Fréttir eftir árum


Forsíðufréttir

Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði vinsæl meðal útskriftarnema

12.11.2019

Brautskráning fyrsta nemendahóps sem stundaði meistaranám við viðskiptadeild samkvæmt nýju skipulagi fór fram í Háskólanum í Reykjavík á dögunum.

Meistaranám í viðskiptadeild HR er nú þrjár annir og tekur 14 mánuði að ljúka - að undanskildu MBA-námi sem er sem fyrr tveggja ára nám.

Hópur fólks stendur í tröppunum í SólinniÚtskriftarhópurinn saman kominn.

Hægt er að velja á milli þess að taka MSc-gráðu eða viðbótargráðu á meistarastigi. Námi til MSc-gráðu lýkur með 30 eininga lokaritgerð en í meistaranámi til viðbótargráðu er ekki skrifuð lokaritgerð heldur eru teknar 30 einingar í valfögum eða starfsnámi.

Flestir nemendurnir sem útskrifuðust hófu nám haustið 2018. Stærstur hluti kandídata lauk námi í Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði. 10 nemendur kusu að útskrifast með viðbótargráðu frá brautinni en þrír með MSc-gráðu.

Fólk í skólastofu að klappaBekkurinn var þétt setinn við athöfnina.

Það var dr. Ragnhildur Helgadóttir, sviðsstjóri samfélagssviðs Háskólans í Reykjavík, sem brautskráði kandídata.

Brautir í meistaranámi viðskiptadeildar eru:

  • Fjármál fyrirtækja
  • Mannauðsstjórnun og vinnusálfræði
  • Markaðsfræði
  • Reikningshald og endurskoðun
  • Stjórnun í ferðaþjónustu
  • Stjórnun nýsköpunar
  • Upplýsingastjórnun
  • Viðskiptafræði

Ánægðir útskrftarnemar