Fréttir eftir deildum
Fréttir: 2021
Fyrirsagnalisti
Vísinda- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra sótti HR heim

Stjórnendur HR ræddu málefna menntunar, vísinda og nýsköpunar við ráðherra
Slawomir Koziel kjörfélagi hjá IEEE

Dr. Slawomir Koziel, prófessor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, hefur verið valinn kjörfélagi í verkfræðisamtökunum IEEE (Institute of Electrical and Electronics Engineers) fyrir framlag sitt til líkanagerðar og bestunar á örbylgjutækjum. Þetta er mikil viðurkenning á rannsóknum Slawomir og áhrifum þeirra, enda eru innan við 0,1% félagsmanna valdir kjörfélagar á hverju ári.
Kamilla Rún Jóhannsdóttir ráðin forseti sálfræðideildar HR

Dr. Kamilla Rún Jóhannsdóttir hefur verið ráðin deildarforseti sálfræðideildar Háskólans í Reykjavík.
Kamilla Rún lauk doktorsnámi í sálfræði í þverfaglegum hugvísindum frá Carleton University í Kanada árið 2004 og BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1996. Hún hefur verið forstöðumaður grunnnáms í sálfræði við HR síðan 2014 og gegnt stöðu deildarforseta sálfræðideildar í afleysingum frá 1. október á þessu ári. Þá hefur Kamilla setið í siðanefnd HR frá 2011 og verið formaður námsráðs sálfræðideildar.
Háðu harða baráttu í forritun

Alþjóðlega háskólakeppnin NWERC í forritun fór fram um helgina. Keppnin átti að fara fram í Háskólanum í Reykjavík í ár en vegna aðstæðna út af Covid-19 fór hún fram á netinu. NWERC er svæðiskeppni Norður-Evrópu fyrir ICPC heimskeppnina þar sem nemendur frá öllum heimshlutum keppa sín á milli í forritun.
Frjór jarðvegur fyrir nýsköpun, tækni og hugvit í mýrlendi Reykjavíkur

Hugvit, nýsköpun og tækni verða burðarásar í verðmætasköpun Íslendinga. Þetta er markmið starfsins í Vísindaþorpinu í Vatnsmýri eða Reykjavik Science City sem kynnt verður formlega í nýju húsnæði Íslandsstofu í Grósku kl. 11 á morgun.
Yfir 360.000 þúsund raddsýni söfnuðust í Reddum málinu!

Reddum málinu! vinnustaðakeppni þar sem fyrirtæki og stofnanir kepptu sín á milli í söfnun raddsýna á íslensku er nú lokið. Raddsýnin fara nú í gagnagrunn Samsróms sem verður opinn og aðgengilegur öllum sem vilja nýta hann í máltæknilausnir.
Jón Þór Sturluson nýr forseti viðskiptadeildar HR

Dr. Jón Þór Sturluson hefur verið ráðinn deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Jón Þór útskrifaðist með doktorsgráðu í hagfræði frá Stockholm School of Economics árið 2003 með áherslu á atvinnuvega- og orkuhagfræði. Áður lauk hann B.Sc. og M.Sc. prófi frá Háskóla Íslands.
Svefn er grunnur góðrar heilsu

Dr. Erna Sif Arnardóttir leiðir Svefnbyltinguna sem er þverfaglegt og alþjóðlegt rannsókna- og þróunarverkefni þar sem leiðum til þess að mæla og skrá svefn og svefnraskanir er umbylt.
Kvenleiðtogar hitta nemendur

Susana Malcorra og Maria Fernanda Espinosa, meðlimir samtaka kvenleiðtoga GWL Voices (Global Women Leaders Voices for Change and Inclusion), sem nú taka þátt í heimsþinginu Reykjavik Global Forum – Women Leaders (WPL), sóttu HR heim í gær.
Hvernig skara ég framúr?

Námskeiðið „Hvernig skara ég fram úr“ var kennt í fyrsta skipti í HR í haust. Nemendur á öðru ári í viðskiptadeild sátu námskeiðið en markmið þess var að styrkja þá lykileiginleika sem einkenna þau sem ná árangri í atvinnulífinu. Kennari námskeiðisins var Elmar Hallgríms Hallgrímsson.
Reddum málinu!

Reddum málinu er vinnustaðakeppni þar sem fyrirtæki og stofnanir keppast við að lesa texta í gegnum tölvu eða snjalltæki. Um er að ræða stuttar setningar á íslensku sem fara í gagnagrunn Samróms sem hægt er að nota til að kenna tækjum og tölvum að skilja íslensku. Keppnin er samstarfsverkefni Almannaróms, Háskólans í Reykjavík og Símans og fer fram á vefnum reddummalinu.is.
109 nemendur brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík

Á laugardaginn, 30. október brautskráði Háskólinn í Reykjavík 109 nemendur við hátíðlega athöfn í Norðurljósum í Hörpu. Tíu nemendur brautskráðust úr grunnnámi, 96 úr meistaranámi og þrír brautskráðust með doktorsgráðu.
Hlúðu að andlegu hliðinni

Námsráðgjöf og sálfræðifræðiþjónusta HR hafa gefið út bæklinga sem geta gagnast nemendum í námi og leik
Frekari fréttir af tölvuárás

Greiningarvinna eftir tölvuárás á póstþjón Háskólans í Reykjavík í síðustu viku hefur leitt í ljós að tölvuþrjótar gætu mögulega hafa komist yfir tölvupósta starfsmanna.
Tölvuárás á Háskólann í Reykjavík

Tölvuárás var gerð á póstþjón Háskólans í Reykjavík í síðustu viku og skrár dulkóðaðar. Svo virðist sem að um einangraða árás á einn póstþjón hafi verið að ræða, sem hafi valdið takmörkuðum skaða.
HR og Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði í samstarf um kennslu, starfsþjálfun og rannsóknir

Nemendur við Háskólann í Reykjavík munu njóta góðs af sérþekkingu starfsfólks Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands í námi, geta sótt þangað starfsþjálfun og stundað rannsóknir, samkvæmt nýjum samningi sem undirritaður var í dag af Ragnhildi Helgadóttur, rektor og Þóri Haraldssyni, forstjóra Heilsustofnunar NLFÍ.
Íþróttafræðideild og Körfuknattleikssambandið framlengja samning

Íþróttafræðideild HR og Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) hafa átt í farsælu samstarfi undanfarin fjögur ár. Nýverið undirrituðu Hafrún Kristjánsdóttir og Kristinn Geir Pálsson áframhaldandi samstarfsamning til tveggja ára vegna mælinga á landsliðsfólki Íslands í körfubolta.
HR lýkur vel heppnaðri endurfjármögnun á húsnæði

Grunnstoð, dótturfélag Háskólans í Reykjavík, hefur lokið endurfjármögnun á húsnæði háskólans við Menntaveg 1 með sölu á nýjum félagslegum skuldabréfum að fjárhæð 12 milljarða króna. Um er að ræða verðtryggð skuldabréf til 40 ára. Töluverð eftirspurn var eftir skuldabréfunum en meðal kaupenda eru íslenskir lífeyrissjóðir, verðbréfasjóðir og fagfjárfestar.
Cornell háskóli og HR stefna á samstarf á sviði sjálfbærni

Fulltrúar Háskólans í Reykjavík og Cornell háskóla í Bandaríkjunum hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um samstarf í menntamálum og rannsóknum sem snúa að sjálfbærni, með áherslu á sjálfbæra orku. Yfirlýsingin byggir á rammasamningi Cornell við GRP Ísland um víðtækt samstarf á sviði sjálfbærni, orku, nýsköpunar og loftslagsmála sem starfað hefur verið eftir síðan 2016, og var endurnýjaður við sama tækifæri.
64 nemendur á forsetalista hljóta niðurfellingu skólagjalda

Viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í námi á síðustu önn voru afhentar nýlega við hátíðlega athöfn Sólinni. Nemendur á svokölluðum forsetalista hverrar deildar fá skólagjöld annarinnar felld niður. Sviðsforsetar og deildarforsetar viðkomandi deilda afhentu styrkina. Arion banki er bakhjarl forsetalista HR.
Háskólagarðar HR við Öskjuhlíðina opnaðir formlega

Rúmlega 250 íbúðir og herbergi fyrir nemendur Háskólans í Reykjavík voru formlega tekin í notkun við Nauthólsveg í dag. Af því tilefni var íbúum boðið upp á kaffi og með því. Ragnhildur Helgadóttir, rektor; Selma Rún Friðjónsdóttir, varaforseti Stúdentafélags HR; Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra gróðursettu tré að viðstöddum íbúum, starfsfólki HR, stjórn HR og framkvæmdaráði, fulltrúum verktaka, arkitektum og fleirum.
Bryndís Björk nýr forseti samfélagssviðs HR

Dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin sviðsforseti samfélagssviðs Háskólans í Reykjavík. Undir samfélagssvið heyra sálfræðideild, viðskiptadeild, lagadeild og íþróttafræðideild. Hún tekur við stöðunni af dr. Ragnhildi Helgadóttur sem nýlega var skipuð rektor HR.
Hvílum bílinn í september

Háskólinn í Reykjavík tekur nú þátt í átaki til að hvetja starfsfólk og nemendur til að hvíla bílinn í septembermánuði og prófa aðra samgöngumáta. Á samfélagsmiðlum og annars staðar verður vakin athygli á kostum þess að hvíla bílinn, fyrir umhverfið, heilsuna og umferðina. Átakið er samstarf HR, HÍ, stúdentafélaga háskólanna, Landspítalans, Reykjavíkurborgar, Strætó, ÍSÍ, Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar.
Erna Sif og Martin Ingi hljóta Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs

Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs 2021 voru afhent við hátíðlega athöfn á Rannsóknaþingi Rannís í dag. Dr. Erna Sif Arnardóttir, lektor við verkfræði- og tölvunarfræðideildir Háskólans í Reykjavík og Dr. Martin Ingi Sigurðsson, prófessor í svæfinga- og gjörgæslulækningum við Háskóla Íslands og yfirlæknir á sama sviði við Landspítala hlutu viðurkenninguna að þessu sinni.
Ninja Ýr nýr forstöðumaður fjármála

Ninja Ýr Gísladóttir hefur við ráðin fjármálastjóri Háskólans í Reykjavík og hefur hafið störf. Hún hefur starfað sem sérfræðingur á fjármálasviði Arion banka undanfarin 15 ár og m.a. haldið utan um viðskiptaáætlun bankans, arðsemisgreiningar, innleiðingu á beyond budgeting ásamt margs konar greininga- og umbótavinnu.
Rannsóknir vísindamanna Háskólans í Reykjavík áhrifamestar á heimsvísu

Á nýjum lista Times Higher Education (THE) yfir bestu háskóla heims fyrir árið 2022, sem birtur var í gær, er Háskólinn í Reykjavík í efsta sæti í mati á hlutfallslegum áhrifum rannsókna, þriðja árið í röð. Áhrif rannsókna eru metin út frá fjölda tilvitnana í vísindagreinar, það er, hversu oft aðrir vísindamenn vitna í niðurstöður fræðimanna háskólans í ritrýndum vísindagreinum. Þá er HR áfram efstur íslenskra háskóla á lista yfir bestu háskóla heims og heldur stöðu sinni í sæti 301-350.
Ragnhildur Helgadóttir nýr rektor Háskólans í Reykjavík

Stjórn Háskólans í Reykjavík hefur skipað dr. Ragnhildi Helgadóttur, sviðsforseta samfélagssviðs og prófessor við lagadeild, nýjan rektor Háskólans í Reykjavík. Ragnhildur tekur við stöðunni af dr. Ara Kristni Jónssyni, sem gegnt hefur stöðunni undanfarin ellefu ár.
Erlendir nemendur boðnir velkomnir í blíðviðri

HR tók á móti 192 skiptinemum og 59 erlendum nemendum í fullt nám um miðjan ágúst. Áður en skólaárið hófst bauðst þeim að fara í gegnum fræðslu á netinu frá alþjóðaskrifstofu HR.
Netgreiningar á vöðvum og samskipti við vélmenni

23 milljónum hefur verið úthlutað úr nýjum Innviðasjóði Háskólans í Reykjavík. Sjóðurinn var settur á fót fyrir um ári síðan og er markmið hans að styrkja aðstöðu og búnað til kennslu og rannsókna.
Nýr forstöðumaður Opna háskólans í HR

Helgi Héðinsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Opna háskólans í Háskólanum í Reykjavík og hóf hann störf í mánuðinum.
„Við þurfum að læra að lifa með veirunni“

Rannsóknarhópur innan sálfræðideildar Háskólans í Reykjavík og Rannsóknar og greiningar (R&G), sem er rannsóknarstofnun innan deildarinnar, hefur birt niðurstöður rannsókna sinna í ritinu JCPP Advances. Markmiðið var að skilja betur hvað það er við faraldurinn sem hefur mest áhrif á líðan ungmenna á landsvísu.
Samstarf íþróttafræðideildar HR og JSÍ

Íþróttafræðideild HR (HR) og Júdósamband Íslands (JSÍ) undirrituðu nýverið samstarfsamning vegna mælinga á landsliðsfólki Íslands í júdó til tveggja ára.
Fyrstu nemendur Háskólagrunns HR á Austurlandi sestir á skólabekkinn

Fyrsti kennsludagur Háskólagrunns HR á Austurlandi var fyrir stuttu en þetta er í fyrsta sinn sem sérhæft aðfararnám er kennt með slíkum hætti í landshlutanum.
Nemendur íþróttafræðideildar mæla áfram landsliðsfólkið

Íþróttafræðideild HR og Handknattleikssamband Íslands undirrituðu nýverið nýjan samstarfssamning vegna mælinga á karlalandsliðum Íslands í handbolta.
Leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi fyrir haustið 2021

Menntamálaráðuneytið hefur gefur út leiðbeiningar um sóttvarnir í skólastarfi fyrir haustið 2021, sjá hér. Samkvæmt þeim verður kennt samkvæmt stundaskrá eftir helgina. Þar sem ekki er hægt að virða eins metra nándarreglu skulu nemendur og starfsfólk bera grímu.
Búa til bein úr afgangs eggjaskurn

Hafið þið einhvern tímann vel fyrir ykkur hvað verður um alla eggjaskurnina sem fellur til á kjúklingabúum? Um fjórðungur allra eggja í Evrópu er brotinn til að framleiða vörur sem innihalda egg og hlutfallið er enn hærra í Bandaríkjunum.
Nýr símaleikur til að safna spurningum og svörum fyrir íslenska máltækni

Spurningar er glænýr símaleikur þar sem þátttakendur setja fram, fara yfir og svara fjölbreyttum spurningum. Tilgangur leiksins er að styðja við þróun máltæknilausna fyrir íslensku.
Stærsta brautskráning Háskólans í Reykjavík frá stofnun

Aldrei hafa fleiri nemendur verið brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík og í dag, laugardaginn 20. júní, en þá brautskráðust 688 nemendur frá háskólanum við hátíðlegar athafnir í Hörpu.
60 nemendur brautskráðir með lokapróf úr Háskólagrunni HR

Háskólinn í Reykjavík brautskráði í gær, föstudaginn, 11. júní, 60 nemendur með lokapróf úr Háskólagrunni HR. Við brautskráninguna hlaut Una Mattý Jensdóttir viðurkenningu Samtaka iðnaðarins fyrir bestan námsárangur.
Tuttugu og þrjú hljóta raungreinaverðlaun HR

Háskólinn í Reykjavík verðlaunar nýstúdenta fyrir árangur í raungreinum á stúdentsprófi.
Aldrei fleiri umsóknir borist um meistaranám

Háskólanum í Reykjavík hafa borist um 3.800 umsóknir um nám skólaárið 2021-2022 en umsóknarfrestur um grunnnám rann út 5. júní. Það er svipaður heildarfjöldi umsókna og síðasta haust. Umsóknum um meistaranám fjölgar um 5% milli ára og hafa þær aldrei verið fleiri.
Andleg líðan ungmenna hefur versnað í COVID

Rannsóknir íslenskra og bandarískra atferlis- og félagsvísindamanna meðal 59.000 íslenskra unglinga sýna COVID-19 hefur haft slæm áhrif á andlega heilsu unglinga, sérstaklega stúlkna. Niðurstöður rannsóknanna birtust nýverið í grein hinu virta vísindatímariti The Lancet Psychiatry og ber titilinn: Depressive symptoms, mental wellbeing, and substance use among adolescents before and during the COVID-19 pandemic in Iceland: a longitudinal, population-based study.
Austfirsk fyrirtæki setja á fót hvatningarstyrk fyrir nemendur Háskólagrunns HR á Austurlandi

Samkomulag um Gletting, nýjan hvatningarstyrk atvinnulífsins fyrir nemendur í Háskólagrunni HR á Austurlandi, var undirritað í dag af rektorum Háskólans í Reykjavík, Háskólans á Akureyri, ásamt framkvæmdarstjóra Austurbrúar og fulltrúum atvinnulífs á Austurlandi. Nýverið var greint frá því að HR muni í samstarfi við HA bjóða upp á undirbúningsnám fyrir háskólanám á svæðinu með sérstakri áherslu á tæknigreinar.
Opið hús í Háskólanum í Reykjavík 1. júní

HR býður útskriftarnemum framhaldsskólanna, foreldrum og öðrum áhugasömum á opið hús, þriðjudaginn 1. júní kl. 15 til 19. Opið er fyrir umsóknir í grunnnám í HR til og með 5. júní.
Bólusetningar nægja ekki til að stöðva núverandi bylgju Covid í Bandaríkjunum

Yfirstandandi bólusetningar munu ekki nægja til að stöðva yfirstandandi bylgju Covid faraldurins í Bandaríkjunum, samkvæmt niðurstöðum rannsókna vísindamanna við Háskólann í Reykjavík, Háskólann í Lyon, Háskóla Suður Danmerkur og Federico II Háskólann í Napolí, sem birt var í hinu virta vísindatímariti Nature Science Reports í dag. Nauðsynlegt er að viðhalda áfram ströngum reglum um fjarlægð milli einstaklinga og öðrum sóttvarnarráðstöfunum til að stöðva faraldurinn og koma í veg fyrir nýja bylgju.
Stelpur um allt land kynntu sér forritun og tækni

Stelpur og tækni fór fram í Háskólanum í Reykjavík 19. maí. Um 800 stelpur í 9. bekk úr 40 skólum víðsvegar um landið tóku þátt. Markmiðið með deginum, sem var nú haldinn í 8. skipti, er að hvetja stelpur til náms í tæknigreinum.
Fengu að spreyta sig hjá framsæknustu fyrirtækjum landsins

Nemendur í starfsnámi verkfræðideildar kynntu verkefni sín í gær, miðvikudag. Alls eru það 29 nemar sem eru að klára þriðja ár í BSc-námi eða fyrsta ár í meistaranámi. Starfsnámið fór fram núna á vorönn.
Greiningarbúnaður fyrir höfuðhögg íþróttafólks hlýtur Guðfinnuverðlaunin 2021

Undanfarnar þrjár vikur hafa nemendur Háskólans í Reykjavík spreytt sig á fjölbreyttum nýsköpunarverkefnum í námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja. Um er að ræða fjölmennasta nýsköpunarátak landsins, en námskeiðið sækja nær allir nemendur HR í lok fyrsta árs.
Fjölbreytt sumarnámskeið í boði

Háskólinn í Reykjavík býður upp á fjölbreytt sumarnámskeið fyrir háskólanema og almenning. Námskeiðin eru liður í aðgerðum stjórnvalda til að bregðast við Covid faraldrinum.
140 ný sumarstörf í HR

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um 140 ný sumarstörf hjá Háskólanum í Reykjavík. Hægt er að senda inn starfsumsóknir til og með 23. maí. Flest störf hefjast 1. júní og er starfstímabilið tveir eða tveir og hálfur mánuður. Störfin eru hluti af atvinnuátaki Félagsmálaráðuneytisins, Vinnumálastofnunar og Háskólans í Reykjavík og eru sérstaklega ætluð nemum, 18 ára og eldri.
Luca Aceto nýr heiðursmeðlimur Evrópusamtaka um fræðilega tölvunarfræði

Dr. Luca Aceto, forseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík, er nú einn af heiðursmeðlimum Evrópusamtaka um fræðilega tölvunarfræði (European Association for Theoretical Computer Science). Alls voru sex fræðimenn útnefndir sem heiðursfélagar þetta árið.
Ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi

Ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi tók gildi í dag og gildir til 26. maí. Það verða ekki miklar breytingar á starfinu í HR með henni en það er engu að síður jákvætt að smám saman sé unnt að létta á takmörkunum og lífið sé að færast í eðlilegra horf.
Háskólagrunnur HR hefur starfsemi á Austurlandi

Frá og með næsta hausti mun Háskólinn í Reykjavík bjóða upp á undirbúningsnám fyrir háskólanám á Austurlandi, í samvinnu við Háskólann á Akureyri. Námið verður sveigjanlegt, blanda af hefðbundnu og stafrænu námi, með kennslu og aðstöðu í Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði.
Stærsta nýsköpunarnámskeið landsins

Nýsköpun og stofnun fyrirtækja er eitt af svokölluðum þriggja vikna námskeiðunum í Háskólanum í Reykjavík og það sem er hvað best þekkt. Námskeiðið hefur verið þróað yfir mörg ár innan viðskiptadeildar HR og hefur jafnvel verið fyrirmynd háskóla í Kanada að sambærilegu námskeiði. Í námskeiðinu í ár taka þátt yfir 620 nemendur í BA- og BSc-námi úr öllum deildum og mynda 125 teymi þvert á námsbrautir.
Skýrsla um akademískan styrk HR birt

Ný skýrsla um akademískan styrk HR hefur verið gefin út. Skýrslan er yfirlit yfir birtingar akademískra starfsmanna HR sem eru með rannsóknarskyldu og taka þátt í rannsóknarmati skólans.
Námskeið í gervigreind fyrir alla

Stjórnvöld, í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands, hafa opnað 30 klukkustunda vefnámskeið um gervigreind sem er opið öllum almenningi. Markmið þess er að gera þekkingu á gervigreind aðgengilega fyrir alla svo fólk finni kraft og tækifæri í nýrri tækni og styrkja starfsmöguleika og starfshæfni Íslendinga. Ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, standa á bak við verkefnið ásamt háskólunum tveimur.
Háskólinn í Reykjavík tekur þátt í samstarfi um rannsóknir og þróun á bálkakeðjum

Háskólinn í Reykjavík hefur gerst meðlimur í rannsókna- og þróunarsamstarfi yfir þrjátíu og fimm háskóla um allan heim, sem leitt er af Ripple, leiðandi fyrirtæki á notkun bálkakeðja í fjártækni, rafmyntum og stafrænni greiðslumiðlun. Markmið samstarfsins er að nota bálkakeðjur til að þróa nýjar lausnir í fjártækni.
Liðið :) úr FB og MR vann Forritunarkeppni framhaldsskólanna

Forritunarkeppni framhaldsskólanna fór fram um liðna helgi þegar 58 lið skipuð alls 135 keppendum úr þrettán framhaldsskólum öttu kappi í forritun. Keppnin fór alfarið fram á netinu í ár sem kom ekki að sök þar sem þátttaka og áhugi nemenda var síst minni en fyrri ár.
Hagnýttu orku sem vanalega fer til spillis

Iðnhönnuðurinn Sigga Heimis leiðbeindi nemendum í hönnun í vél- og orkutæknifræði
Vísindamenn finna örplast í Vatnajökli

Örplastagnir í náttúrunni geta mögulega flýtt fyrir bráðnun jökla og haft þannig áhrif á hækkandi sjávarstöðu. Fyrstu niðurstöður rannsóknar á dreifingu örplasts í Vatnajökli, stærsta jökli í Evrópu, voru birtar nýlega í vísindaritinu Sustainability. Þar fundu vísindamenn Háskólans í Reykjavík, Háskólans í Gautaborg og Veðurstofu Íslands örplast í ísnum sem tekinn var á fáförnu svæði á ísbreiðunni.
MBA nemendur vinna að stefnumótun íslenskra sprotafyrirtækja með sérfræðingum MIT DesignX

„Þetta er verkefnið þar sem allt sem við höfum lært í MBA náminu kemur saman!“
Fagráð skipuð við iðn- og tæknifræðideild HR

Iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík hefur skipað fagráð sem munu hafa aðkomu að þróun náms við deildina. Markmiðið er að tryggja enn betur að námið svari þörfum atvinnulífsins og að fyrirtæki fái til sín útskrifaða nemendur með þá þekkingu sem krafist er í nútíma starfsumhverfi. Fagráðin eru þrjú talsins og er hvert þeirra skipað þremur einstaklingum úr atvinnulífinu.
Bryndís Björk Ásgeirsdóttir verður prófessor við sálfræðideild

Dr. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir hefur fengið framgang í stöðu prófessors við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Bryndís hefur starfað við HR síðan 2005 og er nú deildarforseti sálfræðideildar. Áður var hún forstöðumaður grunnnáms í sálfræði og íþróttafræði og leiddi uppbyggingu meistaranáms í klínískri sálfræði, hagnýtri atferlisgreiningu og doktorsnáms í sálfræði við háskólann.
Takmarkanir eftir páska - áhrif á kennslu og námsmat

Í dag var birt ný reglugerð um takmarkanir á skólastarfi sem mun gilda frá 1. til 15. apríl. Þessi reglugerð heimilar staðnám að nýju og eykur svigrúm nokkuð frá núgildandi reglum. Meginatriðin eru tveggja metra fjarlægðatakmarkanir, hámark 50 nemendur í hóp og bann við blöndun milli hópa.
Lið Oxford-háskóla forritaði sig til sigurs í HR

Alþjóðlega forritunarkeppninn NWERC fór fram í Háskólanum í Reykjavík um helgina. NWERC er svæðiskeppni Norður-Evrópu fyrir ACM-keppnina þar sem nemendur frá öllum heimshlutum keppa sín á milli í forritun.
Ekkert staðarnám til páska

Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar fyrr í dag kom fram að staðarnám í háskólum verður óheimilt fram til 1. apríl. Enn fremur tekur gildi 10 manna samkomutakmörkun. Þetta hefur veruleg áhrif á kennslu og aðgengi að aðstöðu í HR næstu fimm virku daga, fram að páskafríi.
Rannsóknir hefjast á „skjálftariðu“

Vísindamenn við Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands, með stuðningi Landlæknis, Grindavíkurbæjar og fleiri aðila, eru að hefja rannsókn á hreyfiveiki í tengslum við yfirstandandi jarðskjálftahrinu á Reykjanesi, í nýju Hreyfiveikisetri í HR.
Hvatningarviðurkenningar Álklasans afhentar

Nýsköpunarmót Álklasans var haldið þriðjudaginn 16. mars í beinu streymi frá Háskólanum í Reykjavík. Hvatningarviðurkenningar Álklasans voru afhentar fimm nemendaverkefnum sem öll tengjast áli á einn eða annan hátt.
MR vann Stjórnunarkeppni framhaldsskólanna

Lið frá Menntaskólanum í Reykjavík vann Stjórnunarkeppni framhaldsskólanna, sem haldin er á vegum viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík, í ár. Í keppninni reyna lið framhaldsskólanema með sér í að stjórna fyrirtæki með sem bestum árangri. Í ár tóku hvorki meira né minna en 22 lið þátt skipuð 80 framhaldsskólanemum víðs vegar af landinu. Þetta var metþátttaka.
Heilar höfrunga og annarra hvala eru einstakir - vegna hitamyndunar, ekki gáfna

Höfrungar og aðrir hvalir hafa allt að sex sinnum stærri heila en menn. Þeir geta vegið allt að 8 kg og engar skepnur á jörðinni hafa stærri heila. Þýðir þetta að hvalir og höfrungar hafi svipaða andlega getu og við mennirnir - eða jafnvel meiri?
María Kristín Jónsdóttir verður prófessor við sálfræðideild

Dr. María K. Jónsdóttir hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík eftir mat hæfisnefndar sem í sátu innlendir og erlendir fræðimenn.
HR og Staðlaráð Íslands í samstarf

Staðlaráð Íslands og Háskólinn í Reykjavík (HR) hafa undirritað samning um samstarf. Samkvæmt samningum geta nemendur meðal annars lokið starfsnámi hjá Staðlaráði auk þess sem nemendur og kennarar HR geta nú óskað eftir gjaldfrjálsum og tímabundnum lesaðgangi að stöðlum.
Níu lausar stöður doktorsnema og nýdoktora við svefnrannsóknir í HR

Svefnbyltingin, þverfaglegt rannsóknaverkefni við Háskólann í Reykjavík hefur auglýst lausar stöður sjö doktorsnema og tveggja nýdoktora við HR. Stöður nýdoktora eru á sviði tölvunarfræði og verkfræði, en stöður doktorsnema við rannsóknir á sviði tölvunarfræði, verkfræði, sálfræði og íþróttafræði. Nánari upplýsingar um einstakar stöður er að finna á vef HR. Umsóknarfrestur er til 15. mars.
Fjölbreytt dagskrá Útvarps 101 frá stafræna Háskóladeginum í HR 2021

Þáttastjórnendur Útvarps 101 ræða við nemendur og starfsfólk Háskólans í Reykjavík um það fjölbreytta nám og aðstöðu sem HR hefur upp á á bjóða.
Mál- og raddtæknistofa hlýtur fimm styrki

Mál- og raddtæknistofa Háskólans í Reykjavík, sem er hluti af Gervigreindarsetri HR, hlaut nýlega fimm styrki til tveggja ára til að vinna að rannsóknar- og þróunarverkefnum á sviði gervigreindar, máltækni og samskiptum manns og tölvu.
Stóðu sig með glæsibrag í alþjóðlegum fjármála- og fjárfestingakeppnum

Nemendur Háskólans í Reykjavík luku nýlega þátttöku í tveimur mikilvægum alþjóðlegum keppnum, Rotman fjármálakeppninni í Kanada og BI raundæmakeppninni í Osló. Nemendurnir sem tóku þátt í hinni risastóru Rotman-keppni lentu í 21. sæti af 45. HR tók nú þátt í keppninni í þriðja sinn og hefur þurft að etja kappi við stærstu viðskiptaháskóla heims, eins og Harvard sem hefur tekið þátt í fjölda ára. Liðsmenn voru nemendur viðskiptadeildar og verkfræðideildar.
Efnahagslegt vægi verkefnastjórnunar skilgreint í fyrsta sinn

Verkfræðingafélag Íslands gaf nýlega út þrjár fræðigreinar um sögu verkefnastjórnunar hér á landi og framtíð hennar. Útgáfan markar tímamót því þar er í fyrsta sinn birt aðferð til að mæla efnahagslegt vægi verkefna á Íslandi. Það síðastnefnda var jafnframt efni erindis sem flutt var í síðustu viku á vef HR og Vísis.
„Verð hvorki bílveik né sjóveik sjálf!“

Nemendahópur á lokaári sínu í BSc-námi í heilbrigðisverkfræði náði þeim fágæta árangri að fá vísindagrein um rannsókn sína birta í rannsóknartímaritinu Frontiers in Bioengineering and Biotechnology. Það er afar sjaldgæft að nemendur í grunnnámi nái slíkum árangri.
Forsetalisti haustannar 2020 birtur

Forsetalisti haustannar 2020 hefur verið birtur á vef HR og öllum nemendum verið tilkynnt um sinn góða námsárangur. Venjulega er haldin forsetalistaathöfn tvisvar á ári en eins og gefur að skilja var ekki hægt að halda hefbundna athöfn í þetta sinn.
Raunveruleikinn meira spennandi en vísindaskáldsögurnar

Ari Kristinn Jónsson, rektor, starfaði um árabil hjá Bandarísku geimferðastofnuninni NASA og lagði hönd á plóg við að koma könnunarjeppa á yfirborð Mars árið 2004. Í tilefni þess að 18. febrúar lendir nýjasti könnuður NASA á Mars reið Ari á vaðið með fyrsta þriðjudagsfyrirlestur ársins. Fyrirlestrarnir hófu göngu sína fyrir tæpu ári og verða nú aftur á dagskrá næstu vikurnar í samstarfi HR og Vísis.
Rannsóknasjóður HR úthlutar 10 doktorsnemastyrkjum

Rannsóknasjóður HR hefur úthlutað alls 10 nýjum doktorsnemastyrkjum að heildarupphæð 57.480.000 kr.
Taka þátt í alþjóðlegum keppnum í fjárfestingu og viðskiptum

Nemendur HR munu taka þátt í tveimur stórum keppnum á sviði viðskipta í febrúar. Annars vegar er það hin viðamikla Rotman fjárfestingakeppni í Kanada og hins vegar International Case Competition við BI, hinn virta viðskiptaháskóla í Noregi, en HR tekur nú þátt í þeirri keppni í fyrsta sinn.
204 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík í tíu athöfnum

204 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlegar athafnir í Hörpu í dag, laugardaginn, 30. janúar. Vegna samkomutakmarkana var hátíðinni skipt upp í tíu minni athafnir þar sem hámark tuttugu nemendur voru brautskráðir í hverri athöfn. 158 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 44 úr meistaranámi og tveir úr doktorsnámi.
Sigurvegarar í Lestrarkeppni grunnskólanna 2021

Þátttaka í Lestrarkeppni grunnskólanna árið 2021 fór langt fram úr væntingum. Í heildina tóku um sex þúsund einstaklingar þátt fyrir 136 skóla og lásu 776 þúsund setningar á vefnum samromur.is. Fyrir keppnina voru um 320 þúsund setningar komnar í gagnasafnið og er því um rúmlega þreföldun í gagnamagni að ræða. Samanlagt hafa safnast 1,1 milljón setningar frá því verkefnið hófst.
Ari, Ísól, Sunneva Sól og Þórdís Rögn hlutu Nýsköpunarverðlaunin

Ari Kvaran, Sunneva Sól Ívarsdóttir og Þórdís Rögn Jónsdóttir, nemar í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og Ísól Sigurðardóttur, nemi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík hlutu Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir verkefnið Betri samskipti við sjúklinga sem bíða innlagnar og meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi.
Úthlutun úr Rannsóknasjóði styrkárið 2021
Á hverju ári hljóta vísindamenn Háskólans í Reykjavík, og annarra háskóla, styrki frá Rannsóknasjóði (Rannís) til að þróa rannsóknaverkefni sín. Að þessu sinni var veitt hærri heildarupphæð til styrkja en nokkru sinni áður. Á meðal verkefna Háskólans í Reykjavík sem hlutu styrki eru rannsóknir á bálkakeðjum, líkanagerð, þreytu í flugumferðastjórn, svefni ungmenna, markaðssetningu á hollum mat, mannfjöldahermun og atferli afreksknattspyrnumanna.
HR og Pure North þróa endurvinnslu plasts

Háskólinn í Reykjavík og endurvinnslufyrirtækið Pure North Recycling í Hveragerði hafa stofnað til samstarfs um endurvinnslu plasts og annarra endurvinnanlegra efna á Íslandi. Markmiðið er að efla íslenska hringrásarhagkerfið með plast og önnur endurvinnanleg efni í forgrunni, þróa nýjar leiðir til endurvinnslu og endurnýtingar plasts, auka sjálfvirkni í vinnslu og söfnun hráefna til endurvinnslu og efla fræðslu. Samstarfið er hluti af landsátakinu Þjóðþrifum og samstarfsverkefni verða unnin innan Rannsóknaseturs HR um sjálfbæra þróun.
Níu nemendur HR tilnefndir til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands

Af þeim sex öndvegisverkefnum sem tilnefnd eru í ár eru þrjú verkefni unnin af nemendum HR og eitt að hluta. Verkefni nemendanna eru afar fjölbreytt en þau miða að því að minnka fordóma gegn geðrænum vandamálum, nota hljóð til heilaörvunar í Alzheimers sjúklingum, efla sálfræðilega þjálfun íslenskra knattspyrnuiðkenda og bæta samskipti við sjúklinga sem bíða innlagnar og meðferðar á sjúkrahúsinu Vogi.
Innlit í þriggja vikna áfanga

Nemendur HR taka þriggja vikna námskeið í lok hverrar annar þar sem þeir vinna í hópum að fjölbreyttum verkefnum og nýta námið á raunveruleg viðfangsefni
Sóttvarnir og fyrirkomulag kennslu í upphafi nýs árs

Ný reglugerð um takmarkanir á skólastarfi tók gildi 1. janúar. Þar er kveðið á um tveggja metra reglu, að fimmtíu nemendur megi vera í hverju sóttvarnarhólfi og að hópar skuli ekki blandast í kennslu.