt um nám við háskólann. Síðustu ár hafa um 1500 nemendur hafið nám að hausti, en gert er ráð fyrir að þeir verði mun fleiri í ár. Enn er opið fyrir umsóknir um undirbúning fyrir háskólanám í Háskólagrunni HR.

15.6.2020 : 42 nemendur ljúka undirbúningsnámi fyrir háskóla í Háskólagrunni HR

Háskólinn í Reykjavík brautskráði á föstudaginn, 12. júní, 42 nemendur sem hafa lokið Háskólagrunni HR frá frumgreinadeild háskólans. Þrettán nemendur brautskráðust af tækni- og verkfræðigrunni deildarinnar, 21 af laga- og viðskiptagrunni og átta af tölvunarfræðigrunni. Til viðbótar hafa 23 nemendur lokið viðbótarnámi við stúdentspróf við deildina. 

2.6.2020 : Opið fyrir umsóknir í Háskólagarða HR

Frá og með deginum í dag. 29. maí, er hægt að sækja um íbúðir og herbergi í nýjum Háskólagörðum Háskólans í Reykjavík. Háskólagarðarnir standa við Nauthólsveg, við rætur Öskjuhlíðar, og er um að ræða fyrsta áfanga þeirra.

29.5.2020 : Fjölbreytt úrval sumarnámskeiða

Hefur þig alltaf langað að prófa forritun? Langar þig að læra grunnatriði í mannauðsstjórnun? Viltu auka færnina í Revit? Háskólinn í Reykjavík hefur skipulagt sumardagskrá með námskeiðum fyrir háskólanema og almenning. Í sumarnámskeiðunum, sem flest hefjast í júní, geta háskólanemar lokið námskeiðum til eininga og nemendur HR hlotið margvíslegan undirbúning fyrir námið í haust. 

26.5.2020 : 150 ný sumarstörf sem tengjast rannsóknum, nýsköpun og þekkingariðnaði

Meistaranam-tolvunarfraedi2

Frá og með deginum í dag, 26. maí, er opið fyrir umsóknir um ný sumarstörf hjá Háskólanum í Reykjavík. Hægt er að senda inn starfsumsóknir til og með 5. júní nk. Flest störf hefjast 10. júní og er starfstímabilið tveir mánuðir. Störfin eru fyrir alla þá sem eru 18 og eldri.

25.5.2020 : Umsóknum um meistaranám fjölgar í öllum deildum

Nemendur í meistaranámi útskýra verkefni á töflu

Metfjöldi umsókna um meistaranám barst Háskólanum í Reykjavík í vor. Vegna COVID-19 var umsóknarfrestur framlengdur og rann út í flestum deildum á miðvikudaginn var, 20. maí.

 

22.5.2020 : 50 grunnskólar um allt land tóku þátt í Stelpur og tækni í ár

Stelpur og tækni dagurinn var haldinn í grunnskólum út um allt land síðasta miðvikudag. Í ár tóku stelpur úr um 50 skólum þátt og sökum sérstakra aðstæðna var dagskráinni streymt á netinu. 

20.5.2020 : Sigruðu í lestrarkeppni Almannaróms og Mál- og raddtæknistofu HR

Hraunvallaskóli bar sigur úr býtum og Salaskóli varð í öðru sæti í flokki skóla með yfir 450 nemendur í Lestrarkeppni grunnskólanna sem Almannarómur og Mál- og raddtæknistofa Háskólans í Reykjavík stóðu fyrir nýverið. Í flokki skóla með færri en 450 nemendur varð Smáraskóli í fyrsta sæti og Grunnskólinn á Þórshöfn í öðru sæti.

19.5.2020 : Framkvæmdir við HR ganga vel

Háskólagarðar HR eru að rísa við HR.

Framkvæmdir Jáverks við Háskólagarða fyrir nemendur HR ganga vel og samkvæmt áætlunum. Opnað verður fyrir umsóknir fyrir lok mánaðarins og þeir verða formlega opnaðir í haust.

18.5.2020 : Háskólinn í Reykjavík býður landsmönnum að læra nýsköpun á netinu

Háskólinn í Reykjavík býður landsmönnum að læra nýsköpun á netinu

Allt námsefni í námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja er komið út á vef Háskólans í Reykjavík, hr.is. Þar með geta allir landsmenn færst skrefi nær því að vera frumkvöðlar.

14.5.2020 : „Planið var óbreytt en svo sá maður það að myndi ekki standast“

Maður situr við skrifborð

Guðmundur Hafsteinsson, frumkvöðull og stjórnandi, kennir námskeiðið Nýsköpun og stofnun fyrirtækja í ár ásamt Hrefnu Briem, forstöðumanni grunnnáms við viðskiptadeild. Þar þróa nemendur á fyrsta ári eigin nýsköpunarhugmynd ásamt því að gera markaðsáætlun og frumgerð. Námskeiðið er eitt af svokölluðum þriggja vikna námskeiðum sem nemendur ljúka síðast á námsárinu.

 

6.5.2020 : Háskólinn í Reykjavík og Reykjavíkurborg skrifa undir samning um Borgarlínu

Rektor HR og borgarstjóri standa hlið við hlið fyrir framan HR

Starfsfólk og nemendur Háskólans í Reykjavík munu geta farið í og úr Borgarlínu i yfirbyggðri stoppistöð í HR þegar fyrsti áfangi hennar verður að veruleika árið 2023. 

5.5.2020 : Ný stjórn SFHR tekin við

Hópur nemenda stendur við handrið í Sólinni

Arna Rut Arnarsdóttir var nýlega kjörin í embætti formanns Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík (SFHR). Ný stjórn tók formlega við á aðalfundi félagsins í dag, 5. maí.

4.5.2020 : Slakað á samkomubanni stjórnvalda og lokun háskóla

Kona sést ganga upp tröppurnar í Sólinni

Í dag, mánudaginn 4. maí, var slakað á samkomubanni stjórnvalda og lokun háskóla. Það er mikið ánægjuefni að þessi árangur hafi náðst og tilhlökkunarefni að koma starfi háskólans smám saman í eðlilegra horf.

1.5.2020 : Boðið upp á diplómanám í rekstrarfræði við iðn- og tæknifræðideild HR

Háskólinn í Reykjavík mun bjóða upp á nýjar námsbrautir og fleiri tækifæri fyrir umsækjendur í iðn- og tæknifræðideild í haust. 

23.4.2020 : Grunnskólanemar keppa í lestri til að kenna tækjum íslensku

Screenshot-2020-04-23-at-13.27.38

Framtíð íslenskrar tungu stendur og fellur með því að börn og unglingar noti tungumálið. Til að svo verði áfram þarf að tryggja að tæknin skilji raddir barna og unglinga, sem nú tala við flest sín tæki á ensku. Því hefur Lestrarkeppni grunnskólanna nú verið hleypt af stokkunum á samromur.is þar sem keppt er um fjölda setninga sem nemendur lesa inni á síðunni.

22.4.2020 : Paolo Gargiulo verður prófessor við verkfræðideild HR

Paolo Gargiulo heldur á þrívíddarprentuðu hjarta

Dr. Paolo Gargiulo hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík eftir mat alþjóðlegrar hæfisnefndar. Paolo hefur verið afar virkur fræðimaður undanfarin ár á sviði heilbrigðisverkfræði; meðal annars við að notkun þrívíddarlíkana í klínískum aðgerðum. Framlag hans til nýrrar tækni í aðgerðum við Landspítalann hefur vakið athygli víða um heim.

21.4.2020 : 92% nemenda HR ánægð með viðbrögð háskólans við COVID-19

Mynd af nemendum á gangi um HR

Í niðurstöðum nýrrar könnunar meðal nemenda Háskólans í Reykjavík kemur meðal annars fram að 92% nemenda eru mjög eða frekar ánægðir með viðbrögð háskólans við COVID-19.

17.4.2020 : Vegna afléttingar takmarkana 4. maí

Kona sést ganga upp tröppurnar í Sólinni

Í minnisblaði sóttvarnarlæknis til heilbrigðisráðherra um afléttingu takmarkana á samkomum vegna COVID-19 kemur fram að háskólar megi að hluta til opna húsnæði sitt 4. maí næstkomandi, en með takmörkunum. 

14.4.2020 : Skoða hlutverk samfélagsmiðla í upplýsingagjöf varðandi COVID-19

Mynd úr Jörðinni í HR

HR, ásamt tólf öðrum háskólum, tekur þátt í viðamikilli, alþjóðlegri rannsókn sem snýr að viðhorfum og hegðun fólks í garð COVID-19 og hvernig samfélagsmiðlar eru notaðir til að nálgast upplýsingar um vírusinn.

3.4.2020 : HR framlengir umsóknarfresti um nám

Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfresti um nám við Háskólann í Reykjavík fyrir haustönn 2020. Nýr umsóknarfrestur fyrir grunnnám er 15. júní, í stað 5. júní og nýr umsóknarfrestur fyrir framhaldsnám er 20. maí, í stað 30. apríl.

1.4.2020 : Kennsla á netinu gengur vel en nemendum gengur misjafnlega að læra heima

Nemandi að skrifa niður glósur í tíma á netinu í HR

Nemendur Háskólans í Reykjavík eru almennt á því að vel hafi tekist til við að færa kennslu á netið í kjölfar lokunar háskólans vegna COVID-19 og starfsmönnum HR hefur gengið vel að vinna heiman að frá sér. 

1.4.2020 : Magnús Már einn af heiðursmeðlimum Evrópusamtaka um fræðilega tölvunarfræði

Magnús Már Halldórsson

Dr. Magnús M. Halldórsson, tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík, hefur verið valinn heiðursmeðlimur Evrópusamtaka um fræðilega tölvunarfræði (EATCS Fellows), einn af þremur sem voru valdir árið 2020.

 

27.3.2020 : Kynningarfundir um meistaranám gengu vel á netinu

Meistaranema í HR

Kynningar á meistaranámi við HR fóru fram í vikunni gegnum netið.  

24.3.2020 : Framhaldsskólanemar háðu keppni í forritun að heiman

Tölva og aukaskjár

Hátt í 100 keppendur í 36 liðum tóku þátt í Forritunarkeppni framhaldsskólanna sem var haldin í tuttugasta skiptið núna um helgina. Keppnin var háð á netinu sökum óviðráðanlegra ástæðna, eins og gefur að skilja. Keppnin tókst afar vel þrátt fyrir öðruvísi fyrirkomulag og að sögn þeirra sem skipulögðu keppnina voru allir keppendur tilbúnir til að láta þetta ganga upp. 

23.3.2020 : Val um „staðið/fallið“ í stað einkunna í námskeiðum á vorönn 2020

Til að koma til móts við flóknar og erfiðar aðstæður nemenda vegna COVID-19 faraldursins hefur Háskólinn í Reykjavík ákveðið að að nemendum standi til boða að velja „staðið/fallið” í stað einkunna í námskeiðum á vorönn 2020.

19.3.2020 : Heillaráð á óvissutímum frá námsráðgjöf HR

Á svona fordæmalausum tímum, þar sem Corona veiran breiðir sig yfir alheiminn, er mikilvægt fyrir okkur að hlúa að andlegu hliðinni. Dr. Alice Boyes gefur nokkur góð ráð út frá bók sinni The Healthy Mind Toolkit sem er fáanleg á Amazon á Kindleformi. Hér fyrir neðan eru heillaráð á óvissutímum.

17.3.2020 : Lokun HR vegna Covid: Hvert leita ég?

Þar sem Háskólinn í Reykjavík er lokaður vegna Covid faraldursins og kennsla öll á rafrænu formi er gott að minna á að nemendur njóta þjónustu starfsfólks HR jafnt nú sem fyrr. 

14.3.2020 : „Þarna vorum við frá HR að keppa við stærstu skóla í heimi“

Lið Háskólans í Reykjavík stóð sig með miklum ágætum í harðri alþjóðlegri fjárfestingakeppni, Rotman International Trading Competition, sem var haldin nýlega í Toronto, Kanada. Í einni þrautinni af sex sigraði lið HR en það eitt og sér verður að teljast frábær árangur, enda taka allir helstu viðskiptaháskólar heims þátt. 

13.3.2020 : Öll kennsla HR færð á stafrænt form vegna samkomubanns

Sólin í Háskólanum í Reykjavík

Vegna samkomubanns, sem ríkisstjórn Íslands greindi frá í dag, sem lið í aðgerðum til að stemma stigu við COVID-19 faraldrinum, mun öll kennsla við Háskólann í Reykjavík færast á stafrænt form frá og með miðnætti, aðfaranótt mánudagsins 16. mars. Það er skýrt markmið háskólans að tryggja að ekki verði töf á framvindu náms, að námskeið annarinnar klárist á réttum tíma og að nemendur útskrifist á réttum tíma í júní.

12.3.2020 : Blandað lið MH, MR og MS vann Stjórnunarkeppni framhaldsskólanna

_00A9641

Í Stjórnunarkeppni framhaldsskólanna keppa þriggja til fjögurra manna lið í að stýra fyrirtæki í ákveðinn tíma með sem bestum árangri. Mikilvægur hluti af starfi stjórnenda er að taka ákvarðanir, bæði um atriði í starfsemi frá degi til dags og stærri ákvarðanir sem hafa áhrif á starfsemina, og samfélagið allt, til frambúðar.

 

6.3.2020 : Upplýsingar vegna COVID-19

Mynd af sprittstandi og leiðbeiningum í HR vegna Kovit 19

Í viðbragðsáætlun Háskólans Í Reykjavík vegna COVID-19, sem er í stöðugri endurskoðun, er meðal annars fjallað um viðbrögð sem tengjast námi og kennslu, ferðalögum, samskiptum, viðburðum og fleiru. Stjórnendur háskólans eiga reglulega fundi vegna faraldursins þar sem farið er yfir stöðuna og farið yfir áætlanir.

5.3.2020 : Hvað þarf marga lítra af vatni til að framleiða einn bolla af kaffi?

Sjalfbaerni

Hvernig geta efnahagskerfi heimsins mætt sjálfbærri þróun og hvernig drífa stöðug skilaboð um aukna neyslu áfram hagkerfin? Er neysla fólks í samræmi við burðargetu jarðar og hvaða áhrif hafa atriði eins og lífstíll og tíska á þetta jafnvægi? 

3.3.2020 : Skoða áhrif tækni og þekkingar á vinnumarkað Rúmeníu

Hópur fólks stendur saman upp við töflu

Hvernig hafa tækni, þekking og breytingar á mörkuðum áhrif á vinnumarkaðinn í Rúmeníu næstu 10 árin? Háskólinn í Reykjavík tekur þátt í tveggja ára verkefni með starfsmönnum frá rúmensku háskólunum National University of Political Studies and Public Administration og National Scientific Research Institute for Labour and Social Protection.

28.2.2020 : Upplýsingalíkön eru framtíðin í mannvirkjagerð

Kennsla mun hefjast á nýrri námsbraut við iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík í haust. Um er að ræða eins árs hagnýtt diplómanám sem ætlað er að veita nemendum hagnýta þekkingu á sviði upplýsingatækni í mannvirkjagerð (BIM – Building Information Modeling).

27.2.2020 : Mæla áhrif æfinga á háls og höfuð íþróttafólks í rauntíma

Kona og karl standa við hátt borð í Sólinni og skrifa undir samning

Með samstarfi íþróttafræðideildar og sprotafyrirtækisins NeckCare verður hægt að gera raun­tíma­mæl­ing­ar á íþrótta­mönn­um við æf­ing­ar og í keppni. Með niðurstöðum slíkra mælinga verður hægt að leggja hlut­lægt mat á áhrif þjálf­un­ar á af­reksíþrótta­fólk og al­menn­ing og um leið bregðast við með inn­gripi fagaðila og/eða þjálf­ara. 

 

26.2.2020 : 57 nemendur HR á forsetalista

Kristófer Ingi Maack, nemandi á forsetalista iðn- og tæknifræðideildar, flutti ávarp fyrir hönd nemenda.

57 nemendur Háskólans í Reykjavík sem sýndu framúrskarandi námsárangri á síðustu önn fengu afhentar viðurkenningar við hátíðlega athöfn í Sólinn í HR í gær, þriðjudaginn 25. febrúar. Nemendurnir eru á svokölluðum forsetalista háskólans og fá skólagjöld annarinnar niðurfelld.

25.2.2020 : Fyrsta bygging Háskólagarða HR senn tilbúin

Stefnt er að því að opna fyrir leigu á nýjum stúdentaíbúðum Háskólans í Reykjavík í byrjun ágúst á þessu ári. Í fyrsta áfanga verða 122 leigueiningar í boði fyrir námsmenn og 3 íbúðir fyrir kennara.

 

21.2.2020 : Auðtré sigraði í Reboot Hack 2020

Hugmyndin Auðtré, sem snýst um að hvetja fólk til að spara fé og um leið leggja sitt af mörkum til umhverfismála með gróðursetningu trjáa, varð hlutskörpust í nýsköpunarkeppninni Reboot Hack sem fram fór í Háskóla Íslands 14.-16. febrúar. 24 teymi unnu að lausnum sínum og kynntu fyrir dómnefnd. 

18.2.2020 : Almar, Númi og Ívar hlutu styrki til náms við iðn- og tæknifræðideild

Wimfr-nysveinar_080220_jsx1335

Iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík veitti þrjá styrki til náms við deildina á árlegri nýsveinahátíð Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur (IMFR) sem haldin var í byrjun febrúar. Nýsveinarnir sem hlutu viðurkenningu iðn- og tæknifræðideildar eru Almar Daði Björnsson, rafeindavirki, Ívar Orri Guðmundsson, sveinn í múriðn og Númi Kárason, sveinn í húsasmíði.

13.2.2020 : Kennsla fellur niður í HR föstudaginn 14. febrúar

Mynd af manni að labba í snjóstormi

Veðurstofa Íslands hefur gefið út rauða veðurviðvörun fyrir morgundaginn, föstudaginn 14. febrúar, auk þess sem Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi. Því hefur verið ákveðið að öll kennsla falli niður á morgun. 

11.2.2020 : Háskólar sameinast gegn sjóveiki

Sjoveiki093_small

Nýr og fullkominn hátæknibúnaður til rannsókna á sjóveiki og annarri hreyfiveiki var tekinn formlega í notkun í dag, þriðjudaginn 11. febrúar, í Háskólanum í Reykjavík. Uppbygging á aðstöðunni er samstarfsverkefni Heilbrigðistækniseturs HR, Lífvísindaseturs Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri. Í aðstöðunni er sýndarveruleiki tengdur við hreyfanlegt undirlag og hægt að líkja eftir aðstæðum á sjó, við akstur, flug og fleira.

3.2.2020 : Hvað eiga veganútgáfan af Omega 3 fitusýrum og hugbúnaður fyrir tónlistarfólk sameiginlegt?

Nyskopunarverdlaun-forseta-Islands-2020-allir

Tvö verkefni sem unnin voru í samstarfi nemenda Háskólans í Reykjavík og ungra íslenskra nýsköpunarfyrirtækja voru tilnefnd til Nýksöpunarverðlauna forseta Íslands árið 2020.

2.2.2020 : 208 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík

208 nemendur brautskráning frá Háskólanum í Reykjavík 2020

208 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Hörpu í gær, laugardaginn, 1. febrúar. 153 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 54 úr meistaranámi og einn úr doktorsnámi.

30.1.2020 : Íslensk þekking nýtt til forvarna í Kanada

Unglingsstrákur stendur úti á götu

Rannsóknir og greining hefur starfrækt rannsóknamiðstöð við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík frá árinu 2005 og þróað aðferðafræði sem hefur verið notuð til að draga úr vímuefnaneyslu ungmenna víða um heim á undanförnum árum.

27.1.2020 : Vilja koma íslenskum þorski á innkaupalista Bandaríkjamanna

Anton Björn Sigmarsson, Brynja Dagmar Jakobsdóttir, Kristín Sóley K. Ingvarsdóttir, Zoë Vala Sands nemendur úr verkfræðideild og MPM námi Háskólans í Reykjavík

Sigurvegarar í Vitanum – hugmyndasamkeppni sjávarútvegsins komu úr verkfræðideild og MPM námi Háskólans í Reykjavík

20.1.2020 : Hugmyndasamkeppni sjávarútvegsins fær nýtt nafn

Vitinn - Hugmyndasamkeppni fyrir háskólanemendur HR

Hugmyndasamkeppni Háskólans í Reykjavík og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS, verður haldin helgina 23. - 25. janúar næstkomandi. Keppnin fer fram undir nýju nafni þetta árið og heitir nú Vitinn.

13.1.2020 : Yfirbyggð stoppistöð Borgarlínu ráðgerð í HR

Mynd sem sýnir leið Borgarlínu um HR

Drög að samningi HR og borgarinnar um Borgarlínu og yfirbyggða stoppistöð í Háskólanum í Reykjavík voru samþykkt í borgarráði síðastliðinn fimmtudag. Á næstunni hefst einnig hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvoginn. Hvorutveggja er liður í fyrsta áfanga uppbyggingar vegna Borgarlínu milli Hamraborgar og Hlemms.

3.1.2020 : Notar tauganet til að bæta myndgreiningu í fiskiðnaði

Maður stendur í vélasal

Elías Ingi Elíasson útskrifaðist síðastliðið vor frá Háskólanum í Reykjavík úr hugbúnaðarverkfræði. Hann vann lokaverkefnið sitt í samstarfi við Marel og hefur í framhaldi af því nú verið ráðinn til starfa í einn af hugbúnaðarhópum fyrirtækisins. Við kíktum í heimsókn til Elíasar þar sem hann útskýrði starfsemina fyrir okkur.