Fréttir eftir árum


Fréttir

204 brautskráðir í dag frá Háskólanum í Reykjavík

30.1.2016

204 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag. 147 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 52 úr meistaranámi og fimm nemendur útskrifuðust með doktorsgráðu.
Flestir luku námi frá tækni- og verkfræðideild háskólans, eins og fyrri ár, eða 93 nemendur, þar af 24 með meistaragráðu og fjórir með doktorspróf. 42 nemendur útskrifuðust úr viðskiptadeild, þar af 18 með meistaragráðu og einn með doktorsgráðu. Lagadeild útskrifaði17 nemendur, þar af sex með meistaragráðu. Tölvunarfræðideild útskrifaði 48 nemendur, þar af fjóra með meistaragráðu. 

Ari

Í ávarpi sínu til útskriftarnema hvatti dr. Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, nemendur til að láta til sín taka og nýta vel þau tækifæri sem háskólamenntun skapar. Hann lagði áherslu á að menntun við HR skapi nemendum dýrmæta þekkingu og reynslu, m.a.  ínýsköpun, við úrlausn raunverulegra verkefna með fyrirtækjum og vinnu með sérfræðingum á öðrum fagsviðum. 

„Það kemur ekki á óvart að útskriftarnemar HR eru mjög svo eftirsóttir í atvinnulífinu. Almennt sjáum við að 80-90 af hundraði útskriftarnema eru komnir með vinnu við útskrift og þrjú af hverjum fjórum fyrirtækjum telja útskrifaða HR-inga vel undirbúna fyrir störf í atvinnulífinu. Ástæðan er einföld. Menntun í HR skapar tækifæri fyrir nemendur og samfélag,“ sagði Ari meðal annars í ræðu sinni. 

Verdlaunahafar-VI Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands veitti verðlaun VÍ fyrir framúrskarandi námsárangur í grunnnámi. Þau hlutu að þessu sinni: Árni Þór Óskarsson, BA í lögfræði; Dagbjört Una Helgadóttir, BSc í sálfræði; Ingólfur Halldórsson, BSc í tölvunarfræði og Kristín Björk Lilliendahl, BSc í fjármálaverkfræði.  

Katrín Oddsdóttir, mannréttindalögfræðingur og BA í lögfræði frá HR 2010, flutti hátíðarávarp við athöfnina og Agnes Ísleifsdóttir, MCF í fjármálum fyrirtækja, flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnemenda. 

Um 3500 nemendur stunduðu nám við Háskólann í Reykjavík á síðasta skólaári. 

Útskrifarhópurinn í tölum:

Lagadeild

Grunnnám 11, meistaranám 6

Tækni- og verkfræðideild

Grunnnám 65, meistaranám 24, doktorsnám 4

Tölvunarfræði

Grunnnám 48, meistaranám 4

Viðskiptadeild

Grunnnám 23, meistaranám 18, doktorsnám 1