Fréttir eftir árum


Fréttir

208 brautskráð frá Háskólanum í Reykjavík

122 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 51 úr meistaranámi og einn úr doktorsnámi. Alls útskrifuðust 34 úr diplómanámi.

5.2.2022

208 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag, laugardaginn, 5. febrúar. 122 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 51 úr meistaranámi og 1 úr doktorsnámi. Þá útskrifuðust 34 úr diplómanámi.

HR-utskrift-1

122 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi, 51 úr meistaranámi og einn úr doktorsnámi.

Af tæknisviði útskrifuðust samtals 126 nemendur og af samfélagssviði útskrifuðust samtals 82.

Dr. Ragnhildur Helgadóttir, rektor HR, sagði í hátíðarávarpi sínu að háskólar hafi mörg hlutverk í samfélaginu, það fyrsta að mennta fólk bæði til atvinnuþátttöku og þátttöku í lýðræðissamfélagi, í öðru lagi að vísindamenn skapi nýja þekkingu og í þriðja lagi að nýjar uppgötvanir og aðferðir verði grundvöllur nýsköpunar.

HR-utskrift-2

Alls útskrifuðust 34 úr diplómanámi.

Við erum líka glöð og stolt yfir áhrifum okkar á samfélagið hér á landi; í gegnum menntun, samstarf, rannsóknir og stofnun fyrirtækja og yfir því að við höldum áfram að þróast, nú síðast með inngöngu í evrópskt samstarfsnet háskóla, með áherslu á taugavísindi og tækni, 

sagði Ragnhildur m.a. í ræðu sinni.

Verðlaun Viðskiptaráðs Íslands fyrir framúrskarandi námsárangur hlutu að þessu sinni:

  • Bessí Þóra Jónsdóttir í hagfræði og stjórnun
  • Líney Dan Gunnarsdóttir í lögfræði
  • Ester Elísabet Gunnarsdóttir í heilbrigðisverkfræði
  • Elva Björk Pálsdóttir í sálfræði
  • Alexander Snær Stefánsson í tölvunarfræði
  • Júlíana Ingimundardóttir í rafmagnstæknifræði

 

Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, afhenti nemendunum verðlaunin. 

Viðurkenningu frá Samtökum iðnaðarins fyrir framúrskarandi námsárangur hlutu að þessu sinni:

  • Andri Þorláksson í rafmagnsverkfræði
  • Kristófer Ingi Maack í rafmagnstæknifræði
  • Jón Eiríkur Jóhannsson Diplóma í rafiðnfræði
  • Júlíana Ingimundardóttir, BSc í rafmagnstæknifræði flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnemenda.