Fréttir eftir árum


Fréttir

Alþjóðleg heimsóknarvika í HR

25.4.2018

Dagana 11. – 13. apríl stóð alþjóðaskrifstofa HR fyrir alþjóðlegri heimsóknarviku þar sem 35 þátttakendur komu í heimsókn frá 12 löndum í Evrópu.

Yfirskrift dagskrárinnar var vellíðan nemenda og starfsfólks innan háskólans. Boðið var upp á kynningar, vinnustofur og heimsóknir í akademískar deildir HR. Gestir fengu tækifæri til að kynnast hver öðrum í móttöku, sameiginlegum kvöldverði og einnig fengu þeir innsýn inn í náttúru Íslands í ferð um Þingvelli, Gullfoss og Geysi sem endaði með baði í Gömlu lauginni á Flúðum og matarveislu í fjósinu í Efsta-dal.

Hluti dagskrár var sameiginleg en síðan var þátttakendum skipt upp í hópa eftir starfssviði og tóku starfsmenn alþjóðaskrifstofu, náms- og starfsráðgjafar, markaðssviðs, mannauðssviðs, kennslusviðs og rannsóknarþjónustu ásamt starfsfólki deilda HR þátt í því að gera þessa heimsókn að vel heppnuðum viðburði.

Dagskrá lauk síðan með sjósundi í Nauthólsvík fyrir þá sem treystu sér út í við mikinn fögnuð áhorfenda.

Hópur fólks situr í tröppunum í Sólinni