Fréttir eftir árum


Fréttir

82 nemendur luku undirbúningsnámi í Háskólagrunni HR

11.6.2019

62 nemendur brautskráðust á föstudaginn síðastliðinn, 7. júní, úr Háskólagrunni HR frá frumgreinadeild háskólans. 18 nemendur brautskráðust af tækni- og verkfræðigrunni deildarinnar, 32 af laga- og viðskiptagrunni og 12 af tölvunarfræðigrunni.

Til viðbótar luku 20 nemendur viðbótarprófi við stúdentspróf frá frumgreinadeild en æ stærri hópur nemenda með stúdentspróf sækir í að bæta við sig þekkingu í stærðfræði og raungreinum í frumgreinadeild HR. Brautskráningin fór fram í Sólinni í húsakynnum Háskólans í Reykjavík.

Útskriftarhópur Háskólagrunns 2019Útskriftarhópurinn 2019.

Viðurkenningar veittar fyrir góðan árangur

Við brautskráninguna hlaut Davíð Sæmundsson viðurkenningu Samtaka iðnaðarins fyrir bestan árangur í Háskólagrunni HR. Davíð hlaut jafnfram raungreinaverðlaun HR fyrir ágætan árangur í raungreinum, viðurkenningu Íslenska stærðfræðafélagsins fyrir ágætan árangur í stærðfræði, viðurkenningu Danska sendiráðsins fyrir ágætan árangur í dönsku og viðurkenningar fyrir ágætan árangur í íslensku og ensku í Háskólagrunni HR.

Aðrir sem hlutu viðurkenningar eru:

Ásrún Telma Hannesdóttir: Viðurkenning fyrir ágætan árangur í ritun og aðferðafræði í Háskólagrunni HR.

Hafliði Stefánsson: Viðurkenning frá tölvunarfræðideild HR fyrir ágætan árangur í forritun, viðurkenning fyrir ágætan árangur í náttúrufræði og ritun og aðferðafræði í Háskólagrunni HR.

Jóhannes Geir Ólafsson: Viðurkenning Danska sendiráðsins fyrir ágætan árangur í dönsku og viðurkenning fyrir ágætan árangur í tölfræði og viðskiptastærðfræði í Háskólagrunni HR.

Matthildur S.G. Johansen: Viðurkenning fyrir ágætan árangur í ritun og aðferðafræði í Háskólagrunni HR.

Sindri Þór Harðarson: Viðurkenning fyrir ágætan árangur í ensku í Háskólagrunni HR.

Vilhjálmur Snær Ólafsson: Viðurkenning frá viðskiptadeild HR fyrir ágætan árangur í bókfærslu, reikningshaldi og þjóðhagfræði og viðurkenning fyrir ágætan árangur í ensku í Háskólagrunni HR.

Örvar Þór Örlygsson: Viðurkenning frá Danska sendiráðinu fyrir ágætan árangur í dönsku.

Elísabet Ósk Stefánsdóttir, sem lauk viðbótarnámi við stúdentspróf fékk við athöfnina viðurkenningu frá Íslenska stærðfræðafélaginu fyrir ágætan árangur í stærðfræði og raungreinaverðlaun HR fyrir ágætan árangur í raungreinum.

David-SaemundssonDavíð Sæmundsson.

Við athöfnina flutti Anton Már Gylfason, heimspekingur og áfangastjóri í Borgarholtsskóla, ávarp fyrir hönd eldri nemenda. Af hálfu útskriftarnema talaði Alexandra Ingvarsdóttir. Tónlistaratriðið var að þessu sinni í höndum Soffíu Bjargar.

Eftir að nemendur höfðu fengið skírteini sín talaði rektor Háskólans í Reykjavík dr. Ari Kristinn Jónsson.

Um Háskólagrunn HR

Samtals hafa 2.282 nemendur útskrifast með lokapróf frá frumgreinadeild HR. Mikill meirihluti útskrifaðra nemenda hefur sótt um akademískt nám við HR. Opið er fyrir umsóknir í Háskólagrunn HR fyrir næsta ár til 15. júní næstkomandi.

Nemandi aðstoðar annan nemanda að setja upp húfuna