Fréttir eftir deildum
Fréttir: 2022
Fyrirsagnalisti
Tekið á móti stórum hópi erlendra nema

Tekið var á móti 172 skiptinemum og 27 erlendum nemendum í fullt nám á sérstökum kynningardegi í HR í dag Var nemendum skipt upp í 7 hópa og fyrir hverjum hópi fóru tveir HR mentorar sem stýrðu dagskrá síns hóps með miklum sóma.
Námið hefur styrkt mig sem stjórnanda

Fjármál og rekstur fyrirtækja er námslína fyrir alla þá sem vilja dýpka þekkingu sína og auka færni á sviði reksturs og fjármála.
Nýnemadagar 2022

Nýnemadagar fara fram dagana 10-12 ágúst við Háskólann í Reykjavík. Þá verða nýnemar í grunnnámi við HR boðnir velkomnir og dagskrá alla dagana.
HR er einn af 12 bestu smærri háskólum heims

Háskólinn í Reykjavík er í tólfta sæti yfir bestu smærri háskóla heims á lista Times Higher Education (THE) sem birtur var á dögunum. HR stekkur upp um sex sæti á listanum á milli ára.
Ótal tækifæri sem leynast í alþjóðlegu samstarfi

Árleg alþjóðleg CDIO ráðstefna sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík í júní var vel heppnuð. CDIO samtökin eru alþjóðlegt samstarfsnet háskóla sem kenna tæknigreinar og eru verkfræðideild og iðn- og tæknifræðideild HR þátttakendur í samstarfinu.
HRingurinn fer fram um helgina

HRingurinn fer fram í Háskólanum í Reykjavík um helgina en HRingurinn er eitt stærsta LAN-mótið á Íslandi.
Hlutu verðlaun fyrir vísindagrein

Fræðimenn við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík hlutu á dögunum verðlaun fyrir bestu vísindagreinina. Greinin kallast „A Monitoring Tool for the Linear-Time μHML“.
Ferðaðist heimshorna á milli fyrir nýtt starf

Ralph Rudd hefur verið lektor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík frá því 2021 en áður vann hann við háskólann í Cape Town. Hann gat því varla ferðast lengra norður til að taka við nýju starfi en Ralph er fæddur og uppalinn í Suður Afríku.
Nám í tölvunarfræðideild fær alþjóðlega vottun

Sex námsbrautir tölvunarfræðideildar fengu alþjóðlega vottun, ASIIN-EQANIE, þann 5. apríl síðastliðinn. Allar brautirnar sem sótt var um vottun fyrir fengu hana.
Viltu taka þátt í Svefnbyltingunni?

Svefnsetur Háskólans í Reykjavík leitar að einstaklingum til að taka þátt í vísindarannsókn á sviði svefnrannsókna.
3Z lýkur 265 milljóna króna hlutafjáraukningu

Íslenska lyfjaþróunarfyrirtækið 3Z hefur tryggt sér fjármögnun uppá 265 milljónir króna. Fyrirtækið sprettur úr grunnrannsóknum við Háskólann í Reykjavík.
Framtíðarsýn um verkfræðikennslu

Verkfræðideild Háskólans í Reykjavík tekur þátt í verkefni er kallast STEM skills and competences for the new generation of Nordic engineers. Grunngreinar í verkfræði eru svokallaðar STEM greinar sem stendur fyrir Science, Technology, Engineering og Mathematics. Verkefnið hlaut þriggja ára styrk frá Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins árið 2018.
Kraftmiklar ræður á brauskráningarathöfn

Hildur Davíðsdóttir og Sandra Sif Gunnarsdóttir fluttu ræður fyrir hönd nemenda við hátíðlega athöfn laugardaginn 18. júní þegar metfjöldi nemenda var brautskráður frá HR.
Fjölgun umsókna um nám við Háskólann í Reykjavík

Tæplega fjögur þúsund umsóknir um nám bárust Háskólanum í Reykjavík sem er fjölgun frá fyrra ári. Umsóknir um meistaranám hafa ekki verið fleiri og voru um 1.800.
Hafrún Kristjánsdóttir nýr prófessor

Dr. Hafrún Kristjánsdóttir hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík eftir mat alþjóðlegrar hæfisnefndar.
Tíu útskrifast úr tölvunarfræði HR við HA

Samstarf Háskólans í Reykjavík og Háskólans á Akureyri um nám í tölvunarfræði hefur gengið vel síðan það hófst árið 2015.
Grænn lífsstíll í skiptinámi

Nordlys, eitt af norrænum samstarfsnetum Háskólans í Reykjavík innan Nordplus kom saman á ársfundi í HR, þeim fyrsta í raunheimum í tvö ár. Þátttakendur eru starfsmenn alþjóðaskrifstofa norrænna háskóla og voru 27 mættir ásamt 10 í fjarfundabúnaði. Þema fundarins var grænn lífsstíll í skiptinámi. Alþjóðasvið HR skipulagði vinnustofuna og fengu nokkra aðila til að halda erindi.
Framtíðin undirbúin á alþjóðlegri ráðstefnu

Háskólinn í Reykjavík heldur nú alþjóðlegu CDIO ráðstefnuna sem er haldin í átjánda sinn dagana 13. – 15. júní 2022. Yfirskrift hennar er „Að lifa af og dafna – Framtíðin undirbúin“.
Heilbrigðistæknisetur HR hlýtur stóran styrk úr rammáætlun ESB

SINPAIN verkefninu var nú í maí úthlutað 6 milljón evra styrk frá Evrópska rannsóknarráðinu (European Research Council). Verkefnið er í höndum Paolo Gargiulo, prófessors í verkfræðideild HR og forstöðumanns Heilbrigðistæknisetursins sem sett var á fót við Háskólann í Reykjavík árið 2014 í samvinnu við Landspítalann. Markmið rannsókna innan setursins er að rannsaka og þróa lausnir fyrir heilbrigðisgeirann.
Útskrift úr Háskólagrunni

47 nemendur voru brautskráðir úr Háskólagrunni Háskólans í Reykjavík á föstudag. Þetta var 83. brautskráning frá Háskólagrunni HR og hefur 2431 lokið prófi frá deildinni.
Stórkostlegir möguleikar til kennslu með hjálp gervigreindar

Þórður Víkingur Friðgeirsson lektor og Helgi Þór Ingason, prófessor í verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, fengu nýverið Erasmus+ styrk við þróun gervigreindar (Artificial Intelligence; AI) til að kenna verkefnastjórnun.
Rússibanareið um sögu gervigreindar

Michael Wooldridge, einn fremsti fræðimaður heims í gervigreind (artificial intelligence; AI) hélt vel sóttan fyrirlestur á dögunum í HR þar sem hann fjallaði um gervigreind fyrr og nú og möguleika hennar í framtíðinni.
Meistaranám í Gervigreind og máltækni

Benedikt Geir Jóhannesson hefur nýlokið við að verja meistararitgerð sína í Gervigreind og máltækni er ber heitið Entity Linking for Icelandic eða Sjálfvirk einræðing íslenskra sérnafna. Ritgerðin er hluti af verkefni sem HR, HÍ og Snjallgögn koma að og hlaut styrk úr Markáætlun í tungu og tækni árið 2021 til þriggja ára.
Undirbúningur útskriftar - vorboðinn ljúfi

Ragnhildur Helgadóttir rektor nýtti góða veðrið á dögunum vel og skrifaði undir útskriftarskírteini allra nemenda sem útskrifast úr Háskólanum í Reykjavík þann 18. júní næstkomandi.
Námssjóður Sameinaðra verktaka veitir námsstyrki til nemenda í tæknifræði, verkfræði og tölvunarfræði við HR

Námssjóður Sameinaðra verktaka veitir námsstyrki til nemenda í tæknifræði, verkfræði og tölvunarfræði við HR sem nema skólagjöldum í HR í eina önn. Umsóknarfrestur er til 7. júní.
Verkefnin snerust meðal annars um byssuskot, hlaupapróf og sms-sendingar

Grímur Gunnarsson er sálfræðingur frá Hólmavík sem hefur mörg járn í eldinum. Hann útskrifaðist úr meistaranámi í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík í fyrra og starfar nú sem sálfræðingur hjá Knattspyrnusambandi Íslands, Fangelsismálastofnun Ríkisins, og á Domus Mentis Geðheilsustöð.
Alþjóðlegur sérfræðingur í gervigreind heldur opinn fyrirlestur

Michael Wooldridge, einn fremsti fræðimaður heims í gervigreind (artificial intelligence; AI), heldur opinn fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík á morgun, 31. maí kl. 16:00 í stofu M101
Framleiðsla basalttrefja til að lækka kolefnisfótsporið

Nýverið var gefin út á vegum Nordic Innovation skýrsla sem fjallar um hvar þau jarðefni er að finna á Norðurlöndum sem hægt er að nota í hátæknivörur, til dæmis fyrir orkuskipti. Háskólinn í Reykjavík er eini háskólinn á Norðurlöndum sem tók þátt í gerð skýrslunnar, en innan veggja iðn- og tæknifræðideildar HR hefur undanfarin ár verið unnið að nýsköpun með íslensk jarðef
„Mikilvægt að fá fleiri stráka inn í fagið“

Ásgrímur Hólm er meistaranemi í klínískri sálfræði í HR. Hann segir mikilvægt að fá fleiri stráka inn í sálfræðina og fagnar aukinni umræðu um andlega heilsu.
Kemur að góðu gagni í daglegu lífi

Guðjón Ágústsson stundar nám í sálfræði í HR og hefur fengið að taka þátt í alls kyns spennandi verkefnum í tengslum við það. Hann segir sálfræði geta komið að miklu gagni í verkefnum daglegs lífs.
Ragna er ný forstöðukona bókasafns HR

Ragna Björk Kristjánsdóttir var á dögunum ráðin forstöðukona bókasafns Háskólans í Reykjavík en hún hefur gengt starfinu frá því í febrúar á þessu ári.
Nýtt diplómanám í styrk- og þrekþjálfun við HR styður við faglegt umhverfi

Nýtt diplómanám í styrk- og þrekþjálfun hefst við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík haustið 2022. Meðal kennara er Rick Howard sem hefur starfað við slíka þjálfun síðastliðinn aldarfjórðung og er við það að ljúka doktorsprófi í faginu.
"Hægt að draga hellings lærdóm af þessu"

Nokkrir nemendur í tæknifræði stóðu í ströngu í Nauthólsvíkinni á dögunum þegar þeir prófuðu afrakstur vinnu sinnar í þriggja vikna námskeiði vorannar.
Nýir formenn í rannsóknar- og námsráði

Marta Kristín Lárusdóttir, dósent við tölvunarfræðideild, hefur tekið við formennsku í rannsóknarráði HR og Ingi Þór Einarsson, lektor við íþróttafræðideild, er nýr formaður í námsráði skólans.
Stelpur og tækni í HR

Stelpur og tækni, einn stærsti viðburður Háskólans í Reykjavík fer fram á morgun, fimmtudaginn 19. maí. Þá munu nærri 750 stelpur úr 9. bekkjum 27 grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu heimsækja Háskólann í Reykjavík og fjölda fyrirtækja í tæknigeiranum.
Dagur verkefnastjórnunar haldinn hátíðlegur

Dagur verkefnastjórnunar og útskriftarráðstefna MPM-nema verður haldin næsta föstudag, 20. maí í Háskólanum í Reykjavík.
Opið hús í Háskólanum í Reykjavík 17. maí

HR býður útskriftarnemum framhaldsskólanna, foreldrum og öðrum áhugasömum á opið hús, þriðjudaginn 17. maí kl. 15 til 19. Opið er fyrir umsóknir í grunnnám í HR til og með 5. júní.
Úthlutað úr nýjum vísindasjóði Orkuveitu Reykjavíkur VON

Í dag auglýsir Orkuveita Reykjavíkur eftir umsóknum um styrki úr nýstofnuðum Vísindasjóði OR, sem gengur undir nafninu VOR. Til ráðstöfunar eru um 100 milljónir króna á þessu fyrsta starfsári sjóðsins sem varið verður til verkefna sem tengjast með einhverjum hætti þeim Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem fyrirtækin í samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur hafa í forgangi í starfseminni.
Gott samstarf við Auðnu

Aðalfundur Auðnu tæknitorgs fór fram 9. maí 2022. Háskólinn í Reykjavík er aðili að Auðnu, eins og Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst og Listaháskóli Íslands, og á í afar góðu samstarfi við Torgið.
Eftirsótt sérhæfing í máltækni og gervigreind

Tinna Sigurðardóttir starfar sem sérfræðingur í upplýsingaöryggi hjá Íslenskri erfðagreiningu. Hún útskrifaðist úr meistaranámi í máltækni og gervigreind frá HR árið 2021.
Fimm manneskjur og hundur

David Erik Molberg útskrifaðist með meistaragráðu í máltækni vorið 2021. Sumarið eftir útskrift starfaði hann í mál- og raddtæknistofu HR við rannsóknir og hóf síðan störf hjá sprotafyrirtækinu Tiro er sérhæfir sig í máltækni
Allt tilkall til hafsvæða tapast sökkvi heilu ríkin í sæ og verði óbyggileg

Dr. Snjólaug Árnadóttir, lektor við lögfræðideild, kynnti í dag nýútkomna bók sína Climate Change and Maritime Boundaries sem gefin er út af Cambridge University Press.
Meistaranám í gervigreind og máltækni

Meistaranám í gervigreind og máltækni við Háskólann í Reykjavík veitir nemendum eftirsótta sérhæfingu til að starfa á þessu sviði, hvort heldur á íslenskum eða alþjóðlegum vettvangi. Námið er þverfaglegt og lýtur annars vegar að sjálfstæðum rannsóknum og hins vegar að þróun hugbúnaðar og lausna sem geta unnið með og skilið náttúruleg tungumál. Umsóknarfrestur 2022 er til 30. apríl næstkomandi.
MBA nemendur í MIT í Boston

MBA árgangurinn 2022 er nú staddur í Boston þar sem hópurinn tekur þátt í þriggja daga námsferð til MIT háskólans. Ferðin er hluti af lokaverkefni MBA nema.
Stefán Hrafn nýr forstöðumaður samskipta

Stefán Hrafn Hagalín hefur verið ráðinn forstöðumaður samskipta og markaðsmála hjá Háskólanum í Reykjavík. Hann kemur til HR frá Landspítala þar sem hann hefur starfað undanfarin 5 ár sem deildarstjóri samskipta.
Kynnast íslenskri sundmenningu

Nemendur í sundáfanga innan íþróttafræðideildar HR hafa, undir handleiðslu Inga Þórs Einarssonar, lektors við íþróttafræðideild, kennt hópi skjólstæðinga Kvennaathvarfins að synda.
Skyggnst inn í framtíð atvinnu og menntamála

Skyggnst var inn í framtíð atvinnu- og menntamála á málþingi á vegum viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík þann 30. mars. Þingið er liður af samstarfsverkefni HR og National School of Political Science and Public Administration í Búkarest. Verkefnið miðar að því að hvernig megi best undirbúa nemendur til að takst á við óræða framtíð.
Áskoranir bíða einstaklinga og opinberra aðila á sviði netöryggis

Vel heppnað málþing um netöryggi var haldið í samstarfi Háskólans í Reykjavík og Breska sendiráðsins í gær þann 24. mars. Sérstakur heiðursgestur var Dr. Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi.
Áhrifaríkt málþing HR um stríðið í Úkraínu og stöðu flóttabarna og ungmenna á Íslandi

Áætlað er að 1.500 flóttamenn frá Úkraínu leiti hingað á næstu vikum og að þeirra á meðal verði margar fjölskyldur með börn. Paola Cardenas, doktorsnemi við Háskólann í Reykjavík, og klínískur sálfræðingur í Barnahúsi, hefur á undanförnum 3 árum rannsakað félagslegar aðstæður og líðan flóttabarna- og ungmenna á Íslandi. Hún kynnti helstu niðurstöður rannsóknarinnar á málþingi sálfræðideildar Háskólans í Reykjavík hinn 24. mars, sem hafði yfirskriftina „Stríðið í Úkraínu: Staða flóttabarna og -ungmenna á Íslandi – hvernig getum við gert betur?“
HR stendur með fólkinu í Úkraínu

Í dag er liðinn mánuður frá innrás rússneska hersins í Úkraínu. Af því tilefni hyggst fólk um allan heim mótmæla hernaðaraðgerðum Rússlands í Úkraínu í dag.
BI sigraði Nordic Case Challenge keppnina í HR

Keppnin The Nordic Case Challenge var haldin í Háskólanum í Reykjavík dagana 16-19. mars. Þetta var í fyrsta sinn sem slík keppni er haldin og þar spreyttu sig alls níu lið grunnnámsnema frá jafn mörgum norrænum háskólum. Úrslit urðu þau að lið BI Norwegian Business School sigraði keppnina þegar liðið leysti verkefni sem unnið var í samstarfi við Marel.
Framhaldsskólanemar úr átta framhaldsskólum etja kappi í forritun

Forritunarkeppni framhaldsskólanna fór fram um liðna helgi og kom sigurlið ársins í Alpha, efstu deild keppninnar, úr MR.
Starfsmenn iðn- og tæknifræðideildar hljóta styrki til mannvirkjarannsókna

Þrír starfsmenn iðn- og tæknifræðideildar hafa hlotið styrk úr Aski-mannvirkjarannsóknasjóði. Er þetta í fyrsta sinn sem styrkir eru veittir úr sjóðnum
Starfsmöguleikar útskrifaðra byggingafræðinga mjög fjölbreyttir

Háskólinn í Reykjavík er eini háskólinn hér á landi sem kennir byggingafræði en útskrifaðir nemendur öðlast BSc-gráðu í byggingafræði og löggilt starfsheiti sem byggingafræðingur.
Þú notar frekar slettuna sem allir skilja

„Þetta er flókin rannsóknaraðferð, þótt hún virðist einföld í fyrstu, sem og fjölbreytileg rannsóknaraðferð því maðurinn er viðfangsefnið og þú getur spurt um hegðun, skoðun, viðhorf, trú, í framtíð, nútíð og þátíð,” segir Þorlákur Karlsson, dósent við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og annar höfunda Spurt og svarað – Aðferðafræði spurningakannana.
Háskólinn í Reykjavík tekur þátt í evrópsku háskólaneti (European University Alliance) um rannsóknir í tækni- og taugarannsóknum

Háskólinn í Reykjavík tilkynnti í dag um þátttöku í NeurotechEU, framsæknu samstarfi nokkurra fremstu háskóla Evrópu þar sem byggt verður upp öndvegisnet í tækni- og taugarannsóknum (e. neurotechnology) með það að markmiði að auka samkeppnishæfni evrópskrar menntunar, rannsókna, atvinnulífs og samfélags.
Íþróttafræðideild veitt heimild til að bjóða upp á doktorsnám

Háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hefur veitt heimild til að bjóða upp á doktorsnám í íþróttafræðum við Háskólann í Reykjavík.
Forsetalistaathöfn Háskólans í Reykjavík

Forsetalistaathöfn fór fram nýverið en nemendur á forsetalista eru verðlaunaðir fyrir framúrskarandi árangur í námi og hljóta þar með styrki sem nema niðurfellingu skólagjalda næstu annar.
Íslenskir háskólar lýsa yfir stuðningi við Úkraínu

Samstarfsnefnd háskólastigsins á Íslandi, sem mynduð er af rektorum allra íslensku háskólanna, fordæmir harðlega innrás Rússa í Úkraínu. Samstarfsnefndin lýsir yfir samstöðu með nemendum og starfsfólki úkraínskra háskóla sem og öllum íbúum landsins. Hugur nefndarinnar er hjá öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna átakanna og hjá þeim sem á flótta eru.
Vel heppnaður Háskóladagur

Háskóladagurinn var haldinn nú á laugardaginn 26. febrúar og var stafrænn að þessu sinni. Háskóladagurinn er samstarfsverkefni allra háskóla á Íslandi til að kynna námsframboð sitt fyrir verðandi háskólanemum.
Háskóladagurinn 2022 í beinni útsendingu frá HR

Bein útsending verður frá Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 26. febrúar frá kl. 12 - 15. Þar munu nemendur úr stúdentafélaginu taka viðtöl við nemendur og kennara um námið og lífið í HR. Einnig verða nemendur úr nemendafélögum í brennidepli og munu þeir sýna aðstöðuna í HR og kynna þjónustuna sem þar er í boði.
Betri samgöngur og Háskólinn í Reykjavík skrifa undir viljayfirlýsingu um samstarf

Betri samgöngur og Háskólinn í Reykjavík hafa gengið frá viljayfirlýsingu um að eiga samstarf um doktorsverkefni. Doktorsverkefnið er á sviði rekstarverkfræði með áherslu á verkefnastjórnsýslu og gagnasafnsfræði.
Háskólinn í Reykjavík einn af bestu ungu háskólum heims

Háskólinn í Reykjavík er í 53. sæti á nýbirtum lista tímaritsins Times Higher Education yfir bestu ungu háskóla heims (Young Universities Ranking). Á listanum eru horft til 750 háskóla sem hafa starfa í 50 ár eða skemur.
HR hlýtur tvo rannsóknarstyrki

Háskólinn í Reykjavík hefur hlotið tvo styrki, annars vegar rúmlega 46 milljóna króna styrk fyrir verkefnið SINPAIN sem er til fjögurra og hálfs árs og hins vegar tæplega 22 milljóna króna styrk fyrir verkefnið LIFECOURSE-ABM sem er til eins og hálfs árs.
Auglýst eftir umsóknum í Nýsköpunarsjóð námsmanna

Háskólanemar í grunn- og meistaranámi geta sótt um. Greiddur er styrkur að hámarki 340.000 kr. á mánuði fyrir hvern nema. Einnig geta sérfræðingar innan háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja sem óska eftir að ráða háskólanema í sumarvinnu við rannsókna- og/eða þróunarverkefni sótt um í sjóðnum.
MBA-nám HR hlýtur alþjóðlega gæðavottun í þriðja sinn

lMBA-námið við Háskólann í Reykjavík hefur á ný hlotið gæðavottun AMBA (Association of MBAs) samtakanna til næstu fimm ára. Í yfir 50 ár hafa AMBA samtökin verið óháður ytri aðli sem leggur mat á gæði og innihald viðskiptamenntunar í háskólum á heimsvísu
208 brautskráð frá Háskólanum í Reykjavík

208 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag, laugardaginn, 5. febrúar. 122 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 51 úr meistaranámi og 1 úr doktorsnámi. Þá útskrifuðust 34 úr diplómanámi.
Lokakeppni Gulleggsins streymt

SEIFER nemendaverkefni fjögurra nemenda úr HR er komið á topp tíu í Gullegginu. Verkefnið snýst um búnað sem notaður er til að meta og skrá höfuðhögg íþróttamanna en það bar sigur úr býtum í nýsköpunarkúrsinum Nýsköpun og stofnun fyrirtækja árið 2021.
Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands veitt

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands eru veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt voru af Nýsköpunarsjóði námsmanna árið 2021.
Ríflega 1,3 milljón raddsýna söfnuðust

Gríðarleg spenna myndaðist á lokasprettinum en þetta er þriðja árið sem Háskólinn í Reykjavík og Almannrómur standa fyrir Lestrarkeppni grunnskóla. Alls tóku 118 skólar þátt en keppnin gengur út á að lesa setningar inn í gagnasafn, gegnum vefinn samrómur.is. Upptökurnar verða svo notaðar til að þróa máltæknilausnir sem kenna tölvum og tækjum að skilja íslensku.
Dr. Aldís Guðný Sigurðardóttir nýr forstöðumaður MBA náms

Dr. Aldís Guðný Sigurðardóttir hefur verið ráðin forstöðumaður MBA náms og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Aldís er sérfræðingur í samningatækni og hefur starfað undanfarin ár við Háskólann í Twente, Hollandi, þar sem hún hefur rannsakað hegðun samningamanna og kennt þau fræði sem og önnur viðskiptatengd fög. Í Twente hefur hún einnig þróað námslínu á meistarastigi í samningatækni og stýrt því námi.