Fréttir eftir árum


Fréttir

56 nemendur brautskráðust frá frumgreinadeild

25.6.2018

Háskólinn í Reykjavík brautskráði í gær 56 nemendur með frumgreinapróf frá frumgreinadeild háskólans. 14 nemendur brautskráðust af tækni- og verkfræðigrunni deildarinnar, 32 af laga- og viðskiptagrunni og 10 af tölvunarfræðigrunni. Til viðbótar hafa 22 nemendur lokið viðbótarnámi við stúdentspróf en æ stærri hópur nemenda með stúdentspróf sækir í að bæta við sig þekkingu í stærðfræði og raungreinum í frumgreinadeild HR.

Við brautskráninguna hlaut Jón Ingi Hlynsson viðurkenningu Samtaka iðnaðarins fyrir bestan árangur í frumgreinanámi.

Einnig hlutu viðurkenningu:

Björgvin Freyr Jónsson: Viðurkenning frá tölvunarfræðideild HR fyrir ágætan árangur í forritun og viðurkenningu fyrir ágætan árangur í náttúrufræði.

Elmar Reyr Hauksson: Viðurkenning fyrir ágætan árangur í stærðfræði.

Ingibjörg Aldís Hilmisdóttir: Viðurkenningar fyrir ágætan árangur í íslensku og ensku.

Jenný Hrund Hauksdóttir: Viðurkenning frá danska sendiráðinu fyrir ágætan árangur í dönsku.   Viðurkenning frá viðskiptadeild HR fyrir ágætan árangur í bókfærslu og reikningshaldi og viðurkenningar fyrir ágætan árangur í íslensku og ensku.

Leif Halldór Arason: Viðurkenning fyrir ágætan árangur í stærðfræði.

Sigríður Birna Róbertsdóttir: Viðurkenning frá viðskiptadeild HR fyrir ágætan árangur í bókfærslu og reikningshaldi og viðurkenning fyrir ágætan árangur  í náttúrufræði í frumgreinanámi HR.

Við athöfnina flutti Signý Marta Böðvarsdóttir, viðskiptafræðingur, ávarp fyrir hönd eldri nemenda. Af hálfu útskriftarnema talaði Louisa Christina á Kósini. Tónlistaratriði var að þessu sinni í höndum Lay Low. Eftir að nemendur höfðu fengið skírteini sín talaði rektor Háskólans í Reykjavík, dr. Ari Kristinn Jónsson.

Alls hafa 2.220 nemendur útskrifast með frumgreinapróf  frá háskólanum frá upphafi. Frá og með þessum útskriftarárgangi mun frumgreinanámið bera nafnið Háskólagrunnur HR.

Hópur fólks stendur og situr í tröppunum í SólinniÚtskriftarhópurinn ásamt Málfríði Þórarinsdóttur, forstöðumanni frumgreinadeildar HR, ásamt Ara Kristni Jónssyni, rektor HR.