70 nemendur brautskráðir frá frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík
Háskólinn í Reykjavík brautskráði í gær 70 nemendur með frumgreinapróf frá frumgreinadeild háskólans.
28 nemendur brautskráðust af tækni- og verkfræðigrunni deildarinnar, 26 af laga- og viðskiptagrunni, 12 af tölvunarfræðigrunni og tveir samkvæmt eldra skipulagi. Nemendur velja sér nú grunn um leið og sótt er um námið eftir því hvaða nám þeir hafa hug á að stunda að frumgreinanámi loknu. Til viðbótar hafa 26 nemendur lokið viðbótarnámi við stúdentspróf en æ stærri hópur nemenda með stúdentspróf sækir í að bæta við sig þekkingu í stærðfræði og raungreinum í frumgreinadeild HR. 70% þeirra sem útskrifuðust í gær hafa sótt um áframhaldandi nám við HR.
Við brautskráninguna hlaut Daniel Már Bonilla viðurkenningu Samtaka iðnaðarins fyrir bestan árangur í frumgreinanámi. Hann hlaut jafnframt vikurkenningu deildarinnar fyrir bestan árangur í náttúrufræði.
Daniel Már Bonilla tekur við útskriftarskírteini sínu og viðurkenningum fyrir góðan námsárangur úr hendi Málfríðar Þórarinsdóttur, forstöðumanns frumgreinanámsins.
Aðrir sem hlutu viðurkenningar
- Arnar Guðnason: Viðurkenning fyrir ágætan árangur í stærðfræði í frumgreinanámi HR,
- Árni Magnússon: Viðurkenning frá tölvunarfræðideild HR fyrir ágætan árangur í forritun.
- Birkir Björns Halldórsson: Viðurkenning frá danska sendiráðinu fyrir ágætan árangur í dönsku og viðurkenningar fyrir ágætan árangur í íslensku og ensku í frumgreinanámi Háskólans í Reykjavík.
- Daníel Ekpan Valberg: Viðurkenning frá tölvunarfræðideild HR fyrir ágætan árangur í forritun.
- Daníel Jónsson: Viðurkenning frá íslenska stærðfræðafélaginu fyrir ágætan árangur í stærðfræði og viðurkenning frá Háskólanum í Reykjavík fyrir ágætan árangur í raungreinum.
- Geir Sigurður Gíslason: Viðurkenning frá Viðskiptadeild HR fyrir ágætan árangur í bókfærslu og reikningshaldi í frumgreinanámi Háskólans í Reykjavík
- Grétar Þór Þorsteinsson: Viðurkenning fyrir ágætan árangur í ensku og stærðfræði í frumgreinanámi Háskólans í Reykjavík.
- Hildur Björk Gunnarsdóttir: Viðurkenning frá viðskiptadeild HR fyrir ágætan árangur í bókfærslu og reikningshaldi í frumgreinanámi Háskólans í Reykjavík.
- Ívar Marrow Arnþórsson: Viðurkenning frá viðskiptadeild HR fyrir ágætan árangur í bókfærslu og reikningshaldi og viðurkenning frá danska sendiráðinu fyrir ágætan árangur í dönsku. Jafnframt fékk Ívar viðurkenningar fyrir ágætan árangur í ensku og íslensku í frumgreinanámi Háskólans í Reykjavík.
- Jóhannes Nordal: Viðurkenning fyrir ágætan árangur í ensku í frumgreinanámi Háskólans í Reykjavík
Við athöfnina flutti Einar Friðgeir Björnsson, véla- og iðnaðarverkfræðingur, ávarp fyrir hönd eldri nemenda. Af hálfu útskriftarnema talaði Birkir Björns Halldórsson. Tónlistatriðið var að þessu sinni í höndum Sigríðar Thorlacius.
Frumgreinanám við HR veitir fólki með iðnmenntun eða aðra menntun en stúdentspróf og reynslu úr atvinnulífinu, undirbúning fyrir háskólanám. Alls hafa nú 2.164 nemendur útskrifast með frumgreinapróf.