Fréttir eftir árum


Fréttir

50% leikmanna í knattspyrnu hafa hlotið heilahristing

10.4.2015

Höfuðhögg í íþróttum hér á landi eru algengari en fólk gerir sér grein fyrir  og íþróttamenn eru almennt ekki nógu meðvitaðir um hættur sem höfuðhögg geta skapað.

Hafrún Kristjánsdóttir

Þetta segir Hafrún Kristjánsdóttir, aðjúnkt og sviðsstjóri íþróttafræðisviðs Háskólans í Reykjavík í samtali við fréttastofu RÚV á miðvikudag.

Málþing um höfuðhögg í íþróttum var haldið í Háskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 8. apríl. Það voru íþróttafræðisvið og sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Leikmannasamtök Íslands sem stóðu að málþinginu.

Samkvæmt rannsókn á höfuðhöggum í knattspyrnu sem gerð var að nemendum íþróttafræðisviðs HR hafa um 50% leikmanna hlotið heilahristing. Af þeim höfðu 27% misst meðvitund í kjölfar höfuðhöggs.

María Kristín Jónsdóttir, dósent við sálfræðisvið HR, hélt erindið  „Hvað gerist í heilanum við höfuðhögg?“.  Friðrik Ellert Jónsson, sjúkraþjálfari, fjallaði um fyrstu viðbrögð og eftirfylgd. Rakel Dögg Bragadóttir, fyrrverandi fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik, fjallaði loks um reynslu sína af því að hljóta höfuðhögg við íþróttaiðkun.

Frétt RÚV má sjá hér