Fréttir eftir árum


Fréttir

3Z lýkur 265 milljóna króna hlutafjáraukningu

Fyrirtækið vinnur að forklínískum rannsóknum á tilraunalyfjum við ADHD og svefnleysi.

21.6.2022

Íslenska lyfjaþróunarfyrirtækið 3Z hefur tryggt sér fjármögnun uppá 265 milljónir króna. Fjármögnunin er leidd af reynslumiklum fjárfestum í lyfja- og tæknigeiranum og verður hún nýtt til að ljúka forklínískum rannsóknum á tilraunalyfjum 3Z við ADHD og svefnleysi.

Maður með alskegg, klæddur svartri peysu, stendur við steyptan vegg. Karl Ægir Karlsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins og prófessor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík / Mynd: Fréttablaðið/Stefán

Karl Ægir Karlsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins og prófessor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík     /   Mynd: Fréttablaðið/Stefán

Fyrirtækið, sem sprettur úr grunnrannsóknum við Háskólann í Reykjavík, hefur á síðustu árum þróað tækni og getu til þess að búa til líkön af miðtaugakerfissjúkdómum í sebrafiskum, og tækni og ferla til að greina og flokka lyfhrif í umfangsmiklum mælingum. Tæknin gerir kleift að skima á stuttum tíma stór lyfjasöfn fyrir miðtaugakerfisáhrifum. Fyrstu lyfin sem 3Z ver með einkaleyfi eru við ADHD og svefnleysi. Nú standa yfir prófanir á nagdýrum þar sem leitast er við að endurtaka og staðfesta virkni lyfjanna.
Hin nýju ADHD lyfjaefni tilheyra ekki flokki örvandi lyfja, sem eru algengasta meðferðin við ADHD í dag, heldur hafa þau virkni í gegnum aðrar boðleiðir miðtaugakerfisins. Vísbendingar eru um að þau hafi vægari aukaverkanir en núverandi lyf á markaði og geti nýst stórum hópi sjúklinga sem svara ekki lyfjameðferð. Lyfið við svefnleysi tengist móttökum í heila sem hingað til hafa ekki verið tengdir við svefn en sterkar vísbendingar eru um að lyfið hafi einnig afar jákvæð áhrif á efnaskipti og verndandi áhrif gegn ofþyngd; en hækkandi líkamsþyngd helst í hendur við skert svefngæði.

Fyrirtækið er nú að uppskera eftir mjög langt og áhættusamt þróunarstarf

segir Karl Ægir Karlsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins og prófessor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Háskólinn í Reykjavík, Tækniþróunarsjóður og ekki síst endurgreiðsla ríkisins á rannsóknar- og þróunarkostnaði hafa reynst fyrirtækinu öflugur stuðningur til þess að komast á þann stað þar sem eðlilegt er að fjárfestar taki við. Þessari fjárfestingu fylgir ekki bara nauðsynlegt fjármagn, heldur mikil reynsla í að takast á við þær spennandi áskoranir sem fram undan eru. Fyrirtækið er í kjörstöðu til þess að hagnýta þær upplýsingar sem nú liggja fyrir.

 -----------------------------

3Z, a Reykjavik based drug discovery company is pleased to announce the closure of a $2 million funding round led by seasoned investors in pharmaceuticals and medical technology. The just closed funding will accelerate finalization of preclinical studies on 3Z´s lead therapeutic candidates in ADHD and insomnia. 


3Z´s CEO Karl Karlsson is a PhD in behavioral neuroscience and professor in Biomedical Engineering at Reykjavik University. Karl was extensively involved in sleep research before merging the neuroscientific and engineering skillsets to high-throughput in vivo drug screening.

Using its unique zebrafish screening platform, 3Z has identified both novel and repurposed therapeutics for these indications; the platform allows for cost-effective high-volume screens in vivo.

Currently, the lead therapeutics are being re-assayed in mammalian models, replicating, extending and validating the therapeutic potential of the compounds. The novel ADHD therapeutics are all non-stimulants, poised to fill a gap in the market, with less side-effects compared to contemporary treatments and offer an alternative for non-responders. The insomnia therapeutic encompasses a novel mechanism of action that may combat insomnia and metabolic syndrome, indications with significant comorbidity.

Discussing the significance of the financing round Karl stated:

We are extremely pleased to welcome the investors onboard, which significantly strengthen and deepen the company's network and competencies for moving forward. 3Z now has the financial means to forge ahead, getting our current assets ready for the clinic and managing outsourcing activities while initiating the next screens.