Fréttir eftir árum


Forsíðufréttir: 2022

ANNÁL HR 2022

HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK ANNÁLL 2022 - 30.12.2022

Eftir annasamt og árangursríkt ár lítum við hjá Háskólanum í Reykjavík um öxl með þakklæti. Háskólinn stendur faglega sterkar en nokkru sinni og starfsemin gengur með miklum ágætum.

Lesa meira
Kona situr við hljóðnema með heyrnartól

Annar þáttur Vísindavagnsins er kominn út - 22.12.2022

Þóra Hallgrímsdóttir, kennari við lagadeild HR, stökk á Vísindavagninn, hlaðvarp HR, á dögunum og ræddi við Katrínu Rut Bessadóttur um lögfræðileg álitaefni, jólamat og allt þar á milli. 

Lesa meira

Hrefna Pálsdóttir ráðin forstöðukona kennslusviðs HR - 21.12.2022

Hrefna Pálsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona kennslusviðs Háskólans í Reykjavík. Sem leiðtogi sviðsins mun Hrefna stýra stefnumótun þess og leiða framþróun kennsluhátta í HR í nánu samspili fræða, rannsókna og vísindastarfs.

Lesa meira
DSC03439

Fólkið er framtíð bókasafna - 19.12.2022

Ragna Björk Kristjánsdóttir hefur gegnt starfi forstöðukonu bókasafns Háskólans í Reykjavík frá því í febrúar 2022. Hún er með BA-gráðu í bókasafns- og upplýsingafræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í Information Science frá University College London. Ragna hefur starfað á bókasafninu síðan 2011 þar sem hún hefur meðal annars aðstoðað og frætt nemendur, kennt upplýsingalæsi og verið helsti sérfræðingur bókasafnsins í APA- og IEEE-heimildastöðlum og Zotero-heimildahugbúnaðinum. Auk þess innleiddi hún, hannaði og setti upp nýjan vef bókasafnsins í nýju vefumsjónarkerfi árið 2020, ásamt því að sjá um rafrænar tengingar við gagnasöfn, vefi og samfélagsmiðla safnsins. Áður en Ragna kom til HR vann hún hjá Biskupsstofu í sjö ár, bæði á bóka- og skjalasafni og upplýsingatæknisviði stofunnar.

Lesa meira
DSC03369

HR verðlaunin 2022 afhent - 16.12.2022

Sigurður Ingi Erlingsson, Paolo Gargiulo, Joanna Rós Matyszczyk og Ragnheiður Ríkarðsdóttir hlutu HR verðlaunin.

Lesa meira
Tveir karlmenn og tvær konur standa við glerbox með módeli af byggingu.

Ný bók Háskólans á Bifröst og Háskólans í Reykjavík: Rekstrarfræði og samfélagið - 15.12.2022

Komin er út bókin Rekstrarhagfræði og samfélagið eftir Ágúst Einarsson og Axel Hall. Það er umfangsmesta bók sem hefur verið skrifuð á íslensku um rekstrarhagfræði. Útgefendur eru Háskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík.

Lesa meira
Kona í grænum jakka stendur neðst við steyptar tröppur

FÓLKIÐ Í HR // Erum farin að treysta á að tæknin sé óskeikulli en manneskjan - 13.12.2022

Magga Dóra kennir þjónustu- og upplifunarhönnun við HR en tilvera okkar verður stafrænni með hverju árinu. Hið stafræna er farið að taka alls kyns ákvarðanir sem manneskjur þurftu áður að taka og segir Magga Dóra því nauðsynlegt að ræða, kenna og rannsaka bæði tækni og fólk enn betur.

Lesa meira
Tvær konur og karlmaður skoða þrívíddarprentaðan hlut sem önnur konan heldur á.

Sendiherra ESB í heimsókn í HR - 13.12.2022

Sendiherra Evrópusambandsins Lucie Samcová - Hall Allen kom í heimsókn í Háskólann í Reykjavík til að ræða rannsóknir og þróun ásamt því að kynna sér háskólann og starfsemi hans.

Lesa meira
Copy-of-P1110297

MPM // Einstaka verkþættir leggja grunninn að bjartari framtíð - 13.12.2022

Þorsteinn Geirsson, stofnandi og nýsköpunarstjóri NeckCare, segir MPM-námið nýtast vel í starfi sínu. Í náminu hafi hann öðlast betri heildaryfirsýn og aukinn skilning á því hvernig einstaka verkþættir leggja grunninn að bjartari framtíð. 

Lesa meira
Karlmaður stendur við töflu og bendir

Hvatti nemendur til að leita lausna varðandi endurvinnslu og orkuöflun - 9.12.2022

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra heimsótti nemendur í tæknifræði og kynnti verkefni ráðuneytisins „Leiðin að árangri í lofslagsmálum“. Í námskeiðinu Inngangur að tæknifræði fást nemendur við hagnýt verkefni sem öll tengjast umhverfis- og orkumálum. 

Lesa meira
Karlmaður í dökkum jakka stendur fyrir utan byggingu

Dósent við viðskiptadeild HR rannsakar áhrif metaverse á markaðsvirði fyrirtækja - 8.12.2022

Ender Demir, dósent við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík, er einn höfunda fræðilegrar rannsóknargreinar sem nýlega birtist í tímaritinu Research in International Business and Finance. Þar greinir frá fyrstu tilraun til að mæla viðbrögð markaðarins við upplýsingagjöf SEC fyrirtækja (fyrirtæki í opinberri eigu) sem tengjast Metaverse starfsemi.

Lesa meira
Hundastund-minni

Hundastund í desember - 7.12.2022

Vel heppnuð Hundastund var haldin fyrir nemendur Háskólans í Reykjavík nú í nóvember og komust færri að en vildu til að knúsa besta vin mannsins. Hundastund verður því endurtekin dagana 7. og 8. desember.

Lesa meira
Tveir karlmenn og kona standa fyrir framan mæla á vegg, annar karlmaðurinn bendir á mæli.

Mælingar og pælingar í þriggja vikna námskeiði í tæknifræði - 6.12.2022

Nýnemar í tæknifræði hafa undanfarnar vikur unnið að verkefnum sínum í svokölluðum þriggja vikna námskeiðum. Í skemmtilegu myndbandi má sjá frá vettvangsferð þeirra í Hrútafjörð þar sem aðstæður voru skoðaðar fyrir byggingu nýrrar viðbyggingar við símstöðvarhús Veraldarvina. 

Lesa meira
Screenshot-2022-12-05-151516

Stefnir á nám í tölvunarfræði - 5.12.2022

Lisseth Carolina Acevedo Mendez stundar þriggja anna nám við Háskólagrunn HR. Hún hefur náð góð tökum á íslenskunni en hún flutti hingað til lands árið 2017 og hefur starfað á leikskóla í Garðabæ síðan 2018. Þá er hún landsliðskona í skák og hefur keppt í skák bæði hérlendis og á Kostaríka.

Lesa meira
HRfrumgreinar_jun2021-77_1669906392834

Bóklegt nám gekk vonum framar - 1.12.2022

Þrjár námsleiðir eru í boði við Háskólagrunn HR á Austurlandi og ein þeirra er brú úr iðnfræði í tæknifræði. Iðnfræðingar sem fara þessa leið taka allar námsgreinar vorannar í tækni- og verkfræðigrunni, megináherslan í þeim grunni er á stærðfræði og raungreinar auk námskeiða í íslensku og öðrum tungumálum

Lesa meira
Svarthvít mynd af karlmanni í hvítri skyrtu og dökkum jakka og með gleraugu.

Jón Haukur ráðinn framkvæmdastjóri rekstrar við HR - 1.12.2022

Jón Haukur Arnarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrar við Háskólann í Reykjavík. Hann hefur störf í upphafi árs 2023.

Lesa meira
Utskrift_Okt2022_Nordurljos_DSC00365

Aukin gæði og endingartími blóðflöguþykknis rannsökuð - 30.11.2022

Níels Árni Árnason lauk doktorsnámi frá verkfræðideild Háskólans í Reykjavík nú í haust. Níels Árni starfar hjá Blóðbankanum þar sem rannsóknarhugmyndin fæddist. Í rannsókn sinni skoðaði Níels Árni aðferð sem minnkar áhættu á bakteríusmiti í blóðflöguþykkni og eykur geymslutíma þess sem tryggir betra framboð fyrir sjúklinga sem þurfa á slíku að halda og dregur úr álagi á blóðbanka.

Lesa meira
Þrír karlmenn í svarthvítu

Styrkur til að skrifa handbækur um stjórnun fyrir byggingariðnaðinn - 29.11.2022

Verkfræðideild HR ásamt fleiri háskólum hlaut nýlega Erasmus+ Evrópustyrk til að skrifa handbækur um stjórnun fyrir byggingariðnaðinn.

Lesa meira
IMG_6964

Lagalegt tómarúm og ósanngjarnar niðurstöður - 29.11.2022

Dr. Snjólaug Árnadóttir skrifaði nýverið blogg fyrir World Lawyers’ Pledge on Climate Action um kolefnisförgun á Íslandi og stofnun nýs rannsóknarseturs; Sjálfbærni- og loftslagsréttarstofnunar HR. Setrið var meðal annars stofnað til að heiðra lögmannaheitið, sem Snjólaug tók þátt í að gera, og miðar að því að hraða loftslagsaðgerðum. Bloggið fjallar um lagalegt tómarúm og ósanngjarnar niðurstöður gildandi laga sem stafa af loftslagsbreytingum og hvernig lögfræðingar geta tekist á við þessar áskoranir til að stuðla að þýðingarmiklum loftslagsaðgerðum.

Lesa meira
Aiesec_shutterstock_761153062

Langar þig að virkja leiðtogakraftinn? - 28.11.2022

Ef þú vilt öðlast hagnýta reynslu og þróa leiðtogahæfileika þína í síbreytilegu og fjölmenningarlegu umhverfi þar sem áhersla er lögð á frumkvöðlahugsun þá er AIESEC rétta leiðin fyrir þig.

Lesa meira
Utskrift_Okt2022_Nordurljos_DSC00369-

Rannsókn á stöðugleika og stjórnun Majorana núllhátta - 25.11.2022

Kristján Óttar Klausen lauk nýverið doktorsnámi við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík í verk- og tæknivísindum, eðlisfræði nánar tiltekið, undir leiðsögn Andrei Manolescu og Sigurðar I. Erlingssonar. Verkefni hans fólst í því að kanna stöðugleika og stjórnun margra Majorana núllhátta (e. zero modes) í rörlaga nanóvírum, sem nýlega hefur tekist að framleiða.

Lesa meira
Fjórar konur uppstilltar fyrir framan skilti sem á stendur Neurotech

HR til liðs við Neurotech - 25.11.2022

Háskólinn í Reykjavík er nú formlega orðinn fullgildur þátttakandi í NeurotechEU - University of Brain and Technology, sem er samstarfsverkefni (European University Initiative) nokkurra fremstu rannsóknaháskóla Evrópu á sviði taugatækni (neuro-technology). Háskólar innan NeurotechEU - njóta fjölbreytts ávinnings af því. Þannig munu nemendur í háskólum innan samstarfsins geta sótt nám í öllum háskólum og öðlast með því alþjóðlega reynslu og notið góðs af sérþekkingu hvers háskóla á sviðinu.

Lesa meira
Arnar Egilsson - Þjónustustjóri upplýsingatæknisvið hjá HR

Lærði til þjóns, en sinnti svo upplýsingatækni í 20 ár í HR - 25.11.2022

Þjónustustjórinn Arnar Egilsson er kunnur flestum ef ekki öllum HRingum sem numið hafa eða starfað við skólann síðastliðin 20 ár. Arnar var starfsmaður skólans númer 86 og stendur nú á tímamótum eftir 20 ára starfsferil hjá Háskólanum í Reykjavík því að hann hefur nú haldið til nýrra starfa. Við fórum yfir farinn veg með Arnari skömmu fyrir kveðjudaginn, ræddum jólahlaðborð í Sólinni áður en HR var vígður, tölvuáhugann og fjallgöngurnar og sjósundið þar sem hann hleður batteríin.

Lesa meira
Maður með alskegg, klæddur svartri peysu, stendur við steyptan vegg.

Ný tilraunalyf við ADHD í þróun - 24.11.2022

Grein eftir vísindamenn við Háskólann í Reykjavík og 3Z, sem starfa á sviði lyfjauppgötvana, birtist í Nature tímaritinu Neuropsychopharmacology á dögunum. Í greininni er nýjum lyfjum við ADHD sem eru í þróun lýst.

Lesa meira
HA-Tolvunarfraedingar-3

Stökkpallur fyrir rannsóknir og meðferð við lækningu barna með periodic fever - 24.11.2022

Árni Steinar Þorsteinsson og Þorsteinn I. Stefánsson Rafnar eru tilnefndir til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands fyrir verkefni sitt í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Akureyri. Verkefnið snýr að gerð smáforrits (e. app) og gagnagrunns fyrir foreldra og lækna barna er kljást við perodic fever, klínísku ástandi sem veldur reglulegum hitaköstum hjá börnum sem ekki er hægt að rekja til veiru eða bakteríusýkingar. Um er að ræða áhrifaríka nýjung sem þeir vonast til að geti stuðlað að verulegum úrbótum í meðferð og rannsókn sjúkdómsins.

Lesa meira
Roma-verdlaun-3

Doktorsnemar við Heilbrigðistæknisetur HR verðlaunaðir á ráðstefnu í Róm - 22.11.2022

Fjórir doktorsnemar við Heilbrigðistæknisetur Háskólans í Reykjavík (RU Institute of Biomedical and Neural Engineering) sóttu nýlega IEEE MetroXRAINE-ráðstefnuna í Róm, en hún fjallar einkum um mælifræði fyrir gervigreind, sýndarveruleika og taugaverkfræði. Tvö úr hópnum, þau Marco Recenti og Deborah Jacob, hlutu einstaklingsverðlaun fyrir rannsóknir sem kynntar voru á ráðstefnunni. Marco fyrir besta doktorsframlagið og Deborah fyrir besta framlagið í flokki vísindakvenna.

Lesa meira
Loftið í Sólinni

Alþjóðlega þýskuprófið TestDaF - 22.11.2022

Alþjóðlega þýskuprófið TestDaF verður haldið í Tungumálamiðstöð Háskóla Íslands 14. febrúar 2022 kl. 9:15. Prófið er bæði skriflegt og munnlegt og er ætlað þeim, sem ætla að fara í háskólanám í Þýskalandi. Prófið er nú alfarið rafrænt og verður því haldið í tölvuveri Tungumálamiðstöðvar á 2. hæð í Veröld – húsi Vigdísar.

Lesa meira
Samkomulag um skiptinám við Singapore University of Technology and Design

Samkomulag um skiptinám við Singapore University of Technology and Design - 18.11.2022

Ágúst Valfells, deildarforseti verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík var þátttakandi í sendinefnd sem ráðherra leiddi til Singapúr. Áhersla var lögð á að þau kynntu sér háskóla- og nýsköpunarumhverfið þar í landi en Singapúr hefur náð eftirtektarverðum árangri á sviði nýsköpunar. 

Lesa meira
Dr. Anna Sigríður Islind - Tölvunarfræðingur og dósent við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík

„Að sjá nemendur blómstra er það besta sem ég veit“ - 17.11.2022

Tölvunarfræðingurinn Anna Sigríður Islind var lengi að máta sig við fagið. Á tímabili íhugaði hún að segja skilið við það og gerast frekar læknir eða bara skartgripahönnuður. Ekkert varð þó af því og segir hún síbreytileika tölvunarfræðinnar hafa verið það sem togaði hana sífellt aftur til baka. Hún lauk doktorsprófi í tölvunarfræði og í dag starfar hún sem dósent við tövlunarfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Lesa meira
Þrjár manneskjur, einn karlmaður og tvær konur, standa uppstillt. Í bakgrunni er merki Háskólans í Reykjavík.

Nýtt fagráð Háskólagrunns HR - 14.11.2022

Nýtt og breytt fagráð Háskólagrunns hefur verið skipað. Fagráðinu er ætlað að vera stefnumótandi við skipulag náms og stuðla að því meginmarkmiði Háskólagrunns að undirbúa nemendur fyrir áframhaldandi nám á háskólastigi.

Lesa meira
HR_Gudmundur5105_2

Guðmundur Örn fann drifkraftinn - 14.11.2022

Guðmundur Örn Guðjónsson er uppalinn í Vesturbænum og stundaði íþróttir með KR. Fyrir rúmum áratug hóf hann nám við Kvennaskólann í Reykjavík en náði ekki að ljúka stúdentsprófi og hélt út á vinnumarkaðinn.

Lesa meira
Paolo-3-DSC01162

Þróunarsetur Háskólans í Reykjavík fyrir þrívíddarprentun vígt - 11.11.2022

Þróunarsetur Háskólans í Reykjavík fyrir þrívíddarprentun var vígt með opnunarathöfn síðastliðinn föstudag. Í þróunarsetrinu verður hægt að gera rannsóknir og stuðla að vöruþróun með þrívíddarlíkönum, svo sem á sviði hátækni, efnavísinda, heilbrigðisvísinda, verkfræði, læknisfræði, matvælaframleiðslu, byggingariðnaðar, kvikmynda, myndlistar og orkugeiranum. Í setrinu verður hægt að hanna ferla sem notaðir verða við skipulagningu háþróaðra skurðlækninga, hanna flókin gervilíffæri og gera rannsóknir sem eru grundvöllur hátækniþróunar og hátækniiðnaðar.

Lesa meira
Dr. Ingunn S. Unnsteinsdóttir Kristensen, forstöðukona Opna háskólans í HR

Dr. Ingunn tekur við Opna háskólanum í HR - 11.11.2022

Dr. Ingunn S. Unnsteinsdóttir Kristensen hefur verið ráðin forstöðukona Opna háskólans í HR. Henni er meðal annars ætlað að leiða sókn Opna háskólans á sviði nýsköpunar og þróunar og marka honum afgerandi sess á mörkum atvinnulífs, háskóla og vísinda.

Lesa meira
Sex karlmenn standa í hóp við tæki sem lætur vatn gjósa

Geysir gaus eins og til var ætlast - 10.11.2022

Nemendur í orku- og véltæknifræði í Háskólanum í Reykjavík unnu að skemmtilegu verkefni í námskeiðinu Hagnýtt verkefni III þar sem þeir smíðuðu líkan af hver. Líkanið býr til strók, rétt eins og Geysir, og gaus hann fyrir utan HR í síðustu viku. 

Lesa meira
ISE Slóveníu heimsókn

Sendinefnd frá Slóveníu heimsækir Iceland School of Energy í HR - 10.11.2022

Nýverið sótti nokkuð fjölmennur hópur vísindafólks og embættismanna frá Slóveníu vinnustofur og vettvangsferðir hér á landi í samstarfi við Iceland School of Energy (ISE) við Háskólann í Reykjavík. Heimsóknin er hluti af svokölluðu INFO-Geothermal-verkefni, sem styrkt er af EES um ríflega 1 milljón Evra samkvæmt Climate Change Mitigation and Adaptation-áætlun EES, sem miðar að aðgerðum gegn loftslagsvánni. Verkefninu er stýrt af Jarðfræðistofnun Slóveníu ásamt ráðuneytum og samtökum sveitarfélaga í Slóveníu.

Lesa meira
HR_Hakon5134_2

Hákon lagði hnífinn á hilluna og stundar nú nám í hagfræði og fjármálum - 8.11.2022

Hákon Hafsteinsson útskrifaðist sem kokkur fyrir tæpum tíu árum og starfaði sem slíkur þar til hann langaði að skipta um starfsumhverfi. Hákon var hins vegar ekki viss um hvað hann vildi gera næst og samkeppnin við háskólamenntaða um áhugaverð störf reyndist erfið.

Lesa meira
Tíu manns sitja við fundarborð, sex karlmenn og fjórar konur.

Mikilvægt að fylgjast með stöðu jafnréttismála - 8.11.2022

Í Háskólanum í Reykjavík eru starfandi virk jafnréttisfélög, annars vegar jafnréttisfélag SFHR (Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík) og hins vegar jafnréttisnefnd HR . Félögin hittust á fundi á dögunum.

Lesa meira
Kona bendir á tölvuskjá hjá konu sem situr við borð fyrir framan tölvuskjá. Í bakgrunni er fleira fólk sem situr við borð í kennslustofu.

Öflugt samstarf um samfélagsvaxtarrýmið Snjallræði - 7.11.2022

Skrifað var undir samning um aukið samstarf Háskólans í Reykjavík við Höfða friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands um samfélagsvaxtarrýmið Snjallræði. Snjallræði er ætlað að draga fram og efla nýjar lausnir sem styðja við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og leysa aðkallandi áskoranir samtímans.

Lesa meira
Mynd af eyðibýli á Ísland

Byggðastofnun - Styrkir til meistaranema - 7.11.2022

Ákveðið hefur verið að framlengja umsóknarfrest vegna styrkja Byggðastofnunar til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðaþróunar, en frestur rann út þann 1. nóv. s.l.

Lesa meira
Fjöldi nemenda á kynningu Gulleggsins

HR er meðal bakhjarla Gulleggsins - 2.11.2022

Fulltrúar Háskólans í Reykjavík tóku þátt í fjölmennri vísindaferð Gulleggsins í síðustu viku. Þar voru háskólanemar hvattir til að taka þátt í og kynntir fyrir nýsköpun en HR er meðal bakhjarla Gulleggsins.

Lesa meira
Háskólinn í Reykjavík

Turnitin Summit EMEA 2022 - 1.11.2022

Háskólinn í Reykjavík skrifaði á dögunum undir stofnanaleyfi fyrir Gradescope hugbúnaðinn, sem er kerfi til að fara yfir ýmsar tegundir nemendaverkefna. Miðvikudaginn 2. nóvember og fimmtudaginn 3. nóvember stendur móðurfélag Gradescope, Turnitin LLC, fyrir stórri, rafrænni ráðstefnu sem fjallar um Gradescope, Turnitin (sem HR notar í gegnum landsleyfi), sem og önnur verkfæri í nemenda- og lærdómsumsjá.

Lesa meira
Leifur-Eiriksson

Styrkir til rannsókna eða náms í bandarískum háskólum - 31.10.2022

Nemendum Háskólans í Reykjavík býðst að sækja um styrki til rannsókna eða náms í bandarískum háskólum fyrir skólaárið 2023-2024 hjá Stofnun Leifs Eiríkssonar (Leifur Eiriksson Foundation). Stofnunin veitir allt að 25.000 dollara styrki árlega, jafnvirði um 3,5 milljóna króna, en þetta eru með hæstu styrkjum sem íslenskum nemendum bjóðast til framhaldsnáms í Bandaríkjunum.

Lesa meira
Utskrift_Okt2022_Nordurljos_DSC00334_edit_web

82 nemendur brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík - 31.10.2022

Alls voru 82 nemendur útskrifaðir frá Háskólanum í Reykjavík laugardaginn, 29. október við hátíðlega athöfn í Norðurljósum í Hörpu. Einn nemandi brautskráðist úr grunnnámi, 79 úr meistaranámi og tveir brautskráðust með doktorsgráðu.

Lesa meira
Níu manns standa úti við, tré og bygging í bakgrunni

HR-ingar í heimsókn í MIT - 28.10.2022

Hópur stjórnenda HR heimsótti MIT (Massachusetts Institute of Technology) í Boston í Bandaríkjunum. Tilgangur ferðarinnar var að hitta samstarfsaðila, læra af þeim og miðla þekkingu auk þess að hefja vinnu við stefnumótun HR til ársins 2030.

Lesa meira
MicrosoftTeams-image-25-

Næsingur fyrir nemendur í HR - 27.10.2022

Næsingur í HR er yfirskrift vellíðunardags í Háskólanum í Reykjavík sem haldinn verður þann 2. nóvember. Þar býðst nemendum nærandi þjónusta fyrir líkama og sál í aðdraganda námsmatstímabils. Ýmis félagasamtök er snúa að heilbrigði verða með kynningu á þjónustu sinni, Hundastund verður haldin í glerrýminu, herðanudd á spott prís í boði og nokkrir heppnir fá gjafabréf frá Joe and The Juice.

Lesa meira
IMAR 2022

IMAR 2022 - VEL HEPPNUÐ RÁÐSTEFNA UM NÝSKÖPUN, RISAVERKEFNI OG ÁHÆTTU - 24.10.2022

Verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, eða nánar tiltekið rannsóknasetrið CORDA og MPM námið, í samstarfi við Verkfræðingafélag Íslands (VFÍ) stóðu að ráðstefnunni „Innovation, Megaprojects and Risk“ (IMaR) þ. 20 október sl.

Lesa meira
DSC01015

Ráðstefna um rakaskemmdir og myglu haldin fyrir fullu húsi í HR - 24.10.2022

Ráðstefna um rakaskemmdir og myglu var haldin fyrir fullu húsi í Háskólanum í Reykjavík þann 18. október síðastliðinn. Fundarstjórn var í höndum Ólafs Wallevik, prófessors í iðn-og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, opnaði ráðstefnuna.

Lesa meira
Maður með derhúfu og í Kiss bol stendur úti við grænt tré og með grænt gras í bakgrunni.

Sprotafyrirtækið ENVALYS þróar hönnunarstefnu fyrir sjálfbærni - 21.10.2022

Í lausnum sprotafyrirtækisins ENVALYS, sem er til húsa í Háskólanum í Reykjavík þar sem það kom til sögunnar, er lögð áhersla á sjálfbærni, heilbrigði samfélaga og kerfisbundna, heildræna nálgun í ferlum sem snúa að þróun, hönnun og skipulagi umhverfis.

Lesa meira
Fjórir karlmenn standa við geimjeppa fyrir framan Háskólann í Reykjavík

Vinna að geimvísindaverkefni með Arizona-háskóla - 21.10.2022

Verkfræðideild Háskólans í Reykjavík er þátttakandi í svokölluðu RAVEN-verkefni, sem er hluti af stærra verkefni Háskólans í Arizona. Verkefnið snýst um samþættingu dróna og geimjeppa við sýnatöku og leiðarval. Niðurstöðurnar má hagnýta í umhverfi eins og á Mars.

Lesa meira
Teikning af fjölbýlishúsi með bílastæði fyrir framan

Sprenging í aðsókn í einstakt nám - 21.10.2022

Aðsókn í BSc-nám í byggingafræði við Iðn- og tæknifræðideild Háskólans í Reykjavík hefur aldrei verið meiri en nú. HR er eini háskólinn á Íslandi þar sem slíkt nám er í boði. 

Lesa meira
Paolo Gargiulo heldur á þrívíddarprentuðu hjarta

Forstöðumaður Heilbrigðistækniseturs HR undirritar alþjóðlegan útgáfusamning - 21.10.2022

Dr. Paolo Gargiulo, prófessor í verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Heilbrigðistækniseturs HR, hefur skrifað undir samning við alþjóðlega útgáfurisann Elsevier um útgáfu fræðirits um notkun þrívíddarlíkana í klínískum skurðaðgerðum.

Lesa meira
Þrjár konur og karl, uppstillt, horfa í myndavélina.

Nýtt nám í HR fyrir fólk á þriðja æviskeiði - 20.10.2022

Sprotafyrirtækið Magnavita hefur undirritað samstarfssamning við Háskólann í Reykjavík um að þróa og bjóða eins árs nám fyrir fólk á þriðja æviskeiði. Það hefur yfirskriftina Magnavita-námið í HR og verður undir merkjum Opna háskólans í HR. Skráning hefst núna í október.

Lesa meira
Háskólagarðar Háskólans í Reykjavík

Fegrunarviðurkenning Reykjavíkurborgar fyrir lóð Háskólagarða við Nauthólsveg - 20.10.2022

Háskólinn í Reykjavík hlaut viðurkenningu fyrir fallega og vel hirta fjölbýlishúsalóð Háskólagarða við Nauthólsveg 83. Reykjavíkurborg veitir viðurkenningar árlega fyrir fallegar stofnana-, fyrirtækja- og fjölbýlishúsalóðir

Lesa meira
Thorhildur-Halldorsdottir_1666266836484

Raunveruleg aukning á vanlíðan unglinga á tímum faraldursins - 20.10.2022

Þórhildur Halldórsdóttir, lektor við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík, hélt fyrr á þessu ári Ted fyrirlesturinn Adolescent mental health - Moving forward after the pandemic. Í fyrirlestrinum ræðir Þórhildur um áhrif Covid-19 á andlega heilsu unglinga og þá staðreynd að kvíða- og þunglyndiseinkenni hafa aukist til muna í kjölfar heimsfaraldurs og þá sérstaklega meðal stúlkna á aldrinum 16-18 ára.

Lesa meira
HR hlaðvarpið lógó ofan á byggingu HR

HR hlaðvarpið hefur göngu sína - 19.10.2022

HR hlaðvarpið hefur nú göngu sína og fyrsta afurðin er 1. þáttur í syrpunni "Verkfræðivarpinu", sem er sjálfstæð þáttasyrpa innan HR hlaðvarpsins. Verkfræðivarpið er hugarfóstur Hauks Inga Jónassonar, Helga Þórs Ingasonar og Þórðar Víkings Friðgeirssonar, en þeir eru allir kennarar og fræðmenn við verkfræðideild HR. Í þessari hlaðvarpsþáttaröð leitast þeir við að færa hið stórkostlega þekkingarsvið verkfræðinnar til almennings og verkfræðinga á mannamáli.

Lesa meira
DSC00717_1666105986986

Geimjeppi til sýnis í Háskólanum í Reykjavík - 19.10.2022

RAVEN verkefnið er hluti af stærra verkefni leitt af Háskólanum í Arizona sem samtvinnar stjórnun MESR vísinda geimjeppa, er lánaður var frá kanadísku geimstofnuninni, og dróna. Þorsteinn Hanning Kristinsson, aðstoðarkennari við verkfræðideild HR, var í fimm manna hópi sem dvaldi við Öskju síðastliðið sumar þar sem hópurinn tók þátt í uppsetningu og framkvæmd verkefnisins.

Lesa meira
Háskólinn í Reykjavík

Háskólinn í Reykjavík heldur sæti 301-350 á nýjum allsherjarlista THE - 14.10.2022

Á nýjum lista Times Higher Education (THE) yfir bestu háskóla heims fyrir árið 2023 er Háskólinn í Reykjavík áfram efstur íslenskra háskóla og heldur stöðu sinni í sæti 301-350. Þá er HR enn meðal allra efstu skóla er kemur að mati á hlutfallslegum áhrifum rannsókna, fjórða árið í röð í sjöunda sæti tæplega 1800 háskóla. Áhrif rannsókna eru metin út frá fjölda tilvitnana í vísindagreinar, það er, hversu oft aðrir vísindamenn vitna í niðurstöður fræðimanna háskólans í ritrýndum vísindagreinum.

Lesa meira
VOR-Hopmynd-2022-FinalF_102.2e16d0ba.fill-2044x1148-c100

Tvö verkefni í verkfræðideild hljóta samtals 17 milljóna króna styrki - 11.10.2022

Fyrsta úthlutun úr Vísindasjóði OR, VOR, fór fram í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur síðastliðinn föstudag. Hátt í hundrað milljónum var úthlutað til 17 verkefna. Brynhildur Davíðsdóttir formaður stjórnar OR sagði við þetta tilefni að OR samstæðan reiði sig mikið á vísinda- og rannsóknarstörf sem fram fari utan fyrirtækisins sem og uppeldi háskólanna á vísindafólki framtíðarinnar. Tvö verkefni frá verkfræðideild Háskólans í Reykjavík hlutu 8,5 milljóna króna styrk hvort.

Lesa meira
DSC00455

Forsetafrú Íslands heimsækir MBA nemendur - 10.10.2022

Eliza Reid forsetafrú hélt fyrirlestur fyrir EMBA nemendur síðastliðin fimmtudag. Þar talaði hún um vegferð sína, starf sitt og um nýútgefna bók sína (The Secrets of the Sprakkar: Iceland´s Extraordinary Women and How They Are Changing the World) og megin skilaboð hennar.

Lesa meira
DSC00441

Aftur á völlinn hálfu ári frá hásinarsliti - 10.10.2022

Hásinarslit eru á meðal langvinnustu meiðsla hjá atvinnufólki í knattspyrnu. Með nýjustu þekkingu í endurhæfinga, íþrótta- og næringarfræðum er mögulegt að stytta tímann sem endurhæfing tekur til muna. Dr. Chris Curtis hefur starfað sem næringarfræður í heimi íþróttanna síðastliðin 14 ár og hélt í vikunni fyrirlestur á vegum íþróttafræðideildar um endurkomu knattspyrnufólks á völlinn eftir meiðsli með hjálp faglegrar næringarráðgjafar.

Lesa meira
MicrosoftTeams-image-18-

Leiftur bar sigur úr bítum - 6.10.2022

Það var liðið Flash sem bar sigur úr býtum í æsispennandi vélmenna kappakstri síðastliðinn föstudag. 

Lesa meira
Menntakvika-2022

Menntakvika 2022 - 4.10.2022

Menntakvika 2022 verður haldin eftir hádegi fimmtudaginn 6. október og föstudaginn 7. Í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í Stakkahlíð. Ráðstefnan er öllum opin og þátttakendum að kostnaðarlausu og verður málstofum einnig streymt í gegnum Zoom fjarfundabúnað.

Lesa meira
_GSF9679

Vel heppnuð vísindavaka að baki - 3.10.2022

Starfsfólk Háskólans í Reykjavík tók á móti fjölda gesta á Vísindavöku um helgina í Laugardalshöll. Vísindavaka er ætluð öllum aldurshópum til að færa vísindin nær almenningi, kynna manneskjurnar á bak við vísindin og vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi.

Lesa meira
Geimvisindamenn

Ástand jarðarinnar metið með gervihnattamyndum - 3.10.2022

Með gervihnattamyndum má nálgast mikilvægar upplýsingar um ástand jarðarinnar t.a.m. er varðar gróðurfar og umfang skógarelda. Slíkar myndir geta því veitt ákveðið aðhald og vakið athygli almennings á þeim breytingum sem verða.

Lesa meira
Þrjár konur og einn karlmaður sitja fyrir svörum á ráðstefnu fyrir framan áhorfendur. Karlmaður heldur á hljóðnema.

Rektor HR fjallar um samspil vísinda og stjórnmála á Norrænum háskóladögum - 30.9.2022

Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, sótti Norræna háskóladaga 26. og 27. september 2022 í Brussel. Á ráðstefnunni komu saman yfir sextíu rektorar norrænna háskóla ásamt fulltrúum frá framkvæmdastjórn ESB, Evrópska rannsóknarráðinu, Evrópuþinginu, fastafulltrúum og sendinefndum ESB. Ragnhildur sat fyrir svörum á fundi Evrópuþingmanna og ræddi þar fyrst og fremst samspil vísinda og stjórnmála, ásamt því að svara spurningum um norræna háskóla.

Lesa meira
Visindavaka-frett-2022

Tættu í sundur tölvu og spilaðu á vatnspíanó - 29.9.2022

Á Vísindavöku nú um helgina gefst gestum og gangandi tækifæri á að skoða, prófa og uppgötva brot af þeim metnaðarfullu rannsóknum sem stundaðar eru innan Háskólans í Reykjavík. Vísindavaka er ætluð öllum aldurshópum en markmiðið með henni er að færa vísindin nær almenningi, kynna manneskjurnar á bak við vísindin og vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi.

Lesa meira
Horft yfir Háskólann í Reykjavík og Nauthólsvík

Hugmyndir að samstarfsverkefnum háskólanna - 27.9.2022

Starfsfólk Háskólans í Reykjavík er hvatt til að kynna sér Samstarfssjóð háskóla sem háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur sett á laggirnar. Kallað er eftir hugmyndum frá starfsfólki um möguleg samstarfsverkefni HR við aðra háskóla fyrir lok þessarar viku. 

Lesa meira
Sveitabær

Byggðaþróun - styrkir til meistaranema - 26.9.2022

Byggðastofnun auglýsir styrki til meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðaþróunar. Kostur er ef verkefnin hafa skírskotun til byggðaáætlunar. Til úthlutunar er allt að 1.000.000 kr. og stefnt er að því að veita fjóra styrki.

Lesa meira
Radstefna-Barcelona

Hnattrænar áskoranir framtíðarinnar - 23.9.2022

Dagana 13.-16. september tóku fulltrúar frá alþjóðaskrifstofu HR þátt í ráðstefnu European Association for International Education (EAIE) í Barcelona þar sem um 6300 þátttakendur frá 90 löndum voru samankomnir. Þetta var í 32. skipti sem ráðstefnan er haldin og urðu mikilir fagnaðarfundir kollega eftir tveggja ára rafræn samskipti.

Lesa meira
Tvær konur standa við borð og skrifa undir samning

Nýr langtímasamningur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis við Háskólann í Reykjavík - 22.9.2022

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, og rektor Háskólans í Reykjavík, Ragnhildur Helgadóttir, hafa undirritað nýjan þjónustusamning til næstu fimm ára (2023-2027) um kennslu og rannsóknir við skólann. Með þessum nýja langtímasamningi við HR styður ráðuneytið við stöðugleika og fyrirsjáanleika í starfsemi háskólans og eykur möguleika hans til langtímafjármögnunar og verkefna til lengri tíma.

Lesa meira
Paola-Cardenas

Auka verður jafnrétti fólks af erlendu bergi brotnu hérlendis - 22.9.2022

Paola Car­den­as, klínískur sál­fræðing­ur, fjöl­skyldu­fræðing­ur og doktorsnemi í sál­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík, er nýr formaður inn­flytj­endaráðs. Hún er skipuð af Guðmundi Inga Guðbrands­syni, fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra. Paola hefur á undanförnum þremur árum rannsakað félagslegar aðstæður og líðan flóttabarna- og ungmenna á Íslandi.

Lesa meira
P1122604

Keppt í ísboðhlaupi og skutlukeppni - 19.9.2022

Stúdentafélagið í HR stóð fyrir árlegum Ólympíuleikum SFHR í síðustu viku. Þar koma nemendur úr öllum deildum innan skólans saman og keppa í nokkuð nýstárlegum og skemmtilegum greinum m.a. ísboðhlaupi og skutlukeppni svo og hefðbundnari íþróttagreinum. Að vanda endaði Ólympíuvikan með risa alvöru Ólympíupartýi þar sem nokkur hundruð nemendur mættu og skemmtu sér saman.

Lesa meira
Fjórar konur og tveir karlar uppstillt og horfa í myndavélina, standandi í fyrir framan líkan af byggingu Háskólans í Reykjavík. Í bakgrunni er merki Háskólans í Reykjavík

Ný stjórn HR semur við rektor til fjögurra ára - 19.9.2022

Ný stjórn Háskólans í Reykjavík hefur framlengt ráðningarsamning dr. Ragnhildar Helgadóttur rektors til ársins 2026. Hún tók við stöðunni af dr. Ara Kristni Jónssyni árið 2021 en hann hafði verið rektor í ellefu ár. Ragnhildur gerði upphaflega samning til eins árs, sem hefur nú verið framlengdur.

Lesa meira
P1110709

Námsleikir til að bylta stærðfræðinámi barna - 19.9.2022

Fyrirtækið varð til við þverfaglegar rannsóknir í sálfræði og tölvunarfræði í hugbúnaðarkerfinu Aperio við Háskólann í Reykjavík. Þriggja ára rannsóknir á áhrifum styrkingarhátta í tölvuleikjum leiddu til þróunar námsleiks sem nýtir blöndu styrkingarhátta til að hámarka áhuga og árangur barna í stærðfræði. Rannsóknin sýndi að börn lærðu að meðaltali fjórfalt hraðar í námsleiknum og börn með undirliggjandi námsörðugleika lærðu allt að tólffalt hraðar.

Lesa meira
Skema_Alm-myndataka-i-Solinni_00A1278-copy

Minecraft, vatnspíanó og vélmenni - 16.9.2022


Laugardaginn 17. september mun Skema bjóða upp á sannkallað tækniævintýri í Smáralindinni milli 11:00 og 17:00. Gestir og gangandi geta kynnt sér og prófað ýmislegt sem Skema í HR nýtir á námskeiðum sínum m.a. vatnspíanó, Minecraft, tölvuleikjaforritun, vélmenni og forritunarleikir fyrir yngri kynslóðina.

Lesa meira
P1108835

Fallegir garðar og bar í skipi - 15.9.2022

Ágúst Örn Eiðsson, tölvunarfræðinemi við Háskólann í Reykjavík, stundar nú skiptinám við TUM eða Technical University of Munich í Þýskalandi. Ágúst ákvað að fara í tölvunarfræði þar sem hann hefur alltaf haft mikinn áhuga á tölvum og hefur gaman af því að leysa ýmis vandamál og reyna að finna nýjar lausnir.

Lesa meira
Sjö manns, fjórar konur og þrír karlar standa í hóp í stiga í HR

Nýir meðlimir í háskólaráði HR og nýr formaður - 15.9.2022

Fyrsti fundur háskólaráðs Háskólans í Reykjavík undir stjórn nýs formanns, Guðbjargar Eddu Eggertsdóttur, fór fram 14. september síðastliðinn. Á fundinum var tímabilið framundan undirbúið.

Lesa meira
P1109992_1663145693581

Metnaðarfullur hasarævintýraleikur - 14.9.2022

Myrkur Games var stofnað árið 2016 af þremur nemendum úr Háskólanum í Reykjavík, þeim Halldóri Snæ Kristjánssyni, Daníel Arnari Sigurðssyni og Friðriki Aðalsteini Friðrikssyni. Fyrirtækið spratt upp úr samstarfi þeirra í þriggja vikna áfanga í leikjagerð og síðar lokaverkefni í sýndarveruleika.

Lesa meira
290912229_432913272031663_2250804953852034109_n-1-

Löngu búinn að missa tölu á öllum matarboðunum - 13.9.2022

Sigurgeir Sveinsson nemur byggingafræði við Háskólann í Reykjavík. Hann segir fagið heillandi en á síðustu vorönn lét hann ævintýraþrána ráða ferðinni og hélt í skiptinám alla leið til Jórdaníu. Sigurgeir segir mikilvægt að halda í skiptinám með opnum huga og nýta sér öll þau tækifæri sem bjóðast á meðan því stendur.

Lesa meira
Skiptinam-Olof-maria-6

Rík íþróttamenning í Köln heillaði - 12.9.2022

Fimleikaþjálfarinn og verðandi íþróttafræðingurinn Ólöf María Ásmarsdóttir lifir og hrærist í heimi íþróttanna. Hún stundar BS nám í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík en dvelur um þessar mundir í Þýskalandi, nánar tiltekið í Köln, þar sem hún stundar skiptinám við German Sport University. Hún lýsir skólanum sem draumaskóla allra íþróttafræðinga og íþróttafólks þar sem fjölbreytt nám er í boði og nemendur frá ólíkum heimshornum kynnast og sameinast í sönnum íþróttaanda.

Lesa meira
P1111481

Virkni og vellíðan í Kórnum - 12.9.2022

Verkefni íþróttafræðinema við Háskólann í Reykjavík eru af ýmsum toga og nú í vikunni sá hópur nemenda um að framkvæma mælingar á eldri borgurum sem taka þátt í heilsueflingunni Virkni og Vellíðan.

Lesa meira
Göngustígur fyrir utan Háskólann í Reykjavík

Málþing lagadeildar í tilefni 20 ára afmælis - 9.9.2022

Málþingið verður haldið í stofu M101 í Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 29.september kl.14:00 – 16:00.

Lesa meira
Kona í svörtum bol, merktum Medecins sans Frontieres. Í bakgrunni eru tré, tjöld og jeppar.

Fátt sem hefur kennt meira en vinnan hjá Læknum án landamæra - 9.9.2022

Lára Jónasdóttir, verkefnastjóri Svefnseturs við Háskólann í Reykjavík starfaði í mörg ár í fjölmörgum löndum hjá Læknum án landamæra. Hún segir frá reynslu sinni á upplýsingafundi samtakanna 15. september næstkomandi. 

Lesa meira
Svefn_shutterstock_1451195096

Kallað eftir ungu fólki til þátttöku í Svefnbyltingunni - 8.9.2022

Svefn er ein af grunnstoðum heilbrigðs lífs og hefur áhrif á allt okkar líf. Ungt fólk hefur nú tækifæri á að leggja sitt af mörkum til svefnrannsókna en leitað er að þátttakendum á aldrinum 18-40 ára í lífstílsrannsókn hjá Svefnbyltingunni.

Lesa meira
Thelma-Theodors-Hotel-og-veitinga_00A7751-copy

Ómetanlegt að heyra reynslusögur kennara úr faginu - 7.9.2022

Við Opna Háskólann í HR er í boði námslína í samstarfi við Cézar Ritz Colleges í Sviss sem sérhæfir sig í því að undirbúa nemendur fyrir alþjóðlegar stjórnunarstöður í hótel- og veitingahúsageiranum.

Lesa meira
Fjórar konur og einn karlmaður standa hlið við hlið í HR. Stigi í bakgrunni.

Hvetja konur til náms í tæknigreinum - 6.9.2022

Síminn og Háskólinn í Reykjavík hafa undirritað fimm ára samstarfssamning um stuðning Símans við konur með framúrskarandi námsárangur til náms í tæknigreinum í HR. Markmiðið er að fjölga konum sem útskrifast úr tæknigreinum.

Lesa meira
Kona í appelsínugulum kjól og maður í jakkafötum standa við borð með pappírum á. Stigi í bakgrunni.

Samkomulag um aukið samstarf HR og Columbia háskóla - 5.9.2022

Aukin tækifæri fyrir nemendur og starfsfólk felast í samstarfi Háskólans í Reykjavík og Teachers College (TC), Columbia Háskóla í New York. Samstarf skólanna hefur verið til staðar allt frá árinu 2005 og verið öflugt. 

Lesa meira
290985148_8013623428649479_1624959952350060961_n

Mikilvæg tengsl við atvinnulífið - 5.9.2022

Sívaxandi kröfur eru gerðar til stjórnenda samtímans. Með því að ljúka PMD stjórnendanámi HR hafa stjórnendur eflt til muna faglega þekkingu sína og aukið færni sína, frumkvæði og sjálfstraust.

Lesa meira
Maður stendur við stigahandrið og horfir brosandi í myndavélina, á ganginum í Háskólanum í Reykjavík.

Nýr prófessor við íþróttafræðideild HR - 5.9.2022

Peter O‘Donoghue er nýráðinn prófessor við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík. Hann er þekktur víða fyrir vinnu sína, rannsóknir og kennslu á sviði frammistöðugreininga í íþróttum (e. sport performance analysis) og er afkastamikill fræðimaður. 

Lesa meira
HRforsetalisti2022-60

Forsetalistaathöfn Háskólans í Reykjavík - 2.9.2022

Forsetalistahöfn var haldin miðvikudaginn 31. ágúst, þar sem nemendum var veitt viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur í námi á vorönn 2022. Þessir nemendur komast á forsetalista og fá niðurfelld skólagjöld komandi annar.

Lesa meira
Horft yfir Háskólann í Reykjavík og Nauthólsvík

Vistkerfi nýsköpunar og hlutverk háskóla - 31.8.2022

Dr. Phil Budden frá MIT Sloan School of Management heldur fyrirlestur í HR þriðjudaginn 6. september 2022. 

Lesa meira
Svarthvítar myndir af sex einstaklingum, fjórum konum og tveir menn.

Fengu styrk úr Námssjóði Sameinaðra verktaka - 31.8.2022

Sex nemendur Háskólans í Reykjavík fengu á dögunum styrk úr Námssjóði Sameinaðra verktaka en nemendur í tæknifræði, verkfræði og tölvunarfræði við HR geta sótt um styrkinn.

Lesa meira
Hópur fólks inni í skólastofu. Fimm konur og tveir menn, sum standa og sum sitja.

Vilja mynda einingu meðal allra nemenda - 31.8.2022

Jón Goði Ingvarsson tók nýlega við sem forseti Stúdentafélags Háskólans í Reykjavík (SFHR) sem er hagsmunafélag stúdenta við HR. Formaður félagsins er kosinn árlega og situr fundi framkvæmdarstjórnar HR ásamt því að sitja í stjórn fulltrúaráðs Landssamtaka íslenskra stúdenta.

Lesa meira
Velaverkfraedi_SaraAmandaBjarmi_00A0437-copy

Námsstyrkir til nemenda í verkfræði og raunvísindum - 29.8.2022

Stjórn Minningarsjóðs Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar auglýsir hér með eftir styrkumsóknum vegna náms á skólaárinu 2022-2023. Styrkirnir eru ætlaðir nemendum í verkfræði- og raunvísindagreinum og hafa þeir einkum verið veittir nemendum í framhaldsnámi.

Lesa meira
Kauphallaradagu-event-mynd

Kauphallardagur 2022 á vegum lagadeildar HR og Nasdaq Iceland - 25.8.2022

Lagadeild Háskólans í Reykjavík og Nasdaq Iceland standa fyrir Kauphallardegi föstudaginn 2. september næstkomandi. Á dagskrá verða erindi þar sem fjallað verður um ýmis praktísk lögfræðileg viðgangsefni á sviði verðbréfamarkaðsréttar.

Lesa meira
289075649_8013689488642873_5585136961723287934_n

Námið eflir faglegan grunn - 24.8.2022

Markmið námslínunnar Ábyrgð og árangur stjórnarmanna er að efla faglegan grunn stjórnarmanna m.a. með þjálfun á sviði lagalegra, fjárhagslegra og siðferðilegra viðfangsefna. Þátttakendur í námslínunni læra um hlutverk stjórna út frá rekstri, lögum, teymisvinnu, siðfræði, samfélagsábyrgð og mörgum öðrum þáttum.

Lesa meira
Kristinn R. Þórisson, prófessor í gervigreind við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík

ESB og Cisco styrkja framsæknar rannsóknir í Gervigreindarsetri HR - 18.8.2022

Kristinn R. Þórisson, prófessor í gervigreind við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík, er meðal viðmælenda í þáttaröðinni Techtopia, sem er í sýningu á þýsku sjónvarpsstöðinni DW og hefur þar notið mikilla vinsælda. Þáttaröðin er tileinkuð framtíðartækni og það er þáttagerðarmaðurinn Janosch Delcker hjá DW sem er handritshöfundur og stjórnandi þáttaraðarinnar, ásamt því að vera kynnir. Í þáttunum er meðal annars rætt um rannsóknir vísindafólks á sviði gervigreindar, ásamt því sem fjallað er um siðferðileg álitamál og framtíðarsýn.

Lesa meira
Maður í bleikum bol stendur á gangi í byggingu með krosslagðar hendur. Í bakgrunni er brú á milli ganga byggingarinnar.

Skiptinám er góð leið til að læra á lífið - 17.8.2022

Ágúst Örn Eiðsson, tölvunarfræðinemi við HR, sem nú stundar skiptinám Technical University of Munich í Þýskalandi mælir heilshugar með skiptinámi til að kynnast öðru námsumhverfi og samfélagi og um leið til að læra á lífið.

Lesa meira
290107293_8013721208639701_8514604153047529609_n

Grunnur að upplýstari ákvörðunum - 16.8.2022

Verðbréfaréttindi I er nám er undirbýr nemendur fyrir próf í verðbréfaréttindum. Sérfræðingar og stjórnendur sem hafa umsjón með daglegri starfsemi í tengslum við viðskipti með fjármálagerninga verða lögum samkvæmt að hafa staðist slíkt próf. 

Lesa meira