Fréttir eftir árum


Fréttir: 2021

Fyrirsagnalisti

2.3.2021 : HR og Staðlaráð Íslands í samstarf

Mynd úr Jörðinni í HR

Staðlaráð Íslands og Háskólinn í Reykjavík (HR) hafa undirritað samning um samstarf. Samkvæmt samningum geta nemendur meðal annars lokið starfsnámi hjá Staðlaráði auk þess sem nemendur og kennarar HR geta nú óskað eftir gjaldfrjálsum og tímabundnum lesaðgangi að stöðlum.

2.3.2021 : Níu lausar stöður doktorsnema og nýdoktora við svefnrannsóknir í HR

Göngustígur fyrir utan Háskólann í Reykjavík

Svefnbyltingin, þverfaglegt rannsóknaverkefni við Háskólann í Reykjavík hefur auglýst lausar stöður sjö doktorsnema og tveggja nýdoktora við HR. Stöður nýdoktora eru á sviði tölvunarfræði og verkfræði, en stöður doktorsnema við rannsóknir á sviði tölvunarfræði, verkfræði, sálfræði og íþróttafræði. Nánari upplýsingar um einstakar stöður er að finna á vef HR. Umsóknarfrestur er til 15. mars.

26.2.2021 : Fjölbreytt dagskrá Útvarps 101 frá stafræna Háskóladeginum í HR 2021

Stafræni háskóladagurinn 2021

Þáttastjórnendur Útvarps 101 ræða við nemendur og starfsfólk Háskólans í Reykjavík um það fjölbreytta nám og aðstöðu sem HR hefur upp á á bjóða.

25.2.2021 : Mál- og raddtæknistofa hlýtur fimm styrki

Mál- og raddtæknistofa Háskólans í Reykjavík, sem er hluti af Gervigreindarsetri HR, hlaut nýlega fimm styrki til tveggja ára til að vinna að rannsóknar- og þróunarverkefnum á sviði gervigreindar, máltækni og samskiptum manns og tölvu.

24.2.2021 : Stóðu sig með glæsibrag í alþjóðlegum fjármála- og fjárfestingakeppnum

Meðlimir keppnisliða HR

Nemendur Háskólans í Reykjavík luku nýlega þátttöku í tveimur mikilvægum alþjóðlegum keppnum, Rotman fjármálakeppninni í Kanada og BI raundæmakeppninni í Osló. Nemendurnir sem tóku þátt í hinni risastóru Rotman-keppni lentu í 21. sæti af 45. HR tók nú þátt í keppninni í þriðja sinn og hefur þurft að etja kappi við stærstu viðskiptaháskóla heims, eins og Harvard sem hefur tekið þátt í fjölda ára. Liðsmenn voru nemendur viðskiptadeildar og verkfræðideildar. 

22.2.2021 : Efnahagslegt vægi verkefnastjórnunar skilgreint í fyrsta sinn

Screenshot-2021-02-22-at-07.53.29

Verkfræðingafélag Íslands gaf nýlega út þrjár fræðigreinar um sögu verkefnastjórnunar hér á landi og framtíð hennar. Útgáfan markar tímamót því þar er í fyrsta sinn birt aðferð til að mæla efnahagslegt vægi verkefna á Íslandi. Það síðastnefnda var jafnframt efni erindis sem flutt var í síðustu viku á vef HR og Vísis. 

17.2.2021 : „Verð hvorki bílveik né sjóveik sjálf!“

Hreyfiveiki-nemendur-2-

Nemendahópur á lokaári sínu í BSc-námi í heilbrigðisverkfræði náði þeim fágæta árangri að fá vísindagrein um rannsókn sína birta í rannsóknartímaritinu Frontiers in Bioengineering and Biotechnology. Það er afar sjaldgæft að nemendur í grunnnámi nái slíkum árangri.

15.2.2021 : Forsetalisti haustannar 2020 birtur

Kona sést ganga upp tröppurnar í Sólinni

Forsetalisti haustannar 2020 hefur verið birtur á vef HR og öllum nemendum verið tilkynnt um sinn góða námsárangur. Venjulega er haldin forsetalistaathöfn tvisvar á ári en eins og gefur að skilja var ekki hægt að halda hefbundna athöfn í þetta sinn. 

10.2.2021 : Raunveruleikinn meira spennandi en vísindaskáldsögurnar

Screenshot-2021-02-12-at-13.22.58

Ari Kristinn Jónsson, rektor, starfaði um árabil hjá Bandarísku geimferðastofnuninni NASA og lagði hönd á plóg við að koma könnunarjeppa á yfirborð Mars árið 2004. Í tilefni þess að 18. febrúar lendir nýjasti könnuður NASA á Mars reið Ari á vaðið með fyrsta þriðjudagsfyrirlestur ársins. Fyrirlestrarnir hófu göngu sína fyrir tæpu ári og verða nú aftur á dagskrá næstu vikurnar í samstarfi HR og Vísis. 

4.2.2021 : Rannsóknasjóður HR úthlutar 10 doktorsnemastyrkjum

kennari skrifar stærðfræði jöfnu á töflu

Rannsóknasjóður HR hefur úthlutað alls 10 nýjum doktorsnemastyrkjum að heildarupphæð 57.480.000 kr. 

3.2.2021 : Taka þátt í alþjóðlegum keppnum í fjárfestingu og viðskiptum

Meðlimir keppnisliða HR

Nemendur HR munu taka þátt í tveimur stórum keppnum á sviði viðskipta í febrúar. Annars vegar er það hin viðamikla Rotman fjárfestingakeppni í Kanada og hins vegar International Case Competition við BI, hinn virta viðskiptaháskóla í Noregi, en HR tekur nú þátt í þeirri keppni í fyrsta sinn.

30.1.2021 : 204 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík í tíu athöfnum

Gabríela Jóna Ólafsdóttir, BSc í tölvunarfræði, flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnemenda.

204 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlegar athafnir í Hörpu í dag, laugardaginn, 30. janúar. Vegna samkomutakmarkana var hátíðinni skipt upp í tíu minni athafnir þar sem hámark tuttugu nemendur voru brautskráðir í hverri athöfn. 158 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 44 úr meistaranámi og tveir úr doktorsnámi.

27.1.2021 : Sigurvegarar í Lestrarkeppni grunnskólanna 2021

Verðlaunaafhending fór fram í dag kl.14:00 á Bessastöðum þegar forseti og forsetafrú Íslands veittu þremur skólum skólum verðlaun, en keppt var í ólíkum flokkum eftir fjölda nemenda í 4.-10. bekk.

Þátttaka í Lestrarkeppni grunnskólanna árið 2021 fór langt fram úr væntingum. Í heildina tóku um sex þúsund einstaklingar þátt fyrir 136 skóla og lásu 776 þúsund setningar á vefnum samromur.is. Fyrir keppnina voru um 320 þúsund setningar komnar í gagnasafnið og er því um rúmlega þreföldun í gagnamagni að ræða. Samanlagt hafa safnast 1,1 milljón setningar frá því verkefnið hófst.

21.1.2021 : Ari, Ísól, Sunneva Sól og Þórdís Rögn hlutu Nýsköpunarverðlaunin

Handhafar Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands 2021

Ari Kvaran, Sunneva Sól Ívarsdóttir og Þórdís Rögn Jónsdóttir, nemar í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og Ísól Sigurðardóttur, nemi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík hlutu Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir verkefnið Betri samskipti við sjúklinga sem bíða innlagnar og meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi

 

20.1.2021 : Úthlutun úr Rannsóknasjóði styrkárið 2021

Horft á milli bókahilla á bókasafni HR

Á hverju ári hljóta vísindamenn Háskólans í Reykjavík, og annarra háskóla, styrki frá Rannsóknasjóði (Rannís) til að þróa rannsóknaverkefni sín. Að þessu sinni var veitt hærri heildarupphæð til styrkja en nokkru sinni áður. Á meðal verkefna Háskólans í Reykjavík sem hlutu styrki eru rannsóknir á bálkakeðjum, líkanagerð, þreytu í flugumferðastjórn, svefni ungmenna, markaðssetningu á hollum mat, mannfjöldahermun og atferli afreksknattspyrnumanna.

19.1.2021 : HR og Pure North þróa endurvinnslu plasts

Pure North Recycling endurvinnur plast með umhverfisvænum orkugjöfum og er jarðvarminn þar í aðalhlutverki.

Háskólinn í Reykjavík og endurvinnslufyrirtækið Pure North Recycling í Hveragerði hafa stofnað til samstarfs um endurvinnslu plasts og annarra endurvinnanlegra efna á Íslandi. Markmiðið er að efla íslenska hringrásarhagkerfið með plast og önnur endurvinnanleg efni í forgrunni, þróa nýjar leiðir til endurvinnslu og endurnýtingar plasts, auka sjálfvirkni í vinnslu og söfnun hráefna til endurvinnslu og efla fræðslu. Samstarfið er hluti af landsátakinu Þjóðþrifum og samstarfsverkefni verða unnin innan Rannsóknaseturs HR um sjálfbæra þróun.

15.1.2021 : Níu nemendur HR tilnefndir til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands

HR_Uti_Gunnar-Sverris_2020_A3A2511

Af þeim sex öndvegisverkefnum sem tilnefnd eru í ár eru þrjú verkefni unnin af nemendum HR og eitt að hluta. Verkefni nemendanna eru afar fjölbreytt en þau miða að því að minnka fordóma gegn geðrænum vandamálum, nota hljóð til heilaörvunar í Alzheimers sjúklingum, efla sálfræðilega þjálfun íslenskra knattspyrnuiðkenda og bæta samskipti við sjúklinga sem bíða innlagnar og meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi.

14.1.2021 : Innlit í þriggja vikna áfanga

Nemendur HR taka þriggja vikna námskeið í lok hverrar annar þar sem þeir vinna í hópum að fjölbreyttum verkefnum og nýta námið á raunveruleg viðfangsefni

6.1.2021 : Sóttvarnir og fyrirkomulag kennslu í upphafi nýs árs

Sóttvarnir og fyrirkomulag kennslu 2021

Ný reglugerð um takmarkanir á skólastarfi tók gildi 1. janúar. Þar er kveðið á um tveggja metra reglu, að fimmtíu nemendur megi vera í hverju sóttvarnarhólfi og að hópar skuli ekki blandast í kennslu.