Fréttir eftir árum


Forsíðufréttir

36 brautskráðir með frumgreinapróf

2.1.2015

Háskólinn í Reykjavík brautskráði síðastliðinn föstudag, þann 16. janúar, 36 nemendur með frumgreinapróf.

Við athöfnina voru flutt ávörp. Af hálfu eldri nemenda talaði Eyþór Rafn Þórhallsson, verkfræðingur og dósent við tækni- og verkfræðideild HR. Af hálfu útskriftarnema talaði Védís Erna Eyjólfsdóttir. Tónlistaratriðið var að þessu sinni í höndum Gunnars Hilmarssonar og Matthíasar Stefánssonar.

Við brautskráninguna hlaut Arnþór Gíslason viðurkenningu Samtaka iðnaðarins fyrir bestan árangur í frumgreinanámi. Arnþór hlaut jafnframt viðurkenningu Íslenska stærðfræðafélagsins fyrir ágætan árangur í stærðfræði og viðurkenningu Þýska sendiráðsins fyrir ágætan árangur í þýsku. Arnþór fékk líka viðurkenningu fyrir ágætan árangur í raungreinum.

Einar Bragi Bjarnason og Rakel Sigurjónsdóttir  hlutu viðurkenningu frá Danska sendiráðinu  fyrir ágætan árangur í dönsku.

Steindór Ingi Snorrason hlaut viðurkenningu fyrir  ágætan árangur í íslensku í frumgreinanámi Háskólans í Reykjavík.

Védís Erna Eyjólfsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir ágætan árangur í hugmyndasögu í frumgreinanámi Háskólans í Reykjavík.

Eftir að nemendur höfðu fengið skírteini sín talaði rektor Háskólans í Reykjavík dr. Ari Kristinn Jónsson.

Brautskráningin fór fram í Sólinni í húsakynnum Háskólans í Reykjavík í Nauthólsvík.